7.10.2008 | 11:00
Er sagan af Jesú þjóðsaga?
Þótt að ég er sammála því að hvar akkúrat þessir atburðir áttu stað má vel kalla þjóðsögu þá finnst mér þessi frétt gefa til kynna að sagan af Jesú sé þjóðsaga.
Ef við berum saman heimildir um Rómverska keisarann sem var ríkjandi á tímum Krists þá eru færri samtíma heimildir um hann en um Krist. Jafnvel ef maður sleppir kristnum heimildum þá eru samt fleiri sem vitna um tilvist Jesú en Rómverska keisarann.
Þegar kemur að fornum handritum þá stendur Nýja Testamentið upp úr sem áreiðanlegustu handrit sem mannkynið á. Þegar kemur að því að meta trúverðugleika þeirra sem skrifuðu þau handrit þá fyrir mitt leiti eru þeir traustsins verðir; voru jafnvel til í að deyja fyrir að þeirra vitnisburður er sannur.
Fyrir ýtarlegri umfjöllun um þessar heimildir og handrit þá vil ég benda á þessa grein: Hann er ekki hér, Hann er upprisinnHætta á hruni við Upprisukirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já vinur.. þetta er þjóðsaga... eins og sagan af jólasveininum.. deal whit it... then move on...
Óskar (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 11:21
Óskar, það væri bara að hafna staðreyndum og ég sé enga ástæðu til að gera slíkt.
Mofi, 7.10.2008 kl. 12:03
Haukur, það er hárrétt að upprisan er það sem maður þarf trú. Í því tilfelli þá er erfitt fyrir hlutlausan aðila að fullyrða um hvort upprisan er sönn eða röng.
Það sem skiptir líka máli er hvort maður vill að þetta sé satt eða vill að þetta lygi. Það skiptir miklu máli hvernig maður metur þennan vitnisburð sem Biblían gefur.
Mofi, 7.10.2008 kl. 15:06
Nei, ég aðeins viðurkenni að þó maður hafi góðan vitnisburð þá þarf trú til að trúa að upprisan átti sér stað.
Mér finnst það frekar þannig að mér finnst margir sem aðhyllast guðleysi vilja það svo sterk að það skiptir engu máli hve gögnin eru góð eða rökin; alltaf hafa þeir aðra skoðun sem þeir velja frekar og ég á erfitt með að skilja að það sé gert með einhverju öðru en bara hreinum vilja styrk.
Mofi, 7.10.2008 kl. 17:29
Ágústus? Ertu alveg gaga?
Til að byrja með þá er Nýja testamentið ekki handrit, það eru til handrit af Nýja testamentinu. Síðan þarftu að útskýra hvað þú átt við með "áreiðanlegur" þarna.
Ef þú ert að tala um að við höfum vissu fyrir því hvað stóð upphaflega, þá höfum við miklu "áreiðanlegri" ritaðar heimildir, mér dettur til dæmis í hug frægu steináletranir sem persakonungarnir létu gera.
Hvaða heimildir hefurðu fyrir því að þeir sem þú fullyrðir að hafi skrifað t.d. guðspjöllin (Markús, Matteus, Lúkas og Jóhannes) hafi dáið fyrir áreiðanleika guðspjallanna þeirra? Eða þá að þeir hafi yfir höfuð dáið fyrir trúna sína?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.10.2008 kl. 17:54
Áreiðanlegt að því leiti að við höfum það sem var upprunalega skrifað.
Það er góður punktur en samt þá í þeim tilfellum þá liggur allt á einhverju einu sem gæti þess vegna verið fölsun.
http://en.wikisource.org/wiki/The_Book_of_Martyrs/Chapter_I
Get ekki neitað því að mig vantar að vita akkúrat hvaða heimildir eru fyrir sérhverri sögu.
Takk fyrir innleggið, var að tala um Tíberíus og þetta var fullyrt í bók sem ég hef verið að fara í gegnum sem heitir "I don't have enough faith to be an atheist". Þ.e.a.s. fullyrt að aðeins færri rithöfundar nefna Tíberíus en Krists.
Mofi, 8.10.2008 kl. 08:55
[qoute]Mér finnst það frekar þannig að mér finnst margir sem aðhyllast guðleysi vilja það svo sterk að það skiptir engu máli hve gögnin eru góð eða rökin; alltaf hafa þeir aðra skoðun sem þeir velja frekar og ég á erfitt með að skilja að það sé gert með einhverju öðru en bara hreinum vilja styrk.[/qoute]
Þessa fullyrðingu munum við aldrei vera sammála um, mér finnst það einmitt vera alveg öfugt, að kristnir vilji of sterkt halda í sína bábiblíu að þeir taki engum rökum, ég er guðlaus því þau "rök og gögn" sem kristnir draga upp fyrir mér virðast alltaf falla eins og spilaborg fyrir smá gagnrýni.
Geir Guðbrandsson, 8.10.2008 kl. 15:09
Geir, komdu með dæmi um rök sem þér finnst sannfærandi á upprisuna.
Mofi, 8.10.2008 kl. 15:43
Áttu þá við mótrök við upprisunni eða rök sem mér finnst góð og styðja upprisuna? Ég hef nefnilega ekki hitt á nein rök sem styðja upprisuna sem slíka.
Geir Guðbrandsson, 8.10.2008 kl. 23:49
Mótrök við upprisunni. Rök fyrir upprisunni eru aðalega vitnisburður lærisveinanna og hve hratt sú trú breiddist út og á þeirri fullyrðingu að hundruði manna voru vitni að sjá Jesú eftir krossfestniguna ásamt fólki sem hafði risið upp frá dauðum eftir krossinn. Ég þarf samt að fara almennilega yfir öll þau rök í sér grein.
Mofi, 9.10.2008 kl. 09:45
Andrés, ég miðaði við þann konung sem ríkti meirihluta af æfi Jesú. Rétt skal vera rétt.
Allt í lagi. Þá er Séð og heyrt líka 100% áreiðanlegt.
Ég skil ekki alveg hvað þetta á að þýða. Ef við höfum upprunalega eintakið, þá er nokkuð öruggt að við höfum það sem upprunalega var skrifað.
Já, þetta sem þú vísar á er rusl. Enn sem komið er höfum við engar ástæður fyrir að halda að mennirnir sem þú segir að hafi skrifað guðspjöllin hafi dáið fyrir trú sína.
Við höfum helling af myntum af Tíberíusi, þannig að tilvist hans er margfalt öruggari. Ég veit ekki með þennan samanburð á fjölda vitna, en mig grunar að Tíberíus myndi vinna, t.d. er örugglega helling af (samtíma) áletrunum sem tala um hann.
Fólk rís ekki upp frá dauðum? Maður á ekki að trúa öllu því sem maður heyrir?
Líka þekkt sem: sögusagnir.
Það er ekki mælikvarði á sannleiksgildi trúarbragða hve hratt þau breiðast út.
Vá, er fullyrt að hundruði manna "sáu" Jesú eftir krossfestinguna? Í gær sáu þúsund manns mig fljúga með höndunum.
Ha?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.10.2008 kl. 17:34
Þegar kemur að fornum handritum þá er þetta atriði sem skiptir máli, að vita hvað var upprunalega skrifað.
Í fyrsta lagi þá getur verið erfitt að vita hvort eitthvað er upprunalegt handrit eða ekki og ef það er aðeins eitt þá er auðveldara að breyta því. Einnig auðveldara að eyða því og koma með breytta útgáfu og segja að það sé upprunalega.
Þetta er kannski þá betra. Það eru betri heimildir fyrir sumu en öðru.
Ég get ekki neitað því að ég er að trúa fullyrðingu þessa rithöfundar, að fjöldi samtíma rithöfunda sem minnast á Tíberíus er einum færri en þeirra sem minnast á Jesú. Hann því miður fer ekki yfir nákvæmlega hvaða gögn hann hefur fyrir þeirri fullyrðingu.
En þegar eru níu mismunandi sagnfræðingar sem minnast á Jesú sem eru ekki kristnir þá er algjörlega óverjandi að efast um tilvist Hans.
Ef Guð er til, eru þá ekki svona kraftaverk möguleg? Er ekki málið að þú ert að afskrifa möguleikan á svona kraftaverki fyrirfram?
Það er ekki sanngjarntað kalla þeirra vitnisburð sögusagnir; þeir segjast vera vitni að þessum atburðum og þegar maður les þeirra vitnisburð þá sér maður að þessir menn voru ekki einhverjir vitleysingar.
Jú, auðvitað. Ef t.d. róm hefði getað sýnt fram á að Jesú hefði ekki risið frá dauðum með því að sýna líkið þá hefði þessi trú að Jesú hefði risið frá dauðum verið ill möguleg. Þetta eru rök, ekki eitthvað sem er ekki eitthvað andsvar við heldur aðeins ástæða til að trúa.
Ég get afskrifað þína setningu sem mjög ótrúverðuga af því að það er enginn sem styður þessa fullyrðingu þína. En þetta er fullyrðing sem lærisveinarnir gerðu á þessum tímum og menn trúðu þeim. Einu góðu rökin fyrir því er að það var hægt að sannreyna þessar fullyrðingar þeirra því að þessi vitni voru til.
Það er talað um að grafir hefðu opnast og sumir sem voru dánir lifnuðu við. Ekki að þeir sem þarna lifnuðu við voru ennþá á lífi og vottar.
Mofi, 10.10.2008 kl. 10:13
Já, það skiptir auðvitað máli, en segir okkur samt ekkert um það hversu áreiðanleg ritin sjálf eru.
Þegar kemur að áletrunum (t.d. þeim sem persakonungarnir létu gera) þá er nokkuð öruggt um að um upprunalega útgáfu sé að ræða.
Hvaða heimildir hefurðu fyrir því að þeir sem þú fullyrðir að séu höfundar guðspjallanna hafi dáið fyrir áreiðanleika rita sinna eða trú sína?
Æi mofi, komdu þá með lista yfir þessa níu sagnfræðinga. Hvað heldurðu að margir sagnfræðingar minnist á Móses, Arthúr konung, Herkúles og fleiri í þeim dúr?
Allir þessara "sagnfræðinga" voru uppi löngu eftir meinta jarðvist Jesú og eru bara að segja frá trú kristinna manna, en komdu endilega með þennan lista.
Nei, ég er ekki að segja að við vitum 100% að fólk rísi ekki upp frá dauðum. En þegar við erum að meta hvað hafi líklega gerst í fortíðinni, þá verðum við að miða við það sem við vitum að gerist í nútímanum. Og í nútímanum þá heldur dautt fólk áfram að vera dautt.
Nei, þeir (hverjir?) segjast ekki vera vitni að einu né neinu. Förum í gegnum þetta bara í röð í gegnum Nt. Matteusarguðspjall: Sagðist höfundur Mt vera vitni?
Mofi, þetta eru önnur rök, og samt vitlaus. Þarna gefurðu þér að Rómverjum hafi þótt það þess virði að vera að grafa eftir einhverju líki og sýna það öllum. Kristnir voru líklega ekki nógu merkilegir. Ef þeim hefði verið svona í mun um að stöðva kristni, af hverju ekki bara að drepa þá alla? En málið er að þó svo að þeir hefðu gert það, þá hefur það lítið að segja gegn sanntrúuðum fylgjendum sértrúarsafnaðar.
Það er t.d. augljóst að menn eins og Jósef Smith og L. Ron Hubbard voru loddarar. Það er ekki hægt að sannfæra fylgjendur þeirra trúarbragða um það. Annað fínt dæmi er Sabbatai Tsevi, hann sagðist vera messías, en þegar hann gerðist múhameðstrúarmaður þá héldu samt helling af fylgismönnum hans áfram að trúa á hann.
Síðan eru þessi rök í sambandi við líkið gölluð á fleiri vegu. Til að byrja með segir biblían að lærisveinar Jesú hafi ekki farið að boða trú á hann fyrr en eftir ~7 vikur, lítið gagn í að ganga um strætin með óþekkjanlegt lík.
Síðan er líklegt að hinir fyrstu kristnu menn hafi ekki trúað því að Jesús hafi risið upp líkamlega, þannig að lík Jesú hefði ekki sagt þeim neitt.
Undarlegt hvernig þú afskrifar einfaldlega yfirnáttúruna. En segðu mér hverjir styðja þá fullyrðingu að "hundruði manna" sáu Jesú?
Segðu mér hvaða vitni íbúar Kórintuborgar gátu spurt.
Bíddu, ertu að reyna að nota þessa (augljóslega skálduðu) sögu sem rök? Hvernig þá?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.10.2008 kl. 11:52
Þjóðsaga? - Hvaða þjóð ertu þá með í huga, Mofi? - Saga hverrar þjóðar?
Sigurður Rósant, 12.10.2008 kl. 16:06
Það eru bara margir sem ráðast á Biblíuna með þessum rökum, að hún hefur breyst, að við höfum ekki það sem var upprunalega ritað og þess háttar. Aðeins mikilvægt í þessari umræðu að svara þeim rökum.
Þegar kemur að mjög gömlum handritum þá verður þetta erfitt. Mjög erfitt að vita hvort að fyrir 500 árum síðan hafi þessu eina upprunalega handriti verið breytt. Það er aftur á móti gífurlega erfitt að breyta mörgum handritum dreifð um allan heiminn.
Það sem ég fann var þetta:
Ég vona að ég geti komið með meira í kvöld. Ekki hægt að neita því að hérna fullyrða menn mikið sem virðist vera byggt á hefðum en ekki heimildum nálægt þessum atburðum.
Þú ættir nú að þekkja þessar heimildir, sjá: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn
Hvaða dúr ertu síðan að tala um?
Þegar kemur að svona gömlum sögum þá er mjög gott að hafa heimildir sem eru innan við 100 árum eftir atburðinn. Ekki sanngjarnt að gera allt aðrar kröfur til heimilda Nýja Testamentisins en til annara heimilda eða sögulegra atburða.
Engin spurning að það þarf trú en ekki gáfulegt að útiloka eitthvað fyrirfram.
Þetta er skrifað sem lýsing á atburðum og fornar heimildir segja hverjir voru höfundarnir. http://www.carm.org/evidence/gospels_written.htm
Bæði yfirmenn gyðinga og Rómverja á þessum tíma vildu ekki kristni og sagan segir að þeir gerðu margt til að berjast á móti trúnni svo þetta hefði verið sterkur leikur hjá þeim ef þeir hefðu getað gert þetta.
Það er nú töluverður munur á að fara að drepa helling af fólki eða opna gröf. Þurfti ekki einu sinni að grafa.
Það er alveg ágætur punktur en þegar kemur að Kristi þá er vitnisburðuinn að þeir sem fylgdu Honum sáu Hann gera kraftaverk og rísa upp frá dauðum. Það er ekki hægt að segja hið sama um fylgjendur þessara manna sem þú nefnir.
Ok, þetta gætu verið mjög góð rök á móti þessum rökum.
Það passar ekki við Nýja Testamentið sem hljóta að teljast til hinna fyrstu kristnu.
Hlýtur að vera almenn þekking ef þessi vitni voru yfirhöfuð til staðar, víðsvegar um landið. Ef þau voru ekki til staðar þá væri líka hægt að afskrifa þetta sem lygi.
Nei, misstök að nota þessa ( augljóslega sönnu ) sögu sem rök :)
Mofi, 13.10.2008 kl. 10:14
Mofi, 13.10.2008 kl. 10:15
En við höfum ekki það sem var upprunalega ritað. Til dæmis eru Jóhannesarguðspjall í rugli, lok Rómverjabréfsins í rugli og síðan eru einhver bréfa Páls sett saman af einhverjum öðrum en Páli úr fleiri en einu bréfi. Bréf Páls sem eru í NT voru líklega gefin út saman af einhverjum aðila, þannig að þarna myndaðist "flöskuháls" sem við getum ekki komist aftur fyrir.
Það er mjög erfitt að breyta risastórum áletrunum á klettavegg.
Og fyrir hvað er hann drepinn?
Og fyrir hvað á hann að vera drepinn?
Og heimildirnar fyrir dauða hans eru einhverjar ævintrýraleg villitrúarrit sem þú treystir engan veginn. Og hvar stendur að hann hafi dáið fyrir áreiðanleika guðspjallsins sem þú segir að hann hafi komið að?
Nákvæmlega. Og það er afar skiljanlegt að (ofsóttir) kristnir menn vildu búa til hetjur úr lærisveinunum og postulunum með því að láta þá deyja fyrir trúna.
Mofi, þessi listi er rusl, t.d. er talað um Þallus sem talar í mesta lagi um einhvern sólmyrkva, ein heimildin er meira segja tal um að Hadríanus keisari hafi ofsótt kristið fólk (tengist hinum sögulega Jesú ekki neitt).
Og það gerir það enginn.
Mofi, þú sagðir að við hefðum vitnisburð lærisveinanna sem sögðust vera sjónarvottar. Ég skil ekki hvað að vera "skrifað sem lýsing á atburðum" þýðir og hvernig það tengist málinu. Það að kristnir menn eins og Íreneus (síðari hluta annarrar aldar) hafi sagt að höfundarnir væru þeir sem við könnumst við eru engar fréttir.
Segist höfundur Mt vera vitni?
Mofi, við bara getum ekki vitað hvort að gyðingum og Rómverjum hafi þótt það þess virði að eltast við einhverja menn sem voru að predika upprisu Jesú skömmu eftir dauða hans. Höfum bara ekki hugmynd.
Já, það er munur, en ekki eins og Rómverjum hafi verið eitthvað illa við að drepa fólk. Síðan má ekki gleyma því að það hefði líklega ekki verið vel séð af gyðingum að fara með óhreint (í trúarlegri merkingunni) lík um götur borgarinnar.
Tjah...ef þú átt Mormónsbók þá sérðu á fyrstu blaðsíðunum vitnisburð nokkurra fylgjenda Jósefs Smiths sem sögðust hafa séð gulltöflurnar hans. Síðan höfum við sögur af því að L. Ron Hubbard hafi gert kraftaverk (aðgang að minni úr fyrri lífum).
Og við höfum ekki vitnisburð frá einhverjum sem sagðist hafa séð Jesú gera eitt neitt.
Ég held að Páll boði ekki líkamlega upprisu (t.d. 1Kor 15.50 og að mig minnir 2Kor 5, þar sem hann talar um "tjaldbúð").
Ef þessi vitni væru til staðar? Voru einhver þessara 500 vitna í Korintuborg?
Af hverju minnast Mk, Lk, Jh svo ekki sé minnst á Jósefus ekki á fjöldaupprisu helgra manna? Ekki nógu merkilegt að þeirra mati?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.10.2008 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.