Próf fyrir þá sem segjast vera spámenn Guðs

wolfie.jpgBiblían gefur nokkur atriði sem við getum notað til að komast að því hvort að persóna sé raunverulega að fá orð eða sýnir frá Guði eða ekki.  Þessi atriði eru eftirfarandi:

  • Spádómar alvöru spámanns munu rætast ( Jeremía 28:9 )
  • Spámaður Guðs mun sækjast eftir því að gefa Guði dýrðina en ekki upphefja sjálfan sig. (Jóhannesarguðspjall 16:13 )
  • Spámaðurinn sér ekki sjálfur um að túlka þær sýnir sem hann fær ( 2. Pétursbréf 1:20,21 )
  • Spámaður Guðs sækist ekki eftir vinsældum heldur er heiðarlegur og bendir fólki á óþægilegu syndir þeirra.
  • Spámaður Guðs heimtar ekki peninga fyrir að koma til skila boðskap frá Guði; er ekki í þessu fyrir peninga.
  • Hann agar kirkjuna til að fylgja Guði betur, láta af vondri hegðun og vera rík af góðverkum ( 1. Korintubréf 14:3,4 )
  • Hans boðskapur er í samræmi við Biblíuna, þá opinberun sem Guð hefur þegar gefið ( Jesaja 8: 20 )
  • Spámaðurinn hefur kristinn karakter, góð hegðun og ríkur af góðum ávöxtum ( Mattheusarguðspjall 7:16-20 )
  • Sannur spámaður hlýðir vilja og lögum Guðs ( 5. Mósebók 18:18 )

Nútíma miðlar falla á þessum prófi. Þeirra spár rætast oft ekki. Þeir virðast hafa meiri áhuga á peningum en að gefa Guði dýrðina. Þeir sjaldnast benda á synd eða vara við komandi dómi eins og öllum sönnum kristnum einstaklingum ber að gera.  Þeir í mörgum tilfellum nota stjörnufræði, lesa úr lófa eða hafa samband við anda - allt sem er fordæmt af orði Guði. 

Þeir spámenn sem ég síðan tel ekki uppfylla þessi skilyrði eru eftirtaldir:

  • Joseph Smith  - mormóna kirkjan
    Ég tel Joseph Smith falsspámann vegna þess að hann setti sín orð ofar Biblíunni og hans kenningar eru margar hverjar allt öðru vísi en Biblían kennir.
  • Bahá'ulláh - Baháí trúin
    Ég tel Bahá'ulláh vera falskrist vegna þess að hann sagði að hann væri Kristur kominn aftur en það passar ekki við lýsingu Biblíunnar á endurkomu Krists.

    Matteusarguðspjall 24
    24Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn og þeir munu gera stór tákn og undur svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það er unnt. 25Athugið að ég hef sagt yður það fyrir. 26Ef menn segja við yður: Hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Hann er í leynum, þá trúið því ekki. 27Mannssonurinn kemur eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs.28Þar munu ernirnir safnast sem hræið er.

    Opinberunarbókin 1
    7Sjá, hann kemur í skýjunum og hvert auga mun sjá hann, jafnvel þeirra sem stungu hann, og allar kynkvíslir jarðarinnar munu kveina yfir honum. Vissulega, amen.

  • Charles Taze Russell
    Spáði oft fyrir um heimsendi og fleiri atriðum sem rættust ekki ásamt mögum öðrum kenningum sem passa ekki við boðskap Biblíunnar.
Það voru auðvitað fleiri spámenn sem hafa komið fram síðustu tvö hundruð ár en ég læt hér staðar numið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góð samantekt og litlu við hana að bæta.

Vil þó nefna að oftast eru falsspámennirnir með mikla útgeislun, fá fólk til fylgis við sig vegna persónutöfra, en eru gráðugir vargar innra með sér. Þeir skilja yfirleitt eftir sig sviðna jörð.

Það er mjög mikilvægt að kristin kirkja fylgist vel með loddurum og sé tilbúin að tala gegn þeim sem eru að prédika tóma dellu.

Því miður hefur mjög skort á það hér á Íslandi og einstaka söfnuðir hafa verið að fá þessa gráðugu varga hingað til lands til að halda stórar samkomur í þeim tilgangi að féfletta safnaðarmeðlimi og aðra sem villast inn á samkomurnar.

Það sárvantar greiningu í kirkjunni, sem krefst mikillar biblíuþekkingar. Þær síður sem hafa reynst mér ágætlega og ég benti á í síðasta þræði þínum eru þessar:

http://www.deceptioninthechurch.com/index.html

http://www.pfo.org/

http://www.apologeticsindex.org/

Theódór Norðkvist, 29.9.2008 kl. 15:09

2 Smámynd: Mofi

Theódór
Vil þó nefna að oftast eru falsspámennirnir með mikla útgeislun, fá fólk til fylgis við sig vegna persónutöfra, en eru gráðugir vargar innra með sér. Þeir skilja yfirleitt eftir sig sviðna jörð.

Þegar þeir síðan fara á móti Biblíunni og einhver bendir á það þá munu þeir án efa koma með svipuð rök og hinn týpíski þjóðkirkjumeðlimur; að maður á ekki að taka Biblíuna svona alvarlega eða bókstaflega. Sem sagt, hans orð eru ofar Biblíunni.  Ein af ástæðunum að ég aðhyllist bókstafstrú því að þá er maður með fast land undir fótunum en ekki með breytilegar kenningar hinna og þessa manna sem telja sig vita vilja Guðs.

Theódór
Það sárvantar greiningu í kirkjunni, sem krefst mikillar biblíuþekkingar. Þær síður sem hafa reynst mér ágætlega og ég benti á í síðasta þræði þínum eru þessar:

Takk fyrir fróðlega linka þó ég geti ekki persónulega vottað fyrir áreiðanleika þeirra.

Mofi, 29.9.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Mofi

Haukur
Held að þetta passi flest allt við mig
Mjög forvitnilegt :)     svo Guð talar við þig; sem hlýtur þá að þýða að þú trúir að Guð er til?
Haukur
Til hvers ætti Guð að senda spámann til að segja ekkert nýtt?
Þú getur sagt margt nýtt án þess að segja eitthvað sem fer á móti því sem Guð hefur þegar opinberað.

Mofi, 29.9.2008 kl. 17:35

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Stundum er ég hef talad um rangar kenningar vid kristna hef eg verid sakadur um skort a kaerleika. Er ekki meiri kaerleikur ad afhjupa villu en ad afvegaleida folk med lygum?

Afsakid ad vantar islenska stafi.

Theódór Norðkvist, 29.9.2008 kl. 18:49

5 Smámynd: Birgirsm

Sælir

Það er frábært þegar góðir menn taka sig til og fletta ofan af lífstíl og lifnaðarháttum margra þessara "gráðugu úlfa" (góð mynd)

Ótrúlegt hvað fólk sem kallast Kristið, getur oft á tíðum látið teyma sig á asnaeyrunum út fyrir alla almenna skynsemi, (er ég þá aðallega að hugsa til Ameríku), fólk hlustar og tekur mark á prestum og prédikurum sem segjast vera sendir af Guði, dælir í þá peningum, en finnst svo ekkert athugavert við það þó að presturinn tali þvert á boðskap Biblíunnar, setjist svo að prédikun lokinni inn í Bentleyinn og fari svo heim í milljarðahöllina.

Takk fyrir góða færslu

Birgirsm, 29.9.2008 kl. 20:08

6 identicon

Sæll MOFI

Hvað finnst þér um þennan spámann eða þetta hérna á Youtube :

 FEMA COFFINS & THEIR PLAN TO KILL 90% OF THE AMERICAN PEOPLE !!!

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 20:41

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Þennan skollaleik er ég margbúinn að fara yfir. En niðurstaða mín er sú, að enginn spámaður uppfyllir fyrsta skilyrðið sem þú nefnir - "Spádómar alvöru spámanns munu rætast ( Jeremía 28:9 )"

Eða getur þú nefnt einhvern spámann og tínt til spádóma hans og þá sem hafa ræst? Og hvernig er hægt að fullyrða að spádómar einhvers spámanns munu rætast?

Sigurður Rósant, 29.9.2008 kl. 20:56

8 identicon

Það er spurning hvort það séu ekki til fleiri spámenn, en hér er eitthvað fyrir ykkur

WARNING TO THE WORLD PART 1 - GLOBAL GOVERNMENT

 

WARNING TO THE WORLD PART 2 - THE WORLD WARS

WARNING TO THE WORLD PART 3 - AIDS FLUORIDE AND CANCER

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 21:31

9 Smámynd: Mofi

Theódór Norðkvist,
Stundum er ég hef talad um rangar kenningar vid kristna hef eg verid sakadur um skort a kaerleika. Er ekki meiri kaerleikur ad afhjupa villu en ad afvegaleida folk med lygum?

Mér finnst það.  Ef maður vill leita sannleikans og vill ekki lifa í villu þá þykir manni bara vænt um gagnrýni og leiðréttingu.  En margir vilja halda í ákveðið samfélag eða lífsstíl og þá er allt sem ógnar því eitthvað sem reitir þá til reiði.

Þorsteinn
Hvað finnst þér um þennan spámann eða þetta hérna á Youtube :

Hann er... afskaplega svartsýnn, vægt til orða tekið. Veit samt ekki hvort hægt sé að tala um spámann Guðs þarna þar sem ekki kom fram að hann fengi sínar upplýsingar frá Guði. Ég er svo sem viss um að við erum að fara að sjá mjög miklar breytingar í heiminum en hverjar þær eru veit ég ekki og vonandi ekkert eins og þessi maður þarna talar um.

BirgirSM
Ótrúlegt hvað fólk sem kallast Kristið, getur oft á tíðum látið teyma sig á asnaeyrunum út fyrir alla almenna skynsemi, (er ég þá aðallega að hugsa til Ameríku), fólk hlustar og tekur mark á prestum og prédikurum sem segjast vera sendir af Guði, dælir í þá peningum, en finnst svo ekkert athugavert við það þó að presturinn tali þvert á boðskap Biblíunnar, setjist svo að prédikun lokinni inn í Bentleyinn og fari svo heim í milljarðahöllina.

Fyrir mig er lykil atriðið að láta ekki teyma sig á asnaeyrunum er að hafa góða þekkingu á Biblíunni. Sá sem hefur hana hann er ekkert að fara elta einhverja vitleysinga og draga sig út á hálan ís.  Ertu kannski að hugsa um Benny Hinn þegar þú segir þetta? :)  

Takk fyrir heimsóknina

Rósant
Eða getur þú nefnt einhvern spámann og tínt til spádóma hans og þá sem hafa ræst? Og hvernig er hægt að fullyrða að spádómar einhvers spámanns munu rætast?

Mér dettur fyrst í hug Daníel í Gamla Testamentinu.

Mofi, 29.9.2008 kl. 21:33

10 identicon

MOFI

Já það er rétt hann er svartsýnn, og hann er ekki sá einn um það..

Sjá þetta hér:

 Concentration Camps being built for U.S citizens

LOCK UP ALL AMERICANS IN PRISION CAMPS/MARTIAL LAW

America, Police State, FEMA Camps in America

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:02

11 Smámynd: Birgirsm

Fyrst þú nefnir Benny Hinn, það væri fræðandi að vita hvernig bíla og hvernig hús hann á.  (bara svona fyrir forvitnissakir)

Birgirsm, 29.9.2008 kl. 22:29

12 identicon

Er þessi Steve Jackson spámaður eða einhver sem vissi of mikið???????

The Illuminati Card Game - 1995


span.jajahWrapper { font-size:1em; color:#B11196; text-decoration:underline; } a.jajahLink { color:#000000; text-decoration:none; } span.jajahInLink:hover { background-color:#B11196; }

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:39

13 identicon

Fyrirgefið mér en það kom eitthvað fyrir með linkinn 

En er þessi hér Steve Jackson spámaður eða einhver sem vissi of mikið???????

The Illuminati Card Game - 1995

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:44

14 Smámynd: Árni þór

Vil minna á að þessar 5 þjónustur eru af Guði gefnar til að við vöxum í Jesú Kristi og þær eru til staðar á okkar dögum sjá Efesus 4 kafla;

11Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar.

    12Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar,

    13þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar.

    14Vér eigum ekki að halda áfram að vera börn, sem hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar.

Árni þór, 29.9.2008 kl. 23:05

15 Smámynd: Árni þór

Ég er sammála þér Mofi með Joseph Smith og Bahá'ulláh að þeir séu falsspámenn

Árni þór, 29.9.2008 kl. 23:29

16 identicon

Þetta er allt bullukollar krakkar... ég verð að segja að það er með ólíkindum að menn árið 2008 trúi þessu rugli.
Þetta er bara sönnun fyrir því að við erum misþróaðir mannapar...

DoctorE (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 10:02

17 Smámynd: Mofi

BirgirSM
Fyrst þú nefnir Benny Hinn, það væri fræðandi að vita hvernig bíla og hvernig hús hann á.  (bara svona fyrir forvitnissakir)
Hérna er smá um kappann: http://www.jesus-is-savior.com/False%20Doctrines/benny_hinn.htm

Eitt sem Benny Hinn sagði sem gerði það að verkum að ég afskrifa hann algjörlega er þetta:

http://www.bible.ca/tongues-benny-hinn-ministries-fake-fraud-miracles-healing-prayer.htm
"Don't tell me you have Jesus. You are everything he was, everything he is and ever shall be!"
Haukur
Hér þarftu að vera mun nákvæmari. Má það sem hann segir ekki stangast á við neitt í Biblíunni? Eða verður það á einhvern hátt að harmonera með meginboðskapi hennar?

Þarf að tala í samræmi við grundvallar boðskap hennar. Hver grundvallar boðskapurinn er, er kannski eitthvað sem menn eru ekki sammála um en fyrir mitt þá eru lykilatriðin þessi: réttur skilningur á helvíti ( Guð er ekki dýflissu pyntari ), frelsun fæst í gegnum iðrun og traust á krossinn, á að fylgja öllum boðorðunum tíu ( líka hvíldardags boðorðið ), að Jesús var bæði Guð og maður...  Örugglega fleira en þetta er svona það sem mér datt í hug sem mér finnst mikilvægt.

Haukur
Og hvað ef biblían er röng, og guð sendir þennan vitleysing til að leiðrétta hana.

Sá valmöguleiki er fyrir hendi.  En fyrir mig þá væri það þá að hafna Kristi og þeirri opinberun sem Hann kom með fyrir þennan "vitleysing".

Haukur
Þá munnt þú hafna honum því hann stangast á við biblíuna. Og svo er það alltaf túlkunar atriði hvað stendur í Bibbunni og þú getur ekki neitað því.

Alltaf hægt að rangtúlka en rétt túlkun er líka bæði möguleg og frekar auðveld ef maður lætur af hefðum og fer aðeins eftir bókstafnum sama hvað samfélagið sem maður er í segir.

Haukur
Svo, basiklí góður gaur. Ég er góður gaur . Fullur af náungakærleika og ríkur af góðum "ávöxtum"

Ertu alveg viss? Leiðin til lífs

Haukur
En ég hugsa að hvaða geðklofi með Messíasar komplexa, mikilmenskubrjálæði og alvarlegar ranghugmyndir, sem sæi ofsjónir og væri þrátt fyrir allt "góður gaur" gæti staðist þetta próf þitt.

Ég efast stórlega um það...  ég t.d. trúi ekki að það sé neinn starfandi spámaður á jörðinni í dag, enginn hefur sýnt mér fram á að það er einhver þannig maður starfandi í dag.

Trú, von og kærleikur
Ég er sammála þér Mofi með Joseph Smith og Bahá'ulláh að þeir séu falsspámenn

Ég er hræddur um að ég efast um að þessir sem þú nefndir eru sannir spámenn Guðs en er mjög forvitinn að vita meira um þá.  Værir þú til í að taka einn þeirra fyrir og færa rök fyrir því að hann er spámaður frá Guði?

Mofi, 30.9.2008 kl. 10:38

18 Smámynd: Árni þór

Lou Engle kom fram og talaði sterkan einfaldan boðskap um iðrun og halda lífi sínu hreinu. Enginn vildi hlusta á hann því mörgu fólki líkar ekki slíkt jafnvel Kristnir vilja eiga Jesú að en ekki leggja á sig að krossfesta ástríður sínar og girndir. Lou Engle dró sig þá í hlé og fór að fasta og biðja í einrúmi í langan tíma, núna fylgir honum fullt af fólki sem fastar og biður í sama anda og hann að breytast sjálfur til að breyta þjóð. Hann er með 40 daga bæna föstur sem hann kallar The Call. Hann er mjög sterkur í hinu spámannlega, sýnir, draumar og að heyra og tala frá Guði.

uppáhaldsbókin mín eftir hann heitir Digging the Wells of Revival

http://www.louengle.com/

http://www.thecall.com/

Margir þessara spámanna sem Guð hefur reist hafa sagt fyrir um náttúrulega hluti sem hafa ræst sem staðfestingu á því sem Guð vill leggja áherslu á í hinu andlega.

Árni þór, 30.9.2008 kl. 20:39

19 identicon

Það verður nú að segjast eins og er að þessi upptalning þín er stórglæsileg. Bahá‘u‘lláh uppfyllir reyndar öll þessi skilyrði. Hins vegar skil ég ekki alveg að „Spámaðurinn sér ekki sjálfur um að túlka þær sýnir sem hann fær.“ Hvaða gagn er af spámanni sem veit ekkert um hvað hann er að tala og lætur menn sem eru ekki spámenn túlka það sem hann segir? (Ég skil hins vegar að atvinnutúlkarar og wanna-be spámenn eins og prestar og safnaðarleiðtogar haldi í svona línur eins og börn á mjólkurpela).

huginn (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 19:19

20 Smámynd: Mofi

Takk fyrir fróðlegt innlegg Erlingur :)

huginn
Það verður nú að segjast eins og er að þessi upptalning þín er stórglæsileg. Bahá‘u‘lláh uppfyllir reyndar öll þessi skilyrði

Hann kennir ekki í samræmi við Móse og Jesú, það er alveg á hreinu.  Hvaða spádóma eða kraftaverk hann gerði til að sýna fram á að Guð væri með honum er líka mjög svo mikið á huldu fyrir mér.

huginn
Hins vegar skil ég ekki alveg að „Spámaðurinn sér ekki sjálfur um að túlka þær sýnir sem hann fær.“ Hvaða gagn er af spámanni sem veit ekkert um hvað hann er að tala og lætur menn sem eru ekki spámenn túlka það sem hann segir?

Málið er að spámaðurinn fær orð eða sýnir frá Guði og menn fá að vita hvað það er og spámaðurinn sjálfur er ekki sá eini sem er fær um að túlka það.

Síðara Pétursbréf 1
19Nú getum við enn betur treyst orði spámannanna. Það er rétt af ykkur að gefa gaum að því eins og ljósi sem skín á myrkum stað þangað til dagur ljómar og morgunstjarnan rennur upp í hjörtum ykkar. 20Vitið það umfram allt að enginn þýðir neinn spádóm Ritningarinnar af sjálfum sér. 21Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns heldur töluðu menn orð frá Guði, knúðir af heilögum anda. 

Mofi, 9.10.2008 kl. 09:54

21 identicon

Hvað kennir Bahá‘u‘lláh sem ekki er í samræmi við Móse og Jesú (sem sjálfir höfðu nú mismunandi áherslur, en sama kjarna)? Ég er búinn að mata ofan í þig tvo spádóma. Hvað þarftu marga í viðbót? Og af hverju ertu svona ótrúlega gráðugur í og blindaður af kraftaverkum (sem í dag eru aðallega unninn af kristnum sértrúarpostulum einmitt fyrir peninga)? Hvernig samræmist þessi þráhyggja þín orðum Jesú um að “vond og ótrú kynslóð heimtar tákn”. Þú ert í fullkomri mótsögn við sjálfan þig með þessu kraftaverkatuði því það eru einmitt falsspámennirnir, samkvæmt Jesú, sem “gera stór tákn og undur svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega”.  Ég sé heldur ekki kraftaverk á listanum þínum (það er ekki slappt að uppfylla fá níu af níu mögulegum). Klausan úr síðara Pétursbréfi hefur ekkert með getuleysi spámanna að gera. Hún er einfaldlega að segja að spádómar spámanna koma frá Guði en ekki þeim sjálfum.

huginn (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 14:02

22 identicon

miðlar eru klárlega ekki spámenn!!!

#1= að hafa það alveg á hreinu

Unnur (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband