Gunnar í krossinum og að hafna lögum Guðs

Af og til þá kíki ég á Omega, því miður verð ég vanalega fyrir vonbrigðum. Í þetta skipti í kvöld þá hlustaði ég á Eirík og Gunnar í krossinum spjalla saman og nokkuð áhugavert kom þar fram. Þeir töluðu um hve mikilvægt það væri að lúta vilja Guðs og Hans lögum. Ég er mjög sammála þeirri fullyrðingu þeirra en hún er mjög undarleg þegar þeir velja að fylgja manngerðri útgáfu af lögum Guðs frekar en þeirri útgáfu sem Guð gerði.  Ég á hérna auðvitað við þeirra brot á hvíldardags boðorðinu að halda sjöunda daginn heilagan því að á sex dögum gerði Guð himinn og jörð en hvíldist hinn sjöunda og gerði hann heilagann.  Ekkert boðorð fjallar um að halda fyrsta dag vikunnar eða sunnudaginn.

Meira um hvíldardaginn hérna: Hvíldardagurinn og ...hérna: Gunnar í krossinum að bulla á Omega

Annað sem Gunnar sagði sem ég trúi að er rangt. Hann sagði að maður þarf aðeins að trúa að Jesú dó fyrir syndir heimsins og játa með munni sínum að Jesú er Drottinn. Það þarf meira til, það þarf það sem Jesú talar um í 3. kafla Jóhannesarguðspjalls sem er að fæðast aftur.  Ef það er eitthvað sem maður getur lært af dæmisögum Jesú þá er það að menn geta verið trúaðir en glatast samt því að þeir höfðu ekki fæðst af anda Guðs. Eitt af því sem hjálpar manni að sjá hvort maður er virkilega fæddur af anda Guðs er hvort að maður velur að fylgja lögum Guðs þótt að það gæti kostað einhver óþægindi. Svo ef löngunin til að hlíða Guði er minni en löngunin til að halda í hefðir eða það sem er hentugt þá er viðkomandi ekki endurfæddur og mun ekki erfa eilíft líf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgirsm

Ég  sit með augun opin og  sitthvað fyrir ber,
ég  sé það sem að hentar mér;
svo  hlusta ég á flest það sem  hérna skrafað er
og  heyri það sem þóknast mér.
Svo  skil ég fyrr en skellur í  tönnunum á þér,
ég  skil það sem  hentar  mér.

 Bara ef það hentar mér,
bara ef það  hentar  mér.
Ég er  mjúkur á manninn,
en í   borðið svo ég ber,
bara  ef það hentar  mér.

Lag og texti:         Jakob F. Magnússon

Þetta stuðmanna-lag fær mig alltaf til þess að hugsa til  forkólfa margra "kristinna" safnaða (eins og t.d) Gunnars í Krossinum, Snorra í Betel og fl og fl og fl sem reyna allt hvað þeir geta til þess að sætta sjálfa sig við það að það sé í besta lagi að brjóta boðorðin. (bara sum boðorðin)

Og af því það hentar þessum mönnum illa (sérstaklega Eiríki á Ómega og fl og fl og fl og Snorra í Betel) að talað sé um Boðorðin, þá koma þeir sér undan því sem mest þeir mega.  Ja, nema náttúru-lega þeim boðorðum sem HENTAR ÞEIM.

Kveðja til þín Mofi og takk fyrir góða pistla 

Birgirsm, 17.3.2009 kl. 20:52

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "......manngerðri útgáfu af lögum Guðs frekar en þeirri útgáfu sem Guð gerði."

Manngerða útgáfan og útgáfa Guðs?  Þetta er sama útgáfan, Mofi. Báðar eru gerðar af manna höndum.

Þessi ímyndaði Guð er alveg saklaus af svona lagagerð. Hvernig getur einhvert Guð sem bara er til í kollinum á fólki búið til lög og meitlað þær á steintöflur og síðan afhent Egyptanum Móse sem trúlega skildi ekki orð í Hebresku.

Sigurður Rósant, 17.3.2009 kl. 22:05

3 Smámynd: Mofi

Birgirsm, góður punktur og textinn viðeigandi. Því miður höfum við öll tilhneigingu til þessa og þess vegna þörf á að vera stöðugt á varðbergi gagnvart þessari löngun í að halda í hið kunnuglega og sína ávana.

Kveðja,
Halldór

Rósant, önnur tilheyrir Biblíunni sem fyrir þá sem kalla sig kristna er orð Guðs. Það er ekki eins og Gunnar í krossinum eða Snorri í Betel geti bent á einhvern annan texta en þá sem eru í Biblíunni til að styðja sitt mál. Þú trúir ekki að Biblían er frá Guði en ég vona að þú ert opinn fyrir þeim möguleika að þú hafir rangt fyrir þér.

Hvernig er það, hefurðu kynnt þér spádóma Biblíunnar af einhverri alvöru?  Mæli með t.d. þessum hérna: The Prophecy code

Mofi, 17.3.2009 kl. 23:09

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kannast þú við þetta vers Mofi minn?

Postulasagan 22:7-8
7 Ég féll til jarðar og heyrði raust, er sagði við mig: ,Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?

8 Ég svaraði: ,Hver ert þú, herra?` Og hann sagði við mig: ,Ég er Jesús frá Nasaret, sem þú ofsækir.` 9 Þeir, sem með mér voru, sáu ljósið, en raust þess, er við mig talaði, heyrðu þeir ekki.

Á þetta ekki vel við þegar þú tekur uppá að ofsækja trúbræður sína, sem kunna að vera þér ósammála.

Ekki það að ég sé sammála Gunnari í einu og öllu, það er langt í frá, en ég læt það vera að ofsækja hann þrátt fyrir skoðana ágreining. Horfðu þér aðeins nær Dóri minn, erum við ekki eitt í Kristi? Við sem trúum á hann? Misskildi ég eitthvað kannski?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2009 kl. 23:53

5 identicon

Hvað með orð Krists að hvíldardagurinn væri gerður fyrir manninn en ekki maðurinn fyrir hvíldardaginn? Þegar Jesú yrti þetta þá í rauninni afnam hann fyrri skilning manna á þessum sem fleirum boðum.

. (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 01:07

6 identicon

Eh, bara forvitinn, en Guðsteinn, á hvaða hátt er Mófi að ofsækja Gunnar í krossinum?

Er hann (Gunnar í krossinum) á einhvern hátt hafin yfir gagnrýni?

Arnar (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:42

7 Smámynd: Mofi

Haukur
Kannast þú við þetta vers Mofi minn?

Ertu að líkja því saman að benda trúbróðir á það að hann er að brjóta lögmál Guðs og við Sál sem var að drepa fólk fyrir að fylgja Kristi?  Í fullri alvöru, ætlar þú að gera það með góðri samvisku?

Haukur
Ekki það að ég sé sammála Gunnari í einu og öllu, það er langt í frá, en ég læt það vera að ofsækja hann þrátt fyrir skoðana ágreining. Horfðu þér aðeins nær Dóri minn, erum við ekki eitt í Kristi? Við sem trúum á hann? Misskildi ég eitthvað kannski?

Held að þinn skilningur á hvað ofsóknir eru er mjög öðru vísi en minn. Við erum auðvitað ekki eitt í Kristi, það er alveg augljóst. Við getum verið ósammála um margt en samt verið einhuga um aðal atriðin en hlíðni við lögmál Guðs er eitt af aðal atriðunum. Þetta atriði kemur t.d. í veg fyrir að við getum tilheyrt sömu kirkju en Kristur talaði um eina kirkju á jörðinni en ekki margar.  Ef það er eitthvað sem einkennir hinn kristna heim í dag þá er það óeining.

Jakob, hann breytti skilningi manna á þessu boðorði já en engan veginn breytti boðorðinu eða minnkaði mikilvægi þess.  Tími er það sem er nauðsynlegt að byggja upp sambönd og Guð hefur ákveðið að þetta sé helgur tími til þess. Þess vegna er talað um í Hebreabréfinu um hinn sjöunda dag og að reyna það sem maður getur til að ganga inn til þeirra hvíldar svo maður falli ekki í óhlíðni.

Mofi, 18.3.2009 kl. 09:48

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnar

Eh, bara forvitinn, en Guðsteinn, á hvaða hátt er Mófi að ofsækja Gunnar í krossinum?

Er það ekki augljóst?

Er hann (Gunnar í krossinum) á einhvern hátt hafin yfir gagnrýni?

Ég er enginn klappstýra Gunnars, langt í frá, en þetta er í annað sinn sem Dóri gerir grein til höfuðs honum.

Dóri:

Ertu að líkja því saman að benda trúbróðir á það að hann er að brjóta lögmál Guðs og við Sál sem var að drepa fólk fyrir að fylgja Kristi?  Í fullri alvöru, ætlar þú að gera það með góðri samvisku?

Já ég geri það með hreinni samvisku vegna þess að þetta er sambærilegt og hindrar útbreiðslu fagnaðarboðskapsins.

Held að þinn skilningur á hvað ofsóknir eru er mjög öðru vísi en minn. Við erum auðvitað ekki eitt í Kristi, það er alveg augljóst.

Þarna kom það, ég vissi að þið aðventistar hugsuðu svona þrátt fyrir að trúa á sama Guð. Ert þú þá að segja að kristnir eigi ekki samleið með ykkur á nokkurn hátt?

Við getum verið ósammála um margt en samt verið einhuga um aðal atriðin en hlíðni við lögmál Guðs er eitt af aðal atriðunum.

Ég bendi á orð Jakobs Regins, sem voru hárrétt og viturleg, þú greinilega vilt gera sem flesta að þrælum lögmálsins.

Þetta atriði kemur t.d. í veg fyrir að við getum tilheyrt sömu kirkju en Kristur talaði um eina kirkju á jörðinni en ekki margar.

Hann talaði um að við værum EITT í kristi og á það við alla söfnuði sem trúa á hann ... en nú sé ég og staðfestist það í orðum þínum að aðvent kirkjan er undanskilinn þessari einföldu reglu.

Ef það er eitthvað sem einkennir hinn kristna heim í dag þá er það óeining.

Sammála er ég þessu, og einingin stafar helst af kenningarfræðilegum mismun, eins og sá sem við þrætum um núna. Af hverju getum við ekki verið sammála þessu í aðalatriðum? Og látið það ógert að rífast um kenningar sem við vitum mætavel að við séum ósammála á opinberum vettvangi? Ég skal glaður mæta í messu til ykkar og við getum haft smávegis kappræður um þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2009 kl. 11:57

9 Smámynd: Mofi

Haukur
Já ég geri það með hreinni samvisku vegna þess að þetta er sambærilegt og hindrar útbreiðslu fagnaðarboðskapsins.

Ég trúi varla að ég er að lesa þetta. Að hvetja þann sem segist vera trúbróðir og segist vilja fylgja Kristi að halda lögmál Guðs er eins og að gríta fólk til bana fyrir að fylgja Kristi... Þetta er bara það órökréttasta og fáránlegasta sem ég hef lesið á blogginu.

Haukur
Þarna kom það, ég vissi að þið aðventistar hugsuðu svona þrátt fyrir að trúa á sama Guð. Ert þú þá að segja að kristnir eigi ekki samleið með ykkur á nokkurn hátt?

Jú, auðvitað. En það er greinilega engin eining meðal þeirra sem kalla kristinna.

Haukur
Ég bendi á orð Jakobs Regins, sem voru hárrétt og viturleg, þú greinilega vilt gera sem flesta að þrælum lögmálsins.

Jesús sagði "ef þið elskið mig, munu þér halda boðorð mín"; fyrir mitt leiti þá er eins og fyrir marga sem kalla sig kristna þá er þetta þannig að ef það hentar mér, þá held ég lögmál Guðs; annars geri ég það ekki. Í Jakobsbréfi lesum við t.d. að við eigum að halda lögmál frelsisins og vísar hann beint í boðorðin tíu og akkúrat fjórða boðorðið snýst um hvíld og að ekki þræla sér út.

Haukur
Hann talaði um að við værum EITT í kristi og á það við alla
söfnuði sem trúa á hann ... en nú sé ég og staðfestist það í orðum þínum að aðvent kirkjan er undanskilinn þessari einföldu reglu.

Ég gæti ekki tekið þátt í einingu í að brjóta lög Guðs. Það má síðan segja að lögmál Guðs endurspegli hver Hann er svo það er ekki nóg að setja einhvern merkimiða og kalla eitthvað Jesú, það þarf að vera sú persónu sem Guð hefur opinberað.

Haukur
Sammála er ég þessu, og einingin stafar helst af kenningarfræðilegum mismun, eins og sá sem við þrætum um núna. Af hverju getum við ekki verið sammála þessu í aðalatriðum?

Ég veit ekki betur en við erum sammála um þó nokkur aðal atriði en sömuleiðis þá ætti ekki að vera vandamál að rökræða hluti sem kristnir eru ósammála um ef að fylgt er aðal megin reglu Krists sem er að elska náungan eins og sjálfan sig.

Haukur
Og látið það ógert að rífast um kenningar sem við vitum mætavel að við séum ósammála á opinberum vettvangi? Ég skal glaður mæta í messu til ykkar og við getum haft smávegis kappræður um þetta.

Þar sem Gunnar var að tjá sig á opinberum vettvangi þ.e.a.s. í sjónvarpinu þá getur varla verið eitthvað að því að ég gagnrýni það sem hann segir líka á opinberum vettvangi.  Ég er samt sammála að það væri betra að svona deilumál væru rökrædd á betri vettvangi en svona opinberlega. En eins og staðan er í dag þá höfum við hann ekki.  Mér þætti mjög gott að hafa t.d. einu sinni í mánuði rökræður milli kirkna um einhverjar kenningar og þá í einhverri kirkju.  Ef einhver sækist aðeins eftir því að tilbiðja Guð í sannleika þá hefur hann ekkert á móti því að kynna sér önnur sjónarmið.

Ég ætti líklegast að skrifa blogg grein þar sem ég hvet til þess að eitthvað svona sé gert.

Mofi, 18.3.2009 kl. 12:34

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jæja Dóri, bara ein spurning að lokum: Er maður umskorinn að hætti gyðinga þegar maður gengur í aðvent kirkjuna? Svona fyrst þið takið lögmálið eftir bókstafnum?  (Ég er að fíflast Dóri, ekki taka þessu alvarlega!)

Mér þætti mjög gott að hafa t.d. einu sinni í mánuði rökræður milli kirkna um einhverjar kenningar og þá í einhverri kirkju.  Ef einhver sækist aðeins eftir því að tilbiðja Guð í sannleika þá hefur hann ekkert á móti því að kynna sér önnur sjónarmið.

Þarna erum við loksins sammála! Og ætla ég að undirbúa grein um mína eigin skoðun á hvíldardeginum sem þú segir mig brjóta í sí og æ. You asked for it, this means war!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2009 kl. 12:45

11 Smámynd: Mofi

Haukur
Jæja Dóri, bara ein spurning að lokum: Er maður umskorinn að hætti gyðinga þegar maður gengur í aðvent kirkjuna? Svona fyrst þið takið lögmálið eftir bókstafnum?

Það er mjög áhugavert að lesa bréfin til kirknanna og Postulasöguna því að þetta að hætta að umskera var mikið deilumál og síðan ákveðið að það skyldi ekki heimta að þeir sem vildu gerast kristnir þyrftu að umskerast enda sérstaklega sársaukafullt þegar menn eru orðnir fullorðnir.

Umskurnin var ekki hluti af lögmáli Guðs eða boðorðunum tíu en samt vakti þetta svona mikla umræðu og deilur. Hve miklu meiri deilur hefðu komið upp ef menn hefðu ætlar að fikta við boðorðin tíu; það eina sem við höfum sem Guð sjálfur skrifaði með eigin fingri.

Haukur
Þarna erum við loksins sammála! Og ætla ég að undirbúa grein um mína eigin skoðun á hvíldardeginum sem þú segir mig brjóta í sí og æ. You asked for it, this means war!

Jebb, ég var að grát biðja um þetta :)  

Hinricus
Hérna eru nokkur atriði úr trúarlærdómsbók Kaþólsku kirkjunnar sem gefur smá útskýringu á þessu, CATECHISM OF THE CATHOLIC CHURCH

Mjög fróðlegt, takk fyrir þetta!  Má bæta við að þó nokkuð oft í sögu kristinna þá var fólk ofsótt fyrir að halda sjöunda daginn heilagan; var meira að segja þáttur á Omega um daginn sem fjallaði um ofsóknir á hendur gyðingum ef þeir héldu hvíldardaginn.  Stundum finnst mér eins og þeir hjá Omega horfa ekki einu sinni sjálfir á það sem þeir eru að sýna 

Mofi, 18.3.2009 kl. 13:02

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, svona til gamans, eru fötin þín "ofin af tvenns konar efni" (3Mós 19.19)?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2009 kl. 13:07

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehehe ... góður Hjalti !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2009 kl. 13:29

14 Smámynd: Mofi

Hjalti, auðvitað eru fötin mín ekki ofin tvenns konar efni, hvers konar heiðingi heldur að ég sé? :)    Annars skiptir máli í öllu svona er að aðgreina hvað á við gyðinga á þessum tímum og hvað á við kristna á okkar tímum. Ég sé ekki ástæðu til að taka svona ákvæði til mín þó ég er alveg opin fyrir rökum fyrir því.

Mofi, 18.3.2009 kl. 18:35

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er búinn að svara þér mín megin Dóri minn.  Endilega láttu ljós þitt skína.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2009 kl. 18:54

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, ég er ekki að grínast, eru fötin þín úr fleiri en einu efni?

En þetta er afskaplega asnalegt, nú ætlar þú að halda því fram að lögin sem þú vilt ekki fylgja séu bara gamaldags lög sem áttu við gyðinga.

Ég sé ekki ástæðu til að taka svona ákvæði til mín þó ég er alveg opin fyrir rökum fyrir því.

Af hverju ættirðu ekki að taka þetta ákvæði til þín? Er "default" afstaðan sú að ákvæði GT gilda ekki?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2009 kl. 19:10

17 Smámynd: Aida.

Elska skaltu Guð af hjarta, huga og sál og allri þinni eigin mætti og elskaðu náungan eins og Guð elskar þig.

Þetta er boðorð þeirra er tilheyra Jesú Krist. Ekkert annað hvað sem Mofi segir, að ég sé ekki Krists, það verður hann að svara fyrir á himnum og lika á Jörðu.

Aida., 25.3.2009 kl. 12:26

18 Smámynd: Mofi

Hjalti, ef að ákvæðið snýst um eitthvað tengt Ísrael sem þjóð eða fórnarkerfi gyðinga þá set ég spurningarmerki hvort að það er eitthvað sem ég ætti að taka til mín.  Hvert atriði líklegast eitthvað sem verðskuldar athugun.

Aida, ég hef aðeins áhyggjur af þeim sem vilja ekki hlíða lögum Guðs. Taktu eftir því að þessi orð Jesú eru bein tilvitnun í 5. Mósebók á eftir því að boðorðin tíu eru lesin upp.

Fimmta Mósebók 6
4Heyr, Ísrael. Drottinn, Guð vor, Drottinn er einn. 
5Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og af öllum mætti þínum.
6Þessi orð, sem ég boða þér í dag, skulu vera þér hugföst. 7Þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum. Þú skalt hafa þau yfir þegar þú situr heima og þegar þú ert á faraldsfæti, þegar þú leggst til svefns og þegar þú ferð á fætur. 8Þú skalt binda þau sem tákn á hönd þína og hafa þau sem merki milli augna þinna. 9Þú skalt skrifa þau á dyrastafi húss þíns og borgarhlið þín.

Þessi orð sem á að brýna fyrir börnum og hafa þau yfir þegar þú situr heima eru boðorðin tíu en þau eru lesin upp í kaflanum á undan.  Af hverju þegar þú lest fjórða boðorðið að þá forherðir þú hjarta þitt og vilt ekki hlíða?

Mofi, 25.3.2009 kl. 13:03

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og af hverju heldurðu að þetta snúist um "eitthvað tengt Ísrael sem þjóð eða fóranrkerfi gyðinga"? Þú hefur vonandi tekið eftir því að á undan þessu boði stendur: "Þér skuluð varðveita setningar mínar.".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.3.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband