Iðrun í verki

JOHNBAPTISTMargir hafa rang hugmyndir varðandi iðrun en iðrun er ekki aðeins að sjá eftir einhverju heldur líka að bæta upp fyrir það og loforð til Guðs um að gera slíkt aldrei aftur.  Það væri magnað að hafa predikara eins og Jóhannes skírara starfandi í dag; efast um að hann væri aftur á móti vinsæll. Hérna dæmi um hvernig hann predikaði og talaði til prestanna í Ísrael og ég þori að veðja að presta stétt Íslands í dag fengi að heyra mjög svipaðan boðskap frá honum. Þeir sem bera litla virðingu fyrir boðorðum Guðs og þá sérstaklega hvíldardags boðorðinu og síðan eru á ofurlaunum þegar fólk er að missa vinnuna og heimili sín. 

Matteusarguðspjall 5
4
Jóhannes bar klæði úr úlfaldahári og leðurbelti um lendar sér og hafði til matar engisprettur og villihunang. 5Menn streymdu til hans frá Jerúsalem, allri Júdeu og Jórdanbyggð, 6létu skírast af honum í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar.

7Þegar hann sá, að margir farísear og saddúkear komu til skírnar, sagði hann við þá: "Þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja komandi reiði? 8Berið þá ávöxt samboðinn iðruninni!

Þessi Austurríkis þjófur hefur látið undan samviskunni sem eru frábærar fréttir. Vona samt að hann haldi ekki að með því að bæta upp fyrir þjófnaðinn að hann hætti að vera sekur sem þjófur. Vona að hann hafi áttað sig á því að hann þurfti að iðrast og biðja Guð fyrirgefningar. Þótt að hann hafi bætt upp fyrir þennan þjófnað þá verður hann samt fundinn sekur sem þjófur á dómsdegi án fórnar Krists svo vonandi fer hann í auðmýkt til Guðs og biður um það réttlæti sem Kristur bíður öllum sem trúa á Hann.


mbl.is Þjófur býðst til að greiða skaðabætur 25 árum síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Mofi.

Þetta er merkileg pæling. Maður að nafni paul washer hefur verið að gera það gott í jaðarpredikun evangelista. Maður sem er eins óvinsæll og hann er dáður. Er ekki að sykra hlutina heldur rökfærir það biblíulega að meðalmennsku kristni mun enda í helvíti. Ættir að youtube´a hann. Mögulega eyðimerkur Jói þar á ferð?

Mér finnst hann þó aðeins vera legalisti og holier than thou dramadrottning sem ætti að fríska upp á rómverjabréfið sitt. Áhugavert engu að síður.

Jakob (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Mofi

Ég er náttúrulega ekki sammála helvítis hugmyndinni en það er mjög Biblíulegt að sekir munu ekki erfa eilíft líf og að segja eitthvað annað er að ljúga að fólki. Aðal spurningin er að fyrst að hætta steðjar að fólki að þá er hið eina samviskusamlega sem maður getur gert er að vara það við.

Skal kíkja á þennan Paul Washer, alltaf gaman að kynnast nýjum predikurum þó að ég sé vanalega ósammála þeim...vá, hreinlega öllum í mörgum atriðum

Mofi, 3.12.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Mofi

Ég hlustaði á þessa ræðu hérna: http://www.youtube.com/watch?v=uuabITeO4l8  

Get ekki neitað því að mér fannst hann mjög góður. Líkaði ekki hvernig hann orðaði helvítis boðskapinn sem gaf til kynna eilífar pyntingar en fyrir utan það þá var hann öflugur.

Mofi, 3.12.2008 kl. 15:45

4 identicon

Já þetta er ferskur blær. Hann er fanntagóður predikari. Þarf ekki að vera að öskra stemmingsmyndunar popkúltúrs múgsefjun. Heldur er hann að predika sína sannfæringu af mikilli alvöru og heiðarleika. Hann má eiga það.

Jakob (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:22

5 identicon

Þessar kenningar þínar um að ein gjörð dæmi menn þjófa eða lygara má með afleiðslu nota til að sanna að ég sé guð.

 Hér eru tvær staðhæfingar Mofa:

1) Eitt verk getur skilgreint menn. Þ.E. Þeir sem hafa einhverntíman stolið eru þjófar.

2) Enginn er góður nema guð.

Hér er afleiðslan:

1) Ég hef gert góðverk.

2) Þar af leiðandi er ég góður.

3) Þar sem enginn er góður nema guð, þá hlýt ég að vera guð.

Verði ykkur að góðu, þeir sem vilja leggja sína tíund beint inn á reikning hjá mér er bent á að hafa samband við mig svo ég geti sent þeim reikningsnúmer, best að sneiða allveg fram hjá veraldlegri kirkju.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 00:21

6 Smámynd: Mofi

Jakob, hann er einlægur og vill að kristni endurspeglist almennilega í lífi kristinna og það er góður boðskapur. Það er ekki hægt að neita því að þeir sem horfa á kirkjuna sjá oft lítinn mun á milli fólki sem kallar sig kristið og þeim sem segjast ekki vera trúað. Eins og nafni þinn sagði :)  

14Hvað stoðar það, bræður mínir og systur,[3]

Orðrétt: bræður mínir.

Jakobsbréfið 2
þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki? Mun trúin geta frelsað hann? 15Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi 16og eitthvert ykkar segði við þau: „Farið í friði, vermið ykkur og mettið!“ en þið gefið þeim ekki það sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það? 17Eins er líka trúin ein og sér dauð vanti hana verkin.

Mofi, 4.12.2008 kl. 09:49

7 Smámynd: Mofi

Jóhannes
Þessar kenningar þínar um að ein gjörð dæmi menn þjófa eða lygara má með afleiðslu nota til að sanna að ég sé guð.

Er það kenning?  Hve marga menn þarf einhver að myrða til að verða morðingjar?  Er það þjófnaður númer tíu sem gerir einhvern að þjófi?

Jóhannes
1) Ég hef gert góðverk.
2) Þar af leiðandi er ég góður.

Hitler gerði án efa einhvern tíman á hans æfi eitthvað sem mætti kalla góðverk, var hann þá "góður"?  Þegar síðan maður talar um að vera góður í Biblíulegum skilningi þá er maður að tala um siðferðis staðal sem við sjáum t.d. í þessum orðum Krists:

Matteusarguðspjall 5
21Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur skal svara til saka fyrir dómi. 22En ég segi yður: Hver sem reiðist að ástæðulausu bróður sínum skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann hefur unnið til eldsvítis. 23Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér 24þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína.
25Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á vegi með honum til þess að hann selji þig ekki dómaranum í hendur og dómarinn þjóninum og þér verði varpað í fangelsi. 26Sannlega segi ég þér: Eigi munt þú komast út þaðan fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.

27Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór. 28En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu. 29Ef hægra auga þitt tælir þig til falls þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér að einn lima þinna glatist en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti. 30Ef hægri hönd þín tælir þig til falls þá sníð hana af og kasta frá þér. Betra er þér að einn lima þinna glatist en allur líkami þinn fari til helvítis.
31Þá var og sagt: Sá sem skilur við konu sína skal gefa henni skilnaðarbréf. 32En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór.

33Enn hafið þér heyrt að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki vinna rangan eið en halda skaltu eiða þína við Drottin. 34En ég segi yður að þér eigið alls ekki að sverja, hvorki við himininn, því hann er hásæti Guðs, 35né við jörðina, því hún er skör fóta hans, né við Jerúsalem, því hún er borg hins mikla konungs. 36Og eigi skaltu sverja við höfuð þitt því að þú getur ekki gert eitt hár hvítt eða svart. 37En þegar þér talið sé já yðar já og nei sé nei. Það sem umfram er kemur frá hinum vonda.

38Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina. 40Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn gef honum eftir yfirhöfnina líka. 41Og neyði einhver þig með sér eina mílu þá far með honum tvær. 42Gef þeim sem biður þig og snú ekki baki við þeim sem vill fá lán hjá þér.
43Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. 44En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. 45Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.

Mofi, 4.12.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband