Hver er munurinn á bankaræningja og ræningja sem vinnur í banka?

bank-robbersNei, þetta er ekki fimm aura brandari, aðeins smá hugleiðing.  Ef ég eða hver sem er myndi vaða út í banka og ræna miljón eða tveimur og væri gripinn daginn eftir; væri mér stungið inn og peningarnir teknir af mér?  Auðvitað segi ég og vonandi þú líka. 

Er einhver munur á því og því sem hefur verið í gangi í fyrirtækja bruðlinu síðustu ár?  Þegar menn taka út úr fyrirtækjum hundruð miljóna með alls konar fáránlegum leiðum?  Sumir líklegast benda á að þótt að það sem þeir gerðu var siðlaust þá var það samt löglegt.  Ég fyrir mitt leiti veit um ein lög skrifuð af Guði sem segja "þú skalt ekki stela" og ég á erfitt með að sjá þessa hegðun sem annað en þjófnað. 

Hvernig væri að segja Bretunum að ef þeir geta fundið þessa menn þá mega þeir taka þeirra peninga upp í skuldirnar?  Ég sé ekki betur en þúsundir munu missa hús sín svo af hverju ekki þeir sem stóðu í bruðlinu og braskinu?

Kannski er ég á hálum ís hérna en það er eitthvað mikið að og löngu kominn tími til að benda á sökudólga og refsa þeim.  Sumir gætu nú spurt "hvað varð um fyrirgefninguna"?  Ég svara því þannig að fyrirgefning er alveg fáanleg fyrir þá er irðast en hún kemur ekki í veg fyrir eðlilega refsingu. Iðrun felst síðan í því að bæta upp fyrir hið vonda sem maður gerði, ef maður getur.

Lúkasarguðspjall 3
7Við mannfjöldann, sem fór út til að láta hann skíra sig, sagði hann: „Þið nöðrukyn, hver kenndi ykkur að flýja komandi reiði? 8Sýnið í verki að þið hafið tekið sinnaskiptum og farið ekki að segja með sjálfum ykkur: Við eigum Abraham að föður. Ég segi ykkur að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum. 9Öxin er þegar lögð að rótum trjánna og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað.“
10Mannfjöldinn spurði hann: „Hvað eigum við þá að gera?“
11En hann svaraði þeim: „Sá sem á tvo kyrtla gefi þeim er engan á og eins geri sá er matföng hefur.“
12Þá komu og tollheimtumenn til að skírast. Þeir sögðu við hann: „Meistari, hvað eigum við að gera?“
13En hann sagði við þá: „Heimtið ekki meira en fyrir ykkur er lagt.“
14Hermenn spurðu hann einnig: „En hvað eigum við að gera?“
Hann sagði við þá: „Hafið ekki fé af neinum, hvorki með ofríki né svikum. Látið ykkur nægja mála ykkar.“


mbl.is Sveitarfélög í kröggum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Takk fyrir þessa færslu vinur minn.

bk.

Linda.

Linda, 13.11.2008 kl. 13:42

2 identicon

Kannski er ég á hálum ís hérna en það er eitthvað mikið að og löngu kominn tími til að benda á sökudólga og refsa þeim.  Sumir gætu nú spurt "hvað varð um fyrirgefninguna"?  Ég svara því þannig að fyrirgefning er alveg fáanleg fyrir þá er irðast en hún kemur ekki í veg fyrir eðlilega refsingu. Iðrun felst síðan í því að bæta upp fyrir hið vonda sem maður gerði, ef maður getur.
"Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!"   og "Dæmdu og þér munuð dæmdir verða"

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:26

3 Smámynd: Mofi

Arnar, heldur þú að kristnir eiga ekki að dæma rétt frá röngu?  Eða að kristið samfélag dæmir aldrei einn?  Hvernig var þetta hjá gyðingum, voru engin lög sem sögðu hvað var rétt og hvað var rangt, voru ekki dómar og refsingar?

Mofi, 14.11.2008 kl. 12:10

4 Smámynd: Mofi

Fyrra Korintubréf 6
1Hvernig getur nokkur ykkar, sem á sökótt við annan, fengið af sér að fara með málið fyrir dóm ranglátra en ekki heilagra? 2Eða vitið þið ekki að heilagir eiga að dæma heiminn? Og ef þið eigið að dæma heiminn eruð þið þá óverðugir að dæma í hinum minnstu málum? 3Vitið þið eigi að við eigum að dæma engla? Hvað þá heldur hversdagsleg efni! 4Þegar þið eigið að dæma um hversdagsleg efni, þá kveðjið þið að dómurum menn sem að engu eru hafðir í söfnuðinum.
5Ég segi það ykkur til blygðunar. Er þá enginn vitur til á meðal ykkar sem skorið geti úr málum milli safnaðarmanna?
6 Í stað þess eigið þið í málum innbyrðis og það fyrir vantrúuðum.
7Það út af fyrir sig að þið standið í málaferlum hvert við annað er í sjálfu sér hnekkir fyrir ykkur. Hví líðið þið ekki heldur órétt? Hví látið þið ekki heldur hafa af ykkur? 8Þess í stað gerið þið öðrum rangt til og hafið af þeim og það trúsystkinum.

9Vitið þið ekki að ranglátir munu ekki erfa Guðs ríki? Villist ekki! Enginn sem er saurlífur, dýrkar falsguði eða lifir í hórdómi, enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar, 10enginn þjófur eða fégráðugur, vínsvallari, rógberi eða fjársvikari fær að erfa Guðs ríki.

Mofi, 14.11.2008 kl. 12:19

5 Smámynd: Mama G

Blessaður Mófi. Sé mig knúna til að staðfesta það að þú er mjög líklega á hálum ís í þessari færslu. Langar að vísa til sameiginlegs vinar okkar, Chris Martenson, 7. kafla, nánar tiltekið tíma 2:41-2:55 því til staðfestingar á því afhverju bankarnir okkar voru ekki með "neinar innistæður" þegar ALLIR sem einn vildu taka út.

Eða ertu með einhver önnur sértæk dæmi í huga? Gætir skellt því inn og þá væri gaman að skoða hvort það sé eðlilegt, siðlaust, löglegt eða já, þjófnaður

Mama G, 14.11.2008 kl. 18:04

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Hlakka til að lesa um blessanir í lífi þínu.

Drottinn blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.11.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband