2.9.2008 | 13:25
Hver er besti kristni bloggarinn 2008?
Guðsteinn Haukur var með skemmtilega könnun hérna um daginn en þar sem hann sjálfur gaf ekki kost á sér enda hélt hann könnunina þá vil ég prófa að gera svona könnun líka.
Hérna er skoðanakönnunin: Hver er besti Kristni bloggarinn 2008?
Þeir sem voru tilnefndir hjá Hauki voru eftirtaldir:
* Rósa Aðalsteinsdóttir* Theodór Norðkvist
* Bryndís Böðvarsdóttir
* Andrés Böðvarsson
* Ingvar Valgeirsson
* Jón Valur Jensson
* Haraldur Davíðsson
* Tryggvi Hjaltason
* Svavar Alfreð Jónsson
* Guðsteinn Haukur
* Snorri í Betel
* Kristinn Ásgrímsson
Ég er ekki "kjörgengur" þar sem ég held könnunina. Ætli ég byrji ekki bara á því að tilnefna Hauk :)
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt 3.9.2008 kl. 15:25 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tilnefni mig á þennan lista. Ég er þrælkristinn.
Már Högnason (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:43
Sæll og blessaður.
Það var nú bara ágúst þegar þessi skoðunarkönnun var gerð og margt getur gerst á þeim fjórum mánuðum eða einum þriðja sem eftir er á þessu ári.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.9.2008 kl. 14:56
Það er góður punktur Rósa... ég vildi aðeins að það væri könnun þar sem Haukur félagi fengi að vera með; þó það var nú hans ákvörðun að vera ekki með í hans eigin könnun :)
Mofi, 2.9.2008 kl. 15:02
Jæja, við getum þá borið niðurstöðurnar saman eftir einhvern tíma. Og séð þá raun niðurstöðu þar sem engan vantar. En þótt að þessi könnun sé gerð í ágúst, þá var ég með svipaða könnun í ágúst í fyrra, þannig það er liðið ár síðan þetta var gert seinast.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.9.2008 kl. 15:08
Sæll aftur.
Guðsteinn er flottur bloggari og Hippókrates var alltaf að nefna hann á bloggi þar sem við vorum að klóra nú undanfarna daga. Hann einn var og er kurteis og góður drengur og ég tek undir það að Guðsteinn er ljúfmenni.
Vertu Guði falinn
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.9.2008 kl. 15:09
Ég heiti Kristinn og fjalla mikið um kristni, ég hlýt að koma til greina!
Kristinn Theódórsson, 2.9.2008 kl. 15:17
Kristinn, kannski einhver tilnefni þig Kristinn :) Ef þú vilt vera kristinn bloggari þá væru það gleðifréttir :)
Mofi, 2.9.2008 kl. 15:35
Takk fyrir falleg orð Rósa, en ef Kristinn stendur undir nafni og tekur smá u-beygju, þá væri hann tilvalinn á þennan lista! Ekki satt Moffi ?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.9.2008 kl. 16:00
Haukur, jú, hann yrði til fyrirmyndar! Hann myndi taka alla þessa guðleysingja í nefið
Mofi, 2.9.2008 kl. 16:22
Til að byrja með skrifar maður kristinn (lo.) með litlum staf.
Annars finnst mér að þú mættir hafa vísanir í blogg þessara einstaklinga á listanum.
Og í gvuðanna bænum, ekki velja Svavar Alfreð, þó svo að ég sé ósammála t.d. þér í öllu, þá er að minnsta kosti eitthvað innihald í skrifunum þínum. Það er varla að finna eina einustu skýra röksemdafærslu í skrifum Svavars.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.9.2008 kl. 16:50
Takk fyrir gott innlegg Hjalti.
Mofi, 2.9.2008 kl. 16:59
lol takk fyrir skondin orð um mig Mofi og Guðsteinn
Kristinn Theódórsson, 2.9.2008 kl. 17:58
Rósa er að standa sig gríðarlega vel . Hún er svona mótvægi við doctore .
conwoy (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 21:02
Sæl verið þið. Ég held ég nefni Jón Val til sögunnar. Þó er Mofi honum næstur í röðinni. Að samanlögðu eru þeir nokkuð fullkomnir sem hinn kristni maður með smá "dashi" af skrifum frá mér í bland, svona smá Lútherisma . Kannski hallar þannig á Jón Val þar sem þá eru komnir 2 mótmælendatrúar gegnt honum einum , en hann er með breitt bak og þolir það vel.
Adeste Fideles
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.9.2008 kl. 21:44
Hvernig metur maður hver er bestur í kristnu bloggi?? Hmm við skulum sjá
Þar sem ekkert af ofangreindu kemur til greina fyrir kristinn bloggara, nema að vera skildi fyrsta atriðið en ekki viss um að kristnum finnist hugarburður sinn fyndin, þá er þetta kannski spurning um:
Nú er úr vöndu að ráða.. Þar sem þetta er síðan hans Mofa þá má ekki velja hann.. Snorri í Betel ekki á listanum..
Af tvennu illu myndi ég því velja Svavar Alfreð af þeirri ástæðu að hann er líklega meinlausasti froðusnakkarinn í þessum hópi..
TInni (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:06
Ég persónulega myndi líka vilja sjá Snorra í Betel þarna. Þó að ég muni ekki eftir því að hafa verið sammála honum, þá er amk eitthvað innihald í því sem hann skrifar, hann er skiljanlegur og svo er það oft mjög fyndið.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.9.2008 kl. 22:52
Góð ábending Hjalti, bæti Snorra við.
Mofi, 3.9.2008 kl. 13:31
Gat svo sem verið að Mofi sæi ekki þann besta til að stinga upp á. Svanur Gísli Þorkelsson er sá al-áhugaverðasti og frumlegasti bloggari sem ég hef séð hér blogga um trú sína sem kristinn maður.
Sigurður Rósant, 3.9.2008 kl. 13:52
Rósant, listinn kom frá Hauki og ég hafði alveg opið fyrir tillögur og ég notaði mitt "atkvæði" til að koma Hauki á framfæri. Svanur er síðan Baháí en ekki kristinn og gæti alveg verið besti Baháí bloggarinn þó að vinur minn hann Róbert Badí er ekki síðri.
Mofi, 3.9.2008 kl. 14:08
Sæll Mofi.
Var að senda þér bréf. Sem betur fer eigum við marga kristna bloggara og þar er m.a. Kristinn Ásgrímsson pastor í Keflavík.
Væri gott að hvetja bloggarana okkar til dáða með kynnngu á síðu þar sem margir heimsækja. Gott væri líka að frétta af kristnum bloggurnum en ég veit að við förum á mis við suma því við vitum ekki að þau séu til. Það erum ekki allir sem eru boðflennur eins og ég á síðunni hans Guðsteins í nóv. sl.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.9.2008 kl. 14:19
Takk fyrir það Rósa og alveg sammála þér. Set Kristinn Ásgrímsson á listann!
Mofi, 3.9.2008 kl. 15:25
Mofi - "Svanur er síðan Baháí en ekki kristinn..."
Alveg er ég gáttaður á hvernig þú vinsar sauðina frá höfrunum. Svanur segist sjálfur vera kristinn, Gyðingur, múslimur, búddisti, hindúi, zóróastríani, bábisti og bahæi.
Bahæjar nefna alla þessa sem spámenn guðs síns:
- Abraham
- Krishna
- Móses
- Zaraþústra
- Búdda
- Jesús
- Múhammeð;
- Báb
- Bahá'u'lláh
Hvernig getur þú útilokað svo "stóra" trú?Sigurður Rósant, 3.9.2008 kl. 16:27
Sigurður, var síðasta athugasemdin grín? Auðvitað er Svanur ekki kristinn.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.9.2008 kl. 16:35
Mofi, 3.9.2008 kl. 16:39
Ég geri mér grein fyrir því að þetta virkar á þá sem ekki þekkja til Bahætrúarkenninga sem grín, en það er ekki langt síðan ég sá það skráð hjá Svani að hann væri kristinn.
Sá sem segist vera kristinn og vitnar líka í trúarkenningar síns safnaðar því til stuðnings er þar af leiðandi kristinn. Hver getur véfengt það nema einhver "lítiltrúaður"?
Sigurður Rósant, 3.9.2008 kl. 16:59
Hér er þessi staðhæfing Svans: - "Láttu því kyrrt liggja um þessi mál Tinni minn, en ég skal gjarnan ræða við þig um hvort Jesú eða aðrir boðberar Guðs hafi verið í raun og veru það sem þeir sögðust vera, ef þér er annt um að afkristna mig.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.8.2008 kl. 15:41" Sjá hér.
Sigurður Rósant, 3.9.2008 kl. 17:15
Þegar ég hugsa um trúbloggsgæði þá nota ég m.a. þá viðmiðun hvort menn geti tekið athugasemdum, séu umræðuhæfir og skrifi ekki gagngert til að stuða liðið
Þá finnst mér gæðin koma vel fram í kommentakerfum en sumir sanka að sér leiðindum í massavís á meðan t.d. Mofi getur haldið uppi sínum stórfurðulegu skoðunum og búið um þær vettvang sem gaman er að sækja heim. Það er kúnst að gera svoleiðis og eins finnur maður einlægan trúmann í gegnum skrifin hans Guðsteins sem oft flotta jákvæða punkta sem öllum nýtast.
Góðir trúbloggarar eru ekki á hverju strái en Mofi og Guðsteinn eru stétt sinni til sóma þó ég viðurkenni að skoða ekki allar trúbloggsíður
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 19:59
Fer það þá ekki eftir því hver skilgreiningin á því að vera kristinn sé? Ég fyrir mitt leiti segi að það er algjört lágmark að viðkomandi trúi að Jesú sé Guð; allt annað getur ekki verið kristni. Góður punktur samt hjá þér; grunaði ekki að Svanur teldi sig kristinn.
Í grunninn er mín skoðun að það þarf vitsmuni til að búa til upplýsingakerfi og flóknar vélar og Guð er til; er þetta virkilega svona furðulegt?
Ég gæti ekki trúað öðru þó að líf mitt lægi við.
Takk annars fyrir vingjarnlega athugasemd :)
Mofi, 4.9.2008 kl. 09:27
Sáli, ég þakka góð orð. En ég er að klukka þig Moffi minn, sjá nýjustu grein mína. ;)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.9.2008 kl. 16:02
Rósant - þetta er hárrétt hjá Hjalta og Mofa, Bæhæistar skilgreinar sig ekki sem kristna, fremur hallast þeir að Íslam. Og getur henn ekki talist kristinn fyrir vikið. Til að mynda halda þeir uppá sömu hátíðir og Íslamistar, til að mynda Rammadam.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.9.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.