18.12.2008 | 15:57
Draumar sem drepa
Sjálfsvíg eru með því sorglegasta sem ég veit um og með því erfiðara að tala um og skilja. Þótt ég geti aðeins giskað á hvað það var sem olli því að Paula Goodspeed framdi sjálfsmorð þá held ég að það hafi verið draumar um veraldlega velgengni sem síðan eyðilögðust. Það er manni eðlislegt að langa í velgengni, virðingu annarra, vera metin af samfélaginu og kannski mikilvægast að vera ekki hafnað af þeim sem þér þykir vænt um. Eitthvað virðist Paula Goodspeed hafa farið út af sporinu ef hennar draumar og væntingar snérust um vináttu við Paula Abdouls og velgengni í Hollywood. Að fyrst að lífið myndi ekki innhalda þetta að þá væri lífið ekki þess virði að lifa því er sorgleg niðurstaða fyrir svona unga og fallega konu.
Draumar sem drepa eru draumar sem snúast um sjálfið, manns eigin hamingju og velgengni. Ef þeir bresta þá getur fólk fallið í þá gryfju að halda að það er ekkert til að lifa fyrir.
Þegar lærisveinar Jesú fóru út og boða og þeim gékk vel þá glöddust en Kristur sagði við þá "gleðjist öllu heldur af hinu að nöfn yðar eru skráð í himnunum". Margir hafa misst trúna af því að þeir héldu að trú á Guð ætti að gefa þeim hamingju og velgengni en síðan gékk það ekki eftir. Veraldleg hamingja og velgengni er ekki það sem Kristur lofaði. Hann sagði þvert á móti að þeir sem myndu fylgja Honum gætu lent í miklum erfiðleikum, jafnvel ofsóknum þar sem foreldrar eða börn myndu snúast gegn þeim. Lífs hamingjan sem Jesú býður upp á er von um betri heim og tilgang í þessum heimi, að gera öðrum gott og leiða aðra til eilífs lífs.
Langar að enda þetta á ljóði Steins Steinars sem mér datt í hug þegar ég las þessa frétt:
Í draumi sérhvers manns
Í draumi sérhvers manns er fall hans falið.
Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið
á bak við veruleikans köldu ró.
Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir
að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess, sem lifir,
og þó er engum ljóst, hvað milli ber.
Gegn þinni líkamsorku og andans mætti
og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú,
í dimmri þögn, með dularfullum hætti
rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú.
Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum
í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann lykur um þig löngum armi sínum,
og loksins ert þú sjálfur draumur hans.
Steinn Steinar
Engar breytingar á American Idol þrátt fyrir dauðsfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lifa í mómentinu er lykilatriði ásamt því að notast við "ohh yea whatever".
Sénsinn að maður sleppi því að lifa vegna einhvers bulls um annað líf... eins og ég sagði, lifa í mómentinu... ef ég mæti svo illvígum gudda eftir dauðann.. þá segi ég bara: Whatever, hell er ekkert verra en himnaríki.
DoctorE (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 16:08
DoctorE, valið er ekki milli himnaríkis eða helvítis heldur lífs eða dauða. Ef þetta líf er þér einhvers virði þá ætti fagnaðarerindið að minnsta kosti að höfða til þín þótt þú trúir það vera lygi.
Mofi, 18.12.2008 kl. 16:28
Þú segist ekki vita hvers vegna konan framdi sjálfsvíg en GISKAR Á að ástæðan hafi verið veraldlegir draumar sem brugðust. En þú veist ekkert um þetta. Samt notarðu tækifærið til að prédika um fánýti slíkra drauma og gerir þar með lítið úr minningu þessarar konu af því að þú veist nákvæmlega ekkert um hvers vegna hún framdi sjálfsvíg. En er samt á vissan hátt að áfellast hana. Þetta er í hæsta máta óviðeigandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.12.2008 kl. 16:43
Sigurður Þór, veit ég ekkert um þetta? Ég veit að hún kom fram í Idol, ég sá viðtalið við hana þar sem hún gaf vægast sagt til kynna Hollywood draumana sína, ég veit að hún elti Paula Abdoul á röndunum og var með hana á heilanum og dó fyrir framan íbúð hennar. Það getur vel verið að mín ágískun er röng en þess vegna reyndi ég að láta það koma skýrt fram að þetta væru aðeins hugleiðingar.
Mofi, 18.12.2008 kl. 17:04
Veraldleg hamingja og velgengni er eðlileg ósk. Fólk getur verið svo viðkvæmt eða jafnvel haldið þannig þráhyggju að ástarsorg verður til þess að það tekur líf sitt. Hugur þeirra er sjúkur og jafn erfitt að ráða við það og líkamlegan sjúkdóm ef ekki er leitað hjálpar Þeir sem taka líf sitt vegna slíkra ástæðna, peningaáhyggja, einmanaleika, sorg vegna missis einhvers td finnast það ekki fánýti og vitneskja annarra um þessar ástæður lítillækka þann látna ekki vegna þess. Það veldur aðstandendum ómældri sorg sem þeir fá aldrei gleymt og jafnvel innibyrgðri óljósri reiði en enginn fordæmir hinn látna það er misskilningur.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.12.2008 kl. 17:30
Ég verð að bæta því við að fólk með ólæknanlega líkamlega sjúkdóma, í hjólastól og engin von um lækningu, það á sér drauma sem munu ekki rætast, lífið getur orðið þeim svo óbærilegt að það lætur sig hverfa. Það er í raun það sama ég get ekki ímyndað mér annað og viðbrögð ættingja eins og ég nefndi áðan. Aldrei fordæma fólk sem tekur líf sitt.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.12.2008 kl. 17:38
Takk fyrir þetta Tara, góðir punktar. Þetta með að setja vonina og hamingjuna á líf eftir þetta líf en ekki veraldlega velgengni er eitthvað sem ég reyni að gera á vitsmunalega hátt því þá geta engin vanadmál í hinu daglega lífi tekið frá manni hamingjuna. En það er samt afskaplega erfitt að láta ekki erfiðleika í daglegu lífi ekki draga mann niður.
Mofi, 18.12.2008 kl. 17:38
Það er vonlaust Mofi minn, ef þú verður svona vonlaus að þú tekur þitt líf þá hefur þessi hugsun þín brugðist án þess að þú réðir við það. Svo hugsunin um betra líf eftir þetta líf freistar þeirra sem eru illa farnir líkamlega og verða jafnvel fyrir því snemma á ævinni, örvæntingin og trúin á að betra bíði þeirra eftir dauðann rekur þá út í að taka líf sitt, ég þekki það og skil það og fyrirgef aðilanum það. Þetta er eitthvað sem er óviðráðanlegt.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.12.2008 kl. 17:57
Spurning hvað drauma maður leyfir sér að dreyma um. Sömu leiðis spurning um hvaða markmið maður setur sér í lífinu, setur maður fókusinn á sjálfan sig og sína eigin hamingju eða annara. Þetta er sirka "sælla er að gefa en að þyggja" í töluvert flóknara máli :)
Mofi, 18.12.2008 kl. 18:58
Mofi, 18.12.2008 kl. 19:00
Nei Mofi þetta er ekki svona einfalt, þú hefur greinilega ekki séð raunverulega örvæntingu, þó þú hugsunin sé hjá öðrum er örvæntingin óviðráðanleg og að lokum hverfur allt annað. En annars vil ég ekki tala meira um þetta. Þú ert svo ungur og vonandi áttu ekki eftir að reyna neitt mjög slæmt.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.12.2008 kl. 19:13
Vildi bara taka undir með þér Mofi í þessari umræðu. Það er svo sorglegt í dag hvernig ungt fólk virðist orðið blindað af því sem talið er að eigi að veita þeim einhverja tímalausa gleði. Að vera frægur er eitt af mörgu. Það eru því miður ekki allir sem fá það uppeldi sem kennir þeim að taka flestu því sem lífið býður þeim sem gjöf. Að horfa á björtu hliðarnar. Það getur verið mikil gleði að fá að syngja fyrir aðra, en það geta ekki allir orðið frægir.
Virkilega sorglegt hvernig fór fyrir þessari stúlku.
Annars hefur mér alltaf þótt gagnrýnin í þessum Idol keppnum vera til lítillar fyrirmyndar. Það er einkennandi fyrir þá sem hafa ekki mætt miklu mótlæti í lífinu að halda að þeir geti dæmt aðra hart, teljandi þá eiga að vera nógu sterka (eins og þeir sjálfir) til þess að leiða það bara hjá sér. En fólk er svo mis sterkt og mismunandi undir slíka gagnrýni búið. Þeir sem fá mikla hvatningu í sínu félagslega umhverfi eru líklegir til að leiða þetta hjá sér. Þeir sem fá það hinsvegar ekki geta tekið þetta mjög nærri sér, og þeir sem eru þannig eru ekki svo fáir. Oft er þetta líka spurning um þroska.
Sem betur fer hafa flestir með lítið sjálfsöryggi vit á að halda sig frá keppnum sem fela í sér harða gagnrýni, en ávalt skyldi reikna með því að einhverjar sálir verði sárar. Sbr. aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það er ekki af ástæðulausu sem menn reyndu að kenna rétta siðferðilega breytni og virðingu við náungann hér á árum áður. Hvað varð um það? Allt í einu finnst mér ég stödd í furðulegum heimi þar sem menn skemmta sér yfir að horfa á dónalega og særandi framkomu við fólk. Eins og menn eigi bara að geta hrist allt slíkt af sér eins og hundur eftir bað.
Bryndís Böðvarsdóttir, 18.12.2008 kl. 23:29
Ég átta mig á því núna þegar ég las hvað Bryndís sagði að við horfum á þetta frá sitthvoru sjónarhorninu og skil ég ykkar viðhorf vel það er eðlilegt.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.12.2008 kl. 23:43
Þetta er flottasta ljóð sem ég hef nokkurn tímann lesið, Í draumi sérhvers manns. Ég hef lesið það áður í skóla sem krakki - partur af því að læra utanbókar og þess háttar. Fattaði ljóðið ekki þá - var örugglega að einbeita mér að utanbókarlærdómnum :)
Í dag, nokkuð mörgum árum eldri og reynslunni ríkari, las ég það aftur og sjaldan hef ég séð eins skýran og vel lýsandi texta um lífið.
Takk fyrir!
Dystópía, 19.12.2008 kl. 10:47
Bryndís, takk fyrir það. Mjög sorglegt hvernig fór. Gagnrýnin sem stelpan fékk í þáttunum virkaði sakleysisleg; hef séð verri. Simon og Paula voru ósköp ljúf við hana án þess þó að fela að hún væri ekki að meika það sem söngkona. Hérna er fjallað um þetta ásamt myndbandinu þar sem hún er að syngja fyrir dómarana í Idol, sjá: http://latimesblogs.latimes.com/thedishrag/2008/11/why-did-paul-ab.html
En ég er mjög sammála, aðgát skal höfð í nærveru sálar og það er sorglegt að eitt af því sem fólk skemmtir sér yfir í þessum þáttum er þegar einhverjir verða niðurlægðir. Þú útskýrðir þetta mjög vel; Tara að minnsta kosti skildi þig en ekki mig :)
Gæti ekki orðað það betur sjálfur, takk Andrés!
Dystópía, meiri háttar ljóð og eins og þú þá las ég það í skóla sem unglingur en ég sá ekki hve flott þetta ljóð er fyrr en miklu seinna. Takk fyrir heimsóknina :)
Mofi, 19.12.2008 kl. 11:24
Mofi minn ég get bara verið svo fljót á mér stundum :) og hlaupið upp til varnar að óþörfu. En það er ekki alltaf ástæðulaust, ekki ef málefnið stendur manni nærri. Sorry
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.12.2008 kl. 12:13
Andrés þú getur ekki haft fullvissu um tilvist guða.. að segja slíkt og vera með akkúrat ekkert sem styður við dæmið.. er brandari
DoctorE (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.