5.2.2009 | 18:48
Er rangt að nauðga eða það innbyggt í okkur af þróuninni?
Nauðgun, morð og misnotkun á börnum. Þessi orð framkalla hræðilegar myndir upp í huga manns sem menn hafa fordæmt sem algjörlega óásættanlega. En veltu þessu fyrir þér: Af hverju hafa menn þessa tilfinningu fyrir siðferðislögmáli - rétt og rangt? Höfum við þróað með okkur siðferðiskennd eða er mannkynið skapað í ímynd Guðs? Með þekktari þróunarsinnum síðustu aldar, George Gaylord Simpson sagði að þó að "maðurinn er afsprengi tilgangslaus, efnislegs ferlis sem hafði hann ekki í huga" þá samt sem áður "gott og illt, rétt og rangt, hugtök sem hafa enga þýðingu í náttúrunni nema frá mannlegum sjónarhóli, verða raunveruleg og upp á þrengjandi einkenni alheimsins siðferðislega séð af því að siðferði er aðeins að finna í mannkyninu" - 1
Síðustu áratugina höfum við séð koma fram nýja fræðigrein sem er núna kennd í mörgum háskólum. Fræðigrein sem virðist hafa þann sérstaka tilgang að berjast á móti þeirri hugmynd að Guð setti fram ákveðið siðferði sem menn eiga að fylgja. Þegar nýnemar skoða námskrár þá eru oft fög eins og "þróunarsálfræði" eða "félagslíffræði". Burt séð frá því hvaða nöfn eru notuð til að lýsa þessum fögum þá er tilgangurinn hinn sami - að útskýra mannlega hegðun út frá Þróunarkenningu Darwins og fjarlægja alla tengingu siðferðis frá Biblíunni. Stúdentar sitja nú við fætur prófessora sem reyna að glíma við af hverju menn nauðga, myrða og misnota börn út frá Þróunarkenningunni.
Þann 16. mars árið 2001 þá hélt líffræði prófessor við New Mexico háskólann, Randy Thornhill fyrirlestur sem hélt því fram að "nauðgun er hluti af þróun mannsins, líffræðileg og náttúruleg". Hann færði rök fyrir því að sjálf nauðgunin er aðeins aðlögun, afsprengi náttúruvals vegna nauðganna sem gerðust í fortíðinni. Okkar karlkyns forfeður urðu okkar forfeður að hluta til af því að þeir nauðguðu". - 2
Í sinni nýju bók "A Natural History of Rape", þá lýsir Thornhill nauðgun sem "aðlögun í æxlunarferlinu". Höfundar bókarinnar vildu meina að nauðgun væri upprunnið í einhverju sem kallast mætti "Darwinist imperative" eða löngunin að eignast afkvæmi til að láta gen sín lifa áfram í komandi kynslóðum.
Höfum við alveg gleymt hvernig á að hugsa rökrétt? Ef við leyfum þessum geðveikislegu fræjum að vera plantað í hjörtu komandi kynslóða þá mun ábyrgðin á sérhverju ógeðslegu verki verða sett á herðar okkar meints "dýra arfleiðar".
En afsakanir fyrir illsku stoppa ekki þarna. Í núna frægri grein í New York Times Magazine, MIT prófessor í sálfræði, Steven Pinker færði rökfyrir því að samfélagið ætti ekki að meðhöndla mæður sem drepa nýfædd börn sín á sama hátt og það meðhöndlar þá sem myrða eldri börn og fullorðna. Ástæðan að mati Pinkers er að konur sem myrða þeirra nýfæddu börn eru kannski ekki geðveikar eða vondar en væru þess í stað á ómeðvitaðan hátt að hlíða þeirra frumstæðu hvöt að fórna þeirra börnum fyrir hagsmuni samfélagsins. - 3
Darwin staðhæfði "My object in this chapter is to shew that there is no fundamental difference between man and the higher mammals in their mental faculties" - 4
Ljón er ekki þjakað af sektarkennd eftir að drepa nýfætt afkvæmi gazellu af því að það er hádegis verður. Hundur sér ekki eftir því að stela beini af hans "félögum". Svo núna eru til prófessorar sem halda því fram að nauðgun, morð og það að drýgja hór eru "náttúruleg viðbrögð" vegna okkar dýrslega eðli sem við fengum í arf frá löngu þróunarferli.
Það er vel þekkt og almennt viðurkennt að hvernig við sjáum heiminn í kringum okkur eða trúar skoðanir okkar hafa afleiðingar - ef einhver trúir því að það er ekki rangt að drepa svertingja eða gyðinga þá getur það haft þær afleiðingar að þessi trú birtist í verkum. Gaylord Simpson komst að þessari niðurstöðu varðandi þetta "sú uppgvötunin að alheimurinn, burt séð frá manninum eða áður en hann kom á sjónarsviðið, skortir allan tilgang og hefur engar áætlanir. Það hefur óhjákvæmilega þær aukaverkanir að gangur alheimsins getur ekki útvegað nein sjálfvirkan, algildan eða eilífan siðferðis staðal sem segir hvað er rétt og hvað er rangt. - 1
Hvernig lærði mannkynið að læra muninn á réttu og röngu? Biblían segir að hvað sem Guð samþykkir, skipar fyrir eða gerir, er gott ( Sálmarnir 119:39 - 1. Mósebók 18:25 ). Hvað sem Guð skipar fyrir um kemur frá kjarna eðlis Hans sem er kærleikur. Í Gamla Testamentinu þá skrifaði spámaðurinn Míka þessi orð:
Míka 6
8 Hann hefir sagt þér, maður, hvað gott sé! Og hvað heimtar Drottinn annað af þér en að gjöra rétt, ástunda kærleika og fram ganga í lítillæti fyrir Guði þínum?
Í Nýja Testamentinu þá skrifaði Pétur þessi orð:
1. Pétursbréf 1:15
Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. 16 Ritað er: "Verið heilagir, því ég er heilagur."
Grunnurinn að siðferðinu er þessi tenging milli manns og þess sem skapaði mannin og viðheldur honum. Guð sjálfur er hinn óbreytanlegi staðall á siðferði. Hans fullkomna heilaga eðli er sá grunur sem hægt er að byggja á hvað er rétt og hvað er rangt, á þeim grunni er hægt að ákvarða hvað er gott og hvað er illt.
Unnið út frá greininni: MoralsHanded Down by Evolution, or by God?
1Simpson, George Gaylord (1967), The Meaning of Evolution, bls 364
although man is the result of a purposeless and materialistic process that did not have him in mind, nonetheless good and evil, right and wrong, concepts irrelevant in nature except from the human viewpoint, become real and pressing features of the whole cosmos as viewed morally because morals arise only in man
2 Thornhill, Randy (2001), A Natural History of Rape, Lecture delivered at Simon Fraser University. See full transcript [On-line], URL: http://www.nytimes.com/books/first/t/thornhill-rape.html
3 Pinker, Steven (1997), Why They Kill Their Newborns, New York Times Magazine, November 2.
4 Charles Darwin, The Descent of Man, 1871, 1896 p. 66
Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:39 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803264
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð forði okkur frá því að biblían verði kennd í skólum landsins, enda með því ógeðfelldara sem maður finnur.
þú sagðir:
"Ef við leyfum þessum geðveikislegu fræjum að vera plantað í hjörtu komandi kynslóða þá mun ábyrgðin á sérhverju ógeðslegu verki verða sett á herðar okkar meints "dýra arfleiðar". "
En þín "geðveikislegu fræ" gera það að verkum að ábyrgðin verði sett á herðar hins morðóða "guðs"
Þú lætur eins og allt sem tengist þróunnarkenningunni sé augljóslega bull á meðan aðrir lýta á þínar sköpunarkenningar sömu augum. Munurinn er hins vegar sá að sumar þessara kenninga eru byggðar á rannsóknum og aðrar á einhverri hundgamalli bók.
Ágætis pistill þó, það er ekki fyrir hvern sem er að reyna að færa rök fyrir því að biblían sé málið.
Carlos Valderama, 5.2.2009 kl. 22:44
Það að okkur mislíki eitthvað í þróunarsögunni er ekki ástæða fyrir að hafna þróunarkenningunni. Þú ættir endilega að lesa Dawkins í gegn eða bara kíkja á þættina hans um Darwin. Hann tekur ágætlega á þessu.
Dawkins telur líka að fólk sé líklegra til að velja sér maka sem er góður einstaklingur enda séu slíkir einstaklingar líklegri til að hugsa vel um börnin og börnin því líklegri til að lifa nógu lengi til að eignast sjálf afkvæmi. Þróunarkenningunni tekst því að skýra það sem trú mistekst, bæði tilvist góðra og slæmra hvata í mönnum.
Þú ættir líka að prufa að lesa Darwin ómengaðan. Ekki lesa það sem skoðunarbræður skrifa um hann heldur kíktu á rökin hans sjálfur.
En ég held að það sé einfeldningslegt að einskorða siðferði við menn. Hefurðu aldrei séð hund sem skammast sín? Á einhverju leveli, ekki sama og við, geta hundar skilið að þeir hafi gert eitthvað rangt. Og hvað þá ef við skoðum aðra apa en okkur mennina. Gríðarlega sterkt siðferði miðað við að þeir geta varla tjáð einföldustu hugmyndir.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 00:16
Skemmtileg lesning.
Sigurgeir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 02:26
Ah já, gamla "þar sem þetta er mér ekki að skapi þá er þetta rangt" röksemdafærslan. Alltaf klassík.
Ef tilveran er í rauninni grimm þá er a.m.k. skömminni skárra að vita af því fyrirfram svo hægt sé að taka á því.
Páll Jónsson, 6.2.2009 kl. 04:57
Mofi, það er ekki hægt að útskýra afbrigði/undantekningar frá almennu siðferði/viðmiðum/hegðun til að skilja almennt siðferði. Miklu nær væri að spyrja hvers vegna 99,9% manna nauðga aldrei.
Arngrímur (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 09:09
Það er eitt það aumasta sem ég veit um þegar menn segja að án guðs verði menn að vitleysingum...
Það þarf ekki nema að skoða söguna til þess að sjá að þessu er akkúrat öfugt farið.
Guð er afsökun fyrir að vera fífl.... face it
DoctorE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 10:44
Hún talar af hreinskilni um illsku manna, meira að segja þeirra sem eru hátt skrifaðar í Biblíunni. Hún er ekki í felu leik og lýsir hlutunum eins og þeir voru; með öðrum orðu, hún segir satt frá. Margt í Biblíunni á svo sem ekki við mjög unga lesendur og það er fyrir fullorðna að passa upp á slíkt.
Ég er aðeins að benda á siðferðislega pyttinn sem samfélag lendir í þegar svona hugmyndir fá að grassera. Ekki að ég er á því að það á að það ber að nota vald til að berja svona niður en að tala opinskátt er nauðsynlegt að mínu mati.
Ég er sammála þér að sannleikur er sannleikur, sama þótt manni líkar við hann eða ekki. Ég þekki helling til Dawkins, séð eitthvað af þáttunum hans um Darwin. En er Dawkins einhver til að horfa til þegar hann getur varla opnað munninn á sér án þess að móðganir flæða út?
Hvað eiginlega finnst þér mistakast fyrir kristna trú að útskýra? Þróunarkenningunni tekst aðeins að útskýra fyrir þeim sem langar fátt annað en að fá einhverja einfalda skáldsögu sem á að útskýra eitthvað. Ég er engan veginn sammála því að þróunarkenningunni tekst að útskýra svo margt.
Í samfélagi við menn þá geta hundar vitað að þeir gerðu eitthvað sem við sögðum að þeir mættu ekki gera; hvort að þau viðbrögð eru tengd skömm og slæmri samvisku efast ég um. Ég er samt sammála því að í dýrum finnum við margt gott og ég auðvitað trúi því að skaparinn setti þetta góða í þau.
Ehh... nei.
Þetta er aðalega gagnrýni á þróunarsinna sem afsaka nauðganir vegna þeirra trúar að þróunarkenningin er sönn. Ég reyna að útskýra þessa hluti út frá sjónarhóli sköpunar, þó ég var ekki að reyna að útskýra það í þessari færslu.
Sigurgeir, gaman að heyra :)
Mofi, 6.2.2009 kl. 10:49
Geturðu rökstutt þessa fullyrðingu þína með rökum og gögnum?
Mofi, 6.2.2009 kl. 10:50
Þar sem þú skilur ekki þróunarkenninguna, og þetta hefur margkomið fram, þá er þetta 'moopoint'.
sth (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:38
Með gögnum.. ??? halló þú átt að vita þetta maður..
Hey.. þetta er nákvæmlega eins og þú :)
http://www.youtube.com/watch?v=rh3f5KfXXOo
DoctorE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:46
Hvað var það aftur sem Guð gerði við Maríu mey ?
Odie, 6.2.2009 kl. 14:43
Eða dætur Lots við föður sinn?
Páll Jónsson, 6.2.2009 kl. 15:21
DoctorE, engin gögn sem sagt :)
Ekki hugmynd; við getum látið konur eignast börn án kynmaka og ég efast ekki um að Guð getur eitthvað svipað.
Páll, já, Biblían er ekki að fela þetta þótt þessi atburður var mjög skammarlegur. Gott dæmi um heiðarleika Biblíunnar.
Mofi, 6.2.2009 kl. 17:07
Odie
Hvað var það aftur sem Guð gerði við Maríu mey ?
Mofi:
Ekki hugmynd; við getum látið konur eignast börn án kynmaka og ég efast ekki um að Guð getur eitthvað svipað.
Til hvers var hann að eignast barn með henni. Var hún ekki gift og allt ?
Þessi kona þekkti þennan mann ekkert sem beitir hana aflsmunar til að ná vilja sínum framgengt. Hvað myndu flestir kalla það ?
Odie, 6.2.2009 kl. 20:06
Hvers vegna er það þá, að því trúaðra sem fólk er, þeim mun ver gengur samfélaginu þeirra?
Hvernig gengur annars í þeim löndum sem hefur hvað heittrúaðasta fólkið? Sem vill endilega fara eftir lögum guðsins síns í einu og öllu? Ég er nokkuð viss um að þetta sama fólk væri hjartanlega sammála þessari grein þinni.
Norðurlöndin eru sá hluti heimsins með "minnsta" trú (litla kirkjusókn, margir sem viðurkenna trúleysi o.s.frv.). Þau eru líka einn farsælasti heimshlutinn. Hvernig stendur á því?
Hér er annars ágætt myndband fyrir þig um siðferði frá Thunderf00t
Ég tel að siðferðiskennd sé lærð hegðun, einfaldlega vegna þess að maðurinn er félagsvera. Til þess að hópurinn geti dafnað, verða meðlimir hans að kunna að haga sér og vinna vel saman. Það sem þessi Thornhill, Pinker og Gaylord (GAYLORD! Bwahahaha ) eru að segja finnst mér ekki algerlega rétt, og alls ekki nein "afsökun" fyrir nauðgunum.
P.S. Staðhæfði Darwin: "Í þessum kafla mun ég sýna fram á að það er enginn grundvallarmunur á andlegum "faculties" (hæfileikum?) milli manna og annarra dýra." ? Ég las svo kaflann og það var rétt staðhæfing. Hann skrifaði hann nákvæmlega til að sýna fram á þetta. Ef hann hefði t.d. skrifað um skúffukökur hefði þessi staðhæfing hans verið röng....
Rebekka, 6.2.2009 kl. 20:18
Mofi: Ég er ekki mikill andstæðingur biblíunnar eins og t.d. Alan Dershowits túlkar hana, þ.e. Guð er ekki alvitur og þarf að læra af reynslunni (sem sýnir sig sterkt í gegnum bókina) en ef menn halda því fram alvitrum/almáttugum/algóðum Guði þá lenda menn fljótt í mótsögnum.
Páll Jónsson, 7.2.2009 kl. 02:51
Auka "því" þarna... einhvern veginn fer málfarið alltaf í rugl þegar maður póstar blogg. Ég veit ekki hvernig bloggið mitt liti eiginlega út ef ég gæti ekki endurskrifað það!
Páll Jónsson, 7.2.2009 kl. 02:53
Heyrðu mig nú, Mofi. Heldurðu virkilega að Guð sé enn á lífi? Hann er trúlega löngu búinn að fyrirfara sér og allir hans aðstoðarmenn.
Hann hefur án efa aldrei náð sér eftir að hafa brotið eitt af sínum boðorðum er hann barnaði Maríu litlu, nýtrúlofaða smiðnum Jósef, eignaðist með henni alveg einstakan son sem hann fórnaði svo á staurdrumbi í steikjandi sólarhita um hábjartan daginn til þess eins að búa til einhverja galdraformúlu um hverjir komast til Hans og hverjir fara til Helvítis.
Auðvitað hefur Guð kálað sér í kjölfar svona klúðurs. Engin spurning.
Sigurður Rósant, 7.2.2009 kl. 12:03
Dissaðu þessa síðu með rökum mofi
http://blog.wired.com/wiredscience/2008/12/evolutionexampl.html
DoctorE (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:58
Nú er deginum ljósara hverjir eru í raun hættulegir samfélaginu . Ekki koma þeir úr röðum sköpunarsinna sýnist mér .
conwoy (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 15:45
conwoy: Því að Richard Dawkins er svo líklegur til að fljúga flugvél á háhýsi?
Páll Jónsson, 7.2.2009 kl. 18:37
Odie, þetta fór allt eins og áformað var svo...
Það er kannski eitthvað tengt því að þau koma úr farvegi kristinna mótmælenda? Hræddur um að trúleysis sem er að tröllríða þessum löndum í dag muni leika þau illa.
Þetta er alveg magnað... en þarna sjáum ákveðna trú koma fram í hræðilegum verkum. Það aftur á móti er ekki hin kristna trú. Annað sjónarhorn á hvað var í gangi þarna, sjá: http://www.tangle.com/view_video.php?viewkey=f54d933a000b1612c876
Aðeins dæmi um hvað virtir vísindamenn geta notað ákveðna heimsýn til að komast að mjög ógnvænlegum niðurstöðum. Svo þú vitir aðeins hver Gaylord var :) http://en.wikipedia.org/wiki/George_Gaylord_Simpson
Biblían talar ekki um almáttugan í þeim skilningi að Guð getur gert allt. Það má segja að það sé óheppileg þýðing sem við sjáum í Biblíunni. Við sjáum t.d. að Biblían segir að Guð getur ekki logið og Guð getur ekki syndgað. Með þannig hugmyndafræði þá má segja að við getum meira en Guð sem er auðvitað rökleysa. Betra væri að tala um að Guð er máttugastur og getur framkvæmt það sem Hann vill en Hann mun aldrei brjóta gegn sínu eðli.
Algóður gæti gengið upp en það er auðvitað mats atriði hvers og eins eða hvernig hann skilur orðið "algóður". Í Biblíunni þá leyfir Guð illskunni að halda áfram og vaxa; í augum sumra þá er það ekki að vera algóður.
Mín er ánægjan :)
Mofi, 8.2.2009 kl. 15:32
Þú ert sannarlega duglegur við að skemmta þessum bloggurum sem svara þér Mofi en ég held að þú sért svolítið að sóa tíma þínum. Ég held að það sé erfitt að halda uppi trúboði á bloggsíðum. Við erum að ganga inn í þá tíma sem guðhræddir menn verða hæddir á ýmsan máta. Blygðunarlausar skoðanir gegn Guði hinum almátíka. Verði hver sem vill. Biblían er opin öllum til lestrar og ekki þarf verja hana. Hún er Orð Guðs til mannanna. Ekki muni allir vilja þekkja hana sem slíka en ekki mundi ég nenna að kasta perlum fyrir svín. Drottinn dó á krossinum og hefur sigrað að eilífu. Ekki þarf því að reyna að sigra samræður þegar sigurinn eru þegar unnin.
með kv.
Hörður Finnbogason, 8.2.2009 kl. 21:11
Mofi
Odie, þetta fór allt eins og áformað var svo...
... Svo það er í lagi þegar tilgangurinn helgar meðalið.
Þetta myndi ég kalla frekar ógeðslegan hugunarhátt.
Odie, 8.2.2009 kl. 22:55
Hörður, mér finnst gaman að spjalla um þessa hluti og mér finndist leitt ef mín sjónarmið heyrðust ekki í almennri umræðu. Eins og er þá er enginn annar sem sinnir þessu og þar sem ég hef hvort sem er gaman af þessu þá lyggur þetta svo sem beint við.
Odie, ef meðalið er ekkert slæmt þá sé ég ekkert að. María var ekki gift og við erum ekki að tala um nein kynmök hérna.
Mofi, 8.2.2009 kl. 23:19
Mofi
Odie, ef meðalið er ekkert slæmt þá sé ég ekkert að. María var ekki gift og við erum ekki að tala um nein kynmök hérna.
Þannig að ef einhver barnar konu á kynmaka þá er það í lagi !
Skrítið siðferði það.
Odie, 9.2.2009 kl. 00:31
Odie, við erum að tala um Guð og allt sem Guð gerir er samkvæmt skilgreiningu gott því Hann ákveður hvað er gott en ekki við.
Mofi, 9.2.2009 kl. 09:43
Mofi
Odie, við erum að tala um Guð og allt sem Guð gerir er samkvæmt skilgreiningu gott því Hann ákveður hvað er gott en ekki við.
Hvernig er hægt að svara svona bulli.
En því miður ertu að segja að allt sem gert er hér á jörð sé gott því að samkvæmt þessari sömu skilgreiningu erum við öll guðs börn og því er allt gott og rétt sem við framkvæmum. Enda erum við sköpuð í guðs mynd. Þannig að allar nauðgandi og glæpir eru fyrirfram skipulagðir. Enda bara hluti að hinu góða sköpunarverki ekki satt.
Odie, 9.2.2009 kl. 10:10
Eg lit framhja athugasemdunum en getur tad verid ad karlmenn hafi aldrei nad ad troast, er tad adeins hlutverk okkar kvenna?
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 9.2.2009 kl. 11:38
Odie, við erum öll Guðs börn að því leiti að Guð skapaði okkur en við höfum frjálst val til að gera vond verk eða góð verk. Biblían talar um að þeir sem velja að gera vond verk og iðrast ekki tilheyra ekki Guði.
Tara, well... :) ef þróun er málið þá sagði Darwin að konur hefðu lítið sem ekkert þróast. Ef sköpun er málið þá má færa fyrir því rök að Guð vandaði sig betur í seinna skiptið og... ég er ekki frá því að það passi bara mjög vel við það sem ég sé í kringum mig :)
Mofi, 9.2.2009 kl. 11:46
Mofi
Odie, við erum öll Guðs börn að því leiti að Guð skapaði okkur en við höfum frjálst val til að gera vond verk eða góð verk. Biblían talar um að þeir sem velja að gera vond verk og iðrast ekki tilheyra ekki Guði.
Er þetta ekki komið dálítið frá umræðuefninu. En Það var um nauðganir og hvers vegna guð ákvað að barna konu sem var í sambúð með öðrum manni. En hér er hann að brjóta á rétti konunar að eignast barn með þeim manni sem hún velur. Því virðist guð ekki iðrast að hafa gert og tilheyrir því ekki mannkyni.
Odie, 9.2.2009 kl. 13:35
Tu aettir nu ad muna ad Darwin er ekki ad ollu leyti minn madur Mofi og ju hvort sem vid heimfaerum tad a skopun Guds eda troun Darwins er eg svo innilega sammala ter nuna :) Ad visu skapadi Gud samkvaemt Bibliunni og ter audvitad, bara umbudirnar, er tad ekki annars taran i vigt? Svo stutfylltum vid taer af frjalsum vilja ef eg man rett hver med sinu viti :)
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 9.2.2009 kl. 15:17
Odie, hún kvartaði ekki heldur þakkaði heiðurinn.
Tara, góð spurning... kannski stútfullar af valmöguleikum og frjálsum vilja til að hafna því sem Hann skilgreindi sem gott. Eitthvað í þá veruna, kannski eitthvað sem við getum ekki vitað til hlýtar.
Mofi, 9.2.2009 kl. 15:38
Ja eins og eg segi frjals vilji og hver med sinu viti.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 9.2.2009 kl. 15:48
Mofi
Odie, hún kvartaði ekki heldur þakkaði heiðurinn.
Ertu að reyna segja mér að konur eigi að þakka fyrir að vera nauðgað ?
Að það sé heiður ?
Það er bara sick!
Ég er bara hættur að sjá muninn á þessum guði þínum og þeim sem þú hneykslast á í grein þinni.
Odie, 9.2.2009 kl. 16:00
Odie, þú sérð nauðgun hérna en ég sé hana ekki. Sé bara einhverja kjánalega út úr snúninga.
Mofi, 9.2.2009 kl. 16:07
Mofi
Odie, þú sérð nauðgun hérna en ég sé hana ekki. Sé bara einhverja kjánalega út úr snúninga.
Ef þú skoðar þennan atburð aðeins betur og skiptir út guð og setur nafn af einhverjum öðrum. Þá hljómar sagan dálítið öðruvísi ekki satt. Þá sáum við mann sem misnotar konu til að koma erfðaefni sínu áfram til komandi kynslóða. Hér er akkúrat vandamálið. Sumum finnst í lagi að misnota fólk ef tilgangurinn helgar meðalið.Odie, 10.2.2009 kl. 09:11
Odie, vill svo til að ég geri mun á milli Guðs og manna.
Mofi, 10.2.2009 kl. 10:17
Mofi
Odie, vill svo til að ég geri mun á milli Guðs og manna.
Akkúrat. Í þessu fellst klofið siðferði. Það sem einum leyfist er öðum hent til helvítis fyrir.Odie, 10.2.2009 kl. 11:40
Odie, Guð setur reglurnar svo... síðan þetta með Maríu mætti frekar líkja við það þegar læknar koma fróguðu eggi fyrir í konu en ekki kynmök og hvað þá nauðgun.
Mofi, 10.2.2009 kl. 12:07
Mofi
Odie, Guð setur reglurnar svo... síðan þetta með Maríu mætti frekar líkja við það þegar læknar koma fróguðu eggi fyrir í konu en ekki kynmök og hvað þá nauðgun.
Eins og oft vill verða þá fara svona umræður í hring og bendi ég þér á athugasemd númer 26.
En það er ljóst að ef konan á ekki val þá er verið að misnota hana. Góður ásetningur gerir atburðinn ekki fallegan.
Odie, 10.2.2009 kl. 12:19
Hvað ertu að tala um? Það er enginn að afsaka nauðganir, það er verið að útskýra hvers vegna menn nauðga. Segja þessir vísindamenn einhvers staðar: "Þar sem nauðganir má útskýra með þróunarfræðilegum hætti, er allt í lagi að nauðga." Alveg örugglega ekki. Hvers vegna ákveður þú þá að lesa þetta úr rannsókninni? Ef að þú finnur biblíulega útskýringu á nauðgun (t.d. djöfullinn ginnir fólk), ertu þá að réttlæta nauðganir?
Þú ert örugglega einn af okkur hinum, þú gleymir líka stundum að hugsa rökrétt. :)
Zaraþústra, 18.2.2009 kl. 10:07
Ég er alveg 100% viss að Guð var ekki að brjóta á Maríu; sérðu það virkilega fyrir þér, að þegar María hittir Guð að þá kvarti hún yfir þeim heiðri sem henni var sýndur?
Í fyrsta lagi þá sagði ég þetta ekki heldur þýddi frá grein sem ég vísaði í. Í öðru lagi þá ef einhver segir að genin okkar geti hvatt til þess að menn nauðga þá hljómar það í mínum eyrum eins og afsökun. Alls ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin um þróun mannsins hefur leitt menn að þeirri niðurstöðu að þeir hafa ekki alvöru val heldur er aðeins stjórnað af þeirra genum. Tökum t.d. þennan prófessor hérna sem trúir ekki á frjálsan vilja,sjá: Rökræður um trú á Guð og þróunarkenninguna og siðferði
Það hefur aðeins einu sinni komið fyrir og það voru engin vitni! ok ok, það gæti hafa komið fyrir aðeins oftar en það :)
Mofi, 18.2.2009 kl. 16:27
Mofi
Ég er alveg 100% viss að Guð var ekki að brjóta á Maríu; sérðu það virkilega fyrir þér, að þegar María hittir Guð að þá kvarti hún yfir þeim heiðri sem henni var sýndur?
Að sjálfsögðu. Af hverju ætti hún að vilja eignast barn með öðrum en þeim sem hún hefur valið sér sem maka ? Hér getur guð ekki einu sinni farið eftir sínum eigin boðorðum. En þar segir "Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns"
Odie, 19.2.2009 kl. 09:23
Ég sá engar gæsalappir utan um textann svo ég taldi þetta vera þín orð, afsakið. Gildir einu svo sem, þú virðist túlka þetta með sama hætti. Annars get ég ekki séð þetta sem afsökun fyrir glæpsamlegri hegðun. Vísindamenn reyna með sama hætti að útskýra áhættusækni og ofbeldi, en það er ekki þar með sagt að þeir álíti slíka hegðun æskilega.
Tökum sem dæmi fræga tilraun sem kennd er við Milgram. Takmarkið með henni er ekki að réttlæta blinda hlýðni heldur að skilja hana. Þegar við höfum skilið hvers vegna fólk hegðar sér með ákveðnum hætti má reyna að finna leiðir til þess að ýta undir æskilega hegðun og draga úr óæskilegri. Því meira sem við vitum um glæpsamlega hegðun eins og nauðgun, því auðveldara ætti okkur að reynast að fyrirbyggja hana.
Tökum sem dæmi barnaníðinga sem þú nefnir. Rannsóknir benda til þess að stór hluti barnaníðinga hefur orðið fyrir misnotkun í æsku. Nýlega var til dæmis í fréttum mál barnaníðings sem misnotaði rétt nýfædda dóttur sína, sá maður var misnotaður af stjúpföður sínum sem átti við áfengisvandamál að stríða. Hvað segir þetta okkur? Þetta þýðir að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta, á ýmsum stigum málsins raunar ef út í það er farið. En taktu eftir að þótt við reynum að skilja hvers vegna þessi maður framdi þetta ódæði, þá erum við ekki að réttlæta það. Það er mikill munur á þessu tvennu og ekkert rökrétt við að álykta sem svo að menn sem reyna að skilja glæpsamlega hegðun séu að réttlæta hana.
Zaraþústra, 20.2.2009 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.