Trú án bókstafs til að styðjast við

Rock_Of_AgesHérna er gott dæmi þar sem fólk trúir orðum einhverra manna frekar en að byggja sína trú á orðum Krists. Sá sem hefur ágæta þekkingu á Biblíunni og treystir henni myndi ekki falla í svona fáránlega svikamyllu. Fyrir utan svo margt annað sem þekking á orði Guðs veitir manni.  Það er leikandi hægt að trúa öllu mögulegu án bókstafs og fyrir mitt leiti er sú trú hættulegust því að hún breytist eftir veðri og vindum og aðallega eftir hentisemi vondra manna.

Það eru ótrúlega margir sem hafa mjög mikið á móti fólki sem trúir og byggir þá trú á Biblíunni en fyrir hina sömu langar mig að benda á þessi orð Krists:

Matteusarguðspjall 7
12 Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir. 
13 Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn. 
14 Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, og fáir þeir, sem finna hann. 
15 Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. 
16 Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? 
17 Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. 
18 Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. 
19 Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. 
20 Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá. 
21 Ekki mun hver sá, sem við mig segir: ,Herra, herra,` ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum. 
22 Margir munu segja við mig á þeim degi: ,Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk?` 
23 Þá mun ég votta þetta: ,Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.` 
24 Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi. 
25 Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi, en það féll eigi, því það var grundvallað á bjargi. 
26 En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni, er byggði hús sitt á sandi. 
27 Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll, og fall þess var mikið."

Ég vildi að ég væri betri að byggja líf mitt á orðum Jesú Krists en ég er í engum vafa um að sá sem treystir þeim er að byggja líf sitt á kletti sem mun ekki bregðast.


mbl.is Kynmök til að aflétta bölvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "Sá sem hefur ágæta þekkingu á Biblíunni og treystir henni myndi ekki falla í svona fáránlega svikamyllu. Fyrir utan svo margt annað sem þekking á orði Guðs veitir manni."

Jú, fyrir þitt leyti kannski. En þekking á Biblíunni kemur ekki í veg fyrir svona misnotkun á fólki. Hægt er að hamra á vissum galdraformúlum Biblíunnar rétt eins og í Kóraninum og neyða fólk til að gera hvað sem er.

Dæmi: Mark 16: 17-18 "En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir."

Sigurður Rósant, 13.9.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þú kallar mig viðbjóðslegan fyrir mínar skoðanir... þegar ég segi mitt álit á þínum er ég ómálefnalegur og þú bannar mig - er það í anda þessarar setningar?

Ætli ég hafi nú ekki bannað þig í þrjú fjögur skipti áður en þetta kom upp... Restin kom greininni ekki við svo ég fjarlægði það því mér fannst það bara trufla efnið sem um ræðir.

Sigmar
Manstu eftir "elskaðu náungann eins og þú elskar sjálfan þig" kaflanum? Afhverju ferð þú ekki eftir því?

Afhverju ertu að vísa í orð einhvers sem þú virðist líta á sem lygara?    Að telja síðan ákveðna afstöðu fáránlega er ekki hið sama og hata eða þykja ekki vænt um þá sem hafa viðkomandi afstöðu. 

Rósant
Dæmi: Mark 16: 17-18 "En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir."

Ef einhver talar í samræmi við Biblíuna og getur gert svona tákn þá myndi ég álykta að ég gæti treyst þeim.   Um leið og þeir segja mér að gera eitthvað sem stangast á við Biblíuna, sérstaklega boðorðin tíu eins og um ræðir í þessari frétt þá veit ég að það er maðkur í mysunni... 

Erlingur
Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir ágætar röksemdir í umræðum við trúlausa.

Takk fyrir það :)    mjög gaman að heyra.

Erlingur
Er að skoða þetta mál með hvíldardaginn. Hef verið í þjóðkirkjunni, en tel það rangt að hafa hann á sunnudegi.

Væri gaman að fá þig í heimsókn í Aðvent kirkjuna og sérstaklega tækifæri til að spjalla um alla þessa hluti. 

Kveðja,
Halldór

Mofi, 14.9.2008 kl. 14:37

3 Smámynd: Mofi

Erlingur
Halldór á sínum tíma fór ég á fyrirlestra um síðustu tíma einmitt í Aðventistakirkjunni. Hef áhuga á því að skoða það mál aftur. Aðventistakirkjan nálægt Guðspekifélaginu...

Þú lætur mig bara vita ef þú heldur að ég geti svarað einhverjum spurningum.

Kv,
Halldór

Mofi, 16.9.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband