Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins

Í kringum 500 fyrir Krist þá var Hebrea að nafni Daníel sem bjó í Babelón.  Guð ákvað að upplýsa mannkynið í gegnum kong Babelónar og Daníel um framtíð stórvelda heimsins fram að okkar daga.

Í Daníel 2 lesum við að konungur Babelónar dreymdi draum sem hann gat ekki munað en var viss um að draumurinn hafi verið mjög mikilvægur.  Í gegnum röð atburða þá var það gyðingur að nafni Daníel sem Guð sýndi hver draumurinn var og hvað draumurinn þýddi. 

Við finnum þessa sögu í Daníels bók í Gamla Testamentinu og hérna eru versin sem lýsa draumnum og þýðing Daníels á draumnum:

nr3-dreamDaníel 2
24Daníel fór þessu næst til Arjóks, sem konungur hafði sett til að taka vitringana í Babýlon af lífi, og sagði við hann: „Þú skalt ekki taka vitringana í Babýlon af lífi. Farðu með mig til konungs og ég mun ráða drauminn fyrir hann.“
25Og Arjók leiddi Daníel tafarlaust fyrir konung og sagði: „Ég fann mann meðal herleiddu mannanna frá Júda, sem getur sagt konungi merkingu draumsins.“
26Konungur sagði við Daníel sem kallaður var Beltsasar: „Getur þú sagt mér hver sá draumur var sem mig dreymdi og hvað hann merkir?“
27Daníel svaraði konungi: „Það er ofviða öllum vitringum, særingamönnum, galdramönnum og spásagnamönnum að opinbera konungi leyndardóm þann sem hann spyr um. 28En á himnum er sá Guð sem opinberar leynda hluti og hann hefur nú boðað þér, Nebúkadnesar konungur, hvað verða muni á hinum síðustu dögum. Þetta er draumurinn og sýnirnar sem komu þér í hug í rekkju þinni:
29Konungur, þegar þú hvíldir í rekkjunni hvarflaði hugur þinn að því hversu fara mundi á ókomnum tíma. Og hann, sem opinberar leynda hluti, sýndi þér hvað í vændum er. 30En um mig er það að segja að ekki er það vegna neinnar visku sem mér er gefin fram yfir aðra þá menn sem nú lifa að mér hefur opinberast þessi leyndardómur, heldur skyldi ráðning draumsins gefin þér, konungur, svo að þér yrðu hugsanir hjarta þíns ljósar.
31Þú horfðir fram fyrir þig, konungur, og við þér blasti risastórt líkneski. Líkneskið var feikistórt og stafaði af því skærum bjarma. Það var ógurlegt ásýndum þar sem það stóð frammi fyrir þér. 32Höfuð líkneskisins var úr skíragulli, brjóst og armleggir úr silfri en kviður og lendar úr eir, 33fótleggirnir úr járni en fæturnir að hluta úr járni og að hluta úr leir.
34Meðan þú horfðir á losnaði steinn nokkur án þess að mannshönd kæmi þar nærri. Hann lenti á fótum líkneskisins, gerðum úr járni og leir, og mölvaði þá. 35Þá molnaði niður allt í senn, járn, leir, eir, silfur og gull og fór sem hismi á þreskivelli um sumar. Vindurinn feykti því burt svo að þess sá ekki framar stað. Steinninn, sem lenti á líkneskinu, varð hins vegar að stóru fjalli sem þakti alla jörðina.
36Þetta var draumurinn. Nú segi ég þér merkingu hans, konungur.
37Þú, konungur, ert konungur konunganna og þér hefur Guð himnanna veitt konungdóm, vald, mátt og tign. 38Þér hefur hann selt mennina á vald hvar sem þeir búa, dýr merkurinnar og fugla himinsins og látið þig drottna yfir þessu öllu. Þú ert gullhöfuðið. 39En eftir þinn dag mun hefjast upp annað konungsríki, valdaminna en þitt og á eftir því þriðja ríkið, eirríkið sem mun drottna yfir veröldinni allri. 40Þá mun magnast upp fjórða ríkið, sterkt sem járn. Járn sneiðir sundur og brytjar alla aðra hluti og eins og járnið sneiðir sundur, eins mun þetta ríki brytja og sundurlima öll hin ríkin. 41Fætur sástu og tær sem voru að hluta úr efni leirkerasmiðs en að hluta úr járni. Það boðar að ríkið mun klofna. Það mun þó varðveita að nokkru styrk járnsins því að þú sást að leirinn var blandinn járni. 42Tærnar á fótunum voru að hluta úr járni og að hluta úr leir og eftir því verður það ríki öflugt að nokkru en máttlítið að nokkru. 43Þú sást að járni var blandað í leirinn. Það merkir að giftingar leiða til samrunans en ekki til samlögunar fremur en að járn og leir blandist saman.
44Á dögum þessara konunga mun Guð himnanna magna upp ríki sem aldrei mun hrynja og ekki verða selt annarri þjóð í hendur. Það mun eyða öllum þessum ríkjum og gera þau að engu en standa sjálft að eilífu. 45Það er steinninn sem þú sást losna úr fjallinu, án þess að nokkur mannshönd kæmi nærri, og mölvaði jafnt járn sem eir, leir, silfur og gull. Mikill er sá Guð sem nú hefur birt konungi það sem í vændum er. Draumurinn er sannur og ráðning hans ótvíræð.“
46Nebúkadnesar konungur féll þá fram á ásjónu sína, laut Daníel og bauð að fórna honum matfórn og reykjarfórn. 47Og konungur sagði við Daníel: „Vissulega er Guð ykkar guð guðanna og konungur konunganna. Og leynda hluti opinberar hann fyrst þér tókst að ráða þennan leyndardóm.“ 

Það sem við fáum að sjá þarna er stytta sem er skipt upp í mismunandi hluta. Hver hluti er úr sérstökum málmi sem táknar mismunandi stórveldi á jörðinni.  Daníel tekur fram að Babelón er fyrsta ríkið en eftir það kæmi annað sem er táknað með handleggjum og brjóst úr silfri. Við vitum út frá mannkynssögunni að ríkið sem sigraði Babelón voru Medar og Persar. Eftir það kæmi annað ríki sem táknað er með lendum úr eir ( brons ) og við vitum frá sögunni að Grikkland kom á eftir Medum og Persum. Síðasta ríkið er táknað með járn leggjum en við vitum að Rómarveldi sigraði Grikkland og tók við sem ráðandi afl. Núna kemur það sem er virkilega áhugavert en það er að spádómurinn sagði að Rómarveldi yrði ekki sigrað af öðru ríki heldur myndi það skiptast upp í smærri ríki og það er táknað með fótum þar sem járn er blandað með leir.  Þetta rættist þegar Rómarveldi sundraðist og varð að því sem við köllum núna Evrópu.   Tekið sérstaklega fram að menn munu reyna að nota giftingar til að sameina þetta veldi en það myndi aldrei takast. Við vitum frá mannkynssögunni að kongar Evrópu reyndu hvað þeir gátu að sameina konungs ættirnar með giftingum en Evrópa hélt áfram að vera sundruð.  Menn síðan eins og Napóleon og Hitler reyndu að sameina Evrópu en tókst ekki.

Á síðan tímum Evrópu eða sundraðs Rómarveldi myndi Guð setja upp sitt ríki sem verður eilíft ríki.

Daníel fékk seinna aðra sýn sem gaf meiri upplýsingar um þetta ferli og upplýsti hver þessi ríki voru með nafni en ég ætla að fjalla um það seinna.  Sá sem rannsakar spádóma Biblíunnar og vill samt ekki trúa því að hún er innblásin bók tel ég lifa í afneitun. Guð hefur sýnt honum tilvist sína í gegnum

Hérna er fyrirlestur um þetta sama efni en farið miklu ýtarlegra í þetta efni og bent á fleiri spádóma varðandi Babelón: The Final Kingdom

Sjálfur fyrirlesturinn byrjar eftir 27 mínútur svo til að sleppa við söng og þess háttar þá þarftu að spóla fram í 27 mínútu.

Síðan stutt youtube video sem sýnir styttuna og hvaða ríki hvaða partur af styttunni táknaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Mofi.

Þetta er vissulega stórmerkileg frásögn og hver sem neitar því má endilega reyna að grúska upp samtíma fornrit af slíkri dýpt og samhengi svo ekki meira sé sagt.

Eitt sem ég hef áhyggjur af þó. Ég þekki þessa túlkun ágætlega. Hún virðist passa nokkuð vel, en fer algerlega eftir sagnfræðiskilningi Vestur-evrópu sem miðast hefur útfrá kristni.

Það er algeng "tæmandi mannkynssaga" að byrja á miðausturlöndum Frjósama hálfmánanum - Súmer, Babýlon, Persar og alla leið til Ísrael. Fara síðan þaðan til Grikkja og svo Rómverja þangað til vestur rómverska ríkið fellur. Þá er fókusinn komin á miðvestur evrópu og heldur sér þar.

Það er því ekki furðulegt að þessir spádómar skildu fókusa á þessa staði í þessari röð.

Mankynssagan frá þessari nálgun er líkt og stækkunargler á korti sem byrjar á miðausturlöndum færist yfir til Grikklands og þaðan til Ítalíu og svo norður til Þýskalands og nágranna. Þetta er ALLT of stöðluð ímynd af "tæmandi" mannkynssögu sem er í heljargreipum vestrænna sagnfræðinga.

Spádómar þessir fara nákvæmlega eftir þessu staðlaða vestræna módeli!

Við erum allt of sjálfhverf í túlkun á þessu. Hvað um Selevkítana sem réðu þarna ríkjum? Ottómenn? Mongólar? Þeir fá ekki að vera með? Kaliphítar eða austrómverska veldið? Hví færast spádómarnir ekki norður austur eða suður?

Ég er ekki að segja að þetta sé röng eða ólíkleg túlkun, en vill benda á engu síður að það eru mun fleiri möguleikar en að fylgja vestrænni mannkynssögu 103 í að fá þennan spádóm til að smella.

Svo ég nefni nú ekki þá þráhyggju að alltaf sé uppfylling þeirra á okkar tímum. Mögulega erum við aðeins við lendarnar á þessu líkneski? Því stöðluð túlkun sleppir mörgum ríkjum einnig inn á milli.

En þetta er góð ábending hjá þér og stórmerkilegt rit engu að síður.

Bestu Kveðjur

Jakob (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 16:02

2 Smámynd: Mofi

Takk Jakob.

Varðandi túlkunina þá tel ég ekki vera um túlkun að ræða þar sem Daníel nafngreinir ríkin. Annað hvort rættist spádómurinn eða ekki.  Varðandi að þarna sé um að ræða spádóm um ríki heimsins þá tel ég það vera ekki alveg rétt. Þarna er frekar spádómur um ákveðið ríki og hvaða ríki kæmu á eftir því og að síðasta af þeim yrði sundrað til endalokanna. Ekki að það voru ekki fleiri ríki á þessum tímum eða að aðeins þessi ríki myndu ráða yfir jörðinni það sem eftir væri.  Miklu frekar spádómur um röð ríkja og síðan uppruni Evrópu.

Kveðja,
Mofi

Mofi, 14.11.2008 kl. 16:25

3 identicon

Sæll Mofi.

Nafngreinir hann ríkinn?

...Ég þarf greinilega að fara að lesa þetta aftur

Jakob (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 16:34

4 Smámynd: Mofi

Mofi - greinin
Daníel fékk seinna aðra sýn sem gaf meiri upplýsingar um þetta ferli og upplýsti hver þessi ríki voru með nafni en ég ætla að fjalla um það seinna.

Í sjöunda kaflanum í Daníel er önnur sýn sem er í rauninni endurtekning á þessari á annan hátt og þar eru ríkin nafngreind.  Aðeins Rómarveldi er ekki nafngreint svo það má segja að þar kemur ákveðin túlkun fram en það er samt enginn vafi að Grikkland var sigrað af Rómarveldi og það ríki vel og lengi og síðan sundraðist í smærri ríki sem við köllum í dag Evrópu.

Mofi, 14.11.2008 kl. 16:50

5 identicon

Ok fair enough.

En hvernig sameinar þú didache í þetta? Gæti ekki verið að tala um splundrun Makedónska veldi Alexanders og fer því að tala um Selevkítana - sem stjórnuðu nákvæmlega þessu svæði - og Makkabeana?

Jakob (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 16:54

6 Smámynd: Mofi

Góður punktur Jakob. Í sýninni sem fer betur yfir þetta ( Daníel 7 ) þá kemur einmitt fram þetta með að Grikkland myndi sundrast milli fjögurra aðila en það samt var óbeint Grikkland. Eftir þetta tók síðan Rómar veldi yfir og að tákna það með járni var virkilega viðeigandi.

Mofi, 14.11.2008 kl. 18:03

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Þessi draumur Nebúkadnesar bendir til þess að karlinn hafi verið orðinn alvarlega veikur, enda varð hann að víkja úr embætti stuttu eftir þetta og át gras í einhverja mánuði eða ár. Hann komst aldrei til valda aftur eftir þetta en samt látinn lýsa því yfir að svo myndi verða í lok 4. kafla Daníelsbókar: "Samstundis fékk ég vit mitt aftur, og til heiðurs fyrir ríki mitt komst ég aftur til tignar og vegsemdar. Ráðgjafar mínir og stórmenni leituðu mín, og ég var aftur skipaður yfir ríki mitt, og mér var gefið enn meira veldi en áður. Nú vegsama ég, Nebúkadnesar, göfga og tigna konung himnanna, því að allar gjörðir hans eru sannleikur, vegir hans réttlæti og hann megnar að lægja þá, sem fram ganga í dramblæti."

Þarna er beinlínis verið að gefa í skyn að Nebúkadnesar sé steinninn sem sundraði líkneskinu og varð síðan að risastóru fjalli sem stjórnaði allri veröldinni. En það rættist aldrei. Hvergi skráð í mannkynssögunni að Nebúkadnesar hafi komist aftur til valda í ríki sínu.

Þessi þáttur Daníelsbókar er á þennan hátt eins og illa skrifuð þjóðsaga Hebrea sem gleymdist að lagfæra áður en hún var endurrituð aftur og aftur.

Sigurður Rósant, 14.11.2008 kl. 21:08

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En hvernig sameinar þú didache í þetta?

Jakob, skiljanlegur ruglingur  Fattaði hvað þú átt við, efast um að Mofi hafi hugmynd um það.

voru Medar og Persar

1+1 = 2 Truflar þetta ekki útreikninginn?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.11.2008 kl. 22:34

9 Smámynd: Mofi

Rósant
Þarna er beinlínis verið að gefa í skyn að Nebúkadnesar sé steinninn sem sundraði líkneskinu og varð síðan að risastóru fjalli sem stjórnaði allri veröldinni. En það rættist aldrei. Hvergi skráð í mannkynssögunni að Nebúkadnesar hafi komist aftur til valda í ríki sínu.

Ehh.. nei.  Og að þó að við höfum ekki heimildir frá einhverjum öðrum en Biblíunni um að Nebúkadnesar hafi komist aftur til valda þýðir ekki að hann hafi ekki komist aftur til valda. Enn sem komið er hefur saga Biblíunnar reynst rétt varðandi það sem við höfum getað fundið um sögu Babelónar.

Haukur
Var að lesa Daníel 7, þar gat ég ekki séð nein ríki nafngreind. Gætiru verið aðeins nákvæmari vinurinn?

Mín mistök, Daníel 8 vers 20-22

Haukur
En taktu eftir einu mofi minn, "Það mun eyða öllum þessum ríkjum og gera þau að engu en standa sjálft að eilífu." Samkvæmt þessu þá er þetta ekki þannig að 5<4<3<2<1 heldur 5<1+2+3+4. Þ.e. öll fimm ríkin uppí á sama tíma, á endanum.

Ég skil ekki þennan punkt hjá þér.  Versin þarna tala aðeins um að þegar kemur að þessu síðasta ríki þá mun Guð setja á fót sitt eilífðar ríki og það verður ekkert eftir af þessum ríkjum. Sé ekki í textanum fullyrðingu að öll ríkin yrðu til á síðustu tímunum.

Dóra
Gaman og áhugavert að lesa fyrir svefninn. Þetta stutta myndband er samt frekar sýrt, lagði ekki í hitt dæmið að svo stöddu.

Aðal innihaldið er í hinu svo ég vona að þú gefir þér tíma í það. Takk fyrir heimsóknina Dóra :)

Mofi, 15.11.2008 kl. 09:27

10 Smámynd: Sigurður Rósant

Í Daníelsbók 4:25 segir: "Þú munt út rekinn verða úr mannafélagi og eiga byggð með dýrum merkurinnar. Þér mun gefið verða gras að eta eins og uxum, og þú munt vökna af dögg himinsins, og sjö tíðir munu yfir þig líða, uns þú viðurkennir, að Hinn hæsti ræður yfir konungdómi mannanna og getur gefið hann hverjum sem hann vill."

Skv. Wikipediu lifði Nebúkadnesar frá 630 - 562 eða um 68 ár. Hann var við völd 604 - 561 eða um 43 ár. Þarna skeikar heimildum um 1 ár, þ.e. Nebúkadnesar hefur stjórnað aðeins fram yfir andlát sitt.

En skv. texta Daníelsbókar hér að ofan liðu sjö tíðir frá því hann fór frá völdum og þar til hann viðurkenndi að Hinn hæsti ræður yfir konungdómi mannanna. Sjö tíðir geta þýtt 21 mánuður (tæplega 2 ár) eða 7 ár eftir því hvernig hentar hverju sinni.

Hvenær eftir andlátið áætlar þú Mofi að Nebúkadnesar hafi komist aftur til valda?

Sigurður Rósant, 15.11.2008 kl. 17:26

11 Smámynd: Mofi

Og Wikipedia er heilagt orð Guðs sem hefur aldrei rangt fyrir sér er það nokkuð? :)

Í fyrsta lagi er kjánalegt að láta sem svo að ef einhver heimild segir eitthvað sem stangast á við Biblíuna að þá sé það alltaf þannig að Biblían hafi rangt fyrir sér. Held að hún er löngu búin að sýna fram á að vera áreiðanleg varðandi margt og sérstaklega þegar kemur að Babelón að ég myndi láta hana njóta vafans fram yfir fullyrðingar einhverja annara heimilda.

Í öðru lagi þá sé ég ekki að einu sinni sé eitthvað þannig í gangi hérna. Kannski innihalda þessi 43 ár tíman sem Nebúkadnesar varð geðveikur og fékk aftur völd.  En þessi grein sem þú bentir á bendir á heimild sem styður að Nebúkadnesar varð geðveikur:

http://en.wikipedia.org/wiki/Nebuchadnezzar_II_of_Babylon
A clay tablet in the British Museum (BM34113) describes Nebuchadnezzar&#39;s behaviour during his insanity: "His life appeared of no value to him... then he gives an entirely different order... he does not show love to son or daughter... family and clan does not exist.[2] There is also a notable absence of any record of acts or decrees by the king during 582 to 575 BC.[3]

Kannski er wikipedia ekki orð Guðs en getur samt haft sitthvað merkilegt fram að færa :)

Mofi, 15.11.2008 kl. 19:39

12 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - Og Wikipedia er heilagt orð Guðs sem hefur aldrei rangt fyrir sér er það nokkuð? :)

Ég hélt að ég hefði verið að gera grín að heimildum Wikipediu er hún gefur í skyn að Nebúkadnesar réði ríkjum eitt ár fram yfir andlát sitt.

En ég er sammála því að Wikipedia er alls ekki áreiðanlegt rit, þó hún sé mun áreiðanlegri en útblásin rit Biblíunnar.

En heldurðu virkilega Mofi að eftirfarandi frásögn í Dan. 3:21-26 sé sannleikanum samkvæm?: "Síðan voru þessir menn bundnir í nærfötum sínum, kyrtlum, skikkjum og öðrum klæðnaði sínum og þeim kastað inn í hinn brennandi eldsofn. Og sökum þess að skipun konungs var svo strengileg, en ofninn kyntur ákaflega, þá varð eldsloginn að bana mönnunum, sem báru þá Sadrak, Mesak og Abed-Negó. En þeir þrír menn, Sadrak, Mesak og Abed-Negó, féllu bundnir niður í hinn brennandi eldsofn..........Ég sé þó fjóra menn ganga lausa inni í eldinum, án þess að nokkuð hafi orðið þeim að grandi, og er ásýnd hins fjórða því líkust sem hann sé sonur guðanna." Þá gekk Nebúkadnesar að dyrum hins brennandi eldsofns, tók til máls og sagði: "Sadrak, Mesak og Abed-Negó, þjónar hins hæsta Guðs, gangið út og komið hingað!" Þá gengu þeir Sadrak, Mesak og Abed-Negó út úr eldinum.

Þessi frásögn minnir mig á Münchausens sögur og flokkast undir skröksögur og ýkjur. Ná því ekki flokkast undir þjóðsögur, svo lygilegar eru þær.

Mofi - "Í fyrsta lagi er kjánalegt að láta sem svo að ef einhver heimild segir eitthvað sem stangast á við Biblíuna að þá sé það alltaf þannig að Biblían hafi rangt fyrir sér."

Hef ég fullyrt að svo sé?

Sigurður Rósant, 15.11.2008 kl. 21:27

13 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Sæll Margt áhugvert hér og gaman að lesa, verð samt að segja að ég skil ekki hvar er hægt að sjá nafngreind ríki í Mín mistök, Daníel 8 vers 20-22 gætirðu útskýrt það fyrir mér ?

Steinar Immanúel Sörensson, 16.11.2008 kl. 00:50

14 Smámynd: Mofi

Rósant
Ég hélt að ég hefði verið að gera grín að heimildum Wikipediu er hún gefur í skyn að Nebúkadnesar réði ríkjum eitt ár fram yfir andlát sitt. 

Ég get ekki neitað því en allt sem ég les frá þér þá gerir ég fyrirfram ráð fyrir því að þú ert að gagnrýna Biblíuna; tók ekki eftir því að þú varst að skjóta á wikipedia.

Rósant
En heldurðu virkilega Mofi að eftirfarandi frásögn í Dan. 3:21-26 sé sannleikanum samkvæm?:

Rósant
Hef ég fullyrt að svo sé?

Óbeint með því að láta sem svo að fyrst að wikipedia eða einhver önnur heimild segir eitthvað sem þér finnst ekki passa við Biblíuna þá sýnir það fram á óáreiðanleika Biblíunnar.

Steinar Immanúel
Sæll Margt áhugvert hér og gaman að lesa, verð samt að segja að ég skil ekki hvar er hægt að sjá nafngreind ríki í Mín mistök, Daníel 8 vers 20-22 gætirðu útskýrt það fyrir mér ?

Takk Steinar. Varðandi versin:

Daníel 8
20Tvíhyrndi hrúturinn, sem þú sást, táknar konungana í Medíu og Persíu 21en hafurinn, það er geithafurinn, merkir konung  Grikklands  og stóra hornið milli augna hans táknar fyrsta konunginn. 22Það brotnaði en fjögur uxu fram í þess stað. Þetta þýðir að fjögur konungsríki munu hefjast af þjóðinni en ekki erfa mátt hennar.

Sýnirnar í Daníelsbók eru skemmtilegar að því leiti að fyrst fær maður stóru myndina sem er styttan í kafla tvö. Næst fær maður nánari útskýringu á styttunni í kafla 7 og síðan í kafla átta þá er farið enn dýpra og í það skiptið eru tvö veldi nafngreind.  Ég ætlaði mér að gera aðra grein um kafla sjö og síðan enn aðra grein um kafla átta í þeirri von að þannig myndi þetta vera skýrt.  Ef maður gerir of langa grein á blogginu þá nennir enginn að lesa hana svo þess vegna valdi ég að búta þetta niður.

Mofi, 16.11.2008 kl. 11:54

15 Smámynd: Mofi

Daníel 2
44
Á dögum þessara konunga mun Guð himnanna magna upp ríki sem aldrei mun hrynja og ekki verða selt annarri þjóð í hendur. Það mun eyða öllum þessum ríkjum og gera þau að engu en standa sjálft að eilífu.

Eða það er verið að tala um ríki þessara konunga ( sem er þá sundrað Rómarveldi ) sem verða við völd á þessum tímum. Ég les þetta aðeins þannig að á þessum tíma verður öllum ríkjum þessa heims eytt. Leyfar af þessum ríkjum eru til í dag nema kannski Babelón þó að t.d. Saddam Hussein reyndi að endurbyggja Babelón ( út frá rústum hinnar raunverulegu Babelónar ) og líkti sjálfum sér við Nebúkadnesar svo að sumu leiti er vottur af Babelón ennþá til.

Mofi, 16.11.2008 kl. 16:54

16 identicon

Já Mofi minn

 Það sást nú vel í umræðum um sögu Egypta og Súmera hversu áreiðanleg heimild þetta er.

Ef ég man rétt þá voru þín sterkustu rök í þeirri umræðu sú að meirihluti sagn og fornleifafræðingar væru annaðhvort vitleysingar eða lygarar.

Kristmann (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:05

17 identicon

Það er eins með þessa "spádóma" og spádóma Nostradamusar.... það er yfirleitt ekkert af viti lesið úr þeim fyrr en eftir að atburðirnir sem "spáð" var fyrir um hafa "ræst"

Og víla menn þá ekki fyrir sér að teygja málin aðeins sínum málstað til framdráttar

Kristmann (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:47

18 Smámynd: Mofi

Kristmann
Ef ég man rétt þá voru þín sterkustu rök í þeirri umræðu sú að meirihluti sagn og fornleifafræðingar væru annaðhvort vitleysingar eða lygarar.

Þú manst vitlaust.

Kristmann
Það er eins með þessa "spádóma" og spádóma Nostradamusar.... það er yfirleitt ekkert af viti lesið úr þeim fyrr en eftir að atburðirnir sem "spáð" var fyrir um hafa "ræst"

Hefur greinilega ekkert skoðað þetta eins og flest annað sem ég hef rætt við þig um.

Mofi, 18.11.2008 kl. 11:52

19 identicon

Ég var nú að lesa yfir umræðuna og það er rangt hjá þér, ég man þetta ekki vitlaust

Þú sagðir þar aftur og aftur og að niðurstöðu fornleifafræðinga og sagnfræðinga væru rangar þar sem þær stönguðust á við kafla GT um fall babelturnsins, settar fram í guðlausri blindri darwinískri trú en ekki byggð á staðreyndum

Semsagt, veitleysingar eða lygarar

 Hefur greinilega ekkert skoðað þetta eins og flest annað sem ég hef rætt við þig um.

Steinar úr glerhúsi Mofi minn, og þá meina ég hnullungar

Kristmann (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:39

20 identicon

vitleysingar átti þetta nú að vera, ekki veitleysingar

Kristmann (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:42

21 identicon

Þú getur ekki tekið þátt í umræðu hérna og haldið á lofti ákveðnum skoðunum og fullyrðingum og síðan bara neitað því að hafa sagt það með orðunum að "ég muni það vitlaust"

Þú ert ekki ungabarn og getur því ekki notað svona tilsvör

Kristmann (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:27

22 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, Mofi. Mikil er trú þín á fingur guðs í ritningum mannanna. Heldurðu að eftirfarandi frásögn sé líka innblásin af guði þínum?

"Ég spratt nú á fætur og það mátti ekki tæpara standa, brá veiðihnífnum mínum og skellti hausinn af ljóninu með einu hnífsbragði svo að skrokkurinn féll í dauðateygjum til jarðar. Síðan reiddi ég byssuskeftið til höggs og keyrði ljónshausinn enn dýpra niður í kok krókódílsins svo að han kafnaði von bráðar við lítinn orðstír. Ég hafði þannig gengið milli bols og höfðuðs á tveim geigvænum fjendum þegar vinur minn kom til að ganga úr skugga um hvað ylli töf minni."

Sigurður Rósant, 18.11.2008 kl. 23:45

23 Smámynd: Mofi

Kristmann
Þú sagðir þar aftur og aftur og að niðurstöðu fornleifafræðinga og sagnfræðinga væru rangar þar sem þær stönguðust á við kafla GT um fall babelturnsins, settar fram í guðlausri blindri darwinískri trú en ekki byggð á staðreyndum

Niðurstöður ákveðnra manna sem byggja sínar hugmyndir á því að þróunarkenningin er rétt er ekki í samræmi við Biblíuna, það er það sem ég sagði marg oft. Þið gátuð ekki komið með nein rök fyrir ykkar máli nema að einhverjir gaurar halda þessu fram. Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að rökræða rökvillu sem er vísun í yfirvald eins og það sé málflutningur sem ber að virða að einhverju leiti.

Kristmann
Steinar úr glerhúsi Mofi minn, og þá meina ég hnullungar

Það sem þú sagðir var í engu samræmi við umræðuna; þú hefur ekkert skoðað þetta svo þess vegna hefurðu ekkert vitrænt um þetta að segja.

Rósant
Já, Mofi. Mikil er trú þín á fingur guðs í ritningum mannanna. Heldurðu að eftirfarandi frásögn sé líka innblásin af guði þínum?

Þegar Guð getur skapað alheim úr engu og sagt fyrir um framtíðina eins og Daníels bók sýnir fram á þá er lítið mál að trúa að Guð geti gert kraftaverk.

Ég hef enga ástæðu til að trúa þessari frásögn sem þú bentir á.

Mofi, 19.11.2008 kl. 10:19

24 Smámynd: Mofi

Ómálefnaleg færsla frá Kristmanni fjarlægð. Þetta bull þitt kemur efni þessa þráðar ekkert við. Ef þú vilt tjá þig, tjáðu þig þá efnislega um það sem þráðurinn fjallar um.

Mofi, 19.11.2008 kl. 11:19

25 Smámynd: Mofi

Kristmann, þetta kom efni greinarinnar ekki við og þess vegna vil ég ekki leyfa þér að eyðaleggja þráðin.

Mofi, 19.11.2008 kl. 11:46

26 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Já Mofi minn, ég sleppti nú athugasemdalestri og líka myndbandinu eða hvað þú kallar þetta. Tæknin er hlaupin frá mér, ég spurði son minn um daginn hvað pínulítið tæki sem innihélt ýmislegt efni væri, furðulostin á svip og hann faðmaði mig að sér og sagðist elska sína skondnu mömmu. Þetta segir mér að ég hef látið tæknina hlaupa frá mér. Útúrdúr. Það er ekki að ástæðu lausu að eldri sonur minn heitir Daníel, heilmikill viskubrunnur. Eeennnnn þetta með drauminn. Það kemur ekki fram að Daníel hafi rifjað upp fyrir honum drauminn, konungurinn trúði honum einfaldlega. Ég hef ekki lesið neitt um þetta nema það sem þú hefur sett niður að vísu en það kemur í kollinn á mér efa. Var Daníel ekki einfaldlega snjall, greindur og sannfærandi? Konungur kannski svolítið einfaldur, en það er ekki hægt að segja svona um fólk sem lifði við allt aðrar hugmyndir fyrir svona mörgum öldum, konungur var trúgjarn segi ég heldur. Daníel segir konungi drauminn sem var að plaga hans hátign sem þó mundi ekki eftir honum, það kemur fyrir fólk enn í dag veistu Mofi. Og hinn snjalli Daníel túlkar drauminn fyrir hann líka, hvað vakti fyrir honum með því er ég ekki viss því ég hef ekki kynnt mér söguna nógu mikið en eflaust hefur það komið Daníel vel. Ég veit það sem sæmilega greind manneskja að það er hægt að túlka flest eftir hendinni. Draumurinn rættist löngu seinna eða réttara sagt það voru seinni tíma menn sem túlkuðu hann. Ef ekki þá er ég fræg fyrir að tala upp úr svefni og vakna oft við það, og það eru sko gáfuleg orð sem ég er að segja sem ég man fullvel. Ég hef hingað til túlkað þetta sem úrvinnslu úr vöku en ætti kannski að hafa upptökutæki (heitir þetta kannski eitthvað annað núna) í gangi á næturnar til að hlusta á hvað ég er að segja í heild, hver veit nema það sé eitthvað mikilvægt

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 21.11.2008 kl. 17:35

27 Smámynd: Mofi

Tara, maður gerir óneitanlega ráð fyrir því að konungurinn hafi áttað sig á því þegar Daníel lýsir drauminum að þetta var sá draumur sem konungurinn dreymdi.

En það svo sem skiptir ekki máli heldur að spádómurinn rættist. Spádómurinn er ekki þannig að það er mikið um túlkanir því að Daníel segir að fyrsta ríkið er Babelón. Þannig er maður með byrjunar punkt sem hægt er að ganga út frá. Svo þá er spurningin, komu önnur veldi á eftir Babelón eins og Daníel sagði frá og síðan það sem var síðast var ekki tekið yfir af öðru ríki heldur skiptist það til endaloka þessa heims.  Ég tel að sagan segir okkur að þetta rættist fullkomlega sem segir mér að Guð opinberaði þarna fyrir okkur tilvist Hans og að Daníel er einhver sem við eigum að taka mark á.

Það er seinna sem Daníel fær sýnir sem endurtaka sama spádóm en bæta við fleiri atriðum og gera þannig spádóminn ýtarlegri. Svo ýtarlega meira að segja að næstu tvö ríki til viðbótar eru nafngreind, Persar og Grikkland og það hefur allt ræst. 

Þetta er síðan grunnurinn að magnaðasta spádómi Biblíunnar að mínu mati en ég verð að taka eitt skref í einu áður en ég fjallað um það.

Mofi, 22.11.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband