14.1.2009 | 12:44
Sumir trúa því að Guð muni pynta fólk að eilífu
Líklegast og vonandi myndu kristnir almennt fordæma pyntingar eins og Amnesty er þarna að fjalla en hvernig stendur síðan á því að þessir sömu "kristnu" einstaklingar halda því fram að Guð muni pynta fólk að eilífu?
Auðvitað skil ég fólk mjög vel sem hafna hugmyndinni um kærleiksríkan Guð sem síðan kvelur fólk í eldi að eilífu; því finnst það vera órökrétt og þar af leiðandi frekar tilbúningur manna en einhver raunveruleiki.
En sumir myndu við þessi orð benda á að kristnir trúa því sem Biblían kennar, hvort sem þeim líkar það vel eða ekki og að Biblían kennir þetta. En er það satt? Er til setning í Biblíunni sem segir að syndarar verði kvaldir að eilífu? Svarið er nei, ekkert slíkt vers er til. Það sem ruglar marga í ríminu er að Biblían talar um eilífan eld en hve lengi eldurinn varir kemur ekki spurningunni við, hve lengi einhver kvelst. Ef einhver frétti af skógareld sem varði í tíu daga og maður dó í þeim eldi þá myndi enginn halda því fram að maðurinn kvaldist í tíu daga. Okkar síðan dæmi um hegningu eilífs elds er Sódóma og hún brann upp til agna en er ekki ennþá brennandi í dag. Sumir telja einnig að aðstæður við Sódómu hafi verið þannig að fólkið sofnaði áður en eldurinn drap það og ég tel það muni líklegast það sem mun gerast á dómsdegi þegar illskunni verður eytt úr heiminum.
Hérna er vefur sem fjallar aðeins um þetta efni þar sem spurningum um þetta efni er svarað og útskýrt hvaðan þetta kemur og hvað Biblían raunverulega kennir, sjá: http://www.helltruth.com
Ég hef ennfremur fjallað áður um þetta efni, sjá: Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?
Neitar ásökunum um pyntingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hinricus, takk fyrir athugasemdina. Ég trúi að Guð er réttlátur og muni refsa en að refsingin verði í samræmi við verkin. Aðal "refsingin" er síðan dauði en allir vita að þeir muni deyja. Við höfum ekki getu til að halda okkur á lífi, nokkrir heppnir geta lengt lífið um örfá andartök en það er ekki mikið meira en það.
Ég sé þetta þannig að Guð er uppspretta lífs og þeir sem leita Hans geta fengið líf í gegnum Krist en þeir sem gera það ekki munu ekki hljóta meira líf en það sem þessi heimur bíður upp á.
Þér hlýtur að finnast eðlilegt að ef Guð er til að Hann myndi refsa fólki eins og Hitler og Maó, barna nauðgurum og morðingum? Þeir sem fengu ekkert réttlæti í þessum heimi, að Guð lætur þá finna réttlæti þegar þeir mæta Honum?
Mofi, 14.1.2009 kl. 13:43
Af hverju Hinricus? Af hverju er eitthvað að því að þeir sem ollu gífurlegum sársauka í þessu lífi og fengu aldrei neitt réttlæti að Guð refsi þeim í samræmi við það sem þeir gerðu?
Mofi, 15.1.2009 kl. 11:01
En er ekki rétt að hann geri það hvort sem er ekki skv. trú þinni Halldór? Er ekki rétt að þú trúir því að þeir sem iðrast og meðtaka Jesú sem frelsara sinn fái inngöngu í gvuðs ríki?
Ef svo er, þá ættirðu að hætta að halda því fram að illum mönnum verði refsað - þeim verður það ekki ef þeir uppfylla ofangreind skilyrði.
Er þetta rétt athugað hjá mér?
sth (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 11:15
sth, þeir sem snúa frá vondum verkum og setja traust sitt á Krist þurfa ekki já að þola dóm. Þeir vondu menn sem gera þetta ekki verður refsað en auðvitað ekki með eilífum pyntingum, aðalega með því að fá ekki aðgang að gjöf lífsins.
Mofi, 15.1.2009 kl. 11:40
Viltu þá ekki hætta að halda því fram að gvuð muni refsa vondum mönnum án þess að minnast á að það gildi aðeins ef þeir hafa ekki sett traust sitt á Jesú?
Við vitum báðir að þú hefur engar sannanir fyrir að þeir sem þú nefnir í þessu samhengi hafi ekki gert það áður en þeir dóu.
sth (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 12:45
Er dómari hérna á jörðinni sem dæmir glæpamann til refsingar vondur dómari?
Að vísu þá er okkar dæmi um refsingu Guðs Sódóma og það eru rök fyrir því að fólkið í þeim borgum hafi sofnað vegna gas sem kom á undan eyðileggingunni svo að það upplifði ekki sársauka svo það er alveg möguleiki að í eyðileggingu hinna vondu fylgi ekki sársauki.
Mofi, 15.1.2009 kl. 14:26
Ég styð mig við Biblíuna í þessum efnum, öllum svona efnum.
Svo að eyðilegging þeirra sé ekki sársaukafull? Mér finnst það kærleiksríkt. Að láta það ekki lifa að eilífu er aðeins réttlátt og nauðsynlegt til þess að það sé til heimur þar sem illska er ekki til.
Mofi, 15.1.2009 kl. 15:34
Hver er skilgreining þín á orðinu "algóður" í sambandi við gvuð Halldór? Að vilja öllum allt hins besta (og þ.a.l. engum illt) eða að vilja varðveita frelsi manna til að velja og hafna?
sth (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 16:09
sth, bæði...
Mofi, 15.1.2009 kl. 16:46
Halldór, ég ætlaði að segja að hvorug þessara gvuðshugmynda ganga rökfræðilega upp en þú slærð botninn úr tunnunni með því að halda því fram að hvort tveggja eigi við.
Ef hið fyrra á við þá stríðirðu við bölsvandann (e. problem of evil). Trúmenn og guðfræðingar hafa í gegnum tíðina komið með margar "lausnir" við honum en aldrei neina fullnægjandi.
Ein þeirra er að endurskilgreina einn eiginleika gvuðs, annað hvort algóður eða almáttugur.
Mér hefur alltaf sýnst þú vilja gera þetta síðastnefnda, endurskilgreina orðið algóður fyrir gvuð. Algóður þýðir nú ekki lengur að gvuð vill engum illt heldur að gvuð vill að allir hafi frelsi til að velja og hafna (m.ö.o. frjálsan vilja).
Illskan verður þannig eitt verkfæra gvuðs til að gefa fólk kost á þessu vali, enda hlýtur hún rökfræðilega séð að vera upprunnin hjá gvuði því að öðrum kosti væri hann ekki almáttugur.
Það verður að segjast að rökréttara og auðveldara væri að endurskilgreina eiginleikann almáttugur, en krisslingar eru víst flestir mjög viðkvæmir fyrir því. Ástæðan fyrir að það sé rökréttara og auðveldara er af því að þessi nýja skilgreining á eiginleikanum algóður gengur í berhögg við þá trú að gvuð eigi einhverntíman eftir að koma og útrýma illskunni svo allir geti lifað í friði að eilífu.
Eðlilega getur varla verið neitt um frjálsan vilja í þessu nýja ríki gvuðs á jörðu, sem hlýtur þá að gera það að verkum að gvuð er ekki algóður þar sem hann kærði sig ekkert um að viðhalda frelsi manna til að velja.
Þú hlýtur að sjá hvað þetta er þversagnakennt.
sth81 (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 18:21
Hver er það sem ákveður hvað "algóður" þýðir? Eins og ég hef bent á þá sé ég alveg rök fyrir því að gagnrýna Guð fyrir að gefa fólki frjálsan vilja með öllu því sem því fylgir en Guð taldi okkar tilveru vera þess virði.
Hún er upprunin hjá Guði að því leiti að menn gætu valið það sem tilheyrir ekki Guði. Það má sannarlega sjá þetta þannig að Guð ákvað að takmarka sitt vald með því að gefa okkur vald en það er Hans val að takmarka sitt vald þannig.
Það er mögulegt ef þeir sem fara þangað hafa gert upp hug sinn í þessum heimi.
Þeir voru að koma út úr Kaþólsku kirkjunni sem hafði farið alveg í steik, kenningarlega séð. Þeirra opinbera afstaða var og er, að þeir hafa vald yfir Biblíunni. Þeir voru að vaxa í þekkingu á Biblíunni en þeir náðu ekki fullkomnun, ekki frekar en sú kirkja sem hefur réttastan skilningi á Biblíunni í dag hefur heldur líklegast heldur ekki náð fullkomnun.
Mofi, 16.1.2009 kl. 12:30
Þú misstir af pointinu - það að vera algóður getur ómögulega rökfræðilega séð þýtt að vilja öllum gott og engar þjáningar OG að vilja að allir hafi frjálsan vilja til dæmis til að gera ill verk og valda þjáningum. Þetta er ósamræmanlegt.
Þú talar mikið um frjálsan vilja sem orsakir þjáninga (hvernig hann veldur t.d. jarðskjálftum skil ég ekki) og því ályktaði ég að þú notaðist við seinni skilgreininguna.
Er til eitthvað sem er ekki upprunnið frá gvuði? Þá er hann ekki almáttugur.
Getur gvuð valið? Þá getur hann ekki verið algóður.
Nei Halldór, það er ekki möguleiki. Sjálfur hefurðu útskýrt frjálsan vilja á þann hátt að hægt sé að velja slæma hluti. Ef engin illska fyrirfinnst í heiminum hverfur þetta val og þar með frjáls vilji, það segir sig sjálft.
sth (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:19
Þér finnst það og þú um það. Ég sé að sköpun frjáls vilja hafi ákveðin kostnað og Guð ákvað að sá kostnaður væri þess virði. Hvort að algóður falli ekki undir það er líklegast mats hvers og eins. Miðað við þetta þá gæti Guð aðeins verið algóður ef Hann myndi ekki skapa verur sem hefðu frjálst val og þá væri tilvist okkar ómögleg.
Frjáls vilji gerir það ekki.
Er það skilgreiningin á að vera "almáttugur" að allt eigi sér uppruna í þér? Hvað finnst þér að því að Guð skapaði verur með frjálsan vilja og þær gátu valið að gera það sem er í andstöðu við karakter Guðs?
Jú, með því að velja alltaf hið góða.
Nei, af hverju? Ef þeir sem fara inn í þennan nýja heim velja hið góða þá getur sá heimur verið góður á meðan allir þeir sem í honum er, velja alltaf það sem gott er. Valið getur verið ennþá til staðar þó að enginn ákveði að velja það enda gerði viðkomandi upp hug sinn í þessum heimi.
Mofi, 16.1.2009 kl. 14:09
Nákvæmlega og þess vegna skilgreinirðu hinn algóða eiginleika gvuðs þannig að hann vilji varðveita okkar frjálsa val sama hvað.
Þá þarft þú jafnframt að útskýra hvernig frjáls vilji getur verið til í heimi án illsku og svo í framhaldi af því hvernig gvuð getur talist algóður ef skilgreiningin er sú að viðhalda valfrelsinu þegar það svo kemur í ljós að hann hefur engan áhuga á því?
Breytist skilgreiningin þá og verður að hann vill engar þjáningar, ekkert illt? Það gengur ekki upp.
Nei það er ekki skilgreiningin, en ef þú hefur ekki stjórn á hvað er til og hvað ekki þá geturðu hæpast talist almáttugur. Hvaðan kemur illskan ef ekki frá gvuði? Þú kvótar yfirleitt í Bíblíuna á ensku svo ég ætla að gera það líka:
Bíddu, okkar frjálsi vilji byggir á því að við getum valið milli góðs og ills. Vera sem er almáttug hlýtur, skv. skilgreiningu, að velja alltaf hið góða og verður þannig mekanískt og fyrirsjáanlegt fyrirbrigði. Það er ekki allt gott í þessum heimi, og ef við notumst við skilgreininguna á 'algóður' að það sé viljinn til að varðveita frjálsa viljann, þá er gvuð ekkert á leiðinni að útrýma illskunni úr heiminum.
Þarna, þú getur losað þig undan hlekkjum hindurvitnanna, gvuð þinn gengur ekki rökfræðilega upp.
Afhverju? Nú, valið getur ekki verið ennþá til staðar þrátt fyrir það sem þú segir hér að ofan ef gvuð útrýmir illskunni!
sth (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:35
Vera sem er algóð skv. skilgreiningu velur alltaf hið góða átti þetta auðvitað að vera hér fyrir ofan.
sth (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:59
Mofi, hvað eru þeir feðgar á Himnum að dunda sér þessa dagana?
Sigurður Rósant, 17.1.2009 kl. 20:37
Ef þinn frjálsi vilji væri tekinn af þér þá væri það í rauninni að drepa þig, hver þú ert í raun og veru. En ef þú ert með hóp af fólki sem hefur tekið sitt val þá getur þú verið með heim þar sem engin illska er þótt að valið sé á henni er enn til staðar. Kannski getur einhver gert uppreisn gegn Guði eftir þennan heim, ég veit það ekki fyrir víst.
Frekar að hvorki Guð né skilgreiningin breytist, hefur alltaf verið eins. Vill engar þjáningar og ekkert illt. En eftir dómsdag þá eru þeir hættir að vera til sem vilja illt svo að minnsta kosti í einhvern tíma ætti að vera friður.
Jú, Guð vill varðveita frjálsan vilja en ekki þær verur sem velja af sínum frjálsa illsku.
Ég átti við að Guð eyðir öllum þeim verum sem velja illsku.
Þeir eru að undirbúa að heimsækja okkur...
Mofi, 19.1.2009 kl. 11:07
Boðskapurinn er: Submit or burn, don't think just do what the bible says.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:11
Feðgar...????? Guð er Jesú og Jesú er guð... hann er pabbi sjálfs sín, þess vegna var sússi alltaf að tala við sjalfan sig.
hey ég hvers vegna gerir þú þetta.
Hey ég, hví hef ég yfirgefið sjálfan mig
DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:13
Þú ert semsagt að segja að gvuð sé ekkert að koma að útrýma illskunni. Að það verði til illska og þjáningar í ríki gvuðs, ef ekki vegna mannlegra þátta þá a.m.k. af völdum náttúruhamfara.
Er þetta rétt skilið?
Haha, vægt til orða tekið. Það sem þú vilt segja hérna er að þú hefur ekki grænan, enda virðast þú og þínir trúbræður halda það að eftir að gvuð kemur verður allt í himnalagi. Þú hefur hins vegar svo gott sem staðfest það að það verði enn þjáningar í ríki gvuðs, þó þær stafi ekki af mannanna völdum. Algóður hvað...
OG frjálsan vilja ekki satt? Jæja, það gengur einfaldega ekki rökfræðilega upp Halldór, en trú þín hefur blindað þig fyrir rökum.
Í þessu ímyndaða ríki þínu mun að öllum líkindum ríkja friður já, en það stafa ekki allar þjáningar af mannanna völdum. Þær sem stafa af náttúrunnar völdum verða enn til staðar ef gvuð er ekki að koma að eyða illskunni heldur bara vondum mönnum.
þetta er bara hlægilegt.
Gvuð vill varðveita frjálsan vilja, svo lengi sem fólk velur rétt að hans mati... Svipað og að segja það ríkja lýðræði, en búið sé að banna alla flokka nema einn!
"Ég átti við..." pff. You're making it up as you go. En það er svo þægilegt við ævintýri, maður getur það!
sth (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 19:09
Veldu hið góða og lífið, annars muntu farast já.
Nei, þetta er rangt skilið. Guð mun viðhalda náttúrunni og sjá til þess að þessi orð í Opinberunarbókinni rætist:
Af hverju ekki?
Hann er Guð og uppspretta lífsins, þeir sem vilja ekki hlíða Guði og eiga samleið með Honum komast ekki hjá því að deyja því að þeir geta ekki haldið sjálfum sér á lífi.
Mofi, 20.1.2009 kl. 11:13
Voðalegt gullfiskaminni ertu með Halldór. Það kemur sér eflaust vel í rökræðum þar sem maður hefur bara tvö andstæð argjúment, manni finnst maður alltaf vera að vinna...
Það er illskan í heiminum sem veldur þjáningum, ekki satt?
Gvuð kemur til að eyða illskunni, nei bíddu við, hann kemur til að eyða þeim sem velja illt, eða kannski... já hann kemur til að eyða illskunni (vondum hlutum).
Meiri andskotans hringavitleysan.
Gullfiskaminnið að svíkja þig? Mér leiðist að endurtaka sjálfan mig svo ég bendi bara á athugasemdir #14,#17,#19 og #25.
Á þetta að vera einhverskonar mótrök? Staðreyndin er að ef þú tekur valkostina í burtu, þá hverfur valið og frelsið til að velja.
Afhverju útskýrirðu síðan ekki fyrir mér hvers vegna ímynduð tilraun mín myndi ekki styðja hugmyndir manna um skapara í færsluna um heilaþvott á wikipedia?
sth (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 11:32
Ég átti við að ég trúi því ekki að Guð eyði möguleikanum á illsku en ekki að heimurinn verði eins og þessi heimur þar sem sjúkdómar, slys og dauði eru daglegt brauð.
Og valkostirnir eru hið góða, Guð og lífið eða dauði.
Ég veit ekki alveg hvert þú ert að fara með þessu... endilega prófaðu að endurorða þetta því ég er ekki að skilja þetta.
Mofi, 20.1.2009 kl. 11:45
En náttúruhamfarir?
Með öðrum orðum; frjáls vilji er ekki til í ríki gvuðs.
Í fyrsta lagi segir maður "ég skil ekki", maður segir ekki "ég er ekki að skilja". Þú afsakar en svona málfar fer alveg gríðarlega í taugarnar á mér.
http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/762854/
sth (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 12:49
Ekki þannig að þær valdi dauða eða þjáningu því að Guð lofar að þess háttar verði ekki til á hinni nýju jörð.
Það sem er ekki til er illska í himnaríki og líf án Guðs. Þú hlýtur að viðurkenna það að þó þú gerir ekki það sem illt er þá hefurðu frjálsan vilja er það ekki?
Ef þú myndir ekki stela í dag, ljúga, myrða, nauðga eða drýgja hór; myndir þér þá finnast að þú hefðir engan frjálsan vilja? Verður þú að fá að gera þess háttar hluti til þess að þér finndist þú hafa frjálsan vilja?
Mofi, 20.1.2009 kl. 13:16
Þú skiptir um skoðun oftar en ég skipti um sokka.
Eh nei, og þér hefur ekki tekist að færa rök fyrir því heldur.
Ef þú tekur valkostina burt, þá er ekkert val.
Auðvitað ekki. ÉG lít ekki á frjálsan vilja sem valið til að gera ólöglega eða ósiðlega hluti en þú varst að færa fyrir því rök að það væri einmitt skilgreiningin.
Það er á það sem ég er að ráðast, ég er að reyna að nálgast efnið frá þínum sjónarhóli og sýna þér fram á hve mikil rökleysa það er.
sth (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.