13.3.2009 | 15:17
Framfara spor
Mér finnst nú að þingmenn ættu að vera að glíma við önnur mál en þessi á þessum tímum en samt væri þetta mjög góð breyting og löngu kominn tími til. Mér finnst nauðsynlegt að hver einstaklingur finni sína eigin sannfæringu og þá skrái sig samkvæmt þeirri sannfæringu.
Í þessu samhengi þá myndi ég vilja benda á hverjum þeim sem var skírður barnaskírn en ekki fullorðins skírn að hugsa aðeins um hvað skírnin táknar. Þegar einstaklingur skírist þá er hann að gera samning við Guð á táknrænann hátt. Samningurinn er að einstaklingurinn deyr sjálfum sér og iðrast en í staðinn fyrir það þá lofar Guð honum eilífu lífi. Táknmyndin í skírninni er að einstaklingurinn deyr sjálfum sér og rís upp nýr einstaklingur sem táknar endurfæðingunni sem Jesús talar um í Jóhannesi 3.
Sá sem hefur ekki skírst niðurdýfinga skírn hefur ekki gert þennan samning við Krist svo ég vil hvetja alla þá sem vilja fylgja Kristi að gera þennan samning.
Endurskoða sjálfkrafa skráningu í trúfélög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803193
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ánægjulegt að sjá að þú tekur þessu betur en td. Guðrún Sæmundsdóttir.
Þetta gæti alveg verið atriði nr. 3 sem við erum sammála um
Arnar (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 15:32
Já, loðinn ertu í orði, Mofi. - "Mér finnst nauðsynlegt að hver einstaklingur finni sína eigin sannfæringu og þá skrái sig samkvæmt þeirri sannfæringu"
Þú ættir nú að sjá það í hendi þér að börn SD-Aðventista eru beitt félagslegum þrýstingi til að láta skíra sig á unglingsárum. Ert þú hlynntur því að ganga aðeins lengra og vernda börn gegn trúarinnrætingu foreldra, náinna ættingja, leikskóla og grunnskóla?
Sá þrýstingur sem foreldrar leggja á börnin sín með því t.d. að kenna þeim bænir í byrjun dags, fyrir máltíðir og fyrir svefn, er talsverð innræting í mínum huga og er í raun "heilaþvottur" sem seint eða aldrei verður afmáður úr huga einstaklingsins meðan hann lifir.
Annars tíðkaðist niðurdýfingarskírn í mörg ár og jafnvel margar aldir áður en Jóhannes kom þeim siði að í Palestínu. Um það má lesa í bók eftir sænskan guðfræðing Efraim Briem (1890 - 1946) sem skráði bókina "Launhelgar og lokuð félög" - Mysterier och mysterieförbund-
M.a. er því lýst hvernig ungum mönnum er vildu ganga í leynireglu var gert að leggjast í gröf, sem sterkbyggð grind var sett yfir, nauti slátrað og blóð látið leka yfir þann grafna, sem ataði sig síðan allan blóði nautsins. Síðan var hann leystur úr gröf sinni og hylltur af viðstöddum og talinn fullgildur í leyniregluna. Mofi, ef ég þekki þig rétt, þá myndir þú kalla þetta heiðinn sið sem kristnir ættu ekki að apa eftir. En táknræna merkingin er keimlík þeirri sem þú nefndir - hið gamla hold er grafið- þvegið í blóði (Jesú Krists) - og upp rís nýr líkami (hreinsaður af allri synd)
Sigurður Rósant, 14.3.2009 kl. 15:46
Ég bjóst ekki við því að það myndi bætast í hópinn af atriðum sem við erum sammála um svo ég var ekkert að telja. Kannski ætti ég að endurskoða það og byrja að telja, hver veit nema þessum atriðum fari hratt fjölgandi :)
Mofi, 14.3.2009 kl. 17:06
Ég er á móti því að beita öll börn þrýstingi í svona málum; hef aðeins áhuga á einlægri sannfæringu. Annað er aðeins til þess að fylla kirkjuna af fólki sem er ekki í alvörunni trúað en heldur áfram að mæta því að þetta er "klúbburinn" þeirra.
Auðvitað er það foreldra að velja hvernig þau ala upp börnin sín. Viltu að einhverjir út í bæ séu að segja þér til um hvernig þú átt að ala upp börnin þín? Ef þú vilt sannfæra þau um að þín trúar sannfæring er sönn þá er það þinn réttur.
Áhugavert þetta með skýrnina þó að eins og ég skil þetta þá var táknmynd fyrir skírnina í helgidómi gyðinga alveg frá tímum Móse þó að það að skíra fólk eins og Jóhannes gerði hafði ekki verið gert.
Sammála því en niðurdýfinga skírn er ekkert voðalega lík þessu með því að ata sig út í blóði...
Mofi, 14.3.2009 kl. 17:11
Sammála því en niðurdýfinga skírn er ekkert voðalega lík þessu með því að ata sig út í blóði...
Samt átt þú ekki í neinum vandræðum með að líkja morði og blóðsúthellingum Óðins og bræðra hans við Nóaflóðið
Getur blóð semsagt stundum verið ígildi vatns og stundum ekki?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 19:57
Forn trú manna, bæði meðal Grikkja, Rómverja og fleiri frumstæðra þjóða, hefur m.a. einkennst af trú á hreinsunarmátt blóðsins. Menn trúðu því að með því að drekka blóð andstæðingsins yxi þeim máttur til áframhaldandi baráttu. Sömuleiðis trúðu menn á mátt blóðsins til að hreinsa einstaklinginn af óhreinleika vegna synda eða sjúkdóma.
Kristnir menn trúa því að Jesú hafi verið fórnað líkt og nauti eða lambi, blóðinu úthellt fyrir þann eða þá sem trú taka og hljóta að launum hreinsun, fyrirgefningu og nýtt líf. Einstaklingur sem fermist, gengur til altaris á eftir og drekkur 'blóð Krists' og étur 'líkama Krists' á táknrænan hátt, rétt eins og fornmenn gerðu sem lögðust í gröf og böðuðu sig í blóði tarfsins. Menn notuðu líka þá aðferð að láta 'grafa' sig með niðurdýfingu í sjó, vötn eða ár. Allt saman komið frá heiðnum trúarvenjum eins og höfundur Hebreabréfsins er með í huga sbr. 9. kafla 12 - 14.
Eins og réttur foreldra er í dag, þá er það þannig. En þú hlýtur að sjá að það er hægt að ganga á rétt barnanna ef foreldrar með sína sannfæringu gera það sem þeim sýnist við börn sín í skjóli eigin trúarsannfæringar. Það er mín afstaða að börn ættu að vera laus við upplestur bæna, draugasagna, galdraþulna eða sérstakra trúariðkana sem foreldrar þeirra iðka. Rétt eins og börn ættu að eiga rétt á að vera laus við nærveru síreykjandi eða sídrekkandi foreldra, náinna vina þeirra eða ættingja.
Sigurður Rósant, 14.3.2009 kl. 20:30
Sigmar, þú vonandi fyrirgefur að mér finnist vera munur á því að dýfa sér ofan í vatn eða ata blóði yfir sig allan. Ég hef síðan ekkert verið að tjá mig um Óðinn og hvað hann á að hafa gert þar sem enginn hefur nokkur tímann í rauninni trúað að Óðinn hafi gengið um á þessari jörð og gert eitthvað sem tilheyrir sögulegum atburðum.
Rósant, þar sem strax eftir syndafallið voru menn byrjaðir að fórna Guði, samanber sagan af Kain og Abel þá kemur það mér ekkert á óvart að margar þjóðir hafi haft þekkingu á þessu.
Varðandi upplestur bæna og trúariðkanna þá verð ég að vera ósammála þér í þeim efnum. Mér finndist það mikið brot á réttindum foreldra að fá ekki að ala sín börn upp samkvæmt þeirra eigin sannfæringu á meðan þau eru auðvitað ekki að skaða barnið.
Mofi, 15.3.2009 kl. 16:55
Mofi - "Mér finndist það mikið brot á réttindum foreldra að fá ekki að ala sín börn upp samkvæmt þeirra eigin sannfæringu á meðan þau eru auðvitað ekki að skaða barnið."
Foreldrar eru vissulega að skaða barnið (heilaþvo það) með því að laða/þvinga/þrýsta því til að taka þátt í morgunbænum, bænum fyrir máltíðir og bænum fyrir svefn.
Bænaiðkun af þessu tagi innrætir barninu ákveðna trú frá blautu barnsbeini. Það á enga leið út úr slíkri innrætingu, nema einstaka barn sem gerir uppreisn. Eitt af fáum dæmum meðal Múslima er Aayan Hirsi Ali, sem slapp frá Sómalíu til Hollands og varð að flýja þaðan til New York vegna ættingja og brjálaðra Múslima sem vildu hana feiga. Lestu sögu þessarar hugrökku konu Frjáls og segðu mér svo að bænaiðkun hafi ekki áhrif á hugi barna.
Sigurður Rósant, 15.3.2009 kl. 18:24
Ég er alveg sammála þér að bænaiðkun hefur áhrif og frá mínum bæjardyrum séð, sem betur og það góð áhrif. Myndir þú hafa eitthvað á móti því að börn væru alin upp við guðleysi og útskýringar guðleysingja á uppruna alheims og uppruna mannkyns?
Mofi, 17.3.2009 kl. 14:54
Já, merkileg játning. ".....bænaiðkun hefur áhrif og frá mínum bæjardyrum séð, sem betur og það góð áhrif."
Það skiptir sem sé engu máli hverrar trúar foreldrar eru, bænaiðkun hefur góð áhrif á barnið?
"Myndir þú hafa eitthvað á móti því að börn væru alin upp við guðleysi og útskýringar guðleysingja á uppruna alheims og uppruna mannkyns?"
Ég er á móti því að börnum sé innrætt sérstök afstaða hvað tilvist guðs/guða eða guðleysi varðar. Foreldrar og uppalendur ættu að forðast fullyrðingar í þessum efnum gagnvart börnum.
Guðleysingjar hafa ekki, eftir því sem ég best veit, komið sér saman um einhverjar skýringar á uppruna alheims eða uppruna mannkyns. Hér eru í bland trúaðir, trúlausir og guðleysingjar sem eru með nokkuð samhljóma skoðanir á þróun lífsins (byggðar á fornleifarannsóknum, líffræði, jarðfræði og stjörnufræði) en einungis eru til kenningar um uppruna lífsins/heimsins sem skiptar skoðanir eru um. Í mínum huga eru þær aðeins tilgátur/ágiskanir, enn sem komið er.
Sigurður Rósant, 17.3.2009 kl. 19:51
Ein leið til að koma í veg fyrir "slæm" trúarleg áhrif er að afnema trúfrelsi en ég að minnsta kosti tel að trúfrelsi er af hinu góða. Önnur leið væri að ríkið sæi um að ala upp börn en persónulega finnst mér ríkið gera of mikið af því nú þegar. Hefur þú einhverjar betri hugmyndir?
Mofi, 17.3.2009 kl. 20:00
Ég hef síðan ekkert verið að tjá mig um Óðinn og hvað hann á að hafa gert þar sem enginn hefur nokkur tímann í rauninni trúað að Óðinn hafi gengið um á þessari jörð og gert eitthvað sem tilheyrir sögulegum atburðum
Ertu semsagt búinn að gleyma listanum þínum góða yfir flóðasögur annarra menningarheima sem átti að renna stoðum undir nóaflóðssögurnar þínar?
Ein leið til að koma í veg fyrir "slæm" trúarleg áhrif er að afnema trúfrelsi en ég að minnsta kosti tel að trúfrelsi er af hinu góða.
Hvernig getur þú í sömu setningu sagst vilja afnema trúfrelsi og segja trúfrelsi svo vera af hinu góða?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 21:21
Nei
Ég vil ekki afnema trúfrelsi og aldrei sagt slíkt.
Mofi, 17.3.2009 kl. 23:10
svo við fáum þetta á hreint...
Þá ert þú alfarið á móti því að ungu fólki sé "spillt" með kennslu um þróun og annan "heilaþvott" að þínu mati
En þér finnst það alfarið vera val foreldra að innræta í fólki trúarskoðanir og bænaiðkun oft á dag frá blautu barnsbeini?
Skiptir einhverju máli hvaða trúfélagi foreldrarnir tilheyra?
Nei
Manstu þá ekki hvernig sagan af því hvernig Óðinn og bræður hans myrtu hrímþursu og gerðu höfin úr blóði hans var notuð sem staðfesting á sögunni um nóaflóðið?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 00:37
Sigmar, ég er á móti því að ríkið er að innræta fólki trúarskoðanir en er ekki á móti því að foreldrar geri það; sama hvaða trúfélagi það tilheyrir.
Varðandi Nóa flóðið þá er eini punkturinn þar að gömul samfélög hafa sögur af flóði sem þakkti jörðina og eitthvað annað sem getur verið minni út frá alvöru atburði.
Mofi, 18.3.2009 kl. 09:40
Þannig að ríkið má ekki stunda heilaþvott... en foreldrar mega það?
Gylfaginning hafði enga slíka sögu, bara sögu af því hvernig blóði hrímþursa nokkurs var breytt í úthöfin eins og við þekkjum þau, það flæddi hvergi yfir menn og dýr
Samt breiddist sá blóðpollur einhvern veginn flóðasögu í meðförum þínum og þínum líkum - merkilegt alveg
Svo sérðu ekkert líkt með blóðathöfnun tengdum sömu heiðnu trú, og skírn kristinna manna - þá skyndilega fer blóðið að standa fyrir eitthvað allt annað en vatn
meikar ekki sense
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:27
breiddist = breyttist
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:28
Sigmar, kannski er þá ekki hægt að segja að það er að finna minni um þannig flóð í norrænni goðafræði. Varðandi foreldra og börn þá tel ég aðeins að foreldrar eiga rétt á að kenna börnum sínum eins og þau telji rétt. Finnst þér að ríkið eigi að hafa vit fyrir foreldrum og láta börnin vita hverju þau eiga að trúa?
Mofi, 18.3.2009 kl. 10:44
Mér finnst að börnin eigi bara að fá að velja það sjálf þegar þar að kemur
Eins og bent hefur verið á þá er það ekkert annað en heilaþvottur að fara predíka það fyrir nýfæddum börnum hverju þau eiga að trúa
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:54
Ég veit ekki betur en það er trúfrelsi hérna á landi og í minni kirkju þá er mikið brotfall; þ.e.a.s. þau börn sem alast upp í kirkjunni fara frá henni. Ég get heldur ekki séð hvernig einhver getur valið um trú ef hann hefur ekki verið fræddur um einhverja trú og ef einhver á að hafa það vald þá eru það foreldrarnir. Ég myndi að minnsta kosti telja það mikið mannréttinda brot að fá ekki að kenna mínum börnum ( á ekki börn en ef... ) hvað það er sem ég trúi. Ég myndi yfirgefa það land sem tæki þann rétt af mér.
Mofi, 18.3.2009 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.