Froðufræðingur að störfum

funny_monkey.jpgÉg get ekki annað en vorkennt þeim sem sérhæfa sig í hinum svo kölluðu þróunarfræðum sem þessum. Þetta er svona svipað gáfulegt og að sérhæfa sig í Andrésar Andar blöðum.  Mér finnst það nokkuð augljóst af öllu sem ég hef séð að það er andlega hliðin sem skiptir mestu máli þegar kemur að því að ná sér í maka og halda honum.  Það eru þeir menn sem hafa þor að spjalla við og reyna við stelpur en ekki þeir sem hafa stóran og langan getnaðarlim.  Hef þekkt nokkra sem voru með sérstaklega stóra en það hjálpaði þeim ekki neitt vegna feimni.

Eitt sem er sorglegt við þessa frétt er að Jill Byrnit kemst að þeirri niðurstöðu að mannkynið ætti ekki að stunda einkvæni.  Hreinlega að gefa fólki "vísindalega" ástæðu til að halda fram hjá!   Að vísu stendur í fréttinni að mannkynið væri ekki hannað til að stunda einkvæni. Við erum sannarlega undursamlega hönnuð og hönnuð til að stunda einkvæni. Dæmi um slíka hönnun er t.d. að ef makar hafa verið lengi saman og ekki haldið fram hjá þá er mögulegt að ef annar makinn þarf á t.d. nýra að halda þá er góður möguleiki að hinn makinn geti skaffað nýrað.  Get ekki vísað í grein þessu til stuðnings en heyrði þetta í fyrirlestri frá líffræðingi fyrir nokkrum árum síðan.

Við erum sannarlega hönnuð og reglan sem Guð gaf þegar kemur að kynlífi er að finna maka og halda sig við hann út ævina. Þetta er regla sem myndi bjarga okkur frá alls konar illsku. Til dæmis hve mörg morð eru framin vegna framhjáhalds?   Hve margar fjölskyldur sundrast vegna framhjáhalds og hve margir bíða dauðans vegna HIV smits sem kom vegna þess að reglur Guðs varðandi kynlíf voru brotnar?

Kynlíf er stórkostleg gjöf frá Guði en getur orðið að bölvun ef ekki er farið rétt með. Það er síðan ekki séns að tilviljanakenndar stökkbreytingar og náttúruval geti búið til þetta undur sem kynlíf er, sjá: Evolutionary Theories on Gender and Sexual Reproduction

dangerous_beauty.jpg

Hverjar eru líkurnar að einhver simpansinja gæti tekið einbeitninguna svona frá karlmanni?


mbl.is Tengist lengd getnaðarlims trúfestu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þessir þróunarfræðingar eru svo rosalega vitlausir að þeim hefur yfirsést augljós villa í aldursgreiningaraðferðum. Það eða þeir eru með allsherjarsamsæri gegn þér Mofi. Greyið þú.

Ragnar (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Mofi

Merkilegt að sumir hafa aðeins rökvillur fram að færa í sínum málflutningi; hérna er á ferðinni Ad populum eða argumentum ad verecundiam

Ég hef von um eilíft líf svo engin ástæða til að vorkenna mér bara af því að ég set ekki allt mitt traust á aldursgreiningar. Ég hef einfaldlega mikla vantrú þegar kemur að þessum aðferðum; merkilegt hvað margir í vantrú eiga erfitt með að efast um eitthvað eins og svona aðferðir.

Mofi, 16.10.2008 kl. 16:34

3 identicon

Heyrðu kunningi, þessar fullyrðingar sem þú þykist finna þarna eru alls ekki tilstaðar.

Í greininni stendur t.a.m. (feitletrun mín):

Af þessu dregur hún þá ályktun að mannskepnan sé ekki hönnuð til að stunda einkvæni.

En hún segir jafnframt að þversögn felist í því að karlmenn séu yfirleitt með stærri og sterklegri líkamsbyggingu en konur sem getur bent til þess að mannsskepnan lætur stjórnast af sama einkvæniskerfi og górillurnar.

Og varðandi ómálefnalegar athugasemdir þá finnst mér eftirfarandi orð þín segja allt sem segja þarf um þig og þína persónu:

Þetta er svona svipað gáfulegt og að sérhæfa sig í Andrésar Andar blöðum.

En þetta hérna er nú með því vitlausara sem ég hef séð hjá þér í, tja, nokkra daga:

...ef makar hafa verið lengi saman og ekki haldið fram hjá þá er mögulegt að ef annar makinn þarf á t.d. nýra að halda þá er góður möguleiki að hinn makinn geti skaffað nýrað.

Þú verður að finna ritrýnda vísindagrein sem fjallar um þetta.  Eftir því sem ég best veit þá fá flestir nýra frá látnum einstaklingum en ekki maka sínum, svo hvers vegna þetta sem þú talar um er ekki stundað grimmt fyrst það virkar svo vel er mér hulið.

Það er satt að nýrnagjafi þarf ekki (lengur) að vera erfðafræðilega svipaður, þ.e.a.s. skyldur, þeim sem þarf nýra sökum þess hve lyfin sem koma í veg fyrir að líkaminn hafni nýja líffærinu eru öflug.  Hinsvegar þarf gjafinn að vera í sama blóðflokki (ABO) auk þess sem hollast er að hann sé með sem flesta HLA (Human Leucocyte Antigen - mótefnisvakar fyrir hvít blóðkorn) sem og aðra 'minor' mótefnisvaka eins.

Ef mér skjátlast ekki hefur kynlíf, sambúð, einkvæni eða ást nákvæmlega ekki neitt með þetta að gera.

Lifandi nýrnagjafar eru enn ekki eins algengir og látnir (þeir sækja þó á) og þrátt fyrir algengara er að nýrnagjafar séu óskyldir sjúklingnum en áður var þá er ennþá algengara að lifandi nýrnagjafi sé skyldmenni.

sth (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:57

4 Smámynd: Mofi

sth
Heyrðu kunningi, þessar fullyrðingar sem þú þykist finna þarna eru alls ekki tilstaðar.

Stendur ekki þarna að hún dró þá ályktun að mannkynið er ekki hannað fyrir einkvæni?

sth
Og varðandi ómálefnalegar athugasemdir þá finnst mér eftirfarandi orð þín segja allt sem segja þarf um þig og þína persónu:

Segir sannarlega margt um hvað mér finnst um þá sem sérhæfa sig í þróunarfræðum, þá sem sérhæfa sig í skáldsögum um sköpunargetu tilviljana og náttúruvals þegar það er sárlega mikill skortur á sönnunum á getu þeirra til að gera eitthvað gáfulegt.

sth
Þú verður að finna ritrýnda vísindagrein sem fjallar um þetta.  Eftir því sem ég best veit þá fá flestir nýra frá látnum einstaklingum en ekki maka sínum, svo hvers vegna þetta sem þú talar um er ekki stundað grimmt fyrst það virkar svo vel er mér hulið.

Ég útskýrði hvaðan ég fékk þetta en get athugað hvort ég finn eitthvað um þetta.

Mofi, 16.10.2008 kl. 17:04

5 identicon

Stendur ekki þarna að hún dró þá ályktun að mannkynið er ekki hannað fyrir einkvæni?

Jú, en það stendur ekki að:

Jill Byrnit kemst að þeirri niðurstöðu að mannkynið ætti ekki að stunda einkvæni.

Né heldur:

Hreinlega að gefa fólki "vísindalega" ástæðu til að halda fram hjá!

Hins vegar stendur í greininni: "...getur bent til þess að mannsskepnan lætur stjórnast af sama einkvæniskerfi og górillurnar." Ekki satt?

Ég útskýrði hvaðan ég fékk þetta en get athugað hvort ég finn eitthvað um þetta.

Já og ég er að segja að þetta er húmbúkk.  Annað hvort hefurðu ekki verið að hlusta, þú ekki skilið hvað maðurinn var að segja, þú ruglast á vísindafyrirlestri og einhverju sem sagt var aðventkirkjunni eða þú ert að ljúga.

Ég mun allavega hugsa svona um þetta þar til þú hóstar upp ritrýndri vísindagrein.

Eins og ég er búinn að útskýra þá er vel mögulegt að einstaklingur getur gefið maka sínum nýra, svo framarlega sem þeir tilheyra sama blóðflokki, en það hefur ekkert með einkvæni, hjónaband eða neitt svoleiðis að gera heldur má því þakka nútíma tækni.

Já, alveg frábær hönnun sem gagnaðist manninum ekki fyrr en 6000 árum eftir að Adam og Eva spókuðu sig í aldingarðinum Halldór, merkilegt!

sth (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 17:16

6 identicon

"Þetta er svona svipað gáfulegt og að sérhæfa sig í Andrésar Andar blöðum"

Skemmtilega kaldhæðnislegt þetta.

Lubbi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 17:24

7 identicon

Þetta með nýrun er bull!

Jóhannes (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 17:26

8 identicon

Þú sýnist ekkert vera gáfulegri þótt þú getir flett upp latínufrösum.

Argumentum ad verecundiam. Þú ert kóngur þessarar rökvillu. Wikipediasíðan sem þú sjálfur vísar á útskýrir þessa rökvillu eins og þú notar hana:

Referring to the philosophical beliefs of Jesus, Muhammad, or any other religious figure. "If (religious figure) said it was so, it is so." Such an appeal may be based upon the belief that the speaker in question is holy and, by extension, inerrant.

Annars virkar þessi rökvilla bara þegar deildar meiningar eru um málið. Við erum hérna að tala um 99% vísindamanna sem stunda þessar rannsóknir eru sammála þessu. Þú mátt svo sem alveg kalla þetta rökvillu en það breytir því samt ekki að þínar fullyrðingar um gáfur þeirra og heilindi leiða til þeirrar ályktunar að þeir séu með allsherjar samsæri í gangi. Nú eða óstjórnlega greindarskertir.

Þú berð vantrú til þessara mælinga, gott og vel. En hafir þú rétt fyrir þér varðandi áreiðanleikann þá hlýtur að vera gríðarlegt samsæri í gangi.

Ragnar (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 17:39

9 identicon

Það er alveg  sama hvernig á það er litið, það er allt hagstæðara við einkvæni .

conwoy (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:21

10 identicon

Ég sé að þú ert sestur í hásætið og veldissprotinn kominn á loft...

Og dómurinn er... þessi vesalings fræðingur er eftir margra ára menntun og starfsreynslu

er FROÐUFRÆÐINGUR

Þú ert spes Mofi, mjög spes

Kristmann (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 09:31

11 Smámynd: Mofi

sth
Hins vegar stendur í greininni: "...getur bent til þess að mannsskepnan lætur stjórnast af sama einkvæniskerfi og górillurnar." Ekki satt?

Ef mannkynið er ekki hannað til að stunda einkvæni þýðir það þá ekki að við ættum ekki að stunda einkvæni?

sth
Já og ég er að segja að þetta er húmbúkk.  Annað hvort hefurðu ekki verið að hlusta, þú ekki skilið hvað maðurinn var að segja, þú ruglast á vísindafyrirlestri og einhverju sem sagt var aðventkirkjunni eða þú ert að ljúga.

Að þetta er satt er ekki einu sinni möguleiki í þínum huga... gott að vita.  Sá sem sagði þetta gerði það í fyrirlestri og er líffræðingur; ég get hringt í hann ef þetta er þér hjartansmál.

Annars fann ég t.d. þetta: http://news.bbc.co.uk/2/hi/health/265142.stm

Þarna kemur fram að ástæðan fyrir því að góðar líkur eru á árangri er vegna þess konan hefur þegar samþykkt hluta úr manninum sínum. Ég skildi út frá fyrirlestrinum að þetta ætti við konur og karla en kannski er ég ekki að muna það rétt.

sth
Já, alveg frábær hönnun sem gagnaðist manninum ekki fyrr en 6000 árum eftir að Adam og Eva spókuðu sig í aldingarðinum Halldór, merkilegt!

Fatta ekki þessa athugasemd.

conwoy, alveg sammála :)

Mofi, 17.10.2008 kl. 09:32

12 Smámynd: Mofi

Kristmann
Ég sé að þú ert sestur í hásætið og veldissprotinn kominn á loft...
Þeir sem eru ósammála mér eru ekki óhræddir við að segja það.  Þessi kona er einfaldlega fræðingur í ferli sem enginn hefur séð skapað eitthvað af viti svo að mínu mati er hún fræðingur í uppskáldaðri sögu. Hún og þú myndu örugglega segja að ég sé fræðingur í uppskáldaðri sögu þ.e.a.s. Biblíunni og þarna erum við einfaldlega ósammála. 

Mofi, 17.10.2008 kl. 09:33

13 identicon

Mofi, líffæragjöfin er ekki möguleg nema þau séu með sama blóðflokk, og það eru ekkert svakalegar líkur á að það hitti þannig á með maka.

Það þekkist alveg að bræður gefi hvorum öðrum annað nýrað sitt ef það getur bjargað hinum því að biðlistar eftir nýjum líffærum eru marga ára.

En Mofi, það er ekki sérlega kristilegt framferði að gagngrýna og dæma aðra.  Það er guðs eins að dæma og það eina sem fellur í okkar hlut er að elska náungann sama hvað.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 09:46

14 identicon

 Þessi kona er einfaldlega fræðingur í ferli sem enginn hefur séð skapað eitthvað af viti svo að mínu mati er hún fræðingur í uppskáldaðri sögu.

Sálfræðingar og geðlæknar skapa heldur ekki neitt

Eru þeir þá froðufræðingar líka?

Er það froðufræði að vita meira um atferli dýra?

Ertu að halda því fram að rannsóknir þróunarfræðinga á lífríkinu hafi aldrei komið okkur að neinum notum?

Kristmann (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 10:04

15 Smámynd: Mofi

Arnar
En Mofi, það er ekki sérlega kristilegt framferði að gagngrýna og dæma aðra.  Það er guðs eins að dæma og það eina sem fellur í okkar hlut er að elska náungann sama hvað.
Hvar fannst þér ég gera það?  

Mofi, 17.10.2008 kl. 10:05

16 identicon

Annars tek ég undir með Arnari... ég get ekki séð að þetta sjálfskipaða dómarahlutverk þitt sé mjög kristilegt

Og þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem þú tekur þér sæti í því

Kristmann (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 10:07

17 Smámynd: Mofi

Kristmann
Sálfræðingar og geðlæknar skapa heldur ekki neitt

Eru þeir þá froðufræðingar líka?

Nei, því þeirra fræðsla felst ekki í að fræðast um eitthvað sem er ímyndun.

Kristmann
Er það froðufræði að vita meira um atferli dýra?

Nei, sá partur fræðslunnar er raunverulegur. Sá partur sem er ímyndun er þegar menn byrja að skálda upp hvernig tilviljanir og náttúruval orsakaði það sem þeir eru að rannsaka.

Kristmann
Ertu að halda því fram að rannsóknir þróunarfræðinga á lífríkinu hafi aldrei komið okkur að neinum notum?

Nei, þeir geta komið með hitt og þetta sem er áhugavert. Ein ástæðan er að náttúruval er alvöru afl í náttúrunni enda var það sköpunarsinna sem útskýrði hvernig það virkar.

Mofi, 17.10.2008 kl. 10:08

18 Smámynd: Mofi

Kristmann
Annars tek ég undir með Arnari... ég get ekki séð að þetta sjálfskipaða dómarahlutverk þitt sé mjög kristilegt

Og þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem þú tekur þér sæti í því

Að segja hvað er gott og hvað er slæmt út frá orði Guðs er hlutverk þess sem er kristinn.  Að berjast á móti blekkingum sem leiða fólk í villu og frá Guði er sannarlega eitt af því sem kristnir eiga að gera.

Mofi, 17.10.2008 kl. 10:09

19 identicon

Mofi, þar hefurðu rangt fyrir þér. Hlutverk þitt sem kristinn aðili er að segja þeim sem að vilja heyra.  Þú átt ekki að segja hinum hvað þeir eru vitlausir.  Ef þeir vilja ekki taka mark á þér.  Sýndu þá gott fordæmi og þeir koma til þín á endanum.

Þetta er hlutur sem að þessari konu fynnast merkilegir, það er hennar skoðun að þetta sé á þann veg sem að hún heldur.  Þér ber að virða skoðanir annars fólks og sýna þeim það umburðarlyndi að lágmarki að leyfa þeim að hafa sínar skoðanir.

Um leið og þú ert farinn að tala um það hvað þau eru fáránleg þá ertu farin að dæma þau.

Dæmdu og þú munnt dæmdur verða.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 10:28

20 Smámynd: Mofi

Arnar
Þetta er hlutur sem að þessari konu fynnast merkilegir, það er hennar skoðun að þetta sé á þann veg sem að hún heldur.  Þér ber að virða skoðanir annars fólks og sýna þeim það umburðarlyndi að lágmarki að leyfa þeim að hafa sínar skoðanir.
Þetta er alveg gildur punktur hjá þér.  Ég vil samt ekki þegja þegar svona vitleysa er sett fram eins og eitthvað gáfulegt eða jafnvel vísindalegt. Þarf kannski að setja svona fram á mildari nótum þótt mér blöskri...

Mofi, 17.10.2008 kl. 10:43

21 identicon

því þeirra fræðsla felst ekki í að fræðast um eitthvað sem er ímyndun.

Væri ekki hægt að segja það nákvæmlega sama um þig? Nema bara með mun sterkari rökum

Hvernig getur þetta svo verið ímyndun ef þessi rannsókn hefur raunverulega niðurstöðu?

Sá partur sem er ímyndun er þegar menn byrja að skálda upp hvernig tilviljanir og náttúruval orsakaði það sem þeir eru að rannsaka.

Mofi.. við vitum öll þína afstöðu það er algjör óþarfi að vera endurtaka hana átján sinnum í hverjum þræði eins og elliær páfagaukur í yfirgefnum Sirkus

Vísindasamfélagið er þér ósammála - deal with it

Nei, þeir geta komið með hitt og þetta sem er áhugavert.

Þannig að þú dregur fullyrðingu þína um froðufræði til baka?

Ein ástæðan er að náttúruval er alvöru afl í náttúrunni enda var það sköpunarsinna sem útskýrði hvernig það virkar.

Nítján......

 Að berjast á móti blekkingum sem leiða fólk í villu og frá Guði er sannarlega eitt af því sem kristnir eiga að gera.

Hvernig í ósköpunum getur rannsókn á atferli tveggja mismunandi apategunda leitt fólk í villu frá guði?

Ég gæti sagt eitthvað mjög fyndið hérna í ljósi þessarar fíflalegu og alveg örugglega vanhugsuðu athugasemdar

En ég ætla sleppa því í þetta skiptið  - reyndu samt aðeins að hugsa áður en þú ýtir á senda takkann

Kristmann (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 10:47

22 Smámynd: Mofi

Kristmann
Væri ekki hægt að segja það nákvæmlega sama um þig? Nema bara með mun sterkari rökum

Jú, nema með mun veikari rökum myndi ég auðvitað segja.

Kristmann
Hvernig getur þetta svo verið ímyndun ef þessi rannsókn hefur raunverulega niðurstöðu?

Menn verða að greina milli hverjar staðreyndirnar eru og síðan hverjar ályktanirnar eru og sérstaklega gera sér grein fyrir þeim forsendum sem gefa sér fyrir fram þegar kemur að einhverjum niðurstöðum. Þarna gerir þessi kona þá forsendu að tilviljanir og náttúruval er það sem bjó til þessi dýr og að mínu mati er sú forsenda röng.

Kristmann
Mofi.. við vitum öll þína afstöðu það er algjör óþarfi að vera endurtaka hana átján sinnum í hverjum þræði eins og elliær páfagaukur í yfirgefnum Sirkus

Á mínu bloggi þá auðvitað segi ég mína skoðun á hinum og þessum málefnum. Það sem er virkilega óþarfi er að koma hér og segja að þú ert ósammála, það er alveg jafn vel þekkt.

Kristmann
Vísindasamfélagið er þér ósammála - deal with it

Það er lítið mál þar sem mín sannfæring kemur út frá mati á gögnunum en ekki út frá því sem einhver hópur manna trúir.

Kristmann
Hvernig í ósköpunum getur rannsókn á atferli tveggja mismunandi apategunda leitt fólk í villu frá guði?

Guðleysis hugmyndafræðin um að tilviljanir og náttúruval skapaði þessi dýr og okkur líka er það sem þarna er á ferðinni og það er það sem leiðir fólk frá Guði. Að minnsta kosti hinum raunverulega Guði sem er skapari mannkyns.

Mofi, 17.10.2008 kl. 10:56

23 identicon

Guðleysis hugmyndafræðin um að tilviljanir og náttúruval skapaði þessi dýr og okkur líka er það sem þarna er á ferðinni og það er það sem leiðir fólk frá Guði.

Er eitthvað í þessari frétt að promota náttúrval?

Er þetta ekki bara rannsókn a mökunarhegðun og samskiptum maka mismunandi tegunda prímata

Það væri nú alveg borðleggjandi að velja hér "óviðeigandi tenging við frétt" ef þetta er tilgangur þessa pistils

Kristmann (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:07

24 Smámynd: Mofi

Kristmann
Er þetta ekki bara rannsókn a mökunarhegðun og samskiptum maka mismunandi tegunda prímata
Þetta er þróunarfræði sem er hið sama og tilviljanakenndar stökkbreytingar og náttúruval.

Mofi, 17.10.2008 kl. 11:25

25 identicon

Ef mannkynið er ekki hannað til að stunda einkvæni þýðir það þá ekki að við ættum ekki að stunda einkvæni?

Þetta er ekki það sem hún segir heldur er þetta einfaldlega ályktun út frá hve stórt kynfæri karlmanna er hlutfallslega miðað við líkamsstærð, alveg eins og hún segir að líkamsbygging og stærð karlmanna miðað við kvenmenn bendi til að við stjórnumst af sama einkvæniskerfi og górillur.

Með öðrum orðum bendir þetta tvennt að mínu mati til að kynhegðun mannkyns sé kannski aðeins flóknara.

Annars væri svarið nei, það segir enginn að við "eigum ekki að stunda einkvæni".  Við mannskepnurnar höfum skapað okkur menningu, siði og venjur sem ekki flokkast undir náttúrulega hegðun fyrir löngu.  Við erum meðvituð um umhverfi okkar og aðra einstaklinga og getum hugsað óhlutbundið.  Við ákveðum þetta sjálf.

Ólíkt því sem þú heldur fram þá hélt þessi vísindamaður ALDREI fram að við getum notað þetta sem "afsökun fyrir að halda framhjá".

En hvað veist þú svosem um það, eru ekki aðventistar allir skírlífir fyrir hjónaband?

Að þetta er satt er ekki einu sinni möguleiki í þínum huga... gott að vita. 

Ef þú hefðir nú kannski lesið þetta aðeins betur hefðirðu séð næstu setningu á eftir þessari sem þú þykist vera að svara:

"Ég mun allavega hugsa svona um þetta þar til þú hóstar upp ritrýndri vísindagrein."

Sá sem sagði þetta gerði það í fyrirlestri og er líffræðingur; ég get hringt í hann ef þetta er þér hjartansmál.

Þangað til þú getur komið með almennileg gögn fyrir þessari vitleysu sem nokkrir, bæði trúlausir og trúaðir, hafa bent þér á að eigi ekki við nein rök að styðjast þá gætirðu alveg eins verið að pissa upp í vindinn Halldór.

Fatta ekki þessa athugasemd.

Gvuð skapar manninn í sinni mynd fyrir 6000 árum ekki satt?  Einkvæni er gott að mati gvuðs ekki satt?  Við sjáum það af því að skv. þínu máli þá geta makar verið varahlutageymsla hins aðilans ekki satt?

Samt er það ekki hægt nema með nútíma tækni sem var ekki til fyrir 6000 árum síðan ekki satt??

Frábær hönnun finnst þér ekki, sérstaklega í ljósi þess að þegar gvuð er búinn að útrýma öllu ljótu (sem og frjálsum vilja) þá höfum við ekkert að gera við þessi aukanýru, sem og önnur líffæri??

Þeir sem eru ósammála mér eru ekki óhræddir við að segja það.

Nei þeir sem eru þér ósammála ERU óhræddir við að segja það Halldór, rétt skal vera rétt!

Hún og þú myndu örugglega segja að ég sé fræðingur í uppskáldaðri sögu þ.e.a.s. Biblíunni og þarna erum við einfaldlega ósammála. 

Ég held reyndar ekkert fram að þú sért fræðingur í uppskáldaðri sögu, þ.e.a.s. bíflíunni.  Best að skrifa þetta aftur með áherslu á rétt orð:

Ég held reyndar ekkert fram að þú sért fræðingur í uppskáldaðri sögu, þ.e.a.s. bíflíunni.  Ertu ekki forritari eða eitthvað svoleiðis?  Þú ert ekki guðfræðingur.

sth (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:42

26 identicon

Þetta er þróunarfræði sem er hið sama og tilviljanakenndar stökkbreytingar og náttúruval.

Maður sem veit ekki hvers vegna fundur á millistigi milli spendýra og fugla myndi rústa þróunarkenningunni er að mínu mati ekki hæfur til að tjá sig um hvað þróunarfræði er og hvað hún er ekki.

Finnst þér að maður verði að vera búinn að lesa bíflíuna til að geta gagnrýnt hana?

sth (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:45

27 identicon

Það er lítið mál þar sem mín sannfæring kemur út frá mati á [Biblíunni] en ekki út frá því sem einhver hópur manna [hefur komist að með vísindalegum aðferðum og rannsóknum].

Leiðrétti þetta aðeins fyrir þig svo hún meikaði meiri sens. Hér er líka önnur útgáfa:

Það er lítið mál þar sem mín sannfæring [er sú að það er eitt stórt allsherjar samsæri í gangi].

Ragnar (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:50

28 Smámynd: Mofi

sth
Ólíkt því sem þú heldur fram þá hélt þessi vísindamaður ALDREI fram að við getum notað þetta sem "afsökun fyrir að halda framhjá".

Ljái mér það hver sem vill að ég skildi sem svo að ef við erum hönnuð fyrir fjölkvæni að þá sé það af hinu góða að stunda fjölkvæni.

sth
Ólíkt því sem þú heldur fram þá hélt þessi vísindamaður ALDREI fram að við getum notað þetta sem "afsökun fyrir að halda framhjá".

Ef ég gat lesið það úr orðum hennar þá geta aðrir það líka.

sth
En hvað veist þú svosem um það, eru ekki aðventistar
allir skírlífir fyrir hjónaband?

Það er trú flestra en ég veit ekki persónulega hvernig það hefur gengið hjá öllum í kirkjunni.

sth
Samt er það ekki hægt nema með nútíma tækni sem var ekki til fyrir 6000 árum síðan ekki satt??

Ahh, nú skil ég röksemdafærsluna. Það má segja að þetta hafi ekki orðið gagnlegt fyrr en tæknin bauð upp á það.

sth
Frábær hönnun finnst þér ekki, sérstaklega í ljósi þess að þegar gvuð er búinn að útrýma öllu ljótu (sem og frjálsum vilja) þá höfum við ekkert að gera við þessi aukanýru, sem og önnur líffæri??

Spurning hvað við höfum að gera við aukanýru, viðurkenni að ég veit það ekki.  Veit samt ekki hvað þú átt við með "önnur líffæri". Ég veit ekki betur en við höfum alveg þörf fyrir þau líffæri sem við höfum í dag þó að illska sé farin úr heiminum. Að vísu má segja að nokkur líffæri eru til að glíma við eitthvað sem má kalla illsku svo það getur verið spurning með þau.

sth
Nei þeir sem eru þér ósammála ERU óhræddir við að segja það Halldór, rétt skal vera rétt!

Átti við það.

sth
Ég held reyndar ekkert fram að þú sért fræðingur í uppskáldaðri sögu, þ.e.a.s. bíflíunni.  Ertu ekki forritari eða eitthvað svoleiðis?  Þú ert ekki guðfræðingur.

Það er alveg rétt að ég ekki menntaður í þessu og þar af leiðandi myndi ekki kalla mig neinn Biblíu fræðing.

sth
Maður sem veit ekki hvers vegna fundur á millistigi milli spendýra og fugla myndi rústa þróunarkenningunni er að mínu mati ekki hæfur til að tjá sig um hvað þróunarfræði er og hvað hún er ekki.

Þetta er trú sem gerir það að verkum að ef svona millistig myndi finnast þá myndu menn aðeins breyta sögunni en ekki afskrifa þróunarkenninguna sem slíka.

sth
Finnst þér að maður verði að vera búinn að lesa bíflíuna til að geta gagnrýnt hana?

Nei

Ragnar
Leiðrétti þetta aðeins fyrir þig svo hún meikaði meiri sens. Hér er líka önnur útgáfa:

Strámannsrök fara þér illa.

Mofi, 17.10.2008 kl. 12:42

29 identicon

Strámannsrök fara öllum illa. En þú ert að misskilja hugtakið. Þetta voru engin strámannsrök.

Ef þú vilt læra um strámannsrök þá er Darwinista skilgreiningin þín er skólabókardæmi um þau.

Ragnar (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:48

30 Smámynd: Mofi

Ragnar, þú settir upp mína afstöðu á hátt sem er röng, er ekki sú sem ég hef. Ég tel það vera strámannsrök.  Hvað hefurðu á móti darwinista skilgreiningu minni?  Veistu hver hún er og ef svo er, hvað telur þú vera rangt við hana?

Mofi, 17.10.2008 kl. 12:56

31 identicon

Þetta er trú sem gerir það að verkum að ef svona millistig myndi finnast þá myndu menn aðeins breyta sögunni en ekki afskrifa þróunarkenninguna sem slíka.

Þú virðist vera fastur í þeim hjólförunum að ef þér tekst að sýna fram á að þróunarkenningin standist ekki þá sé það á einhvern hátt staðfesting á sköpunartilgátunni þinni.

Þetta er mjög þekkt rökvilla meðal sköpunarsinna og heitir false dilemma, flettu því upp við tækifæri.

Það er rétt hjá mér að fundur á millistigi milli fugla og spendýra myndi rústa þróunarkenningunni.

Það er rétt hjá þér að þessi fundur myndi valda því að menn þyrftu að skrifa þróunarsöguna upp á nýtt alveg frá grunni (og það er einmitt það sem ég á við þegar ég segi þetta myndi rústa henni).

Það á hins vegar ekkert skylt við skáldskap, heldur grundvallast það á þeirri staðreynd að stofnar lífvera breytast frá kynslóð til kynslóðar, þeir aðlagast, þeir þróast.

sth (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:10

32 identicon

Ragnar, þú settir upp mína afstöðu á hátt sem er röng, er ekki sú sem ég hef. Ég tel það vera strámannsrök.  Hvað hefurðu á móti darwinista skilgreiningu minni?  Veistu hver hún er og ef svo er, hvað telur þú vera rangt við hana?

Nú þegar þú bragðar á eigin meðali, hvernig finnst þér bragðið?

Darwinista skilgreiningin þín er skólabókardæmi um strámannsrök. Þú gerir fólki upp skoðanir með henni, fólki sem hefur sjálft margar mismunandi skoðanir. Þær seturðu í einn hatt (strámann) vegna þess að það er auðveldara að ráðast á hann. Darwinisti hefur t.d. mismunandi skilgreiningu eftir því hver notar hugtakið. Skilgreining þín á Darwinisma er mjög yfirborðskennd. Hún fjallar um að ekkert geti búið til allt úr engu með tilviljunum og náttúruvali. Hún er afskaplega einfeldningsleg enda hentar það þínum málflutningi.

Annars er ég ekki að lýsa þinni afstöðu heldur minni eigin. Sé þín túlkun á sköpunarsögu Biblíunnar rétt þá hefur það svo gríðarlegar afleiðingar á fjöldamargar vísindagreinar og rannsóknir á þeim síðustu árhundruðin að það er engu lagi líkt. Sérstaklega á nýjustu rannsóknir og niðurstöður þeirra. Niðurstöðurnar þeirra væru hreinlega rangar í grundvallaratriðum. Það er ekki bara einhver smá skekkja heldur er hún gríðarstór, upp að faktor milljón. Skekkjan er svo stór að flestir vísindamenn hefðu einhverntímann í rannsóknum sínum tekið eftir henni. Sú staðreynd að enginn hefur ljáð máls á því að skekkjumörkin séu kolrangt reiknuð hlýtur þá að benda til þess að það sé samsæri í gangi meðal þeirra. Hvert mótífið er veit ég ekki.

Ragnar (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:54

33 Smámynd: Mofi

sth
Þú virðist vera fastur í þeim hjólförunum að ef þér tekst að sýna fram á að þróunarkenningin standist ekki þá sé það á einhvern hátt staðfesting á sköpunartilgátunni þinni.

Eins og staðan er í dag þá er það rétt því að það eru bara tveir valmöguleikar; annað hvort áttu vitsmunir þátt í því að orsaka náttúruna og lífið sjálft eða ekki.

sth
Það er rétt hjá þér að þessi fundur myndi valda því að menn þyrftu að skrifa þróunarsöguna upp á nýtt alveg frá grunni (og það er einmitt það sem ég á við þegar ég segi þetta myndi rústa henni).

Það kalla ég ekki að rústa henni, bara breyta sögunni en halda samt áfram í að tilviljanakenndar stökkbreytingar og náttúruval skapaði allt sem við sjáum í náttúrunni.

sth
Það á hins vegar ekkert skylt við skáldskap, heldur grundvallast það á þeirri staðreynd að stofnar lífvera breytast frá kynslóð til kynslóðar, þeir aðlagast, þeir þróast.

Það er engin ágreiningur um að stofnar ífvera breytast.

Ragnar
Skilgreining þín á Darwinisma er mjög yfirborðskennd. Hún fjallar um að ekkert geti búið til allt úr engu með tilviljunum og náttúruvali. Hún er afskaplega einfeldningsleg enda hentar það þínum málflutningi.

Mín skilgreining er þessi og hef endurtekið hana marg oft. Þeir sem aðhyllast að allt líf á sér sameiginlega uppruna, og að út frá þessu fyrsta lífið með náttúruvali og tilviljanakenndum stökkbreytingum varð til sú náttúra sem við sjáum í dag.

Ragnar
Hvert mótífið er veit ég ekki.

Búa til sögu sem passar við þeirra trú sem er að á miljónum árum þá þróaðist lífið án allrar leiðsagnar Guðs.  Fólk í vísindageiranum hafa mismunandi afstöður í þessum málum, t.d. margir sem tilheyra vitsmunalegri hönnun hreyfingunni samþykkja mjög gamla jörð og sameiginlegan forfaðir. Aðrir eru ósammála en að vera einhverjum ósammála þýðir ekki að þú álítir sem svo að þeir sem eru þér ósammála eru með eitthvað samsæri á móti þér.

Mofi, 17.10.2008 kl. 14:26

34 identicon

Mín skilgreining er þessi og hef endurtekið hana marg oft. Þeir sem aðhyllast að allt líf á sér sameiginlega uppruna, og að út frá þessu fyrsta lífið með náttúruvali og tilviljanakenndum stökkbreytingum varð til sú náttúra sem við sjáum í dag.

Ég veit. Stóri gallinn við hana er hversu yfirborðskennd og einfeldningleg hún er. Hún á voða lítið skylt við skoðanir fólks á málefninu og því síður þær fjöldamörgu kenningar sem þú hnoðar inn í einn strámann.

Búa til sögu sem passar við þeirra trú sem er að á miljónum árum þá þróaðist lífið án allrar leiðsagnar Guðs.

Ef svo er þá bendir það sterklega til samsæris. Þeir hafa þá búið til þessa sögu með því að falsa niðurstöður rannsókna.

að vera einhverjum ósammála þýðir ekki að þú álítir sem svo að þeir sem eru þér ósammála eru með eitthvað samsæri á móti þér. 

Ef þeir eru að falsa niðurstöður rannsókna þá bendir það til samsæris.

Ragnar (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:40

35 Smámynd: Mofi

Ragnar
Ég veit. Stóri gallinn við hana er hversu yfirborðskennd og einfeldningleg hún er. Hún á voða lítið skylt við skoðanir fólks á málefninu og því síður þær fjöldamörgu kenningar sem þú hnoðar inn í einn strámann.

Mér finnst hún nú vera nokkuð nákvæm og ef hún passar ekki við skoðanir einhvers þá ætti viðkomandi að segja að hann aðhyllist ekki darwinisma eins og ég skil hann.

Ragnar
Ef svo er þá bendir það sterklega til samsæris. Þeir hafa þá búið til þessa sögu með því að falsa niðurstöður rannsókna.

Þú mátt svo sem trúa því að um samsæri er að ræða. Ég tel aðeins hóp af fólki hafa ákveðna trú og síðan er með aðferð sem mælir eitthvað og þær mælingar passa við þá trú, þá ályktar þetta fólk ( réttilega ) að mælingarnar virka þrátt fyrir augljósu galla þeirra.

Ragnar
Ef þeir eru að falsa niðurstöður rannsókna þá bendir það til samsæris

Ég sagði ekki að um væri að ræða falsanir á rannsóknum.

Mofi, 17.10.2008 kl. 15:12

36 identicon

Þú mátt svo sem trúa því að um samsæri er að ræða. Ég tel aðeins hóp af fólki hafa ákveðna trú og síðan er með aðferð sem mælir eitthvað og þær mælingar passa við þá trú, þá ályktar þetta fólk ( réttilega ) að mælingarnar virka þrátt fyrir augljósu galla þeirra.

Ég veit að það er ekkert samsæri í gangi.

En ef, eins og þú segir, aðferðirnar hafi svona augljósa galla þá hljóta margir vísindamenn að benda á þær fyrr eða síðar. Svo er ekki staðreyndin. Frekar algjör þögn.

Samkvæmt þínum mlflutningi þá mæla aldursgreiningaraðferðir bara eitthvað (þín orð). Finnst þér ekki furðulegt að ekki nokkur vísindamaður sýni fram á hversu stórkostlega gallað þetta er? Að raunverulega niðurstaðan liggji langt utan skekkjumarka. Þú hefur bent á nokkra galla en enginn þeirra bendir til svona gríðarstórrar skekkju eins og þú leggur til. Það hlýtur að vera eitthvað annað sem veldur þessari skekkju. Hvað getur það verið?

En þegar þú segir aldursgreiningaraðferðir mæla eitthvað áttu þá við að þær séu eins og að mæla hraða bíls með desilítramáli?

Ragnar (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:27

37 identicon

Að manni sem er að því er virðist með fullu viti skuli ekki sjá neitt athugavert að enginn vísindamaður hnekkji svo "augljóslega röngum" aðferðum við aldursgreiningu er algjörlega ofar mínum skilningi

Kristmann (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 03:54

38 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Jesúhoppari sem kallar sig Mofa hefur fundið sannleikann. Vísindamenn allra landa; Pakkið saman!

Páll Geir Bjarnason, 18.10.2008 kl. 14:06

39 Smámynd: Mofi

Kristmann
Að manni sem er að því er virðist með fullu viti skuli ekki sjá neitt athugavert að enginn vísindamaður hnekkji svo "augljóslega röngum" aðferðum við aldursgreiningu er algjörlega ofar mínum skilningi

Ég er búinn að benda á greinar þar sem vísindamenn útskýra afhverju þeir vantreysta þessum aðferðum. Það er rétt að þeir eru ekki darwinistar enda byggir trú darwinista svo mjög á þeirri hugmynd að þetta er möguleiki ef það er nægur tími.

Páll Geir
Jesúhoppari sem kallar sig Mofa hefur fundið sannleikann. Vísindamenn allra landa; Pakkið saman!

Nei, óvísindalegir darwinistar pakkið saman; það er engin þörf á þeirra fáránlegu skáldsögum lengur.

Mofi, 20.10.2008 kl. 10:21

40 identicon

Ég er búinn að benda á greinar þar sem vísindamenn útskýra afhverju þeir vantreysta þessum aðferðum.

Og ég var búinn að benda þér á að það er löngu búið að taka á þessari gagnrýni viðkomandi vísindamanna með því að reikna út frá þeim skekkjumörk. Skekkjumörkin eru ekki nógu stór til að jörðin og lífið á henni geti verið yngra en 10.000 ára.

Annars skiptir það svo sem ekki máli. Jafnvel þótt þessi gagnrýni væri þannig að skekkjumörkin væru margfalt stærri eins og þú gefur til kynna, þá þyrftu vísindamenn beinlínis að falsa niðurstöður rannsókna sinna til að blekkja aðra til að halda í þá trú að jörðin sé milljarða ára gömul. Það er bara of ótrúverðugt að svona mikill fjöldi manna geti haldið þessu svona leyndu í marga áratugi.

Ragnar (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:56

41 Smámynd: Mofi

Ragnar, þú setur traust þitt á þessar aðferðir en ég get ekki treyst þeim og hef útskýrt afhverju. Hræddur um að við verðum að vera sammála um að vera ósammála.

Mofi, 20.10.2008 kl. 11:15

42 identicon

Ragnar, þú setur traust þitt á þessar aðferðir en ég get ekki treyst þeim og hef útskýrt afhverju. Hræddur um að við verðum að vera sammála um að vera ósammála.

Sammála um að vera ósammála? Slöpp tilraun til að koma sér undan.

Ég hef bara enga trú á að vísindamenn séu með eitthvað brjálað samsæri í gangi. Það væri eina leiðin til að útskýra hegðun þeirra ef jörðin er virkilega svona ung. Þú vilt meina að þetta sé trú sem þýðir þá að þeir læri ekki fræðin á bakvið aldursgreiningaraðferðirnar, heldur eingöngu að beita þeim og efast alls ekki um niðurstöðuna.

Þú verður bara að fyrirgefa að þetta er bara engan veginn trúverðugt.

Eina ástæðan fyrir þig að treysta ekki þessum aðferðum er hvernig þú túlkar nokkrar setningar í einni bók. Ekkert vísindalegt á bak við þetta.

Ragnar (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:39

43 Smámynd: Mofi

Ragnar
Eina ástæðan fyrir þig að treysta ekki þessum aðferðum er hvernig þú túlkar nokkrar setningar í einni bók. Ekkert vísindalegt á bak við þetta.
Nei, ástæðan er algjörlega vísindaleg vegna þekktra dæma um að aðferðin virki ekki, vegna algjörs skorts á dæmum þar sem þessar aðferðir virka og listi af óþekktum ályktunum sem þarf að gera til að fá einhverja niðurstöðu. Þú hafnar þessu og þú um það; ég nenni ekki að rífast við þig um það.

Mofi, 20.10.2008 kl. 12:44

44 identicon

Nei, ástæðan er algjörlega vísindaleg vegna þekktra dæma um að aðferðin virki ekki, vegna algjörs skorts á dæmum þar sem þessar aðferðir virka og listi af óþekktum ályktunum sem þarf að gera til að fá einhverja niðurstöðu. Þú hafnar þessu og þú um það; ég nenni ekki að rífast við þig um það.

Ertu að halda því fram að þú hafir tekið ákvörðun um að túlka sköpunarsögu biblíunnar bókstaflega vegna þess hversu góða vísindalega þekkingu þú hefur á aldursgreiningaraðferðum?

Ekki beinlínis trúverðugt frekar en samsærið sem af þessu hlýst.

Ragnar (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:12

45 Smámynd: Mofi

Ragnar, ég tók ákvörðun að trúa og treysta þessum aldursgreiningar aðferðum vegna þessara ástæðna.

Mofi, 20.10.2008 kl. 13:45

46 identicon

Ragnar, ég tók ákvörðun að trúa og treysta þessum aldursgreiningar aðferðum vegna þessara ástæðna.

Held það vanti orðið 'ekki' inn í þessa setningu.

Annars er þetta mjög ótrúverðugt. Þetta er auðvitað bara haldreipi. Þú vilt að sköpunarsaga biblíunnar sé túlkuð sem svo að jörðin sé bara 6000 ára. Þú vilt þess vegna að aldursgreiningaraðferðir séu rangar. Þess vegna leitarðu að haldreipum á netinu. Þú trúir þeim síðan algjörlega gagnrýnislaust. Þú trúir því gagnrýnislaust að aðferðirnar virki ekki.

Þess vegna er ofangreind setning afskaplega ótrúverðug.

Ragnar (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 14:22

47 Smámynd: Mofi

Ragnar
Þú trúir því gagnrýnislaust að aðferðirnar virki ekki.
Ég er búinn að lista upp afhverju ég treysti þessum aðferðum ekki. Þú getur sagt að þér þykir þær ástæður ekki trúverðugar að þínu mati en getur ekki sagt að ég trúi gagnrýnislaust að þessar aðferðir virki ekki. Þegar þú ert með aðferð sem hefur ALDREI virkað á sýni sem við vitum aldurinn á þá ættir þú að hafa mjög góða ástæðu til að vantreysta aðferðinni.  Þú aftur á móti trúir blint og þú um það.  Fyrir mig er þessari umræðu lokið.
 

Mofi, 20.10.2008 kl. 14:30

48 identicon

aðferð sem hefur ALDREI virkað á sýni sem við vitum aldurinn á

Ég veit ekkert um sannleiksgildi þessarar setningar en röksemdarfærslan er kjánaleg.

Aldursgreiningaraðferðir voru búnar til svo við getum fundið hver er aldur sýna sem við þekkjum EKKI aldurinn á.

Ég er búinn að lista upp afhverju ég treysti þessum aðferðum ekki.

Þessum lista trúir þú gagnrýnislaust. Þú lætur eins og skekkjumörk séu ekki til. Þú lætur eins og þú hafir yfirgripsmikla þekkingu á aldursgreiningaraðferðum. Ótrúverðugt.

Ragnar (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 14:36

49 Smámynd: Mofi

Elmar
Mofi það eru til margar aðferðir til að aldursgreina, ekki bara ein.  Heldurðu að þær aðferðir hafi ALDREI virkað?  Heldurðu að ENGIN af þeim virki? Afhverju eru þá þessar aðferðir notaðar og niðurstöður byggðar á þeim.

Það er aðeins ein aðferð sem við höfum getað kaliberað til að fá einhvað vit út úr henni og það er C14 aðferðin en hún mælir aðeins aldur innan við 100.000 árin.  Allar aðferðir sem menn nota til að mæla aldur í miljónum árum hafa aldrei virkað á sýni sem við vitum aldurinn á.

Mofi, 20.10.2008 kl. 14:50

50 identicon

Það er aðeins ein aðferð sem við höfum getað kaliberað til að fá einhvað vit út úr henni og það er C14 aðferðin en hún mælir aðeins aldur innan við 100.000 árin.  

C14 eitt og sér sýnir fram á að aldur jarðar og lífs á henni er eldra en 6000 ára. Svo ef ég man rétt þá hefur sú aðferð virkað á sýni sem við vitum aldurinn á.

Allar aðferðir sem menn nota til að mæla aldur í miljónum árum hafa aldrei virkað á sýni sem við vitum aldurinn á.

Þetta eru stórkostlega gölluð rök eins og ég bendi á hér að ofan. Þessar aldursgreiningaraðferðir voru búnar til svo við getum fundið hver er aldur sýna sem við þekkjum EKKI aldurinn á. Að nota þessar aðferðir til að mæla aldur sýna sem við vitum aldurinn á er eins og að mæla þvermál atóms með reglustiku.

En svo er þetta heldur ekki beinlínis rétt. Mismunandi aldursgreiningaraðferðir hafa margoft sýnt að þær mæla sama aldur á sama sýni séu þær á annað borð hannaðar fyrir sama aldursbil.

Þú verður að vera kröfuharðari varðandi rökin sem þú samþykkir og síðan beitir. 

Ragnar (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:06

51 identicon

Það er aðeins ein aðferð sem við höfum getað kaliberað til að fá einhvað vit út úr henni og það er C14 aðferðin en hún mælir aðeins aldur innan við 100.000 árin.  Allar aðferðir sem menn nota til að mæla aldur í miljónum árum hafa aldrei virkað á sýni sem við vitum aldurinn á.

 Hvernig getum við vitað aldurinn á margra miljóna ára sýnum ef jörðin er bara 6000 ára?

Ef ég skil þig rétt hér þá ert þú að nota niðurstöðu aldursgreininga sem þú treystir ekki til þess að véfengja niðurstöður annarra aldursgreininga sem þú treystir ekki heldur?

Er það von að maður skilji þig ekki Mofi

Aftur kemur þetta niður á að þín einu rök eru þau að um samsæri vísindamanna sé að ræða þegar augljóslega röngum vísindaniðurstöðum er ekki mótmælt af neinum sem máli skiptir í greininni

Þetta gengur ekki upp Mofi og þú veist það sjálfur

Kristmann (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:18

52 identicon

Var að lesa þetta yfir aftur...

Mofi... áttu við að það sé ekki að marka þær aðferðir sem notaðar eru til að mæla eitthvað sem er margra miljóna ára vegna þess að það er ekki hægt að nota sömu aðferðir til að reikna eitthvað sem við vitum hvað er gamalt?

Eins og eitthvað sem væri nokkur hundruð ára t.d.?

Kristmann (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:13

53 identicon

Mofi. Rökin sem þú notar eru óvirðing við sjálfan þig sem einstakling.

Ragnar (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 08:41

54 identicon

Ja... samkvæmt þessum rökum þarf ég ekki lengur að taka mark á baðvoginni minni, þar sem hún getur hvorki vigtað atóm eða fíl þá er varla að marka þá þyngd sem hún gefur mér

Kristmann (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:44

55 Smámynd: Mofi

Kristmann
Mofi... áttu við að það sé ekki að marka þær aðferðir sem notaðar eru til að mæla eitthvað sem er margra miljóna ára vegna þess að það er ekki hægt að nota sömu aðferðir til að reikna eitthvað sem við vitum hvað er gamalt?

Eins og eitthvað sem væri nokkur hundruð ára t.d.?

Ég á einfaldlega við að þegar við vitum aldurinn á sýnum þá virka þessar aðferðir ekki. Þannig að við höfum aldrei getað sannreynt þessa mælingu. Ef það gefur manni ástæðu til að efast þá veit ég ekki hvað getur gert það. Well, kannski mörg atriði af óþekktum atriðum við mælingarnar?  Sumir aftur á móti hafa svo mikla trúarsannfæringu að rök og gögn hafa engin áhrif og það finnst mér vera í gangi hérna með ykkar traust á þessum aldursgreiningar aðferðum. 

Mofi, 21.10.2008 kl. 12:25

56 identicon

Þú svaraðir ekki spurningunni

Ertu að segja að þær aðferðir sem eru notaðar til að mæla eitthvað sem er margra miljóna ára gamalt séu ekki marktækar vegna þess að það er ekki hægt að nota þær til að aldursgreina eitthvað miklu yngra sem við vitum aldurinn á?

Kristmann (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:54

57 identicon

Sumir aftur á móti hafa svo mikla trúarsannfæringu að rök og gögn hafa engin áhrif

Rök og gögn!

Þessi svokölluðu rök og gögn sem þú notar eru einskis virði. Þau eru óvirðing við sjálfan þig. Hvernig geturðu niðurlægt sjálfan þig svona?

Ragnar (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:58

58 identicon

Segjum sem svo að til væri tímaglas sem væri svo stórt að í efri hluta þess rúmuðust öll sandkorn jarðarinnar... ég myndi komast að því að á hverju ári rynnu þar í gegn sandkorn sem væru jafn mörg og í meðal sandkassa, útfrá því væri svo frekar einfalt að reikna út hversu margar miljónir ára það tæki fyrir efri hluta þess að tæmast

Ég sem vera sem lifði í þúsunir ára  gæti því notað þetta tímaglas til að mæla t.d. breytingar á jarðskoðrunni, tilfærslu fleka og annað í þeim dúr, jafnvel þó að ég kæmist aldrei nálægt því að sjá tímaglasið tæmast

Þá kæmi Mofi litli hlaupandi:

"NEI NEI NEI, þetta er ekki marktæki mæling, í fyrsta lagi þá sjáum við aldrei tímaglasið klárast og getum því ekki verið viss og svo sér það hver maður að það er ekki séns að mæla tímann í 100 metra spretthlaupi með þessari handónýtu mælingargræju, þetta liggur í augum uppi, bara fáráðlingar taka svona mælingar trúanlegar"

Sérðu í alvöru ekki hvað þetta er fíflalegt Mofi?

Kristmann (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:07

59 identicon

Jarðskorpunni - átti þetta nú að vera

Kristmann (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:07

60 Smámynd: Mofi

Kristmann
Ertu að segja að þær aðferðir sem eru notaðar til að mæla eitthvað sem er margra miljóna ára gamalt séu ekki marktækar vegna þess að það er ekki hægt að nota þær til að aldursgreina eitthvað miklu yngra sem við vitum aldurinn á?

Þetta er nú ekki flókið, það sem við vitum aldurinn á, þegar við notum þessar aðferðir á það, þá virka þær ekki.

Mofi, 21.10.2008 kl. 13:11

61 Smámynd: Mofi

Kristmann
Sérðu í alvöru ekki hvað þetta er fíflalegt Mofi?
Sérðu ekki hvað er fáránlegt að treysta mælingum sem við höfum aldrei getað sannreynt?

Mofi, 21.10.2008 kl. 13:12

62 identicon

Þetta er nú ekki flókið, það sem við vitum aldurinn á, þegar við notum þessar aðferðir á það, þá virka þær ekki.

Skilur þú ekki spurninguna?

Ætla að spurja einusinni enn....

Ert þú að segja að mælingar sem eru notaðir til að mæla aldur í miljónum ára séu ekki marktækar vegna þess að þær er ekki hægt að nota til að mæla aldur einhvers sem er t.d. nokkurra hundruð ára gamalt? 

Tökum Potassium-40 sem dæmi... hefur helmingunartíma upp á 1,25 miljarða ára

Það er þannig að eftir 1,25 miljarða ára hefur helmingur af Potassium-40 í bergi breyst í Argon-40

Þetta er mjög einfalt að mæla en það væri handónýtt að ætla að fara mæla 500 ára berg með þessum mælingum af augljósum ástæðum

Ef þú skilur ekki líkinguna Mofi þá bendi ég aftur á tímaglas líkinguna hérna ofar 

Kristmann (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:40

63 identicon

Til að forðast misskilning þá vil ég koma því á framfæri að þegar talað er um helmingunartíma þá gerist þetta ekki þannig að eftir 1,25 miljarða þá "púff" hverfur helmingur efnisins og breytist í Argon

Þegar þú ert svo kominn með nokkur mismunandi efni með mismunandi helmingunartíma og þau gefa öll sömu niðurstöðu þegar verið er að aldurgreina þá þykir niðurstaðan vera áreiðanleg Mofi

Do you understand?

Kristmann (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:45

64 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Eitthvað þykir mér Mofi vera kominn nálægt Telegony með þessum nýrnapælingum.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.10.2008 kl. 13:52

65 Smámynd: Mofi

Kristmann
Ert þú að segja að mælingar sem eru notaðir til að mæla aldur í miljónum ára séu ekki marktækar vegna þess að þær er ekki hægt að nota til að mæla aldur einhvers sem er t.d. nokkurra hundruð ára gamalt?

Skyldir þú ekki svarið?

Kristmann
Þetta er mjög einfalt að mæla en það væri handónýtt að ætla að fara mæla 500 ára berg með þessum mælingum af augljósum ástæðum

Afþví að aðferðin hefur aldrei virkað á neitt sem við vitum aldurinn á?

Þú hlýtur að skilja minn punkt hérna. 

Mofi, 21.10.2008 kl. 13:53

66 Smámynd: Mofi

Tinna
Eitthvað þykir mér Mofi vera kominn nálægt Telegony með þessum nýrnapælingum.
Endilega útskýrðu :)

Mofi, 21.10.2008 kl. 13:56

67 identicon

Nei... þinn punktur hér er gjörsamlega óskiljanlegur Mofi

Þú mótmælir ekki skeiðklukku sem mælitæki vegna þess að hún getur ekki mælt tíma milli árekstra rafeinda í atómi

Á sama hátt mótmælir þú ekki efni með helmingunartíma uppá miljarða ára sem aðferð við aldursgreiningu á miljarða ára gömlu efni með þeim rökum að það geti ekki mælt aldur á einhverju sem er hundrað ára 

Er ég eitthvað að misskilja hér? Þú ert beinum orðum að mótmæla þessum mælingaraðferðum með þeim rökum að þau virki ekki á mörgum sinnum yngri efni sem þau eru engan veginn fær um að mæla

Mofi - skilur þú rökin sem liggja að baki mælingum á helmingunartíma geislavirkra efna? 

Hvort sem helmingunartíminn er nokkrar sekúndur eða miljarðar ára

 Þú hlýtur að skilja minn punkt hérna.

Ég held að þú skiljir hann ekki sjálfur... svo fíflalegur er hann

Kristmann (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 14:02

68 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi, áttu úr eða klukku með sekúnduvísi? Það sem þú ert að gera er jafngildi þess að nota það sem mælitæki á hversu langan tíma það tekur sólargeisla að ferðast 100 metra. Og segja svo að þessi úr séu handónýt sem mælitæki af því að þau ráða ekki við þá mælingu.

Egill Óskarsson, 21.10.2008 kl. 14:14

69 Smámynd: Mofi

Kristmann
Þú mótmælir ekki skeiðklukku sem mælitæki vegna þess að hún getur ekki mælt tíma milli árekstra rafeinda í atómi
En þú veist ekki aldurinn á þessum sýnum!  

Kristmann
Er ég eitthvað að misskilja hér? Þú ert beinum orðum að mótmæla þessum mælingaraðferðum með þeim rökum að þau virki ekki á mörgum sinnum yngri efni sem þau eru engan veginn fær um að mæla

Ég er að benda á ástæðu til að efast um áreiðanleika. Það er virkilega góð ástæða að efast um aðferð sem hefur aldrei verið hægt að sannreyna og er byggð á óþekktum ályktunum.

Kristmann
Mofi - skilur þú rökin sem liggja að baki mælingum á helmingunartíma geislavirkra efna?

Já, skilur þú það og hvaða ályktanir menn verða að gera?

Egill
Mofi, áttu úr eða klukku með sekúnduvísi? Það sem þú ert að gera er jafngildi þess að nota það sem mælitæki á hversu langan tíma það tekur sólargeisla að ferðast 100 metra. Og segja svo að þessi úr séu handónýt sem mælitæki af því að þau ráða ekki við þá mælingu

Skilur þú að við vitum ekki aldurinn á þessum sýnum?  Finnst þér ekkert að því að treysta mælingum sem við höfum aldrei getað séð virka?

Mofi, 21.10.2008 kl. 14:26

70 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi
Skilur þú að við vitum ekki aldurinn á þessum sýnum?  Finnst þér ekkert að því að treysta mælingum sem við höfum aldrei getað séð virka?

Getur þú útskýrt fyrir mér af hverju við ættum að vera að mæla aldur á sýnum sem aldurinn væri vitaður á?

Það er þú sem ert ekki að skilja hlutina hérna. Við erum að tala um skekkjumörk. Þú mælir ekki nanómetra með reglustriku með minnsta bil 1 mm.  Til þess eru skekkjumörkin of mikil.

Að sama skapi notum við ekki aldursgreiningaraðferðir með tugþúsund-hundruð þúsund- eða milljón ára skekkjumörkum til þess að mæla hluti sem eru miklu miklu yngri en það. Af þeirri einföldu ástæðu að þá fáum við ALLTAF út vitlausa mælingu af því að forsendurnar eru rangar. 

Ég veit að þú átt voða erfitt með að viðurkenna hluti sem þú getur ekki túlkað í ljósi biblíunnar en meira að segja þú hlýtur að átta þig á því hvað þú ert að gera þig að miklu athlægi með svona bulli.

Egill Óskarsson, 21.10.2008 kl. 14:31

71 identicon

En þú veist ekki aldurinn á þessum sýnum!  

Þú þarft ekki að vita aldurinn á sýnunum..

Til þess er nú leikurinn gerður... þú þarft bara að mæla magn þeirra geislavirkuefna þar sem þú veist með hvaða hraða helmingast

Þegar þú ert svo með mismunandi mælingar, á mismunandi efnum með mismunandi helmingunartíma sem gefa þér sama aldur þá ert þú kominn með áreiðanlega mælingu

Þetta eru ekki flókin vísindi Mofi 

Ég er að benda á ástæðu til að efast um áreiðanleika. Það er virkilega góð ástæða að efast um aðferð sem hefur aldrei verið hægt að sannreyna og er byggð á óþekktum ályktunum

Þetta er ekki löggild ástæða vegna þess að forsendurnar eru gjörsamlega út úr korti og ekki í neinu samhengi við viðfangsefnið.

Já, skilur þú það og hvaða ályktanir menn verða að gera?

Það þarf ekki að gera neinar sérstakar ályktanir, þetta er bara spurning um einfalda mælingu á efnum með þekktan helmingunartímar..

Éf ég veit hvað rennur mikið vatn í gegnum kárahnjúkavirkjun á einum degi þá þarf ég ekkert að halda áfram að mæla það í hundrað ár til að vita hvað það rennur mikið vatn þar ég gegn á þeim tíma.

Þetta eru þín rök í hnotskurn, þú ert að mótmæla þessum mælingum á þeim forsendum að við getum ekki fylgst með efni í 1.250.000.000 ár til að sannreyna eitthvað sem hægt er að sannreyna með mun einfaldarari hætti.

kynntu þér hvað liggur að baki helmingunartíma efna og hvernig það er mælt... það er alveg augljóst að þekking þín á því sviði er gífurlega takmörkuð

Kristmann (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 14:55

72 identicon

Það væri forvitnilegt að fá að vita skoðun Mofa á þeim fræðum sem eru að baki helmingunartíma geislavirkra efna

Kristmann (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:34

73 identicon

HAHAHAHA....

Ég hef ekkert frekar að segja nema; Takk kærlega fyrir þetta Kristmann, Egill og Ragnar!

sth (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:39

74 identicon

Það er athyglisvert að sjá hvernig Mofi lætur hérna. Hann ber takmarkaða virðingu fyrir sjálfum sér þegar kemur að röksemdarfærslum. Maður fær það á tilfinninguna að hann myndi reyna að rökstyðja að það væri víst hægt að koma ferköntuðum kubbi í gegnum þríhyrnt gat (þið þekkið barnaleikfangið) ef það á einhvern hátt væri tengt of háum aldri jarðar að hans mati. Til þess mundi hann nota rök um að aðferðir hornafræðinnar væru bara ályktun svo lengi sem það væri stimplað af AiG.

Og takið eftir því að þetta styður hans heimsmynd ekki neitt. Mofi beitir eingöngu fyrir sig "False Dilemma" rökfærslu þar sem hann reynir (af veikum mætti) að færa rök fyrir að jörðin sé ekki eins gömul og raun ber vitni í þeirri von að einhver trúi því þá að hún hljóti þar af leiðandi að vera 6.000 ára. Til þess notar hann óspart strámannsrökvillu. Allt þetta er leitt út frá rökvillunni "Appeal to Authority" þar sem Biblían sé sönn í hverju einasta orði (nema auðvitað ef það hentar ekki).

Ragnar (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:19

75 identicon

Mofi mun seint átta sig á því að hann sjálfur og hans aðferðir eru versta auglýsing sem hans trú og málsstaður geta hugsað sér..

 Það er ef tilgangurinn er sá að höfða til hugsandi fólks

Kristmann (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 19:48

76 Smámynd: Mofi

Egill
Getur þú útskýrt fyrir mér af hverju við ættum að vera að mæla aldur á sýnum sem aldurinn væri vitaður á?

Til að athuga hvort að mælingin virkar...  það var gert með C-14 aðferðina og þeir komust að því að ...hún virkaði ekki. Þurfti mikið til, til að finna út hvernig hægt væri að fá eitthvað út úr henni.

Egill
Það er þú sem ert ekki að skilja hlutina hérna. Við erum að tala um skekkjumörk. Þú mælir ekki nanómetra með reglustriku með minnsta bil 1 mm.  Til þess eru skekkjumörkin of mikil.

Það er bara fáránlegt að tala um skekkjumörk eins og þau eru raunveruleg þegar mælingarnar hafa aldrei sannreynt sig og eru byggðar á óþekktum ályktunum.

Egill
Af þeirri einföldu ástæðu að þá fáum við ALLTAF út vitlausa mælingu af því að forsendurnar eru rangar.

Kannski er ástæðan að þessi sýni eru ekki svona gömul? 

Kristmann
Til þess er nú leikurinn gerður... þú þarft bara að mæla magn þeirra geislavirkuefna þar sem þú veist með hvaða hraða helmingast

Og það virkar ekki þegar við vitum aldurinn... eina ástæðan fyrir því að það segir ekkert er vegna þess að þú neitar að hlusta.

Kristmann
kynntu þér hvað liggur að baki helmingunartíma efna og hvernig það er mælt... það er alveg augljóst að þekking þín á því sviði er gífurlega takmörkuð

Segðu mér hvaða ályktanir menn verða að gera áður en þeir gera svona mælingu og þá muntu sanna fyrir mér að þú hefur eitthvað smá vit á því sem þú ert að tala um.

Ragnar
Það er athyglisvert að sjá hvernig Mofi lætur hérna

Eina sem þú hefur fram að færa á mínu bloggi Ragnar er skítkast á mig. Endilega hættu því eða ég neyðist til að loka fyrir óskráðar athugasemdir.

Elmar
Ég held að það sé nokkuð ljóst að Moffalingurinn sé búin að skíttapa þessu debati, ætli hann átti sig á því sjálfur?

Það sem er magnað er að þið eruð í engum vafa um þessar aðferðir þótt ég hafi komið með góð rök til að efast um áreiðanleika þeirra.  Óheiðarleikinn lekur af ykkar afstöðu hérna.

Mofi, 22.10.2008 kl. 10:05

77 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi: Til að athuga hvort að mælingin virkar...

Þú ert að grínast er það ekki? Ef ég ætla að athuga hvort að reglustrikan mín virkar þá mæli ég eitthvað sem ég veit að er 1 cm eða 1 mm. Ég reyni ekki að mæla breiddina á mýfluguvæng og hendi svo reglustrikunni af því að ég fæ ekki rétta mælingu. Sem er nákvæmlega það sem vinir þínir gerðu með C14. 

Mofi: Það er bara fáránlegt að tala um skekkjumörk eins og þau eru raunveruleg þegar mælingarnar hafa aldrei sannreynt sig og eru byggðar á óþekktum ályktunum.

Nú verð ég eiginlega að taka undir með Kristmanni: veistu yfirhöfuð hvað helmingunartími geislavirkra efna er? Geturðu sagt með vissu að ALLAR aldursgreiningaraðferðir sem þekkjast í dag sem mæla hluti eldri en það sem þér hentar séu ónýtar útfrá einhverju öðru en þröngu biblíuskilningslegu sjónarhorni?

Mofi: Kannski er ástæðan að þessi sýni eru ekki svona gömul? 

Þetta svar kallar á spurninguna: veistu hvað orðið forsendur þýðir?

Það er þú sem ert óheiðarlegur hérna, og virkilega hrokafullur í þokkabót. Þú hefur ekki komið með nein haldbær rök gegn því sem hefur verið sagt hér, þú getur ekki bent á eina ritrýnda rannsókn eða fræðilega grein í viðurkenndu fræðitímariti sem tekur undir það sem þú segir. Ég get fullyrt þetta því að það yrði algjört breakthrough í vísindaheiminum ef einhver gæti virkilega sýnt fram á að það sem þú segir sé rétt. 

Og öfugt við þig, sem mundir fara og reyndar ferð langt úr leið þinni til að afneita öllu sem ekki passar við Sannleikann (skrásett vörumerki), þá myndi okkar finnast slíkar uppgötvanir spennandi, því að þær myndu færa okkur nýjar upplýsingar um heiminn. En þú telur þig hafa allar upplýsingar sem til eru, hinn eina sanna sannleik. Og það er hrokafullt, barnalegt og blint.

 

Egill Óskarsson, 22.10.2008 kl. 10:36

78 identicon

Eina sem þú hefur fram að færa á mínu bloggi Ragnar er skítkast á mig. Endilega hættu því eða ég neyðist til að loka fyrir óskráðar athugasemdir.

Er það skítkast að benda á rökvillurnar í málflutningi þínum?

  • "Appeal to Authority"
  • Strámenn
  • "False Dilemma"

Þessar rökvillur eru gegnum gangandi í öllum þínum málflutningi þegar kemur að aldri jarðar.

Hef ekkert út á að setja aðrar færslur hjá þér eins og þessa nýjustu. Nota Biblíuna og trú á Guð til að koma sér í form. Margir hafa meira að segja notað trú á Guð til að ná frábærum árangri í íþróttum, eins og t.d. Jonathan Edwards.

Ragnar (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:41

79 identicon

Til að athuga hvort að mælingin virkar...  það var gert með C-14 aðferðina og þeir komust að því að ...hún virkaði ekki.

C-14 virkar fínt, þegar hún er notuð rétt... af augljósum ástæðum virkar hún ekki við aðstæður sem vitað er að hún virkar ekki við, sem er það sem vinir þínur gerðu.

Og það virkar ekki þegar við vitum aldurinn... eina ástæðan fyrir því að það segir ekkert er vegna þess að þú neitar að hlusta.

Herra Mofmundur... í síðasta skipti - það er EKKI HÆGT að nota mælingu á efni sem hefur helminguanrtíma í miljörðum ára til þess að mæla aldurinn á einhverju sem er hundrað ára - skilur þú þetta í alvöru ekki?

Í stað þess að endurtaka þessa gjörsamlega innihaldlausu og fullkomlega heimskulegu tuggi og reyndu að benda mér á eitthvað sem rýrir gildi þessara aðferða með helmingunartíma

Ég veit það fullvel að þessi aðferð sem ég minnist á sérstaklega virkar ekki á eitthvað sem er miljón sinnum minna en skekkjumörk viðkomandi aðferðar

Segðu mér hvaða ályktanir menn verða að gera áður en þeir gera svona mælingu og þá muntu sanna fyrir mér að þú hefur eitthvað smá vit á því sem þú ert að tala um.

Það þar ekki að draga neina ályktun... bara mæla magn efna með þekktan helmingunartíma

Þegar þú ert búinn að mæla magn nokkurra efna með mismunandi helmingunartíma sem allar gefa þér sömu niðurstöðu þá er þú kominn með örugga aldursgreiningu

Í stað þess að endurtaka þetta bull aftur og aftur þá skalt þú sýna að þú hafir skilning á því hvernig vísindin á bakvið helmingunartíma virka 

Kristmann (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:22

80 Smámynd: Mofi

Kristmann
Herra Mofmundur... í síðasta skipti - það er EKKI HÆGT að nota mælingu á efni sem hefur helminguanrtíma í miljörðum ára til þess að mæla aldurinn á einhverju sem er hundrað ára - skilur þú þetta í alvöru ekki?

Jú, ég skil þetta mjög vel. Skilur þú þá ekki, að þetta þýðir að við höfum aldrei getað sannreynt þessa aðferð?

Kristmann
Það þar ekki að draga neina ályktun... bara mæla magn efna með þekktan helmingunartíma

Þannig að þú skilur þetta ekki; ágætt að fá það á hreint. Þú getur lesið hérna hvernig þetta virkar og hvaða ályktanir þarf að gera, sjá: http://www.answersingenesis.org/articles/nab/does-c14-disprove-the-bible

Elmar
Hann sýndi fram á nákvæmni C-14 með því að mæla mjög nákvæmlega aldur tré-sýnis frá forn Egyptum, þar sem aldurinn var vitaður svona cirka bát út frá sögulegum heimildum.

Þarna sýnir þú tvennt, Libby fannst nauðsynlegt að athuga hvort að aðferðin virkaði með því að prófa hana á sýnum sem við höfðum ágæta hugmynd um hve gömul þau voru.  Þú aftur á móti efast um mín fullyrðingu um að það þurfti að gera tilraunir og kalibera þessa aðferð til að fá hana til að virka.

Þegar Libby var að byrja í þessu þá ályktaði hann svo að hlutfall C-12 og C-14 væri stöðugt en það reyndist rangt og þurftu menn að kalibreita aðferðina til að taka tillit til þessa breytileika. Þú getur lesið meira um það hérna: http://www.answersingenesis.org/creation/v2/i2/carbon14.asp

Elmar
Þess má líka geta að þessi aðferð er ekki talin virka á sýni nema upp að u.þ.b. 100.000 árum sökum þess að helmingunartími C-14 er ekki nema í kringum 5500 ár.  Hún er þess vegna ekki notuð á sýni sem talin eru vera eldri, því að hún er ekki talin gefa nákvæma niðurstöðu.

Þá má líka geta þess að þessi aðferð hefur verið notuð á sýni sem eiga að vera margra miljón ára gömul en mælist með þessara aðferð í kringum 50.000 ára gömul.  

Mofi, 22.10.2008 kl. 13:06

81 identicon

Þú getur lesið hérna hvernig þetta virkar og hvaða ályktanir þarf að gera, sjá: http://www.answersingenesis.org/articles/nab/does-c14-disprove-the-bible

Á meðan þú ruglar saman c14 og öðrum aðferðum þá er erfitt að ræða þetta mál við þig á réttum forsendum.

Jú, ég skil þetta mjög vel. Skilur þú þá ekki, að þetta þýðir að við höfum aldrei getað sannreynt þessa aðferð?

Þessar aðferðir sem notaðar eru til að mæla háan aldur hafa verið sannreyndar með því að bera saman magn nokkurra efna í sýnum með mismunandi helmingunartíma (ekki rugla c14 inn í þessa umræðu, þær geta ekki mælt háan aldur sökum of lítils helmingunar tíma). Þessar aðferðir gefa allar svipaðar niðurstöður fyrir fjölda sýna. Það væri ómögulegt ef þessar aðferðir væru eins óáreiðanlegar og þú vilt meina. Skilur þú þetta?

Ég vil vinsamlegast biðja þig um að vísa ekki í AiG grein sem talar um C14 til að svara þessu þar sem þetta fjallar um aðferðir sem hafa mun hærri helmingunartíma. Það væri strámannsrökvilla.

Ragnar (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 13:44

82 identicon

Jú, ég skil þetta mjög vel. Skilur þú þá ekki, að þetta þýðir að við höfum aldrei getað sannreynt þessa aðferð?

Þetta þýðir það ekki Halldór, eins og ég benti þér á með dæmið um kjárahnjúkavirkjun þá er ekki nauðsynlegt að standa þar í hundrað ár til að mæla flæðið á þeim tíma.

Þessi aðferð og eins aðferðir með önnur efni með annan helmingunartíma eru algjörlega ógáð heildarhelmingunartíma efnanna vegna þess að það er hægt að mæla brot af honum... vísa aftur í virkjanalíkinguna - skilur þú þetta?

Svo vil ég biðja þig að hætta að tala um c-14 mælingar... þær koma  þeim mælingum sem ég er að tala um ekkert við og eru takmörkuð aðferð sem verður að beita við réttar aðstæður og réttar forsendur svo hún virki

Allar vísanir í AiG vini þína eru algjörlega út úr korti vegna þess að þeir hafa leikið sér að því að beita þeim mælingum vitlaust til þess að ráðast á þær

Kristmann (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 14:27

83 identicon

Þá má líka geta þess að þessi aðferð hefur verið notuð á sýni sem eiga að vera margra miljón ára gömul en mælist með þessara aðferð í kringum 50.000 ára gömul. 

Veistu afhverju það er Mofi?  Ætla að nota caps lock svo þú skiljir það kannski betur, það er reyndar búið að segja þér það oft

ÞAÐ ERU ENGIN KOLEFNI Í SÝNUM SEM ERU MARGRA MILJÓNA ÁRA GÖMUL, ÞESSVEGNA ER EKKI HÆGT AÐ FRAMKVÆMA Á ÞEIM MÆLINGU SEM MÆLIR MAGN C-14

Þetta er jafn fíflalegt og að ætla að mæla magn skósvertu í mjólkurpott og mótmæla svo þeim aðferðum sem notaðar eru við mælinguna vegna þess að það fannst engin skósverta 

Kristmann (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 14:34

84 Smámynd: Mofi

Kristmann
Þetta þýðir það ekki Halldór, eins og ég benti þér á með dæmið um kjárahnjúkavirkjun þá er ekki nauðsynlegt að standa þar í hundrað ár til að mæla flæðið á þeim tíma.

Þetta þýðir að það hefur ekki verið hægt að prófa aðferðina á sýni sem við vitum aldurinn á; ætlarðu að neita því?

Kristmann
Svo vil ég biðja þig að hætta að tala um c-14 mælingar... þær koma  þeim mælingum sem ég er að tala um ekkert við og eru takmörkuð aðferð sem verður að beita við réttar aðstæður og réttar forsendur svo hún virki

Þær byggja allar á sömu grundvallar hugmyndinni.

Kristmann
Allar vísanir í AiG vini þína eru algjörlega út úr korti vegna þess að þeir hafa leikið sér að því að beita þeim mælingum vitlaust til þess að ráðast á þær

Þú greinilega þarft að lesa þér til um þetta því þú virðist ekki hafa hugmynd um hvað þú ert að tala um. Lestu þetta til að skilja hvaða ályktanir er verið að gera; það er ekki flókið.

Mofi, 22.10.2008 kl. 14:36

85 identicon

Enn einusinni kemur þú upp um fullkomið þekkingarleysi þitt á þessum aðferðum...

Þar sem þú virðist gjörsamlega ófær um að mótmæla þessum aðferðum á réttum forsendum er réttast að gera ráð fyrir því að þekking þín á þeim sé ENGIN og því EKKERT að marka þær ályktanir sem þú dregur um þær. 

Kristmann (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 14:37

86 identicon

Þetta þýðir að það hefur ekki verið hægt að prófa aðferðina á sýni sem við vitum aldurinn á; ætlarðu að neita því?

Auðvitað neita ég því ekki.. vegna þess að eðlis þeirra vegna er það ekki hægt - þú mælir ekki lengd milli rafeinda með reglustiku

Þær byggja allar á sömu grundvallar hugmyndinni.

Lengdarmælingar byggja líka allar á sömu grundvallarhugmyndinni, þú getur samt ekki notað hvaða mælitæki sem er til að mæla hvaða lengd sem er - er það nokkuð?

Þú greinilega þarft að lesa þér til um þetta því þú virðist ekki hafa hugmynd um hvað þú ert að tala um. Lestu þetta til að skilja hvaða ályktanir er verið að gera; það er ekki flókið.

Í ljósi fullyrðingar þinnar um notkun c-14 mælinga á miljóna ára gömlu efni verða allar aðrar fullyrðingar þeim tengdar gjörsamlega marklausar 

Kristmann (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 14:40

87 identicon

Þekking þín á þessu er greinlega við frostmark... fullyrðingar þínar eru því marklausar

End of story 

Kristmann (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 14:46

88 Smámynd: Mofi

Kristmann
Auðvitað neita ég því ekki.. vegna þess að eðlis þeirra vegna er það ekki hægt - þú mælir ekki lengd milli rafeinda með reglustiku

Frábært, hvað er þá svona erfitt með að viðurkenna að maður hefur ástæðu til að efast um aðferð sem aldrei hefur verið sannreynd?

Kristmann
Lengdarmælingar byggja líka allar á sömu grundvallarhugmyndinni, þú getur samt ekki notað hvaða mælitæki sem er til að mæla hvaða lengd sem er - er það nokkuð?

En þú vonandi skilur að við vitum ekki aldurinn á sýnunum, er það ekki?

Kristmann
Í ljósi fullyrðingar þinnar um notkun c-14 mælinga á miljóna ára gömlu efni verða allar aðrar fullyrðingar þeim tengdar gjörsamlega marklausar

Ehh, þú vonandi skilur að þú veist ekki aldurinn á þessum sýnum... ef maður notar C-14 á svona sýni og þau mælast í kringum 50.000 , hvað þýðir það?  Þú veist að til þess að mælast svona gömul þá þarf c-14 að finnast í sýninu.

Mofi, 22.10.2008 kl. 14:54

89 identicon

Frábært, hvað er þá svona erfitt með að viðurkenna að maður hefur ástæðu til að efast um aðferð sem aldrei hefur verið sannreynd?

Vegna þess að hún hefur verið sannreynd - þú ert því að efast um hana á forsendum sem eru ekki til staðar

En þú vonandi skilur að við vitum ekki aldurinn á sýnunum, er það ekki?

 Þegar mælingar á nokkrum mismunandi efnum með mismunandi helmingunartíma gefa sömu niðurstöðu þá vitum við aldurinn.... einfalt

 ef maður notar C-14 á svona sýni og þau mælast í kringum 50.000 , hvað þýðir það?  Þú veist að til þess að mælast svona gömul þá þarf c-14 að finnast í sýninu.

Það þýðir að það kolefni sem verið er að mæla í viðkomandi sýni er komið annarsstaðar frá.. t.d. hafa AiG menn verið að mæla í svona sýnum magn kolefna í efnum sem eru notuð til að varðveita sýnin

Vegna þess hve helmingunartími C-14 er stuttur er ekkert eftir af því í efnum sem sem eru meira en ca 100 þúsund ára - allar mælingar á sýnum sem vitað eru að eru eldri en það eru því af augljósum ástæðum ekki réttar

Kristmann (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:06

90 identicon

Það eru alltaf vissar spurningar sem þú svarar ekki.

  • Mundirðu mæla þvermál atóms með reglustiku?
  • Hvernig útskýrirðu samræmi milli mismunandi aldursgreiningaaðferða sem byggja á mælingum á magni efna með mismunandi helmingunartíma?

Ragnar (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:06

91 identicon

Það er í raun bara ein spurning sem ég vil fá svar við Mofi.. og það er seinni spurning Ragnars.

Hvernig útskýrirðu samræmi milli mismunandi aldursgreiningaaðferða sem byggja á mælingum á magni efna með mismunandi helmingunartíma?

Svar óskast....

Kristmann (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 16:51

92 Smámynd: Mofi

Kristmann
Vegna þess að hún hefur verið sannreynd - þú ert því að efast um hana á forsendum sem eru ekki til staðar

Hvernig er hægt að sannreyna hana ef við getum ekki prófað hana á sýnum sem við vitum aldurinn á?

Kristmann
Þegar mælingar á nokkrum mismunandi efnum með mismunandi helmingunartíma gefa sömu niðurstöðu þá vitum við aldurinn.... einfalt

Og þegar við höfum dæmi að mismunandi aðferðir skila mismunandi niðurstöðum?  Eða þegar við höfum að C-14 aðferðin skilar 50.000 árum en uraníum-blý aðferðin skilar einhverjum miljónum árum?

Kristmann
Það þýðir að það kolefni sem verið er að mæla í viðkomandi sýni er komið annarsstaðar frá.. t.d. hafa AiG menn verið að mæla í svona sýnum magn kolefna í efnum sem eru notuð til að varðveita sýnin

Sérðu ekki hvernig þú ert búinn að ákveða að eitthvað er satt og aðlagar allt að því?    Svona mælingar koma ekkert bara frá AiG, þetta var vel þekkt áður en þeir fóru að gera tilraunir með þetta.  

Kristmann
Vegna þess hve helmingunartími C-14 er stuttur er ekkert eftir af því í efnum sem sem eru meira en ca 100 þúsund ára - allar mælingar á sýnum sem vitað eru að eru eldri en það eru því af augljósum ástæðum ekki réttar

Þú veist ekki að einhver sýni eru eldri en 100.000 ára!!!  Hvað er eiginlega að hérna???

Elmar
Neinei, ég var bara að sýna fram á það að þú varst bara að bulla um eitthvað sem þú hefur ekki hundsvit á, eða þá að ljúga vísvitandi.

Afhverju er svona erfitt fyrir þig Elmar að vera málefnalegur? Er þetta einhver karakter brestur, mamma þín aldi þig illa upp eða hvað er eiginlega málið?   Þú sýnir þarna að þú skilur ekki umræðuna og gast ekki svarað, það sjá það allir sem eru ekki blindir af fordómum.

Mofi, 23.10.2008 kl. 10:07

93 identicon

Sé að þú vilt ekki ennþá svara þessum ákveðnu spurningum. Ein í einu til einföldunar.

Hvernig útskýrirðu samræmi á mælingum á magni mismunandi efna með háan helmingunartíma í sýnum sem er verið að aldursgreina?

Ragnar (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 13:01

94 identicon

Hvernig er hægt að sannreyna hana ef við getum ekki prófað hana á sýnum sem við vitum aldurinn á?

Enn einusinni... þú getur ekki notað mæliaðferð sem er með skekkjumörk upp á hundruðir þúsunda ára til að mæla aldur á einhverju sem er hundrað ára... ekkert frekar en þú mælir þvermál frumu með reglustiku - skilur þú þetta í alvöru ekki?

Eða er þetta bara einhver örvæntingarfull tilraun til reyna halda haus hér?

Og þegar við höfum dæmi að mismunandi aðferðir skila mismunandi niðurstöðum?  Eða þegar við höfum að C-14 aðferðin skilar 50.000 árum en uraníum-blý aðferðin skilar einhverjum miljónum árum?

Það er engin hér að tala um c-14 nema þú... helmingunartíma c-14 vegna ásamt öðrum ástæðum er hún vandmeðfarin aðferð... en aftur - HÚN ER EKKI TIL UMRÆÐU HÉR

Þú veist ekki að einhver sýni eru eldri en 100.000 ára!!!  Hvað er eiginlega að hérna???

Ef ég er með leifar af t.d. tré og það er ekkert kolefni eftir... þá veit ég að það er eldra en 100 þús ára

Í níunda skiptið á þessum eina þræði sýnir þú að þú hefur ekki minnstu hugmynd um hvað felst í mælingum á helmingunartíma efna

Reyndu svo að svara spurningunni hans Ragnars...

Kristmann (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 14:31

95 identicon

Sérðu ekki hvernig þú ert búinn að ákveða að eitthvað er satt og aðlagar allt að því?    Svona mælingar koma ekkert bara frá AiG, þetta var vel þekkt áður en þeir fóru að gera tilraunir með þetta.  

Horfðu á allt þetta video... vinsamlega ekki svara mér oftar hér án þess að horfa á það... það ætti að auka þekkingu þína töluvert

 http://www.youtube.com/watch?v=QbvMB57evy4

Kristmann (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 14:34

96 identicon

Ef ég er með leifar af t.d. tré og það er ekkert kolefni eftir... þá veit ég að það er eldra en 100 þús ára

Hljóp á mig .. 60-70 þús ára væri nærri lagi

Þú veist ekki að einhver sýni eru eldri en 100.000 ára!!!  Hvað er eiginlega að hérna???

Ef ég er með sýni þar sem er jafn mikið af Potassium-40 og ARgon-40 þá veit ég að sýnið er ca 1250000000 ára

100 þús ára er því lítið mál Mofi minn

Kristmann (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 14:46

97 identicon

Getum við þá gengið út frá því að þú hafir engar skýringar á því hverng mælingar á mismunandi efnum með helmingunartíma í miljónum ára gefi samsvarandi niðurstöðu?

Ætli við vitum þá ekki hver er hinn raunverulegi froðufræðingur hér

Kristmann (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:44

98 identicon

Þetta er alltaf eins. Hann hættir að svara ef hann kemst í þrot. Síðan birtist fljótlega ný grein þar sem hann fer á byrjunarreit með umræðuna og lætur eins og ekkert hafi í skorist.

Það sem ég held að hann sé að gera er að hann hafi sent fyrirspurn um málið til AiG. Svarið sem þeir gefa honum verður ekkert nýtt fyrir umræðuna, samanburður á eplum og appelsínum og að mælingaaðferðir sem byggja á efnum með mjög háan helmingunartíma geti ekki mælt aldur sýna með lágan aldur. Engar útskýringar um samræmi milli aldursgreiningaaðferða með mjög háan helmingunartíma.

Ragnar (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 15:53

99 identicon

The straightforward reading of Scripture reveals that the days of creation (Genesis 1) were literal days and that the earth is just thousands of years old and not billions. There appears to be a fundamental conflict between the Bible and the reported ages given by radioisotope dating. Since God is the Creator of all things (including science), and His Word is true (“Sanctify them by Your truth. Your word is truth,” John 17:17, the true age of the earth must agree with His Word. However, rather than accept the biblical account of creation, many Christians have accepted the radioisotope dates of billions of years and attempted to fit long ages into the Bible. The implications of doing this are profound and affect many parts of the Bible.

Þar höfum við það

Kristmann (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 16:18

100 Smámynd: Mofi

Ragnar
Hvernig útskýrirðu samræmi á mælingum á magni mismunandi efna með háan helmingunartíma í sýnum sem er verið að aldursgreina?

 Hvernig útskýrir þú ósamræmi á þannig mælingum?

Kristmann
ekkert frekar en þú mælir þvermál frumu með reglustiku - skilur þú þetta í alvöru ekki?

ÞÚ VEIST EKKI HVE GÖMUL ÞESSSI SÝNI ER!!!

Ertu að reyna gera mig geðveikan með þessari þvælu!

Kristmann
Það er engin hér að tala um c-14 nema þú... helmingunartíma c-14 vegna ásamt öðrum ástæðum er hún vandmeðfarin aðferð... en aftur - HÚN ER EKKI TIL UMRÆÐU HÉR

Auðvitað kemur hún inn í þetta efni. Hún er dæmi um aðferð sem við gátum sannreynt að einhverju leiti og hún er aðferð sem kemur með aðrar niðurstöður en hinar sem við erum að ræða um og hún byggir á sömu grundvallar hugmynd og allir hinar aðferðirnar.

Kristmann
Ef ég er með leifar af t.d. tré og það er ekkert kolefni eftir... þá veit ég að það er eldra en 100 þús ára

Mikið rétt og ef það eru leyfar af C-14 í því þá er það yngra... jafnvel þó að það sé í ósamræmi við þessar aðferðir sem enginn hefur getað sannreynt að virki.

Kristmann
Horfðu á allt þetta video... vinsamlega ekki svara mér oftar hér án þess að horfa á það... það ætti að auka þekkingu þína töluvert

Afhverju bendir þú á myndband um C-14 aðferðina þegar þú heldur því fram að umræðan fjalli ekki um C-14 aðferðina?

Mofi, 24.10.2008 kl. 16:37

101 identicon

Því svararðu ekki spurningunni?

Hvernig útskýrirðu samræmi á mælingum á magni mismunandi efna með háan helmingunartíma í sýnum sem er verið að aldursgreina?

Ragnar (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:25

102 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi, ertu að grínast í okkur?

Mofi: Hvernig útskýrir þú ósamræmi á þannig mælingum?

Þetta er ömurlegt hjá þér. Svaraðu spurningunni heiðarlega ef þú getur eða viðurkenndu að þú hefur ekkert svar. Þetta er ömurleg undanskotstaktík hjá þér.

Mofi: ÞÚ VEIST EKKI HVE GÖMUL ÞESSSI SÝNI ER!!!

ÞÚ VEIST EKKI HVAÐ HELMINGUNARTÍMI ER!!! ÞANGAÐ TIL ÞÚ FATTAR ÞAÐ ÞÁ ÁTTU EKKI EFTIR AÐ SKILJA ÞETTA!!!

Egill Óskarsson, 24.10.2008 kl. 23:08

103 identicon

ÞÚ VEIST EKKI HVE GÖMUL ÞESSSI SÝNI ER!!!

Ertu að reyna gera mig geðveikan með þessari þvælu!

Það eru allir hér búnir að ná því að þú skilur ekki hvað helmingunartími er.. óþarfi fyrir þig að endurtaka það hér í öllum svörum þínum

Afhverju bendir þú á myndband um C-14 aðferðina þegar þú heldur því fram að umræðan fjalli ekki um C-14 aðferðina?

Til þess að gera þér grein fyrir því að það vita það allir sem það vilja vita hvaða takmörk eru á C-14 mælingum... þú getur þá vonandi hætt að benda okkur á það sem við vitum nú þegar

Ertu greindarskertur?

Kristmann (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 10:26

104 identicon

Svaraðu svo spurningunni hans Ragnars

Kristmann (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 10:27

105 identicon

Hvað eru AiG yfirleitt lengi að svara fyrirspurnum þínum?

Ragnar (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:38

106 identicon

Það tók nú ekki langa leit fyrir mig að finna svör AIG manna við þessu... þau eru vægast sagt sorgleg - skrýtið að Mofi sé ekki búinn að finna þau sjálfur og pósta þeim hér

Ég er tilbúinn allavega :p

Kristmann (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:35

107 Smámynd: Mofi

Ragnar
Hvernig útskýrirðu samræmi á mælingum á magni mismunandi efna með háan helmingunartíma í sýnum sem er verið að aldursgreina?

Ég svaraði henni, með þeirri spurningu hvernig þú útskýrir ósamræmi mismunandi mælinga á sama sýni.

Elmar
Moffalingur, þú ert fyrir löngu síðan hættur að vera málefnanlegur í þessum þræði.  Það er búið að hrekja málflutning þinn hérna fram og til baka, en samt rembist þú hér eins og rjúpan við staurinn í veikri von um að halda haus.

Endilega vertu annars staðar ef þú hefur ekkert efnislegt fram að færa. Svona tómar síendurtekningar segja aðeins um hvað þú inniheldur en um nokkuð annað.

Egill
Þetta er ömurlegt hjá þér. Svaraðu spurningunni heiðarlega ef þú getur eða viðurkenndu að þú hefur ekkert svar. Þetta er ömurleg undanskotstaktík hjá þér.

Þetta er afskaplega heiðarlegt svar. Ég veit ekki betur en við höfum mörg dæmi þar sem niðurstöður mismunandi mælinga eru mismunandi; ekkert samræmi. Það segir mér eins og svo margt annað að þetta eru ekki áreiðanlegar mælingar; sérstaklega þegar maður hefur í huga að það hefur enginn nokkur tíman getað sannreynt svona mælingar.

Egill
ÞÚ VEIST EKKI HVAÐ HELMINGUNARTÍMI ER!!! ÞANGAÐ TIL ÞÚ FATTAR ÞAÐ ÞÁ ÁTTU EKKI EFTIR AÐ SKILJA ÞETTA!!!

Ég veit alveg hvað helmingartími er. Það sem þið virðist ekki geta komið inn í hausinn á ykkur er að það þarf að gera ályktanir; búa til upplýsingar sem maður veit ekki fyrir víst.  Það sem ég virkilega sé hérna er trúarofsi á mælingar sem þið hafið ekki gert og enginn á þessari jörð hefur getað sannreynt.  Svona trú er mér alveg óskiljanleg.

Kristmann
Það eru allir hér búnir að ná því að þú skilur ekki hvað helmingunartími er.. óþarfi fyrir þig að endurtaka það hér í öllum svörum þínum

Þótt þú vitir helmingunar tímann þá veistu samt afskaplega lítið. Síðan veistu ekki fyrir víst helmingunar tímann. Þú getur aðeins mælt ferlið í dag og ályktað að það hafi alltaf verið eins við öll hugsanleg skilyrði. Þetta er bara óþekkt ályktun þó að einhverjum þyki hún svo traust að þeir setja líf sitt að veða að hún skuli vera rétt.

Ragnar
Hvað eru AiG yfirleitt lengi að svara fyrirspurnum þínum?

Þeir hættu að bjóða upp á að senda spurningar til þeirra fyrir löngu síðan.

Mofi, 28.10.2008 kl. 19:50

108 identicon

Ég svaraði henni, með þeirri spurningu hvernig þú útskýrir ósamræmi mismunandi mælinga á sama sýni.

Þú berð ekki c-14 saman við mælingar á efni með miljarð ára í helmingunartíma.. ef þú skilur ekki afhverju - kynntu þér þetta þá betur

Þótt þú vitir helmingunar tímann þá veistu samt afskaplega lítið. Síðan veistu ekki fyrir víst helmingunar tímann. Þú getur aðeins mælt ferlið í dag og ályktað að það hafi alltaf verið eins við öll hugsanleg skilyrði. Þetta er bara óþekkt ályktun þó að einhverjum þyki hún svo traust að þeir setja líf sitt að veða að hún skuli vera rétt.

Útskýrðu þá hvernig mælingar á efnum með mismunandi háan helmingunartíma (í miljónum ára) gefur sömu niðurstöðu

Argon-40 verður ekki til við neinar aðstæður aðrar en við niðurbrot Potassium-40  - það eru engar breytur hér sem gætu hafa breyst enda myndi það ekki útskýra að þessar mælingar er hægt að nota úti um allan heim með sömu niðurstöðu

Kristmann (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:09

109 identicon

Mjög ódýrt að svara spurningu með spurningu.

Þótt þú vitir helmingunar tímann þá veistu samt afskaplega lítið. Síðan veistu ekki fyrir víst helmingunar tímann. Þú getur aðeins mælt ferlið í dag og ályktað að það hafi alltaf verið eins við öll hugsanleg skilyrði. Þetta er bara óþekkt ályktun þó að einhverjum þyki hún svo traust að þeir setja líf sitt að veða að hún skuli vera rétt.

Sé þessi fullyrðing rétt þá er samræmið milli aldursmælinga með háhelmingunartímaaðferðum á mismunandi sýnum út um allan heim gjörsamlega óskiljanleg. Ef helmingunartíminn er mismunandi við mismunandi aðstæður (allt að milljónfalldur hraðari helmingunartími) þá væri nákvæmlega ekkert samræmi milli niðurstaðna. Risaeðlubein myndu mælast bæði yngri og eldri en prímatabein. Það er ekki tilfellið.

Spurningin mín er því: Hvers vegna er þetta samræmi?

Ragnar (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 08:48

110 identicon

Þeir hættu að bjóða upp á að senda spurningar til þeirra fyrir löngu síðan.
Það segir mér að þeir hafi lent í spurningum sem þeir gátu engan veginn svarað, svipað og þú núna.

Ragnar (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 08:49

111 Smámynd: Mofi

Kristmann
Þú berð ekki c-14 saman við mælingar á efni með miljarð ára í helmingunartíma.. ef þú skilur ekki afhverju - kynntu þér þetta þá betur

Við getum gert það en við getum líka borið hinar saman, þær sem mæla í miljónum árum og það kemur líka upp ósamræmi þá.

Kristmann
Útskýrðu þá hvernig mælingar á efnum með mismunandi háan helmingunartíma (í miljónum ára) gefur sömu niðurstöðu

Hvernig ætlar þú að útskýra ósamræmi á milli þeirra?  Við erum með mörg dæmi þar sem það er ekki samræmi á milli þeirra og það segir mér að það er eitthvað að, sjá: http://trueorigin.org/dating.asp#different%20methods

Ragnar
Spurningin mín er því: Hvers vegna er þetta samræmi?

Og ég er á því að það er miklu meira um ósamræmi en samræmi.

Mofi, 29.10.2008 kl. 11:42

112 Smámynd: Egill Óskarsson

Mofi: Þetta er afskaplega heiðarlegt svar.

Nei Mofi, þetta var ekki heiðarlegt svar. Til þess vantaði tvær forsendur. Önnur var sú að þú svaraðir ekki og hin var sú að þú beittir óheiðarlegri, eða allavega dónalegri, taktík, að svara spurningu með spurningu.

Mofi, nú er hvað eftir annað búið að benda þér á þvílíkar holur í þessum 'mismunandi niðurstöðu' málflutningi þínum. Hann heldur ekki vatni frekar en sigti. Þessi hérna setning þín: "Þótt þú vitir helmingunar tímann þá veistu samt afskaplega lítið" kristallar líklega vanþekkingu þína á þessu og gerir lítið til þess að styðja við þá fullyrðingu þína að þú vitir um hvað við erum að tala.

Egill Óskarsson, 29.10.2008 kl. 11:44

113 identicon

Dónaskapur þinn á sér engin takmörk.... hér í fyrr umræðum þá krafðist þú raka og gagna.. og þá maður benti þér á síður, sagði þér nákvæmlega hvað þú þyrftir að skoða þá gerðir þú það ekki

Svo núna - sendir þú link með fullt af drasli á og engar frekari útskýringar

Fnndu það sem stður mál þitt og hvar það er að finna

Kristmann (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:49

114 Smámynd: Mofi

Málið er þið haldið að það sé samræmi og ég held að það er ósamræmi.  Í fyrsta lagi þá vitum við ekki helmingunartíman, við vitum aðeins að viðkomandi ferli er ákveðið í þann einstaklega stutta tíma sem við höfum mælt. Það eru síðan rannsóknir sem sýna fram á að mismunandi aðstæður kalla fram mismunandi hraða í þessu ferli, sjá: Billion-fold Acceleration of Radioactivity Demonstrated in Laboratory

En jafnvel þó þetta væri ekki vandamál þá eru samt fleiri ályktanir sem maður þarf að gera; gíska í eyðurnar á mælingaraðferð sem enginn hefur getað sannreynt. Ég meina, hve mikið meira óáreiðanlegt getur eitthvað orðið?

Mofi, 29.10.2008 kl. 11:51

115 identicon

For this system to work as a clock, the following 4 criteria must be fulfilled:

1. The decay constant and the abundance of K40 must be known accurately.

2. There must have been no incorporation of Ar40 into the mineral at the time of crystallization or a leak of Ar40 from the mineral following crystallization.

3. The system must have remained closed for both K40 and Ar40 since the time of crystallization.

4. The relationship between the data obtained and a specific event must be known

Hér listar síðan þín upp ástæður þess að potassium-argon aðferðin er slæm

Hún gerir hinsvegar enga tilraun til að útskýra afhverju það er samræmi á milli mælingaraðferðanna

Það sem þessi síða gerir er  að ráðast á hverja mælingaraðferð fyrir sig... enda vita þeir sem er að þeir geta ekki hrakið þessar mælingar sem heild

Kristmann (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:02

116 identicon

Þetta er semsagt sama aðferð og þeir nota til að hrekja c-14 mælingar

 Benda á vankanta sem allir sem finna með þessar mælingar þekkja... og forðast þær

Fyndið að meira segja í þessari grein tala þeir um að það sé nú ekki hægt að nota þessar mælingar til að framkvæma kolefnamælingar

Annaðhvort eru þessir menn þroskaheftir eða treysta á að þeir sem lesi þetta bull séu það líka

Kristmann (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:07

117 identicon

finna = vinna

Kristmann (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:07

118 identicon

http://trueorigin.org/dating.asp#different%20methods

Las þetta í gegn. Höfundur þessarar greinar segir næstum berum orðum að hann skilji ekki aldursgreiningaraðferðirnar, að þær séu svo erfiðar. Hvers lags málflutningur er það?

Þarna er ekkert sem styður að það sé ósamræmi milli niðurstaðna, eingöngu fullyrðing höfundarins. Engin gögn.

Billion-fold Acceleration of Radioactivity Demonstrated in Laboratory

Eins og ég sagði áðan:  "Sé þessi fullyrðing rétt þá er samræmið milli aldursmælinga með háhelmingunartímaaðferðum á mismunandi sýnum út um allan heim gjörsamlega óskiljanleg. Ef helmingunartíminn er mismunandi við mismunandi aðstæður (allt að milljónfalldur hraðari helmingunartími) þá væri nákvæmlega ekkert samræmi milli niðurstaðna. Risaeðlubein myndu mælast bæði yngri og eldri en prímatabein. Það er ekki tilfellið."

Ragnar (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:36

119 identicon

Og ekki má gleyma því að séu þessar tvær ofangreindar greinar réttar þá hljóta vísindamenn sem vinna á þessum sviðum að hafa skipulega þaggað niður niðurstöður þessara rannsókna og falsað í ofanálag. Gríðarlegt samsæri í gangi gegn sértækri túlkun sköpunarsögu biblíunnar. Bara til að þóknast löngu dauðum manni - Charles Darwin.

Og ef jörðin er í raun ung. Hvers vegna finnast á jörðinni bara geislavirkar samsætur með helmingunartíma meiri en 80 milljón ár en ekki þær sem eru með skemmri (fyrir utan auðvitað þær sem myndast með náttúrulegum ferlum)?

Hvers vegna er hægt að spá fyrir um magn og dreifingu helíums eftir því sem sólin breytir meira af vetni í helíum. Magn og dreifing helíums breytir því hvernig hljóðbylgjur ferðast í gegnum sólina. Þannig má mæla aldur sólarinnar með jarðhræringaupplýsingum sólarinnar sem 4.6 ma ára með 4% skekkjumörkum.

Nei, þetta hlýtur að vera risastórt samsæri.

Ragnar (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:17

120 identicon

Þetta er ekki samsæri Ragnar

Allir vísindamennirnir eru bara svona heimskir - að sjá ekki það sem allir menn (lesist biblíutrúar) sjá svona augljóslega

Kristmann (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:15

121 identicon

Já - það eru tveir möguleikar í stöðunni: Samsæri eða mikill greindarskortur.

Ragnar (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:04

122 Smámynd: Egill Óskarsson

Þið megið ekki vera svona trúgjarnir. Maður á ekki að gleypa það sem augljóslega darwinstrúar vísindamenn segja í gölluðum rannsóknum og hlutdrægum fræðigreinum í ritrýndum tímaritum í þeim tilgangi að viðhalda vanþekkingarþokunni sem hylur vísindasamfélagið. Allavega ekki án þess að skoða fyrst það sem hlutlausu fræðimennirnir á AiG og fleiri góðum vísindastofnunum hafa um málið að segja fyrst.

Egill Óskarsson, 31.10.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband