Hvernig á að koma sér í form?

Ég veit að það er til alveg gífurlegt magn af bókum sem segjast vita bestu leiðina til að losna við aukakílóin en mig langar samt að benda á bók sem ég keypt og hef verið að fylgja eftir og finnst alveg frábær.  Bókina er að finna hérna á rafrænu form, sjá:  http://www.truthaboutabs.com/

abs_sm.jpgKannski ekki hægt að kaupa hana eins og staðan er hjá okkur í dag en það hlýtur að fara að breytast. Hugmyndafræðin í bókinni er sú að maður á að þjálfa eins mikið og vöðvum og maður getur. Að hætta að eyða miklum tíma í tækjum sem þjálfa aðeins fáa vöðva í einu heldur taka upp æfingar sem fókusa á allan líkamann.  Mér leið fyrst frekar kjánalega að gera þessar æfingar þar sem enginn annar var að gera svona í ræktinni. En eftir nokkrar vikur þá var ég ekki í neinum vafa að þessar æfingar virka frábærlega og ég held að í dag þá hafi ég hafi aldrei verið í svona góðu formi. 

Eitt sem bókin bendir á er að lykillinn að því að brenna sem mest af fitu er að byggja upp vöðva svo hún ráðleggur manni að eyða ekki miklum tíma í æfingar sem snúast bara um að brenna eins og að hjóla eða hlaupa endalaust.  Bókin bendir á að hið sama gildir um konur en fæstar konur virðast setja mikinn tíma í að byggja upp vöðva. 

Annað sem kemur fram í þessari bók er að við eigum að forðast unnin mat. Reyna að borða mat sem ekki er búið að eiga mikið við.  Þetta ráð passaði mjög vel við það sem mín kirkja hefur verið að kenna í 150 ár svo þetta jók mitt traust á að þessi bók væri góð.

Ég hafði áður skrifað smá um heilsu sem mig langar að minna á, sjá: Megrunarkúr Mofa

Þótt að það er hallæri í fjármálum þá samt vill maður halda í heilsuna því án hennar skipta mikil auðævi frekar litlu máli.


mbl.is Offita tengd hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Þessi bók s.s. segir ekkert nýtt?

Egill Óskarsson, 22.10.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Mofi

Egill, miðað við mína reynslu í ræktinni þá hefur fólk ekki lesið þessa bók og er að æfa... á ekki eins gáfulegan hátt og ég held að það gæti verið að gera.

Mofi, 22.10.2008 kl. 11:02

3 identicon

Ef þú ert að spá í að koma þér í form þá er lang besta bókin sem ég veit um það til þessa Líkami Fyrir Lífð.

Hún einmitt tekur og setur þér 3 daga í viku með lyftingar prógrammi og 2 í brennslu.

Það stæðsta sem að líkami fyrir lífið gerir samt er það sem að skiptir 70% máli ef árángur á að nást það er rétt matarræði.

Það er alveg stórmisskilningur að lyf eins og hydroxícut geri eitthvað gagn ( þau reyndar virka mjög vel sem placebo, því fólk heldur allt í einu að það getur eitthvað og þá gerir það það)  En það eina sem að það gerir er að auka vökvatap líkamans og þú léttist mjög hratt en um leið og þú færð þér vatnssopa þá kemur þessi þyngd á þig aftur.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:05

4 Smámynd: Egill Óskarsson

Nei, og þínar skoðanir eru auðvitað alltaf réttar er það ekki? Það er ekkert í því sem þú segir frá þessari bók eitthvað nýtt eða óvenjulegt. Menn æfa einfaldlega misjafnt eftir því hvaða árangri þeir ætla sér að ná.

Egill Óskarsson, 22.10.2008 kl. 11:09

5 identicon

Sko,

Eina leiðin til þess að komast í form er að hætta að væla, hreyfa sig og borða oft og hóflega mikin hollan mat...

svo má t.d. benda á að það að hjóla brennir t.d. mikið meira en að lesa bók o.s.frv., einnig eyðir líkaminn meiri orku í að brjóta niður hollan mat heldur en of-unnin, of-sykraðan man.

Held að sami misskilningur eigið við um Hydroxycut og allt það og um bækur, þú brennir ekki nema með því að hafa fyrir því að hreyfa þig, það skiptri engu máli hvað þú briður margar pillur og lest margar bækur. :-)

Þórarinn (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:17

6 identicon

Egill mikið óskaplega ertu vitgrannur!? Var hann eitthvað að segjast hafa verið að finna upp hjólið ?  Hann var einfaldlega að benda á það að það eru svona lausnir sem að ná meiri árangri heldur en þessar stöðugu galdralausnir eins og hydroxícut.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:18

7 identicon

Þórarinn það eru góðir og gildir punktar í þessu hjá þér.  Hinsvegar er staðreyndin sú að fólk sem á erfitt með að koma sér af stað kaupir þessar galdralausnir og sér ekki árángur og gefst því upp á leiðini.

Það er nauðsynlegt að vera búinn að fá leiðsögn frá einkaþjálfara eða að lesa sig til um hvað maður er að fara að gera.  Það á við um nánast alla hluti.  Þú leggur ekki bara af stað og ætlar að smíða bíl án þess að hafa vit á bílum.

Hann var bara að benda á að þetta væri góð bók ekki einhver töfralausn.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:20

8 Smámynd: Egill Óskarsson

Voðalega ert þú í kristilegu skapi Arnar. Mofi segir að sér finnist fólk ekki vera að æfa eins 'gáfulega' og það gæti gert. Ég er að benda honum á að fyrir það fyrsta þá er ekkert í þessari æðislegu bók neitt nýtt og í öðru lagi þá æfa flestir í takt við það sem þeir ætla sér með æfingunni. Þú ert sá eini sem fórst að þvaðra um Hydroxycut.

Egill Óskarsson, 22.10.2008 kl. 11:21

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er sjálfsagt ágætis leið til að losna við auðkúluna. Ég mæli líka með stafgöngu, hún þjálfar allan líkamann.

Theódór Norðkvist, 22.10.2008 kl. 11:22

10 identicon

Egill, ert þú ekki sá eini sem fórst að þvaðra um að bókin kæmi með eitthvað nýtt ?

Hann hélt því hvergi fram að hann væri að finna upp hjólið, hann er einfaldlega að benda á bók sem að er að því er virðist að nálgast hlutina mjög vitsmunalega.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:33

11 Smámynd: Mofi

Arnar
Það stæðsta sem að líkami fyrir lífið gerir samt er það sem að skiptir 70% máli ef árángur á að nást það er rétt matarræði.

Ég held að þetta verði að fara saman; þekki slatta af fólki sem borðar voðalega hollt ( að þeirra sögn :)  en er í engu formi. Annars mjög sammála og bókin líkami fyrir lífið er mjög góð og er sammála þessari bók sem ég er að mæla með í stærstu dráttum. Það sem þessi bók bætir við eru nokkrar sérstakar æfingar sem reyna á allan líkamann og ég er mjög ánægður að hafa kynnst þeim.

Egill
Nei, og þínar skoðanir eru auðvitað alltaf réttar er það ekki? Það er ekkert í því sem þú segir frá þessari bók eitthvað nýtt eða óvenjulegt. Menn æfa einfaldlega misjafnt eftir því hvaða árangri þeir ætla sér að ná.

Ef ég héldi að ég hefði rangt fyrir mér þá myndi ég skipta um skoðun og halda áfram að halda að ég hefði rétt fyrir mér.  

Þegar maður fer í prufutíma í ræktinni þá er algengt að þjálfari á staðnum gefur manni prógram og kenni manni á þetta. Þeir kenna flestir manni að nota tækin en þessi bók segir manni að sleppa tækjunum og nota þess í stað ákveðnar æfingar með lóð.  Er ekki halda því fram að þetta er glænýtt og enginn hefur komið með svona hugmyndir áður en fyrir mig er augljóst að þetta er öðru vísi en það sem er almennt í gangi.

Theódór
Þetta er sjálfsagt ágætis leið til að losna við auðkúluna. Ég mæli líka með stafgöngu, hún þjálfar allan líkamann.

Stafganga er mjög fín, það er hárrétt. Held samt að maður þarf líka æfingar sem byggja upp vöðva og styrk því að stafganga þjálfar ekki alla vöðva líkamans.

Takk fyrir góða vörn Arnar :)

Mofi, 22.10.2008 kl. 12:22

12 Smámynd: Herra

Þótt það hallæri, ekki er.

Fín grein.

Herra, 22.10.2008 kl. 15:59

13 Smámynd: Egill Óskarsson

Jámm, ég var eitthvað illa fyrir kallaður í morgun þegar ég skrifaði þetta. Þetta er örugglega hið besta mál.

Egill Óskarsson, 22.10.2008 kl. 22:22

14 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Mofi minn, ég ætla bara að vera málefnaleg eins og alltaf. Komdu með mynd af þér í karatebúningnum fyrir konurnar í bloggheiminum. Það verður örugglega erill á síðuna þína, já og tómt hjá sumum :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 23.10.2008 kl. 09:06

15 Smámynd: Mofi

Takk fyrir Herra :)    ég er alveg hræðilegur þegar kemur að "sé" og "er" :/

Egill, ekkert mál, ég var að vona að einhverjir gætu fengið eitthvað út úr þessu og vonandi er þetta ekki bara bull og vitleysa.

Tara, hey... hver sagði þér að ég æfði karate?  :)     Er að vísu hættur í bili en vonandi tek þetta upp aftur einhvern tíman.  Um jólin verð ég vonandi kominn í gott form; ef að góðar æfingar duga ekki til að losna við auka kílóin þá mun kreppan gera það

Mofi, 23.10.2008 kl. 10:01

16 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Mofi Þriðja augað sagði mér það auðvitað :) Þú ert meira að segja flottur eins og þú ert ég sé svo vel. Mynd af þér um jólin takk :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 23.10.2008 kl. 15:43

17 Smámynd: Mofi

Hljómar eins og áskorun og því miður þá á ég erfitt með að neita áskorum :)   Well, það getur komið sér illa að eiga erfitt með að segja nei þegar einhver skorar á mann. 

Fyrst að ég var að benda á þetta þá er eins og mér ber skylda að sýna hvort að þetta var eitthvað að virka.     

Mofi, 23.10.2008 kl. 16:23

18 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Og ég veit að þú ert maður orða þinna og sinnir skyldum þínum

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 24.10.2008 kl. 16:05

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir jákvæða fróðleiksmóla.

Sigurður Þórðarson, 26.10.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband