Hvað á maður að blogga um?

thinkingApeNúna er blogg árið að byrja og mig vantar smá hjálp við að ákveða mig hvað ég á að reyna að blogga um þetta árið.  Ef einhver vill hjálpa mér þá væri það vel þegið. Hvaða efni langar þér að heyra mína skoðun á?   Það eru nokkur atriði sem ég er að hugsa um að fjalla um á næsta ári, sem dæmi:

  • Spádómar, uppfylltir sem og óuppfylltir
  • Sköpun
    • Dæmi um hönnun í líffræðinni, jarðfræði, mannkynssagan
  • Biblíu spurningar
  • Trú Aðvent kirkjunnar
  • Spámenn og þá Ellen White
  • Heilsa og Biblían
  • Pólitík....hmmm, ég veit sem lítið um pólitík að ég mun forðast þannig efni. Eina sem ég veit fyrir víst í þeim efnum er að við þurfum að halda kosningar sem fyrst.

Væri gaman að fá hugmyndir af efni frá ykkur, hvort sem það er efni eða spurning eða eitthvað.

Kveðja,
Mofi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gætir td bloggað um hversu steiktur þess skoðanabróðir þinn er
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/775349/

It's so stupid it hurts :)

DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:27

2 Smámynd: Mofi

Ég vil nú ekki taka svona frá þér DoctorE; leyfa þér að sjá um að gera þess háttar. Væri gaman að einhverjir þróunarsinnar gætu tekið sig saman og skrifa grein þar sem þeir taka saman þau rök sem sannfærðu ykkur; þá gæti ég svarað því og hefði þannig eitthvað mjög skemmtilegt að blogga um.

Mofi, 19.1.2009 kl. 11:46

3 identicon

Ragnar (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 12:10

4 Smámynd: Mofi

Takk Dóra litla, hljómar vel og ég ætla að reyna að gera þetta sem þú stingur upp á :) 

Hinricus, held að ég ætti að geta gert það, takk :)

Mofi, 19.1.2009 kl. 12:40

5 identicon

Mofi... það er til nogu mikið af gögnum sem styðja þróun... zero gögn styðja við sköpun og eða guð.
Bara að bera sig eftir fræðslunni mofi... ekki hollt nokkrum manni að liggja sí og æ í súperkarlabók...

DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:09

6 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:10

7 Smámynd: Mofi

DoctorE, ef að það væru gögn sem styðja þróun ( ekki að þú getur sagt hver þau eru ) þá væri það ekki ástæða til að trúa ekki á Guð.  Enn annað dæmi um hve guðleysi er slæmt fyrir rökhugsun fólks.  Ég er síðan hérna að spyrja hvað fólk hefur áhuga að ég bloggi um en í staðinn fyrir að þú komir með eitthvað innlegg í það þá kemur þú bara sem sömu heilalausu möntruna.

Mofi, 19.1.2009 kl. 15:22

8 identicon

... ef að það væru gögn sem styðja þróun ... þá væri það ekki ástæða til að trúa ekki á Guð.
Bull og vitleysa. Það þarf bara að túlka örlítinn hluta úr Biblíunni aðeins öðruvísi - svona eins og flest allir aðrir gera. En þeir eru líklegast trúlausir Darwinistar í þínum huga.

Ragnar (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:25

9 Smámynd: Mofi

Ragnar, ég sagði að menn geta trúað þróunarkenningunni og líka trúað á Guð. Það að koma með gögn fyrir darwiniskri þróun er vægast sagt ekki rök á móti tilvist Guðs. Ég auðvitað er á móti því að sá sem segist trúa Biblíunni líka samþykkir darwiniska þróun; finnst það ekki rökrétt.

Mofi, 19.1.2009 kl. 15:35

10 identicon

Ég auðvitað er á móti því að sá sem segist trúa Biblíunni líka samþykkir darwiniska þróun; finnst það ekki rökrétt.
Þú telst nú seint mjög rökvís.

Ragnar (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:38

11 Smámynd: Mofi

Svakalega er erfitt að eiga í samræðum við fólk eins og þig Ragnar; ferð út fyrir efnið og virðist hafa það eina á dagskrá að vera móðgandi.  Hvernig væri að vera annars staðar og angra einhvern annan en mig?

Mofi, 19.1.2009 kl. 15:46

12 identicon

Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Ragnar (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:57

13 identicon

Taktu eftir mofi: Það eru til milljónir af steingervingum og öðrum gögnum sem segja að það sé þróun... þetta er ekki hægt að lesa í biblíu eða answers in genesis.

Netið er vinur þinn... look it up

Þú spurðir hvað þú ættir að blogga um... þú nefndir biblíu og heilsu... ég kom með hlekk um akkúrat það... svo segir þú að ég sé að tala heilalaus...
Reason is your weakest point

DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 16:19

14 Smámynd: Mofi

Ragnar, ef þú vilt vera skíthæll sem gengur um móðgandi fólk þá er það þitt val. Það er líka mitt val að hafa ekki samskipti við fólk sem hefur þannig karakter.

DoctorE,  þessa færsla fjallar ekki um steingervinga. Ef þú aftur á móti vilt að ég fjalli um steingervinga og hvernig ég get trúað á sköpun þrátt fyrir steingervinga þá er það mér sönn ánægja að gera.   Síðan gagnrýndi ég þig fyrir að koma með heilalausu möntruna þína þar sem þú gerir lítið annað en að endurtaka það að þér finnst heimskulegt að trúa á Guð. Það kann að koma þér á óvart en það er ekki efnislegt innlegg í umræðu.

Ef þú vilt að ég skoða þetta með Biblíuna og hollt fæði þá er það gott mál. Er einmitt að lesa bók þessa dagana sem kallast "The makers diet"  svo ég vonandi ætti að hafa eitthvað um það að segja.

Mofi, 19.1.2009 kl. 16:25

15 Smámynd: Mofi

DoctorE
Þú spurðir hvað þú ættir að blogga um... þú nefndir biblíu og heilsu... ég kom með hlekk um akkúrat það... svo segir þú að ég sé að tala heilalaus...
Reason is your weakest point
Greinin virðist síðan aðalega vera að skoða hvað einhver maður telur að gyðingar borðuðu, það er engin gagnrýni á Biblíuna. Ef einhver vill gagnrýna það mataræði sem Biblían boðar þá ætti hann að tala um af hverju það matarræði sem Biblían boðar sé slæmt en ekki að gagnrýna hvað hann heldur að gyðingar borðuðu fyrir tvö til þrjú þúsund árum síðan. 

Mofi, 19.1.2009 kl. 16:30

16 Smámynd: Zaraþústra

Það væri gaman að sjá þig skrifa um hvers vegna vísindamenn álíta þróunarkenninguna nokkuð nákvæma lýsingu og færa rök fyrir því (ekki gegn).  Þú gætir líka skrifað um hvernig mætti samþætta biblíutrú við þróunarkenninguna.  Það er ágætis æfing fyrir þig og áhugavert fyrir okkur hin að sjá hvernig bókstafstrúaður maður reynir að færa rök gegn því sem hann sjálfur trúir.  Það er reyndar vandasamt verk, en mér finnst gaman að færa rök gegn því sem ég tel vera satt eða rétt. Ein hugmynd.

Zaraþústra, 19.1.2009 kl. 16:48

17 Smámynd: Mofi

Úff, þú biður ekki um lítið :)    Að vísu þá á ég alveg eftir að skrifa grein að beiðni Hauks nokkurs bloggara um hvort að þróunarkenningin og kristni séu samrýnanleg. Veit ekki hvernig ég færi að því að skrifa grein sem fer einhvern vegin á móti minni sannfæringu. Eitthvað til að hugsa um. Minnir mig á "Deepest thoughts"

Deepest thoughts
I am telling you, just attach a big parachute to the plane itself!
Isn't anyone listening to me?!

I hope that after I die, people will say of me: "That guy sure owed me a lot of money".

Þetta síðasta virðist vera eitthvað sem sumir víkingar hafa tekið aðeins of alvarlega :/

Mofi, 19.1.2009 kl. 17:07

18 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Sæll Mofi.

Þessi bók virkar mjög spennandi.... þú ættir að hafa samband við hana Unni í heilsufélaginu og sjá hvort að ekki er hægt að skella í eins og eitt matreiðslunámskeið .... ég er viss um að ráðsmennsku og heilsuboðskapur kirkjunnar á vel við í kreppunni sem geysar á landinu...hér á Newbold er einmitt að fara í gang framhald af þannig námskeiðum sem voru mjög vinsæl í fyrra.... Bestu kveðjur frá Englandi :)

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 19.1.2009 kl. 18:05

19 Smámynd: Mofi

Þóra, að mínu mati ættu við að vera með alls konar námskeið alla mánuði ársins. Engin spurning að matreiðslu námskeiði yrði vel tekið ef um er að ræða eitthvað holt og gott, ódýrt væri líka frábært í kreppunni :)

Mofi, 20.1.2009 kl. 11:07

20 Smámynd: Mama G

Hæ Mófi, er ekki búin að lesa önnur innlegg hérna, hendi bara beint inn minni hugmynd: væri gaman að fá bókagagnrýni á hinum ýmsu bókum  

Ég las t.d. eina á síðasta ári eftir Deepak Chopra sem heitir "The Third Jesus". Mér fannst hún bæði spennó út af titlinum og líka út af því að hann er nú ekki kristinn hann Deepak, gaman að sjá hvernig hann skilur Jesús.

Ég á þessa bók, get lánað þér ef þú hefur áhuga.

Mama G, 20.1.2009 kl. 12:26

21 Smámynd: Mofi

Mama G, já, góð hugmynd :)     Eftir að ég kynnti mér hraðlestrar hugmyndir þá hef ég aukið mjög mikið hve hratt ég fer í gegnum þær bækur sem ég ætlaði að lesa svo kannski fljótlega mun mig vanta bækur að lesa og þá væri þessi bók vel þegin.

Mofi, 20.1.2009 kl. 13:13

22 identicon

Hér er einn skoðanabróðir þinn mofi... segðu mér nú hvers vegna ég ætti að telja þig skynsamari en þennan mann...?
Ég sé ekki neinn mun á þér og honum per se
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/776628/

DoctorE (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:25

23 Smámynd: Mofi

DoctorE, ég veit ekkert um gáfnafar þessa manns svo erfitt að hjálpa þér í þessari krísu :/    ég leyfi mér samt að efast stórlega um að hann er skoðanabróðir minn þótt að við eigum kannski eitthvað sameiginlegt þó kannski ekki meira en ég og þú eigum sameiginlegt.

Mofi, 20.1.2009 kl. 15:44

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ellen G. White fær mitt atkvæði. Endilega opinberaðu .. ömmm ... kenningar hennar og blygðan.  tíhí ..

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.1.2009 kl. 17:38

25 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Afhverju ert þú þá hér Elmar, á blogginu hans Mofa? Sækjast sér um líkir?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.1.2009 kl. 18:08

26 Smámynd: Mama G

Ekki málið Mofi, sendu mér bara línu þegar þú vilt fá bókina.

Mama G, 21.1.2009 kl. 09:27

27 identicon

Nei mofi má ekki hætta að blogga... margir kristnir telja einmitt að sköpunarsinnar séu að rústa kristni... það er líka alveg rétt hjá þeim
Blogg on baby!!

DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 10:15

28 Smámynd: Mofi

Haukur
Ellen G. White fær mitt atkvæði. Endilega opinberaðu .. ömmm ... kenningar hennar og blygðan.

Will do :)

Mama G, takk :)

Annars fyrir athugasemdir guðleysingjanna hérna; afskaplega eigið þið erfitt með að tjá ykkur án þess að reyna að móðga fólk. Síðan viljið þið láta sem að þið eru eitthvað gáfaðir og jafnvel málefnalegir eða hafið eitthvað málefnalegt fram að færa!  Þvílíkt bull, ykkar framferði sýnir að þið eruð að verja dauðadæmdan málstað sem hefur ekkert fram að færa með skítkast.

Mofi, 21.1.2009 kl. 10:39

29 identicon

Witness christianity in action... kristni sem og flest önnur trúarbrögð eru stjórntæki... sá sem afneitar því er ekki með allar skrúfur í hausnum
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/777925/

DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 14:22

30 Smámynd: Mama G

Annað sem mér datt í hug: Þessi orð hérna: "Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma."

Einhvers staðar úr 2. Mósebók (paste-aði þetta af Wikipedia). Ég var að spá, þessu tengt, getur þetta boðorð tengst því hvað fólk á að tala um í bænum sínum? Einu sinni las ég að allar aðrar bænir en þær að biðja Guð um ljós (uppljómun) og visku væru hégómi...

Bara svona pæling, fólk er alltaf að biðja Guð um að laga hitt og þetta með bænum sínum, er það kannski brot á þessu boðorði???

Mama G, 23.1.2009 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband