Okkar skapaða tungl

moon4Eitt af því sem gerir okkur kleyft að lifa á þessari jörð er tilvist tunglsins. Fyrir utan að vera virkilega fallegt og þá sérstaklega undanfarna daga þá þjónar það ákveðnum tilgangi fyrir okkur íbúa jarðarinnar. Hérna eru nokkur dæmi um hvernig tunglið hjálpar okkur á þessari jörð:

  • Virkar sem skjöldur fyrir jörðina, verndar okkur fyrir árekstrum loftsteina. Vegna óvenjulegar stærðar sinnar þá dregur þyngdarafl þess mikið af loftsteinum sem myndu annars lenda á jörðinni.  Á myrku hlið tunglsins er mjög margir gígar eftir árekstra, sumir allt að 240 km að breidd en þannig árekstrar gætu haft mjög alvarleg áhrif á líf á jörðinni.  Annar svona skjöldur fyrir okkur eru Júpíter.
  • Gefur okkur stöðugar árstíðir með því að gera stöðugan möndulhalla jarðar en ef hann væri ekki stöðugur þá væru árstíðirnar óreglulegar.
  • Tunglið stjórnar flóði og fjöru en þessar hreyfingar á hafinu hreinsar hafið og sér til þess að það er súrefnisríkt. Ef tunglið væri ekki til staðar þá myndi hafið líklegast verða smá saman verða eins og Dauðahafið.  Ef að þær plöntur sem eru í hafinu væru ekki að framleiða súrefni er ólíklegt að það væri nógu mikið súrefni fyrir fólk að lifa á jörðinni.
  • Tunglið gerir sólmyrkva mögulega en þeir hafa gefið okkur vísindalega þekkingu ásamt betri þekkingu á mannkynssögunni er varðar að tímasetja atburði.
  • Þar sem tunglið örsakar flóð og fjöru þá á þann hátt er tunglið uppspretta orku fyrir okkur en við getum nýtt þessa krafta til að búa til rafmagn en það eru þegar nokkur orkuver sem nýta sér þetta til að búa til rafmagn.
  • Tunglið lýsir upp nóttina; kannski ekki lífsnauðsynlegt en ég kann að meta það :)

Hérna er myndband af fyrirlestri um tunglið út frá sjónarhóli sköpunar: http://www.answersingenesis.org/media/video/ondemand/our-created-moon/our-created-moon

Þarna meðal annars fjallað um af hverju besta útskýring á tilurð tunglsins er sköpun og fara ýtarlegra í hvernig tunglið er nauðsynlegt fyrir líf á þessari jörð.


mbl.is Tunglið virðist óvenjustórt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Skemmtileg samantekt hjá þér um helstu kosti tunglsins. Síðasta atriðið er kannski ekki lífsnauðsynlegt á okkar dögum en hefur örugglega einhvern tíma verið það.

Mönnum kemur líklega seint saman um tilurð tunglsins enda alltaf gaman að hafa eitthvað til að vera ósammála um. Ég minnist þess t.d. að hafa lesið vísindaskáldsögulega bók um að tunglið væri í raun gert af vitsmunaverum utan úr geimi og að staðsetning þess, nákvæmlega þar sem það sýnist vera jafnstórt og sólin, séu í raun dulin skilaboð um tilvist geimvera!
Það þarf ekki að hinka mörgum orðum til að fá út sömu kenningu og þú vísar til.
Matthías

Ár & síð, 15.12.2008 kl. 14:22

2 Smámynd: Mofi

Matthías, menn geta skoðað sömu gögn og komist að mjög mismunandi niðurstöðu.  Mér finnst þetta með sólmyrkvan vera mjög skemmtilegt dæmi um hönnunar einkenni sem styður sköpun; sama hver skaparinn er. Segir okkur hver skaparinn er en að mínu mati segir okkur eitthvað um hann eins og skemmtilegt fegurðarskyn og vill að við öðlumst þekkingu á þessum heimi sem við búum í því að sólmyrkvi hefur veitt okkur aukna þekkingu á himingeimnum.

Mofi, 15.12.2008 kl. 14:28

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

"skapaða tungl!" Mofi, það gefur augaleið að tunglið var ekki skapað heldur varð til fyrir tilstuðlan Darwiniskrar þróunar og náttúruvals.

Lítil klunnaleg frum-tungl þróuðust í kosmískum drullupolli og efnafræðilegir eiginleikar þeirra urðu til þess að þau stækkuðu heil ósköp og urðu kringlótt í laginu.

Léleg tungl áttu sér ekki viðreisnar von í kuldalegu samfélagi geimkletta og því voru það einungis þróuðu tunglin með heppilegustu stökkbreytingarnar sem lifðu af og áttu afkvæmi.

Þetta vita menn í dag því erfðasýni tunglsins sýna augljósan skyldleika við aðra hnetti og auðvelt er að rekja þróun tunglanna, kjarnabyggingu þeirra og áferð yfirborðs.

Í fornum geimlögum má sjá leifar tungla sem svipa til okkar, en eru augljóslega komin skemur á leið í þróun.

Um Apaplánetuna frægu sveimar t.d. tungl sem er mjög skylt okkar, en þó ekki nægilega skylt til að tunglin geti átt saman afkvæmi.

:P

mbk,

Kristinn Theódórsson, 15.12.2008 kl. 15:39

4 Smámynd: Mofi

Kristinn
"skapaða tungl!" Mofi, það gefur augaleið að tunglið var ekki skapað heldur varð til fyrir tilstuðlan Darwiniskrar þróunar og náttúruvals.

Þú veist að darwinisk þróun er náttúruval á verur sem eru að fjölga sér, sem sagt lífverur, ekki satt?

Kristinn
Lítil klunnaleg frum-tungl þróuðust í kosmískum drullupolli og efnafræðilegir eiginleikar þeirra urðu til þess að þau stækkuðu heil ósköp og urðu kringlótt í laginu.

Hvaða efnafræðilegu eiginleikar tunglsins létu það stækki yfir í að verða einn þriðji af stærð jarðarinnar og síðan hætta að stækka eftir það?

Kristinn
Léleg tungl áttu sér ekki viðreisnar von í kuldalegu samfélagi geimkletta og því voru það einungis þróuðu tunglin með heppilegustu stökkbreytingarnar sem lifðu af og áttu afkvæmi.

Þetta hljómar eins og ég að gera grín að afsökun guðleysingja

Takk fyrir skemmtilegt innlegg Kristinn :)

Mofi, 15.12.2008 kl. 17:19

5 identicon

Ég held að hann sé að gera grín að því hvernig þú klessir "darwin" stimplinum á allt sem þú kemur nálægt Mofi

Kristmann (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 18:28

6 identicon

"Tunglið stjórnar flóði og fjöru en þessar hreyfingar á hafinu hreinsar hafið og sér til þess að það er súrefnisríkt."

Flóð og fjara eru ekki forsenda súrefnis í hafinu. Þú hlýtur að vita að áhrifa flóðs og fjöru gætir ekki í stöðuvötnum en samt sem áður eru þau flestöll með nægt magn súrefnis til að styðja fjölbreytt dýralíf.

Mér finnst líka skondið hvað þú ert blindur á kaldhæðnina í skrifum Kristins. Hann er augljóslega að gera léttvægilegt grín að þróunarkenningunni en þú virðist ekki fatta það.

Bjarni (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 19:37

7 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég var nú bara að fíflast með Darwin-niðurrifsáráttuna hans Mofa.

Auðvitað hefur þróunarkenningin ekkert með tilurð tunglsins að gera.

Þróun er augljós sannleikur, en Mofi stendur sig þó feykivel í að halda öðru fram.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 16.12.2008 kl. 09:47

8 Smámynd: Mofi

Kristinn
Þróun er augljós sannleikur, en Mofi stendur sig þó feykivel í að halda öðru fram.

Ég get skilið að menn velja að trúa því af því að þeir hafa eitthvað á móti tilvist Guðs en það getur ekki verið að það er eitthvað augljóst að froskar urðu að prinsum í gegnum röð af tilviljunum og nv; hægt að trúa því með miklum rembingi en augljóst getur það ekki verið. 

Mér gengur alltaf jafn illa að fá ykkur til að gefa mér svona ykkar bestu rök og gögn fyrir þessari trú ykkar, af hverju?

Kristmann 
Ég held að hann sé að gera grín að því hvernig þú klessir "darwin" stimplinum á allt sem þú kemur nálægt Mofi

Líklegast...

Bjarni
Flóð og fjara eru ekki forsenda súrefnis í hafinu. Þú hlýtur að vita að áhrifa flóðs og fjöru gætir ekki í stöðuvötnum en samt sem áður eru þau flestöll með nægt magn súrefnis til að styðja fjölbreytt dýralíf.

Ekki forsenda en ég veit ekki betur en þau spila inn í súrefnis inntöku hafsins.

Bjarni
Mér finnst líka skondið hvað þú ert blindur á kaldhæðnina í skrifum Kristins. Hann er augljóslega að gera léttvægilegt grín að þróunarkenningunni en þú virðist ekki fatta það.

Ég ályktaði að hann hlyti að vera grínast og þess vegna þakkaði ég honum skemmtilegt innlegg.

Mofi, 16.12.2008 kl. 10:52

9 Smámynd: Reputo

Mér finnst þetta með sólmyrkvan vera mjög skemmtilegt dæmi um hönnunar einkenni sem styður sköpun; sama hver skaparinn er.

Reputo, 16.12.2008 kl. 18:13

10 Smámynd: Reputo

Mofi

Mér finnst þetta með sólmyrkvan vera mjög skemmtilegt dæmi um hönnunar einkenni sem styður sköpun; sama hver skaparinn er.

Ég veit nú ekki betur en að tunglið sé að fjarlægjast okkur og hefur verið að gera það alla tíð. Að lokum mun áhrifum frá því varla gæta á jörðinni og það mun ekki hylja nema brot af sólinni við sólmyrkva.

Reputo, 16.12.2008 kl. 18:42

11 identicon

Ég get skilið að menn velja að trúa því af því að þeir hafa eitthvað á móti tilvist Guðs en það getur ekki verið að það er eitthvað augljóst að froskar urðu að prinsum í gegnum röð af tilviljunum og nv; hægt að trúa því með miklum rembingi en augljóst getur það ekki verið
 Hmm... ég bít á agnið. Hví getur það ekki verið? Hvað hindrar Darwiníska þróun? Ég veit ekki betur en þróunarkenningin hafi staðið sem klettur í eina og hálfa öld, hefur þú komið auga á bresti í henni?
Sjálfum finnst mér rembingurinn aðallega vera sá að útskýra upphaf og tilvist alls með því að vísa í eitthvað stærra og flóknara, og loka svo augunum fyrir því hvaðan það hefur komið. Til hvers að reyna að útskýra heiminn ef þú gefst síðan upp eftir fyrsta skrefið?

Baldur Þór Emilsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:32

12 Smámynd: Mofi

Reputo
Ég veit nú ekki betur en að tunglið sé að fjarlægjast okkur og hefur verið að gera það alla tíð. Að lokum mun áhrifum frá því varla gæta á jörðinni og það mun ekki hylja nema brot af sólinni við sólmyrkva.

Sem er góð rök á móti hugmyndinni um að lífið hafi verið hérna í hundruði miljónir ára.

Baldur
Hmm... ég bít á agnið. Hví getur það ekki verið? Hvað hindrar Darwiníska þróun?

Raunveruleikinn... við höfum engar sannanir fyrir sköpunarkrafti  stökkbreytinga svo þá þarf mikla trú að þær geti breytt einfrömungum í manneskjur. 

Baldur
Ég veit ekki betur en þróunarkenningin hafi staðið sem klettur í eina og hálfa öld, hefur þú komið auga á bresti í henni?

Aragrúi af fólki sér bresti í henni en á meðan eini valmöguleikinn í staðinn fyrir hana er vitræn hönnun sem bendir til Guðs þá ríghalda menn í þessa kenningu sama hve illa hún passar við raunveruleikann.

Baldur
Til hvers að reyna að útskýra heiminn ef þú gefst síðan upp eftir fyrsta skrefið?

Þegar kemur að darwinisma og guðleysi þá eru þeirra vandamál gígantísk einmitt þegar kemur að byrjuninni. Ef að Guð byrjaði þennan heim, af hverju er það þá ekki útskýring?  Er einhver ástæða fyrir því að maður ætti að útiloka Guð sem orsök fyrir alheiminum og lífinu sjálfu?

Mofi, 23.12.2008 kl. 13:04

13 identicon

 Raunveruleikinn... við höfum engar sannanir fyrir sköpunarkrafti  stökkbreytinga svo þá þarf mikla trú að þær geti breytt einfrömungum í manneskjur.

Ef þú skilur þróunarkenninguna á þann veg að næsta rökrétta skref á eftir einfrumungi sé flókin lífvera á borð við manneskju er ég hræddur um að þú hafir hoppað yfir ansi marga kafla. Það getur vissulega verið erfitt að gera sér í hugarlund að lífverur jafn margbrotnar og ég og þú hafi sprottið út frá einfaldleika sem vatt upp á sig en það sem er enn erfiðara að reyna að skilja til fullnustu er tíminn sem hefur liðið frá því að lífið spratt fram. Mannsævi er aðeins augnablik miðað við milljarða ára og því erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir því hversu einfaldar og lítilmótlegar breytingarnar þurfa að vera til að stuðla að þessari þróun. Þær eru hinsvegar sífelldar og ótal, ótal margar og hægt að líkja þeim við breytingu sem verður á manneskju þegar hún vex úr grasi: ef maður býr með einhverjum og sér hann á hverjum degi er erfitt að greina breytingarnar sem hann gengur í gegnum því þær eru svo smáar. Ef lengri tími líður á milli þess sem maður hittir þennan einstakling verða breytingarnar augljósari, þetta á sérstaklega við um börn. Þú kýst að líta á þróun á sama hátt og seinna tilvikið og missir því augljóslega samhengið sem útskýrir hvernig breytingin átti sér stað.

Þú talar einnig um raunveruleikann, ég er hræddur um að nú lokir þú augunum fyrir ótalmörgu í þessum sama raunveruleika. Bændur hafa stundað búbætur í þúsundir ára og það er ekkert annað en stýrð þróun, undir venjulegum kringumstæðum myndi hún gerast án tilstuðlan manna en er engu að síður þróun sem vel er hægt að fylgjast með og rekja. Þetta er aðeins eitt dæmi og ekki erfitt að grafa upp fleiri ef maður er í stuði til.

 Aragrúi af fólki sér bresti í henni en á meðan eini valmöguleikinn í staðinn fyrir hana er vitræn hönnun sem bendir til Guðs þá ríghalda menn í þessa kenningu sama hve illa hún passar við raunveruleikann.

Hérna gildir það sama og áðan, hún passar mjög vel við raunveruleikann og fólk kýs að fylgja henni einfaldlega vegna þess að það þarf ekki guð til að skilja þennan hluta raunveruleikans.

 Þegar kemur að darwinisma og guðleysi þá eru þeirra vandamál gígantísk einmitt þegar kemur að byrjuninni. Ef að Guð byrjaði þennan heim, af hverju er það þá ekki útskýring?  Er einhver ástæða fyrir því að maður ætti að útiloka Guð sem orsök fyrir alheiminum og lífinu sjálfu?

 Geturðu bent á vandamálin? Þú nefnir engin dæmi, það væri gaman að sjá hverju þú lumar á.

Það er vissulega ekki í valdi neins að útkljá um það hvort guð er til eða ekki, en guð er ekki haldbær útskýring á einu eða neinu. Vísindi ganga út á það að komast sífellt nær sannleikanum og leiðrétta sig þegar þau fara út af sporinu og er þróunarkenningin hluti í púsluspili vísindanna. Blind trú á það sem í Biblíunni stendur er mjög veik fyrir hvers konar mótrökum og gagnrýni því ef eitthvað reynist ekki rétt er ekkert annað sem hægt er að grípa í, og sú blinda trú sem boðuð er gefur svör en engar útskýringar. Því er borin von að reyna að skilja eðli alheimsins með því að rýna í Biblíuna og vísindin fylla það tóm sem trúin skilur eftir.

Ég held ég ljúki þessu þar sem þú byrjaðir, en þú skrifaðir að "við höfum engar sannanir fyrir sköpunarkrafti stökkbreytinga". Ef þú vilt sanna eða afsanna hluti er stærðfræði eina sviðið sem þú getur snúið þér að, á öllum öðrum hrekurðu annað hvort eða staðfestir tilgátur eða kenningar, en skotheldar sannanir færðu aldrei.

Ég er vel til í lengri rökræður um þessi mál en mig grunar að þú sért nú þegar búinn að spila út þínum hæstu trompum og held því að ég sleppi að svara nema þú komir með góð og bitastæð svör.

Baldur Þór Emilsson (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband