Nútímalegt þrælahald

SlavePunishment-FrontVið þekkjum öll þrælahald úr bíómyndum sem fjalla um þræla í Bandaríkjunum í kringum 1800. Þar voru svartir látnir þræla fyrir hina hvítu sem nutu góðs af þeirra vinnu en þrælarnir fengu í staðinn lítið annað en misnotkun, niðurlægingu og jafnvel pyntingar.  En í dag er búið að læðast inn í samfélög um allan heim sams konar þrælahald sem getur hneppt alla, burt séð frá kyni, aldri eða kynþætti. Þetta þrælahald eru skuldafjötrar en Biblían segir þetta um þessa fjötra.

Orðskviðirnir 22
7Ríkur maður drottnar yfir fátækum
og lánþeginn verður þræll lánardrottins síns.

Svakalega finnst mér þessi orð sönn í dag!  Menn hafa látið lokkast í svona þrælahald eins og mús í músagildru. Fyrir músina þá var það ostur en fyrir nútíma manninn þá voru það plasma sjónvörp, dýrir jeppar og utanlandsferðir. 

Núna horfa íslendingar upp á það að öll þjóðin er svo skuldsett að gjaldþrot þjóðarinnar er alvöru möguleiki.  Ekki er að vísu hægt að kenna þeim sem keyptu dýra jeppa og flatskjái um þær hörmungar sem núna geisa, eitthvað meira liggur á bakvið þetta en það.  En samskonar græðgi og óhóf er rót vandans.

Takmark sérhvers einstaklings ætti alltaf að vera að skulda engum því í því felst mikið frelsi. Það er sérstaklega mikilvægt á þessum tímum að sýna hófsemi og hætta allri eyðslu sem heimtar lántöku.

Í svona öldugangi hafa þessi orð hérna enn meira gildi fyrir mig.

Jóhannesarguðspjall 14
1„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. 2Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? 3Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað kem ég aftur og tek yður til mín svo að þér séuð einnig þar sem ég er. 4Veginn þangað sem ég fer þekkið þér.“
5Tómas segir við hann: „Drottinn, við vitum ekki hvert þú ferð, hvernig getum við þá þekkt veginn?“
6Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.

Fyrir hinn kristna þá felst vonin í endurkomu Krists, í nýjum himni og nýrri jörð þar sem réttlæti býr.

Opinberunarbókin 21
1Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið var ekki framar til. 2Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði er skartar fyrir manni sínum. 3Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. 4Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“
5Sá sem í hásætinu sat sagði: „Sjá, ég geri alla hluti nýja,“ og hann segir: „Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu.“ 6Og hann sagði við mig: „Það er fram komið. Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns. 7Sá er sigrar mun erfa þetta og ég mun vera hans Guð og hann mun vera mitt barn 

Það er aldrei að vita nema þessir atburðir sem núna eru að gerast í fjármálakerfum heims muni leiða til þeirra atburða sem Biblían spáir fyrir um. Ég hef því miður ekki enn tekið fyrir hvað Biblían segir muni gerast á hinum síðustu tímum en mun vonandi gera það á næstu vikum.

Fyrir þá sem nenna ekki að bíða eftir því þá vil ég bendi á fyrirlestra sem taka þetta efni vel fyrir: A New Revelation


mbl.is Skuldir bankanna þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir nokkrum árum síðan komst ég úr miklum vanskilum. Eftir að hætta skuldbreytingum á vanskilum, hætta að taka lán, hætta að nota kreditkort þá hefur líf mitt tekið stakkaskiptum. M.a. las ég bók sem heitir Stríð gegn skuldum, sem Vegurinn gaf út íslenska þýðingu á. Þar kemur þetta fram sem þú ert að segja frá. Í dag á ég allt annað og betra líf.

Rósa (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 20:15

2 identicon

Ertu semsagt að gefa í skyn að heimsendir sé að skella á

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Mofi

Rósa, gaman að heyra og þessi bók virðist eiga vel við okkar tíma :)

Halldóra S,  já, í dag er gott að skulda ekki og ég er ekki frá því að það er ágætt að eiga ekki mikið heldur því það er örugglega sárt að horfa upp ef eignir manns verða að engu.  Á meðan maður hefur eitthvað að borða og þak yfir höfuðið og félagskap vina og fjölskyldu þá er maður að mínu mati ríkur.

Sáli,  nei, ekki að segja það.  En velti því fyrir mér hvort svona atburðir geta leitt til atburði endalokanna sem Biblían talar um.  Allt kemur í ljós en ef þú ert forvitinn að vita meira þá mæli ég með þessum fyrirlestrum. Menn ættu að minnsta kosti að vita hvað Biblían segir muni gerast.

Mofi, 7.10.2008 kl. 09:50

4 Smámynd: Mama G

Jæja, fjármálakreppan bara komin inn á trúarbloggið - þá er nú fokið í flest skjól

En þetta eru alveg orð að sönnu hjá þér Mofi

Mama G, 7.10.2008 kl. 11:08

5 Smámynd: Mofi

Já Mama G, það er fokið í flest skjól

Mofi, 7.10.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband