4.3.2009 | 12:18
Lýsti Jesú alla fæðu hreina?
Þegar margir kristnir glíma við spurninguna hvort að reglurnar sem Guð gaf Móse varðandi hreina og óhreina fæðu þá vísa þeir oft í þessi vers hérna:
Markúsarguðspjall 7
17Þegar Jesús var kominn inn frá fólkinu spurðu lærisveinar hans hann um líkinguna. 18Og hann segir við þá: Eruð þið einnig svo skilningslausir? Skiljið þið ekki að ekkert sem fer inn í manninn utan frá getur saurgað hann? 19Því að ekki fer það inn í hjarta hans heldur maga og út síðan í safnþróna. Þannig lýsti hann alla fæðu hreina.
Það eru margvíslegir gallar við þessi rök og þessi vers, ég ætla að taka þau hérna lið fyrir lið.
Röng þýðing - það er ekkert vers sem segir "þannig lýsti hann alla fæðu hreina"
Þegar grískan er skoðuð þá eru þessi orð hvergi að finna. Svona þýðir King James þetta:
Markúsarguðspjall 7:19
Because it entereth not into his heart, but into the belly, and goeth out into the draught, purging all meats?
Markús gerði ekki þessa athugasemd að Jesú hafi ógilt lög Guðs varðandi mat sem Hann gaf Móse heldur er þessi setning áframhald af setningu Jesú. Ýtarlegri umfjöllun um þetta hérna: http://www.judaismvschristianity.com/pronounce_foods_clean.htm
Það er ekki verið að fjalla um óhreina fæðu og hreina
Öll þessi umræða er vegna þess að farisearnir eru að gagnrýna Jesú og lærisveinana fyrir að halda ekki þeirra hefðir varðandi handaþvott. Svínakjöt eða hvaða önnur óhrein fæða er ekki umræðuefnið svo mjög langsótt að láta Jesú þarna afnema lög sem gyðingar tóku mjög alvarlega án þess einu sinni að það efni kæmi upp! Með því að gera slíkt er verið að brengla boðskap Biblíunnar alvarlega.
Jesú gagnrýnir faríseana fyrir að halda ekki lögmál Móse
Það er áhugavert að Jesús svarar gagnrýni faríseana með því að gagnrýna þá fyrir að halda hefðir manna en halda ekki það sem Móse boðaði en hrein og óhrein fæða kemur frá Móse.
Fórnarlögmálið var afnumið við krossinn, ekki fyrr
Það eru nokkur vers sem tala um fórnarlögmál gyðinga og hvernig það var afnumið þegar Kristur dó á krossinum. Ástæðan er einföld, fórnarlögmálið benti til krossins en eftir krossinn þá var engin þörf á því. Í fyrsta lagi er Jesú þarna að tala áður en Hann deyr á krossinum og í öðru lagi tilheyrðu lögin varðandi hreina og óhreina fæðu ekki fórnarlögmálinu.
Lærisveinar Krists skildu þessi orð Jesú ekki svona
Pétur fær sýn til að skilja að nú ætti fagnaðarerindið að vera boðið öllum heiminum, ekki aðeins gyðingum. Það sem er áhugavert er að Guð biður Pétur um að borða óhreina fæðu en Pétur neitar Guði! Hver myndi neita Guði ef Hann bæði mann að borða beikon borgara? Svo alvarlega tók Pétur þessu sem sýnir að hann skildi Jesú engan veginn þannig að nú mætti hann borða það sem Guð var búinn að lýsa óhreint.
Postulasagan 10
11Hann sá himininn opinn og hlut nokkurn koma niður, líkan stórum dúki. Var hann látinn síga til jarðar á fjórum skautum. 12Þar voru á alls kyns ferfætt dýr, skriðdýr jarðar, svo og fuglar himins. 13Og honum barst rödd: Slátra nú, Pétur, og et!
14Pétur sagði: Nei, Drottinn, engan veginn, aldrei hef ég etið neitt vanheilagt né óhreint.
Var Jesú vondur?
Fyrir Jesú að taka burt reglur sem verndaði fólk frá sjúkdómum á þessum tíma hefði verið hræðilegt og sérstaklega illa gert. Það væri svona svipað og ráðleggja einhverjum að reykja og drekka.
Guð óskar öllum sínum börnum langa og ánægjulega æfi og eitt af því sem Hann gaf okkur voru reglur varðandi mat til að við mættum forðast sjúkdóma og upplifa góða heilsu. Allir sem kalla sig kristna ættu að taka ráðleggingum Guðs með opnum örmum og treysta að Hann viti betur en við.
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er fjöldinn allur af fólki búinn að sýna þér fram á að þessi kvikindi eru ekki óholl til átu í dag, miðað við annað almennt fæði okkar.
Svo þetta snýst þá allavega ekki lengur um sjúkdóma og góða heilsu; þá á ég við svínaát, kræklinga og það allt (handþvottur er ekki dreginn í efa). Er þetta þá ekki fremur tilgangslaust hjal í dag?
Og Mofi ekki benda á einhverjar heiladauðar kristlingasíður um svínakjöt og eiturefni í svta og slíkt kjaftæði. Þetta bull er allt búið að tjarga og fiðra, meira að segja hér á þessari síðu.
Sjá t.d. svar hans Proppé
Kristinn Theódórsson, 4.3.2009 kl. 12:56
Þetta er rangt. Þarna stendur "[hann] hreinsandi alla fæðu" og þýðendur halda að þetta vísi til "sagði" í versinu á undan.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.3.2009 kl. 14:06
Mofi minn - Nú finnst mér þú vera óheiðarlegur gagnvart sjálfum þér. Markús 7. kafli fjallar um yfirlýsingu Jesú varðandi meinta óhreina fæðu og líka um áhrif óþveginna handa á fæðu. Jesús gerir þarna lítið úr gagnsemi handaþvottar fyrir neyslu matar, sem er eins og við vitum í dag aðal orsök salmonellusýkingar víða í heiminum. Lærisveinar Jesú hafa með framferði sínu vanvirt venjur Gyðinga og gengið til matar án handaþvottar. Jesús varði þennan sóðaskap lærisveinanna og lýsti því yfir að öll fæða hreinsist í meltingarfærum líkamans eins og sjá má af t.d. norskri þýðingu. Mark. 7:19 "Det kommer jo ikke inn i hans hjerte, mere bare i hans buk, og går ut den naturlige vei, hvorved all mat blir renset"
Og vissulega má túlka þessa afstöðu Jesú að óhrein fæða sé ekki til í hans augum.
10. kafla Postulasögunnar má öðrum þræði skilja á þann veg að Pétri er þarna bent á að honum sé heimilt að hafa samneyti við útlendinga en þurfi ekki lengur að líta á þá sem óhreina eða vanheilaga eins og kemur fram í 28. versi: "Hann sagði við þá: "Þér vitið, að Gyðingi er bannað að eiga samneyti við annarrar þjóðar mann eða koma til hans. En Guð hefur sýnt mér, að ég á engan að kalla vanheilagan eða óhreinan."
Enn og aftur er Jesús að undirbúa hinn frjóa farveg trúleysis og trúfrelsis sem auðgað hefur Vestrænan heim æ síðan.
Þannig er Jesús miklu fremur minn maður en þinn, kæri Mofi.
Sigurður Rósant, 4.3.2009 kl. 14:29
Menn eru almennt sammála um að í gegnum tíðina og á þessum tímum gat verið hættulegt að borða þessi dýr. Svo rökin hérna eru að það hefði verið mjög slæmt af Jesú að gefa ráð sem gætu kostað fólk sjúkdóma ef ekki lífið.
Þetta er nú ekki það sem greinin fjallar um þó ég hef alveg áhuga að fara í gegnum þá umræðu aftur. Hef samt ekki tíma í dag en vonandi strax á morgun.
Ég sé það ekki. Ég sé vísun í að maturinn fer í magan og þaðan í ræsið, þannig hreinsast fæðan sem maður borðar. Engin yfirlýsing þarna um að lög Guðs um hrein og óhrein dýr væru ekki lengur í gildi.
Hann gagnrýnir sérstaklega að halda hefðir mann en ekki hlíða Mósa en frá Móse koma lögin um hrein og óhrein dýr. Það er ekki verið að fjalla um hvaða dýr má borða; kemur hvergi fyrir í textanum.
Mér finnst þú nú vera dáldið að lesa vel út fyrir rammann þarna :)
Mofi, 4.3.2009 kl. 14:50
kaþarizwn ("hann hreinsansdi")í v. 18 vísar til legei ("segir") í v. 17, þú sérð það líklega ekki í þessari 400 ára ensku þýðingu.
Af hverju heldurðu að annars að þetta sé þýtt svona í þýðingum sem eru ekki 400 ára?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.3.2009 kl. 15:22
Mofi - "Það er ekki verið að fjalla um hvaða dýr má borða; kemur hvergi fyrir í textanum."
Rétt athugað hjá þér, Mofi. Hvergi tilgreind ein eða nein dýr. En Jesús alhæfir eins og það er kallað. "Skiljið þér eigi, að ekkert, sem fer inn í manninn utan frá, getur saurgað hann?" Jesús tínir þarna allt til, bæði handaþvottinn og alla fæðu sem maðurinn lætur inn fyrir varir sínar. Sem sagt, saurgerlar, grænmeti, vatn, brauð, kjöt eða fiskur.
Þú verður að sýna fram á að alhæfingin komi hvergi fram í gríska textanum.
Ég mæli með því að þú lesir 10. kafla Postulasögunnar í því ljósi sem ég bendi á. Það kemur hvergi fram í lok kaflans að Pétur túlki þessa sýn (eða draum) á þá vegu að þar sé verið að tala um hreina eða óhreina fæðu.
En frásögnin í 10. kafla er að vísu tætingsleg og erfitt að átta sig á hvað höfundurinn er að reyna að segja. Þannig er því reyndar einnig farið með frásagnir þær er taldar eru innblásnar af Heilögum Anda.
En svo ég fari nú aðeins út fyrir umræðuefnið. Var Heilagur Andi ekki með í því að þýða gríska textann og svo áfram að þýða yfir á helstu tungumál heims? Var hann hættur að vinna og kominn á eftirlaun? Hvaða skýringu hefurðu á þessum vandræðum við að þýða rétt?
Sigurður Rósant, 4.3.2009 kl. 16:00
Mófi, ertu að fasta þessa dagana? Maður bíður spenntur eftir fróðleik um það hvernig the Creator's diet tæklar þetta án þess að líkaminn verði allt of ójafn í hemóglóbíninu
Mama G, 4.3.2009 kl. 21:24
Mofi: Ertu að láta trúleysingjana máta þig í Biblíufræðunum?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 00:49
katharizō er aðeins "hreinsandi" og strax á eftir því orði er pas brōma eða allur matur. Ég held að aðal ástæðan fyrir því að frjálslyndari þýðendur lesi þetta í þessi orð er vegna þess að þeim þótti svínakjöt gott. En að láta Jesú lýsa alla fæðu hreina án þess einu sinni að Hans lærisveinar skyldu Hann þannig eða að einhver nefndi óhreint kjöt er afskaplega langsótt.
Jesú er að benda á að syndir koma innan frá og óhlíðni við lög Guðs er synd svo ef Guð bannar að borða ákveðna fæðu þá er það synd að brjóta þau lög.
Nei, hann túlkaði sýnina ekki þannig að hún þýddi að núna mætti hann borða óhreina fæðu en í sýninni sjálfri þá bregst Pétur þannig við að hann hafi aldrei og muni aldrei borða óhreina fæðu.
Það er frekar að þegar menn eru að reyna að lesa eitthvað í textan sem er ekki þar að mönnum finnst textinn ruglinslegur. Að reyna t.d. að lesa eitthvað um óhreina fæðu þegar greinilegt er að enginn er að tala um slíkt. Ef maður les textann og er aðeins að reyna á hlutlausan hátt að skilja hvað höfundurinn er að reyna að segja þá leysast flest svona vandamál.
Mér finnst 10. kaflinn mjög skýr, sé ekki hvað ætti að rugla menn í ríminu.
Hann er ekki með sérhverjum þýðenda sem kannski hefur rangar ástæður til að þýða; skrifar sína eigin skoðun aðeins of mikið í textan sjálfan. Þegar menn eru að reyna að þýða Biblíuna þannig að hún móðgi sem fæsta og gleðji sem flesta þá er Guð ekki lengur að stýra verkinu heldur menn.
Ég er að hugsa um að prófa á morgun, hef ekki enn lagt í það. Fösturnar sem bókin lýsir eru mjög vægar; aðeins að drekka vatn allan daginn og ekki borða neitt fyrr en kemur að kvöldmati og síðan ekkert eftir það. Þannig að fastan sem bókin mælir með er bara einn dagur.
Ég var að hugsa um að gera grein þar sem ég segi aðeins 40 daga matar planið sem bókin mælir með. Bókin snýst öll um að útskýra af hverju þetta plan er gáfulegt en ég á erfitt með að setja alla bókina hérna...
Jón Steinar, vonandi ekki :)
Mofi, 5.3.2009 kl. 11:41
Þarna er þetta í et. nf. kk, "hann hreinsandi". Til hvers heldur þú að þetta orð vísi?
Í textus receptus minnir mig (er ekki með bækurnar mínar við hendina) að það standi kaþarizon (þeas í hk) og þá gæti það að ég held ekki vísað til Jesú.
Ég reyndar trúi þýðendum alveg til þess að skrumskæla þetta, en hérna sýnist mér þetta vera eðlileg skýring. Annars ætla ég að kíkja á Landsbókasafnið á morgun, skal kíkja á hvað skýringarrit hafa um málið að segja.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.3.2009 kl. 18:58
Nei, Jesú aðeins gagnrýndi faríseana fyrir að láta það vera synd að fylgja ekki þeim hefðum sem þeir hefðu búið til.
Mofi, 5.3.2009 kl. 19:36
En mig langar að vita hvað þú heldur að Jésús sé að segja. Er hann að segja að það að matur fari í gegnum meltingarkerfið "hreinsi" hann? Hvað á hann eiginlega við?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.3.2009 kl. 20:11
Góð spurning Hjalti, ég bíð eftir þeim degi að þú gengur til liðs við okkur. En varðandi fullyrðingar Mofa, þá eru þær rangar þótt að hann haldi annað.
Eins og Hjalti benti réttilega á er orðið "purging" eða "kaqariðzw" á grísku með allt aðra meiningu en Mofi vill halda til streitu. Þetta er borið fram:"Katharizo" og þýðir:
Heimild hér.Miðað við þessa heimild, og eru flestir guðfræðingar sammála henni, þá hefur þú aldeilid rangt fyrir þér Mofi minn. Jesús lýsti alla fæðu hreina og ætla ég að borða mitt beikon í friði!
Lögmálið er bundið við gyðinga Mofi, af hverju eru aðventistar alltaf á höttunum að umskera okkur samkvæmt lögmáli sem við erum ekki bundinn?
.... why????????
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2009 kl. 23:37
Guðsteinn, ég held reyndar að deilan snúist ekki um grunnmerkingu kaþarizw. Allir eru sammála því að þetta þýði að hreinsa.
Ef Jesús lýsti alla fæðu hreina, hvers vegna vildi Pétur þá ekki borða matinn í P 10.14?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.3.2009 kl. 03:05
Ehh.... :) ég sagði beint út að það þýddi hreinsa eins og þú bendir á og þýðingin sem ég benti á segir líka.
Þú kemur bara með innantóma fullyrðiingu Haukur; þú hlýtur að geta betur en þetta. Þetta er jafn lágt plan og DoctorE er á. Prófaðu að svara hverjum punkti fyrir sig ef þú ert svona sannfærður að hafa rétt fyrir þér.
Í fyrsta lagi eru kristnir gyðingar ef þeir taka á móti Kristi.
Í öðru lagi þá var það sérstaklega ákveðið af lærisveinunum að umskurn væri ekki nauðsynleg fyrir þá sem vildu verða kristnir og við sjáum mikla umræðu um það í bréfum Páls og í Postulasögunni. Þú vilt láta allar þær reglur sem Guð gaf fólkinu til heilla var hent á hauganna án þess einu sinni að lærisveinarnir töluðu um það. Held að þín ást á beikoni og pepperóní er hérna að blinda þér sýn eða er meiri en þín ást á hvað orð Guðs segir. Ég svo sem skil vel ást á pepperóní en... ekki sniðugt.
Mofi, 6.3.2009 kl. 10:50
Hjalti og Mofi, þið eruð greinilega ekki alveg að skilja mig, ég er að benda á að þetta er rétt þýtt, og lýsti Jesús ALLA fæðu hreina. Heimildin sem ég vísaði í á að skýra það.
Hjalti:
Af því að Pétur skildi ekki, eða meðtók ekki boðskap Jesú þegar hann lýsti fæðuna hreina, athugaðu að Jesús talaði stundum í gátum og dæmisögum, og mannlegir menn geta vel misskilið eða hreinlega ekki skilið boðskapinn, því draumur Péturs í Post 1:14 staðfestir þessi orð Jesú, þá á ég við draum Péturs, og nægir það mér til þess að trúa og skilja að við erum ekki háð þessu lögmáli.
Mofi:
Reyndu nú að venja þig á að vera málefnanlegri, ég taldi þessa tilvitnun mína tala sínu máli, en ég hef greinilega misreiknað það. Ég var að svara hverjum punkti sem ég taldi mig ekki þurfa, hér í þessari athugasemd. Nægir það? Eða þarf ég að teikna þetta upp?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.3.2009 kl. 13:05
Svo þú ert líklegri til að skilja Jesú betur en Pétur?
Hvernig gerir draumur Péturs það? Pétur staðfestir að dýr eru enn óhrein og síðan þegar hann túlkar drauminn þá snýst hann um að nú á að boða fagnaðarerindið til heiðingja og þannig byrjar boðun til heiðingja. Mjög mikilvægur punktur í sögunni en þú ert hérna að afskræma það til að þýða að núna má borða fæðu sem Guð hefur sagt vera óhreina.
Já, vægast sagt :) Greinin kemur með mörg rök fyrir því að það er beinlýnis rangt að túlka þessi vers svona og þú reynir ekki einu sinni að glíma við þau. Kemur bara með fullyrðingu án raka; aðeins of líkt aðferðum DoctorE. Vonandi ekki búinn að hlusta of lengi á hann að þú ert byrjaður að finnast vera eitthvað vitrænt í því að koma bara með yfirlýsingu á afstöðu og halda að það sé alvöru samræður eða að koma með rök fyrir máli sínu?
Ef að þú heldur að teikning geti hjálpað þá by all means :)
Mofi, 6.3.2009 kl. 13:54
Þakka fyrir góða grein. Mig langar til að spyrja þá sem halda ennþá að Jesú hafi lýst alla fæðu hreina. Hér koma fjórar spurningar.
1. Jesú sagði mjög skýrt að hann hafi ekki komið til að afnema lögmálið og spámennina (Matt 5. 17-18). Held að við séum allir sammála að Jesaja hafi verið einn af stærstu spámönnunum. Einn af spádómunum hans segir að þeir sem borða svínakjöt verða eyddir (Jes. 66.15-17 og Jes. 65.4). Ef Jesú lýsti alla fæðu hreina, væri hann ekki þá örugglega að afnema þennan spádóm?
2. Skiptingin í hrein og óhrein dýr var til staðar fyrir tíma Móse. T.d. var talað um hrein og óhrein dýr á tíma Nóa. Margar halda að þessar reglur voru settar fram á tíma Móse. Ca 10 árum eftir að Jesú sagði þetta þá var Pétur með sterkar skoðanir á móti því að borða óhreina fæðu. Þetta sýnir að þessi skipting hefur verið til alltaf, mikið fyrr en lögmál Móse og einnig eftir krossfestingu Jesú. Spurningin hér er því sú: Af hverju myndi Jesú banna eitthvað og síðan leyfa það aftur?
3. Út frá samhenginu í textanum er Jesú greinilega að gagnrýna hefðir meðal Gyðinga sem komu ekki frá Guði. T.d. það að þvo ekki hendurnar. Jesús segir greinilega að syndin kemur frá hjartanu. Hvað var þá fyrsta syndin á jörðinni? Það var að borða ávöxt sem Guð hafði bannað. Ef það var fyrsta syndin þá hlýtur það að skipta máli. Það er óhlýðni við Guð og þessi óhlýðni er eitthvað sem kemur frá hjartanu. Greinilegt er í Biblíunni að neysla á óhreinu kjöti gengur á móti því sem Guð hefur sagt. Er einhver staðar talað jákvætt um neyslu á óhreinu kjöti í Biblíunni og ekki tekið úr samhengi þegar kaflinn talar um allt annað?
4. Ef maður er ekki 100% viss um hvort eitthvað er synd að borða, en gerir það samt, þá er það pottþétt synd (Róm 14.23). Er ekki betra að sleppa einhverju frekar en að vera í vafa?
Endilega svarið þessu vinsamlegast.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:09
Karl Jóhann, það er að vísu ekki í mínum verkahring að svara spurningum þínum, en ég er í hjarta lítillátur og þríf gjarnan upp skítinn eftir aðra.
Ég læt nægja að vísa í Mark. 7:18-19 þar sem segir: "Og hann segir við þá: "Eruð þér einnig svo skilningslausir? Skiljið þér eigi, að ekkert, sem fer inn í manninn utan frá, getur saurgað hann? Því að ekki fer það inn í hjarta hans, heldur maga og út síðan í safnþróna." Þannig lýsti hann alla fæðu hreina."
Hér er haft eftir Jesú all skýr alhæfing og höfundur guðspjallsins túlkar hana á þann veg að með þeim orðum lýsi Jesú alla fæðu hreina.
Hvergi kemur fram að Heilagur Andi mótmæli þessari túlkun Markúsar og verður því að teljast rétt túlkun á meðan tómlæti Heilags Anda varir.
Aðrar yfirlýsingar Jesú um að hann sé ekki kominn til að afnema lögmálið heldur uppfylla, verður að skoðast í því ljósi að menn segja gjarnan eitt en meina allt annað.
Yfirlýsingar Páls eða Péturs eftir ofannefnda yfirlýsingu úr Markúsi 7. kafla verður að skoðast í því ljósi að þeir hafa trúlega ekki áttað sig á eða verið sammála túlkun Markúsar. Hreinlega dottað og dreymt eitthvað annað vegna orku- og súrefnsskorts af stífum fundahöldum um borg og bý.
Sigurður Rósant, 7.3.2009 kl. 20:08
Mofi þú hefur brotið lögmálið og borðað óhreina fæðu það veit ég, pepperoni á pizzu. Pepperoni með svínakjöti og helling af svína fitu, skamm skamm. Þú þarft að gera iðrun og eða fara með 10 Maríu bænir!
Aðalbjörn Leifsson, 7.3.2009 kl. 21:26
Rósant, ef þú hefðir lesið greinina þá hefðir þú áttað þig á því að setningin "þannig lýsti Hann alla fæðu hreina" er ekki í textanum.
Aðalbjörn, mikið rétt. Alveg eins og allt sem maður uppgvötar að sé synd þá sér maður eftir því og hættir. Tíu maríubænir myndu vægast sagt ekki hjálpa aðventista :) Hjálpa í rauninni ekki Kaþólikkum heldur, sama hve mikið þeir halda það...
Mofi, 7.3.2009 kl. 23:07
Mofi - "ef þú hefðir lesið greinina þá hefðir þú áttað þig á því að setningin "þannig lýsti Hann alla fæðu hreina" er ekki í textanum."
Það fór ekkert fram hjá mér í þessu karpi. En Heilagur Andi hefur ekki gert athugasemdir við þessa þýðingu úr gríska textanum, svo ég tel hana þar af leiðandi rétt unna. Mér þykir þú djarfur Mofi að véfengja tómlæti Heilags Anda. "Þögn er sama og samþykki" - segjum við Íslendingar stundum, okkar í millum.
Sigurður Rósant, 7.3.2009 kl. 23:34
Af hverju kom þá ekki Heilagur Andi bara í veg fyrir að synd varð til í heiminum? Það er hægt að telja margt sem betur mætti fara. Biblíuþýðingar eru ekki hundrað prósent réttar í dag, það er hægt að sjá með því að bera saman við gömul handrit. King James þýðingin er viðurkennt sem ein nákvæmasta þýðingin. Setningin "Þannig lýsti hann alla fæðu hreina" er ekki að finna í King James og ætti frekar að kenna mönnunum um sem þýddu þetta frekar en Heilögum anda. Enda voru það menn sem skrifuðu Biblíuna með sínum eigin orðum og gátu haft áhrif þar á.
Þegar maður les Mark. 7 þá er ekki verið að tala um mat heldur hefðir gyðinga. Og Jesú líkti því við mat sem fer í gegnum líkamann. Maturinn er í sjálfu sér ekki syndugur. Hinsvegar er ákvörðin um að borða mat það sem skiptir máli og ákvörðunin er tekin áður en einhver borðar augljóslega. Og hvaðan kemur ákvörðunin? Frá hjartanu eins og segir í versunum. Ef maður svo ákveður að borða eitthvað sem Guð hefur bannað, þá er það rangt.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 16:12
Mofi, hvað heldur þú að Jesús sé að segja? Er hann að segja að það að matur fari í gegnum meltingarkerfið "hreinsi" hann? Hvað á hann eiginlega við? Er kúkur hreinn?
Nei, Karl, þetta er bull og vitleysa. KJV er rusl.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.3.2009 kl. 17:01
Karl Jóhann - "Ef maður svo ákveður að borða eitthvað sem Guð hefur bannað, þá er það rangt."
Guð hefur ekki bannað eitt eða neitt í sambandi við mat og drykki. Móse fullyrðir hins vegar að Guð hafi sagt honum eitt og annað. Heilagur andi hefur aldrei stýrt einu eða neinu. Margir höfundar Biblíunnar hafa hins vegar logið því upp á saklausan Heilagan Anda (sem er að sjálfsögðu ekki til, frekar en Grýla og Leppalúði) að hann hafi stýrt hinu og þessu. En hvers vegna höfundar draugasagna eru svona spaugsamir, veit ég hins vegar ekkert um.
En Karl. Éttu bara það sem samviska þín og þekking segja þér til um. En margur hefur nú látið ofan í sig mat þar sem saurgerlar og aðrir gerlar hafa óvart komist í vatn, kálmeti eða jafnvel kjöt eða fisk. Sumir hafa upplifað það sem sína síðustu máltíð en aðrir sloppið með hastarlegan niðurgang, uppköst eða eitrun. Vonandi sleppur þú við þau óþægindi með þínum aðferðum.
Sigurður Rósant, 8.3.2009 kl. 19:06
Maður ræður því hvað maður borðar en ef maður ætlar að fylgja Biblíunni þá er nauðsynlegt að fylgja þessari reglu: 4. Mós 11.7 "og svínið, því að það hefir að sönnu klaufir, og þær alklofnar, en jórtrar ekki; það sé yður óhreint". Þetta er enn í gildi og einnig hinar heilsureglurnar.
Guð hlaut að vita hvað hann var að tala um. Það " meikar sense" að óhrein dýr séu ekki góð fyrir heilsuna ef maður sér staðreyndirnar. Svínakjöt er eitt af því versta. Allskonar sjúkdómar fylgja svínakjöti. Svín er eru hræætur og alætur. Svín eru þekkt jafnvel fyrir það að borða önnur svín þegar þau deyja. Hérna er sýnd tilraun með svínakjöt og kók sem hver sem er getur gert heima hjá sér. Það verður að vera hrátt kjöt. Hef ekki prófað þetta sjálfur en þekki einn sem gerði það og það virkaði. http://www.youtube.com/watch?v=WDAAXBZWuGo&feature=related
Læknavísindin segja nú í dag að það sé hollast að vera grænmetisæta, eins og Biblían segir að hafi verið upprunalega fæða mannsins og sú besta. Hvernig vissi Biblían þetta fleirri þúsund árum áður en þekkingin okkar núna varð til? Tilviljun.. varla.
Ég er grænmetisæta og hef verið það allt mitt líf. Mjög sjaldan að ég borða fisk eða eitthvað kjöt yfirhöfuð. Og mér finnst það vera virka vel. Þannig að mín persónuleg reynsla talar ekki á móti Biblíunni. Hef sloppið við flensu og önnur veikindi a.m.k. í 3 ár núna. man reyndar ekki hvenær ég var rúmliggjandi síðast. Hefði ég verið kjötæta þá hefði ég líklega ekki haft sama árangur.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:58
Ég borða nokkurn veginn allt sem mig langar í... fátt finnst mér betra en nokkrir bjórar og ég fer iðulega út að skemmta mér um helgar þar sem áfengi er haft um hönd..
Samt hef ég ekki misst úr dag í vinnu eða skóla í þónokkur ár.
Þýðir það að þetta líferni mitt er hollt... eða að fólk sé misjafnt? Eða jafnvel það að ég fer í ræktina reglulega og er labba mikið með hundinn minn hafi áhrif?
Þú getur EKKI alhæft svona. Og þetta með svínin, það svínakjöt sem þú kaupir í Hagkaup er hvorki af hræætum eða svínum sem hafa verið alin á öðrum svínum..
Og það er laust við orma... manst þú eftir einhverju nýlegu tilfelli þar sem ormar fundust í svínakjöti hér á landi? eða er hér um að ræða sjálfskviknun lífs þegar kóki er blandað saman við svínakjöt.
http://www.snopes.com/cokelore/porkworm.asp
Ég hvet þig til að fara í næstu verslun og verða þér út um svínakjöt og prófa þetta sjálfur
Það er ansi alvarlega ásökun sem þú ert að varpa hér á hendur svínakjötsframleiðendum
Svona málflutningur er gjörsamlega gerilsneyddur öllu því sem einkennir fólk með fullu viti
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 00:28
Vinur minn prófaði þetta og það virkaði, nokkrir ormar komu í ljós. Hann vinnur í kjötborði í verslun hér á landi, ég er því ekki að skálda þetta. Kjöt er mismunandi og kannski virkar þetta ekki í hvert skipti. En ef maður athugar hvernig svín eru í eðli sínu, þau svitna ekki og þar með safnast úrgangsefni upp í líkama svína þá ætti maður að sjá að þetta er ekki hollasta fæðan sem til er. Þau eru einskonar ryksugur náttúrunnar. Sama sagan má segja með rækjur, það eru hræætur eða alætur.
Margt hefur áhrif á heilsufar ekki bara eitt atriði. En almennt séð er kjötát ekki hollt það er alveg hægt að alhæfa það. Það eru vísindin sammála um í dag. Veirur og bakteríur sem eru í kjöti auka talsvert líkurnar á að fólk veikist.
Beinþynning er sjúkdómur sem er bundið við Vesturlönd. Hvers vegna? Megin ástæðan er dýraprótein. Þegar kjöt meltist fer dýrapróteinið út í blóðið og gerir það súrt. Líkaminn reynir að vinna á móti þessu með því að taka kalk úr beinunum og setja það út í blóðið. Afleiðing er minna kalk í beinum. Hinsvegar gerist þetta ekki við neyslu próteins úr jurtafæðu.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 16:06
Vinur minn prófaði það og það virkaði eru engin rök Karl, þú ert ekki 6 ára
En ef maður athugar hvernig svín eru í eðli sínu, þau svitna ekki og þar með safnast úrgangsefni upp í líkama svína þá ætti maður að sjá að þetta er ekki hollasta fæðan sem til er
Fuglar, Kettir, Hundar og langflestir hestar svitna ekki heldur - eru þau þá "óhrein" líka svk sömu skilgreiningu?
Það má vel vera að vinur þinn hafi unnið í kjötborði það breytir því ekki að mér rennur ekki minni til þess að í langan tíma hafi fundist ormar í íslensku svínakjöti.. það þýðir að í máli vinar þíns hafi um eitt af þrennu mögulegu verið að ræða
a) sjálfskviknun lífs og hefði hann umsvifalaust átt að láta vita af þeirri uppgötvun sinni
b) hann hefur látið kjötið standa svo lengi að það hafi komist í það utanaðkomandi aðskotadýr
c) hann er að ljúga
Í fyrra komu upp í BNA 12 tilvik um orma af þeirri tegund sem finnst í svínakjöti.. það er ótrúleg tilviljun að svo mörg af þeim skyldu nást á video og innihalda blöndun við kók
Skoðaðu þetta video
http://www.youtube.com/watch?v=WDBAG0KPLcs
Sannfærandi ekki satt? Lestu ummælin frá sendandanum
ÞAÐ ER FALSAÐ - enda er alveg einstaklega einfalt að falsa svona rusl, einfaldlega með því að geyma kjötið í smá tíma við aðstæður þar sem komast í það ormar.
Ég endurtek... farðu í næstu verslun, keyptu þér svínakjöt - taktu það úr umbúðunum og helltu yfir það kóki
Ég get alveg fullvissað þig um að þó þú myndir gera það þúsund sinnum þá fengir þú ekki þessa orma
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 18:16
Sigmar. Þetta vídeo sýnir bara tvær mínútur, það þyrfti sennilega að bíða aðeins lengur. Og hvað er þetta hvíta? Það er ekki hægt að sjá hvort þetta sé falsað eða ekki því vídeóið sýnir ekki nærmynd.
Ef einhverjir hafa ekki sannfærst þá gæti þetta hjálpað. Ormur fannst í heila.
http://www.facebook.com/ext/share.php?sid=119911475240&h=FrMOu&u=-s3Qr
Læknar segja að svona ormar geti menn fengið við að borða ósoðið svínakjöt eða vegna þess að fólk þvær sér ekki um hendurnar eftir að hafa farið á klósettið.
Ég ætla sjálfur að prófa þetta með kókið og svínakjöt á næstu dögum. Læt svo vita.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 21:38
Sigmar. Þetta vídeo sýnir bara tvær mínútur, það þyrfti sennilega að bíða aðeins lengur. Og hvað er þetta hvíta? Það er ekki hægt að sjá hvort þetta sé falsað eða ekki því vídeóið sýnir ekki nærmynd.
Taktu eftir því hvað videoið sem þú sendir er klippt oft... það er ekki nokkur einasta leið að sjá hvað þetta nær yfir langan tíma eða hvað er gert við kjötið bæði fyrir upptökuna og á meðan á henni stendur... ég get alveg fullvissað þig um að 11 ára gamalt barn gæti falsað svona video..
Eigum við að trúa því að það sem þú sendir sé rétt bara vegna þess að sá sem póstar því segir að það sé rétt?
Videoið sem ég sendi þér var skoðað 3 miljón sinnum dagana eftir að hann gaf það út.. það tók enginn eftir því að það væri falsað fyrr en hann ljóstraði því upp sjálfur
Ég neita að trúa því að fullorðinn maður sé í alvöru svo einfaldur að halda að þetta video sem þú póstaðir sé eitthvað "sannara" en allt annað þarna úti, bara vegna þess að þú segir það
Ég vil benda þér á aftur að í fyrra (eða hitteðfyrra) voru 12 tilfelli í BNA þar sem sá ormur sem herjar á svín og fleiri dýr sem eru alin á skít og drullu, það er einstök tilviljun að allt þetta fólk skyldi ná því á upptöku.. og það með kók tilrauninni líka
Fyrir utan það að svín í svínabúum hér eru ekki alin á neinum þeim viðbjóði sem getur orsakað slíkt
Og þetta með heilann.. hvað á það eiginlega að segja okkur?
Ef fólk étur hrátt svínakjöt sem það veit ekki hvaðan er og þrífur ekki mannaskítinn af höndunum á sér þá á það einfaldlega skilið að verða veikt.
Það hefur nákvæmlega ekkert með þetta að gera.
Og til að snúa mér aftur af því hversu einfaldur þú ert.... heldur þú í alvöru að yfirvöld væru ekki búin að gera neitt í því ef fólk þyrfti ekki annað en að hella kóki á heilbrigðis vottað svínakjöt til að kalla fram orma og annað í því?
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 21:51
Nei best væri að finna fleiri heimildir sem sýna önnur tilfelli um þetta. Fólk sannfærist varla vegna þess að það hefur séð eitt vídeó, það gildir fyrir flesta. En hvað ef það eru til fleiri tilfelli? Og væri ekki líklegt að þeir sem hefðu einhverja hagsmuni t.d. svínakjötsframleiðendur myndu þeir ekki með öllum ráðum reyna að segja að þetta sé falsað?
Þetta vídeo er ekki endilega sannara en annað, nemað það sé þeim mun meira sannfærandi. Mikið af vídeóum eru um þetta á netinu, sum á móti sum með. Maður þarf bara sjálfur að meta.
Á wikipediu segir eftirfarandi um svínakjöt: "The pig is the carrier of various helminths, like roundworm, pinworm, hookworm, etc. One of the most dangerous and common is Taenia solium, a type of tapeworm. Tapeworms may transplant to human intestines as well by consuming untreated or uncooked meat from pigs or other animals". http://en.wikipedia.org/wiki/Pork
Þetta er staðreynd og á við svín aðallega. Þú trúir wikipediu eða hvað? Spurningin er hversu almennt þetta er. Þessi 12 tilfelli (árleg tilfelli á árunum 1997-2001) sem þú talar um er í sambandi við vírusinn Trichinosis sem kemur af öðrum ormi og er bara ein tegund af mörgum eins og þú getur lesið nánar um á wikipedia.
Held að það sé aðallega vegna þess að það eru svo margir sem borða það. Á wikipediu kemur fram að svínakjöt sé vinsælasta og útbreiddasta kjöt í heiminum. Þannig að almennt séð þá er kannski ekki mikill vilji fyrir að breyta þessu, það er mín tilgáta. Svína kjöt er einnig ódýrasta kjötið og tiltölulega auðvelt að rækta.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:34
Þú ert allur í þessum samsæriskenningum Kalli, hvers vegna í ósköpunum heldurðu að þær séu líklegri skýring heldur að þetta sé einfaldlega lygi??
Jú já, svo þú getur af veikum mætti haldið í einhverja bókstafi sem skrifaðir voru fyrir þúsundum ára af fólki sem vissi ekki eins mikið og við gerum í dag...
Hvers vegna í ósköpunum ætti heilbrigðiseftirlitið og neytendaeftilitið að leyfa þessu að eiga sér stað??
Ég verð líka að strika undir ákveðin atriði í þessari blessuðu wiki-grein þinni:
M.ö.o. ekki éta hrátt eða óunnið kjöt.
sth (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 11:21
Það er enginn Karl að neita því að þessi hætta er til staðar... reyndu nú að halda þig við efnið
Málið er að við framleiðslu á svínakjöti í löndum þar sem gerðar eru miklar kröfur til meðferðar á svínum og aðferðum við vinnslu þeirra er þessi hætta ekki til staðar.
Þú þarft nú ekki annað en að hugsa aðeins aftur og þá ættir þú að sjá að það er til dæmis MIKLU algengara að upp komi kamfíló og salmonellu sýkingar í kjúklingum bæði hér á landi og annarrstaðar en að eitthvað athugavert finnist í svínakjöti
En vegna þess að það stendur í biblíunni rembast þú og þínir líkir við að benda á einhver jaðardæmi til að réttlæta úreltan boðskap biblíunnar
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 11:52
Semsagt... á tímum þar sem sá eiginleiki svína að geta lifað á nánast hvaða skít og drullu sem var nýttur var vissulega hætta fyrir hendi og fullkomlega eðlilegt að reyna að stemma stigu og jafnvel banna neyslu þess - og sýnir það hversu vel meðvitaðir þeir sem þann hluta biblíunnar skrifuðu voru um hættuna
En eins og áður hefur komið fram þá á það einfaldlega ekki við lengur á þeim stöðum þar sem meðferð dýranna er með þeim hætti að sú hætta er útilokuð
Af nákvæmlega sömu ástæðu er ég þess fullviss að sú regla að einangra konur eftir barnsburð hafi verið gerið af svipaðir ástæðu.. þ.e. menn gerðu sér grein fyrir því að konur eru í mikilli sýkinarhættu eftir barnsburð
Þó svo að mér finnist sú aðferð að kalla þær "skítugar" hafi verið frekar óviðeigandi
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 11:57
Ég þekki ekki nógu vel til og veit ekki hversu mikið eftirlit er með þessu, mér finnst ég ekki heyra oft um eitthvað tengdu eftirliti á kjöti. Kannski einhver getur sagt meira um það?
Ég trúi því að meðferð svína sé betri hér á landi en annars staðar þó ég þekki ekki nógu vel til að geta fullyrt. En það breytir ekki því að svín eru lífeðlisfræðilega öðruvísi en t.d. sauðfé eða naut. Meltingarkerfið er öðruvísi og þau svitna ekki. Það er sama hversu miklar kröfur eru gerðar við vinnslu svínakjöts að það breytir ekki eðli þeirra. Svín eru í grunnatriðum öðruvísi.
Ég var að skoða fréttir um svínakjöt í dönsku dagblaðinu Jylllandsposten og ég trúði varla hversu berorðir þeir tala um þetta. Í eftirfarandi frétt sem ber titillinn "Fölsk markaðssetning" er blaðamaðurinn að tala um heilsíðuauglýsingu í blaðinu sem auglýsti danskt svínakjöt sem "heilbrigt". Blaðamaðurinn mótmælir þessu og segir auglýsinguna gefa ranga mynd af útliti svína. Einnig segir að á seinni hluta ævi svínanna fá mikið af þeim sár, kýli, bit á hala, kviðslit og aðra galla, sem gerir kjötið ekki fallið til þess að vera mannamatur. (nánast beint þýtt). 12-13 % af öllu dönsku svínakjöti er með salmónellu samkvæmt nýrri könnun.
Hér er fréttin &eceArchive=o">http://jp.dk/arkiv/?id=1625173&eceExpr=salmonella"%20/>&eceArchive=o
Hvað ef íslenskir blaðamenn menn töluðu svona? Átti ekki að flytja inn eitthvað af þessu til Íslands eða er verið að gera það? Er Danmörk eitt af þeim löndum sem þú telur að gerir miklar kröfur til meðferða svína?
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 23:56
Linkurinn birtist ekki rétt. Hérna:
&eceArchive=o">http://jp.dk/arkiv/?id=1625173&eceExpr=salmonella"%20/>&eceArchive=o
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 00:10
Merkilegt Kalli að þú sást þér ekki fært að svara því þegar ég benti á að menn geta fengið bandormategundina Taena Solium í sig ef þeir leggja sér hrátt eða illa steikt kjöt, hvort sem það er svínakjöt eða annað, til munns. Þessi bandormur hefur finnst reyndar stundum í fólki á Íslandi en það hefur allt verið að koma erlendis frá. Um þetta má lesa á vísindavefnum.
Á frétt á vísi.is: Væri nær að banna svínakjöt til þess að koma í veg fyrir salmonellu frá því þessi salmonellusmit komu upp í Danmörku í ágúst á síðasta ári er sérstaklega tekið fram að Danir standa nágrönnum sínum langt að baki í baráttunni við salmonellu. Ég held það sé miklu algengara að fólk smitist af salmonellu við neyslu á fuglakjöti heldur en svínakjöti.
Skv. Wikipedia er sjúkdómurinn Trichinosis algengastur í þróunarlöndunum og þar sem svín eru alin á úrgangi. Tilviljun, eða hvað?
Hvað er svo þetta með að svín svitni ekki? Hvaða máli skiptir það? Þau losa sig við umfram hita á annan hátt. Það er ekki eins og þau svitni "inn í sig", það er haugalygi og er margbúið að hrekja, meira að segja á þessu bloggi.
Þess má svo auðvitað líka geta að skv. Wikipedia, sem þú ert svo hrifinn af, benda rannsóknir til þess að nautakjöt eykur líkurnar á krabbameini í meltingarfærum auk þess sem það inniheldur mikið af mettaðri fitu. Er nautakjöt þá ekki óhreint?
sth (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 09:46
Mofi, ég kíkti í ritskýringarrit í gær og þau voru öll sammála því að þetta þýddi "hann lýsti alla fæðu hreina", að kaþarizwn vísaði til Jesú.
Gætir þú, eða Karl Jóhann, útskýrt fyrir mér hvað þið haldið að þýðingin sem þið aðhyllist þýði?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.3.2009 kl. 11:26
Já það er satt. En það er nú alltaf smá hætta á kjötið sé hrátt að hluta, maður þyrfti að passa sig mjög vel. Held líka að dauðir ormar séu ekki sérstaklega hollir að auki. Getur maður verið 100% viss um að það sé vel steikt?
Það er að vísu aðeins munur á dönsku og útlensku svínakjöti. Samkvæmt þessari frétt er 9,8% af svínakjöti sem er flutt til Danmerkur smitað af salmonellu miðað við 12 % í dönsku svínakjöti. Hinsvegar virðist þetta vera öfugt farið með kjúklingakjöt, mjög lítið af salmonellu er að finna í dönsku kjúklingum miðað við útlenska, sjá &eceArchive=o">hér.
Þróunarlönd hafa forskot hér með mikilli tækni t.d. drepast lirfurnar í kjötinu eftir við að vera í frysti í nokkra daga. En held það sé ekki mikill munur á hvað svín fá að éta. Þau fá úrgang frá ávöxtum og grænmeti held ég örugglega hér á landi.
Það skiptir máli því óæskileg efni komast því ekki auðveldlega út. Í svita er úrgangur og það er það sem bakteríur fara í og lykt myndast.
Ekki samkvæmt Biblíunni. Það er munur á svínum og nautum. Meltingarfæri nauta meltir fæðu miklu betur sem gerir væntanlega kjötið hollara. Þessi rannsókn segir að rautt kjöt sé ástæðan fyrir krabbameininu og því er svínakjöt líklega ekki undanskilið þessu.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 00:26
Varð bara að skjóta þessu inn, því Karl Jóhann sagði frá heilsu sinni og hollum matarvenjum. Ég hef verið kjötæta alla mína tíð og mín helsta "synd" er að borða hrátt beikon (1 sneið í þau skipti sem beikon er notað í matargerðina hjá mér). Þetta hef ég gert svo lengi sem ég man eftir mér. KANNSKI, en bara kannski eru innyflin í mér núna iðandi af ormum, en ef svo er þá hefur mér ekki orðið neitt meint af því. Ég hef ekki fengið flensu í mörg ár (man ekki hvenær það var seinast), og fæ örsjaldan kvef. Þýðir það þá að svínakjöt sé skaðlaust sé það rétt unnið, eins og allt annað kjöt, eða er ég bara svona ótrúlega heppin?
Og þetta með að það eigi að fylgja "hinum heilsureglunum" í Biblíunni... Eru konur óhreinar meðan þær eru á blæðingum, og í 7 daga eftir á? Eru öll sjávardýr sem ekki hafa ugga og hreistur óhrein og óæt? Á að banna fötluðum og þeim sem hafa einhvers konar afmyndanir að koma í kirkju? Það er hellingur af öðrum "heilræðum" til, tekin úr nákvæmlega sömu bók og þeirri sem bannar svínakjötsát.
Af hverju varð svona mikilvægt að hætta að borða svínakjöt, en sleppa því að fylgja hinum reglunum? Þetta er bara úrelt rugl.
Rebekka, 12.3.2009 kl. 08:29
Þú varst að tala um svínakjöt, ertu að bakka með að það sé óhollara en annað kjöt skv. þessu?
Aftur, þú ert að halda því fram að svínakjöt sé óhollara en annað kjöt. Endilega haltu þig við það.
Karl, þróunarlönd hafa ekkert tæknilegt forskot á iðnaðarlönd. Þetta hlýtur að vera innsláttarvilla hjá þér. En ertu þá að viðurkenna að það sem kunni að hafa verið óhollt fyrir hundruðum ára er það ekki lengur þegar það er meðhöndlað með nútímaaðferðum, svosem frystingu?
Það sem þú heldur og heldur ekki á ekki við, ég einfaldlega vitnaði í grein af wikipedia. Þegar þeir tala um úrgang þá eiga þeir ekki við eplakjarna og bananahýði heldur rotinn mat og skít, að öllum líkindum. Ég veit ekki til þess að svín séu alin á slíku hérlendis.
Karl, hvaða líffræðilegan ávinning fær svínið á að geyma úrgangsefni á borð við salt og þvagefni í vöðvum sínum? Ekki neinn, þetta er fjarstæða og hefur verið marghrakið. Sviti er fyrst og fremst leið líkamans til að tempra hitastigið inn í honum, ekki til að losa sig við úrgangsefni. Þau úrgangsefni sem menn losa sig við með svita losa svín sig við með þvagi. Hafðu staðreyndirnar á hreinu áður en þú heldur svona fjarstæðu fram.
Og í þessu felast einu rök þín. Vísindasamfélagið er þér ósammála, því miður.
"Væntanlega"? Geturðu rökstutt þetta?
Hver er þá munurinn á svínakjöti og nautakjöti, þá á ég við hversu hollt hvort er? Þú tönnlast í sífellu á þessum mun en nánast allt það sem þú hefur haldið fram hérna er bölvuð vitleysa.
sth (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 08:37
Það fer eftir svo mörgum atriðum t.d. það að hreyfa sig mikið er ég alveg
viss um að minnki líkurnar töluvert að fá einhvern sjúkdóm, þótt
maður borði kjöt. Kannski er genin líka þáttur í þessu. Þú ert kannski með
þeim heppnari en nei það þýðir ekki að svínakjöt sé skaðlaust.
Spurningin er hvað af þessum reglum eru enn í gildi í dag biblíulega séð.
Skipting í hrein og óhrein dýr hefur alltaf verið til staðar. Á tíma Nóa
var talað um þessa skiptingu og einnig á öðrum tímum sem var löngu áður en Móse skrifaði allar reglurnar í Mósebókunum. Hvaðan fékk Nói þessar
upplýsingar? Ályktunin sem hægt er að draga af þessu er að skilgreiningin
á hreinum og óhreinum dýrum hafi alltaf verið til.
Þessi regla um að konur voru óhreinar gildir ekki því ekki er talað um hana fyrir tíma Móse. Sú regla var fyrir Ísraelsþjóð þegar þeir voru útvalin þjóð. En þessi regla er í raun skynsamleg einnig nú á tíma, þótt það sé ekki nauðsynlegt að fara eftir henni. Ef ég fer rétt með þá eru konur á
blæðingum í nokkra daga (ca 7 dagar). Því væri best fyrir þær að vera
í "einangrun" í þennan tíma og væru því "óhreinar". Þetta er bara
skynsamleg heilsuregla. Maður þarf ekki að fara eftir þessu, en ég held
að mjög fáar konur myndu ekki vilja fara eftir þessu.
Hvaðan hefur þú þetta með að banna fötluðum af koma í kirkju? kannast ekki við þetta.
Eitt af því sem Biblían talar mikið á móti er neysla á blóði. Í Post. 15 stendur þetta: 28Það er ályktun heilags anda og vor að leggja ekki frekari
byrðar á yður en þetta sem nauðsynlegt er, 29að þér haldið yður frá kjöti,
er fórnað hefur verið, skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og
saurlifnaði. Ef þér varist þetta gerið þér vel.
Einnig er regla á móti neyslu á blóði í 3. mósebók. Að vara sig á blóði er
skynsamlegt sama frá hvaða kjöti það kemur. Einnig er vitað að menn geta
smitast manna á milli með því að snerta blóð. Þess vegna þegar verða slys
þá þarf að varast að komast í snertingu við blóð. Sama hlýtur að vera með
dýrablóð, í því eru þeir sjúkdómar sem dýrið er með.
Hugsa að ef maður fylgi þessu eina versi, sem var beint til aðra
Gyðinga, þá er maður í góðum málum. En vandamálið er að það er blóð í
flestu kjöti eins og það er selt hér á landi. Ef maður vill fylgja þessu
nákvæmlega þá yrði kjötið að vera "kosher" þ.e. kjöt án blóðs og fitu og
þarf að meðhöndla á ákveðinn hátt.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:37
Mörg vandamál hverfa ekki við frystingu eins það að blóð er í flestu kjöti og fita. Sumir gerlar og vírusar drepast ekki við frystingu.
Ég er viss um að ef þú spyrð hvaða lækni sem er, hann myndi ekki mæla með mikilli kjötneyslu. Hvaða vísindi ert þú að tala um?
Munurinn á svínum og nautum er líffræðilegur. Rökrétt að segja þessi munur á dýrunum bendi til muns á kjötinu einnig.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:11
það er 2009 og þið rífist um hvað kall sagði hugsanlega um mat fyrir 2000 árum! Þetta skiptir engu máli, við höfum haldgóðar vísindalegar upplýsingar um matvæli nú á tímum.
Páll Geir Bjarnason, 18.3.2009 kl. 03:33
Borðið Það sem þið viljið, bóndi einn í Austur-Húnavatnssýsslu var ekki matvandur og eitt sinn var honum boðið í mat hjá einbúa. Hann fékk úldið kjöt og byrjaði að háma í sig kjötið og sagði "þetta er gott en nýtt er betra" borðaðu það sem þú villt, Guð hefur skapað allt og hann sagði sjálfur að það væri gott. Verði ykkur að góðu.
Ath. Ef borðað er of mikið þá fær maður íllt í magann. (Egg og bacon er gott í morgunmat)
Aðalbjörn Leifsson, 18.3.2009 kl. 05:48
Við erum það sem við borðum. Það er meiri sannleikur í þessu en flestir halda. Mikil neysla á rauðu kjöti eykur tíðni ristilskrabbameins og eflaust fleirum kvillum samkvæmt rannsóknum. Hinsvegar eru ýmis jurtafæða sem sem heftir myndun krabbameins. Niðurstaðan fyrir er þess vegna að halda mig við jurtafæðu.
Eitthvað sem er gott þýðir ekki að það sé gott til átu. Er samkvæmt þér þá enginn munur á hundi og ávexti? Samkvæmt Biblíunni var upprunalega fæða mannsins jurtafæða við fullkomnar aðstæður. Þótt aðstæður hafa hrörnað síðan, þá er enn matur sem aðallega jurtafæða enn sá besti og hollasti.
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:44
Karl, ertu sjöunda dags aðventisti?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2009 kl. 10:19
Já það er ég, aldist upp í þeirri trú. En því meir sem ég skoða og les mig til því meir sannfærðari verð ég. Og það er engin ástæða til að fela það :)
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.