17.9.2008 | 15:04
Góðu fréttir guðleysingja
Þegar lærisveinarnir fóru fyrst að boða þá voru þeir að boða fagnaðarerindið. Ástæðan var sú að þetta voru góðar fréttir; í rauninni þær bestu sem hægt er að ímynda sér. Að sú þjáning sem við lifum við í dag er ekki endanleg, að dauðinn hefur verið sigraður og það er von um líf í fullri gnægð.
En hvað er það sem Vantrú og aðrir guðleysingjar eru að boða? Eru það góðar fréttir? Þeir telja sig boða eitthvað stórkostlegt og nýtt. Sumir þeirra rakka niður hinar og þessar kirkjur ( og er sum gagnrýnin réttlát ) og aðrir gera grín að hverjum sem dirfist að trúa öðruvísi en þeir.
Hvaða boðskap hafa þeir fram að færa til fólks sem er t.d. í stöðu einhvers á sextugs aldri og er lamaður? Hvaða er það annað en vonleysi sem þessi trú/lífsskoðun þessara manna býður upp á?
Það versta við þennan boðskap guðleysingja, er að þeir setja hann fram í nafni vísinda. Þeir fullyrða að þetta er það sem vísindarlegar rannsóknir hafa sannað, og öllum ber að trúa þeim af því að það er vísindalegur sannleikur og algjörlega óskeikull fyrir vikið. Fyrir mitt leiti er það allt annað og guðleysi sérstaklega óvísindalegt.
Líklegt andsvar guðlausra:
Það sem guðlausir eru líklegastir til að koma með gagnvart þessu er að Guð hljóti að vera vondur fyrst að Hann leyfir svona hlutum að gerast. Of langt mál að svara því hér og læt duga að benda á grein sem glímir við þá spurningu, sjá: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?
Ég er að minnsta kosti þakklátur fyrir þá von sem ég hef og óska öllum hins sama.
Guð blessi ykkur öll, sérstaklega Vantrú.
Vildi að ég fyndi til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aðeins trúfólk er svo veikgeðja að velja sér heimsmynd eftir því hversu hentug og huggandi hún er, en ekki eftir sannleiksgildi.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 17.9.2008 kl. 15:23
Það er dáldið skrítið að það virðist vera hægt að tengja alls konar hluti saman sem rofna í sundur í líkamanum - en ekki mænuna!?
Ég vona innilega að vísindin leysi þá ráðgátu sem allra fyrst. Þessi rannsókn virðist vera skref í þá átt, ætla pottþétt að styrkja þessa söfnun.
Mama G, 17.9.2008 kl. 15:39
Ég er sammála að hvað þú vilt ákveður ekki hvað er satt. En hvað þú vilt óneitanlega hefur áhrif á hvernig þú meðhöndlar rök og gögn sem styðja tilvist Guðs og fagnar gögnum og rökum sem styðja ekki tilvist Guðs. Mín aðal gagnrýni á ykkur er að þið látið eins og þið eruð að boða eitthvað svakalega góðan boðskap og berjast á móti einhverju slæmu, þ.e.a.s. kristni eða allri guðstrú.
Mofi, 17.9.2008 kl. 15:58
Órökrétt svar og sýnir að þú skilur ekki trúleysi.
Guðlaus maður myndi álikta að guð væri ekki til. Ef einhver áliktaði að guð væri vondur væri viðkomandi varla guðlaus, right?
Arnar, 17.9.2008 kl. 16:00
Ef einhver einn vísindamaður eða hópur af vísindamönnum væri að hylma yfir gögnum sem styddu tilvist guðs, þá eru þúsundir annara sem væru tilbúnir að birta slík gögn.
Veit ekki með aðra en persónulega er mér alveg sama hvort vísindi boði góðan eða slæman boðskap. Svo framarlega sem þau eru sönn og rétt.
Ætti bara að rannsaka það sem er gott? Bara birta niðurstöður sem eru góðar? Hver ákveður hvað er gott?
Persónulega finnst mér trú ekkert slæm, en þegar trú og vanþekkingu er blandað saman gerast slæmir hlutir.
Arnar, 17.9.2008 kl. 16:08
Það sem mér finnst best við trúleysi er frelsið sem því fylgir (sem og ábyrgðin). Það er enginn guð að fylgjast með manni, maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur yfir því að eitthvað sem maður gerir verði til þess að maður endi í helvíti, hljóti bölvanir, sofi eilífum svefni og missi af einhverri upprisu, eða nokkuð í þá áttina. Maður ber sjálfur ábyrgð á eigin lífi og velferð og þarf ekki að biðja neinar bænir til einhverra guða í von um að þeim verði svarað. Að auki gerir dauðleikinn - engin upprisa, ekkert himnaríki - þetta líf mun áhugaverðara og dýrmætara að lifa því sem best.
Vísindi koma þessu ekkert við. Vísindin eru bara guðlaus vegna þess að tilgangur þeirra er að mæla og útskýra heiminn í kringum okkur, og geta því ekki fjallað um "yfirnáttúrulega" hluti (nema e.t.v. með tilgátum).
Þetta eru allt ágætis fréttir bara.
Rebekka, 17.9.2008 kl. 16:22
Þetta er mjög vel þekkt rök sem koma upp aftur og aftur og meira að segja Darwin byggði sína trú að hluta á þessum rökum.
Enda troðfullt af þannig gögnum.
Heyr heyr... enda fátt jafn bannvænt darwinisma og sönn vísindi!
Nei, auðvitað ekki. Hver og einn á að ákveða það. Frelsi í rannsóknum er gífurlega mikilvægt til að vísindi nái að dafna. Ein af ástæðunum fyrir því að darwinismi sem ræðst gegn öllum sem hafa aðrar skoðanir er slæmur fyrir framgang vísindanna.
Mofi, 17.9.2008 kl. 16:26
Ertu að segja að líf lamaðra á sextugsaldri sé gagnslaust ef ekki er til guð? Laust við fegurð, ást og annað sem gefur lífinu gildi?
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 16:31
Oh, rökin sem þú ert að tala um eru þá væntanlega svona: guð er samkvæmt skilgreiningu algóður, samt gerast slæmir hlutir, þar af leiðandi er guð ekki til. Guðleysingi myndi aldrei álikta að guð væri vondur, en hinsvegar mætti álykta að EF guð væri til þá væri hann vondur.. eða amk. ekki algóður.
Og hvar eru slík gögn? Flagellumið hans Behe er ekki 'gögn', búið að marg hrekja það, fyrir utan að nálguninn er röng.
Og vinir þínir hjá AiG og mörg önnur sköpunar-tengd samtök sem td. styðja ID með ráð og dáð segja.. að ef það stangast á við biblíuna þá er það rangt , alveg sama hvað mikið af gögnum bendi til þess?
Ef einhver stingur hausnum í sandin varðandi óþægileg gögn þá eru það sköpunarsinnar, hey.. það er meira að segja opinber yfirlýst stefna þeirra að algerlega ignora allt sem gæti sýnt þeim hvað þeir hafa rangt fyrir sér.
Arnar, 17.9.2008 kl. 16:39
ÉG er að segja að hans framtíð er ekki björt ef Guð er ekki til og engin von um betra líf.
Það er ekki búið að hrekja það; aðeins mjög góð rök afsökuð burt vegna afbrigðilegra langanna.
Þeir trúa að Biblían sé sönn og rétt túlkun á gögnum mun alltaf vera í samræmi við Biblíuna. Ég er búinn að taka fram að ég tek ekki undir þetta viðhorf.
Mofi, 17.9.2008 kl. 17:09
ég hlýt að vera að misskilja eitthvað. Ertu að segja, að þessi maður sem er lamaður og óskar sé bata meira en nokkurs annars, að vegna þess er hann trúleysingi???
Jóna Á. Gísladóttir, 17.9.2008 kl. 17:37
Af hverju er framtíðin hjá þessum aðila ekki björt Mofi? Er betra líf háð því að vera ekki lamaður? (og sleppum að benda á hið augljósa að vísindin sem þú hatast við í baráttunni við þróunarkenninguna veita lömuðu von um að læknast)
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:49
Biddu! Er thjaning s.s. skilyrdi fyrir godu framhaldslifi?
Páll Geir Bjarnason, 17.9.2008 kl. 18:33
Skipulögð trúarbrögð hafa ofsalega tilhneigingu til að snúast upp í andstæðu sína, þ.e. klúbba stórnuðum af mönnum sem vilja halda völdum og áhrifum.
Almenn guðstrú virðist mér svo virka sem skjól fyrir öfgarnar og ofstækið sem sumar kirkjur leyfa sér, því umburðarlyndið fyrir þeim er svo undarlega mikið innan hinnar almennu trúar.
Ég held því að guðstrúin mætti alveg hverfa úr samfélagi manna og það væri hið besta mál.
Trúleysi inniheldur hins vegar enga siðfræði. Verði heimurinn trúlaus þarf hann að sjálfsögðu að koma sér saman um siðfræðihugsjónir af einhverju tagi og þar sýnist mér t.d. húmanisminn koma sterkur inn.
Jákvæðni, lífsgleði og fleira er hægt að rækta hreint ágætlega án þess að liggja yfir bókum um yfirnáttúru og umbunir og refsingar í meintu eftirlífi.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 17.9.2008 kl. 19:13
Trúuðum manni má líkja við fíkil. Hann telur sér trú um að svona sé best að lifa en veit ekki hvernig er að lifa án fíkninnar.
Trúlausum manni má líkja við þann sem er laus við flest alla fíkn, eða tekst að forðast hana, átakalaust.
Trúlaus maður hugsar aldrei um að jólasveinninn sé óréttlátur eða vondur. Jólasveinninn er bara góði gjafarinn sem færir börnum gjafir ef þau eru góð.
Sigurður Rósant, 17.9.2008 kl. 20:46
Kristur kom til manna, Sigurður Rósant, og boðaði þeim fagnaðarerindi sitt. Það er frá honum sem við höfum sannfæringuna um það, um kærleika Guðs og það ríki hans sem hefst þegar í þessu lífi. Kristnir menn spinna ekki upp þennan veruleika, búa sér ekki til þessa sannfæringu, heldur þiggja hana.
Niðrandi orð um þá, sem trúa, fara ykkur trúleysingjunum vel sem slíkum, því að í 1. lagi er trúin og bakgrunnur hennar ögrun við ykkur sjálfa, þið þolið ekki svo mikið sem að vita af einhverjum sem trúir í raun og er ekki feiminn við að boða þá trú sína, og í 2. lagi eru kærleikur og tillitssemi við náungann engin heilög boð í ykkar huga.
Jón Valur Jensson, 18.9.2008 kl. 03:42
Kemur Jón Valur kaþólikki skoppandi með fagnaðarerindið.
Guð hvað ég er feginn að ég bý í landi þar sem jólasveinar eins og þú ráða engu.
Bullið. Það er einmitt svo að þessi trúarskrudda ykkar er óljós og vitlaus. Þess vegna eru t.d. nánast allir ofsatrúarfuglarnir á moggablogginu ósammála um hvað þetta þýðir allt saman. Þið nefnilega "spinnið ykkur verukeika" - til þess að hljóta extra líf, eins og DoctorE segir.
Restin er ekki svara verð, frekar slappt.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 18.9.2008 kl. 08:47
Eiga samkynhneigðir ekki skilið kærleika og tillitsemi Jón Valur? Þú ert nú ekki frægur að leyfa þeim að lifa í friði.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:32
JVJ, hvað finnst þér um PZ Myers og allann kaþólska kærleikinn sem hann fékk í tengslum við stóra-kexmálið?
Hvað finnst þér um prestinn í þýskalandi sem móðgaði páfan með lagi á Youtube og berast nú kristilegar morðhótanir frá kaþólikum?
(http://www.youtube.com/watch?v=qTpwh4hCGZk)
Fullt af eðal siðgæði og kærleik þar á ferð, right?
Arnar, 18.9.2008 kl. 12:01
Hvernig eiginlega gastu lesið eitthvað svona út úr greininni? Endilega lestu hana aftur. Ég er að tala um að boðskapur guðleysingja er boðskapur vonleysis.
Heldur þú að þessi aðili myndi ekki segja að betra líf er að vera ekki lamaður? Ég hatast við óvísindlegan darwinisma, ekki vísindi. Alvöru vísindi sannarlegu eru að reyna að finna út úr þessu og þau notast ekki við tilviljanir og náttúruval til að gera það. Þau nota vitsmuni og tækniþekkingu sem er það sem sköpun snýst um.
Nei, auðvitað ekki.
Hjartanlega sammála. Þess vegna er gott að hafa Biblíuna og lesa hana bókstaflega því annars eru dyrnar opnar fyrir vonda menn að stjórna.
Og ég er sannfærður um að við myndum sjá bara aftur sama siðferði og við sáum hjá Stalín og Maó.
Jákvæðni án vonar? Ég held ekki.
Fyrir mitt leiti ert þú ert miklu trúaðir en ég
Og bara trúir að ekkert sprakk og varð að öllu, einhver efnasúpa lifnaði við og tilviljanir bjuggu til vitsmuni og meðvitund! Nei, þið hafið fallið í mögnuðustu trú sem menn hafa skáldað upp.
Mofi, 18.9.2008 kl. 12:29
Vá, það er þokkalegt stökk frá hugsjónum húmanista. Þekkirðu þær annars?
Það eru ekki allir sem þurfa þessa von, sem ekkert er.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 18.9.2008 kl. 12:36
Fyrir mig er það einskisvirði. Það er bara það sem einhverjir gaurar fannst vera sniðugt. Þeir eru ekkert vald sem aðrir guðleysingjar hafa einhverja ástæðu til að hlíða. Var rangt af Hitler að drepa gyðinga af því að það samræmdist ekki stefnu húmanista?
Ég viðurkenni vel að þær hugsjónir eru ekki slæmar í sjálfu sér og ég er alveg sammála að þeir sem eru guðlausir eru alls ekki siðlausir. Oftar með betri siðferðiskennd en margir sem kalla sig kristna.
Kannski ekki. Kannski aftur á móti ertu ekki dómbær á það fyrr en þú lendir í þannig stöðu.
Hvað var þá til áður en tíminn, efni og orka varð til? Mikli hvellur snýst um að alheimurinn hafði byrjun, þú veist það er það ekki?
Mofi, 18.9.2008 kl. 13:47
Kenningin um 'big bang' segir að allt efni hafi verið saman komið í einum 'punkti' þar sem hvorki var tími né rúm. (Tími er ekki til án rúms).
Sjá : Wiki - Big Bang
Ein tilgátan sem gerir þetta mögulegt er að allt efni alheimsins hafi verið þjappað saman í eitt singularity. Singularity er td. talið vera miðpunkturinn í svartholum.
Það eru til fleirri tilgátur, just google it. Svarthol, víddir.. allskonar skemmtilegar pælingar :)
Það er ekkert í big bang sem segir að sá atburður hafi verið upphaf alls, heldur bara upphaf alheimsins eins og við þekkjum hann. Þar sem það var ekki til tími né rúm þá getum við í raun (amk. ekki miðað við þekkingu okkar í dag) 'skoðað' lengra aftur í tímann.
Arnar, 18.9.2008 kl. 14:01
Mofi, 18.9.2008 kl. 14:38
Nei, Biblían er sem slík hvorki óljós né vitlaus, en hún er ekki sett fram með svo einföldum og systematískum hætti, að það sé enginn vandi að skilja hana. Þeim er ekki gefið fyrirheiti að skilja hana, sem er fullur af fordómum eða er á siðferðislega lágu plani, til dæmis að nefna. Biblíunni var heldur ekki ætlað að tala bara fyrir sjálfa sig, heldur í kirkjunni og með kirkjunni. Heilagur Andi er heitinn lærisveinasamfélaginu = kirkjunni. – Prívattúlkun er hins vegar á hálu svelli, og ágreiningur margra sértrúarsafnaða er því skiljanlegur, en er þó engin sönnun fyrir því, að rétt túlkun sé ekki möguleg, né heldur sönnun fyrir hinu, að stór hluti kristinna manna geti ekki verið sammála um trúna í veigamestu atriðum. Kaþólska kirkjan nær til um 51% kristinna manna, og þar hafa hinir virku trúendur flestir sætzt á að fylgja þeirri kenningu kirkjunnar sem hún boðar. Orþódoxa kirkjan allt frá Rússlandi til Miðjarðarhafs og víðar er um flest atriði mjög nærri rómversk-kaþólsku kirkjunni í kenningu. Þannig eru þá komnir hátt í 2/3 kristinna manna sem um afar mikla hluti eru sammála (svo eru reyndar nafnkristnir og jafnvel sumir fráfallnir meðal fólks í þessum kirkjum, en við getum auðvitað ekki talið þá, sem tapað hafa trúnni, með í hópi kristinna manna sem hafa deildar meiningar um Biblíuna). Fjöldinn allur af fólki með mótmælendatrú á líka samleið með hinum fyrrnefndun kristnu mönnum í mörgum grundvallar-trúaratriðum. Og þó að trúfélög manna, sem játa kristið nafn, séu afar mörg, vísast yfir 1000, þá er afar stór hluti þeirra örfélög fremur en stórar kirkjur.
Svar þitt, Kristinn, gefur því ekki ástæðu til að bakka í einu né neinu með orð mín til Sigurðar Rósants:
Kristur kom til manna og boðaði þeim fagnaðarerindi sitt. Það er frá honum sem við höfum sannfæringuna um það, um kærleika Guðs og það ríki hans sem hefst þegar í þessu lífi. Kristnir menn spinna ekki upp þennan veruleika, búa sér ekki til þessa sannfæringu, heldur þiggja hana.
Jón Valur Jensson, 27.9.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.