Setti hann heilt land á hausinn?

Það væri gaman að vita hvort að forseti Íslands hefur svona vald. Ef einhver veit það þá væri gaman að heyra í honum. Það er auðvitað ekki hægt að segja að einhver einn ráðherra ber ábyrgð á því að Ísland fór á hausinn en þegar allt fer í steik þá eru það þeir sem áttu að stjórna, þeir sem bera ábyrgð. Þessi fjármálaráðherra Suður Kóreu bar örugglega ekki ábyrgð á jafn miklum hörmungum og þeir ráðamenn sem sitja núna við völd svo af hverju fá þeir ekki uppsagnarbréf eins og þessi maður?

Umheimurinn hefur misst allt álit á okkar litla landi og eins og er þá erum við ekki að gera neitt til að laga þetta bagarlega ástand. Við leyfum þeim sem settu okkur á hausinn að halda áfram að fá lán ofan á lán til að gera Guð má vita hvað; kæmi mér ekki á óvart ef það væri til að kaupa gröfu til að grafa okkur algjörlega niður í skítinn.

Þessir mótmælafundir eru svo sem fínir en ég er ekki að sjá að þeir eru að gera það að verkum að það verða kosningar.  Einhverjar hugmyndir um hvað á að gera til að knýja fram kosningar? 

Undirskriftalistar kannski? 

Ég hef lítið vit á pólitík en ég veit fyrir víst að við þurfum breytingar! 


mbl.is Ráðherra rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Last þetta eitthvað vitlaust Dóra :)   Hann rak ráðherra til að auka traust á ríkisstjórninni.

Mofi, 19.1.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: Mofi

Kannski er þá málið fyrir okkur sem viljum kosningar að búa til undirskriftarlista og afhenda forsetanum og athuga hvort hann hlustar á okkur. 

Mofi, 19.1.2009 kl. 16:56

3 identicon

Mig minnir að það sé aðeins forsætisráðherra einn sem hefur vald til að boða til alþingiskosninga

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:17

4 identicon

Nei ekki rétt hjá þér Arnar, forseti getur rofið þing við sérstakar aðstæður.

sth (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband