26.1.2009 | 11:25
Verið að höggva niður tré lífsins sem Darwin skáldaði upp
Tvær fróðlegar greinar birtust nýlega þar sem nokkrir vísindamenn gagnrýna tré lífins sem Darwin teiknaði í "Uppruni tegundanna". Þetta var eina teikningin í bókinni og hefur orðið nokkurs konar táknmynd fyrir þróunarkenninguna en núna eru þó nokkrir vísindamenn sem vilja það burt; segja það villandi þegar kemur að því að skilja hvernig hinar mismunandi tegundir dýra eru skyldar.
Hérna eru greinarnar tvær: Charles Darwin's tree of life is 'wrong and misleading', claim scientists , Why Darwin was wrong about the tree of life
Greinarnar innihéldu nokkrar skemmtilegar tilvitnanir eins og t.d. þessa hérna:
Dr. John Dupre
If there is a tree of life its a small irregular structure growing out of the web of life.Dr Eric Bapteste
For a long time the holy grail was to build a tree of life. We have no evidence at all that the tree of life is a reality
Þetta eru allt vísindamenn sem aðhyllast Þróunarkenninguna svo það er ekki eins og þeir eru að hafna henni; þeir telja aðeins að þetta tré lífsins gefur ranga mynd af stöðunni og þeir vilja aðra táknmynd sem gefi betri mynd af raunveruleikanum. Samt fyrir mig þá er þetta aðeins staðfesting á því hve Þróunarkenningin passar illa við raunveruleikann.
Fyrir þá sem hafa enga löngun til þess að þessi kenning Darwins sé sönn þá er bara gaman að sjá hana hrynja smá saman; ekki að hún hafði einhvern tíman einhvern trúverðugleika, menn aðeins völdu að trúa henni af því að þeim langði til þess. Menn ættu að taka öll svona fagnandi, góðu fréttirnar sem Guðspjöllin segja frá eru sannar og dauðinn hefur verið sigraður og eilíft líf í boði fyrir hvern þann sem iðrast og vill þyggja þá gjöf. Aðrir geta haldið áfram að rembast við að trúa þessu, þrátt fyrir að það boði aðeins dauða og tortýmingu fyrir þá sjálfa og alla þá sem þeim þykir vænt um.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Trúmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko mofi... ólíkt þér sem tekur eina bók bókstaflega... þá taka vísindamenn ekkert bókstaflega... allir gera mistök, enginn er laus við slíkt.
Ef þú hefðir eitthvað smá hyggjuvit þá myndir þú afneita öllu í biblíu.. eða ~99%.
Darwin er ekki guð... það er ekkert til sem heitir guð... og svona þér að segja þá hefur þróunarkenning aldrei staðið á traustari fótum
Get over it
DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 11:32
More on da issue
http://sandwalk.blogspot.com/2009/01/darwin-was-wrong.html
Get over it Mofi... hentu nú biblíunni gamli
DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 11:38
Ef þetta er það traustasta sem þessi kenning hefur staðið þá ætti hún að vera olltin um koll áður en dagurinn er búinn. Ég held samt að staðan er þannig að örvæntingafullir einstaklingar ríghalda í hana því þeir eru hræddir við tilhugsunina að Guð sé til. Ef þeir iðrast ekki og setja traust sitt á Krist þá sannarlega hafa þeir ástæðu til að vera hræddir.
Mofi, 26.1.2009 kl. 11:53
Mofi minn... lestu nú biblíu með sömu gagnrýni og vísindi... heldur þú að þú getir það?
Show me some effort or look silly
DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:23
Ég reyni að gera það en þú vonandi veist að vísindi er ekki hið sama og guðleysi og Þróunarkenningin? Hvernig væri að sýna mér það sem þér finnst vera mest sannfærandi gögn eða rök fyrir Þróunarkenningunni? Ætti að vera kominn tími til, finnst þér það ekki?
Mofi, 26.1.2009 kl. 12:49
Vísindi hafa ekkert með trú að gera rétt eins og trú hefur ekkert með vísindi að gera.
Þetta eru andstæðir pólar... svona eins og gáfur vs heimska
DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:10
DoctorE, þetta er algjörri andstöðu við þá sögu þekkingu sem við höfum, þá þekkingu sem við höfum á þeim mönnum sem voru á bakvið vísinda byltinguna. Verk manna er ávalt í samræmi við trú þeirra, hvort sem þeir eru vísindamenn, guðleysingjar eða kristnir.
Mofi, 26.1.2009 kl. 15:29
Ókey, heimurinn er að hrynja strákar. Maður les blöðin með öndina í hálsinum, kreppan á Íslandi heitir núna gjaldeyris-banka-óðaverðbólgu-stjórnar-kreppa og lengir í orðinu á hverjum degi...
Þá er gott að leita að smá hugarró á bloginu hans Mófa. Eitthvað tré sem ég vissi ekki að væri til er ekki til. Fjúkket maður.
Mama G, 26.1.2009 kl. 15:41
Haha já einmitt. Af því að tré Darwins er rangt þá eru guðspjöllin alsönn... Vá, þetta liggur í augum uppi!
sth (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 16:08
Mama G, sem betur fer :)
sth, nei en þetta er hluti af umræðunni. Eins og Dawkins hefur marg oft bent á þá var kenning Darwins aðal þátturinn í því að hann missti trúnni og varð guðleysingi.
Mofi, 26.1.2009 kl. 16:44
Hvað þarf að segja þér það oft Mofi, að Darwin og upprunaleg kenning hans fyrir 150 árum er EKKI það sama og þróunarkenning nútímans?
Þetta bull þitt er svona svipað og að gagnrýna kenninguna um þyngdarafl á þeim forsendum að Newton gat ekki smíðað flugvélar
kristmann (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:27
Þú last ekki greinarnar er það nokkuð?
Þær eru annars mjög góðar. En þær eru frekar að styðja við þróunarkenninguna heldur en aðrar kenningar sem þú aðhyllist.
Við þekkjum ferla sem sem geta valdið því að gen flytjast á milli óskyldra tegunda (bakteríur "éta" DNA, veirur). Síðan þekkjum við feril sem valda því að genið helst í stofninum (náttúrulegt val).
Ég hvet annars alla sem hafa áhuga á þessu efni til að lesa þessar greinar.
Jóhannes (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:11
Evolution in action...
http://www.sciencedaily.com/releases/2009/01/090121123041.htm
DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:26
Horfðu vel á hvað vísindin gera Mofi! Þarna er fólk í raun að viðurkenna að það hafi ekki náð einhverju rétt og er núna að reyna að lagfæra kenninguna og færa nær raunveruleikanum (eftir því sem hann hefur komið í ljós gegnum rannsóknir og tilraunir.
Hvenær fáum við að sjá svona endurskoðun á trúnni og mörgum af þeim skoðunum á heiminum sem fólk myndar sér út frá hinu ósýnilega?
Ég bíð með öndina í hálsinum eftir að Ken Ham segi: "já heyrðu, þetta getur bara ekki staðist að alheimurinn sé bara 6000 ára gamall, Bíblían hefur ekki rétt fyrir sér hvað þetta varðar. Við skulum laga þetta!"
En nei, margir ríghalda í 2000 ára gömlu bókina sína og dirfast jafnvel að kalla hana trausta vísindalega heimild. HAH!
Rebekka, 27.1.2009 kl. 07:09
Mofi sér þetta ekki. Hann lítur svo á að vísindi verða að vera óskeikul á sama hátt og hann telur að biblían sé óskeikul. Hann heldur að Uppruni tegundanna eftir Darwin sé biblía okkar og að hún eigi að vera óskeikul. Að öðrum kosti sé þróunarkenningin röng og hans túlkun á biblíunni rétt.
Annars eru þessar greinar fróðlegar og renna sterkari stoðum undir þróunarkenninguna. Það er auðskiljanlegt hverjum þeim sem les greinarnar.
Ragnar (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:38
Jú, miðað við það sem þú segir hérna þá virðist þú ekki hafa lesið það sem ég skrifaði... Auðvitað styðja þær þróunarkenninguna sjálfa, en eins og ég benti á þá eru þær að taka niður eitt af því sem hefur verið eins og táknmynd fyrir þróunarkenninguna, þ.e.a.s. tré lífsins.
Ekkert þarna sem styður þróunarkenninguna, það er enginn ágreiningur um að dýr aðlagast breyttum aðstæðum
Ef þú skoðar kirkju söguna þá er nokkuð augljóst að menn hafa verið að breyta um skoðun varðandi mjög marga hluti. Sérstaklega verður þetta ljóst í mótmælenda hreyfingunni, Lúther kom t.d. með þann skilning að menn frelast ekki fyrir verk heldur fyrir náð, baptistar öðluðust skilning á mikilvægi skírnarinnar og Aðvent kirkjan öðlaðist skilning á hvað helvíti væri og mikilvægi þess að halda öll boðorðin, líka hvíldardags boðorðið. Hvað breytist í framtíðinni en vonandi mun okkar skilningur halda áfram að... þróast :)
Af því að hún reynist alltaf rétt. Aðal gagnrýnin virðist alltaf snúast um aldur, eitthvað sem enginn getur vitað fyrir víst.
Mofi, 27.1.2009 kl. 11:19
Ragnar (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:48
Lestu greinina Mofi... hefur þú sérþekkingu til þess að dæma hvað er þróun og hvað ekki.... með biblíu í hönd :) hahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:35
Það sem vitum fyrir víst er að við getum ekki vitað svona aldur, þú verður að gera margar ályktanir því þú varst ekki þarna. Efast um að þú eini sinni þekkir þau rök sem eru til fyrir þessu, þótt að mín persónulega skoðun er að ég bara veit þetta ekki og hef þar af leiðandi ekki sterka skoðun á aldrei alheims eða jarðar.
Eins og vanalega hefur þú bara móðganir fram að færa Dokksi, frekar sorglegt að horfa upp á þetta.
Mofi, 27.1.2009 kl. 15:24
Jú ég þekki þau mjög vel og hef skoðað þau nokkuð ítarlega.
Ef ég samþykki þessi rök (þau eru ekki mörg) án gagnrýni (þau eru mjög viðkvæm fyrir þeim þar sem þau eru oft mótsagnakennd og taka bara á sértilvikum en líta framhjá heildarmyndinni) þá bendir það til risastórs samsæris flest allra vísindamanna af öllum trúarbrögðum um allan heim í öllum þeim vísindagreinum sem snerta á aldri jarðar, beint og óbeint. Tilgangurinn með þessu samsæri virðist vera að grafa undan Biblíunni. Hinn möguleikinn er auðvitað sá að flest allir vísindamenn í heiminum séu gjörsamlega vanhæfir til þeirra verka sem þeir hafa gert að ævistarfi sínu.
Ragnar (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 15:42
Af því hún reynist alltaf rétt.... ok, eigum við að fara að ræða aftur um Nóaflóðið? Er ég gerð úr RIFBEINI?
Reynist Biblían ÖLL alltaf rétt, eða bara valdir kaflar úr henni? Að auki þykir mér það full margar skiptar skoðanir á einum almáttugum og alvitrum Guði sem hefur alltaf rétt fyrir sér, þegar fylgjendur hans skipta sér niður í tugþúsundir mismunandi safnaða. Hví er svona erfitt að vera sammála um bók sem reynist alltaf hafa rétt fyrir sér? Maður spyr sig...
Rebekka, 27.1.2009 kl. 15:56
Gefðu mér dæmi um rök fyrir ungum alheimi.
Ég hef alltaf gaman af Nóaflóðinu þó að mig vantar að skrifa almennilega um það. Þú finnur DNA í rifbeini og rifbein ef tekin eru rétt, þá geta þau vaxið aftur. Við erum örugglega ekki langt frá því að geta búið til einstakling út frá því sem við finnum í rifbeini.
Nokkrar ástæður tel ég fyrir því, hérna eru nokkrar:
Mofi, 27.1.2009 kl. 18:45
http://www.answersingenesis.org/docs/4005.asp
Þarna eru færð einhver rök fyrir ungum alheimi? Öll þeirra eru veik og auðveldlega hægt að færa gagnrök fyrir.
Annars eru rök ein og sér aldrei nóg. Það verður líka að vera eitthvað áþreifanlegt. Hvers vegna eru t.d. ekki til neinar aldursgreiningaraðferðir sem benda til ungrar jarðar eða lífs?
Ragnar (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:14
Ég myndi mæla þessu hérna þegar kemur að aldri alheimsins, sjá: http://www.nwcreation.net/videos/starlight_and_time.html
Endilega sýndu mér dæmi um auðveld gagnrök.
Varðandi aldursgreiningar og unga jörð, sjá: http://www.nwcreation.net/videos/AstoundingEvidenceforYoungEarth.html
Mofi, 28.1.2009 kl. 13:07
Ég var einmitt að spá í að koma með nákvæmelga þennan sama link. Þekki þetta ágætlega líka. Þetta er sami gaur á bakvið Starlight and Time og það sem ég benti á (Russel Humphreys). Mér fanst það ekki skipta máli. Bæði eru jafn veik.
Ekkert mál. Tökum nokkrar fullyrðingar (hef þær skáletraðar).
Of fáar leifar af sprengistjörnum. Þetta mælir gegn því.
Ekki nógu mikill framburður eðju á sjávarbotni. Þarna hefur gleymst að taka með veðrun/svörfun og jarðskorpuhreyfingar með í dæmið.
Ekki nógu mikið salt í sjónum. Þarna eru mörgum prósessum sem minnka saltmagninu í sjónum sleppt eins og í breytingum á basalti, salt sem eyðist við myndun kísilleirs ásamt fjöldamörgum öðrum prósessum sem safnast þegar saman kemur.
Mitochondrial Eve er bara 6000 ára. Ekki rétt. Hún er ekki yngri en 120.000 ára.
Mjúkvefir og blóðfrumur úr risaeðlum gera sérfræðinga furðu lostna. Ekki skv New York Times.
Saga mannkyns er of stutt. Þessi er 40.000 ára. Þetta passar vel við DNA ummerki sem benda til að frumbyggjar Ástralíu hafi komið þangað frá Asíu fyrir 40-70.000 árum. Og þetta handrit á Sanskrít minnist á vatn í Kasmir sem passar saman við jarðfræði ummerki að það hafi verið vatn þarna fyrir 40.000 árum.
Þetta er nú bara sýnishorn og óþarfi að fara meira út í þetta.
Þetta kemur inn á það sama og ég tók fyrir hérna fyrir ofan. Óþarfi að sýna mér fullt af linkum sem tala um sama hlutinn.
Ragnar (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:20
http://www.youtube.com/watch?v=-h9XntsSEro
Ragnar (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 10:41
HAHAHA Mofi þú ert svona dæmigert eintak sem er svo blindur á veruleikan að það er ekki fyndið, ekkert illa meint!! Reyndu bara að opna augun og hættu að eyða tíma í þessa vitleysu sem þú stundar.
Biblían er rusl, og þróunnarkenningin með öllum þeim sönnunum sem hafa komið fram síðustu 150 ár frá útgáfu bókarinnar "Orgin of Spices" er rétt!
Og ég ættla rétt að vona að við höldum áfram að bæta við hana og leiðrétta(kenninguna(sem er í raun ekki kenning heldur staðreind)) því það segir okkur að við séum að gera rétta hluti.
Hluti af því að vera gáfaður er að viðurkenna mistök og rangar skoðanir og taka upp nýjar..... þetta er eitthvað sem þú ættir að læra Mofi! :D
Er þyngdarafl og öll önnur vísindi líka rugl í þínum huga? Eða er það bara þau vísindi sem ekki passa við Smábarnabókina þína sem þú aðhillist svona mikið? (biblían)
Ketill (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.