Segir Kaþólska kirkjan að þróunarkenning Darwins samræmist Biblíunni?

Það er frétt á visir.is um að Kaþólska kirkjan samþykkir þróunarkenningu Darwins, sjá: Þróunarkenning Darwins samræmist biblíunni segir Vatíkanið

Það sem þarf að hafa í huga þegar þetta er metið er hver kenning Darwins var og hvernig hún lýtur út í dag.  Þegar Darwin kom fram með sína kenningu þá var náttúruvalið aðal atriðið því að hvað orsakaði fjölbreytileika dýranna eða breytingu á tegund var honum óþekkt. Honum til ama þá neyddist hann til að nota orðið "tilviljun" til að lýsa því.  Þegar menn endur uppgvötuðu erfðalögmál Mendels þá kom babb í bátinn fyrir hugmynd Darwins. Það sem bjargaði því var uppgvötun að lífverur geta orðið fyrir stökkbreytingum. Með smá aðlögun að hugmyndum Darwins þar sem tilviljanakenndar stökkbreytingar bættust við urðu að það sem margir vilja kalla neo Darwinisma eða "Modern evolutionary synthesis"

Lykil atriðið hérna er að þetta ferli er tilviljanakennt, það er enginn sem leiðbeinir því. 

Svo spurningin er, samþykkir Kaþólska kirkjan að t.d. mannkynið hafi orðið til með tilviljunum og náttúruvali og Guð kom þar hvergi nálægt?

pope_benedict_675408.jpg

Glöggir lesendur geta séð að þarna er yfirlýsing frá núverandi páfa um að við ( mannkynið ) er ekki tilgangslaus afurð þróunar. Svo hvað er í gangi þarna?  Bara eins og vanalega, fólk bullar eitthvað sem hefur enga þýðingu.  Annað hvort er mannkynið tilgangslaus afurð þróunar eða ekki. Ef mannkynið er ekki tilgangslaus afurð þróunar þá hafði Darwin rangt fyrir sér. Ef menn vilja einhver aðra útgáfu af því sem Darwin kom með eins og að Guð hafi leiðbeint þróuninni þá þeir um það en þeir eru þá ósammála Darwin.  Þeir sem vilja að Guð leiðbeindi þróuninni þá verða þeir að minnsta kosti skilja að darwinisk þróun er óleiðbeind. Á ensku þá hljómar það svona "God can't guide an unguided process". 

Kannski segir Kaþólska kirkjan að þróunarkenning Darwins samræmist Biblíunni en núverandi páfi er ósammála því miðað við hans eigin orð; nema hinn óskeikuli páfi hafi skipt um skoðun.  Hérna er síðan grein á vefsíðu Vatikansins um þróunarkenningu Darwins og sköpun mannsins, sjá: Human Persons Created in the Image of God


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er páfinn ekki bara einn af þeim sem heldur að þróunarkenningin sé bara leið guðs til að koma heiminum í þá stöðu sem hann er núna? Að hann hafi ýtt bátnum á stað vitandi hvar hann myndi enda? Ef svo mætti segja.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Mofi

Óli Gneisti, ekki miðað við það að segja að mannkynið sé ekki afurð darwiniskrar þróunnar.  Hitt er líklegast það sem margir þeirra eiga við en margir vilja undanþágu fyrir mannkynið.  Kannski getur Jón Valur gefið einhverja sýn á þetta mál.

Mofi, 18.9.2008 kl. 17:00

3 identicon

Ég held að þú sért að mistúlka afstöðu páfans. Setningin um "not some casual and meaningless product of evolution" þýðir væntanlega að maður sé afrakstur þróunar sem guð hefur sett af stað með ákveðinn tilgang í huga.

Eitthvað verða menn að gera til að rökstyðja guðstrú sína þegar þróunarkenningin er orðin óumdeild í vísindasamfélaginu.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:12

4 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
Lykil atriðið hérna er að þetta ferli er tilviljanakennt, það er enginn sem leiðbeinir því. 

Stökkbreytingar eru tilviljanakenndar (eftir því sem ég best veit), en náttúran leiðbeinir þróun dýrsins - með náttúruvali.

Guð gæti því hafa sett upp ógurlegt plan sem notast við stökkbreytingar og náttúruhegðun, eftir hans vilja, til að maðurinn yrði til, svo maðurinn gæti svo kvalist og iðrast - Guði til afþreyingar.

Kaþólikkarnir eru greinilega með þetta Mofi!

Kristinn Theódórsson, 18.9.2008 kl. 17:19

5 identicon

Jæja... þá er Páfinn kominn í rétt lið Halldór

 Ef Páfinn má túlka biblíuna sem svo að t.d. sköpunarsöguna þurfi ekki að taka bókstaflega þá hlýt ég að mega það líka

Þú vilt kannski skjótast suður í Vatíkan og æla á hann

Sigmar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 18:03

6 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þetta er svolítið skondið. Vatíkanið viðurkennir þróunarkenningu Darwins, þeir hæfustu lifa af. Hver sagði mér að hann sagði karla æðri konum og vísaði til heilastarfseminnar, homo frontalis og homo parietalis :) Nú er það staðreynd að konur lifa lengur en karlar, meðalævi kvenna er einhverjum árum lengri en ævi karla, þetta passar alveg við það að hinir hæfustu lifa af ekki satt? Eða getur verið að Vatíkanið skrifi undir stökkbreytingu kvenkynsins?? Þetta eru nú meiri pælingarnar og ég var að finna bækur í hillunni minni segir allt um Votta og Mormóna, skil ekki hvaðan þetta kemur, vantar enn eitthvaðum kaþólikka og orthodoxa. Já og Darwin, hann er alltaf að flækja sé í trúmálin

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.9.2008 kl. 22:07

7 identicon

Lykil atriðið hérna er að þetta ferli er tilviljanakennt, það er enginn sem leiðbeinir því.

Haugalygi. Ferlið er allt annað en tilviljunarkennt. Það markast af þeim aðstæðum sem ríkja í umhverfinu á hverjum tíma. Stökkbreytingarnar eru tilviljunarkenndar, en um leið fjölbreytilegar og umhverfisaðstæður ráða svo hverjar þeirra lifa áfram í afkomendum.

Semsagt ákveðnar aðstæður kalla fram ákveðna eiginleika. Það er verulega villandi að setja þetta upp með þeim hætti sem þú gerir, Halldór. En það er svo sem löngu vitað að þú botnar hvorki upp né niður í þróunarkenningunni, svo að kannski fyrirgefst þér þetta. En hvernig væri þá að fara að kynna sér út á hvað hún gengur í alvöru, í stað þess að hanga í þessari fáfræði sem fær þig til að lepja í sífellu kjaftæðið af sköpunarsinnasíðunum?

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 02:17

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gneisti:

Er páfinn ekki bara einn af þeim sem heldur að þróunarkenningin sé bara leið guðs til að koma heiminum í þá stöðu sem hann er núna? Að hann hafi ýtt bátnum á stað vitandi hvar hann myndi enda? Ef svo mætti segja.

Ég á ekki til aukatekið orð að vera sammála Vantrúarmanni ... ... en ekki var Adam lengi í paradís ..  Birgir:

Haugalygi.

Hví sakað þið Vantrúarmenn alla þá sem eru ykkur ósammála um lygar?  Besta dæmið er kannski hjá Höllu Rut þar sem hún gerir grein fyrir trúarafstöðu sinni, þar notið þið þessa taktík í sí og æ.

Er ekki einfaldara að segja bara eins og SATT er? T.d. setning eins og: "Þetta er rangt hjá þér" væri það svo galið? Eða segir þú kannski við alla sem fara með rangt mál að þeir séu allir lygarar? Spyr sá sem ekki veit!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.9.2008 kl. 09:48

9 identicon

Menn uppskera eins og til er sáð Guðsteinn

Þarft ekki að lesa mikið yfir athugasemdir Halldórs sjálfs til þess að sjá að hann er afar hrifinn af því að væna þá sem eru honum ekki sammála um lygar

Sigmar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:59

10 identicon

Hvað þetta tiltekna atvik varðar þá er það einfaldlega rétt hjá Birgi að þetta comment hjá Halldór var haugalygi og það er alltof oft búið að benda honum á það... en hann hlustar ekki og heldur áfram að koma með þessa vitleysu hérna

Sigmar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:02

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki hef ég séð hann nota slíkar ásakanir á nokkurn Sigmar, og les ég blogg Mofa daglega. Endilega bentu mér á þann stað og lestu yfir blogg Höllu Rutar, þar nota þeir þetta óspart og þú munt þú betur skilja hvað ég meina, ég er ekki að ásaka þá, heldur að spyrja einfaldarar spurninga.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.9.2008 kl. 10:04

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Sigmar, þetta er bara hans skoðun, hann telur sig vera bera út sannleika sem reyndar í þessu tilfelli byggist á misskilningi hans á vísindum. Ég get tekið undir að röksemdir hans oft á tíðum standast ekki, og erum ég og hann mjög oft ósammála um mörg atriði, það er bara þessi leiðingjarna taktík sem fer í mig og spyr einfaldra spurninga sem ég leita eftir svörum við ... er það svona erfitt? Bið ég um of mikið?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.9.2008 kl. 10:10

13 identicon

Ég er alveg sammála þér Guðsteinn.... en það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður............    þú kannt væntanlega restina :)

Sigmar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:15

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Sigmar, einmitt það sem ég er að meina. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.9.2008 kl. 10:36

15 Smámynd: Arnar

Eh, Guðsteinn, hann mófi hefur margsinnis sakað mig, Sigmar, Svein og Ragnar (sem ég hef tekið sérstaklega eftir) ásamt hinum ýmsu mönnum (td. Kenneth Miller) sem hafa skrifað viðurkenndar vísindagreinar lygara.

Ef það væri einhver þægileg leið til að leita í bloggum gæti ég linkað á það en ég nenni hreinlega ekki að leita í þessu leiðinda umhverfi sem blog.is notar.

Arnar, 19.9.2008 kl. 10:36

16 Smámynd: Arnar

Oh.. átti náttúrulega að vera "sakað um lygar" en ekki lygara..

Arnar, 19.9.2008 kl. 10:37

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnar - I'll believe it when I see it.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.9.2008 kl. 10:39

18 identicon

Við höfum enga ástæðu til að vera ljúga að þér Guðsteinn... þetta er alveg rétt sem Arnar er að segja

Sigmar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:44

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sigmar, ég er kallaður Haukur í daglegu lífi, aldrei Guðsteinn, ég heyri bara rödd móður minnar skammar mig þegar ég er ávarpaður Guðsteinn ..

En ég fer fram á sönnur samt sem áður.  Ég hef oft séð hann mótmæla ykkur, en það er aðeins vegna þess að hann er annarar skoðunnar og gerir það hann að "lygara" ? Nei. Ekki nema allir sem eru manni ekki sammála séu þá lygarar, það er það sem ég gagnrýni og hef ekki séð Mofa beita þessum töktum þótt hann sé harður í horn að taka.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.9.2008 kl. 10:57

20 Smámynd: Arnar

Guðsteinn, ertu að saka okkur um lyga?

Arnar, 19.9.2008 kl. 11:01

21 Smámynd: Arnar

Arnar, 19.9.2008 kl. 11:03

22 identicon

"Nei, ég sagði það aldrei; finnst þér ekkert að því að ljúga svona?  Hefurðu alveg misst þitt samband við samviskuna?"

"Andrés, mér finnst þetta fólk sýna vitsmunalegt skipsbrot sem er annað hvort fáránlega heimskulegt eða þetta fólk er bara að ljúga"

http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/626436/

Mér finnst það hreinlega ógnvekjandi þegar einhver segir að öll þekking sem við höfum styður þróun. Hvernig er hægt að segja þetta nema vera að ljúga?

http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/269653/

Ég er búinn að rekast á of marga aðila sem nota lygar og kjaftæði til að reyna að verja þessa trú; meira að segja bara á þessum þræði eins og Sveinn í að halda fram að það er búið að sýna fram á hvernig flagellum mótorinn gat þróast og að hann væri ekki IC kerfi vegna þess að hlutar hans hafa aðra virkni. Hann sýndi þar annað ansi mikla viljandi fáfræði; hlýtur að vera fáfræði því ég hef leiðrétt þessa vitleysu oftar en einu sinni

http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/514338/

Byrjar þú að ljúga... mikið er ég orðinn þreyttur á þér; geturðu ekki verið annars staðar?

http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/630801/

Sigmar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:10

24 identicon

ég sé að þú kannt site: leitina Arnar :)  það sem ég hef notað hana síðan ég lærði hana

Sigmar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:21

25 Smámynd: Mofi

Kristinn
Kaþólikkarnir eru greinilega með þetta Mofi!
Ég sé það ekki.  Tilviljanir eru tilgangslausar, eða hafa engan tilgang og þarna er páfinn að segja að mannkynið er ekki tilgangslaus sköpun þróunnar.
Sigmar
Ef Páfinn má túlka biblíuna sem svo að t.d. sköpunarsöguna þurfi ekki að taka bókstaflega þá hlýt ég að mega það líka

Þú vilt kannski skjótast suður í Vatíkan og æla á hann

Það er líklegast ekki eitt einasta heiðarlegt bein í þínum líkama. Endilega hættu að ljúga, það er ekki gott fyrir orðspor manns að vera þekktur fyrir það.

Tara
Nú er það staðreynd að konur lifa lengur en karlar, meðalævi kvenna er einhverjum árum lengri en ævi karla, þetta passar alveg við það að hinir hæfustu lifa af ekki satt

Mjög góður punktur Tara

Tara
Já og Darwin, hann er alltaf að flækja sé í trúmálin

Efast um að nokkur hefur haft jafn mikil áhrif á trúarbrögð nútímans og Darwin....

Birgir
Semsagt ákveðnar aðstæður kalla fram ákveðna eiginleika. Það er verulega villandi að setja þetta upp með þeim hætti sem þú gerir, Halldór. En það er svo sem löngu vitað að þú botnar hvorki upp né niður í þróunarkenningunni,

Sköpunarkraftur ferlisins er tilviljanakenndur, handahófskenndar stökkbreytingar.  Það eru margar skólabækur sem reyna að herja á þessu, sjá: True or False: Darwinian evolution is random, Random" Samples of Media and Textbook Descriptions of Darwinian Evolution

Birgir
En hvernig væri þá að fara að kynna sér út á hvað hún gengur í alvöru, í stað þess að hanga í þessari fáfræði sem fær þig til að lepja í sífellu kjaftæðið af sköpunarsinnasíðunum?

Hef gert það en er það síðan alveg vonlaust að fá upplýsingar frá ykkur sem vita allt um þetta?  Þið eruð nú alveg ágætlega duglegir við að "fræða" mig um þessa trú ykkar.

Mofi, 19.9.2008 kl. 11:40

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sigmar og Arnar, ég sé þetta svart á hvítu, og þarf ekki hafa orð um það meir. Mofi er greinilega ekkert skárri, og eiga þá orð mín ekki síður við um hann en bara vantrúarmenn. Það er alveg greinilegt.

Mofi - gerðu iðran hið snarasta! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.9.2008 kl. 12:26

27 Smámynd: Mofi

Arnar
Eh, Guðsteinn, hann mófi hefur margsinnis sakað mig, Sigmar, Svein og Ragnar (sem ég hef tekið sérstaklega eftir) ásamt hinum ýmsu mönnum (td. Kenneth Miller) sem hafa skrifað viðurkenndar vísindagreinar lygara.

Kenneth Miller er ómerkilegur lygari.   Ég reyni að halda mig frá því að kalla einhvern lygara en þegar hann endurtekur sömu rangfærsluna trekk í trekk þá get ég ekki séð en hann er viljandi að ljúga.  

Mofi, 19.9.2008 kl. 12:27

28 Smámynd: Mofi

Haukur
Mofi - gerðu iðran hið snarasta!
Ég kalla fólk lygara ef mér finnst það hafa unnið til þess.  Búinn að iðrast fyrir margar lygar en fyrir mitt leiti reyni ég mitt besta að gera það ekki hérna á blogginu.  

Mofi, 19.9.2008 kl. 12:28

29 Smámynd: Arnar

Hvaða rangfærslur er Ken Miller að endur taka.. að ID sé ekki vísindi og þróun sé málið?  Að flagellum sé ekki IC?  Að menn og apar eigi sameiginlegan förföður?

Eftir að kaþólikkar lýstu því yfir að ID væri ekki vísindi (vaticanið styður 'theoligical evolution' btw.), þá eru eiginlega engir eftir sem aðhyllast ID nema muslimar og hópar bókstafstrúarmanna í í BNA.

Arnar, 19.9.2008 kl. 12:56

30 Smámynd: Mofi

Arnar
Hvaða rangfærslur er Ken Miller að endur taka.. að ID sé ekki vísindi og þróun sé málið?  Að flagellum sé ekki IC?  Að menn og apar eigi sameiginlegan förföður?

Eins og þegar hann segir að flagellum er ekki IC kerfi af því að hluti af honum hefur aðra virkni.  Það voru rök sem Behe svaraði strax í sinni bók og Miller hunsar það og heldur bara áfram að koma fram með rangfærslur þó að hann veit betur.  Hann sem semur skólabækur um þessi mál getur ekki borið fyrir sig fáfræði.

Arnar
Eftir að kaþólikkar lýstu því yfir að ID væri ekki vísindi (vaticanið styður 'theoligical evolution' btw.), þá eru eiginlega engir eftir sem aðhyllast ID nema muslimar og hópar bókstafstrúarmanna í í BNA.

Ef páfinn trúir að mannkynið var hannað af Guði en ekki afurð tilviljakenndra stökkbreytinga þá styður hann að minnsta kosti ID þegar viðkemur mannkyninu.  Mér finnst samt Kaþólska kirkjan vera að leika einhvern pólitískan leik hérna; reyna að gera sem flestum til geðs.  Kannski Jón Valur getur upplýst okkur um þetta.

Mofi, 19.9.2008 kl. 13:02

31 Smámynd: Arnar

Mófi:
Eins og þegar hann segir að flagellum er ekki IC kerfi af því að hluti af honum hefur aðra virkni.  Það voru rök sem Behe svaraði strax í sinni bók og Miller hunsar það og heldur bara áfram að koma fram með rangfærslur þó að hann veit betur.  Hann sem semur skólabækur um þessi mál getur ekki borið fyrir sig fáfræði.

Skemmtilegt að þú minnist á þetta, sama dag og greinin : Luskin and the ID movement on immunology: immune to evidence.

So, in court in the Kitzmiller case, the obvious thing to do was take Behe through the above steps of the immune system argument, and when he reached the point of asserting there was not enough detail – and confirming that he still believed his 1996 statements about how the literature had “no answers” on the evolution of the immune system – a large body of literature on just this question was presented to Behe. Behe hemmed and hawed – he couldn’t just dismiss a pile of peer-reviewed research in top journals, but he also couldn’t admit that it was good enough to answer his question because then his whole position was sunk. So he asserted that the literature was not detailed enough.

Hey.. hljómar svoldið eins og þú  Kvartar undan því að fá ekki heimildir og svo þegar þér er bent á heimilir þá eru þær ómögulegar.

Það er búið að hrekja öll rök Behe um IC og hann hefur engin svör.. frekar en aðrir í ID.

Conclusion

Earth to Luskin and ID guys: you screwed up. Your very best (and basically only) scientific counterargument to Behe’s immune system debacle fell apart as soon as someone took a mildly close look at the situation. You relied on scientific ignorance to maintain some smidgen of credibility for the ID movement’s rejection of massive positive evidence for evolution, and, predictably, you got burned. Again. Good job.

(Even worse, we had to catch the mistake for you, proving (again) that within the entire ID community there is no one with the knowledge/gumption/scientific spirit to read just a few measly articles on evolutionary immunology to double-check a key Luskin assertion.)

Arnar, 19.9.2008 kl. 14:18

32 identicon

Þú virðist ekki gera neinn greinarmun á því að ljúga og vera þér algjörlega ósammála Halldór

En treystu mér.. þetta tvennt er ekki sami hluturinn

Ég hef ALDREI vísvitandi logið að þér Halldór

Sigmar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:19

33 identicon

Sigmar og Arnar, ég sé þetta svart á hvítu, og þarf ekki hafa orð um það meir.

Já, þetta var ansi vel tímasett hjá honum Halldóri.. bæði á þessum þræði og þessum um Darwin og Kirkjuna

Sigmar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:24

34 Smámynd: Mofi

Sveinn
Svona eru staðreyndirnar Halldór, ef hlutar ósmættanlegs kerfis geta haft aðra sjálfstæða virkni þá gæti kerfið vel hafa þróast og þróunarkenningin gerir beinlínis ráð fyrir því.

Kerfið er samt IC kerfi og IC kerfi eru hindrun fyrir darwiniska þróun.

Arnar
Hey.. hljómar svoldið eins og þú  Kvartar undan því að fá ekki heimildir og svo þegar þér er bent á heimilir þá eru þær ómögulegar.

Þegar Behe er að tala um "detailed enough" þá á hann við að það er ekki farið út í sérhvert skref og hvaða virkni hvaða skref hafði sem síðan leiddi til þeirrar loka afurðar sem við höfum.  Þetta er aðeina að biðja um vísindaleg svör en ekki handaveifingar.

Mofi, 19.9.2008 kl. 14:49

35 Smámynd: Arnar

If hundreds of pages of peer-reviewed research specifically on the origin and evolution of the vertebrate immune system, proposing, testing, and verifying a detailed model (called the transposon model) for its origin, was not enough for Behe, then clearly nothing could ever be enough and Behe was only maintaining his position by a stubborn refusal to seriously deal with the data (and he still has not dealt with the evolutionary immunology literature in any detail). Basically, Behe’s verbal victory worked in his own head but was a spectacular defeat in the eyes of anyone with a vaguely rational view of what appropriate standards of evidence in science might be (that is: when you propose and test hypotheses you have good science, when you demand impossible levels of proof before accepting anything you are engaging in pseudoscience). When this was coupled to Behe’s nonanswers to questions like “Well, Dr. Behe, where is the detailed, testable ID explanation for the origin of the immune system?” it was all over. The details are here.

Þetta kom á eftir því sem ég copy/pastaði áðan

Arnar, 19.9.2008 kl. 15:25

36 identicon

Þróunarkenning hefur svo mikið ábakvið sig að menn þurfa að vera andlega fatlaðir eða í afneitun til þess að hafna henni sem vísindalegri staðreynd.
Páfi veit þetta.... hann gerir eins og trúarbrögð gera alltaf, segir að þetta samræmist bókinni sinni.
Auðvitað samræmist þetta ekki bókinni ... en menn reyna hvað sem er til þess að halda reisn.

Við sjáum ruglið daglega... við sjáum td ruglið með þegar Guðsteinn hættir að vera vinur einhvers vegna þess að það fittar ekki við eitthvað sem stendur í bókinni hans :)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 10:57

37 identicon

P.S. Páfi segir reyndar að þróunarkenning segi ekki hvernig lífið byrjaði... þróunarkenning tekur reyndar ekkert á því EN við höfum ágætis hugmyndir um hvernig það gerðist.. and there was no magic, zero.
Menn skulu athuga að Darwin hefur verið sannaður aftur og aftur, ný tækni sannar það sem hann gat ekki vitað aftur og aftur.
Sköpunarsinnar koma með hvert ruglið á fætur öðru... eitt sinn var kenning Darwin kæfð vegna þess að menn töldu að sólin væri keyrð á KOLUM og gæti því ekki verið það gömul að þróun hefði átt sér stað.

Þetta eru heldur EKKI tilviljanir, þetta eru FERLAR sem fara af stað við X kringumstæður.
Svona ferlar hafa eflaust farið af stað á mörgum öðrum stöðum í víðáttu alheimsins.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 11:08

38 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, ég leyfi mér að endurtaka spurningu Sveins, lygarinn þinn:

Hvernig svaraði Behe þessu í bók sinni?  Ég man ekki eftir að hafa séð þig setja það hér nokkurn tíman.  Kallaði hann það bara kjaftæði án þess að færa fyrir því rök eða setja fram gögn eins og þú og sneri sér að öðru?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.9.2008 kl. 13:02

39 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Erlingur, ég er bara að reyna fara niður á sama plan og Mofi, prófaðu t.d. að leita að "lygari" í þessum athugasemdum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.9.2008 kl. 13:52

40 Smámynd: Mofi

Sveinn
Þú ert enn ekki búinn að útskýra hvernig Behe á að hafa hrakið þessar fullyrðingar vísindasamfélagsins varðandi það ósmættanleg kerfi geta vel þróast út frá öðrum kerfum með aðra virkni.

Möguleikinn er alveg fyrir hendi.  En til þess að möguleikinn sé raunverulegur og vísindalegur þá þarf að koma fram með skref fyrir skref hvernig viðeigandi IC kerfi varð til. Hver voru skrefin og hvaða virkni hafði hvert skref.  Á meðan þetta er ekki til þá er þetta gífurlega stór hindrun fyrir darwiniska þróun og jafnvel ef þetta væri til þá myndi samt vantar sannanir fyrir því að stökkbreytingar geti afrekar þau skref sem þarf til.

DoctorE
Þróunarkenning hefur svo mikið ábakvið sig að menn þurfa að vera andlega fatlaðir eða í afneitun til þess að hafna henni sem vísindalegri staðreynd.

Voðalega áttu erfitt með að tjá þig DoctorE án þess að rakka fólk niður... ad homen stíll þinn segir allt sem segja þarf um hve erfitt það er að verja þína trú.

DoctorE
Við sjáum ruglið daglega... við sjáum td ruglið með þegar Guðsteinn hættir að vera vinur einhvers vegna þess að það fittar ekki við eitthvað sem stendur í bókinni hans :)

Nei, vegna þess að þú stundar ekki málefnalega umræðu heldur stundar skítkast og móðganir.

DoctorE
Þetta eru heldur EKKI tilviljanir, þetta eru FERLAR sem fara af stað við X kringumstæður.

Þetta eru tilviljanakenndar stökkbreytingar og þær tilviljanir sem eru ekki hentugar er hent (náttúruval).  Það eru engir þekktir ferlar sem búa til þau undur sem við sjáum í náttúrunni. Tilviljanir eru það sem á að hafa skapað þetta allt saman og það gengur ekki upp.

Hjalti
Mofi, ég leyfi mér að endurtaka spurningu Sveins, lygarinn þinn:

Ég er marg oft búinn að svara þessu...

Ég get svo sem gert það enn eina ferðina en er alveg búinn að gefast upp á því að það skili einhverjum árangri.

Skilgreining á IC kerfi er að ef einn hlutur af mörgum er fjarlægður og kerfið hættir að virka þá er kerfið IC kerfi.  Ef að það er einhver önnur virkni sem hægt er að fá frá kerfinu þá er kerfið samt IC kerfi því að um er að ræða ákveðna virkni sem tapast en ekki einhverja aðra virkni.  Eins og flagellum mótorinn missir getuna til að virka sem mótor ef eitt af sirka 20 próteinum er fjarlægð. Að hlut kerfi sé til þarna sem getur virkað sem pumpa í ákveðnum aðstæðum breytir því ekki að mótorinn sjálfur er IC kerfi.

Þið látið eins og þetta er eitthvað flókið sem er vægast stórfurðulegt.

Mofi, 22.9.2008 kl. 09:56

41 identicon

þær tilviljanir sem eru ekki hentugar er hent (náttúruval).
Nei, náttúruval er ekki svona. Það er margoft búið að útskýra þetta fyrir þér. Að rökræða við þig er eins og að rökræða við krakka. Þú býrð til skilgreiningar á hugtökum eins og náttúruval, stökkbreytingar og meira að segja um IC kerfi sem hafa lítið að gera með raunveruleikann. Þetta kallast að vera delusional.

vegna þess að þú stundar ekki málefnalega umræðu heldur stundar skítkast og móðganir.
Akkúrat það sem ég var að segja, að rökræða við þig er eins og að rökræða við krakka.

En til þess að möguleikinn sé raunverulegur og vísindalegur þá þarf að koma fram með skref fyrir skref hvernig viðeigandi IC kerfi varð til.
Skref fyrir skref. Hefurðu nokkra milljarða ára til aflögu til að skoða skrefin? Barnaleg krafa hjá þér og í hæsta máta óvísindaleg.

Ragnar (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:18

42 Smámynd: Mofi

Ragnar
Nei, náttúruval er ekki svona. Það er margoft búið að útskýra þetta fyrir þér. Að rökræða við þig er eins og að rökræða við krakka. Þú býrð til skilgreiningar á hugtökum eins og náttúruval, stökkbreytingar og meira að segja um IC kerfi sem hafa lítið að gera með raunveruleikann. Þetta kallast að vera delusional.

Hvernig væri að rökstyðja mál þitt. 

Ragnar
Skref fyrir skref. Hefurðu nokkra milljarða ára til aflögu til að skoða skrefin? Barnaleg krafa hjá þér og í hæsta máta óvísindaleg.

Við erum með kerfin sem um ræðir fyrir framan okkur, kerfi eins og flagellum mótorinn og blóðstorknunar kerfið.  Þú þarft ekkert miljarða ára til að útskýra hvaða skref þurfti að taka til að búa viðkomandi kerfi til. 

Mofi, 22.9.2008 kl. 10:41

43 identicon

Hvernig væri að rökstyðja mál þitt. 

Þessi orð þín styðja það sem ég var að segja. Það er margbúið að útskýra og rökstyðja þetta fyrir þér. Þú neitar að lesa útskýrngarnar og rökstuðninginn. Það hefur þú viðurkennt. 

Hvers vegna ætti ég að endurtaka rökstuðninginn þegar ég veit að þú lest hann aldrei?

Við erum með kerfin sem um ræðir fyrir framan okkur, kerfi eins og flagellum mótorinn og blóðstorknunar kerfið.  Þú þarft ekkert miljarða ára til að útskýra hvaða skref þurfti að taka til að búa viðkomandi kerfi til.

Það tók milljarða ára að þróa lífið eins og það er í dag. Skref fyrir skref er að sýna breytingarnar sem koma í hverri kynslóð. Kynslóðirnar eru fleiri hundruð ef ekki þúsund milljarðar (tjah, ef ekki bara meira). Þar af leiðandi tekur þetta milljarða ára.

Við hverju bjóstu eiginlega? Nokkrum línum hérna í kommenta kerfinu? Og þar sem þú viðurkennir að lesa ekki það sem við setjum hérna inn til rökstuðnings þá er þetta hvort sem er til einskis.

Þú hefur t.d. ekkert viljað kommenta á vængjaða köttinn. Skv. Mofista þróunarkenningunni þá ætti náttúruval að henda þessum vængjum þar sem þeir eru ekki hentugir. Skv. Mofistum ætti þessi köttur er því ekki til.

Ragnar (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:53

44 Smámynd: Mofi

Ragnar
Þessi orð þín styðja það sem ég var að segja. Það er margbúið að útskýra og rökstyðja þetta fyrir þér. Þú neitar að lesa útskýrngarnar og rökstuðninginn. Það hefur þú viðurkennt.
Sem sagt getur ekki rökstutt mál þitt, gott að fá það á hreint og að það eina sem þú getur gert er að koma með skítkast.

Mofi, 22.9.2008 kl. 12:34

45 Smámynd: Mofi

Ragnar
Þú hefur t.d. ekkert viljað kommenta á vængjaða köttinn. Skv. Mofista þróunarkenningunni þá ætti náttúruval að henda þessum vængjum þar sem þeir eru ekki hentugir. Skv. Mofistum ætti þessi köttur er því ekki til.
Þetta eru ekki vængir og það er ekkert þannig að svona stökkbreytingar geti ekki átt sér stað ef sköpun er sönn.  Ég efast um að þessir kettir muni eignast afkvæmi og þau afkvæmi hafi sömu eiginleika en það skiptir svo sem voðalega litlu máli.  Samkvæmt þinni útgáfu af mínum skilningi þá ættu svona kettir ekki að verða nýtt kyn. Ég útiloka ekki að það gæti gerst þó ég tel það afskaplega ólíklegt.

Mofi, 22.9.2008 kl. 12:37

46 identicon

Sem sagt getur ekki rökstutt mál þitt, gott að fá það á hreint og að það eina sem þú getur gert er að koma með skítkast.
Alltaf sama svarið hjá þér. Ég (og fleiri) erum búin að rökstyðja mál okkar. Þú vilt bara ekki lesa það.

Þetta eru ekki vængir og það er ekkert þannig að svona stökkbreytingar geti ekki átt sér stað ef sköpun er sönn.  Ég efast um að þessir kettir muni eignast afkvæmi og þau afkvæmi hafi sömu eiginleika en það skiptir svo sem voðalega litlu máli.  Samkvæmt þinni útgáfu af mínum skilningi þá ættu svona kettir ekki að verða nýtt kyn. Ég útiloka ekki að það gæti gerst þó ég tel það afskaplega ólíklegt.
Ef hægt er að reikna út líkur á atburði þá þýðir það að viðkomandi atburður getur gerst. Sama hversu litlar líkur eru á atburði þá mun hann gerast ef við reynum nógu oft. Ef við höfum nógu langan tíma (milljónir ára) þá eru líkurnar á að atburðurinn gerist orðnar háar (stefna á 100% eftir því sem lengri tími líður og tilraununum fjölgar). En það er afskaplega ólíklegt að atburðurinn gerist á meðan við erum enn á lífi. Okkar líffskeið er aðeins brotabrot úr sekúndubroti ef þróunarsagan er 1 dagur.

Ragnar (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:47

47 identicon

Ég tek eftir því að þú þurrkar út komment alveg hægri-vinstri

Ragnar (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:49

48 Smámynd: Mofi

Ragnar
Alltaf sama svarið hjá þér. Ég (og fleiri) erum búin að rökstyðja mál okkar. Þú vilt bara ekki lesa það.

Ég grátbið hérna um þessi rök en fæ aðeins fullyrðinguna um að þið eruð búnir að rökstyðja þetta. Ef svo er þá voru þau afskaplega léleg en mig grunar að þið hafið ekkert gert það.

Mofi, 22.9.2008 kl. 12:51

49 identicon

Ég grátbið hérna um þessi rök en fæ aðeins fullyrðinguna um að þið eruð búnir að rökstyðja þetta. Ef svo er þá voru þau afskaplega léleg en mig grunar að þið hafið ekkert gert það.

Vertu ekki með þessa hræsni Halldór... þú lest ekki nema 10% af því sem kemur hérna inn.. svo biður þú fólk að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur - það er búið að rökstyðja þetta

Og svo sé ég að þú ert farinn að eyða hér commentum hægri vinstri án þess að láta nokkurn mann vita og án nokkurar sýnilegrar ástæðu

Er það þín hugmynd um "málefnalegheit" ?

Sigmar (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:57

50 identicon

Ég grátbið hérna um þessi rök en fæ aðeins fullyrðinguna um að þið eruð búnir að rökstyðja þetta. Ef svo er þá voru þau afskaplega léleg en mig grunar að þið hafið ekkert gert það.

...og við höfum margoft látið undan þessu væli þínu. Þegar við komum með rök segistu ekki vilja lesa þau. Tökum dæmi af greininni um gíraffann. Þú spurðir spurningar sem var svarað í grein sem búið var að benda þér á. Þú sagðist hafa lesið greinina og ekki hafa fundið svarið. Samt stóð það svart á hvítu þar í frekar einföldu máli. Þ.a.l. verður maður að álykta að þú hafir afskaplega slakan lesskilning eða að þú hafir ekki lesið greinina (þrátt fyrir fullyrðingar um annað).

Að öðru leiti er þetta komment þitt út í hött. Þú segir að ef við höfum komið með rökin og heimildirnar að þá séu þau afskaplega léleg. Þú lest ekki rökin og heimildirnar heldur fullyrðir að þau séu léleg.

Ragnar (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:58

51 Smámynd: Mofi

Sigmar
Er það þín hugmynd um "málefnalegheit" ?

Ég er löngu búinn að loka á þig svo ég hef enga ástæðu til að halda neinu hérna inni sem frá þér kemur.

Ragnar
...og við höfum margoft látið undan þessu væli þínu. Þegar við komum með rök segistu ekki vilja lesa þau. Tökum dæmi af greininni um gíraffann. Þú spurðir spurningar sem var svarað í grein sem búið var að benda þér á

Sem sagt rökþrota...

Ragnar
Þú sagðist hafa lesið greinina og ekki hafa fundið svarið. Samt stóð það svart á hvítu þar í frekar einföldu máli. Þ.a.l. verður maður að álykta að þú hafir afskaplega slakan lesskilning eða að þú hafir ekki lesið greinina

Ég sá ekki rökin í þessari grein og þið gátuð ekki komið þessum rökum frá ykkur í ykkar eigin orðum. Svo, ég get ekki annað en ályktað að þið höfðu engin svör.

Mofi, 22.9.2008 kl. 14:16

52 identicon

Fyrir forvitnissakir... nú las ég þann þráð

Hvaða spurningar voru það sem þú fékkst ekki svör við Mofi?

Kristmann (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 14:55

53 identicon

Sem sagt rökþrota...

Ódýrt og mjög barnalegt komment frá þér. Alltaf sama endurtekningin. Þetta er eins og að endurtaka brandara. Jafnvel góðir brandarar verða lélegir ef þeir eru endurteknir nógu oft. Þú ert löngu kominn á þann stall.

Ég sá ekki rökin í þessari grein og þið gátuð ekki komið þessum rökum frá ykkur í ykkar eigin orðum. Svo, ég get ekki annað en ályktað að þið höfðu engin svör.

Þau voru nú þarna samt. Meira að segja frekar augljóst. Ef þú varst búinn að lesa heimildina þá var spurningin frekar skrýtin. Svona álíka og að þú spyrðir hvert væri 43. orðið í greininni og við svörum til að þú gætir bara lesið það. Síðan kemurðu aftur og segist ekki hafa séð 43. orðið.

Ragnar (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 15:05

54 Smámynd: Mofi

Kristmann
Hvaða spurningar voru það sem þú fékkst ekki svör við Mofi?

Þeir komu með þá fullyrðingu að háls gírafa hefði lengst svo að dýrið gæti drukkið vatn.  Ég spurði þá að því hvernig dýrið fór að því að drekka áður en hálsinn varð langur.  Eina svarið sem ég fékk var að lesa einhverja grein. Ég las þá grein og fann ekki svarið. 

Erfitt samt að halda almennilega þræði milli greina og marga aðila og þetta er orðið mjög þvælt allt saman.

Mofi, 22.9.2008 kl. 16:01

55 identicon

Ég spurði þá að því hvernig dýrið fór að því að drekka áður en hálsinn varð langur.

Styttri lappir til samræmis?

Ragnar (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 16:21

56 identicon

"Þeir komu með þá fullyrðingu að háls gírafa hefði lengst svo að dýrið gæti drukkið vatn."

Ef ég man rétt var það ein af nokkrum mögulegum ástæðum... ekki bara þessi eina fullyrðing, annars var ég í fljótheitum að lesa aftur yfir þessa grein og þetta tal um vatnið er í comments ekki í greininni sjálfri... "find" skipunin er vinur þinn Mofi

Finnst þér annars ekkert áhugavert að allar gíraffategundir sem höfðu stutta hálsa eru útdauðar á meðan þessi eina með langa hálsinn lifði af?

Það getur allént ekki verið tilviljun er það - hvet þig til að lesa þessa grein aftur, fá heildarsýn á málið því þetta snýst um meira en bara vatnsdrykkju og koma svo með einhverjar pælingar um það hvað það er við gíraffa sem á að hrista upp í þróunarkenningunni

Frá mínum bæjardyrum séð er þetta allavega skýrt dæmi um náttúruval að störfum

Stuttir hálsar = deyja, langir hálsar = lifa - fyrir þessu hlýtur að vera ástæða

Nema Guð hafi þá kannski "klúðrað" gíröffum svona oft áður en hann hitti loksins á rétt svar... það hinsvegar finnst mér gera ansi lítið úr Guði sem skapara

Kristmann (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 16:32

57 Smámynd: Mofi

Kristinn
Finnst þér annars ekkert áhugavert að allar gíraffategundir sem höfðu stutta hálsa eru útdauðar á meðan þessi eina með langa hálsinn lifði af?

Ég hef ekki séð nein gögn um tilvist gíraffa þar sem hálsinn var stuttur og svo lengdist og lengdist hann.  

Kristmann
Það getur allént ekki verið tilviljun er það - hvet þig til að lesa þessa grein aftur, fá heildarsýn á málið því þetta snýst um meira en bara vatnsdrykkju og koma svo með einhverjar pælingar um það hvað það er við gíraffa sem á að hrista upp í þróunarkenningunni

Ég las hana og fannst hún leiðinleg froða.

Krirstmann
Frá mínum bæjardyrum séð er þetta allavega skýrt dæmi um náttúruval að störfum

Enginn ágreiningur um að náttúruval virkar enda sköpunarsinni sem kom fram með hugmyndina um náttúruval.

Mofi, 22.9.2008 kl. 16:44

58 identicon

Ég hef ekki séð nein gögn um tilvist gíraffa þar sem hálsinn var stuttur og svo lengdist og lengdist hann.

" Note also that the several* giraffine species are unusual among giraffids in being long-necked: the vast majority of giraffids (virtually all of which are extinct) were short-necked"

Svo er vísað í frekari heimildir því til stuðnings

Sagðist þú ekki hafa lesið þetta?

"Ég las hana og fannst hún leiðinleg froða."

Ok... en hvar eru athugasemdirnar þínar... hvað er það við gíraffa sem að þínu mati stenst ekki við þróunarkenninguna?

Kristmann (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 16:58

59 Smámynd: Mofi

Kristmann
" Note also that the several* giraffine species are unusual among giraffids in being long-necked: the vast majority of giraffids (virtually all of which are extinct) were short-necked"

Svo er vísað í frekari heimildir því til stuðnings

Sagðist þú ekki hafa lesið þetta?

Þetta eru fullyrðingar en ekki gögn og ég sá ekki gögn sem styðja þetta.

Kristmann
Ok... en hvar eru athugasemdirnar þínar... hvað er það við gíraffa sem að þínu mati stenst ekki við þróunarkenninguna?

Það var annar aðila sem benti á gíraffan sem dæmi um vandamál fyrir darwiniska þróun.

http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/643341/
1. Vegna þess hve gríðarlega langur hálsinn er á dýrinu verður dýrið líka að hafa gríðarlega öflugt hjarta til þess að geta pumpað því svo hátt upp gegnt þyngdaraflinu.

2. En svo er það vandamálið, gíraffinn er orðinn þyrstur og beygir sig niður til þess að drekka. Það sem gerist er að þegar gíraffinn beygir sig niður þá er þessi gríðarlegi kraftur í hjarta dýrsins, sem pumpar með þyngdaraflinu niður á við núna! Ef það væri ekki fyrir sérstakan búnað (einhverskonar lokur) sem staðsettur er í hálsi dýrsins sem jafnar út þennan gríðarlega þrýsting, þá myndi dýrið strax verða fyrir miklum heilaskemmdum og blæða mundi inná heilan og dýrið er dautt nánast samstundis. En viti menn, enginn tími til þess að þróa það eftir á þegar dýrið er dautt, því ekki þróast dauð dýr? Held við getum öll verið sammála um það!

3. En segum svo að skyndilega sé dýrinu ógnað og það þarf í flýti að reisa höfuðið upp og leggjast á flótta. Þá vegna flæðisins sem komið er á blóðið í hálsi dýrsins eftir að hann hefur verið að með höfuðið niðri og skyndilega reisir sig upp, þá rennur blóðið svo hratt niður með þyngdaraflinu að það verður skyndilegur skortur á blóði til heilans að dýrið fellur í yfirlið. En skaparinn hefur séð til þess að svokallaður svampur er á bakvið heila dýrsins, og meðan hann hefur verið að fá sér að drekka þá hefur hann sogað í sig ákveðið mikið magn af blóði í sig. Þegar hann reisir sig upp í skyndi þá kemur þessi svampur í veg fyrir það að hann falli í yfirlið með því að hægt og rólega þá lekur blóðið úr hjá heilanum þrátt fyrir þyngdarafl og kemur í veg fyrir að þetta gerist! Merkilegt!

Þetta er eitt af fáum dæmum um það sem krefst vitrænnar hönnunar. Ekki einu sinni þeir menn sem standa fremst í víglínu þróunarsinna getur útskýrt þetta! Við vitum öll að það er of seint fyrir dýrið að þróa þessa eiginleika með sér eftir að það er dautt.

Þetta er auðvitað alls ekki partur af þessari grein og leiðinlegt að sjá umræðuna eyðileggjast svona.

Mofi, 22.9.2008 kl. 17:06

60 identicon

Þessi rök ganga út frá því að Gíraffinn hafi þróað með sér þennan langa háls á einni nóttu

Hefur einhver haldið því fram?

Hér er annars linkurinn sem þú sást ekki með frekari upplýsingum

http://darrennaish.blogspot.com/2006/01/giraffes-set-for-change.html

Sorry með þráðinn... en þú virðist vera eyða út færslum ákveðinna einstaklinga án viðhlítandi skýringa og mig langaði að fá svör við þeirra spurningum

Kristmann (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 17:20

61 Smámynd: Mofi

Kristmann
http://darrennaish.blogspot.com/2006/01/giraffes-set-for-change.html

Já, ég sá þennan link líka en ekki gögn um þessa giraffa sem voru með stuttu hálsana og allir dóu út.  Veit ekki betur en í setlögunum finnum við mikla fjölbreytni af gíröfum eins og á við flest öll dýr.

Kristmann
Sorry með þráðinn... en þú virðist vera eyða út færslum ákveðinna einstaklinga án viðhlítandi skýringa og mig langaði að fá svör við þeirra spurningum

Ekkert mál.  Ég er aðeins búinn að banna nokkra aðila marg oft og nenni ekki að standa í rökræðum við þá lengur.

Mofi, 22.9.2008 kl. 17:27

62 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: Ég er marg oft búinn að svara þessu...

Ég get svo sem gert það enn eina ferðina en er alveg búinn að gefast upp á því að það skili einhverjum árangri.

Skilgreining á IC kerfi er að ef einn hlutur af mörgum er fjarlægður og kerfið hættir að virka þá er kerfið IC kerfi.  Ef að það er einhver önnur virkni sem hægt er að fá frá kerfinu þá er kerfið samt IC kerfi því að um er að ræða ákveðna virkni sem tapast en ekki einhverja aðra virkni.  Eins og flagellum mótorinn missir getuna til að virka sem mótor ef eitt af sirka 20 próteinum er fjarlægð. Að hlut kerfi sé til þarna sem getur virkað sem pumpa í ákveðnum aðstæðum breytir því ekki að mótorinn sjálfur er IC kerfi.

Þið látið eins og þetta er eitthvað flókið sem er vægast stórfurðulegt.

En þetta er ekkert svar. Samkvæmt þessu er ekkert mál fyrir IC kerfi að þróast. Kenneth Miller hefur rétt fyrir sér.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.9.2008 kl. 18:17

63 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gat nú verið.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.9.2008 kl. 18:36

64 Smámynd: Mofi

Hjalti
En þetta er ekkert svar. Samkvæmt þessu er ekkert mál fyrir IC kerfi að þróast. Kenneth Miller hefur rétt fyrir sér.

Þetta er auðvitað svar.  Samkvæmt þessu er alveg möguleiki að IC kerfi geti þróast enda enginn haldið öðru fram. Málið er að svona kerfi valda darwiniskri þróun vandadræðum því að það þarf að geta sýnt fram á hvernig þau gátu þróast því að án einhverra milliskrefa þá þarf stökkið að vera of stórt til að geta verið trúanlegt. Að vísu þá hafið þið í Vantrú gífurlega mikla trú svo þið gætuð líklegast tekið þannig trúarskref.

Mofi, 29.9.2008 kl. 10:29

65 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Sæll Mofi, ég ætla að svara hinum skemmtilegu svörum/spurningunum seinna í dag. En svo ég haldi áfram að vera skemmtilega leiðinleg þá fann ég aðra litla voðalega sæta trúarskruddu í hillunni hjá mér. Hún segir að það sé þrenns konar vitnisburður. Ég ætla að segja hvernig hún orðaði þennan nr. 2 beint upp úr bókinni:............Síðan er þekking sem fæst með aðleiðslu. "Það gæti verið svona"- tilgáta. Til að mynda er kenning Darwins á þessa leið: "Það gæti verið svona og það gæti verið hinsegin." En þetta eru ekki vísindi, þetta er tilgáta sem er heldur ekki fullkomin. Tilv.líkur. Frábær einföldun og gæti stytt athugasemdir :) Ég ætla ekkert að segja hvað trú þetta er.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 29.9.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband