Námskeið í spádómum Biblíunnar

helping-hands.gifNæsta mánudag byrjar átta daga námskeið sem fjallar um spádóma Biblíunnar. Takmarkið er að útskýra grunnatriði spádóma Biblíunnar og hvetja fólk að rannsaka þá áfram á eigin spýtur.

Dagskráin er sem hér segir:

  • Lykillinn að spádómum Biblíunnar
    9. febrúar
  • Nánasta framtíð opinberuð
    10. febrúar
  • Hvað segir Biblían um heimsendi?
    11. febrúar
  • Góður Guð, vondur heimur, hvers vegna?
    12. febrúar
  • Stærsta björgunaraðgerð allra tíma.
    13. febrúar
  • Miðaldir í spádómum Biblíunnar
    14. febrúar
  • Ritað í stein
    15. febrúar
  • Dómssalur í himnaríki
    16. febrúar

Allir fyrirlestrarnir byrja klukkan 20:00 og eru haldnir í Suðurhlíð 36, Reykjavík.
Fyrirlesari verður Birgir Óskarsson og aðgangur ókeypis.
Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma: 588-7800

Vonandi sé ég sem flesta, gaman að hittast og spjalla um þessa hluti. Sérstaklega fyrir aðra kristna, að kynnast því hvernig Aðvent kirkjan skilur þessi efni.  Hérna fyrir neðan er kort af staðnum.

sudurhlid.gif


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hauksson

ÞETTA VÆRI EITTHVAÐ FYRIR MIG. ÞVÍ MIÐUR KEMST ÉG EKKI ÞAR SEM ÉG Á HEIMA Á AKUREYRI. HAFÐU ÞÖKK FYRIR FRAMTAKIÐ OG MEGI VONANDI SEM FLESTIR NÝTA SÉR ÞETTA GÓÐA BOÐ. GANGI ÞÉR VEL MEÐ NÁMSKEIÐIÐ.

Jóhann Hauksson, 8.2.2009 kl. 16:32

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Hvet alla þá sem eiga tök á því að mæta. Það er virkilega gaman að sjá hvernig SD-Aðventistar byggja upp sína hugmyndafræði.

Sérhver kemur viðræðuhæfari um spádóma og trúarkenningar að slíku námskeiði loknu. Ekki væri verra að fara svo á námskeið hjá fleiri trúarhópum. Þá sjá menn hvernig blekkingarvefurinn er hannaður frá byrjun til enda.

Sigurður Rósant, 8.2.2009 kl. 16:47

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Mófi og takk fyrir boðið.
Ég er búin að fara á nokkuð mörg Opinberunar- og Daníelsnámskeið hjá ykkur.  Þakka gott boð og skemmtið ykkur vel  
Kveðja,

Bryndís Svavarsdóttir, 8.2.2009 kl. 17:24

4 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

PS. ætla að sleppa því núna.

Bryndís Svavarsdóttir, 8.2.2009 kl. 17:24

5 Smámynd: Hörður Finnbogason

Þetta er ánægulegt efni á þessum tímum.  Vert að hressa uppá minnið og fara yfir spádóma og opinberunarbókina um síðustu tíma.

með kv.

Hörður Finnbogason, 8.2.2009 kl. 20:03

6 Smámynd: Mofi

Jóhann, leitt að þú skulir ekki geta komist, kannski verður hægt að hafa svona á Akureyri einhvern tíman.

Rósant, þetta er ekki blekkingar vefur, þetta er einfaldlega okkar skilningur. Ef þú heldur að hann er rangur, endilega kíktu við og spjallaðu við okkur og útskýrðu þín sjónarmið.

Bryndís, kannski næst :)

Haukur, ég heyrði að einhverjir hefðu verið í Kringlunni svo það gæti vel passað. Þú færð köku, engin spurning :)

Hörður, akkúrat, við lifum á spennandi og áhugaverðum tímum.

Mofi, 8.2.2009 kl. 22:49

7 Smámynd: Mama G

Takk fyrir boðið Mofi. Verður þú ekki með neina tölu þarna? Og verður "bæklingagaurinn" þarna??? (þessi með stríðið á bak við tjöldin)

Veit samt ekki með mætingu hjá mér  Maður treystir á full report um helstu niðurstöður hérna á bloginu!

Mama G, 9.2.2009 kl. 09:39

8 Smámynd: Mofi

Mama G, nei, ég mun bara sitja hljóður og hlusta. Maður mun samt reyna að spjalla við fólk eftir á.  Bæklingagaurinn er að ég best veit ekki á landinu, aldrei séð hann svo ég myndi ekki þekkja hann ef hann væri þarna.  Kannski mætir einhver og bloggar um þetta, efa að það verði ég en maður veit aldrei :)

Mofi, 9.2.2009 kl. 09:42

9 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Takk Mofi minn, en ertu ekki hraeddur um ad eg stalki fyrirlesarann, tu veist ad eg tulka trumalin a minn hatt :) Eg er til i ad kikja ef eg tarf ekki ad koma a alla fyrirlestrana, amk ekki i dag.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 9.2.2009 kl. 11:32

10 Smámynd: Mofi

Tara, fyrirlesarinn er mjög sprækur fjallaklifrari, hann ætti að geta stungið þig af ef hann hefur eitthvað á móti því að þú stalkar hann en ég efast um að hann hafi eitthvað á móti því :)   

Hann Birgir er merkileg persóna. Hann er íslendingur sem samt ólst upp á munaðarleysingjahæli í Braselíu sem mamma hans rak. Kom til Íslands og lærði jarðfræði og er ennþá að vinna í enn frekari námi í jarðfræði. Ég vona bara að hans trú veldur honum ekki vandræðum í hans námi.

Mofi, 9.2.2009 kl. 11:50

11 identicon

Spádómar... þetta eru ekki spádómar, bara rugl úr fornmönnum... merkilegt að fólk árið 2009 hlusti á þetta bull ;)
So... þið eruð ekki að tala um spádóma, þið eruð að tala um eigin vanþekkingu á heiminum, sjálfgerð vanþekking sem vex í mold sjálfselskunnar.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 12:29

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hver veit nema maður komi þó ekki nema til þess að hitta fólkið.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.2.2009 kl. 13:18

13 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sælir! Áhugavert! Veit að enginn verður svikinn af þessu

Það er enn svo langt til laugardags svo ég get engu svarað um hvort ég komi,

það kemur í ljós.

En hjartans þakkir fyrir að vekja máls á þessu.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 9.2.2009 kl. 13:57

14 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

En Mofi hann heitir Birgir! Eg hef tegar stungid einn slikan taeplega tveggja metra haan af og for lett med tad! (Sma djok) Ju ju tratt fyrir nafnid virkar hann mjog athyglisverdur midad vid tin ord og eg tek nu sjaldan mark a teim en samt........

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 9.2.2009 kl. 15:07

15 Smámynd: Mofi

Hjalti, það væri gaman að sjá þig, það er búið að klikka svo oft að hitta þig í gegnum árin.

Halldóra, fyrsti fyrirlesturinn er í dag og síðan öll kvöld vikunnar svo vonandi finnur þú tíma til að kíkja :)

Tara, þú verður ekki svikin

Mofi, 9.2.2009 kl. 15:40

16 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Eg veit ad tu talar bokstaflega Mofi minn

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 9.2.2009 kl. 15:46

17 Smámynd: Mofi

Tara, það er ekki hægt að vera bókstafstrúar og síðan tala allt öðru vísi.  Það væri allt of ruglandi  :)

Mofi, 9.2.2009 kl. 16:02

18 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Nei tu talar lika bara bokstaflega sannleikann Mofi, tad er tad sem eg meina, engar duldar meiningar i tvi :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 9.2.2009 kl. 16:07

19 identicon

Vitið þið hvað... mér myndi fíla mig sem vitleysing ef ég væri með svona "námskeið".... ég gæti ekki staðið fyrir framan fólk og talað á alvarlegum nótum um þetta :)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:53

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég mætti, varstu á staðnum Mofi?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.2.2009 kl. 00:13

21 Smámynd: Mofi

DoctorE, ég hef nú meiri trú á þér en það 

Dóra, já, þá veit maður það, drekka meira vatn

Hjalti, já, ég var þarna; á ég að trúa að ég missti af þér?  Varst þú eftir að þetta var búið og varst að spjalla við Birgir og fleiri?

Mofi, 10.2.2009 kl. 00:32

22 identicon

Var gaman Hjalti?... þú fórst upp á grínið, er það ekki?

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 08:58

23 Smámynd: Mofi

Hvað er að því að kynna sér önnur sjónarmið og spjalla við fólk sem hefur kannski aðra sýn á lífið en þú?  Hljómar eins og eitthvað sem þú ræður ekki við DoctorE.

Mofi, 10.2.2009 kl. 10:42

24 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, ég varð eftir og spjallaði samt aðallega við einhverja tvo Litháa en Mexíkani og Birgir voru líka eitthvað í umræðunum.

Hvar sast þú eiginlega?

Annars þarf ég að skrifa um þennan fyrirlestur og umræðurnar. Fannst margt í fyrirlestrinum (ekki við öðru að búast) afar slappt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.2.2009 kl. 00:28

25 identicon

Well Mofi... munurinn á mér og þér er að ég veit að það eru engir guðir til... þú segir að engir guðir séu til nema þinn.... allt nema þinn guð er steypa, þekking manna er steypa fyrir þér.. þó svo að allt sé 100% sannað og augljóst.
Ég er að reyna að hjálpa þér út úr fantasíunni ásamt öllum hjátrúarfullum, thats all.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 08:56

26 Smámynd: Mofi

Hjalti, já ok. Ég er ekki frá því þá að ég sat fyrir aftan þig allan tímann :)

Endilega mættu á eins marga og þú getur og gagnrýndu af hjartas list; mér finnst þetta allt saman þurfa að fara á æðra plan. Ekki beint gagnrýni á Birgir enda er hann aðeins að gera eins og honum var kennt.

DoctorE, þú átt við að þú trúir þessu en fyrir mig er þín trú í engu samræmi við raunveruleikann.

Mofi, 11.2.2009 kl. 09:45

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Leiðinlegt að missa af kvöldinu í kvöld, þú verður að sannfæra Birgi um að setja eitthvað af þessu á netið....ef hann þorir  

En ég var örugglega fyrir framan þig (var með kók-flösku ), fannst einn hugsanlegur "mofi" vera fyrir aftan mig. Grunaði reyndar spekingslega manninn fyrir framan mig líka, myndin af þér er ekkert rosalega skýr.

Á annars hugsanlega eftir að skrifa um þetta.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.2.2009 kl. 20:06

28 Smámynd: Mofi

Haukur ( Guðsteinn ) þekkti mig samt strax þegar ég hitti hann.  Gott samt að vita að ég er ekki of auðþekkjanlegur. Ef þú kemur í kvöld þá aftur á móti muntu ekki hitta á mig, fótbolti á fimmtudögum fyrir mig og fátt lætur mig missa fótbolta.  Það eru samt nokkur kvöld eftir svo þetta er ekki alveg búið.

Mofi, 12.2.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband