Tími tækifæranna? Það sem neytendur ættu að gera?

Kannski hefur aldrei verið betra að kaupa  hlut í Eimskip og akkúrat núna.  Það er að minnsta kosti kjarninn í því sem sumir eru að segja.

Sumir sjá allar þessar hörmungar sem tækifæri sem koma aðeins einu sinni á manns aldri, sjá: What should consumers do?

Ég veit ekki hvort ég er sammála öllu sem kemur þarna fram en mjög sammála að nú er lykilatriði að halda haus. 


mbl.is Eimskip lækkar um 61,24%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Ó, það er svoleiðis engin spurning um að nú eru góð kauptækifæri á markaðnum. En að kaupa bréf í einstökum félögum er kannski ekki alveg ráð, frekar að kaupa í sjóðum sem endurspegla fyrirtæki sem mynda einhverja vísitölu.

Stutt dæmi: á finance.yahoo.com er hægt að skoða vísitölu Nasdaq o.fl. langt aftur í tímann. Aðili sem fjárfesti fyrir $1 í september 1974 hefði átt $2.036,21 í september 2008 (34 árum síðar) - þrátt fyrir núverandi kreppu

Það er ekki fyrr en það fer á líða á starfsævina sem maður þarf að fara að huga að fjárhagslegu öryggi og færa sig yfir í skuldabréf og jafnvel bara innlán á bankareikningum.

Mama G, 8.10.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Mofi

Góðir punktar Mama G :)    Mér fannst áhugavert hvernig þeir gáfu mismunandi ráð fyrir mismunandi fólk, aðalega eftir aldri og áætlunum.  Ég ætlaði svo að kaupa gull fyrir hálfu ári síðan... arg... ætli ég geri ekki bara eins og Seðlabankinn og fjárfesti í Víkingalottói      - Seðlabankinn veðjar á Víkingalottó

Mofi, 9.10.2008 kl. 09:57

3 Smámynd: Mofi

Sammála því Haukur, ég er ekki að sjá neinar leiðir fyrir mig persónulega til að græða eitthvað. Frekar að leita leiða til að lifa af.  En þetta er bara forvitnileg sýn á þetta og sannarlega eru tækifæri þarna ef maður er nógu glöggur að sjá þau og með getu til að geta nýtt þau.

Mofi, 9.10.2008 kl. 14:59

4 Smámynd: Agný

Það er dýrt að vera fátækur...en nú er allavega sennilega ódýrast fyrir útlendinga að koma hingað og versla ..allavega var hjól (motor) á 3.000 evrur í fyrradag en var áður á 6.000..þannig að það er orðið hagstætt fyrir erlenda ferðamenn að versla hér...skilji ég eitthvað af þessu fjármáladæmi rétt..Ferðskrifstofur ættu að auglýsa þennan þátt núna...

Agný, 9.10.2008 kl. 16:22

5 Smámynd: Mofi

Það er mikið til í Agný en ég er hræddur um að verð eru að fara að hækka gífurlega hratt næstu daga eftir því sem innflytjendur lenda í hækkuðu verði og öðrum erfiðleikum.

Mofi, 9.10.2008 kl. 16:36

6 Smámynd: Mama G

Muniði bara að margt smátt gerir eitt stórt. Það er algjör hugsanavilla að ætla alltaf að bíða eftir því að geta lagt tugi þúsunda til hliðar um hver mánaðarmót til að það "taki því að spara".

Ég þekki svooo marga sem segja alltaf eitthvað á þá leið að þeir eigi svo lítið hvort sem er að það taki þessu ekki. Mark my words - byrja smátt, þá finnur maður minnst fyrir því. Auk þess sem tíminn vinnur með manni þegar kemur að sparnaði

Mama G, 9.10.2008 kl. 16:48

7 Smámynd: Mofi

Gott ráð Mamma :)    G...

Mofi, 10.10.2008 kl. 09:26

8 Smámynd: Herra

Hvernig er sögnin að vera í viðtengingarhætti nútíð?

(vísb.: þó ég ...)

Herra, 11.10.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband