24.3.2009 | 11:53
Ellen White reynist sannspá
Ellen White var ein af þeim sem stofnuðu Aðvent kirkjuna en trú kirkjunnar er að hún hafi fengið sýnir frá Guði og þannig hafi hún leiðbeint kirkjunni í rétta átt. Þetta gerðist á árunum 1850-1870 en Ellen White dó 1915. Eitt af aðal atriðunum sem hún predikaði var það sem Aðvent kirkjan kallar í dag heilsuboðskapinn. Margt var mjög framsækið á þeim tímum sem hún lifði á þó að við tökum því sem sjálfsögðum hlut í dag. Gott dæmi um það er eins og að reykingar væru skaðlegar en það var á þeim tíma sem sumir læknar ráðlögðu sjúklingum að reykja.
Það var margt sem heilsuboðskapurinn innihélt sem hefur skilað þeim árangri að aðventistar eru meðal þeirra hópa fólks sem lifa lengst á jörðinni, sjá: Af hverju lifa Aðventistar lengur en aðrir?
Eitt af því sem var erfiðara að kyngja en flest annað sem Ellen White sagði var að við ættum að hafa kjötneyslu í lágmarki. Þetta var ekki vinsæll boðskapur, sérstaklega ekki í bænda samfélagi í kringum 1860. Gaman að sjá þetta sérstaka atriði reynast rétt þó líka sorglegt því að mér finnst kjöt mjög gott og hef átt erfitt með að minnka kjöt át en vonandi gengur það betur í framtíðinni.
Rautt kjöt og krabbamein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Matur og drykkur, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær rök!
Ef annað er satt þá hlýtur hitt að vera satt líka?
Arnar (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 12:46
Gaman að lesa þetta. Bara enn einn sönnunin fyrir málstað grænmetisætna. Og Ellen White talaði um þetta fyrir 150 árum sem dregur ekki úr trúverðugleika hennar.
Það ætti enginn að efast lengur um tengsl mikillar kjötneyslu og krabbamein samkvæmt þessu og þetta reyndar styður ýmsar eldri rannsóknir sem voru gerðar á fjölda manns.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 13:34
Passar ekki alveg við rugl í einhverri kellingu sem vildi banna kjöt át.. ekki frekar en spádómar hennar um að sjálfsfróun myndi leiða til kvalarfulls dauðdaga? Akkuru tekurðu það ekki fyrir mófi.
Hún hefur bara viljað lifa einhverju munaðar-lausu píslarvotta líferni og allt sem þótt hefur munaður á þeim tíma hefur verið stimplað 'vont'.
Arnar (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 13:53
Arnar, þetta er frekar spurning um aukinn áreiðanleika, fleiri ástæður til að trúa. Hún síðan bannaði ekkert kjötát, sagði aðeins að því minna af dýra afurðum væri betra. Samt færi það auðvitað eftir aðstæðum því sum staðar þá er þörf á dýrafæðu því að önnur fæða er of léleg, fábrotin eða af skornum skammti. Ég vægast sagt kannast ekki við að hún spáði því fyrir að sjálfsfróun myndi leiða til kvalarfulls dauðdaga.
Karl, takk fyrir innlitið :)
Mofi, 24.3.2009 kl. 14:26
En nú eru engar rannsóknir sem benda til þess að grænmetisætur lifi eitthvað lengur en fólk sem neytir kjöts... hvað áttu við Karl?
Svo veit ég ekki betur en að grænmetisætur þurfi að taka inn efni til að fá nauðsynlegt b-12 vítamín og carosine.. eitthvað sem þeir fá ekki úr fæðunni - spurning hvernig Ellen og félagar leystu það
Ástæðan fyrir langlífi Aðventista er það að þeir forðast áfengi og tóbak meira en aðrir, ekki vegna þess að þeir eru grænmetisætur
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 14:42
Tekið úr wiki færslunni um Ellen G. White.
Arnar (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 15:07
jæja... en hún hafði þó rétt fyrir sér með blessaðar sígaretturnar ;)
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 15:12
Arnar, hérna er þetta útskýrt, sjá: http://www.ellenwhite.info/zinc_diseases.htm
Mofi, 24.3.2009 kl. 15:50
Sigmar. Ég trúi því að það eru margir þættir sem hafa áhrif á hve lengi maður lifir og mataræði er einn þáttur. Eins og þessi rannsókn segir þá eru líkurnar meiri fyrir kjötætur að drepast úr krabbameini og þar með minni líkur á að lifa lengi. En eins og ég sagði þá er margt sem hefur áhrif. Hreyfing hefur einnig gífurleg áhrif held ég.
Varðandi b12 þá þarf maður mjög lítið af því yfir æfina. Nýlega hefur það komið í ljós að það er smávegis af því í lífrænu grænmeti eins og sojabaunum og spínati. Sjá neðst á þessari síðu.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 17:57
En mofi, konur missa ekkert zink við sjálfsfróun, afhverju var hún á móti því að þær fróuðu sér? Hvað er það við sjálfsfróun kvenna sem veldur mögulega geðveiki?!
Rebekka, 24.3.2009 kl. 21:33
Ég spái því að Ellen G. White hafi dottið á höfuðið á unga aldri, blætt inn á heilann og ekki þolað blóð eða rautt kjöt eftir það.
Ég spái því líka að þessir meintu 'vísindamenn' við Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna séu flestir Sjöunda Dags Aðventistar - eða meira og minna undir áhrifum kenninga þeirra um neyslu blóðs og hins rauða kjöts.
Sigurður Rósant, 24.3.2009 kl. 22:09
Eh Mófi, ég sé ekki betur en þessi síða sem þú vísar í STYÐJI hugmyndir E.G.W um afleiðingar sjálfsfróunar og þarna séu heljarinnar útskýringar á því hvernig zinc skortur geti leitt til allra þessara sjúkdóma sem E.G.W boðar.
Eða villtu kannski meina að dauði vegna lungna-, nýrna-, lifra-, taugasjúkdóma og/eða krabbameins sé ekki kvalarfullur dauðdagi?
Arnar (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 23:15
Bíddu, nú fá karlmenn sáðlát reglulega hvort sem þeir fróa sér, hafi samfarir eða ekki. Myndu þeir ekki hvort sem er missa þetta zink í brækurnar vegna þess?
Eða er það þannig að mikil sjálfsfróun veldur aukinni sáðframleiðslu? Það má vel vera, ég hef ekki hugmynd um það... Einhver? Ef ekki þá er þessi punktur bara bull.
Er þá ekki alveg eins óhollt að stunda oft kynlíf, eitthvað sem rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að sé holl og góð líkamsrækt?
Svo má líka nefna að skv. þessu getur Ellen ekki hafa haft neitt á móti því að menn einfaldlega ætu sitt eigið sæði til að missa ekki zinkið. Hvernig er það meðal aðventista eldri en 15 ára?
sth (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 23:41
Oh.. fattaði þetta einmitt í morgun og var búinn að hlakka til að komast í vinnuna og bæta þessu við færsluna síðan í gær :)
Og mófi:
Ef ég nefni 1000 atriði þar sem 999 eru rétt og 1 er eitthvað sem ég skáldaði upp, þá þýðir það að áreiðanleiki minn sé 99,9% og allt sem ég segi sé rétt?
Það eru ákaflega veik rök að fjalla eitthvað almennt um einhverja heilsuspeki og segja svo 'guð gerði það'. Þótt heilsuspekin geti verið rétt þá þýðir það ekki endilega að guðinn þinn hafi gert eitt eða neitt.
Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 10:33
Eins og þessi rannsókn segir þá eru líkurnar meiri fyrir kjötætur að drepast úr krabbameini og þar með minni líkur á að lifa lengi.
Hvaða rannsókn?
Og eins og ég benti á þá eru engar rannsóknir sem staðfesta það að grænmetisætur lifi eitthvað lengur en þeir sem borða kjöt
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:09
Röddin, ekki hugmynd. Kannski eitthvað andlegt......
Rósant, getur maður spáð um fortíðina? Síðan þá vildi Ellen White halda áfram að borða kjöt en hennar vilji fór á móti sýninni sem Guð hafði gefið henni. Hún hélt áfram að borða kjöt eftir sýnina og það tók tíma að hætta því. Veit ekki einu sinni hvort hún hafi alfarið hætt því alla æfi enda predikaði ekki að allir aðventistar ættu að vera grænmetisætur; aðeins að kjöt ætti að borða í hófi og helst sleppa því. Samt ætti heilsan ávalt að vera í fyrir rúmi svo ef að grænmeti og ávextir væru af skornum skammti þá gæti sannarlega kjöt bætt það upp.
Varðandi rannsóknina þá veit ég ekki meira en ég sá á mbl. Ég spái því að þú hafir rangt fyrir þér í þessu.
Arnar, já, þarna er útskýrt hvernig þetta getur orsakað heilsu vandamál. Varðandi samfarir þá kannski er miklu meiri "stjórn" eða hófsemi á þeim en sjálfsfróun, jebb, ég veit að það er persónu bundið. Eitt sem mig langar að benda á er að hún notar ekki orðið "sjálfsfróun" svo kannski meinti hún eitthvað annað; bara möguleiki. Ég get ekki neitað því að þetta virkar skrítið í mínum augum en í svo mörgum málum þá hafði hún rétt fyrir sér á meðan læknar í gegnum tíðina höfðu rangt fyrir sér. Kannski er sama staðan varðandi þetta atriði í dag.
Ef ég vendist því að þú hefðir alltaf rétt fyrir þér og síðan kemur upp eitt atriði þar sem þú hefur rangt fyrir þér þá tel ég að ég myndi samt álíta þig mjög áreiðanlegan. Ekki í prósentum enda erfitt að hugsa um áreiðanleika einstaklings í prósentum.
Mér finnst merkilegt að setja upp ákveðinn heilsuboðskap sem fór á móti því sem læknavísindi hennar tíma sagði en síðan reyndist réttur eftir því sem á leið. Það gefur mér ástæðu til að trúa því að Guð talaði til hennar.
Mofi, 25.3.2009 kl. 11:14
Æji kallaðu mig skeptískan en ég er nú farinn að taka öllum svona 'rannsóknum' með fyrirvara.
Það hafa komið fram alveg miljón svona 'rannsóknir' sem eru oft í mótsögn við hvor aðra.
Eina sem ég veit er að það er stórhættulegt að lifa, stutt rannsókn sem ég gerði hérna í vinnunni sýnir að 100% lifenda eru dauðvona og að vera lifandi er áskrift á allskyns sjúkdóma og vesen. Óháð því hvað maður borðar eða aðhefst á meðan maður lifir.
Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:45
Jebb, líkurnar á að maður deyi eru alltaf 100%. Spurningin er bara hvort maður vilji deyja fyrr eða seinna en meðaltalið . Ég sé samt ekki ástæðu til að lifa hundleiðinlegu lífi (t.d. líf án beikons væri mér óbærilegt), bara til að gera það enn lengra! Meðalhófið er best.
Rebekka, 25.3.2009 kl. 13:41
Þessi rannsókn sem fréttir er að tala um.
Svo hef ég leitað upp aðra rannsókn sem segir svipað.
http://cancerres.aacrjournals.org/cgi/content/abstract/54/9/2390
Hér getur þú lesið vandaða vísindagrein frá árinu 1994 og birtist í Cancer Research. Hún styður þá tilgátu að rautt kjöt er tengt aukinnar áhættu á ristilkrabbameini.
Það er ekki sagt beint út í orðum í rannsókninni er með smá rökhugsun ætti að vera augljóst hvað ætti að vera afleiðing ef maður skyldi fá krabbamein.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 17:01
sth (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 17:57
Já. Þú hefur einhverja aðra skilgreiningu á rökhugsun en ég. Og mættir alveg kynna þér aðferðafræði.
Það að þú getir fundið einhverja rannsókn sem segir að neysla á rauðu kjöti auki líkurnar á krabbameini getur aldrei, sama hvað þú rökhugsar það mikið, gefið þér ástæðu til að fullyrða að grænmetisætur lifi lengur að jafnaði en kjötætur.
Fyrir það fyrsta er krabbamein ekki jafngildi dauða.
Í öðru lagi þá hafa fleiri þættir áhrif á lífslíkur fólks en mataræði (eins og þú meira að segja ert sjálfur búin að viðurkenna).
Í þriðja lagi þá vantar þig fylgnirannsókn sem sýnir að grænmetisætur lifi að jafnaði lengur en kjötætur. Slík rannsókn er svona eiginlega það eina sem gæti gefið þér ástæðu til að fullyrða eins og þú hefur gert hér.
Þegar þú útvegar hana máttu byrja að búa þér til orsakasamhengi. Þar gæti mögulega þessi rannsókn sem þú vitnar í komið til sögunnar en væntanlega þyrftir þú að skoða ansi marga aðra þætti.
Egill Óskarsson, 25.3.2009 kl. 19:03
Nei það er satt. En já það er sanngjarnt að halda okkur við það sem rannsóknirnar sýna.
Það þarf ekki neina aðferðafræði til að sjá hvað eftirfarandi setning segir: "Vísindamenn segja að þeir sem neyta mikils kjöts séu í margfalt meiri hættu á að fá krabbamein og aðra banvæna sjúkdóma.".
Er viss um að 10 ára krakki skilur hvað er verið að tala um hér. Þarf ekki neina aðferðafræði til að skilja þetta. Við þurfum ekki endilega að fullyrða um langlífi. Fólk getur bara dregið ályktanir sjálft, það getur það alveg.
Oftast er einfaldleiki bestur til að útskýra hlutina.
Reyndar var þessi setning líka í fréttinni. "Lífslíkur þeirra sem neyttu rauðs kjöts eða unninna kjötvara í mestum mæli, voru mun lakari en annarra." Hvernig túlkar þú hana?
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:29
Hér er virkilega góður fyrirlestur um heilsu og fer yfir margt sem Biblían segir um heilsu. Mæli með honum. Hérna er fyrirlesturinn.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:50
Lífslíkur þeirra sem neyttu rauðs kjöts eða unninna kjötvara í mestum mæli, voru mun lakari en annarra."
Ég skil þetta sem svo að þeir sem neyti kjöts í óhófi hafi lakari lífslíkur en þeir sem neyta þess í hófi
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 12:24
Þá þurfum við líka að skilja niðurstöðurnar.
Nei. Hún segir bara eitt. Að aðili X sem neytir MIKILS KJÖTS (og þá vantar okkur útskýringu á því hvað mikil kjötneysla er) er líklegri til að fá krabbamein og aðra banvæna sjúkdóma en aðili Y sem neytir ekki mikils kjöts eða er jafnvel grænmetisæta. Hún segir okkur ekkert annað. Ekki neitt.
Ég er ekki viss um að þetta sé rétt hjá þér. Nú er ég langt í frá sérfróður um aðferðarfræði en það þarf ekki að hafa lært mikið í henni til að sjá hversu illa margir eru að sér þegar kemur að túlkunum á rannsóknum og könnunum. Og ef eitthvað er þá eiga fjölmiðlamenn sérstaklega erfitt með þetta.
Oftast já. En þú ert bara ekki að notast við einfaldleikann í þínum túlkunum.
Loksins ertu kominn með setningu sem fjallar um niðurstöður um lífslíkur. Til hamingju, þetta hafðist. Ég ætla að notast við einfaldleikann. Ég túlka þessa setningu þannig að lífslíkur þeirra sem neyta rauðs kjöts eða unninna kjötvara Í ÓHÓFI (í mestum mæli) séu að jafnaði lakari en annara.
Sem segir aftur á móti ekkert um það hvort að grænmetisætur lifi lengur en þeir sem neyta kjöts í hófi.
Egill Óskarsson, 26.3.2009 kl. 23:46
Karl Jóhann, hvað segir þú um þessa setningu úr fréttinni: Vísindamenn segja nauðsynlegt að draga úr neyslu kjötvara. Meðalhófið sé best og þeir séu ekki að mælast til þess að fólk forðist beikon og hamborgara. Æskilegt sé að fólk borði u.þ.b. 30 grömm af kjöti á dag.
Egill Óskarsson, 26.3.2009 kl. 23:47
Já, Mofi. Hún Ellen hitti naglann á höfðuðið þarna. En það sama gildir um marga aðra trúarhöfðingja allt frá örófi alda. Finna má spádóma í heimildum um þá þar sem þeir höfðu rétt fyrir sér í einhverjum málum.
Nú las ég frétt um það að umskurður drengja kæmi í veg fyrir krabbamein á kynfærum karla og jafnvel í blöðruhálskirtli. Einnig kæmi hann í veg fyrir vörtumyndun og krabbamein í leghálsi kvenna. Ekki var hérna um spádóm að ræða, heldur fyrirskipun Abrahams sem sagðist hafa þetta eftir Guði. (Ég nefni þetta svona í tilefni þess að sumir vilja blanda saman þrasi um neyslu á rauðu kjöti og sjálfsfróun kvenna).
Einn Dani varð þó að missa allan lim sinn vegna gruns um krabbamein, sem var þó alls ekki til staðar þegar nánar var skoðað. Hann bíður nú eftir bótum vegna limamissis. Orðinn óþolinmóður og fór með málið í sjónvarpið eins og svo margir gera í dag.
Sigurður Rósant, 27.3.2009 kl. 08:54
Rósant, hún hitti merkilega oft naglan á höfuðið miðað við hvað vísindamenn /læknar hennar tíma voru ekki að hitta naglann á höfuðið. Mér finnst það merkilegt og finnst að hún eigi skilið að fá "prik" fyrir að hafa leitt hóp fólks til betri heilsu og lengra lífs og þá líka góð fyrirmynd fyrir aðra sem vilja hið sama.
Ég var einmitt að pæla í að blogga um fréttina um umskurn en ákvað síðan að sleppa því... en já, Abraham virðist hafa hitt naglan líka á höfuðið með að umskurn væri góð hugmynd; samt kannski ekki fyrir fullorðna einstaklinga, ég að minnsta kosti íhuga ekki einu sinni slíkt...
Karl Jóhann, takk fyrir fyrirlesturinn sem þú bentir á; ég hafði gaman af.
Mofi, 27.3.2009 kl. 09:52
Í fréttinni er sagt hvað er mikil kjötneysla og hvað er lítil. Mikil kjötneysla er 160 g á dag að meðaltali en lítil neysla er 25 g á dag að meðaltali. Við höfum því útskýringu á hvaða magn við erum að tala um. Þetta er sexfaldur munur. Og þessar tölur er rannsóknin að miða við.
Það væri jafnvel athyglisverðra að bera saman grænmetisætur og þá sem neyta kjöts í hófi. Það kemur kannski að því seinna og er örugglega til rannsókn á, veit samt ekki um það.
Og til að vera alveg sanngjarn þá eru til efni í kjöti sem eru nauðsynleg, eins b12 vítamín. En nú á tímum er hægt að fá þessi efni auðveldlega úr öðrum fæðutegundum eða með vítamínstöflum. Þó þarf maður að passa að borða fjölbreytt, en það ætti ekki að vera erfitt því fjölbreytnin í grænmetismat er svo mikil nú á tímum. Svo að mínu mati er ekki nauðsynlegt að borða kjöt. Þá á ég við hreint kjöt. Svínakjöt er nú best að sleppa alveg því í fyrsta lagi er það skilgreint sem óhreint, samkvæmt Biblíunni og í öðru lagi er bara eðli þeirra nóg til að sjá að þau eru ekki hæf til manneldis.
Þetta er einfaldlega túlkun vísindamannanna á niðurstöðu rannsóknarinnar en niðurstaðan var sú að neysla á miklu kjöti minnka lífslíkur. Þeirra túlkun er að kjöt í hófi sé skynsamlegt. En ég sé ekki neitt sérstaklega óskynsamlegt í því að maður geti túlkað þessa niðurstöðu á þá leið að það sé jafnvel heilsusamlegra að sleppa öllu kjöti. Sé ekki að menn tapi mikið á því samkvæmt þessu.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 12:18
Karl Jóhann, rannsóknir sýna að ótæpileg drykkja á vatni(vökva) getur leitt til dauða. Mælt er með því að neyslu vatns(vökva) sé haldið í meðalhófi.
Er þá hægt að draga þá ályktun að hætta bara alveg að drekka vatn(vökva) sé svakalega sniðugt, jafnvel heilsusamlegra?
Arnar (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 12:38
Viltu vinsamlegast ekki byrja á þessu rifrildi (eða ok, þessum tveimur rifrildum) aftur hérna. Það var alveg nógu leiðinlegt í hin 17 skiptin.
Ertu að meina fyrir utan það að rannsóknin fjallaði einfaldlega ekki um það? Allavega ekki miðað við þessa frétt og þar sem ekki er einu sinni vísað í rannsóknina í henni (sem er augljóst merki um að mbl-fréttin er unninn upp úr erlendri frétt sem kannski eða kannski ekki fjallaði á réttan og sanngjarnan hátt um rannsóknina) þá er voða erfitt að komast að því.
Það er mjög einföld regla að draga ekki ályktanir um hluti útfrá eða vegna rannsókna sem fjalla einfaldlega ekki um þá.
Egill Óskarsson, 27.3.2009 kl. 23:15
Meðalhófið gildir sennilega í mörgu og það gildir um vatn líka. Maður getur ekki hætt að borða mat eða drekka vatn það er augljóst. En sum efni eru einfaldlega æskilegri en önnur eins og t.d. mettuð dýrafita. Ég hugsa að aðstæður skipti líka máli. T.d. í gamla daga hér á Íslandi, þá var oft ekki annar matur í boði en kjöt. Og maður varð að borða það til þess að lifa af. En þegar er eitthvað annað er í boði, eins og í dag þegar fjölbreytnin er orðin meiri, þá er ekki nauðsynlegt að neyta kjöts til að lifa af.
Það er erfitt að sjá nákvæmlega hvað rannsóknin sagði því fréttin gefur ekki upp heimildina. Hefði verið betra að fá link á rannsóknina.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 09:15
Egill Óskarsson, 28.3.2009 kl. 19:49
Jæja. Ég leitaði stuttlega á netinu til að finna eitthvað sem gæti stutt það sem Ellen White sagði um sjálfsfróun. Eftirfarandi upplýsingar eru furðu svipaðar því sem hún sagði. Hún talaði um m.a. geðveiki. Athyglisvert að bera það saman við eftirfarandi setningu:
Doctor Spitake, American anatomical notable specialized in psychiatry and who was president of the Neurological Society of New York, in his book "Creator Energy", says that several types of madness are generated for sexual abuse and masturbation, since the brain is compounded mainly of lecithin and when losing it in the seminal unloading, the organism must use tissue and brain nerves instead.
Ellen White talar einnig um lífsorku(vital forces) sem fer forgörðum. Talað er um svipað hér:
Sperms contain DNA (Deoxyribonucleic Acid), carrier of the heredity genetic code and determinative for the sexual aspect; RNA (Ribonucleic Acid), enzymes, proteins, glucosides, lecithin, calcium, phosphorus, biological salts, testosterone, etc. when masturbation is carried out, all of these components are extracted from the organism which does not allow a normal development when is during adolescence, because this same energy is the one that is going to help him/her to develop.
http://www.anael.org/english/masturbation/consequences.htm
Hvað svo með það sem læknar segja í dag, að þetta sé bara hollt!! Getur verið að upplýsingar um þetta séu rangar eins og staðan er í dag? Svo til að bera saman þá eru þessar upplýsingar á femin.is "Nú er það hinsvegar alveg ljóst, að sjálfsfróun er skaðlaus og þvert á móti gagnleg til að þekkja sjálfan sig og þjálfa undir samræði."
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 16:40
Karl Jóhann, hver er þá munurinn á áhrifum sáðláts við sjálfsfróun og sáðláts við samfarir (segjum löglega giftra heittrúaðara einstaklinga af gagnstæðu kyni)?
Svarið er: enginn.
Arnar (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:08
Þetta virðist vera mjööööög flókið mál.
Segjum sem svo að sannkristið par stundi samfarir daglega (til að eignast börn auðvitað). Verða þau þá e.t.v. geðveik að lokum?
Hvað ef þau myndu bara fróa sér daglega?
Rebekka, 30.3.2009 kl. 17:38
Karl, ég fullvissa þig um það að hvað sem kann að vera í sáðfrumum sem 'extracta' við sjálfsfróun og líkaminn nýtir þar af leiðandi ekki (burtséð frá því að líkaminn var þegar búinn að nýta þetta til að búa til sáðfrumur, óháð því hvort þær myndu frjóvga egg eða, það sem flestar þeirra gera, deyja - og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða í laki, leggöngum eða í smokki) þá á ekkert þetta við sjálfsfróun kvenna, sem er að öllum líkindum það sem femin.is er að tala um.
Hvaða athugasemdir hafiði Ella um sjálfsfróun kvenna?
sth (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 18:37
Ekki ertu í alvöru að reyna þetta Karl?
Hvaða munur ætti að vera á því að sæðið úr þér lendi í leggöngum konu og gömlum sokki?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:07
Ætla ekki að þykjast vita allt um þetta en skal reyna að svara þessu. Hér er kannski mögulegt svar: "The SEXUAL FANTASY (or erotic) produces psycho-sexual impotence. Those ills have normal erections, they are apparently normal men, but when they are going to carry out the connection of his member to a vulva, the erection ends, and the phallus falls, being in the most horrible state of desperation. They have lived in a sexual fantasy that has nothing to do with reality, then they get confused and are not able to respond to the reality as it should be" Linkur.
Sth, sjá athugasemd 6. Ellen talaði um að konur hefðu minni "lífsorku" en menn, en munurinn er að konur missa ekki hluta af sjálfum sér við miðað við menn. Af því leiðir að karlar missa líklega meiri "lífsorku" miðað við konur og hefur því meiri neikvæð áhrif á þá. Kínverjar sögðu svipað. Sjá hér.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 09:39
Karl... þú getur ekki fundið eina rannsókn sem myndi nokkurn tíma taka undir það að sjálfsfróun bæði karla og kvenna hefði slæm áhrif á geðheilsu fólks... þvert á móti eru til ótalmargar rannsóknir sem sýna hið gagnstæða
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:28
Sigmar. Ekki samkvæmt nútímarannsóknum... það er amk mjög erfitt að finna rannsókn sem bendir til slæmra áhrifa. En ýmis eldri þekking eins og hjá Kínverjum sem ég benti á fyrir ofan, og einnig Ellen G. White sem lifði fyrir 150 árum, styðja það. Svo hver hefur rétt fyrir sér, nútímavísindi eða þeir sem lifðu fyrir hundruð árum?
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 18:29
Já, fyrst að einhver bandarísk ofsatrúarkona og forn-Kínverjar segja að sjálfsfróun sé slæm, þá bara hlýtur það að vera satt!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.3.2009 kl. 19:58
Svo hver hefur rétt fyrir sér, nútímavísindi eða þeir sem lifðu fyrir hundruð árum?
Þeir sem búa yfir meiri tæknilegri þekkingu til að rannsaka áhrif sjálfsfróunar.
Fróar þú þér semsagt ekki Karl?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:58
Þetta er rökrétt að mínu mati. Hugsa að það megi líkja þetta við blóðgjöf. Ég hef heyrt að það sé jafnvel hollt að gefa blóð af og til. Hvað heldur þú að gerist ef þú ferð í blóðgjöf í hverri viku eða jafnvel á hverjum degi. Það myndi hafa áhrif á líkamann ekki satt. Eftir blóðgjöf er maður slappari. Ég hef prófað það einu sinni og veit hvernig tilfinning það er. Svo að gefa blóð t.d. í hverri viku hefði sennilega það slæm áhrif að maður myndi deyja að lokum ef maður gerði þetta að vana í lífi sínu.
Ég hugsa að það sé svipað með sjálfsfróun.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 08:59
Jaaneei... Ég veit ekki til þess að sæði flytji súrefni um líkamann. Ég veit ekki betur en það er framleitt í milljónatali í þeirri von um að komast í kontakt við egg konu, óháð því hvort þessi von sé á rökum reist og burtséð frá því að langmestur meirihluti þess muni á endanum deyja.
sth (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:21
Sæðið verður til og safnast saman þarna í pungnum á þér alveg óháð því hvort þú spýtir því svo út eða ekki...
Ef það fer ekki út Karl, þá nýtir líkaminn það ekkert aftur
Þetta er vel líklega það heimskulegasta sem ég hef lesið
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:31
Eh.. oh boy.
Sko, veit ekki hvernig ég á að segja þetta..
.. Karl Jóhann, þú ert annað hvort ungur/hreinn sveinn eða líf bókstafstrúarmanna er en leiðinlegra en mig grunaði.
Ef þú ert að setja fram myndlíkingu þarna með blóðgjöfina einu sinni í viku eða jafnvel hverjum degi og því að hafa 'sáðfall' eða 'sáðlos' (veit ekki alveg hvað er rétta orðið yfir þetta), þá er alveg hellingur af fólki sem finnst ekkert eðlilegra en að stunda kynlíf í hverri viku, jafn vel oftar. Kannski ekki margir sem gera það á hverjum degi alla daga ársins.. en samt örugglega hægt að finna eitt eða tvo pör.
Arnar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:33
Ég var að gera þessa myndlíkingu vegna þess að við blóðgjöf missir maður "hluta líkamans" (ef maður getur sagt það), eins og gerist við "sáðfall". Í blóðinu er hellingur af efnum, sama með sæði.
Arnar, það er væntanlega ekki leiðinlegt að vera með meiri lífskraft(vitality), eins og Ellen White sagði að maður myndi missa.
Þetta sagði hún: "The practice of secret habits surely destroys the vital forces of the system. All unnecessary vital action will be followed by corresponding depression. Among the young the vital capital, the brain, is so severely taxed at an early age that there is a deficiency and great exhaustion, which leaves the system exposed to disease of various kinds."
"Sexual excess will effectually destroy a love for devotional exercises, will take from the brain the substance needed to nourish the system, and will most effectually exhaust the vitality."
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:14
Blóðgjöf á EKKERT sameiginlegt við sáðfall Karl, nákvæmlega akkúrat ekki neitt, blóðið er í hringrás um líkamann og gegnir þar mikilvægu hlutverki - sæði í karlmannspung hefur ekkert annað hlutverk en að láta spýta sér þaðan út.
Og hvaða anskotans máli ætti það að skipta hvort þú losar þig við sæðið við kynmök eða sjálfsfróun....?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 13:45
Sigmar , þú vilt líklega ekki hafa rangt fyrir þér í þessu. En trúðu því sem þú vilt.
Aðallega sálfræðilegur.... Ef þú átt konu, er ekki munur á að vera með konunni og að vera sjálfur?
Karl J. (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 15:47
Ég er nú farinn að halda að þið bakkabræður skiljið ekki alveg hvað orðið trú þýðir... ég "trúi" því ekkert að þú hafir rangt fyrir þér Karl.. ég VEIT að þú hefur rangt fyrir þér
Þú varst hérna rétt áðan að líkja þessu við blóðgjöf og að þú "misstir" með þessu efni úr líkamnum..
En núna ertu skyndilega farinn að segja að þetta sé sálrænt?
Það er einfaldlega ekki heil brú í því sem þú ert að segja
Og ég hef engar áhyggjur af því að hafa rangt fyrir mér, því ég er ekki bara viss, heldur 110% viss um það sem ég er að segja.
Og ég hef verið með konu, og það meira segja þeirri sömu í nokkur ár, og ég get ekki séð að mér líði eitthvað verr eftir að hafa þjónustað mig sjálfur eða með henni.. og ég hvet þig eindregið til þess Karl að finna einhverja ritrýnda grein eða rannsókn sem styður það sem þú ert að halda hér fram
Eins og ég sagði hér ofar þá er þetta líklega eitthvað það allra heimsklegasta sem ég hef nokkurn tíma lesið
"At its most basic level, masturbation serves to reduce stress and sexual tension. Humans don't go into heat at certain points of the year like other mammals, so starting with puberty we have a lot of bottled-up sexual energy year-round. People can't exactly just leap on someone they're attracted to and take out their pent-up sexual frustration on them. Well, they can, but it's called rape"
"What's the alternative when there's not a consenting partner to help you to release your sexual tension? Well, of course masturbation is the answer. Masturbating and achieving orgasm can cause all that sexual tension to be released in a controlled way and provide you with blocks of time in which you can be more focused, productive, and relaxed"
"One of the most fundamental health benefits of masturbation is that it feels good. The reason behind this is because sexual stimulation and orgasm release endorphins in the body. Endorphins are natural chemicals produced by the body that give a feeling of well-being and elation after periods of exertion. Two of the best ways to release endorphins are exercise and sexual activity. In the absence of actual sex, masturbation serves the same purpose of releasing endorphins and improving mood. In women, masturbation can help to relieve cramps associated with menstruation. With both sexes, regular masturbation can help combat insomnia by lowering blood pressure and increasing relaxation through the release of endorphins."
http://www.associatedcontent.com/article/192135/health_benefits_of_masturbation.html
"Physicians have completely reversed their beliefs about masturbation over the past few centuries. Masturbation, In the 18th and 19th century, was incorrectly linked to "general debility, consumption, deterioration of eyesight, disturbance of the nervous system, and so on...Polluting and debilitating for the individual, it had a destabilizing effect on society, as it prevented healthy sexual desire from fulfilling socially desirable ends--marriage and procreation, which was the foundation of the social order"
Þá má t.d. benda á að það eina sem virðist minnka hættur á krabbameini í blöðruhálskirli sé sjálfsfróun, kynlíf með kvenmanni virðist ekki minnka þá hættu
http://www.religioustolerance.org/masturba1.htm
Hér eru svo fleiri síður sem þú getur skoðað
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 16:16
Og aftur.. ég hvet þig til að finna eitthvað sem styður það sem þú ert að segja
Orð ómenntaðar bókstafstrúarkonu og sögur af kínverjum til forna teljast ekki með
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 16:19
Sigmar, ástæðan fyrir þessum óstöðugleika hjá Karli, er sú að hann ákveður fyrst að Ellen G. White hafi rétt fyrir sér, og síðan þarf hann bara að finna rökstuðninginn.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.4.2009 kl. 16:38
Haha. Ranghugmyndirnar sem trúaðir geta fengið í hausinn eru engin takmörk sett.
Ég er með lausnina fyrir Karl Jóhann og Mofa. Fullnægja sjálfum sér með sjáflsfróun en án sáðláts. Þetta er vel þekkt í fornum Tantra-fræðum. Nú geta þeir fróað sér án þess að "spilla sæði" eða hafa áhyggjur af því að "missa hluta af líkamanum" eða "veikjast".
Ragnar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 17:48
Úff hefði átt að vita hvert þessi umræða myndi fara.
Sigmar þú vilt frekar treysta fréttasíðum um þessi mál. Mér sýnist mest af umfjölluninni vera svo grunnhygginn að hálfa væri nóg. Það er t.d. sagt að eðli karla og kvenna sé svipað, varðandi sjálfsfróun, sem er auðvitað lygi. Sko það er ekki hægt að treysta öllu nútíma upplýsingum. Það er fullt af lygi í heiminum sem er byggð frekar á tilfinningum er skynsemi. Tilfinningum sem flestar þessar rannsóknir byggja á ... eru ekki treystandi .... oftast. Af hverju heldur þú að t.d. fótbóltalið er sett í einangrun áður en það fer að keppa?
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:11
Já :)
Og þér til upplýsingar, þá missir líkaminn 'aðgang' að öllum þeim efnum sem þarf til að mynda sáðfrumur um leið og sáðfrumurnar myndast. Sama á við konur, nema hvað eggfrumur myndast bara einu sinni, ekki stöðugt eins og sáðfrumur karla.
Þannig að þótt þú (eða bara einhver annar) myndi lifa algeru skírlífi þá myndi viðkomandi samt missa þessi efni eða hvað sem við erum að tala um.
Ef rökin eru þau að manneskjur missi einhver efni við sáðlát sem geri viðkomandi eitthvað slæmt, þá gengur það bara ekki upp.
Mæli með að þú platir mófa með þér í kvöldskóla í líffræði, þið hefðuð gott af því báðir tveir.
Arnar (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 00:11
Karl.. bentu okkur á rannsókn, eitthvað sem styður þessar fullyrðingar þínar
Og afhverju eru fótboltalið sett í einangrun.....
Hvað áttu eiginlega við? Er það þetta kannski...
In 2000 Shrier published an editorial titled "Does Sex the Night Before Competition Decrease Performance?" in the Clinical Journal of Sports Medicine. He wrote that the "long-standing myth that athletes should practice abstinence before important competitions may stem from the theory that sexual frustration leads to increased aggression."
The abstinence tradition is particularly strong in power sports, such as boxing and football, in which aggression is considered a valuable trait.
Some people believe the act of ejaculation draws testosterone, the hormone of both sexual desire and aggression, from the body.
"This is a really wrong idea," said Emmanuele A. Jannini of the University of L'Aquila in Italy. Jannini is a professor of endocrinology, the study of bodily secretions, and has studied effects of sex on athletic performance.
http://news.nationalgeographic.com/news/2006/02/0222_060222_sex.html
ath, það er mun meira um þetta ef þú skoðar slóðina
Þetta, eins og annað málflutningi þínum tengt... er BULL
Og aftur... í stað þess að röfla hér fram og til baka um eitthvað sem þú augljóslega hefur ekki hundsvit á, reyndu þá að finna eitthvað sem tekur undir það sem þú ert að segja
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 01:10
Meira segja ef það væri rétt að einangrun íþróttamanna bætti árangur þeirra... skoðaðu þá rökin á bakið við það
He wrote that the "long-standing myth that athletes should practice abstinence before important competitions may stem from the theory that sexual frustration leads to increased aggression."
Og seg þú mér Karl.... er þetta JÁKVÆTT?
finnst þér sú staðreynd að það að stunda ekki mök eða sjálfsfróun í þeim tilgangi að auka pirring og árasarhneigð sé máli þínu á einhvern hátt til stuðnings?
Það er þá allavega ekki skrýtið afhverju þessir bókstafstrúarmenn eru sífellt að reyna drepa hvorn annan þarna fyrir botni miðjarðarhafs... það er kannski lausnins á deilunni
Sjálfsfróun ????
Maður spyr sig
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 01:16
Wank - not War!
Sigmar, þú ert snillingur
Arnar (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 10:06
Hér er frétt til tilbreytingar sem segir tengir kynlíf, aðallega sjálfsfróun, á tvítugs og þrítugsaldri við blöðruhálskirtilskrabbamein.
http://www.apakistannews.com/sex-masturbation-link-to-prostate-cancer-risk-103061
Blóðfrumur myndast sífellt einnig. Þýðir ekki að maður eigi að fara í blóðgjöf? Ég er ekki viss um að þú hafi rétt fyrir þér. Líkaminn hefur líklega lausn á þessu, frumur deyja og myndast.
Þetta er fáranlegt sem þú segir um bókstafstrúarmenn í botni miðjarðarhafs. Og það sem þú talar um árásarhneigð er sennilega það sem heitir "sexual energy". Maður getur notað þessa orku í jákvætt eða neikvætt, fer eftir manni sjálfum.
Margt sem maður finnur á netinu. Hér er brandari sem þú munt örugglega finnast góður: One day the Lord came to Adam to pass on some news. “I’ve got some good news and some bad news,” the Lord said. Adam looked at the Lord and said, “Well, give me the good news first.” Smiling, the Lord explained, “I’ve got two new organs for you, one is called a brain. It will allow you to be very intelligent, create new things, and have intelligent conversations with Eve. The other organ I have for you is called a penis. It will allow you to reproduce your now intelligent life form and populate this planet. Eve will be very happy that you now have this organ to give her Children.” Adam, very excited, exclaimed, “These are great gifts you have given to me. What could possibly be bad news after such great tidings?” The good Lord looked upon Adam and said with great sorrow, “The bad news is that when I created you, I only gave you enough blood to operate one of these organs at a time.”
Er ekki mikil sannleikur í þessu?
Karl J. (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 10:24
Oh.. þú veist ekki hvenær þú átt að hætta.
En að vissu leiti er þetta rétt hjá þér við myndun blóðfruma þá 'taparðu' því efni (og orku) sem þarf til.
EN blóð er notað til að flytja td. súrefni um líkamann, ef þú (eða bara einhver annar) verður fyrir blóðskorti/blóðþurð/blóðleysi þá fær líkaminn ekki það súrefni (og örugglega sitthvað annað) sem hann þarf OG ÞESS VEGNA VERÐURÐU (eða bara einhver annar) SLAPPUR!
Slappleikinn eftir blóðgjöf er tilkominn vegna blóðskorts (of lítið blóð annar ekki eftirspurn líkamans) en ekki vegna efnis/orkunar sem fer í að búa blóðkornin til.
Farðu og gefðu blóð, og meðan þú jafnar þig eftir blóðgjöfina spyrðu og ég er viss um að einhver er tilbúin(n) í að útskýra þetta allt fyrir þér. Ef einhver veit eitthvað um blóð þá ætti það að vera starfsfólk blóðbankans.
Arnar (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 11:06
"Ejaculation frequency, a measure of sexual activity, is not associated with a higher risk for prostate cancer, according to a study in the April 7 issue of The Journal of the American Medical Association (JAMA). However, a high ejaculation frequency may be linked to a decreased risk of prostate cancer."
http://www.sciencedaily.com/releases/2004/04/040408090927.htm
Þessi rannsókn var gerð á 30 þús manns... sú sem þú bentir á var gerð á 800 manns... það er svo lítið að það er varla marktækt, enda sá hópur af þessum 800 sem fékk blöðruhálskirtilskrabbamein afar lítill
Þar fyrir utan segir sú rannsókn að eftir því sem mennirnir eldast minnkar bæði kynlíf og sjálfsfróun hættuna
Og taktu eftir einu Karl... hér er sjálfsfróun lögð til jafns við kynlíf í báðum þessum rannsóknum - þannig að þó svo að þetta væri rétt þá væri þetta ekki á neinn hátt að styðja þetta bull um að sjálfsfróun væri á einhvern hátt verri en kynlíf.
Blóðfrumur myndast sífellt einnig. Þýðir ekki að maður eigi að fara í blóðgjöf? Ég er ekki viss um að þú hafi rétt fyrir þér. Líkaminn hefur líklega lausn á þessu, frumur deyja og myndast.
Pungurinn er endastöð fyrir öll þau efni sem notuð eru í sáðfrumugerð... þau eru EKKI endurnýtt þaðan - því ert þú ekki að missa neitt við útspýtingu þeirra sem líkaminn er ekki þá þegar búinn að missa
Þetta er fáranlegt sem þú segir um bókstafstrúarmenn í botni miðjarðarhafs. Og það sem þú talar um árásarhneigð er sennilega það sem heitir "sexual energy". Maður getur notað þessa orku í jákvætt eða neikvætt, fer eftir manni sjálfum.
Karl... lestu bara það sem stendur þarna
He wrote that the "long-standing myth that athletes should practice abstinence before important competitions may stem from the theory that sexual frustration leads to increased aggression."
Og þetta er bara nákvæmlega ástæðan, menn hafa fundið að neiti menn sér um kynferðislega útrás skapist pirringur og aukin árásarhneigð sem nýtist ákveðnum íþróttamönnum, t.d. boxurum
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 11:08
Mætti ég spurja þig Karl... hvað ertu gamall og ert þú kynferðislega virkur?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 11:11
Nei ekki þeirri rannsókn sem ég benti á. Skoðaðu rannsóknina, niðurstaðan var að það var munur.
Ég er einhleypur eins og er...
Athugaðu þessa setningu í rannsókninni sem ég benti á: The researchers looked at the sexual practices of more than 431 men who had been diagnosed with prostate cancer before the age of 60, together with 409 controls.
Það var verið að bera sama hóp sem hafði fengið blöðruhálskirtilskrabbamein við annan hóp fólks sem ekki hafði ekki veikst. Einnig var rannsóknin að fókusera á ungt fólk í stað eldra fólks sem margar eldri rannsóknir gerðu.
Ég held að þetta sé komið nóg í bili. Verðum ekki sammála hvort eð er og læta þetta vera líklega síðasta kommentið.
karl J. (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 14:21
Karl... þú VERÐUR að læra að lesa úr því sem þú ert að nota með þó ekki væri nema votti af gagnrýnni hugsun
Þessi rannsókn sem þú ert að vísa í er mikið gagnrýnd, það hefði einföld google leit getað sýnt þér, 431 maður með blöðruhálskirtilkrabbamein - það er ALLTOF lítið til að niðurstaðan sé eitthvað sem mark er á takandi
Rannsóknin sem ég benti þér á var gerð á 30 þús manns yfir 8 ára tímabil og gaf þveröfuga niðurstöðu
http://www.newscientist.com/article/dn3942-masturbating-may-protect-against-prostate-cancer.html
Hér er önnur eins rannsókn og sú sem þú bendir á, nema hvað hér er úrtakið mun stærra, meira en helmingi fleiri með krabbameinið t.d. - og viti menn.... niðurstaðan var þveröfug
Það vantar þess heldur allar upplýsingar um það hver stóð að baki þessari rannsókn
Og nú ætla ég að segja þér soldið sem þú skalt lesa vel
Sú staðreynd að þú hafir fundið rannsókn sem bakkar að hálfu leyti upp það sem þú ert að segja... þýðir EKKI að það sé einhvað vit í því sem þú ert að halda.. vegna þess að á móti þessari einu rannsókn með alltof lítið úrtak eru aðrar miklu stærri og miklu nákvæmari sem komast að þveröfugri niðurstöðu
Það er einfaldlega tölfræðilegt vitsumanlegt sjálfsmorð að taka könnun með 400 þátttekndum, bera hana saman við aðra með 30 þús þáttekendum og ætla að segja að meira sé að marka þá minni
Þú eins og Hjalti benti á, ferð þá leið að komast fyrst að niðurstöðu og finnur svo gögn sem bakkar þá niðurstöðu upp,
Þetta er eins og að borða með rassinum og skila því svo út í gegnum munninn á sér
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 14:53
sorry... þarna í þriðju neðstu málsgrein á að vera 800 manns, ekki 400
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 14:54
Ok. Það er ljóst að það eru til rannsóknir eins og þessar sem eru svipaðar en sýna niðurstöðu sem eru þveröfuga. Svo einhver hefur rangt fyrir sér. Þú hefur leyfi til að trúa því sem þú vilt og einnig ég.
Ef þú lest þá voru 1,449 manns með blöðruhálskirtilskrabbamein í þeirri rannsókn sem þú bentir. Í þeirrri sem ég benti á voru 431 (greindir fyrir 60 ára aldur) svo munurinn er ekki gríðarlegur. Og miðað við að 22 manns fá sjúkdóminn pr. 100000 manns á Norðurlöndum þá hlýtur þetta að vera marktækt. Einnig hlýtur það að skipta máli að tíðni sjúkdómsins eykst með aldri. Þá myndir þú fá fleiri tilfelli ef þú ert að rannsaka fólk sem er að meðaltali eldra. Svertingjar eru 2x meiri líkur á að fá sjúkdóminn.
Hér eru meiri upplýsingar um rannsóknina.
Karl J. (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:28
Karl....
Því færri sem eru í úrtakinu því óáreiðanlegri er könnunin, það er einföld stærðfræði á bakvið þá fullyrðingu
Ef þú síðan skoðar þessa rannsókn nánar sem þú vísar í (notaðu google) þá kemst þú líka að því að þarna munar ekki nema örfáum % á milli hópa.. og í ljósi þess að þarna er verið að skoða nokkra aldurshópa verður vægi hvers einstaklings ansi stórt.. þannig er hver maður í þessari könnuni nálægt því að bera ábyrgð á nálægt heilu %
Svo er það athugavert að eftir því sem ofar var farið í aldrinum í þinni könnun því nær og nær var niðurstaðan hinum könnunum og í elstu aldursflokkunum var hún sú sama.
Afhverju ætti þetta að breytast með aldrinum? Finnst þér það hljóma líklegt að eitthvað sem er óhollt þegar þú ert 20 ára verði hollt þegar þú ert 40 ára?
Þá getum við litið til þess að þar sem þarna var byggt á svörum manna sem voru með krabbameinið þá getum við gengið út frá því að þegar skoðað er samhengið við kynlíf og fróun í yngstu flokkunu þá var verið að spurja eldri menn um hvernig kynlíf og/eða sjálffróun þeir stunduðu áratugum áður.
Byggi þetta einmitt á því að það eru nánast eingöngu eldri menn sem fá þessa tegund krabbameins.
Finnst þér þetta því vera áreiðanleg rannsóknarvinna?
Finnt þér ekki líklegra að könnun þar sem fylgst er með 60 sinnum fleiri mönnum yfir 8 ára tímabil sé líklegri til að skila réttari niðurstöðu?
Svo þegar við það bætist önnur könnun eins og þín nema með meira en helmingi fleiri þáttakendum sem styður hina könnunina.
Það gengur ekki Karl að mynda sér skoðun og leita svo að gögnun til að styðja þá skoðun, vegna þess að það er alltaf hægt að finna eitthvað bull máli sínu til stuðnings
Skoðaðu frekar málið frá nokkrum sjónarhornum, mismunandi kannanir, byggðar á mismunandi forsendum og framkvæmdar af mismunandi aðilum ........ svo myndar þú þér skoðun
Notir þú fyrri leiðina eins og þú gerir hér þá get ég alveg sagt þér það núna að þú munt eyða ævinni í að hafa rangt fyrir þér
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.