Vitleysa! Þetta er bara mismunandi menning

10commandments.jpgÞetta er nú meira liðið, að vera eitthvað að skipta sér af annarri menningu þar sem aðrar reglur gilda. Halda þau kannski að það er til eitthvað siðferðislögmál sem allir eiga vita hvað er og að þetta fólk er að brjóta það?  Að þau viti betur hvert hið "rétta" siðferðislögmál er og að þetta fólk ætti að hlíða því?

Hvað segir þú lesandi góður? Er til siðferðislögmál og er þetta fólk að brjóta það?

Ef það er svar þitt þá vil ég spyrja þig, hver bjó til þetta lögmál og afhverju hefur hann það vald?

 

 


mbl.is Sæmdarmorð rannsökuð af yfirvöldum í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru engin siðferðisleg absolút.

En það eru til Mannréttindi, þeir sem að ætlast til að fá sín réttindi virt ættu að virða réttindi annarra. Hvort heldur sem er á persónulegu leveli, eða fjölþjóðasamskiptum.

Þetta var það sem ég hélt að sameinuðu þjóðirnar snerust um...

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Fræddu okkur endilega um það hvaða siðferðislögmál þetta fólk er að brjóta.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.9.2008 kl. 18:49

3 Smámynd: Rebekka

"Maður er manns gaman".

Maðurinn er hópvera, og eins og hjá öllum dýrum sem lifa saman í hóp gilda samfélagsreglur.  Þessar reglur hjálpa til við að tryggja afkomu hópsins.  Gullna reglan er síður en svo einungis skráð í Biblíunni, heldur kemur hún fyrir í mörgum öðrum trúarbrögðum, og er einföld siðaregla um að gera ekki öðrum það sem maður vill ekki láta gera sjálfum sér.

Það ERU til siðalögmál og þessir Pakistanar eru að brjóta þær með því að myrða konur sem hafa ekki unnið sér annað til saka en að vilja taka mikilvæga ákvörðun upp á eigin spýtur.  Það er afar dæmigert fyrir gamaldags feðraveldi að vilja stjórna konunum og bera fyrir sig afsakanir s.s. um að þær séu veikara kynið og geti ekki séð um sig sjálfar.  Þetta brýtur aðeins niður hópinn og veldur óþarfa dauðsföllum og hræðslu, bara vegna valdagræðgi karlanna.

Siðalögmálin eru búin til af mönnum, og flestir hlýða þeim dagsdaglega án þess að hugsa út í það frekar.  Valdið liggur hjá öllum mönnum,  sá sem sker sig úr hópnum eða hlýðir ekki reglunum fær refsingu og/eða útskúfun.  Þetta vald kemur einfaldlega frá þeirri staðreynd að brot á reglum hópsins getur hamlað afkomu hans og það bitnar á öllum einstaklingum.

Svo má auðvitað ímynda sér hversu mikið auðveldara það er að halda uppi lögum og reglu ef hægt er að láta fólk trúa því að ósýnileg almáttug vera fylgist með þeim og muni refsa þeim hræðilega sem ekki hlýða....  hæ Grýla.

Rebekka, 1.9.2008 kl. 19:00

4 identicon

Ace,

Það sem ég held að Mofi sé að gera er að hann er setja þetta fram með þessum hætti til að geta spurt þeirrar spurningar hvort til sé nokkuð sem heitir algilt siðalögmál og ef svo er þá hvaðan það komi. Þetta er sem sagt aðferð Mofa til að fá fólk að íhuga tilvist Guðs þar sem ekkert algilt siðalögmál geti verið til án þess að hafa einhvers konar "algilda" uppsprettu.

Er þetta rétt skilið hjá mér Mofi?

. (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 02:21

5 Smámynd: Mofi

Jóhannes
Það eru engin siðferðisleg absolút.

Þannig að þetta sem fréttin fjallar um er í góðu lagi?

Haukur
Siðferði er ekki eins hjá öllum, það er breytilegt. Þróun útskýrir það ágætlega. Það er hinsvegar ósamræmanlegt almáttugum siðferðislöggjafa

Í grundvallar atriðum er það mjög líkt þó að hinar og þessar aðstæður geta flækt málin og þá sérstaklega hvað fólk trúir.

Hjalti
Fræddu okkur endilega um það hvaða siðferðislögmál þetta fólk er að brjóta

Þú skalt ekki myrða?

Röddin...
Siðalögmálin eru búin til af mönnum, og flestir hlýða þeim dagsdaglega án þess að hugsa út í það frekar.

Ef siðalögmálin eru búin til af mönnum, hvernig getur þú þá sagt að siðferði þessara manna er eitthvað verra en þitt siðferði?  

DoctorE
Það sem er siðlaust í dag, kann að hafa verið fullkomlega boðlegt hér á öldum áður. Þetta ætti að vera nokkuð augljóst.

Sumt er breytilegt enda aðeins um eitthvað yfirborðskennt. Sumt aftur á móti er ekki breytilegt eins og að stela, ljúga, nauðga og myrða. Eða hvað DoctorE, hefur það einhvern tíman verið í lagi að nauðga fimm ára barna og síðan brenna það lifandi?

Andrés
Er það réttlátt að sá sem hlýðir ekki siðalögmálunum fái refsingu eða útskúfun

Mér finnst það.  

Ace
Ef þú ert virkilega að meina þetta Mofi, að þá vona ég að þú leytir þér hjálpar sem fyrst og óska ég þér góðs bata

Mjög gaman að heyra þetta :)    Fyrir mitt leiti þá þýðir það að þú trúir að það sé til siðferðislögmál og þetta fólk er að brjóta það og það er ekki hægt að réttlæta þetta með tilvísun í menningu og þar er ég algjörlega sammála þér.

Jakob
Er þetta rétt skilið hjá mér Mofi?

Mikið rétt Jakob :)

Mofi, 2.9.2008 kl. 10:30

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: Þú skalt ekki myrða?

Ertu að segja mér að þetta svokallaða siðferðislögmál banni öll dráp? Er þá alltaf og ætíð rangt að drepa?

Ef þú ert að vísa til sjötta boðorðsins, þá bannar það klárlega ekki öll dráp, til dæmis eru dauðarefsingar gegn minnstu brotum í sama lagabálki.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.9.2008 kl. 16:47

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jakob: Þetta er sem sagt aðferð Mofa til að fá fólk að íhuga tilvist Guðs þar sem ekkert algilt siðalögmál geti verið til án þess að hafa einhvers konar "algilda" uppsprettu.

Er þetta rétt skilið hjá mér Mofi?

Mofi: Mikið rétt Jakob :)

En Mofi hefur ekki (ekki frekar en aðrir trúmenn) útskýrt hvers vegna hugmyndir guðs um rétta og ranga breytni ættu að vera algildar, en ekki t.d. hugmyndir mínar um rétta og ranga breytni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.9.2008 kl. 17:01

8 Smámynd: Mofi

Hjalti
Ertu að segja mér að þetta svokallaða siðferðislögmál banni öll dráp? Er þá alltaf og ætíð rangt að drepa?

Nei, lykilorðið þarna er "myrða" sem eins og ég skil það er annað en að drepa því að það eru já tilvik þar sem það er ekki rangt að drepa. Til dæmis er allt annað að drepa einhvern sem er að myrða saklaust fólk eins og þegar lögregla stöðvar fjöldamorðingi.

Hjalti
En Mofi hefur ekki (ekki frekar en aðrir trúmenn) útskýrt hvers vegna hugmyndir guðs um rétta og ranga breytni ættu að vera algildar, en ekki t.d. hugmyndir mínar um rétta og ranga breytni.

Ég skal þá taka skarið fyrir mig og aðra trúmenn :)    

Guð ræður en ekki þú?

Mofi, 2.9.2008 kl. 17:34

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: Nei, lykilorðið þarna er "myrða" sem eins og ég skil það er annað en að drepa því að það eru já tilvik þar sem það er ekki rangt að drepa. Til dæmis er allt annað að drepa einhvern sem er að myrða saklaust fólk eins og þegar lögregla stöðvar fjöldamorðingi.

Þannig að þetta siðalögmál sem þú telur fólkið vera að brjóta er eftirfarandi:

Það er rangt að drepa þegar það er rangt, en rétt þegar það er rétt.

Afar gagnlegt og skýrt siðalögmál.

Mofi: Guð ræður en ekki þú?

Og nú þarftu að útskýra hvers vegna sú staðreynd að guðinn þinn (ef hann væri til) hafi meiri völd en ég þýði að skoðanir hans á réttu og röngu séu algildar.

Ef við gefum okkur það t.d. að guð væri ekki til og að einhver einræðisherra réði jörðinni, væru skoðanir hans þá algildar af því að hann ræður?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.9.2008 kl. 17:56

10 identicon

Jóhannes
Það eru engin siðferðisleg absolút.

Þannig að þetta sem fréttin fjallar um er í góðu lagi?

Frábært. Ég var kvótmænaður.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 02:40

11 Smámynd: Rebekka

Andrés:
Er það réttlátt að sá sem hlýðir ekki siðalögmálunum fái refsingu eða útskúfun?

Emm, já?  Er það ekki nákvæmlega þetta sem að allt lagakerfið byggist á?  Að refsa glæpamönnum, þeim sem brjóta lögin?  

Að sjálfsögðu geta samt verið til ranglát lög (mér finnst t.d. dauðarefsing vera fáránleg), og dæmið í fréttinni sem grein Mofa fjallar um er einmitt þannig.  Ranglát lög sem verið er að verja.

Rebekka, 3.9.2008 kl. 06:36

12 Smámynd: Mofi

Hjalti
Og nú þarftu að útskýra hvers vegna sú staðreynd að guðinn þinn (ef hann væri til) hafi meiri völd en ég þýði að skoðanir hans á réttu og röngu séu algildar.

Einhver verður að skilgreina rétt frá röngu, annars er þetta aðeins að þér finnst eitthvað og öðrum finnst eitthvað annað.  Þér finnst ekki í lagi að nauðga börnum en öðrum finnst það fínt og málið dautt.

Hjalti
Ef við gefum okkur það t.d. að guð væri ekki til og að einhver einræðisherra réði jörðinni, væru skoðanir hans þá algildar af því að hann ræður?

Ætli málið er ekki einmitt í því að það þarf skapara til að ákveða þetta þannig að það myndi ekki gilda um einhvern einræðisherra sem er aðeins maður.

Jóhannes
Frábært. Ég var kvótmænaður.

Eina sem ég ætlaði að gera var að spyrja þig spurningu og reyna að halda þræði í umræðunni.  Er þetta sem fréttin talar um, er það í lagi?

Röddin...
Að sjálfsögðu geta samt verið til ranglát lög (mér finnst t.d. dauðarefsing vera fáránleg), og dæmið í fréttinni sem grein Mofa fjallar um er einmitt þannig.  Ranglát lög sem verið er að verja.

Sammála þér!

Mofi, 3.9.2008 kl. 10:33

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: Einhver verður að skilgreina rétt frá röngu, annars er þetta aðeins að þér finnst eitthvað og öðrum finnst eitthvað annað.  Þér finnst ekki í lagi að nauðga börnum en öðrum finnst það fínt og málið dautt.

Argumentum ad consequentiam. Það að þér finnist það slæmt að það sé ekki til neitt algilt siðferði segir okkur ekkert um það hvort það sé til eða ekki.

Mofi: Ætli málið er ekki einmitt í því að það þarf skapara til að ákveða þetta þannig að það myndi ekki gilda um einhvern einræðisherra sem er aðeins maður.

Og nú þarftu að útskýra hvers vegna sú staðreynd að guð skapaði heiminn þýði að skoðanir hans á réttu og röngu séu algildar.

Ef við ímyndum okkur t.d. að enginn guð væri til og einhverjum vísindamanni tækist að búa til lítinn heim í tilraunaglasi. Væru hugmyndir vísindamannsins um rétt og rangt þá algildar fyrir heiminn í tilraunaglasinu?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.9.2008 kl. 11:17

14 Smámynd: Rebekka

Andrés:

Konungar, keisarar, einvaldar, einræðisherrar o. fl. hafa margir hverjir gefið skít í siðalögmálin og sett sjálfa sig ofan þeim, oft með góðum árangri fyrir þá sjálfa. Á hvaða forsendum eiga þeir, eða áttu þeir, að fylgja þessum lögmálum?

Góður punktur þarna.  Mér finnst einmitt línan sem skilur að frelsishetjur og einræðisherra afskaplega mjó og óskýr.  Vanhæfni okkar í að sjá framtíðina fyrir gerir það að verkum að það er oftast nær ómögulegt að dæma "leiðtoga" sem góða eða slæma fyrr en of seint.

Ég gef mér að forsendur þeirra fyrir óhlýðininni séu óánægja með gildandi siðalögmál og/eða valdagræðgi.  Stundum hafa valdarán haft í för með sér bætur á samfélaginu.  Flestir þeirra sem hafa rænt völdum en ekki unnið sér inn gott álit þegnanna hafa þó sjaldnast fengið að halda hásætinu lengi og hlotið makleg málagjöld.  Ávinningurinn er þó áhættunnar virði í augum margra þeirra. 

Rebekka, 3.9.2008 kl. 11:54

15 Smámynd: Mofi

Hjalti
Argumentum ad consequentiam
. Það að þér finnist það slæmt að það sé ekki til neitt algilt siðferði segir okkur ekkert um það hvort það sé til eða ekki.

Þannig að þínu mati þá er það ekki til?

Hjalti
Og nú þarftu að útskýra hvers vegna sú staðreynd að guð skapaði heiminn þýði að skoðanir hans á réttu og röngu séu algildar.

Einhver þarf að skapa og ákveða hvað er rétt og hvað er rangt því annars er ekkert rangt eða rétt; aðeins skoðanir fólks.

Ace
Gott að sjá að við erum sammála um þetta. Mér finnst ömurlegt þegar ég heyri frá þessum löndum að konur eru drepnar eða sýru skvett framan í þær fyrir það eitt að vilja ráða yfir eigin lífi og líkama.

Já, það er svakalegt að vita af því að það er fólk sem lifir við svona skilyrði. Ég var óneitanlega að reyna að setja þetta þannig fram að einhverjum yrði misboðið því að hans mati er sumt sannarlega rangt.

Takk fyrir heimsóknina

Mofi, 3.9.2008 kl. 13:09

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: Þannig að þínu mati þá er það ekki til?

Já.

Mofi: Einhver þarf að skapa og ákveða hvað er rétt og hvað er rangt því annars er ekkert rangt eða rétt; aðeins skoðanir fólks.

Það að þér líki ekki við eitthvað, þýðir ekki að það sé rangt. Sjá vísunina mína í rökvilluna í síðustu athugasemd.

En þú átt eftir að útskýra hvers vegna það að guð á að hafa skapað heiminn þýði að skoðanir hans á siðferðismálum séu algildar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.9.2008 kl. 15:50

17 Smámynd: Mofi

Hjalti
En þú átt eftir að útskýra hvers vegna það að guð á að hafa skapað heiminn þýði að skoðanir hans á siðferðismálum séu algildar.
Afþví að Hann skapaði bæði heiminn og hvað er rétt og hvað er rangt.

Mofi, 3.9.2008 kl. 16:24

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: Afþví að Hann skapaði bæði heiminn og hvað er rétt og hvað er rangt.

Eins og ég hef áður skrifað þá hefurðu ekki útskýrt hvernig röksemdafærslan: "Guð skapaði heiminn, þar af leiðandi eru siðferðisskoðanir hans algildar." gengur fyrir sig.

Ég skil ekki síðari helming setningarinnar. Ég skil ekki "að skapa hvað er rétt og hvað er rangt".

Ég get alveg fallist á það að guðinn þinn (ef hann væri til) hefði hugmyndir um hvað væri rétt og rangt, en ég sé ekkert sem styður þá hugmynd þína að þær hugmyndir væru algildar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.9.2008 kl. 16:34

19 identicon

Ég fordæmi algjörlega þessi morð.

Þeir sem þetta gerðu eru einfaldlega glæpamenn og konurnar eiga að fá að ráða sínu makavali sjálfar.  Það er skilyrðislaust.

Ég sturta öllum menningarlegum afstæðu þvættingi og fjölþjóðamenningu   niður um klósettið hjá mér þegar kemur að svona stórglæpum þó að heiðursmorð séu réttlætt  af íslam samanber  Kóran 018:74-81. Enda samin af falsspámanni sjálfsskipaðs sendiboða  falsguðs.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 20:50

20 Smámynd: Mofi

Hjalti
Eins og ég hef áður skrifað þá hefurðu ekki útskýrt hvernig röksemdafærslan: "Guð skapaði heiminn, þar af leiðandi eru siðferðisskoðanir hans algildar." gengur fyrir sig.

Afþví að siðferðisskoðanir eru líka skapaðar; ákveðnar af einhverjum.

Hjalti
Ég skil ekki síðari helming setningarinnar. Ég skil ekki "að skapa hvað er rétt og hvað er rangt".

Við erum með rétt og við erum með rangt, einhvern tíman þá var ekki til eitthvað rétt og rangt; einhver varð að ákveða hvað það væri.

Hjalti
Ég get alveg fallist á það að guðinn þinn (ef hann væri til) hefði hugmyndir um hvað væri rétt og rangt, en ég sé ekkert sem styður þá hugmynd þína að þær hugmyndir væru algildar.

Alveg eins og Guð myndi ákveða hvernig þyngdarlögmálið virkar. Það skiptir engu máli þótt að einhver er ósammála því hvernig það virkar, það breytir ekki raunveruleikanum. Að sama skapi skiptir ekki máli þó að nokkrir aðilar eru ósammála siðferðislögmálinu, það breytir ekki raunveruleika þess.

Skúli
Ég sturta öllum menningarlegum afstæðu þvættingi og fjölþjóðamenningu   niður um klósettið hjá mér þegar kemur að svona stórglæpum þó að heiðursmorð séu réttlætt  af íslam samanber  Kóran 018:74-81. Enda samin af falsspámanni sjálfsskipaðs sendiboða  falsguðs.

Hjartanlega sammála þér Skúli.

Mofi, 5.9.2008 kl. 09:22

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: Afþví að siðferðisskoðanir eru líka skapaðar; ákveðnar af einhverjum.

Ef þú átt við að maður ákveði sínar eigin siðferðisskoðanir, þá er ég sammála því. T.d. ef guðinn þinn væri til, þá myndi hann ákveða sínar eigin siðferðisskoðanir (alveg eins og allir aðrir). Ég sé ekki hvers vegna þú telur þetta þýða að skoðanir hans séu algildar.

Mofi: Við erum með rétt og við erum með rangt, einhvern tíman þá var ekki til eitthvað rétt og rangt; einhver varð að ákveða hvað það væri.

Þarna ertu að gera ráð fyrir því að það sé til eitthvað algilt rétt og rangt. Ef guðinn þinn væri til, þá myndi hann örugglega "ákveða" hvað er rétt og hvað er rangt, alveg eins og ég og þú "ákveðum" líka hvað er rétt og rangt. Þú verður að útskýra fyrir mér hvers vegna skoðanir guðins þíns á réttu og röngu eru algildar.

Mofi: Alveg eins og Guð myndi ákveða hvernig þyngdarlögmálið virkar. Það skiptir engu máli þótt að einhver er ósammála því hvernig það virkar, það breytir ekki raunveruleikanum. Að sama skapi skiptir ekki máli þó að nokkrir aðilar eru ósammála siðferðislögmálinu, það breytir ekki raunveruleika þess.

En við erum einmitt að deila um það hvort það sé til eitthvað "siðferðislögmál" (að skoðanir guðins þíns séu algildar). Ef skoðanir hans væru algildar, þá myndi auðvitað ekki skipta máli hvort maður væri ósammála þeim eða ekki, en þær eru ekki algildar.

Ég gæti alveg eins sagt, skoðanir mínar á réttu og röngu eru siðferðislögmál, það að þú sért ósammála skiptir engu máli, alveg eins og með þyngdarlögmál.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.9.2008 kl. 12:26

22 Smámynd: Mofi

Hjalti
Ef þú átt við að maður ákveði sínar eigin siðferðisskoðanir, þá er ég sammála því. T.d. ef guðinn þinn væri til, þá myndi hann ákveða sínar eigin siðferðisskoðanir (alveg eins og allir aðrir). Ég sé ekki hvers vegna þú telur þetta þýða að skoðanir hans séu algildar.

Maður getur það ekki; geturðu þú ákveðið fyrir sjálfan þig að myrða og nauðga er í lagi?

Hjalti
Þarna ertu að gera ráð fyrir því að það sé til eitthvað algilt rétt og rangt. Ef guðinn þinn væri til, þá myndi hann örugglega "ákveða" hvað er rétt og hvað er rangt, alveg eins og ég og þú "ákveðum" líka hvað er rétt og rangt. Þú verður að útskýra fyrir mér hvers vegna skoðanir guðins þíns á réttu og röngu eru algildar.

Ég vil ekki vera leiðinlegur en það vill svo til að ég á að vera með ræðu á Selfossi á morgun og hún fjallar einmitt um siðferðislögmálið og ég var að hugsa um að setja hana sem blogg grein þá á morgun.  Hefði meira gaman af því að rökræða þetta út frá svona...meiri heildarsýn; ef það er í lagi?

Mofi, 5.9.2008 kl. 12:55

23 Smámynd: Arnar

Mófi:
.. geturðu þú ákveðið fyrir sjálfan þig að myrða og nauðga er í lagi?

Eh.. og morðingjar og nauðgarar gera hvað?

Arnar, 5.9.2008 kl. 14:35

24 Smámynd: Mofi

Arnar
Eh.. og morðingjar og nauðgarar gera hvað?
Trúir þú því að morðingjar haldi að það er í lagi að nauðga og myrða? 

Mofi, 5.9.2008 kl. 15:16

25 Smámynd: Arnar

Kannski ekki allir, en heldurðu að morðingar væru að myrða ef þeir héldu ekki að það væri í lagi.  Heldurðu td. að það séu margir nauðgarar sem finnst það ekki í lagi að nauðga?

Morð eru kannski framin af 'óyfirlögðu' ráði (þe. óvart) en þú td. nauðgar ekki óvart eða ómeðvitað.

Arnar, 5.9.2008 kl. 16:09

26 Smámynd: Mofi

Ég held að lang flestir sem nauðga viti að það er rangt en þeir láta undan þeirra löngunum.  Þekkir þú einhvern morðingja sem finnst það vera í lagi að myrða?  Núna þarft að gera greinar mun á milli þess að einhver réttlætir morðið en það í sjálfu sér sýnir fram á að hann telur það vera rangt að myrða en bara þarna hafði hann góða ástæðu.

Mofi, 5.9.2008 kl. 16:12

27 Smámynd: Arnar

Er bara alveg óskaplega lítið í því að umgangast morðingja.

Amk. svo framarlega sem ég veit.

Arnar, 5.9.2008 kl. 16:43

28 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: Maður getur það ekki; geturðu þú ákveðið fyrir sjálfan þig að myrða og nauðga er í lagi?

Mér persónulega finnst ekki rétt að drepa og myrða. Eins og Arnar bendir á þá er til fólk sem er ósammála. Ég get ímyndað mér aðstæður þar sem það væri siðlegt að drepa, t.d. ef að samfélagið myndi hrynja og að matur væri af mjög skornum skammti.

En vonandi svararðu þessari spurningu á morgun.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.9.2008 kl. 00:04

29 Smámynd: Mofi

Arnar
Er bara alveg óskaplega lítið í því að umgangast morðingja.

Amk. svo framarlega sem ég veit

Vonandi :)

Sigmar
Ég veit ekki betur en flestir skoðanabræður þínir í BNA séu fylgjandi dauðarefsingum.. í mínum huga er það ekkert annað en morð

Ég get ekki kallað það morð að taka af lífi einhvern sem hefur ákveðið að drepa aðra manneskju. Samfélagið að mínu mati hefur rétt til að stöðva morðingja, jafnvel með dauða. Persónulega þá aftur á móti er ég mjög tvístígandi hvort ég sé hlynntur þeim, það er alltaf ógnvænlegt að hugsa til þess að fólk getur verið saklaust og það er ekki hægt að taka svona til baka.

Hjalti
Mér persónulega finnst ekki rétt að drepa og myrða. Eins og Arnar bendir á þá er til fólk sem er ósammála. Ég get ímyndað mér aðstæður þar sem það væri siðlegt að drepa, t.d. ef að samfélagið myndi hrynja og að matur væri af mjög skornum skammti.

Þarna kemurðu inn áhugaverðan punkt, þetta með að aðstæður gætu krafist þess. En þá ertu í rauninni að sýna fram á að í grundvallar atriðum er samkomulag um hvað er rétt og hvað er rangt. Fólk hefur rétt til lífs en ef fólk þarf að velja hverjir lifa og hverjir deyja þá auðvitað verður þetta allt saman erfitt. En þetta verður erfitt af því að við erum sammála um að saklaust fólk hafi rétt til lífs.

Hjalti
En vonandi svararðu þessari spurningu á morgun.

Aðeins að hreinskrifa greinina en vonandi í dag...

Mofi, 8.9.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband