15.10.2008 | 15:25
Ástæður til að treysta Nýja Testamentinu
Staðan sem við erum í dag er að það er aðeins eitt fullvíst og það er að við munum deyja. Að eldast og deyja er það sem við vitum fyrir víst. Það er hérna sem trúin kemur inn í. Þegar kemur að því að svara spurningunni, er einhver von að dauðinn er ekki endalok okkar þá segir hin kristna trú, það er von. Það sem mig langar að gera er að fara yfir er hvort að sú von er raunhæf eða ekki. Hvort að sagan sem við finnum í Nýja Testamentisins er áreiðanleg.
Höfum við heimildir fyrir tilvist Jesú?
Það var 66 e.kr. að gyðingar gerðu uppreisn gegn stjórn Rómaveldis. Keisari rómar sendi herforingjann Vespasian til að drepa niður þessa uppreisn. Ári seinni þá gerði Vespasian umsátur um bæinn Jotapata í Galileiu og eftir fjörtíu og sjö daga þá gafst ungur gyðingur upp fyrir Róm frekar en að fremja sjálfsmorð eða deyja í bardaga. Vespasian líkaði vel við þennan unga mann og var seinna tekin til Rómar af syni Vespasian. Þessi sonur Vespasians hét Títus og sá hann til þess að Jerúsalem og musterið var eytt. Þessi ungi gyðingur hét Flavius Josephus og lifði frá 37 e.kr. til 100 e.kr. Hann varð einn af mestu sagnfræðingum gyðinga. Í Róm þá skrifaði hann hið fræga Antiquities of the Jews og í því riti finnum við þessi orð:
Charlesworth Jesus Within Judaism, bls. 95
At this time [the time of Pilate] there was a wise man who was called Jesus. His conduct was good and was known to be virtuous. And many people from among the Jews and the other nations became his disciples. Pilate condemned him to be crucified and to die. But those who had become his disciples did not abandon his discipleship. They reported that he had appeared to them three days after his crucifixion and that he was alive;
accordingly he was perhaps the Messiah, concerning whom the prophets have recounted wonders.
Þetta var ekki eina skiptið sem Josephus minntist á Jesú. Á öðrum stað þá talar hann um að æðsti prestur gyðinga árið 62 e.kr. hafi drepið Jakob, bróðir Jesú. Svona lýsir Josephus atburðunum:
Festur was now dead, and Albinus was but upon the road, so he[Ananus the high priest] assembled the Sanhedrin of the judges, and brought before them the brother of Jesus, who was called Christ, whose name was James, and some others, [or some of him companions], and when he had formed an accusation against them as breakers of the law, he delivered them to be stoned.
Við höfum tíu þekktar heimildir um Jesú sem eru ekki kristnar sem eru innan við 150 ár eftir krossinn. Til samanburðar þá höfum við yfir sama tímabil aðeins níu heimildir um Tíberíus sem var keisari Rómar á sama tíma og Jesú. Sem þýðir að það er talað um Jesú oftar en keisari Rómar. Ef við síðan tökum með kristnar heimildir þá er munurinn miklu meiri. Þeir sem vilja skoða nánar þessar heimildir geta lesið þessa grein: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn
Það sem við getum vitað um Jesú með því að skoða þessar heimildir sem eru ekki kristnar er eftirfarandi:
- Jesús lifði á tímum Tíberíusar
- Hann sýndi mjög háan siðferðis staðal.
- Hann er sagður hafa gert merkilega hluti.
- Hann átti bróðir að nafni Jakob.
- Hann var sagður vera Messías
- Hann var krossfestur af Pontuísi Pílatusi.
- Hann var krossfestur rétt fyrir páska hátíðina.
- Það var myrkur og jarðskjálfti þegar hann dó.
- Hans lærisveinar voru tilbúnir að deyja fyrir þeirra trú að Jesús er Messías.
- Kristni breiddist hratt út, alveg til Rómar.
- Fylgjendur Krists afneituðu hinum Rómversku guðum og tilbáðu Jesú sem Guð.
Í ljósi þessara heimilda þá er það órökrétt niðurstaða að Jesú hafi ekki verið til. Hvernig gátu menn sem voru ekki kristnir samt sagt sögu sem er í samræmi við það sem við lesum í guðspjöllunum ef Jesú var aldrei til? Það sem þetta segir okkur enn frekar er að saga Nýja Testamentisins er í grundvallar atriðum sönn. Þó að þessar heimildir staðfesta ekki kraftaverk Jesú eða upprisuna þá staðfesta þær að lærisveinar Jesú trúðu að Hann hefði gert kraftaverk og risið upp frá dauðum.
Næst viljum við vita hvort að hvort það er ástæða til að trúa því sem Nýja Testamentis handritin segja frá. Hvort að þau segja rétt frá atburðum sem gerðust 2000 árum síðan. Til þess að meta það þá þurfum við að athuga tvennt.
- Höfum við áreiðanleg handrit frá upprunalegu handritunum?
- Eru þessi handrit að segja satt frá?
Ég ætla að glíma við þessar tvær spurningar seinna í sér greinum.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Menntun og skóli | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefur það virkilega farið framhjá þér að skrif Jósefusar um Jesús eru almennt talin seinni tíma viðbót (fölsun)?
Matthías Ásgeirsson, 15.10.2008 kl. 15:35
Gaman að sjá hvað menn þykjast vera vel að sér í trúarbrögðum sem þeir aðhyllast ekki.
Hreiðar Eiríksson, 15.10.2008 kl. 19:00
Mér hefur nú einmitt sýnst að vera reglan, frekar en hitt, að trúlausir viti meira um kristnina en hinn almenni trúmaður
mbk,
Kristinn Theódórsson, 15.10.2008 kl. 19:22
Nei,í því riti finnum við einmitt ekki þessi orð. Eins og Matti hefur þegar bent á þá er þessi efnisgrein líklega fölsun. En auk þess ertu ekki einu sinni með útgáfuna sem við er til í handritum okkar af þessu riti. Í greininni sem ég vísaði á geturðu séð íslenska þýðingu á því sem stendur raunverulega í riti Jósefusar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2008 kl. 19:35
Það eru nokkrar útgáfur af handritum Jósefusar sem lýsa Jesú sem Messíasi og það er líklegast eitthvað sem hefur verið átt við. Þetta sem ég aftur á móti vísa í gerir það ekki og við höfum enga ástæðu til að ætla að sú útgáfa er fölsun.
Guð er góður og er besta lyfið við hverju sem hrjáir þig :)
Mjög góð áhrif, engin spurning. Ég neyddist til að fela athugasemdina vegna sérstaklega móðgandi ummæla.
Það er sætt, því verður ekki neitað
C.S.Lewis komst að allt annari niðurstöðu þegar hann bar saman guðspjöllin sem segja frá Jesú og goðsagnir forna samfélaga:
Er þetta niðurstaða sem þú komst að eftir alvarlega athugun og lestur á Nýja Testamentinu eða ertu að gaspra eitthvað sem þér þykir gáfulegt án þess að hafa rannsakað sjálfur? Hefurðu eitthvað á móti því að sagan af Jesú sé sönn?
Ég fjallaði sérstaklega um þetta atriði í greininni sem ég hélt að þú hefðir lesið, sjá: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn
Mofi, 16.10.2008 kl. 09:12
Já, til hamingju! :)
Ég skil ekki þá sem komast að þeirri niðurstöðu eftir að lesa guðspjöllin.
Ég las þetta og skildi þetta.
Þetta er punkturinn sem ég var að spyrja út í. Er þetta niðurstaða sem þú komst að eftir mikla rannsókn og íhugun? Að lesa Nýja Testamentið yfir er ekki beint mikil rannsókn, má segja alvöru tilraun en engin alvöru rannsókn eða íhugun. Þú svaraðir ekki spurningunni hvort að þú viljir að sagan sé ekki sönn eða langar þig til þess að hún er sönn?
Mofi, 17.10.2008 kl. 10:02
Takk!
Ég skil ekki þá sem taka lygileg ævintýri sem skrásett eru löngu eftir dauðdaga þeirra sem við eiga alvarlega.
Jesús var ábyggilega fínn gaur og eftiminnilegur, en Guð var hann ekki, frekar en ég eða þú.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 17.10.2008 kl. 11:06
Þegar maður les guðspjöllin þá hafa þau ekki neinn ævintýra blæ og það eru mjög góð rök fyrir því að þau voru skrifuð stuttu eftir þessa atburði en það er að vísu það sem ég ætlaði að tækla í næstu tveimur greinunum sem ég nefndi þarna.
Það er þín trú og mjög skiljanleg; get engan veginn ásakað þig um eitt eða neitt fyrir að efast um það.
Mofi, 17.10.2008 kl. 11:18
Jú, þú bara veist ekki betur.
Mofi, þessi þýðing sem Shlomo fann (í þýðingunni var nafnið á riti Jósefusar ekki einu sinni rétt þýtt!) hefur líka augljós merki fölsunar, t.d. "he was perhaps the messiah".
En ein aðalrökin fyrir því að öll efnisgreinin sé fölsun er sú að hún passar ekki inn í samhengið, strax á eftir TF kemur tal um "annan hræðilegan atburð" sem er klárlega vísun í efnisgreinina á undan TF.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2008 kl. 17:04
Hvaða heimildir hefurðu fyrir þessu? Síðan þó að einhver segir "hann var kannski Messías" þýðir ekki að um fölsun er að ræða; þér finnst það kannski en mér finnst það ekki.
Það skiptir öllu máli. Enn maður fær góð rök fyrir einhverju og hann samþykkir þau en annar fær sömu rök og hafnar þeim. Munurinn er vilji og langanir.
Mofi, 20.10.2008 kl. 10:18
Skiptir öllu máli og barnalegt að halda öðru fram! Það skiptir máli fyrir persónulega niðurstöðu sem fólk kemst að. Ef við tökum t.d. rökin fyrir skapara út frá uppruna lífs þá eru rökin svo sterk að afstaða guðleysis er algjörlega fyrir handan einhverrar vitrænnar afstöðu. Afhverju hafna þá sumir þeim óvéfangjanlegu rökum? Aðal ástæðan er vilji en ekki rök eða gögn eða neitt slíkt.
Mofi, 20.10.2008 kl. 14:25
Að þú skulir geta talið þér trú um þessa vitleysu Mofi.
Guðleysingjar sjá bara að trúarritin eru augljóslega manngerðar þjóðsögur og ævintýri, að skýringarnar séu líklega ekki þar að finna. Þ.a.l. bíða þeir bara átekta og sjá hvað vísindin og tíminn leiða í ljós.
Það að slá því föstu að biblían sé bókstaflega sannleikurinn, umfram allar aðrar skýringar, er afskaplega blind og órökrétt aðgerð.
Ekkert sem þú hefur sagt um þína daga hefur gert biblíuna hið minnsta trúverðuga, það eina sem þú gerir er að agnúast út í abíogenesis og reyna að hafna þeim fræðum.
Rök? Gögn? Láttu ekki svona, þú hefur ekkert á milli handanna annað en viljann til að lifa að eilífu, og á honum ætlar þú að fleyta þér niður ósa lífsins og út á haf óendanleikans.
Í guðanna bænum hættu að halda því fram að lífsviðhorf þitt hafi eitthvað með rök eða hugsun að gera. Það byggir á viljanum einum saman.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 20.10.2008 kl. 15:33
Augljóslega eru ritin skrifuð af mönnum en það er alls ekki hægt að segja að um er að ræða ævintýri; þau hafa ekki einkenni ævintýra. Vísindin eru síðan alltaf að leiða betur og betur í ljós hversu stórkostleg hönnun lífið er svo það er ekki eftir neinu að bíða til að leita Guðs á meðan maður hefur enn tækifæri til þess.
Maður gerir það aðeins eftir rannsókn á henni og mat á þeim heimi sem við búum í. Ég skrifaði eitt sinn um hvað gerði Biblíuna sérstaka, sjá: Afhverju Biblían er einstök og síðan er hérna fjallað um sérstakan spádóm sem ætti að gefa manni ástæðu til að taka Biblíuna alvarlega, sjá: The Final Kingdom
Þetta umræðuefni byrjar í 27 mínútu.
Heilan alheim og stórkostlega bók. Sá sem aðhyllist guðleysi situr uppi með sýn á heiminn sem mér finnst vera algjörlega óskiljanleg.
Mofi, 20.10.2008 kl. 16:11
Ég er nú enginn bókmenntafræðingur, en í fljótu bragði myndi ég segja að það megi finna fjölmörg einkenni ævintýra í Biblíunni.
Hver eru helstu einkenni ævintýra?
* Persónur eru yfirleitt fáar og persónusköpunin einföld.
* Ævintýri eru tímalaus og staðlaus.
* Mjög mörg ævintýri innihalda einhvern siðaboðskap.
* Tölurnar 3, 6, 9 og 12 koma oft fyrir.
* Vísur, stef og stuðlanir gera textann hljómrænan.
* Alþjóðleg minni eru algeng, t.d. stjúpmæðraminnið.
* Nöfn persóna eru oft lýsandi fyrir þær t.d. um innræti eða stöðu.
* Föst orðatiltæki og orðasambönd eru algeng.
* Í þeim koma oft fyrir andstæður; góður – vondur, ríkur – fátækur, fallegur – ljótur, heimskur – fátækur.
Er þetta ekki flest allt að finna í Biblíunni?
mbk,
Kristinn Theódórsson, 20.10.2008 kl. 16:37
Ég get ekki tekið undir þetta og byggi það á mörgum árum að rannsaka Biblíuna.
Nei, vanalega mikið lagt í að tímasetja og staðsetja flest allt; flestir rökhöfundar Biblíunnar tímasetja sig og staðsetja sig.
Í flestum tilfellum er verið að ræða hreinskilningslega um fólk og þeirra galla. Það er ekki verið að fela galla gyðinganna eða þeirra helstu konga eins og Davíðs og Salómons.
Þú hefur ekkert lesið Biblíuna er það nokkuð?
Mjög mikið af þeim handritum sem Biblían er samsett út eru skrifuð af sjónarvottum um þá atburði sem þeir lentu í.
Það er mjög mismunandi en menn í gamla daga lögðu oft meira upp úr nöfnum en við gerum í dag.
Þetta er mjög yfirborðskennd greining hjá þér. C.S.Lewis var sérfræðingur í Biblíunni og fornum bókmenntum og hann sagði að Biblían væri allt öðru vísi:
Mofi, 20.10.2008 kl. 17:30
Ég er nú bara að hrekja yfirlýsingu þína:
Í fyrsta lagi getur þú varla sagt þetta um öll trúarbrögð og í öðru lagi hefur Biblían víst mörg einkenni ævintýra, hvort sem það er í ráðandi hlutfalli eða ekki.
Ég viðurkenni fúslega að öll atriðin eiga ekki við af þessum lista, sem ég googlaði bara og er ekki mín greining per se.
En hvað áttu við þegar þú spyrð mig hvort ég hafi lesið Biblíuna?
Ég hef lesið Biblíuna og mér finnst hún full af sögum sem gerast í þrennum sem er eftir því sem ég best veit týpískt einkenni þjóðsagna og skáldskapar.
Er það ekki ágætis dæmi um að Biblían beri einkenni ævintýra?
Hvernig svo sem þú kýst að réttæta þrennu-áráttuna. Sjá:
http://www.bible.org/page.php?page_id=5786
Kristinn Theódórsson, 20.10.2008 kl. 18:18
Hún er ekki skrifuð sem ævintýri heldur sem sannsöguleg heimild um þá tíma sem hún var skrifuð á. Fer eftir höfundi viðkomandi handrits auðvitað. En þeir skrifa þannig að staður og stund kemur vel fram og marg oft hefur fornleyfafræðin stutt það sem Biblían sagði.
Finnur líka mörg dæmi af sjö og tólf. Hún er einfaldlega ekki sett fram sem neitt ævintýri og ég á erfitt með að ímynda mér að einhver geti komist að þeirri niðurstöðu eftir að rannsaka hana.
Tilgangslaust að svara þessu hjá þér; sagðir ekki neitt efnislegt sem er þess virði að svara.
Mofi, 21.10.2008 kl. 13:26
Það kemur málinu lítið við hvað þú sjálfur vilt að sé satt. Við erum að tala um hvort að bókin sé ævintýri, ekki í hvaða tilgangi þú vilt meina að hún sé skrifuð.
Að sjálfsögðu er margt í henni sem stemmir um stað og stund, en það er ekki þar með sagt að yfirnáttúrulegir hlutir hafi gerst, og það í þrennum eins og haldið er fram, sá hluti er ævintýri.
Þú verður nú að leggja þig betur fram en þetta. Fórstu inn á hlekkinn sem ég benti á? Þar segir að áberandi mikil notkunin á þrennum í Biblíunni sé vel þekkt staðreynd meðal fræðinga.
Þér kann að finnast það ómerkilegt, en þú hrekur ekki rök með því að ypta öxlum.
Enga leti og ofsatrú Mofi!
Kristinn Theódórsson, 21.10.2008 kl. 14:49
Hér er líka grein eftir Sindra Guðjónss. um fáránlega notkun á tölunni 40 í þessum ævintýrum Biblíunnar, sjá: Vantrú í eyðimörkinni
Það blasir við að þetta eru skáldaðar eða hagræddar sögur, ekki bókstaflegur sannleikur.
Skilurðu það mister?
mbk,
Kristinn Theódórsson, 21.10.2008 kl. 15:02
Mofi, ég mæli með þessari grein:
Ef linkurinn virkar ekki, þá geturðu fundið hana í gegnum hvar.is
Jú, það er út í hött að Jósefus skrifi "hann var kannski messías" um Jesús í ljósi þess að hann hafði sagt að Vespasían væri messías.
Og reyndu nú að átta þig á því að biblían í bókahillunni þinni er ekki samsett úr "handritum".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.10.2008 kl. 16:26
Mér finnst það hafa bara afskaplega litla þýðingu...
En ef ég geispa? :) Ég bara fatta ekki rökin; þau bara hafa mjög lítið með raunveruleikan að gera að mínu mati. Gyðingar hafa litið á Gamla Testamentið sem orð Guðs og að það sé saga þeirra þjóðar ( þótt að Biblían láti gyðinga alls ekki líta vel út ). Taktu t.d. eftir hvað Josephus sagði um Gamla Testamentið
Eða viljandi notkun á tölunni 40; kannski til að kenna lexíu eða nota til áminningar.
Það passar ekki við fornleyfafræðina, önnur söguleg handrit og hvernig Biblían er skrifuð.
Fann hana en hún er mjög löng svo ég veit ekki hvenær ég finn tíma til að fara í gegnum hana.
Sé ekki betur en setningin segir að þarna sé Josephus að vísa til hvað lærisveinarnir voru að halda fram.
Hvað ertu nú að agnúast út í? Biblían samanstendur af mörgum bókum; textinn á bakvið þessar bækur eru forn handrit. Hvað er það sem þú ert ekki sáttur við?
Mofi, 22.10.2008 kl. 13:51
Mofi - "En þeir skrifa þannig að staður og stund kemur vel fram og marg oft hefur fornleyfafræðin stutt það sem Biblían sagði."
En þessum höfundum ber ekki saman um stað og stund í mörgum veigamiklum frásögnum.
T.d. er skráð í Matt 2:13 að Jósef og María hafi flúið með Jesúbarnið um leið og þau urðu ferðafær um 100 - 250 km í suðurátt til Egyptalands af ótta við að Heródes fyndi barnið og tæki það af lífi.
Hins vegar er skráð í Lúk 2:22 að Jósef og María hafi farið með Jesúbarnið norður til Jerúsalemborgar eftir hreinsunardagna (sem hafa verið um 33 dagar) og svo áfram 110 km lengra í norður til Nasaret í Galelíu.
Fleiri frásögur eru á þessa lund. Höfundum ber hreinlega ekki saman. Ekki vekur þetta traust lesandans á áreiðanleika Nýja Testamentisins.
Sigurður Rósant, 22.10.2008 kl. 17:33
Mofi, enska setningin er þannig upp byggð að þarna er Jósefus að segja að Jesús hafi ef til vill verið messías. Og varla myndi hann segja að lærisveinarnir héldu að Jesús væri hugsanlega messías?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.10.2008 kl. 17:41
Það er svo afskaplega lélegt hvernig þú svarar öllum hlutum með þveru nei, Mofi.
Það er alveg hægt að viðurkenna að hlutir geti komið fólki spánskt fyrir sjónir en reyna svo að útskýra þá, í stað þess að segja alltaf "nei, ég sé þetta ekki svona".
Slíkt á ekkert skylt við umræður.
Kristinn Theódórsson, 22.10.2008 kl. 18:05
Það passar ekki við fornleyfafræðina, önnur söguleg handrit og hvernig Biblían er skrifuð.
Ég skil ekki hvernig þú getur leyft þér að koma með þetta comment í ljósi þess að þú hefur hér trekk í trekk andmælt niðurstöðum fornleifafræðinga
Vísa hér í umræðu um Egyptaland og Súmera
Eða er bara að marka þá þegar þeir eru sammála texta biblíunnar á meðan ALLT annað sem þeir halda fram er bull?
Kristmann (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.