Lífslíkur aðventista 84,5 ár

vegcafe-ad.jpgÞar sem ég er íslendingur og aðventisti þá hlýt ég að vera í einkar góðum málum! Smile

Að lífslíkur að aðventista eru 84,5 ár kemur frá þessari grein hérna: Study Links Adventist Lifestyle With Longevity     Þar kemur fram að lífslíkur aðventista sem er grænmetisæta er 85,7 ár fyrir konur og 83,3 ár fyrir karla.  Ég er að vísu ekki grænmetisæta en almennt reyni að fylgja eftir þeim heilsuboðskapi sem kirkjan fékk við stofnun hennar.

Þeir sem vilja lesa þann heilsuboðskap geta lesið bókina Ministry of healing en hægt er að lesa hana ókeypis á netinu, sjá: The Ministry of Healing

Vill svo til að það er námskeið um spádóma Biblíunnar þessa vikuna en þeir byrja alltaf á smá fróðleik um heilsu, meira um það hérna: Námskeið í spádómum Biblíunnar

Ég hef áður bloggað um heilsu og Aðvent kirkjuna hérna: Afhverju lifa Aðventistar lengur en aðrir?


mbl.is Ísland heilsusamlegast í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uhh... ég póstaði grein um daginn þar sem kom fram að biblískt fæði er óheilsusamlegt :)
Og hvað er varið í að lifa löngu og leiðinlegu lífi... á biðstöðinni fyrir næsta líf... það er sagt að þeir sem guddi elskar deyi ungir, samkvæmt þessu þá hatar guddi ykkur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:28

2 Smámynd: Mofi

DoctorE, sú grein stóðst ekki. Að aðventistar eru sá hópur í heiminum sem lifir einna lengst er vitnisburður sem er ekki hægt að líta fram hjá. Það er síðan ekkert leiðinlegt að líða vel og forða sér frá mörgum sjúkdómum sem leggjast á fólk vegna óheilsusamlegs lífstíls. 

Mofi, 10.2.2009 kl. 16:44

3 identicon

Blessaður maður... þið eruð alltaf að laumast í óbiblíkst fæði inn á milli... svona þegar guð er ekki að fylgjast með ;)
Annars er mjög misjafnt hvernig fæða leggst í menn... eins manns heilsufæði getur verið annars banamein.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:46

4 Smámynd: Mama G

... svona þegar guð er ekki að fylgjast með ;)

Hehe, alltaf jafn gaman að kíkja á samræður hjá ykkur félögunum

Mama G, 11.2.2009 kl. 14:42

5 Smámynd: Mofi

DoctorE, þá laumumst við aldrei því Guð er alltaf að fylgjast með :)    En það er ekki eins og maður fær einhverja punkta hjá Guði með því að borða rétt.

Mama G, alltaf gaman að fá heimsókn frá þér :)

Haukur, ég efast um að ég myndi meika það. Væri gott að minnka kjöt átið eitthvað en að sleppa alveg... úff, nei, sé það ekki gerast. Veit síðan ekki hvort að það sé að sleppa kjöti sem er lykillinn að þessu langlífi. Miklu frekar almennt hollara fæði og margt annað sem stuðlar að heilbrigði.

Mofi, 11.2.2009 kl. 19:53

6 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Sæll Mofi. Ég er hrædd um að hér gildi ekkert hálfkák.... Amk samkvæmt grein sem ég las í Spectrum magasin í fyrra (november blaðið minnir mig) þá eru það bara Vegan aðventistar sem um er að ræða. Um leið og fólk bætir í fæðið dýraafurðum og hvítum sykri voru tölur um sjúkdóma fljótar að færast í átt að öðrum hópum í þjóðfélaginu.... sorry!

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 12.2.2009 kl. 13:49

7 identicon

Afhverju vilja aðventistar lifa svona lengi - Er ekki best að endurfæðast og deyja svo í kjölfarið?

sth (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:57

8 Smámynd: Mofi

Þóra, það hljómar ekki vel, maður þarf að halda áfram að fylgjast með þessu. Ef maður tekur Biblíuna þá hefur hún ekkert á móti dýraafurðum, fyrir utan nokkrar sem hún tekur sérstaklega fram. Ef maður tekur Ellen White þá hefur hún heldur ekki á móti kjötáti en aðeins að það ætti að vera í hófi. Aðeins að það mun koma sá tími þegar kjöt verður ónothæft sem fæða og ég er nú ekki frá því að víðsvegar um heiminn þá eru kjötvörur orðnar alveg hræðilegar.  Hvítursykur skiptir síðan miklu máli og það er án efa góð hugmynd að sleppa honum.

sth, ég tel að Guð hafi sett lífslöngun í alla og þar af leiðandi vill ég að minnsta kosti ekki deyja þó að ég á von um að þegar ég dey þá vakna ég til betra lífs. Aftur á móti er þetta líf tækifæri til að gera eitthvað gott og spurning hvort það eru einhver tækifæri til að gera góðverk í næsta lífi...það er mjög áhugaverð spurning sem ég veit ekki svarið við í fljótu bragði.

Mofi, 12.2.2009 kl. 16:18

9 Smámynd: Mofi

Haukur, en að pæla í þessu út frá boðorðunum tíu og örlögum þeirra sem velja að brjóta þau?  Synd er lögmálsbrot og að myrða er þar af leiðandi...ekki góð hugmynd. 

Síðan er hægt að hugsa út í að kristnir þurfa á fleiri kristnum að halda til að breiða út fagnaðarerindið svo að Kristur komi aftur. Það er ekkert líf handa einum eða neinum nema Kristur komi aftur og gefi þeim líf sem hafa dáið.

Mofi, 12.2.2009 kl. 18:21

10 Smámynd: Sigurður Rósant

Hverjar eru lífslíkur SD-Aðventista sem býr við umferðaræð í þéttbýli og andar að sér uppþyrluðu malbiki og útblæstri bifreiða 2 - 3 tíma á dag?

Annars hlýtur undantekningarlögmálið sem getið er um í Mark. 16:17-18 að gilda um hina sönnu fylgjendur Jesúsar okkar.  "En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir."

Skiptir þá engu máli hvernig mataræðið er eða hverju andað er að sér, sýnist mér. Ertu ekki sammála þessari túlkun, Mofi?

Sigurður Rósant, 28.2.2009 kl. 21:45

11 Smámynd: Mofi

Haukur
Og ef maður dræpi kristinn mann núna, "í blóma trúarinnar", þá ætti hann öruggt pláss í himnaríki. Svo maður væri að dæma sjálfan sig til hvaða refsingar sem "Guð" býr morðingjum en dæmir um leið "fórnarlambið" til himnaríkisvistar. Væri það ekki hins endanlega fórn?

Sorry, var með ræðu og síðan afmælisveislu í sumarbústað... ég held að málið í þessu er að enginn veit örlög annars manns, viðkomandi gæti litið út fyrir að vera í blóma trúarinnar en gæti samt glatast. Guð er sá sem hefur þetta vald og best að eiga engan þátt í glötun eins eða neins.

Haukur
Segjum sem svo að móðir drepi nýskýrt/fætt (fer eftir því hvort hún trúir á erfðasynd) barn sitt. Hún fer til helvítis (eða hvað sem er gert við barnamorðingja) en barnið, syndlaust, á öruggt pláss í himnaríki. Væri þetta þá ekki góðverk á heimsklassa? Hún fórnar sér fyrir barnið sitt.

Í fyrsta lagi þá trúi ég því að valið standi milli lífs og dauða, hún væri að velja að glatast, deyja að eilífu, í þeirri von að þessi verknaður hennar myndi bjarga barninu hennar frá glötun.  Þetta eru vægast sagt erfiðar pælingar hjá þér... maður getur spurt sig að tvennu, fyrst, hvað segir samviskan um að drepa unga barn og í öðru lagi, hvað segir orð Guðs um að drepa... fyrir mitt leiti þá eru þessi tvö "vitni" sammála um að þetta er slæm hugmynd.

Rósant
Hverjar eru lífslíkur SD-Aðventista sem býr við umferðaræð í þéttbýli og andar að sér uppþyrluðu malbiki og útblæstri bifreiða 2 - 3 tíma á dag?

Ég held að hann myndi gera það sem hann gæti til að reyna að lifa á heilsusamlegri stað.  Annars þá hlytu þessar aðstæður að hafa áhrif á lífslíkur viðkomandi.

Rósant
Skiptir þá engu máli hvernig mataræðið er eða hverju andað er að sér
, sýnist mér. Ertu ekki sammála þessari túlkun, Mofi?

Þegar maður hefur í huga fordæmi Krists þá er maður ekki undir vernd Guðs ef maður er að freista Hans með því að setja sig í hættu. Þetta eru síðan tákn sem Guð getur notað til að staðfesta að viðkomandi hefur Hans samþykki, ekki loforð um að ekkert slæmt geti komið fyrir þá sem trúa. Þannig skil ég þetta að minnsta kosti.

Mofi, 2.3.2009 kl. 11:02

12 identicon

Í fyrsta lagi þá trúi ég því að valið standi milli lífs og dauða, hún væri að velja að glatast, deyja að eilífu, í þeirri von að þessi verknaður hennar myndi bjarga barninu hennar frá glötun.  Þetta eru vægast sagt erfiðar pælingar hjá þér... maður getur spurt sig að tvennu, fyrst, hvað segir samviskan um að drepa unga barn og í öðru lagi, hvað segir orð Guðs um að drepa... fyrir mitt leiti þá eru þessi tvö "vitni" sammála um að þetta er slæm hugmynd.

Já fyrir hana sjálfa, en Haukur var að spyrja hvort þetta væri ekki vænst fyrir blessað barnið?

Að sama skapi, hvers vegna eru fóstureyðingar ekki bara mjög gott mál?  Þú trúir væntanlega því að ófædd börn séu syndlaus og að gvuð muni varla dæma þau til glötunar, ekki satt?

Afhverju er þá ekki gott að eyða fóstri áður en því tekst að rústa möguleikum sínum á eilífð með gvuði?

Hvað eru nokkrir áratugir í eymd og volæði þessa heims þar sem góðar líkur eru á því að barnið myndi afvegaleiðast á móti eilífð með gvuði?

Vertu nú samkvæmur sjálfum þér þegar þú svarar þessu, bið ekki um annað.

sth (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband