Trúverðugleiki þjóðarinnar er í húfi

Mér finnst svo sem ég vera að tjá mig sem algjör viðvaningur hérna en þannig viðhorf þurfa stundum líka að heyrast. 

Það virðist vera í "siðuðum" löndun að þá segja menn af sér þegar þeir klúðra einhverju. Meira að segja þá segja þeir af sér ef einhver af þeirra undirmönnum gerði misstök því að þeir axla ábyrgð.  Núna sjáum við stefnu flokks sem situr við völd hafa sökkt landinu í skuldafen og gert út af við trúverðugleika þjóðarinnar á erlendri grundu. 

Við þurfum að losa okkur við þessa stjórn og boða til kosningu þó það væri ekki nema til að sýna umheiminum að við sem þjóð erum ekki sátt við hvað gerðist og heimtum að þeir sem sitja við völd taki ábyrgð.

Kosningar sem hið allra fyrst; helst áður en núverandi ríkisstjórn nær að klúðra einhverju fleiru.


mbl.is Taka höndum saman um þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Skiptir ekki máli :)     ef að þjóðin myndi kjósa sama fólk yfir sig aftur þá yrði að hafa það. Það sem skiptir máli eru skilaboðin; bæði til ráðamanna og til annara þjóða. 

Það má síðan segja, sama hvað kæmi í staðinn þá gæti það ekki verið verra; þetta hlýtur að vera botninn. 

Mofi, 19.11.2008 kl. 14:20

2 identicon

Ég er þér hjartanlega sammála Halldór.  Hjartanlega sammála.

Mér finnst það algjör aumingjaháttur að segja "kosningar eru dýrar, þær eru líka svo mikið vesen" og auðvitað "hvað viltu í staðin".  Smá upplýsingar hérna til þeirra sem eru á þeirri skoðun;  Lýðræði ER dýrt, lýðræði ER vesen en lýðræði er MIKILVÆGT og það er algjörlega þess virði að ganga í gegnum.  Ég er ekkert viss um að ný stjórn verði neitt betri og taki eitthvað betur á málunum en núverandi, en eins og þú segir þá er mikilvægt að sýna, ekki bara ráðamönnum okkar heldur umheiminum, að okkur stendur ekki á sama! Að við ERUM óánægð!

Viðkvæmir tímar blablabla!  Það vill enginn stjórnandi segja af sér.  Þegar vel gengur þá er sagt "hei, það er góðæri, algjör óþarfi að breyta til" og þegar illa gengur þá er sagt "það er svo viðkvæmt ástand, við þurfum stöðugleika".

Hingað og ekki lengra.  Stjórnendur þessa lands bera kannski ekki persónulega ábyrgð á ástandinu (auðvitað geta allir Íslendingar litið í eigin barm), en sem stjórnendur bera þau ákveðna ábyrgð og verða að svara þeirri ábyrgð gagnvart þjóðinni.

Óánægja er að aukast og pólitískar aðstæður hafa breyst MIKIÐ undanfarnar vikur.  Þegar þjóð er ósátt með stjórn sína er það hennar réttur að steypa henni af stóli og velja sér nýja sem er henni betur fallin.  Skv. Lincoln er þetta mikilvægasti réttur hverrar þjóðar.

Sé þig kannski á laugardaginn á Austurvelli Halldór :D

sth (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:41

3 Smámynd: Mofi

sth, gaman að heyra.   Aldrei að vita nema þú sjáir mig :)

Vantar miklu meiri hvatningu fyrir að mæta og að mæting þýði vilji til kosninga. Vantar vakningu fyrir því hvað venjulegur borgari þarf að gera til að ýta á að það verði efnt til kosninga.

Mofi, 19.11.2008 kl. 14:55

4 identicon

Eins og ég segi, ég er algjörlega sammála Halldóri hvað þetta varðar. 

Við svona kaótískar aðstæður hafa margir envaldarnir tryggt sér völd í gegnum tíðina af því að fólk var hrætt.

Við megum ekki gleyma þeim réttindum sem tók mikil átök og mikinn tíma að tryggja okkur.  Lýðræði er mikilvægara en stöðugleiki, undantekningalaust.  Ég get verið sammála þér Dóra að það væri kannski ekki þjóðinni fyrir bestu að drífa okkur um of í ESB, en það skiptir ekki máli ef þjóðin ákveður að gera það samt.  Það sem skipti máli er, eins og ég sagði, er að þjóðin ákvað að gera það samt (eða kaus yfir sig stjórnmálaflokka sem ákváðu að gera það). 

Ég ætla að enda þessa athugasemd á orðum Benjamin Franklins, sem hljóða einhvern veginn svona:

"Every nation that gives up a litle liberty for some security deservers neither, and loses both"

sth (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:56

5 identicon

Halldór það sem að ég óttast mest eru að fólk heimti kosningar of mikið í reiðikasti og kjósi þá eitthvað slæmt yfir sig.

Við endum uppi með evru og enga leið útúr kreppuni.   ESB er ekki lausnin en eigendur fjölmiðlana eru búnir að vera duglegir að gefa það út sem einu lausnina.  Auðvitað því að eigendur þeirra hagnast á því.  Þeir stjórnmála flokkar sem hamra hvað hæst á því að taka upp evru bera ekki hag þjóðarinnar í brjósti.  Þeir vilja eingöngu skapa gott umhverfi fyrir sjálfa sig til að græða peninga.

Ef til kosninga kæmi núna yrði samfylkingin mjög líklega við stjörnvölin og þeir myndu sigla beint með okkur í algera glötun.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem leggur til raunhæf úrræði.  Þó mér þyki framkvæmdin á úrlausnini vera frekar ábótavön.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:00

6 Smámynd: Mofi

Dóra
Niðurstaðan myndi sennilega verða sú sama, nema það ef að Samfylkingin hlyti það stórt fylgi að hún myndi klessukeyra okkur inn í ESB.

Niðurstaðan væri skilaboð til ráðamanna og landanna í kringum okkur. Okkar trúverðugleiki hefur beðið hnekki en ef þjóðin lætur stjórnina flakka þá segir það utan að komandi aðilum að við líðum ekki þessa vanhæfni og það er ekki hægt að kalla það sem hefur gerst annað en glæpsamlega vanhæfni.

Fyrir utan að síðast þegar ég heyrði þá voru vinstri grænir komnir með meira fylgi en Sjálfsstæðisflokkurinn. Get samt ekki neitað því að okkur vantar skýran valkost. Samfylking hefði getað verið sá skýri valkostur ef hún hefði ekki skriðið upp í rúm Sjálfstæðisflokksins.

Mofi, 19.11.2008 kl. 15:04

7 identicon

Bíddu bíddu, er ekki Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera við völd hve lengi aftur?  Var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem hleypti nýfrjálshyggjunni inn í landið?  Var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem einkavæddi og einkavinavæddi bankana?

Nei veistu, ég held að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alveg sannað hve getulaus og úr takt við þjóðfélagið hann er.

sth (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:06

8 Smámynd: Mofi

Arnar, það er ekki beint okkar að ákveða að fólki er ekki treystandi til að kjósa það sem við teljum vera gáfulegast. Sé síðan ekki hvernig hægt væri að kjósa eitthvað verra yfir okkur.  Ég er sammála að ESB væri slæmur kostur; alltaf verið erfiður kostur og hvað þá núna þegar við erum ekki í neinni stöðu til að semja við ESB. En ef þjóðin vill fara í ESB þá verður að hafa það því að þjóðin á að taka svona ákvarðanir. 

Sjálsstæðisflokkurinn er síðan sá sem ber mesta ábyrgð á þessu svo þeir eru líklegast verstir til þess fallnir til að leysa málið. Það vantar svo afskaplega mikið að koma því fólki sem er í stjórnunarstöðum frá því að það er prinsip atriði að fólk taki ábyrgð á því sem gerist á þeirra vakt.

Mofi, 19.11.2008 kl. 15:08

9 identicon

Jájá að sjálfsögðu á þjóðin að fá að taka sínar ákvarðanir, en eru þetta þeirra ákvarðanir ?   Þetta eru skoðanir myndaðar af því sem að hverjir segja okkur ???  Jú fjölmiðlarnir.   Enda í ljósu nýliðina atburða hefði ég samþykkt fjölmiðlafrumvarp Davíðs á sínum tíma.  Þó það hefði verið erfitt að fylgja því eftir þar sem Jón Ásgeir hefði einfaldlega getað skráð eitthvað af fjölmiðlunum yfir á vini og vandamenn.  Og einfaldlega verið með "lepp" til að stýra þeim.

Þessvegna segi ég þar sem að ég veit betur en að láta reiðina og vitleysuna í fjölmiðlum hlaupa með mig í gönur að kosningar eru ekki til neins.  Og ef samfylkingin eða einhver annar ef því er að skipta kemst til valda og ákveður að taka upp evru þá mun ég og eflaust fleiri flýja landið.  

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:21

10 identicon

Sth, vissulega var það sjálfstæðisflokkurinn sem að einkavæddi fyrirtækin.  Ég styð þá ákvörðun þeirra heilshugar.  Margt hefur batnað á þeirri tíð sem bankarnir hafa verið einkavæddir.   Mér þykir það hinsvegar miður að eigendur bankana hafi tekið sér það bessaleyfi að spila með peninga landsmanna.  Eðlilegt viðskipti hefðu verið að lána peninga innanlands með vöxtum.  Þessir vextir hefðu síðan verið þeir peningar sem bankarnir hefðu getað og mátt spila með.  En þegar þeir eru farnir að spila með sparífé landsmanna þá voru þeir komnir langt út fyrir sitt svið. Og í raun ekki að gera neitt annað en að ræna landsmenn.

Það er því fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn sem að brugðust í þessu öllu saman. Og síðast en ekki síst glæpsamlegt atferli bankastjórnenda.  Ég sé ekki að einkavæðing bankana sé orsökin að þessu.  Það er eins og að halda því fram að byssuframleiðsla sé orsök morða.   En hinsvegar brást allt eftirlit og þeir eiga að fá skellinn fyrir að hafa brugðist í eftirlitinu.  Ekki kenna þeim um að hafa tekið "ranga" ákvörðun með einkavæðingu bankana.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:26

11 Smámynd: Mofi

Arnar, erum við ekki sammála því að þeir beri ábyrgð ( hvort sem um er að ræða raunverulega ábyrgð eða táknræna ábyrgð ) sem sátu vaktina? 

Það er ekki eins og það er líklegra að seinna komi þeir tímar sem við getum fullkomlega treyst fjölmiðlum. Miklu frekar að við eigum möguleika að treysta fjölmiðlum eftir að taka ráðandi stjórn frá völdum. 

Mofi, 19.11.2008 kl. 15:32

12 Smámynd: Mama G

Hm, eruð þið búin að taka með í reikninginn að nú þegar í dag er Ísland bundið af þeim tilskipunum og reglugerðum sem ESB gefur út? Ég er ekki alveg að skilja hvaða sjálfstæði það er sem fólk heldur að Ísland hafi (eða muni hafa) með því að vera ekki formlega í ESB. Viðskiptasamningar Íslands við ESB standa og falla með því að Ísland fylgi þessum reglum ESB, þess vegna gerum við það.

Meira info please um það afhverju ESB og EUR eru svona slæmur kostur!?

Mama G, 19.11.2008 kl. 15:42

13 identicon

Sjálfsögðu bera þeir ábyrgð.  Þeir menn sem sátu vaktina höfðu ekki hug á að setja neitt stopp því þeir högnuðust sjálfir á því að láta þetta óheft.

Það sem ég er hinsvegar að segja er að einmitt það sem auðmenn landsins vilja er koma núverandi stjórn frá til þess að þeirra leikmenn komist til valda.   Það mun hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér.

Það er enginn betur í stakk búinn til að klára þetta mál heldur en sjálfstæðisflokkurinn.  Miðað við þær hugmyndir sem maður hefur heyrt frá hinum stjórnmálaflokkunum.   Sjálstæðisflokkurinn er t.d. eini flokkurinn sem að vill að við höldum krónuni.  Fyrsta skref til glötunar er einmitt að henda henni.   Sjálfstæðisflokkurinn vill svo að við styrkjum krónuna, minkum innflutning og aukum útflutning.

Málið er að fólkið einfaldlega er ekki í stakk búið til þess að taka þessa ákvörðun núna þar sem það er blindað af reiði gagnvart núverandi stjórn.

En eins og ég sagði ef þetta er það sem að þjóðin vill þá er það hennar að takst á við.   En það er einmitt hlutverk stjórnmála manna að stjórna málunum.  Og það er það sem þeir eru að reyna að gera. 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:45

14 identicon

"Vaah! Ríku gæjarnir eiga fjölmiðlana "

Hvað með Morgunblaðið?

Eða erlenda fjölmiðla?

Þó að þetta væri rétt hjá þér, að þjóðin sé svo vitlaus að hún geri eins og fjölmiðlarnir segja henni að gera þá myndi það engu máli skipta.  Þjóðin á að hafa rétt til að kjósa jafnvel slæman valkost.

Mér finnst þessi fjölmiðlaskot þín vera undansláttur frá því sem máli skiptir. 

sth (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:47

15 identicon

Mama G, heimsýn hafa verið duglegir að skrifa um hverjar ástæðurnar eru.  Þetta er heldur ekki alveg rétt eins og þú segir þetta.   Vissulega höfum við ýmsar skildur að upphalda í EES en þær stóraukast ef við förum í ESB.

 http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/

http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/

Þessi 2 blogg fjalla aðallega um ESB og fylgihvilla þess.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:49

16 Smámynd: Mofi

Mama G, það sem ég hef aðalega á móti aðild ESB er í hve slæmri stöðu við erum til að semja. Hef að vísu lítið á móti því að það sé athugað hvaða samninga við getum gert.

Arnar, afhverju heldur þú að auðmenn landsins vilja koma núverandi stjórn frá?  Ég er ekki frá því að þeir sem eru líklegastir til að fá meira fylgi í kosningum eru Vinstri grænir og Samfylkingin; sé ekki hvernig auðmenn gætu grætt á því.

Afhverju heldur þú að það sé gott að halda krónunni?  Mér finnst mjög slæmt að hafa gjaldmiðil sem er alltaf að breytast, sem einhverjir auðmenn geta hækkað eða lækkað að vild því að við erum svo fámenn.  Sammála með að minnka innflutning og auka útflutning en er líka á því að flestir flokkanna eru sammála því.

Mofi, 19.11.2008 kl. 15:51

17 identicon

Sth, auðvitað hefur þjóðin rétt á því að kjósa slæma hluti yfir sig.  En hefur hugsandi fólk ekki jafnan rétt á því að uppfræða þá sem vilja kjósa yfir sig slæma kosti til þess að reyna að koma í veg fyrir það.

Það þarf að hætta að ræða það að hrynda þeim sem komu þessu ástandi á frá bara eingöngu reiði almennings vegna.   Það er miklu dýrara og verra fyrir samfélagið.   Við ættum að vera að ræða það hvernig við vinnum okkur útúr þessu ástandi.   Þegar það er komið þá getum við farið að skipta út ráðamönnum ef þess gerist þörf.

Ef þú ert í sambandi með konu og það kemur upp leiðinlegt staða reyniru að vinnu þig útúr henni útaf því að þú elskar konuna eða ætlaru bara að henda henni frá þér og finna nýja til þess að takast á við sama vandamálið bara seinna.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:54

18 identicon

Mofi, villtu taka upp annan gjaldmiðil á gengisvísitöluni 230 ???   Við þurfum að styrkja krónuna áður en við horfum á annan gjaldmiðil.  Ég vill setja upptöku annars gjaldmiðils inná 10 ára planið en það er ekki það sem skiptir máli í dag.

Þá myndi ég helst vilja skoða upptöku sterlingspunds, norskrar krónu eða jafnvel að fá að binda gengið við evru.   ESB er þjóðini engann veginn til góða.

Mín skoðun er jafnframt að með inngöngu í ESB þá hendum við krónuni í frjálst fall og náum aldrei þeim stöðugleika að geta tekið upp Evruna.   Eistland og Lettland eru í þeirri stöðu í dag.  Bíða eftir að fá að taka upp evru fá hana ekki sökum lélegs stöðugleika í landinu og horfurnar eru ekki góðar þar.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:57

19 Smámynd: Mama G

Jæja, ég hef svosem ekki grafið mig djúpt í þessum pælingum, en ég hef átt samræður við aðra sem hafa kynnt sér þessi mál. Reyndar var það fyrir nokkrum árum, þegar tíðin hér á Fróni var allt önnur. Jafnvel þá, í miðju góðæri og gósentíð, var mér sagt að Ísland væri ekki og yrði sennilega aldrei í neinni spes stöðu til að semja eitthvað sérstaklega við ESB, umfram það sem aðrar þjóðir gera sem sækja um inngöngu.

Eða um hvað finnst ykkur að þurfi sérstaklega að semja? Ég hef aldrei heyrt fréttir af því að eitthvað land í ESB hafi verið óánægt með eitthvað sem ákveðið var að gera því það hafi verið eitthvað sérstaklega mikið á þess kostnað

Mama G, 19.11.2008 kl. 16:01

20 Smámynd: Mama G

Arnar, allar þjóðir sem hafa skipt yfir í EUR hafa fellt gjaldmiðilinn sinn rétt fyrir upptökuna. Það er bara eðlilegt að slíkt gerist, eða hvaða verð geturðu hugsað þér að sé sanngjarnt fyrir gjaldmiðil sem enginn vill kaupa því það á að fara að hætta að nota hann?

Mama G, 19.11.2008 kl. 16:03

21 Smámynd: Mofi

Arnar
Ef þú ert í sambandi með konu og það kemur upp leiðinlegt staða reyniru að vinnu þig útúr henni útaf því að þú elskar konuna eða ætlaru bara að henda henni frá þér og finna nýja til þess að takast á við sama vandamálið bara seinna.

Ef ég væri með fótbolta lið sem væri komið í algjört þrot þá myndi ég fá mér nýjan þjálfara.  Þegar misstök gerast á þinni vakt þá er hið göfuga að víkja og er gert alls staðar í siðmenntuðum ríkjum en hérna á klakanum þá situr þetta lið sem fastast þótt að þeir hafa stýrt þjóðarskútunni í skipsbrot.

Arnar, hvenær og hvernig við myndum hætta að nota krónuna er alveg sér umræðuefni. Ef við gætum t.d. bundið hana öðrum gjaldmiðli þá væri það lausn sem gæti gengið mjög lengi.

Mama G, ég er örugglega enn fáfróðari en þú um ESB aðild. Kannski þess vegna er ég aðalega fylgjandi því að það er athugað hvaða samninga við gætum gert og fá umræðuna betur upp á borðið.

Mofi, 19.11.2008 kl. 16:07

22 identicon

Mama G, þetta snýst frekar um það að okkar hagur er betur séður ef að við förum með okkar eigin forráð.   Frekar en að láta ESB um að stjórna hvað er best fyrir okkur.

Ef við göngum í ESB lútum við þeirra reglum um losun á blæstri út í andrúmsloftið. Miðað við hvern haus.  Eins og okkar hagur er best séður er best að taka ákvörðun um það hvað við viljum losa mikið loft út í umhverfið reiknuð útfrá því hvað við höfum stórt landsvæði.  Hvað jörðin okkar getur unnið úr miklu.   Ekki láta evrópulöndin yfirtaka "okkar kvóta".  Þetta myndi hafa heftandi hömlur á stóriðju.   Ekki fleiri álver eða slíkt.

Við gæfum evrópuþinginu yfirráð yfir úthafsmiðum okkar.   Við fengjum jú aðlögunartíma og mættum veiða eftir því sem "hefð" hefur skapast fyrir. 'I einhver ár.  En áður en langt um liði væru aðrar þjóðir farnar að sækja á okkar mið.  Það hefði verulega slæm áhrif á íslenskann efnahag.

Lanbúnaður til að mynda myndi leggjast af með öllu hérlendis.  Það myndi opnast fyrir innflutning á landbúnaðar afurðum frá öðrum evrópulöndum.   Mjólkurframleiðsla og kjötframleiðsla myndi leggjast útaf hér á landi.
Ég veit ekki með ykkur en mér fynnst íslensk mjólk vera besta mjólk í heimi.  Íslenskt vatn og íslenskt lambakjöt vera það besta í heimi.
Við höfum þá sérstöðu ef bændur myndu aðeins hagræða í rekstri hjá sér að geta hafið útfluttning á þessum afurðum og aukið þar af leiðandi tekjur íslands.  En ef við göngum inn í ESB núna þá fellur þetta allt niður.  Íslenski suaðfjárstofninn myndi deyja út.   Við þurfum að efla íslenskt efnahagslíf það mikið að við verðum útflutningsríki og seljum örðum evrópulöndum þegar tíminn kemur að við göngum inn í þetta samband.   Ekki að við þurfum að kaupa stöðugt frá þeim.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 16:13

23 identicon

Mama G, krónubréfunum yrði "breytt" í evru bréf.  Við þyrftum ekki að selja neinum krónuna til að fá evru.   Það væri út í hött þar sem auðvitað myndi enginn vilja selja okkur evruna einfaldlega góðmennskunar vegna.

Gengi krónunar vs. gengi evrunar yrði samningsatriði þar sem horft er til stöðu gjaldmiðilsins síðustu ára.   Önnur lönd hafa þurft að lækka sig vegna þess að þeir hafa verið á öldutoppi og þurft að sætta sig við viðunandi gengi.   Ef við gengjum í þetta samband í dag myndi þjóðarframleiðsla snarminnka samanber því sem ég skrifaði hér að ofan.   Við fáum ekki að taka upp evru nema með því að hafa sýnt stöðugleika í 2 ár.   Hvernig eigum við að sýna stöðugleika næstu 2 árin ef við erum að minnka framleiðslu okkar ???

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 16:16

24 Smámynd: Mofi

Takk Arnar og Dóra fyrir gott innlegg.  Mér líst einmitt illa á aðild að ESB og myndi vilja fá upp á borðið hvað aðild þýðir fyrir landið og að ég best veit þá getum við ekki vitað það fyrir víst nema taka upp einhverjar viðræður við ESB.

Ég er sammála Dóru með fjölmiðla frumvarpið; núna vildi ég óska þess að það hefði náð fram að ganga. Þá er einhver möguleiki að önnur rödd hefði heyrst og þá vonandi rödd sem hefði virkilega varað við þessari ógn.

Mér finnst dáldið eins og menn halda að Vinstri Grænir vilja hér einhvers konar bænda samfélag og enga samkeppni og enga frjálshyggju en ég kannast ekki við að það sé þeirra stefna.  Þeir hafa t.d. verið á móti stóriðju og vilja frekar efla smá iðnað sem ég tel vera miklu gáfulegri kost heldur en enn annað álverið.  Erum við virkilega ekki búin að læra af því að setja öll okkar egg í eina körfu eins og við gerðum með bankana?

Mofi, 19.11.2008 kl. 17:26

25 identicon

Ég er hlynntur þessari stóriðju þar sem þetta skapar okkur töluvert meiri peninga heldur en landbúnaður nokkru sinni.

Þetta skapar fjöldann allan af störfum sem skila skatttekjum til sveitarfélaga og kostar tölvuverða orku sem við seljum.

Mér fynnst þó að landbúnað eigi að endurskipuleggja töluvert á landinu.  Ég veit því myndi vera mótmælt því þetta myndi fækka búum töluvert.  En staðan er einfaldlega sú að landbúnaður reyðir sig að miklu leiti á styrki frá ríkinu til að ná að ganga sinn vanagang.   BúBúin verða bara að stækka. Þó það myndi þíða færri bú, það þýðir ekki að vera endalaust með einhverja bæji útum allar tryssur sem gera ekkert annað en rækta hey til að selja hestamönnum.  Við gætum t.d. farið að markaðsetja lambakjötið okkar sem söluvöru erlendis.  Fyrst að nudduð naut alin á bjór eru talin góður kostur afhverju ekki að markaðsetja lambakjötið sem villilömb.  Þar sem að lömbin fá nú að vera stærstan hluta æfi sinnar á fjöllum með móður sinni.

Hvernig væri að byrja aftur á því sem að Jón Páll stóð fyrir á sínum tíma.  Útflutningi á skyri.  Hann var duglegur að promota skyrinu og það var farið að seljast örlítið að því til útlanda.  Við ættum að markaðsetja það sem góðann kost fyrir lyftingafólk.  Því það er staðreynd að ekkert fæðubótarefni er jafn gott og prótínríkt og skyrið okkar.

Akkúrat núna eru tækifærin fyrir svona útflutningsævintýri.  Krónan er hræódýr og því myndi þessi vara til að byrja með geta verið á mjög góðu verði og mjög samkeppnishæf á erlendri grundu.   Þegar krónan svo styrkist þá vonandi verður eftirspurning líka farin að aukast.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:49

26 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ef þig vantar lokaorð sem slá allt út Mofi minn þá bara láttu mig vita :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.11.2008 kl. 20:23

27 Smámynd: Mofi

Ég er glaður að bullukollan skein á mínu bloggi :)    Fannst að vísu lítið um bull :)   Veit ekki til þess að Vinstri Grænir eru eitthvað bara að prómóta fjallagrasa eitthvað. Frekar að hugmyndafræðin er að mörg grasrótar sprota fyrirtæki væru heppilegra fyrir efnahaginn en ennþá meiri stóriðja. Hvaða fyrirtæki þetta eiga að vera á ekki að vera í höndum ríkisins heldur á ríkið aðeins að styðja við þannig iðnað.

Arnar, góður punktur með skyrið.  Við höfum mörg tækifæri til útflutnings núna en best að ríkið styðji við þannig en er ekki að standa í þannig sjálft. Veit ekki með landbúnaðinn; aðal atriðið með hann tel ég vera að við þurfum að vera viss um að geta framleitt nógu mikinn mat fyrir íbúa landsins. Jafnvel ef að illa árar og hluti framleiðslunnar bregst að þá eigum við nóg.

Tara, mig vantar frekar olíu á eldinn til að koma af stað ennþá meiri umræðum svo ég komist í heitar umræður; hef ekki verið þar í allt of langan tíma. Geturðu reddað mér 

Mofi, 19.11.2008 kl. 20:38

28 Smámynd: Mama G

Arnar: Mama G, krónubréfunum yrði "breytt" í evru bréf.  Við þyrftum ekki að selja neinum krónuna til að fá evru.   Það væri út í hött þar sem auðvitað myndi enginn vilja selja okkur evruna einfaldlega góðmennskunar vegna.

Haha! Að sjálfsögðu átti ég við gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum þegar ég talaði um verðið á henni. Datt ekki í hug að einhver myndi í alvörunni skilja mig þannig að það væri bara einhver gaur að fara að kaupa upp allan gjaldeyrisforðann

Jæja, ég kíki á þessi blogg sem þið bentuð á við tækifæri.

Mama G, 19.11.2008 kl. 20:43

29 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Veistu, þetta stendur mér svolítið nálægt svo ég þegi eiginlega, betra allra vegna, ég segi það satt. En breytið um sjónarhorn, ræðið um útlit, t.d. maður með höfuðskrúð Davíðs ætti ekki að láta sjá sig, það eitt ætti að koma honum úr stólnum. Spekulerið í þessu og takið eftir að í Seðlabankanum er að finna mann í hárri stöðu með bæði útlitið í næstu Bond mynd og IQ líklega töluvert hærra en mitt þó furðulegt sé. Finnið hvern ég á við og setjið hann í stöðu Seðlabankastjóra. Ég er dottin í Múslima núna aðventistar hafa ekki staðið sig sem skyldi með mig

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.11.2008 kl. 20:58

30 identicon

Mofi, ég er búin að eiga í ansi heitum umræðum við DocterE á blogginu hans í dag.

http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/715611/

Þú getur kannski bætt eitthvað við þetta :P 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:59

31 identicon

Arnar, þú talar voða mikið um að auka útflutning og minnka innflutning.  Ég veit ekki hvort þú áttir þig ekki á því að það eru allir sammála þessu.  Maður þarf ekki að vera langskólagenginn til að átta sig á að við græðum mest á að flytja út meira en sem nemur innflutningi.

Ég vil að þú svarir mér þessu, afhverju í ósköpunum er ekki löngu búið að ganga frá þessum stóraukna útflutningi sem þú ert svona heitur fyrir?  Afhverju er Sjálfstæðisflokkyurinn ekki löngu búinn að græja þetta á stjórnartíð sinni?

Nei veistu, nú keppast allir við að hljóma rosalega gáfulega en þetta er út í hött.

Svo er það að líkja ríkisstjórn við maka gjörsamlega fáránlegt.  Ég myndi ekki taka í mál að fyrirgefa viðkomandi t.d. svik.  Fótboltaliðslíking Halldórs er mun gáfulegri, ef eittvað klúðrast á þinni vakt sem stjórnandi liðsins er réttast að þú víkir.

Þú segir að það eigi að hætta að "ræða það að [hrinda] þeim sem komu þessu ástandi á frá bara eingöngu reiði almennings vegna."  Ég spyr afhverju?  Er það ekki réttur almennings að koma stjórn sem honum líkar illa frá.  Tíðkast ekki að menn megi ræða hlutina í lýðræðisríkjum?  Hvers konar fasistaháttum viltu koma á hérna??

Svo skuluði endilega hætta að væla um fjölmiðlana.  Í dag getur hver sem er komið skoðunum sínum á framfæri til milljóna manna í gegnum netið og það er enn sem komið er engin lögga sem meinar þeim um það.

Dóra, þú segir ekkert lýðræði ríkja innan ESB.  Ok gleymum því aðeins að við höfum þegar þurft að breyta lögum fyrir EES samninginn án þess að eiga neinn atkvæðisrétt innan ESB.

Er það lýðræði að meina þjóðinni um sjálfsagðan rétt sinn?  Ef meirihluti Íslendinga vill kosningar í vor, er það lýðræði að neita þeim það, jafnvel þó það væri ekki það gáfulegasta sem hægt væri að gera í stöðunni??

Þú spyrð hvað ég vil fá í staðin fyrir nýfrjálshyggjuna.  Satt best að segja veit ég það ekki, ég þekki lítið annað og það eru margir mér mun fremri að tjá sig um það.  Þarf ég endilega að vita allt til að mega tjá mig um tiltekin málefni?  Alveg dæmigert fyrir aumingja sem hafa ekkert betur að gera en að sitja fyrir framan tölvuna og gagnrýna fólk sem þorir að láta í sér heyra þegar það er ósatt, alveg dæmigert. 

Ég bendi á þetta um nýfrjálshyggjuna: http://johann.snabbi.com/nyfrjalshyggja

sth (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:35

32 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég nenni engan vegin að taka þátt í þessari umræðu að öðru leiti en að benda á vegna innleggts sth hér fyrr sem ég hef engan séð andmæla um moggann. Seinast þegar ég vissi töldust Jón Ásgeir og Björgólfur alveg þokkalega ríkir menn. Spurningt samt í dag.

Egill Óskarsson, 19.11.2008 kl. 23:37

33 identicon

Þjóðin, er það fólkið sem hringaði sig í kring um Alþingishúsið í dag, eða má ég vera með?

Ef eitthvað er að marka nýjustu skoðanakannanir þá er meirihluti þjóðarinnar hlynnt inngöngu í ESB, for better or for worse.

Mér dettur ekki í hug að kjósa einhvern flokk sem samanstendur af jólasveinum sem myndi skjótast fram á sjónarsviðið korteri í kosningar.

Þú ert þó ekki að tala um VG sem bætti við sig mest fylgi allra flokka í síðustu þingkosningum?

Eða Samfylkinguna, sem nýtur nú mest fylgis skv. skoðanakönnunum og var með litlu minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn í síðustu þingkosningum?

Egill, takk fyrir að minna mig á þetta.  Ég spyr aftur, hvað með Morgunblaðið, málgagn Sjálfstæðisflokksins eða hvað?

sth (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 00:03

34 identicon

Sth, hef ég eitthvað sagt um að neita fólki þessum rétti ???   Hvað með minn rétt á að tjá mig við fólk og reyna að tala það ofan af slíkri vitleysu með rökum.  Hrópin á kosningar eru ekki á rökum byggð, þau eru í reiði og brjálæðiskasti en ef það er það sem fólkið vill þá verður það auðvitað svo að vera og ég get ekki með nokkru móti sett mig á móti því.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 00:09

35 identicon

Gott að þú áttar þig á því Arnar.

sth (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 00:23

36 Smámynd: Mofi

Tara
Ég er dottin í Múslima núna aðventistar hafa ekki staðið sig sem skyldi með mig

Ég verð að taka það á mig     þarf að taka mig tak. Hlýtur að vera eitthvað áhugavert sem ég get krafsað um.  Hvað fannst þér um þessa færslu: Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins

Arnar
Mofi, ég er búin að eiga í ansi heitum umræðum við DocterE á blogginu hans í dag.

Ég er svona nokkvurn veginn búinn að gefast upp á DoctorE. Honum vantar sárlega að vera meira málefnalegur. Það er ekki nema von að margir kristnir bloggarar hafa lokað á hann. En, ég sá samt ástæðu til að koma með einn punkt svo þú getur kíkt á :)

Dóra
Kosningar kosta og mér þykir ekki fótur fyrir því að kjósa í allri þessari hringavitleysu... Hvernig á ég að geta tekið skynsamlega ákvörðun með mitt atkvæði þegar það er verið að matreiða mig á rugli og tómu tjóni?

Mér finnst eins og þú ert hliðholl Sjálfstæðisflokknum og ert aðeins hrædd við að ef kosið yrði núna yrði hann fyrir áfalli.  Það sem okkur vantar er að senda skilaboð til umheimsins; þeir sem sökktu skipinu eru ekki lengur í brúnni. Þótt ég er ekki sammála Bretum að flokka okkur með hryðjuverkamönnum þá óneitanlega lítur hegðun okkar illa út fyrir umheiminum.

Dóra
Mér dettur ekki í hug að kjósa einhvern flokk sem samanstendur af jólasveinum sem myndi skjótast fram á sjónarsviðið korteri í kosningar. Er þetta virkilega það sem þjóðin vill, ég leyfi mér að efast.

Getum við fengið verri jólasveina en þá sem að gerðu landið næstum því gjaldþrota?   Ég held að þjóðin vill að þeir sem voru í brúnni þegar skipið sökk fari og láti einhverja aðra ( vonandi hæfa ) taka við.

Mofi, 20.11.2008 kl. 10:18

37 identicon

Dóra, afhverju ekki að krefjast þess að ríkisstjórnin, sem og stjórn seðlabankans og fjármálaeftirlitsins, segi af sér bæði til að lægja öldurnar og halda ímyndinni og trúverðugleika á erlendri grundu og skipa einhverskonar bráðabirgða- eða þjóðstjórn eitthvað fram á næsta ár þegar það versta er vonandi yfirstaðið og ganga þá til kosninga með öllum þeim flokkum sem kunna að spretta upp úr þessu ástandi?

Ég er sammála þér að góðir hlutir taka tíma, og það heldur enginn hér að það séu til neinar skyndilausnir til að vinna okkur út úr þessari kreppu, en það er ekki hægt að bíða endalaust og láta sama fólkið komast upp með það aftur og aftur að vaða yfir mann á skítugum skónum.

Hugsanleg ESB aðild á ekki að vera á dagskránni hjá núverandi ríkisstjórn og jafnvel ekki heldur hugsanlegri bráðabirgðastjórn, heldur næstu ríkisstjórn.

sth (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 11:21

38 identicon

Auðvitað eiga menn að segja af sér sem klúðra og rugla út í eitt...
En hey, ætti guð ekki að segja af sér líka, hann er að mér sýnist mesti klúðrari heimsins ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 11:29

39 identicon

P.S.... eins og staðan er í dag þá er stjórnmálakreppa, enginn flokkur á íslandi er í stakk búinn til þess að stjórna landinu okkar

DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 11:35

40 Smámynd: Mofi

Dóra
Ég sé ekkert jákvætt við að fólk sé að hlaupast af Þingi í miðri milliríkja deilu og er þessi Þjóðstjórnar hugmynd skyndilausn? Hvað bætir það ímynd okkar erlendis að hafa allt í upplausn á Alþingi? Auðvita vilja erlendir ráðamenn það mest af öllu að við missum stjórn á okkur svo að þeir hafi betur í þessari deilu.

Það myndi sannarlega hjálpa að í milliríkja deilu að þeir sem báru ábyrgð á þessu væru ekki þeir hinir sömu og væru að semja við þá sem eru afskaplega fúlir út í okkur. 

Dóra
Það er ekki nóg að heimta kosningar, ég vil vita nákvæmlega hverskonar pakk vill komast til valda í þeim kosningum og er ég mest hrædd um það að ef það yrði kosið yrði ákveðin upplausn og rugl í samfélaginu og það eru ákveðin mál í farvegi sem má ekki setja á hold.

Það fólk sem hefur verið í pólitík síðustu árin. Þótt að einhver ný andlit gætu komið á sjónarsviðið í næstu kosningum þá efast ég um að eitthvað lið sem við höfum aldrei séð áður myndi ná völdum. 

DoctorE
En hey, ætti guð ekki að segja af sér líka, hann er að mér sýnist mesti klúðrari heimsins ;)

Það má kannski gagnrýna Guð fyrir að leyfa okkur að ráða okkur sjálf en við værum ekki til nema við hefðum sjálfstæðan vilja og greinilega telur Guð okkar tilveru vera þess virði.  Guð mun samt ekki endalaust láta okkur um réttlæti á þessari jörð; vorkenni þér DoctorE á þeim degi.

Mofi, 20.11.2008 kl. 12:35

41 identicon

Mofi það er bara ekki rétt hjá þér að það myndi hafa einhver áhrif á okkur erlendis frá.   Við myndum virka ennþá sundurtættari.  Fólk myndi hugsa vá þetta fólk getur ekki einu sinni treyst sínum stjórnmála mönnum.  Ef við eins og sth vill meina að við gerum steypum ríkisstjórnini af stóli.  Þá erum við engu skárri en kúba, eða svoíetríkin ef út í það er farið.   Við myndum njóta núll trausts á erlendri grundu.

Erlendir aðilar horfa ekki á orsökina á sama hátt og við reiði almúginn.  

Og já við getum svo sannarlega fengið mikið verri hluti yfir okkur.  Nánast hver einasti flokkur annar en sjálfstæðisflokkurinn vill taka upp evru.  Þeir halda því fram að það sé skyndilausn.   Það er enginn skyndilausn.  Það er leið til að þeir geti grætt meiri peninga.   Þú hlýtur að sjá það að það væri mikið verra að hleypa öðrum að. 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 13:22

42 identicon

Ekki gera mér upp skoðanir Arnar, ég er ekkert að tala um neina byltingu enda, ólíkt því sem þið Dóra virðist halda, þá hafa mótmælin undanfarið verið friðsöm, að undanskildum einhverjum óvitum sem vilja bara snapa slagsmál við lögregluna til að líða eins og fullorðnu fólki.

Ég er að tala um að þetta fólk taki þá ábyrgð sem þeim ber að gera sem stjórnendur, sömu ábyrgð og hefur verið notuð til að réttlæta launin þeirra.

Hér sést vel bæði það besta og það versta við lýðræði, það skiptir ekki máli hver er með bestu lausnina (en ég ítreka að það eru skiptar skoðanir á því og allskonar fræðingar við báða enda borðsins) heldur hver nýtur mest fylgis.

Það vill enginn missa völd, svo mikið veit ég.  Núna segja ráðamenn "við erum með bestu lausnina (þið heimskur almúginn vitið ekki neitt - lýður! skríll!)" og ef ekki verður gengið til kosninga munu þeir hinir sömu segja þegar meiri stöðugleiki kemst á "hei, við komum okkur út úr þessum aðstæðum, afhverju að breyta til?"

sth (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 15:13

43 identicon

Sth, nákvæmlega hvað hafa þessi mótmæli niðri á austurvelli veirð annað ???

Fólkið mætir niður á austurvöll með skilti sem stendur á "Vér mótmælum öll" ( Duhh that's a given, ég meina þetta eru mótmæli þarf að taka það fram á skiltunum að þau séu að mótmæla )

Hvað annað en það eitt að vera að mótmæla eru þessi mótmæli ???  Ég hef ekki heyrt eina einustu kröfu eða þá hverju þetta fólk er að mótmæla yfirhöfuð. 

Það eru svona 50 mismunandi hópar búnir að ákveða þennan dag til að koma og mótmæla og hver er í sýnu horni að mótmæla bara einhverju bara til þess að mótmæla útaf þeir eru óánægðir.    Hvað vill þetta fólk í staðin ???

Þessi mótmæli eru ekkert annað en skríll.  Og ég myndi taka meira mark á íslensku sauðkindini en þessum mótmælendum sem hafa verið þarna.   Þangað til að fólkið byrjar á því að skipuleggja sig og fer að sýna samstöðu um að gera hlutina skipulega þá get ég ekki sagt annað en að þetta er bara skríll!!! 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 15:59

44 identicon

Þegar þetta fólk hinsvegar er búið að koma sér saman um hvað það vill gera þá gætu þeir verið búnir að skapa sér nýjan stjórnmálaflokk útfrá þessum mótmælum sínum og farið með hann inná þing!

En þau vinnubrögð sem að fólkið sýnir hingað til eru ekki lýðræðisleg þetta eru skrílslæti og ekkert annað! 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 16:01

45 identicon

Arnar þú hefur greinilega ekkert mætt niður á Austurvöll nei heyrt neitt úr þessum útifundum fyrst þú heldur fram, í fávisku þinni, að þessir mótmælendur hafa engar kröfur sett fram.

Dóra, ég er þér fullkomlega sammála með eggin og klósettpappírin.  Við eigum þessa byggingu og þessa bíla og við borgum svo sannarlega líka þrifin á þeim.  En þú ert ekki að tala um nema um 20 manns, mörg þeirra á aldrinum 14-16 ára, af 6000-8000 mótmælendum sem mættu þarna síðasta laugardag.

Nei ég held ekkert það sé gaman að vera í ríkisstjórninni í dag heldur, en ég tel það vera erfitt að finna sér nýja vinnu í þessu ástandi svo auðvitað reyna allir að halda í sitt...

Ykkur er frjálst að hafa hvaða skoðun á þessu fólki sem hefur mætt þarna.  Ég er ekki sammála ykkur, en ég virði engu að síður lýðræðislegan rétt ykkar til að gagnrýna það og jafnvel uppnefna.

sth (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 16:21

46 Smámynd: Mofi

Arnar
Mofi það er bara ekki rétt hjá þér að það myndi hafa einhver áhrif á okkur erlendis frá.   Við myndum virka ennþá sundurtættari.  Fólk myndi hugsa vá þetta fólk getur ekki einu sinni treyst sínum stjórnmála mönnum

Nei, þetta fólk sá að þessum stjórnmála menn sem sökktu þjóðarskútunni hefur verið sagt upp eins og í venjulegu fyrirtæki þegar einhver stendur sig alls ekki. Núna er komið nýtt fólk og vonandi er það viðræðuhæft og ekki vanhæft eins og liðið sem lögðu landið í rúst.

Arnar
Þá erum við engu skárri en kúba, eða svoíetríkin ef út í það er farið.   Við myndum njóta núll trausts á erlendri grundu.

Vandamálið við Kúbu og Svíétríkin er einmitt að það er alltaf sama spillingar liðið við völd.  Auðvitað myndu þessi ríki fá miklu meira traust ef þetta pakk færi frá völdum.

Mofi, 21.11.2008 kl. 10:27

47 Smámynd: Mofi

Hérna svona dæmi um hvers konar rugl er í gangi hjá okkur og góð ástæða fyrir því að þjóðin hefur ekki mikið traust á erlendri grundu: Varnarræður fyrir neðan virðingu Seðlabankans/

Við sitjum með gífurlega pólitískan mann sem Seðlabankastjóra og við getum ekki komið honum frá vegna þess hve valda mikill hann er í sínum flokki. Þetta er bara spilling sem minnir á Kúbu og Sovíetríkin.

Mofi, 21.11.2008 kl. 10:29

48 identicon

Mofi, vandamálið með Kúbu kemur stjórnini ekki rassgat við.   Landið sjálft þykir ótrúverðugt.  Við skiptum ekki bara um stjórn og svo allt í einu eru allir trúverðugir.

Það myndi auka á ótrúverðugleika þjóðarinnar ef eitthvað er að mínu mati.   Og þeir sem tækju þá við þyrftu ennmeira að sanna sig fyrir umheiminum.

Ég get samt fallist á það að seðlabankastjórn megi skipta út.  Þar sem að hvergi annarstaðar tíðkist það að pólítískir aðilar fari með stjórn bankana.   Engu að síður þá er það staðreynd að Davíð er einnabest í stakk búinn til þess að stjórna þessum banka. Bankinn heyrði undir stjórn hanns sem forsætisráðherra í 17 ár og nú hvað 5 ár sem seðlabankastjóri.    Hvar ætlaru að finna mann með meiri reynslu á þessum málum ?  Þar sem það er klárt mál að hann er ekki verkamaðurinn sem stendur í útreikningum hann er með undirmenn sem eru menntaðir til þess.   Þá er það hans hlutverk sem stjóri að hafa yfirumsjón með þessu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 11:37

49 Smámynd: Mofi

Dóra
Í kvöldfréttum í gær var rætt við tvo fasta ESB gaura, sem sitja sem fastast, þrátt fyrir kreppuna sem er að leggjast yfir ESB löndin, afhverju sitja þeir enn?

Það er stór munur á kreppu og á því sem við glímum við. Það er auðvitað erfitt að draga einhvern til ábyrgðar fyrir heimskreppu en það sem fór úrskeiðis hjá okkur var ekkert aðhald að þessum bönkum okkar og sitthvað fleira eins og það sem Davíð gerði sem Seðlabankastjóri.

Dóra
Afhverju leyfa menn fjölmiðlum að haga sér á þennan hátt?

Að gagnrýna einhvern sem á töluverðan þátt í klúðrinu en situr samt sem fastast?  Ég sé ekkert að því. Auðvitað á að gera slíkt án persónulegs skítkasts en það er ekkert undarlegt að gagnrýna og vilja að hann taki ábyrgð.

Arnar
Mofi, vandamálið með Kúbu kemur stjórnini ekki rassgat við.   Landið sjálft þykir ótrúverðugt.  Við skiptum ekki bara um stjórn og svo allt í einu eru allir trúverðugir.

Kemur henni afskaplega mikið við. Um leið og Kastró fer og líklegast bróðir hans líka þá myndi landið opnast og geta takið þátt í viðskiptum þjóðanna.

Arnar
Það myndi auka á ótrúverðugleika þjóðarinnar ef eitthvað er að mínu mati.   Og þeir sem tækju þá við þyrftu ennmeira að sanna sig fyrir umheiminum.

Að Kúba hætti að vera einræðisríki myndi ekki gefa fólki ástæðu til að fá smá trú á stjórn landsins?   Hljómar eins og þú ert á móti lýðræði.

Arnar
Þar sem það er klárt mál að hann er ekki verkamaðurinn sem stendur í útreikningum hann er með undirmenn sem eru menntaðir til þess.   Þá er það hans hlutverk sem stjóri að hafa yfirumsjón með þessu.

Hann þjóðnýtti einn af bönkunum um miðja nótt og einn af hans ráðgjöfum sagði upp því hann sagði að það væri ekkert hlustað á hann. Hann setti af stað þessa atburðarás því að hann eyðilagði traust fólks á bönkum Íslands því banki er ekkert ef fólk hefur ekki trú á honum. 

Mofi, 21.11.2008 kl. 13:17

50 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Sæll Mofi minn, já auðvitað er það þér að kenna að ég er að vígjast til Íslamstrúar :) Nei þú stendur þig alltaf vel og ég setti mjög viturlega athugas. við færsluna sem þú tiltókst.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 21.11.2008 kl. 17:38

51 identicon

Mofi ég var nú að tala um Ísland þarna í seinni athugasemdini þinni til mín. 

Varðandi yfirtökuna á Glitni.
Hvað átti hann að gera annað í sambandi við bankann ???   

Það eru fyrst og fremst ummæli hans í kastlljósinu sem eru einu sjánlegu mistökin hans.   Þótt hann hafi einungins sagt sannleikann og sannleika sem að þjóðinn ætti svo sannarlega að  taka mark á.   Þá er ekki hægt að segja að hann hafi átt að vera þarna.   Hann var þarna í hápólítískuhlutverki sem er ekki partur af hans starfi.

Og það var að því sem maður skilur á fjölmiðlunum byggt á samtalinu við hann í Kastljósinu sem að hryðjuverkalögunum var beitt.   Hinsvegar er það sem hann átti að hafa sagt og fjölmiðlarnir héldu fram að hann hafi sagt tóm steypa.  Og sannar ekkert annað en að fólk heyri ekkert nema það sem það vill heyra.  frétt tengd þessu kom á sínum tíma hérna á MBL.is og var fyrirsögnin "Hvað sagði Davíð" eða eitthvað í þá áttina.  Þar var það skrifað svart á hvítu hvað maðurinn sagði.   Svo er annað við þetta viðtal að hann fór út í persónulegt skítkast í þessu viðtali sem er afar ófagmannlegt þrátt fyrir það að mér hafi þótt þeir sem fengu þessi ummæli eiga þau skilið.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband