Dæmi um frábæra Vitræna hönnun okkar mannanna

Hérna rakst ég á alveg frábæran vef sem fjallar um stórkostleg mannvirki sem menn hafa búið til. Sumt er búið að byggja en annað ekki og get ekki neitað því að sumt tel ég að verði aldrei byggt.

Vefurinn er í rauninni kynning á sjónvarpsþáttum hjá Discovery Channel en ég hef ekki séð þættina sjálfa.

Fyrir þá sem hafa gaman af Vitrænni hönnun þá er um að gera að skoða, sjá: http://dsc.discovery.com/convergence/engineering/engineering.html

200px-skycity1000_01.jpgÞað sem má sjá þarna er borg sem er kölluð er Sky city af því að hún væri eins og borg, gífurlega stór og gífurlega há.  

Annað sem má sjá þarna er borg yrði 12 sinnum stærri en Píramídinn mikli; byggð af stórum hluta af vélmönnum og myndi hýsa 750.000 manns. Ekki nema tvisvar sinnum fleira fólk en búa á Íslandi.

Það sem er virkilega magnað er lest sem gæti flutt fólk frá New York til London á 54 mínútum!
Hérna er hægt að sjá hvernig það myndi virka, sjá: Transatlantic Tunnel

 transatlantictunnel.jpg

 

Að vísu þá nær þetta ekki þeirri snilldarhönnun sem við sjáum í náttúrunni en það er samt hægt að hafa gaman af þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Hvenær er hönnun vitræn og hvenær er hún óvitræn?

Arnar, 4.9.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Mofi

Arnar
Hvenær er hönnun vitræn og hvenær er hún óvitræn?

Það má segja að öll þessi dæmi eru dæmi um misvitræna hönnun. Má kannski segja að hönnun er óvitræn þegar við sjáum við engin merki hönnunar eins og t.d. grjóthrúga.

Mofi, 4.9.2008 kl. 18:05

3 identicon

Ég á þessar seríur í tölvutæku og þær eru algjört augnakonfekt fyrir gamlan aðdáenda "Nýjasta tækni og vísindi með Örnólfi" Skoðaði þetta fyrir skemmstu en Sky City gæti hugsanlega verið smíðanleg ef umdirlag yrði til staðar en þetta er samt alveg hrikalegt mannvirki, langt ofar öllu öðru byggjanlegu.

Göngin eru "far out" finnst mér.  Menn eru að brasa svo mánuðum saman við að leggja stokk undir eina sprænu og þarna er verið að tala um göng undir atlantshafið og yfir eldfjallahrygginn, sem er jú einn og aldurskvörðum jarðarinnar sem birtist svo vel á íslandi

þessi göng eru eiginlega meiri efniviður í vísindaskáldsögu en tækniframtíð en pælingin er engu að síður mjög skemmtileg á að horfa.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Mofi

Sigmar
En ef grjóthrúgan er svo stór og vel staðsett að hún skapar fullkomna náttúrulega höfn fyrir skip og minni báta svo í kringum hana myndast blómlegt mannlíf?

Getur verið þá hönnuð en ekki mjög sterk ástæða til að álykta svo.

Sáli
Ég á þessar seríur í tölvutæku og þær eru algjört augnakonfekt fyrir gamlan aðdáenda "Nýjasta tækni og vísindi með Örnólfi" Skoðaði þetta fyrir skemmstu en Sky City gæti hugsanlega verið smíðanleg ef umdirlag yrði til staðar en þetta er samt alveg hrikalegt mannvirki, langt ofar öllu öðru byggjanlegu.

Hvað varð eiginlega um nýjasta tækni og vísindi?  Það væri magnað ef þessi Sky city yrði byggð!

Sáli
Göngin eru "far out" finnst mér.  Menn eru að brasa svo mánuðum saman við að leggja stokk undir eina sprænu og þarna er verið að tala um göng undir atlantshafið og yfir eldfjallahrygginn, sem er jú einn og aldurskvörðum jarðarinnar sem birtist svo vel á ísland

Þau eru að mínu mati flottust en ekki hægt að neita því að þau virka "far out" og líklegast það sem verður ekki byggt en hver veit.  Eldfjallahryggurinn gefur okkur mjög takmarkaðar upplýsingar um aldur jarðarinnar, svo það komi fram :)

Mofi, 5.9.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband