Lifi byltingin?

Byltingar valda straumhvörfum í samfélaginu en þær eru vanalegar mjög sársaukafullar.  Þær sem við þekkjum úr mannkynssögunni kostuðu líf svo spurning hvort að sú bylting sem vofir yfir okkar samfélagi þarf að kosta svo mikið.  Ég sannarlega vona ekki og vona að stjórnvöld sýni smá manndóm og boði til kosninga.  Það sem almenningur er aðallega að mótmæla er að fólkið sem ber ábyrgðina á þessu rugli er enn við völd. 

Kannski endar þetta á þessa leið?  

 

rev

Fékk þessa mynd í pósti og veit ekki hver er listamaðurinn en vona að það sé í lagi að nota hana
mbl.is Mótmælt við þinghúsið á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flott mynd, vonandi þarf ekki að koma til þessa og fyrr muni skynsemin ná yfirhöndinni. (Það má alltaf vona.)

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Ár & síð

Fínt að sjá trommuleikara á myndinni, verra að sjá öll þessi vopn. Penninn/lyklaborðið og raddböndin eiga að duga hugsandi fólki sem vopn.
Matthías

Ár & síð, 21.1.2009 kl. 16:27

3 identicon

Já ég er sammála. Ef efnt væri til kosninga myndi það stórbæta álit á ríkisstjórninni, og ætti að gera það ef meirihluti fólksins vill það. Ef maður hugsar út í það, ef það er ekki ástæða til að halda kosningar núna, hvenær þá?  Og hvað mikið af áföllum þyrfti þjóð að ganga í gegnum til að það sé nógu góð ástæða fyrir kosningar?

Karl Jóhann (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:52

4 Smámynd: Mofi

Vonandi þá áttar þessi óstjórn sig á því að það er búið að missa boltann. Ef menn vilja meiri og meiri mótmæli þangað til næstu kosninga þá svo sem er um að gera að gera ekki neitt en ef menn vilja enda mótmælin þá á kjósa sem fyrst. Það er engin hætta á einhverri fljótfærni, það er búið að hafa okkur að fíflum og eina leiðin til að bæta úr því er að sýna að við látum ekki stjórnvöld komast upp með svona.  Útlendingar horfa á þetta sem skrípaleik, Davíð bara velur að verða seðlabankastjóri og útlendingar réttilega álykta að hérna er bara bananalíðveldi og við engu betri en ótýndir þjófar.  Mér finnst vera nóg komið.

Mofi, 21.1.2009 kl. 18:26

5 identicon

Ég ætla bara að láta það flakka, ég nenni ekki að ræða það núna.

Dóra, þú ert fífl. 

sth (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:30

6 Smámynd: Mofi

Sammála Andrési, þau brugðust að koma í veg fyrir hrun og hafa ekki sýnt að hún ráði við það ástand sem skapaðist eftir hrun.  Það sem kæmi út úr kosningum væri að mótmæli myndu hætta og að erlendir aðilar myndu sjá að þjóðin lætur ekki svona spillingu og mistök í starfi viðgangast.

Mofi, 22.1.2009 kl. 09:55

7 identicon

Geir & Solla vilja rústa meira, þeim er sama um mig og þig, þau hugsa bara um að ráða og rústa.
BTW JVJ kallar eftir að lögreglan vopnbúist gegn almenning... JVJ elskar að liggja undir einræði alveg eins og kaþólksa kirkjan

DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband