Richard Dawkins segir sterk rök vera fyrir tilvist Guðs

Kannski þannig yfirlýsing frá Dawkins hafi áhrif á líkurnar á þessu veðmáli? En hérna er fjallað um þessi ummæli Dawkins: http://www.spectator.co.uk/melaniephillips/2543431/is-richard-dawkins-still-evolving.thtml

dawkinsDawkins sagði "A serious case could be made for a deistic God.".  Þetta er sannarlega breyting á hans afstöðu sem var að trú á tilvist Guðs væri eins og trú á álfa. Hann hefur samt ekki breytt sinni afstöðu á tilvist Guðs Biblíunnar sem hann heldur ennþá fram að sé eins og trú á álfa. Þetta þýðir heldur ekki að Richard Dawkins trúir núna á Guð. 

Persónulega tel ég tilvist Guðs vera vísindalega eina rökrétta niðurstaðan, sjá: Þeir sem eru án afsökunar

Hérna er þræl fyndin South Park sýn á Richard Dawkins:
Richard Dawkins - South Park

 

 


mbl.is Auknar líkur á tilvist Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dawkins sagði "A serious case could be made for a deistic God."
Quote mining. Þú þreytist aldrei á því.

Ragnar (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Mofi

Ragnar, af hverju er þetta quote mining?  Hvað var Dawkins að reyna að segja sem ég er að mistúlka?

Mofi, 6.11.2008 kl. 12:30

3 identicon

Dawkins trúir ekki á guð.... get over it.
Guð biblíu/kórans... what can I say... ef það er til guð þá er hann klárlega ekki í þessum bókum því guðinn í þeim er svo lítill í sér... með svo einræðislegar þarfir... .all around looser

DoctorE (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:32

4 identicon

Geisp.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:34

5 identicon

Mofi skilur ekki hvað quote mining er... enda sköpunarsinni :)
Óheiðarleiki er miðjan í kristni... ljúga og misstúlka allt sem snertir á litla vonda geimmasternum hahahaha

Mofi missti núna nokkur prik :)

DoctorE (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:39

6 identicon

Úr grein mbl.is:

Fari svo að tilvist Guðs verði vísindalega sönnuð stendur stofan því frammi fyrir miklu tapi og hefur því aukið líkurnar.

Hehe, svakalega vísindalegar ástæður að baki...

sth (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:54

7 identicon

Mofi minn, ég held þú misskiljir alvarlega hvað "deistic God" þýði. Albert Einstein var til dæmis díisti, en það er beisiklí viðhorf til raunveruleikans frekar en trú á Guð eins og þú skilur hann. Þinn Guð er lifandi, raunveruleg vera sem talar við fólk. Díískur guð er ekki þannig.

Ennfremur er það að trúa á Guð eitt og sér ekki svo vitlaust. Það að trúa því að hann semji leikrit, sendi tölvupóst eða skrifi bækur er hinsvegar það sem mér þykir kjánalegra við þína tilteknu trú.

Quote mining eða ekki, þá er Mofi hérna bara að misskilja hugtakið. Eðlilega svosem. Það er engin mótsögn milli vísinda og díisma, en vissulega milli vísinda og Biblíunnar. Það vita allir sem vita nokkurn skapaðan hlut um vísindi, með fullri virðingu, Mofi. Þróunarkenningin, ásamt afstæðiskenningunni og milljarða ára aldri alheimsins, er staðreynd.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:02

8 identicon

Annars sá ég þennan South Park þátt á sínum tíma og ég hika ekki við að segja að boðskapur hans er að mínu mati réttur.

Ég sé heldur ekki hvað er svona fyndið við þessa sýn á Dawkins, það eina sem sagt er um hann í þessum þætti er að hann veit að "science and logic is the way of the future".  Það var kynskiptingurinn sem vildi neyða guðleysi upp á fólk.

sth (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:06

9 Smámynd: Mofi

DoctorE
Dawkins trúir ekki á guð.... get over it.
Guð biblíu/kórans... what can I say... ef það er til guð þá er hann klárlega ekki í þessum bókum því guðinn í þeim er svo lítill í sér... með svo einræðislegar þarfir... .all around looser

DoctorE, áttu eitthvað bágt? 

Helgi
Mofi minn, ég held þú misskiljir alvarlega hvað "deistic God" þýði. Albert Einstein var til dæmis díisti, en það er beisiklí viðhorf til raunveruleikans frekar en trú á Guð eins og þú skilur hann. Þinn Guð er lifandi, raunveruleg vera sem talar við fólk. Díískur guð er ekki þannig.

Ég tók sérstaklega fram að Dawkins trúir ekki á Guð Biblíunnar svo hvað er vandamálið?

Albert Einstein virðist hafa skipt um skoðun á Guði í lífsleiðinni. Margar af hans tilvitnunum gefa til kynna að hann trúði á alvöru Guð sem hugsaði og er gáfaður en síðan er eins og hann hafi farið út í að trúa að Guð væri einhvers konar afl eða bara alheimurinn sjálfur.

Helgi
Ennfremur er það að trúa á Guð eitt og sér ekki svo vitlaust. Það að trúa því að hann semji leikrit, sendi tölvupóst eða skrifi bækur er hinsvegar það sem mér þykir kjánalegra við þína tilteknu trú.

Af því að ef Guð er til þá hafi hann ekki getu til að skrifa bók?

Helgi
Quote mining eða ekki, þá er Mofi hérna bara að misskilja hugtakið. Eðlilega svosem. Það er engin mótsögn milli vísinda og díisma, en vissulega milli vísinda og Biblíunnar. Það vita allir sem vita nokkurn skapaðan hlut um vísindi, með fullri virðingu, Mofi. Þróunarkenningin, ásamt afstæðiskenningunni og milljarða ára aldri alheimsins, er staðreynd.

Milli Darwinisma og Biblíunnar er mótsögn en ekki alvöru vísinda. Alvöru mótsagnirnar virkilega byrja milli vísinda og Darwinisma.  Að tilviljanir og náttúruval geti búið til forritunarmál og flóknar vélar er sú trú sem ég hef minnsta álit á; að líkja henni við vísindi er óheiðarlegt.

Mofi, 6.11.2008 kl. 13:12

10 Smámynd: Mofi

sth
Ég sé heldur ekki hvað er svona fyndið við þessa sýn á Dawkins, það eina sem sagt er um hann í þessum þætti er að hann veit að "science and logic is the way of the future".  Það var kynskiptingurinn sem vildi neyða guðleysi upp á fólk.

Þetta var bara fyndið... ekkert flóknara en það.

Mofi, 6.11.2008 kl. 13:13

11 identicon

Milli Darwinisma og Biblíunnar er mótsögn en ekki alvöru vísinda. Alvöru mótsagnirnar virkilega byrja milli vísinda og Darwinisma.  Að tilviljanir og náttúruval geti búið til forritunarmál og flóknar vélar er sú trú sem ég hef minnsta álit á; að líkja henni við vísindi er óheiðarlegt.
Æ nei, byrja samsæriskenningarnar aftur. Hélt (vonaði) að þú værir búinn að gefast upp á því.

Ragnar (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:41

12 identicon

Mofi: Síðan hvenær tekur þú mark á því sem Richard Dawkins segir? Þegar það hentar þér?

Arngrímur (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 14:06

13 identicon

Hvað ætlarðu annars að veðja miklu?

Ragnar (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 14:10

14 Smámynd: Mofi

Ragnar
Æ nei, byrja samsæriskenningarnar aftur. Hélt (vonaði) að þú værir búinn að gefast upp á því.

Hvaða samsæri sérðu núna Ragnar?

Arngrímur
Mofi: Síðan hvenær tekur þú mark á því sem Richard Dawkins segir? Þegar það hentar þér?

Mér finnst aðalega forvitnilegt að hann skuli viðurkenna að það eru til rök fyrir tilvist Guðs sem er breyting á hans afstöðu þó hann heldur í sömu afstöðu til tilvist Guðs Biblíunnar.

Ragnar
Hvað ætlarðu annars að veðja miklu?

Allir eru að veðja sínu lífi þegar kemur að þessari spurningu.  Þar sem ég síðan tel að vísindin eru alveg búin að sýna fram á að Guð hlýtur að vera til þá hreinlega veit ég ekki hvað þessi aðili er að búast við að finna í viðbót sem myndi sanna tilvist Guðs ef allt sköpunarverkið dugar honum ekki.

Mofi, 6.11.2008 kl. 14:22

15 identicon

Hvaða samsæri sérðu núna Ragnar?

Það sama og þú ert alltaf að tala um. Annars vitnaði ég í þig varðandi samsæriskenninguna þína. Prófaðu einhverntímann að lesa eigin texta.

Þar sem ég síðan tel að vísindin eru alveg búin að sýna fram á að Guð hlýtur að vera til þá hreinlega veit ég ekki hvað þessi aðili er að búast við að finna í viðbót sem myndi sanna tilvist Guðs ef allt sköpunarverkið dugar honum ekki.

Og hvað ætlarðu að leggja mikinn pening undir?

Ragnar (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 14:51

16 Smámynd: Mofi

Ragnar
Það sama og þú ert alltaf að tala um. Annars vitnaði ég í þig varðandi samsæriskenninguna þína. Prófaðu einhverntímann að lesa eigin texta. Og ég útskýrði marg oft afhverju

Ég er löngu búinn að útskýra afhverju ég lít ekki á þetta sem samsæri. Ekki frekar en ég lít Votta Jehóva eða múslima vera með eitthvað samsæri þótt þeir hafa aðrar trúarskoðanir en ég. 

Ragnar
Og hvað ætlarðu að leggja mikinn pening undir?

Ekki krónu. Ef heill alheimur fullur af stórkostlegri hönnun frá lögmálum náttúrunnar til upplýsingakerfis DNA til þeirra nanó verksmiðju sem fruman er, ef þetta dugar ekki til að sýna þessum að það er til skapari þá vill viðkomandi ekki sjá sannleikann.

Mofi, 6.11.2008 kl. 15:20

17 identicon

Sé þetta ekki samsæri þá er ekkert annað í stöðunni en að þú teljir langflesta vísindamenn jarðarinnar greindarskerta.

Kannski þetta sé beggja blands. Samsæri og greindarskortur.

Ragnar (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:32

18 identicon

Smá sýnikennsla í Quote Mining.

Aðspurður eftirfarandi spurningar:

hvað ætlarðu að leggja mikinn pening undir [að Guð sé til]?

Svarar Mofi:

Ekki krónu

Sannfæring hans fyrir tilvist Guðs hefur augljóslega snarminnkað.

Ragnar (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:34

19 identicon

Kenningar Dawkins eru einfaldlega ótrúlega vitlausar. Vantrúarpostularnir hljóta að skammast sín fyrir hann. Þrátt fyrir mælskuna, er heimspeki hans og rökfræði með ólíkindum ruglingsleg og þversagnakennd. Skilningur hans á mannkynssögunni er líka aumkunarverður fyrir þróunarsinna.

Danni (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:12

20 Smámynd: Páll Jónsson

Danni: Hvaða kenningar skyldur það vera? Ég veit ekki betur en að höfukenningar hans varðandi þróunarlíffræði séu almennt viðurkenndar.

Ef þú átt við hugleiðingar hans um t.d. hvaðan siðferðiskenndin kemur þá tekur hann ávallt fram að þetta séu getgátur, sem þær vissulega eru. Hann kastar vissulega fram mjög mörgum vangaveltum en setur nær alltaf fyrirvara við þær. 

Mofi: þú áttar þig vonandi á að Dawkins fellst ekki á "the first mover" og önnur deísk rök þó hann hann viðurkenni að þau séu nánast óhrekjanleg. Enda ekki samansem merki á milli þess að vera óhrekjanleg og þess að vera sönn, annars flygi teketill Russel's nú um sólkerfið einhversstaðar. 

Páll Jónsson, 6.11.2008 kl. 17:10

21 Smámynd: Mofi

Ragnar
Sé þetta ekki samsæri þá er ekkert annað í stöðunni en að þú teljir langflesta vísindamenn jarðarinnar greindarskerta.

Kannski þetta sé beggja blands. Samsæri og greindarskortur.

Er það vanalega svona sem þú ályktar?  Þeir sem eru ósammála þér hljóta að vera að ljúga ( samsæri ) eða vera greindarskertir?

Dawkins segir beint út að hann hefur helgað sig efnislegum útskýringum á öllu. Að þótt að eitthvað bendi til Guðs eða eitthvað sé vandamál fyrir efnishyggjuna þá velur hann samt að bíða eftir því að það finnist annað svar en Guð af því að hann telur þannig svör vera réttu svörin. Eins og líklegast þú telur líka.

Ég aftur á móti tel gáfulegast að trúa í samræmi við þá þekkingu sem við höfum í dag og hún er að það þarf vitsmuni til að búa til upplýsingakerfi og vélar og vélmenni.

Ragnar
Sannfæring hans fyrir tilvist Guðs hefur augljóslega snarminnkað.

Heiðarleikinn alltaf í fyrirrúmi hjá þér Ragnar...

Danni
Kenningar Dawkins eru einfaldlega ótrúlega vitlausar. Vantrúarpostularnir hljóta að skammast sín fyrir hann.

Margir hverjir gera það. Það er nokkuð vel viðurkennt hjá guðleysingjum að Dawkins sýndi merkilega lélega þekkingu á Biblíunni og kristni í bók sinni "The God delusion" og olli hún vonbrigðum. Aðalega að hann skyldi setja upp strámannsrök og ráðast á þau í staðinn fyrir kristni í hennar sterkustu mynd.

Páll
Mofi: þú áttar þig vonandi á að Dawkins fellst ekki á "the first mover" og önnur deísk rök þó hann hann viðurkenni að þau séu nánast óhrekjanleg. Enda ekki samansem merki á milli þess að vera óhrekjanleg og þess að vera sönn, annars flygi teketill Russel's nú um sólkerfið einhversstaðar. 

Ég veit ekki hvaða rök Dawkins telur vera góð fyrir tilvist "deistic" Guðs en væri gaman að heyra.  Teketillinn hans Russels hefur mér alltaf þótt slappur. Finnst hann eiga lítið erindi í umræðuna um tilvist Guðs.

Mofi, 6.11.2008 kl. 17:34

22 identicon

Ég er að tala um kenningar hans í bókinni The God Delusion. Sama á við um þá Hitchens og Dennett. Þetta eru sérfræðingar í villandi áróðri.

Danni (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:37

23 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi, getur verið að þú áttir þig ekki á því hvenær þú átt að nota stóran staf þegar þú skrifar guð/Guð?

Egill Óskarsson, 6.11.2008 kl. 18:17

24 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Hvað er málið með doctorE... Guð greinilega að pikka í hann, það virðist vera að þetta andlega sé að bogga hann mikið. Þekki mann sem var með akkúrat svona´yfirlýsingar og það hreinlega bullaði frá honum steypan og frasarnir og í dag er hann mjög trúaður og segir að Guð hafi verið að pikka í hann heldur betur. Síðan gafst hann upp og er mikill Guðs maður í dag. Doctor E hugsaðu um það. Passa að skjóta ekki í fótinn á sér.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 20:28

25 identicon

Ef guð væri til, væri hann ógeðsleg vera sem nýtur þess að pína fólk. Annars værum við ekki með fífl, hálvita og glæpamenn í stjórn þessa lands. Ég veit að guð er ekki til, en ef hann væri til þá myndi ég hata hann.

Óli (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:04

26 identicon

Heiðarleikinn alltaf í fyrirrúmi hjá þér Ragnar...
Þú hlýtur að hafa áttað þig á því að þetta var ádeila á þig og þitt quote mining. Þessu var aldrei ætlað að vera heiðarlegt, einungis að sýna þér fram á hversu óheiðarlegt svona quote mining er.

Ragnar (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:38

27 identicon

Mofi:
Ég aftur á móti tel gáfulegast að trúa í samræmi við þá þekkingu sem við höfum í dag og hún er að það þarf vitsmuni til að búa til upplýsingakerfi og vélar og vélmenni.
 Þetta er slappt, vegna þess að þetta reynir ekki að útskýra hvaðan vitsmunirnir komu. 

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 02:31

28 identicon

Ég bendi á staðreyndir, ég bendi á að EKKERT styður við tilvist guða... ég bendi á að trúarritin eru gömul og ljót ævintýri sem ekkert vit er í að fylgja... er ég þá ruglukollur hahahaha

Dawkins sagði einhverntímann að ef það væri einhver skapari þá væri sá skapari mun líklegri til þess að vera annað lífsform frekar en eitthvað sem hægt er að kalla guð... takið eftir "LÍKLEGRI" svo þið farið ekki að snúa út úr og segja eitthvað bull.

Þessi guð sem þið dýrkið svo mikið .. vá hann er alger steingervingur... allt hugsandi fólk hlýtur að gera sér grein fyrir því að guðir trúarrita eru lítilmenni og terroristar fornaldar.

Jóhanna ég þyrfti að missa vitið til þess að fara að dýrka þetta bull... þetta er algerlega út í loftið, hefur ekkert vitrænt að bjóða, bara ógnir... já þetta eru allt ógnir og vitleysa.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 08:56

29 Smámynd: Mofi

Egill
Mofi, getur verið að þú áttir þig ekki á því hvenær þú átt að nota stóran staf þegar þú skrifar guð/Guð?

Það getur vel passað :)

Óli
Ef guð væri til, væri hann ógeðsleg vera sem nýtur þess að pína fólk. Annars værum við ekki með fífl, hálvita og glæpamenn í stjórn þessa lands. Ég veit að guð er ekki til, en ef hann væri til þá myndi ég hata hann.

Afhverju segir þú þetta Óli?

Jóhannes
Þetta er slappt, vegna þess að þetta reynir ekki að útskýra hvaðan vitsmunirnir komu. 

Ef við fáum einhvern tíman tækifæri til að rannsaka hönnuðinn þá eigum við möguleika að finna út hvernig hann varð til og hvernig hann öðlaðist sína vitsmuni en þangað til þá aðeins vitum við að það þarf vitsmuni til að búa til þá hluti sem við finnum í okkar heimi.

DoctorE
Ég bendi á staðreyndir, ég bendi á að EKKERT styður við tilvist guða... ég bendi á að trúarritin eru gömul og ljót ævintýri sem ekkert vit er í að fylgja... er ég þá ruglukollur hahahaha

Sem betur fer er Dawkins ekki lengur eins óheiðarlegur og þú DoctorE; er hættur að fullyrða að það er ekkert sem styður tilvist Guðs. Það er eitt að trúa ekki að Guð er til, eða telja að það er til betri útskýring á þeim alheimi sem við búum í en að fullyrða að ekkert styðja tilvist Guðs er heimskulega óheiðarlegt. Þú hreinlega afskrifar þig úr svona umræðu sem vitleysing þegar þú segir svona.

Mofi, 7.11.2008 kl. 12:11

30 identicon

Bentu mér á eitt dæmi að það sé til guð Mofi...
Ég tek ekki mark á því ef þú segist ekki skilja eitthvað og því hafi geimgaldrakarl búið dæmið til...

Sko Dawkins gefur guð sama séns og álfar/huldufólk og svoleiðis... semsagt zero séns

DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:50

31 Smámynd: Mofi

DoctorE, ef þú afskrifar sköpunarverkið þá er frekar fáránlegt að gera það. Þetta er ekki spurning um að ég skilji ekki eitthvað heldur að ég skil hvað þarf til að búa til miljarða bæti af upplýsingum og hvað þarf til að gefa röð af táknum meiningu, það þarf vitsmuni.  Dawkins þarna var að segja að rökin fyrir tilvist Guðs eins og Einstein sá fyrir sér, einhver sem orsakaði heiminn væru sterk þó að hann sjálfur væri ósammála.

Mér finnst að menn eiga að geta verið heiðarlegir í þessu. Það er að segja að þó að þú ert ósammála að þá samt segir þú ekki að sá sem þú ert ósammála hefur engin rök. Hann hefur rök en þú bara telur þín rök vera betri.

Mofi, 7.11.2008 kl. 13:18

32 identicon

Mér finnst að menn eiga að geta verið heiðarlegir í þessu.

Þarna er ég þér sammála þó þetta komi sem steinn úr glerhúsi. Þegar þú vitnar í eina setningu frá Dawkins án þess að gefa samhengið þá ertu óheiðarlegur. Þegar þú þar að auki dregur ályktanir út frá þessari samhengislausu setningu þá ertu óheiðarlegur. Þessi eina setning gefur engan veginn til kynna að afstaða Dawkins hafi eitthvað breyst. Eina leiðin til að komast að því er að sjá í hvaða samhengi setningin var sögð.

Ragnar (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:25

33 identicon

Ef þú skilur ekki hvað ég á við þá er þetta það sama og þegar ég tók ummæli þín um að þú vildir ekki leggja pening að veði um hvort Guð væri til úr samhengi og dróg síðan þá ályktun að þú værir búinn að breyta þinni afstöðu varðandi tilvist Guðs.

Slíkt er óheiðarlegt.

Ragnar (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:28

34 Smámynd: Páll Jónsson

Mofi: Þú verður nú samt að hafa í huga hvaðan heimildin þín kemur, hún Melanie Phillips er ekki hlutlausasti aðilinn.

Af kommentum sem Dawkins hefur oftar en einu sinni látið frá sér áður dregur Phillips ályktanir sem Dawkins er augljóslega ósammála. Hún reyndar greinir frá því að hann sé ósammála því, hún má eiga það.

Páll Jónsson, 7.11.2008 kl. 13:32

35 identicon

Ég vissi að Mofi hefði bara þetta svar: Ég skil þetta ekki og því gerði geimgaldrakarlinn minn þetta allt saman.

Þetta er svipað take á málum og hjá fornmönnum... nei sjáið eldfjallið er að gjósa... guð hlýtur að hafa gert þetta, og sjáið stjörnurnar á himninum.. guddi hengdi þetta á hálfkúluna... nei og sjáið þennan veika mann... hvað segir guddi um hvernig megi lækna hann.. jú drepa fugl og dýfa spítu í blóðið og skvetta 7 sinnum um húsnæðið.... .nei sjáið þennan regnboga, alveg ótrúlegt, hvernig getur þetta gerst.. jú guddi bjó þetta til til þess að sýna að hann ætli ekki að myrða allt líf með flóðum...

Hvílíkt og annað eins... ég gæti haldið áfram dögum saman.. nenni því bara ekki

DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:48

36 Smámynd: Mofi

Páll
Mofi: Þú verður nú samt að hafa í huga hvaðan heimildin þín kemur, hún Melanie Phillips er ekki hlutlausasti aðilinn.

Ef hún er að ljúga þá vona ég að ég komist að því.  Ég var kannski bara of bjartsýnn að Dawkins væri aðeins heiðarlegri en hann hefur verið í gegnum tíðina því það er óheiðarlegt að segja að það er ekkert sem styður tilvist Guðs.  Menn geta verið ósammála hvað er rökréttasta túlkun á þeim gögnum sem við höfum en augljóslega styðja mörg þeirra tilvist Guðs, ekki voru menn eins og Louis Pasteur og Isaac Newton hálfvitar. Það er eitt að vera þeim ósammála en að láta eins og þeir höfðu engin rök og gögn fyrir sinni afstöðu er óheiðarlegt.

DoctorE
Ég vissi að Mofi hefði bara þetta svar: Ég skil þetta ekki og því gerði geimgaldrakarlinn minn þetta allt saman.

Ég sagði það ekki. Voðalega áttu erfitt með að vera heiðarlegar... Enginn skilur hvernig náttúrulegir ferlar gátu gert en ég og svo sem allir hugsandi menn vita hvernig vitsmunaverur gera þetta.  Svo svarið er "ég skil þetta" en þitt svar er að "þú skilur ekki hvernig náttúrulegir ferlar fóru að þessu". Ég segi að rökréttasta ástæðan fyrir því að þú og allt mannkynið skilur það ekki er vegna þess að náttúrulegir ferlar gerðu þetta ekki.

Endilega haltu ekki áfram, þú virðist aldrei hafa neitt efnislegt fram að færa í þessari umræðu.

Mofi, 7.11.2008 kl. 14:02

37 identicon

Mofi ítrekar: Það sem ekki er hægt að skilja á einjhverjum tímapunkti getur bara verið gert með göldrum af yfirnáttúrulegum súpergaurum.

Mofi ég er algerlega on topic í þessu máli... að segja mig ekki vera on topic er bara LAME af þér, ef þú hindrar mig í að setja athugssemd og eða eyðir athugasemd þá ertu að segja að þú játir vanþekkingu þína.

Tata

DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 14:10

38 Smámynd: Mofi

Nei DoctorE, vitsmunir... við flest vitum hvernig þeir virka og hvernig þeir leysa svona vandamál. Þetta er byggt á því sem við vitum. Þín trú byggist á því sem við vitum ekki og höfum engi fordæmi fyrir, þ.e.a.s. hvernig eitthvað sem hefur ekki vitsmuni fer að því að búa til forritunarmál og upplýsingar og flóknar vélar.

Þótt að hvorki ég né nokkur annar jarðarbúi skilji ekki hvernig vindar og regn bjuggu til andlitin í Rushmoore fjalli þá þýðir það ekki að mín ályktun að vindar og regn bjuggu ekki til andlitin í Rushmoore fjalli er byggð á vanþekkingu. Hún er einmitt byggð á þekkingu á hvað þarf til að búa til flókna strúktúra sem þessi andlit.

Mofi, 7.11.2008 kl. 14:30

39 identicon

You are doing it wrong Mofi...

Sko tökum þetta aftur... ef allir notuðu þína aðferðafræði þá yrði staðan svona.

2 + 2... vá hvað þetta er erfitt dæmi... ég skil þetta ekki, guð hlýtur að hafa gert dæmið og því er það fyrir ofan okkar skilning, skrifum það niður
2 + 2 = gert af gudda... guddi er óskiljanlegur fyrir vesæla og heimska menn.. og því er þetta dæmi óútreiknanlegt... hver sá sem reiknar þetta dæmi og fær út 4 er guðlastari.

Þú verður að athuga það Mofi að það sem var óskiljanlegt.. já bara í gær er allt í einu auðskiljanlegt í dag... það allra allra síðasta sem vitibornir menn gera er að hlaupa að yfirnáttúrulegri niðurstöðu með galdra ívafi þegar þekkingarbrunnur samtíðar dugar ekki til útskýringar á einhverju

DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 14:39

40 identicon

Það er alveg með ólíkindum að fólk skuli enn trúa á "Guð" miðað við þá þekkingu sem við búum yfir í dag. Það er búið að sanna að Menn eru komnir af öpum, afhverju að trúa á "biblíulega sköpun" ?

Geir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 02:55

41 identicon

Mér finnst stórmerkilegt, eftir efnahagshrun síðustu vikna, þar sem fullt af menntuðu og vel hæfu fólki hélt að það væri með allt á hreinu en tókst á nokkrum dögum nánast að koma landinu í gjaldþrot, skuli menn ennþá treysta því að allt sem einhverjir menntaðir vísindakallar (og konur) segja sé endilega rétt.

Síðustu vikur hafa sýnt okkur að þó eitthvað virðist vera öruggt þá er það ekki endilega rétt, hvort sem það er efnahagskerfi heimsins eða þróunarkenning Darwins.

Eins og þetta hrun gat komið á nokkrum dögum og breytt heiminum þá getur Jesús komið á einum degi og allri heimsmyndinni er breytt að eilífu.  

Eins og velferð okkar núna byggist á ákvörðunum okkar fyrir efnahagshrunið, byggist velferð okkar þegar Jesús kemur (eða við dauða okkar) á ákvörðunum okkar fyrir komu hans (eða dauða okkar).

Andri (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 10:13

42 Smámynd: Mofi

DoctorE
2 + 2... vá hvað þetta er erfitt dæmi... ég skil þetta ekki, guð hlýtur að hafa gert dæmið og því er það fyrir ofan okkar skilning, skrifum það niður
2 + 2 = gert af gudda... guddi er óskiljanlegur fyrir vesæla og heimska menn.. og því er þetta dæmi óútreiknanlegt... hver sá sem reiknar þetta dæmi og fær út 4 er guðlastari.

Frekar að þegar maður sér flókið stærðfræðidæmi leyst að þá ályktar maður að vitsmunavera hafi leyst það; ekki að það hafi bara leyst sig sjálft.  Rökrétt ályktun út frá staðreyndunum en þú hafnar rökréttri ályktun af því að þú hefur mikið á móti tilvist Guðs. Ekkert vísindalegt við þannig þankagang.

Geir
Það er alveg með ólíkindum að fólk skuli enn trúa á "Guð" miðað við þá þekkingu sem við búum yfir í dag. Það er búið að sanna að Menn eru komnir af öpum, afhverju að trúa á "biblíulega sköpun" ?

Hvaða sönnun geturðu bent á fyrir því að menn eru komnir af öpum eða eigi sér sameiginlegan forfaðir sem þér finnst vera svo sannfærandi?

Mofi, 8.11.2008 kl. 11:08

43 Smámynd: Mofi

Ómálefnalegar athugasemdir frá Kristmanni og Sunnu fjarlægðar.

Mofi, 8.11.2008 kl. 11:10

44 identicon

Vá Andri... ísland fór á hausinn og því er biblían trúverðugri...
Hagfræði... ef veðurfræðingar spá eins og hagfræðingar þá myndu fáir taka mark á veðurfréttum.

Mofi spyr alltaf, hvaða sannanir eruð þið með... ég hef sjálfur bent honum á ótal hluti... en alltaf endar dæmið: Nei þetta gengur ekki því þetta gefur mér ekki von um eilíft líf.
Það gengur ekkert að ræða við menn sem hengja sig bara á eitthvað rugl sem gefur þeim von um bónusa.
Ef Darwin hefði lofað eilífu lífi fyrir alla sem trúa á þróun.. .þá myndi mofi trúa á þróun.... Mofi byggir allt sitt á fölskum loforðum... sjálfselska er júm miðjan í trúarbrögðum

DoctorE (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 12:36

45 Smámynd: Mofi

DoctorE
Mofi spyr alltaf, hvaða sannanir eruð þið með... ég hef sjálfur bent honum á ótal hluti... en alltaf endar dæmið: Nei þetta gengur ekki því þetta gefur mér ekki von um eilíft líf.

Bullið sem þú bíður manni upp á...

Mofi, 8.11.2008 kl. 13:50

46 identicon

´Ætlar þú að neita því að þú hafir óeðlilega mikinn áhuga á DAwkins og hans skoðunum?

Hafa einhverjir þeirra sem hafa verið að rökræða við þig hér verið að nota hann mikið sem heimild?

Útskýrðu þennan áhuga á manninum... því fyrir mig sem utanaðkomandi þá er þessi áhugi að mínu mati frekar óeðlilegur

Kristmann (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:22

47 Smámynd: Mofi

Kristmann, auðvitað neita ég því. Dawkins er einfaldlega frægasti guðleysingi í heiminum í dag svo hans skoðanir og orð fá mikla athygli í fjölmiðlum. Ég hef áhuga á þessari umræðu og þar spilar Dawkins stórt hlutverk.

Mofi, 9.11.2008 kl. 10:46

48 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Skúlptuðu vindar og regn andlit forsetana í Mount Rushmore?

Nú, síðast þegar ég vissi var það frægi skúlptúrinn Gutzon de la Mothe Borglum sem skúlkptaði andlitin.

Geir Guðbrandsson, 9.11.2008 kl. 16:05

49 Smámynd: Sleepless

Það er til viðtal við Dawkins þar sem hann segir að það væri ógáfulegt af honum sem vísindamanni að útiloka þann möguleika að guð sé til þó hann sé eiginlega viss um að guð sé ekki til.

http://www.youtube.com/watch?v=4tRpbkpNpgw

Sleepless, 11.11.2008 kl. 11:51

50 Smámynd: Mofi

Geir
Nú, síðast þegar ég vissi var það frægi skúlptúrinn Gutzon de la Mothe Borglum sem skúlkptaði andlitin.

Þótt að við hefðum ekki vitnisburð manna um hver bjuggu til þennan skúlptur þá gæti ég ályktað að vindar og regn gerðu það ekki.

Sleepless, Dawkins er ekki vitlaus þótt hann er sannfærður um vitleysu.

Mofi, 11.11.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband