Prestar eða læknar?

Mér finnst merkilegt að það virðist alltaf vera heilbrigðiskerfið sem er undir hnífnum en aldrei þjóðkirkjan.  Þegar við lesum Biblíuna þá voru lærisveinarnir ekki á einhverjum háum launum heldur þurftu þeir að reiða sig á frjáls framlög eða eins og Páll að vinna við netagerð til að hafa nóg fyrir mat. Ef að fólk telur sig þurfa á prestum þá ætti það að borga fyrir þá með því að taka af sínum eigin tekjum og gefa til kirkjunnar eins og önnur trúarbrögð á Íslandi sem eru ekki ríkistyrkt.

 Allt þetta batterí er eitthvað svo úr takti við það sem Biblían boðar að það hálfa væri allt of mikið.

Lúkasarguðspjall 9
3 og sagði við þá: "Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla. 
4 Og hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar og þaðan skuluð þér leggja upp að nýju. 
5 En taki menn ekki við yður, þá farið úr borg þeirra og hristið dustið af fótum yðar til vitnisburðar gegn þeim."
...
57 Þegar þeir voru á ferð á veginum, sagði maður nokkur við hann: "Ég vil fylgja þér, hvert sem þú ferð." 
58 Jesús sagði við hann: "Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla."

Annað sem stakk mig í þessari frétt var að þetta kerfi sem þeir tala um finnst mér ýta undir óvönduð vinnubrögð til að græða meira, því að fleiri aðgerðir sem hægt er að gera, því meiri peningar. Mér finnst mjög gott að vera með hvetjandi kerfi en það þarf að vanda mjög til þannig kerfis þannig að það hvetji ekki bara til aukinna afkasta heldur líka vandaðra vinnubragða.  Þetta kerfi virðist við fyrstu sýn alveg að ganga upp, kannast ekki við mörg mistök lækna þarna.


mbl.is Læknar sem vinna miklu hraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér, nema að blóðsugur þjóðkirkjunnar leggja afskaplega lítið til þjóðfélagsins þrátt fyrir að þiggja ofurlaun. Læknar aftur á móti vinna þörf og kristileg verk.

Það sem stakk mig í þessari frétt er að hjúkrunarfræðingar fá ekki krónu meira þrátt fyrir aukið álag vegna fleiri aðgerða. Ég er á því að læknar eigi að fá góð laun, en þetta er komið út í hreina vitleysu.

Segir ekki eitthvað um ofurlaun í siðareglum lækna, ef þeir vilja ekki fara eftir boðum Krists um nægjusemi?

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:22

2 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Til hamingju með daginn Mófi.

Þ.e. 200 ára afmæli Darwins.

Pétur Eyþórsson, 12.2.2009 kl. 13:34

3 Smámynd: Mofi

Theódór, takk fyrir heimsóknina. ég hreinlega veit ekki hvað siðareglur lækna fela í sér.  Mér finnst ólíklegt að þeir hafa einhverjar siðareglur sem segja að þeir ættu að lifa við kröpp kjör.  Þú varst kannski að tala um siðareglur presta?  Ef svo er þá finnst mér það mjög eðlilegt en það fer kannski eftir sérhverri kirkju.

Pétur Pan,  takk fyrir að minna mig á það; var nærri því búinn að gleyma

Mofi, 12.2.2009 kl. 16:27

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Það er víst eitthvað búið að skera niður til Þjóðkirkjunnar en það var víst hækkun í styrkjum sem hún átti að fá upp á 400 milljónir - takk - sem var hætt við, það var niðurskurðurinn að mér skilst. Prestar eru búnir að fá launalækkun um 7,5% var mér sagt af einni sem þekkir til þar á bæ.  Prestar fá reyndar miklar tekjur líka af allskonar athöfnum. 

Það verður að aðskilja ríki og kirkju.  Fólk sem vill styðja trúfélög á að gera það sjálft eins og þú bendir á Mofi.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.2.2009 kl. 22:50

5 identicon

Kristni er ekkert nema viðskipti... án peninga er enginn kristni
Face it

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband