13.1.2009 | 11:47
Hið frábæra félag Vantrú
Það kemur kannski einhverjum á óvart að mér finnst margt virkilega gott við félagið Vantrú en mér finnst margt af því sem þeir eru að "berjast" fyrir mjög gott. Frábært er kannski aðeins of sterk til orða tekið :)
Ég vildi að mínir kristnu félagar og kirkjur væru duglegri við að gagnrýna margt af því rugli sem kemur upp í samfélaginu en Vantrú hefur verið merkilega duglegt við mjög svo þarfa gagnrýni og hérna eru fín dæmi um slíkt:
Jen Fe heilsuplásturinn er pýramídasvindl
Svæðameðferð - Skottulækningar nútímans
Þeirra gagnrýni á trú fólks á drauga, miðla, dulrænar "heilsu" vörur og þjóðkirkjuna er eitthvað sem ég tel verða verðugan málstað. Ég vildi aftur á móti óska þess að þeir gætu beitt eitthvað af þessu gagnrýna hugafari á sína eigin afstöðu. Að þeir gætu prófað að efast um að tilviljanir og náttúruval gæti búið til allt það sem við sjáum í náttúrunni í kringum okkur. Prófað að efast að okkar heimur er aðeins efnislegur og engin andleg hlið á honum.
Annað sem mér finnst gott við Vantrú er að félagið gerir kröfu til kristinna að verja sína trú og kristnir hafa bara gott af því að verja sína trú, ef hún er sönn þá stendur hún þannig gagnrýni af sér. Ef hún er ekki sönn þá er best að vita það sem fyrst.
Vonandi mun félagið Vantrú einhvern tíman sýna vantrú á öllum þeim darwiniskum ævintýrum sem hafa verið skálduð upp. Vonandi munu meðlimar Vantrúar ekki glatast heldur komast til iðrunar og eilífs lífs því margir hverjir virðast vera skemmtilegir og almennilegir.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:53 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er nú ekki í vantrú en ég get sagt þér að það sem þu nefnir að ofan kemst ekki nálægt ruglinu í kristni... eða íslam... eða whatever
Bara þín skrif sem gera árás á staðreyndir og vísindi.. well mér finnst eins og ég sé að lesa eitthvað eftir hillbilla, get ekki að því gert
DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:51
Mínar árásir eru á gervi guðleysis vísindi en ekki staðreyndir. Staðreyndir eru alveg frábærar og þær koma sér svo illa fyrir guðleysis afstöðuna og darwinisma.
Mofi, 13.1.2009 kl. 11:56
Bent hefur verið á að eini munurinn á trúuðum og trúlausum er að trúlausir trúa bara einum guði minna en trúaðir. Munurinn er því ekki mikill.
Kristnir afneita t.d Múhameð, Búdda og þeim hundruðum guða sem mannkynið trúir á. Vantrúaðir ganga skrefnu lengra og afneita öllum þessum guðum.
Annars er þetta rétt hjá þér Mofi með trúvörnina. Kristnir ættu að taka málefnum okkar fagnandi frekar en að leiða þau hjá sér.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:14
Ég veit ekki til þess að Vantrú sem félag styðji eitthvað sérstaklega við þróunarkenninguna. Yfirlýst markmið þeirra er að "berjast gegn hindurvitnum", og því miður fyrir þig og þennan pistil þinn þá fellur hún einfaldlega ekki undir neina skilgreiningu þess orðs.
sth (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:19
Þeir gera það örugglega. Flest þessara ævintýra er að finna á Answer in Genesis og svipuðum síðum. Þar er fjöldi skáldaðra greina sem eiga að fjalla um hvernig þróunarkenningin virkar en eru ekkert meira en ævintýri úr öllum takt við raunveruleikann.
Líttu þér nær Mofi. Þér væri hollt að fara að efast um þessa vitleysu sem þú grefur upp á netinu. Þinn skilningur á þróunarkenningunni takmarkaður og er í raun einhverskonar darwinískt ævintýri manna sem hafa líka lítinn skilning á henni. Ég ráðlegg þér að leita þér upplýsinga annarsstaðar frá - og alls ekki gleyma að efast líka um það sem stendur þar.
Ragnar (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:27
Teitur, þá er kannski von að þeir bæti þessum eina sanna við :)
sth, eitthvað er hún annað en vísindi byggð á staðreyndum.
Ragnar, allar skáldsögur þar sem tilviljanir og náttúruval bjó eitthvað til er darwinískt ævintýri. Finnur aðeins heilbrigða gagnrýni á slíka trú á Answer in Genesis.
Mofi, 13.1.2009 kl. 14:34
Ragnar (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:52
Ragnar, þar sem samkvæmt þróunarkenningunni á allt í náttúrunni að hafa orðið til í gegnum tilviljanakenndar stökkbreytingar og náttúruval þá eru svona sögur hluti af kenningunni. Ef þú hefur ekki lesið neinar "sögur" um það hvernig stökkbreytingar og náttúruval fór að því að búa eitthvað af þessu til þá þýðir það aðeins að þú þekkir þessa kenningu ekki.
Mofi, 13.1.2009 kl. 15:35
Nú? .... en mér nafni? Svona ef ég "átta mig"?
Skemmtileg grein Dóri!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2009 kl. 15:52
Haukur, takk og sömuleiðis! Þér yrði líka tekið opnum örmum í minni kirkju
Takk Haukur
Mofi, 13.1.2009 kl. 15:58
Við hvorn Haukinn áttir þú Dóri?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.1.2009 kl. 16:03
Hehe... ykkur báða nú þegar ég hugsa út í það
Mofi, 13.1.2009 kl. 16:27
Þú svarar bara út í loftið!!!
Ég var nýbúinn að lýsa því yfir að ég hefði lesið svona sögur. Þú birtir þær reglulega hérna kóperaðar af Answer in Genesis eða eitthvað álíka.
Hins vegar ef þú mundir leggja það á þig að lesa um þetta í öðrum bókum eða vefsíðum þá kæmistu að því að ævintýrin eru skálduð upp af þér og þínum líkum. En ég held að það sé ekki nokkur leið að þú mundir nokkurn tímann leggja það á þig að lesa annað en síður sem segja þér það sem þú vilt heyra.
Kannski í framhaldinu geturðu farið í rannsóknarvinnu á mannréttindum í Kína með því að skoða kínverskar vefsíður.
Ragnar (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 16:40
Auðvitað er Vantrú frábært félag!
En fyrst við erum komnir út í hrós, þá verð ég að viðurkenna það (hef eflaust gert það áður) að mér finnst svokallaðir "bókstafstrúarmenn" vera miklu skárri heldur en frjálslynt trúfólk. Ég veit hvað fólk eins og Mofi stendur og hann er óhræddur við að segja það hreint út hverju hann trúir. Maður virðist þurfa að snúa upp á hendurnar á ríkiskirkjuprestum til þess að fá það á hreint hverju þeir trúa, og þegar þeir svara þá er það oft á tíðum eitthvað innihaldslaust froðusnakk.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.1.2009 kl. 17:21
Takk Hjalti :)
Mofi, 13.1.2009 kl. 17:59
Ég er sammála Hjalta, bókstafstrú er eina heiðarlega nálgunin á hvaða trúarbrögð sem er. Við skulum samt ekki gleyma að gera greinarmun á 'heiðarlegu' annars vegar og 'sönnu', 'rökréttu' eða jafnvel 'gáfulegu' hins vegar.
En burtséð frá því þá er ekkert til sem heitir bókstafstrúa krisslingur. Þú getur ekki trúað bókstaflega orðum rits sem er í mótsögn við sjálft sig, það er einfaldlega ómögulegt.
sth (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 19:29
Gott að sjá gagnrýna hugsun á þessu bloggi, mættir beina henni að öðru en kuklinu.
Lárus Viðar (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:27
WHAT!? Hvað með vísindalegar nálganir eins og þær að komast að því hvert eðli lífsins raunverulega er og hvort þar sé einhver / eitthvað á bak við?
Hljómar í mínum eyrum sem ekki bara betri leið heldur sem virkilega eina skynsamlega leiðin.
Mama G, 14.1.2009 kl. 13:50
Það er ekki það sem trúarbrögð gera, það er það sem vísindi gera. Trúarbrögð eru byggð á ákveðnu dogma og trúarritum og vinna út frá þeim, sem og öðrum gefnum forsendum.
Engin trúarbrögð leitast t.d. við að svara spurningunni "er til gvuð?" heldur ganga flest þeirra út frá þeirri forsendu að gvuð sé til og reyna svo að leita svara hvernig gvuð er, hvað hann vill og svo framvegist. Þar koma trúarrit inn í myndina.
sth (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 14:25
Tilheyri þessu félagi ekki, en þeir sinna nauðsynlegri sorphirðu í landinu. Hvernig fólki dettur í hug að sækja miðilsfundi og stinga kertum í eyrað á sér fæ ég ekki skilið, og það er gott að einhver reynir að vara fólk við.
Zaraþústra, 15.1.2009 kl. 12:25
Zaraþústra, sammála og mér finnst að mín kirkja og ég sjálfur ætti að vera duglegri við þetta; þarna eru þeir gott fordæmi fyrir okkur.
Mofi, 15.1.2009 kl. 13:15
Það er ekki neinn munur á að stinga kerti í eitthvað gat á sér og að trúa á guð, zero munur
DoctorE (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:26
DoctorE, þú hefur þegar viðurkennt að ef Guð sjálfur myndi koma í heimsókn til þín þá myndir þú ekki trúa því. Þú hefur í rauninni afskrifað þig úr þessari umræðu því að þarna eru að segja að sama hvaða staðreyndir þú myndir sjá, þú myndir alltaf hafna tilvist Guðs. Tilganslaust að ræða við þannig fólk, það aðeins þylur upp sínu möntru því það hefur ekkert efnislegt að segja.
Mofi, 19.1.2009 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.