Hvað myndi gerast ef menn finndu lifandi risaeðlu?

Virkilega forvitnilegar myndir en ekki hægt að slá neinu á föstu með hvað þetta er.  Verður mjög gaman að fylgjast með þessu.  Er möguleiki að um sé að ræða risaeðlu eins og þessa hérna?

 muraeonsaurus

Aðeins frekari rannsóknir geta leitt það í ljós, eða þess vegna leitt í ljós að um gabb eða misskilning sé að ræða.

En hvað ef þetta væri risaeðla?  Nokkrir frægir darwinistar hafa sagt margt áhugavert um hvað það myndi þýða. 

NOVA TV Special, God, Darwin And The Dinosaurs
...dinosaur footprints, side by side with humans. Finding them would counter evidence that humans evolved long after the dinosaurs became extinct and back up...[the] claim that all species, including man, were created at one time


Louis Jacobs - In Quest of the African Dinosaur, p.261
co-occurrence of men and dinosaurs. Such an association would dispel an Earth with vast antiquity. The entire history of creation, including the day of rest, could be accommodated in the seven biblical days of the Genesis myth. Evolution would be vanquished.

.

Mér finnst í rauninni þessar fullyrðingar ótrúverðugar. Ég hef enga trú að þessir menn eða Darwinistar almennt myndu hafna þróunarkenningunni ef það væru pottþétt sannanir að menn og risaeðlur lifðu á sama tíma eða að einhverjar væru á lífi í dag.  

Við höfum þegar nóg af ástæðum til að álykta að þessi dýr voru uppi á sama tíma og menn, sjá: Blind trú

Einnig rakst ég á eitt forvitnilegt, harðnað setlag sem inniheldur spor frá risaeðlu og manni, sjá: Rock-solid proof?

Fyrir forvitna þá er hérna síða sem fjallar um svona dýr, sjá: http://www.cryptozoology.com 

 

Svo að lokum video sem að vísu hægt er að sjá frá fréttinni.


mbl.is Stóravatnsskrímslið fangað á kvikmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Æji mófi, þú veist að quote-mining er það sama og að ljúga og lygarar komast ekki inn í himnaríkið þitt..

Og í þessum þrem quote-mines sem þú hefur gripið af AiG er verið að tala um hvernig það myndi kollvarpa kenningum ef það fyndust steingervingar sem pössuðu ekki inn í heildar myndina, ekkert um það hvort risaeðlur væru á lífi í dag eða ekki.

Arnar, 29.8.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Arnar

Veit ekki hvaðan þú hefur þessa frétt, en hún er dagsett 28.8.2008.

Steingervingurinn frá Paluxy River fannst miklu fyrr eða 1930, samkvæmt Wiki.

Löngu búið að stimpla þetta sem fölsun, í besta falli 'wishful thinking':
Human and dinosaur footprints have been found together in the Glen Rose formation at Paluxy River, Texas.

Arnar, 29.8.2008 kl. 15:50

3 Smámynd: Arnar

Mófi:
Er möguleiki að um sé að ræða risaeðlu eins og þessa hérna?

Hæpið, það sem sést á myndinni er algerlega útlima laust og höfuðið virðist breiðara en búkurinn, minnir helst á snák.

Arnar, 29.8.2008 kl. 15:55

4 Smámynd: Mofi

Sveinn
Skoðum aðeins hvort þeir hafi raunverulega eitthvað um málið að segja:

Af einhverjum ástæðum þá vistaðist ekki svarið mitt... hef endurtekninguna miklu styttri.  Þetta er rétt hjá þér með tilvitnanirnar, fljótfærni í tímaleysi hjá mér en búinn að setja aðrar sem setja þetta betur fram.

Sveinn
Að finna mannabein í þessum jarðlögum sem Dawkins nefnir, að finna hestaleifar í jarðlögum eldri en Cambrium (sem minnir óneitanlega á hið margfræga dæmi vísindamannsins

Sköpunarsinni myndi heldur ekki búast við að finna mannabein þarna.  Menn sögðu eitt sinn svipaða hluti um að finna fiska í Cambrium en síðan fundust þeir og þá bara... merkilegt hvað fiskar þróuðust hratt og málið dautt.

Arnar
Æji mófi, þú veist að quote-mining er það sama og að ljúga og lygarar komast ekki inn í himnaríkið þitt..

Arnar, við vitum öll að þú veist ekki hvað quote-mining er, algjör óþarfi að minna okkur á það.

Arnar
Steingervingurinn frá Paluxy River fannst miklu fyrr eða 1930, samkvæmt Wiki.

Menn hafa verið að finna svona í langan tíma; dæmið sem ég nefndi var aðeins hið nýjasta sem ég veit um.

Arnar
Hæpið, það sem sést á myndinni er algerlega útlima laust og höfuðið virðist breiðara en búkurinn, minnir helst á snák.

Í endan á myndbandinu þá virkaði þetta aðeins öðru vísi en pottþétt, engan veginn. 

Mofi, 29.8.2008 kl. 16:04

5 Smámynd: Arnar

Arnar
Æji mófi, þú veist að quote-mining er það sama og að ljúga og lygarar komast ekki inn í himnaríkið þitt..

Mófi:
Arnar, við vitum öll að þú veist ekki hvað quote-mining er, algjör óþarfi að minna okkur á það.

Heh, right.  Skora á þig að gera könnun meðal þeirra sem lesa bloggið þitt um hvort hafi rétt fyrir sér um quote-mining, ég eða þú.

Skilgreiningin á Quote mining á Wiki gæti td. verið skrifuð um þig:

Quote miningis the practice of purposely compiling frequently misleading quotes from large volumes of literatureor speech.[1]

The term is pejorative. "Quote miners" are often accused of contextomyand misquotation, in an attempt to represent the views of the person being quoted inaccurately. For example, if a person being quoted disagrees with some position, a quote miner will present quotes that suggest that instead, this person is supportive of this position. Material that ostensibly bolsters this position is often taken out of context. Exposition that is at odds with the argument being made in the same text is excluded or otherwise obscured.

The expression is also sometimes used in a slightly weaker sense, merely meaning that a quote is being used to support an idea that the original author rejects. In this second case, even a quote which is accurate can be considered a "mined quote".

Þú ert líka svo hrifinn af rökvillum, hér er einn fyrir þig : Fallacy of quoting out of context

Eigum við að rifja upp þegar þú kallaðir Huxley rasista með því að quote mine í grein sem hann skrifaði gegn þrælahaldi?

Arnar, 29.8.2008 kl. 16:37

6 Smámynd: Mofi

Arnar
Skilgreiningin á Quote mining á Wiki gæti td. verið skrifuð um þig:
Hvernig tók ég orð þessara manna úr samhengi?

Arnar
Eigum við að rifja upp þegar þú kallaðir Huxley rasista með því að quote mine í grein sem hann skrifaði gegn þrælahaldi?

Ég benti á stað þar sem Huxley sagði að svertingjar væru ekki jafnir hinum hvíta manni; það varst þú sem blaðraðir um rasista.  Ef ég síðan hefði kallað Huxley rasista þá er það ekki quote mining; það er einfaldlega ásökun á hendur manninum.  Ég saka hann aðeins um það að halda því fram að svertingjar væru óæðri hvíta manninum og orð hans sönnuðu það.


Ómálefnleg færsla frá Sigmari fjarlægð.

Mofi, 29.8.2008 kl. 17:34

7 Smámynd: Mofi

Sveinn
Reyndar var ekki um qoute-mining að ræða í þetta skipti.
Vá, þarna kemur þú mér á óvart...
Sveinn
En þessi nýju quote styðja heldur ekki mál höfundar.  Þessir tveir svokölluðu Darwinistar eru ekkert að tala um lifandi risaeðlur í dag heldur ef eitthvað fyndist sem sannaði að menn voru uppi á tíma risaeðlanna
Og ef risaeðlur væru lifandi í væru þær þá uppi á sama tíma og við?

Mofi, 29.8.2008 kl. 17:54

8 Smámynd: Mofi

Sigmar
Hákarlar voru til í nánast óbreyttri mynd á blómatíma risaeðlna, sé ekki hvernig það ætti að skipta máli í þessu samhengi

Eins ég bendi á þá höfðu margir Darwinistar sagt að það myndi varpa dágóðum skugga á þróunarkenninguna og ég benti líka á að ég efaðist um að það myndi breyta einhverju.

Mofi, 29.8.2008 kl. 18:01

9 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi, grundvallar spurning fyrir þig hér.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 30.8.2008 kl. 01:06

10 identicon

Halldóra S.

 Við segjum að risaeðlur, í þeirri merkingu sem þú notar orðið, séu útdauðar einfaldlega af því að við höfum ekki fundið lifandi risaeðlur á okkar líftíma. Á sama hátt segjum við að geirfuglinn sé útdauður, einfaldlega af því við vitum ekki um neinn sprækan og spriklandi geirfugl í dag. Sama á við um Dodo fuglinn sem okkur mönnunum tókst sennilega að útrýma með afskiptasemi okkar. Það að finna lifandi dodo fugl í dag myndi ekki afsanna þróun, og ekki heldur að finna lifandi geirfugl.

Hvernig færðu það þá út að lifandi risaeðla myndi afsanna þróunarkenninguna?

Við vitum ekki með fullri vissu afhverju risaeðlurnar dóu allar út, en margar kenningar eru uppi, t.d. um að loftsteinn hafi rekist á jörðina og valdið gríðarlegum hörmungum sem leiddu til falls þeirra.  Það er alveg möguleiki að á litlum svæðum hafi risaeðlur haldið velli. Eins og áður hefur verið nefnt á þessum þræði þá eru krókódílar og hákarlar mjög forn dýr sem hafa haldið velli þrátt fyrir breytingar á jörðinni á lífskeiði tegundanna, hvers vegna ekki einhverjar risaeðlur?

Ef þetta reynist vera lifandi "risaeðla" þá getum við sagt að ein tegund af  "risaeðlu" er enn þá lifandi í dag. Hvað varð þá um allar hinar? Nóaflóðið? I think not.

Misskilningurinn orsakast sennilega af því að í gömlum jarðlögum finnum við leifar risaeðla, þar finnast ekki leifar manna. Ef við finnum gömul jarðlög, frá þeim tíma sem risaeðlurnar voru upp á sitt besta, með mannaleifum þá  gæti þróunarkenningin verið í bobba. Það er ekki vegna þess að manneskjur og risaeðlur röltu saman um græna grundu, heldur fyrst og fremst vegna þess að mannabein myndu finnast í svo rosalega gömlum fornlögum, sem bendir til þess að maðurinn hafi þróast miklu mun fyrr en skýranlegt er með þróunarkenningunni. 

Einn mikilvægur punktur sem ég vil koma á framfæri. Kenning í vísindalegum skilningi er ekki bara einhver hugmyndafræði gripin úr lausu lofti, heldur hugmyndafræði sem byggir á miklum rannsóknum og athugunum sem styðja hugmyndafræðina. Tilgáta er allt annað mál, þar sem tilgátur eru meira í líkingu við það sem margir kalla "kenningu". Þróunarkenningin er kenning af því að gríðarlega margar athuganir og rannsóknir styðja hana.

Þór Friðriksson (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 13:50

11 Smámynd: Davíð Þóroddur Ólafsson

Hákarlar voru til í nánast óbreyttri mynd á blómatíma risaeðlna, sé ekki hvernig það ætti að skipta máli í þessu samhengi

Það að dýr þróist, taki breytingum með tímanum, lagi sig að breyttum aðstæðum. Ertu að segja að það sé ekki partur af þróunnarkenningunni?

Við þessar breyttu aðstæður í dag ætti ekki að finnast svo mikið sem EIN risaeðla, ekki satt Sveinn?

Risaeðlur dóu út vegna þess að eitthvað kom fyrir sem gerði þeim erfit að lifa af(finna fæðu, flýja undan rándyrum etc. nákvæmlega hvað er óvitað, en eitthvað var það) Hinsvegar ef risaeðla lendir ekki í þessum vandræðum, er sjúkdóma frítt og sfv þá deyr þetta dýr ekkert út. Og ef það er engin þrýstingur frá umhverfinu þá breytists þetta dýr voða voða lítið. Vegna þess að þær stökkbreytingar sem gætu hjálpað við ákveðin skilyrði gera ekkert. Vegna þess að aðstæður eru núþegar(þáþegar?) góðar hjá þessu dýri. Þess vegna er hákarlinn og krókódíllin nánast óbreyttir(þó að við sjáum auðvitað margar tegundir, af ofannefndum ástæðum)

Davíð Þóroddur Ólafsson, 30.8.2008 kl. 17:17

12 Smámynd: Davíð Þóroddur Ólafsson

einimitt. nákvæmlega hvað það var sem olli því að risaeðlur dóu út er óvitað.

hinsvegar er það mikið vitað um jörðina og hvernig hún formaðist að það er talið nokkuð víst(það þýðir nánast búið að útiloka) að það var ekki nóaflóð. Það einfaldlega vantar öll ummerki um það að jörðin hafi, fyrir um 5000 árum síðan, hafi verið þakin í vatni. 

Ég segi bara eins og aðrir hér. Þó að risaeðla finnist lifandi ídag breytir engu hvað varðar þróunnar kenninguna - Ef eitthvað þá staðfestir það hana. Það skiptir ekki máli hversu "þróuð" lífveran er. Ef hún er vel aðlöguð að sínum aðstæðum(eða þolir breytingar vel etc) þá þarf hún ekkert að breytast.

Davíð Þóroddur Ólafsson, 30.8.2008 kl. 21:57

13 Smámynd: Davíð Þóroddur Ólafsson

og varðandi

 Vísindin svara oft einföldum spurningum frá einföldu fólki (mér) með því að varpa fram annarri spurningu eða koma með getgátur : loftsteinn? ísöld? rándýr? flóð (en sko ekki Nóaflóðið).

er að "einfaldar" spurningar eru nánast ekki til hvað varðar vísindi. 

Af hverju er maurastríð í sjónvarpinu þegar engin rás er stillt? Af hverju er himinin blár? Af hverju erum við með fimm putta? Af hverju dóu risaeðlur út? Þetta er, þegar öllu er á botnin hvolft, ekkert svo einfaldar spurningar.

Davíð Þóroddur Ólafsson, 30.8.2008 kl. 22:01

14 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Nokkrar spurningar

Þarf eðla að ná ákveðinni stærð til að geta kallast risaeðla? Eða voru allar eðlur á t.d. júra-tímabilinu kallaðar risaeðlur burtséð frá því hvort þær voru í raun stórar eða smáar?

Ástæðan fyrir þessum spurningum eru fullyrðingar um að hluti risaeðla hafi þróast í fugla. Voru það ekki smærri eðlurnar? Heita þær líka risaeðlur?

Ef einhver hefur einhverja vitneskju um þetta væru það kærkomnar upplýsingar.

Ps. Halldóra, mér finnast athugasemdir þínar að mestu óttalega kjánalegar

Páll Geir Bjarnason, 31.8.2008 kl. 02:59

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eru ekki fólk alltaf að finna eitthvað nýtt á jörðinni? Sjór og vötn eru ekkert mikið rannsökuð! Ég er á stað í Asíu þar sem er steinn sem afsannar þyngdarlögmálið!.. alla vega þar sem steinnin er...

...leðurblökur svo stórar, og í svo miklum fjölda, að manni dettur í hug fljúgandi loðnutorfur af stærstu gerð, nema hver leðurblaka er með ótrúleg vænghaf, meira enn meter alla vega..ekki eins og venjulegar fljúgandi rottur sem er fullt af hér..sem er reyndar étið hér um allt...

..eðlur svo langar að að þær líta alveg eins út og flestar fornaldarófreskjur og ég er guðslifandifegin að þær séu ekki fljúgandi.. 

..Svo urðum við að stoppa bílinn fyrir slöngu sem vara ð skríða yfir götuna. Hún náði yfir báðar akgreinar...

..þetta er eins og að sitja við tölvu og blogga beint úr fornöldinni..annars er árið 2552 hér, svo það eruð þið sem eruð í fornöld og ekki ég..engin hér sem man eftir árinu 2008..meira enn hálf öld síðan...

Ps. Hvað er kjánalegt við athugasemdir Halldóru, Páll Geir?

Óskar Arnórsson, 31.8.2008 kl. 13:33

16 identicon

Ég myndi verða skíthrædd

Brúnkolla (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 14:54

17 identicon

Maður myndi náttúrulega leggja ofurkapp á að finna Big Foot til þess að láta hann lumbra á risaeðlunni.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:29

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef svo ólíklega vildi til að risaeðla fyndist á lífi, þá mun það engin áhrif hafa á þróunarkenninguna. Það yrði aðeins vitnisburður um að ein grein forsögulegra dýra hafi haldið lífi. Ekki dáið út í hamförum. Risaeðlur þróuðust ekki út úr dýraríkinu, heldur eru taldar hafa drepist við áreksturr lofsteins, Ísaldar eða hvaða kenningar sem eru uppi um skyndilegt brotthvarf þessara tegunda.

Þetta er samt afar ólíklegt í tilfelli þessa sæorms. Líklegast er þetta lífrænn klasi þörunga eða svifdýra eða álíka.

Það er rétt að minna á að enn eru á lífi dýr, sem eru svipuð því sem þau voru á sínum tíma.

Risaeðlur hefðu ekki farið framhjá neinum, en afspregi forsögulegra spendýra, má þó finna í hvölum t.d.  Ég þori að veðja við þig að það mun aldrei finnast risaeðla í sama formi og dó út á sínum tíma. Stórvaxið afbrigði af hvalastofni eða stór áll er ekki útilokað. Það finnast nýjar tegundir á hverjum degi og margar deyja út á hverjum degi. Sumar lifa af og laga sig að breyttum aðstæðum, aðrar eru ófullkomnari og ná því ekki. Það er þáttur í þróun lífsins. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.9.2008 kl. 01:16

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Halldóra: Allt á sér enda og vísindamenn hafa reiknað það út hvenær okkur verður ólíft hér. Heimsendir fyrir menn, en jörðin lifir áfram. Hann er ekki kominn og er ekkert á leiðinni þótt hinir ýmsu trúarhópar spái nokkrum á ári. Það vissi enginn rassgat til forna frekar en þú í dag.

Mofi: Hvenær er aftur næsti heimsendir hjá ykkur sjöundadags aðventistum og hvenær var hann síðast?

Annars er dauði hvers manns, heimsendir hans, svo þið ættuð ekki að hafa áhyggjur. Það er gott dæmi um egósentrík trúaðra, að vera að velta sér upp úr þessu.  Það eru talsvert margir sem segjast vera Jesú kristur í dag og nokkur hundruð gegnum síðustu aldir. Ég þekki einn, sem er á kleppi.

Þið megið annars góna eins og þið viljið upp í loftið og bíða eftir endurkomu manns sem aldrei var til.  Það er ekki það fjarstæðukenndasta í ykkar viti firrta kolli.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.9.2008 kl. 01:33

20 identicon

Þú segir Halldóra: Alveg merkilegt að fólkið í gömlu fræðunum vissi alltaf að heimsendir myndi koma...
HALLÓ, auðvitað kemur heimsendir.. en þetta lið í gömlu fræðunum er búið að bulla um þetta í þúsundir ára... alltaf FAIL.

Þeir sem hafa lífsýn sem byggir á engu nema gömlu ævintýri eru náttlega smá tæpir á því

DoctorE (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 08:52

21 Smámynd: Mofi

Sveinn
Að finna lifandi risaeðlu (eins og við sjáum í bíó) í dag myndi ekki hrekja þróunarkenninguna á nokkurn hátt en að finna sannanir fyrir að menn hafi verið uppi á þeim tíma sem við í daglegu tali köllum tíma risaeðlanna, þ.e.a.s. fyrir 235-65 milljón árum síðan myndi gera það

Svona stór dýr að "deyja út" fyrir 65 miljón árum síðan og síðan vera á lífi í dag... ekkert skrítið að við eigum að hafa jarðsögu upp á síðustu 65 miljón ár og engar leyfar af þessum dýrum?  

Ástæðan fyrir því að það myndi ekki hafa nein áhrif á trú þróunarsinna er vegna þess að þeirra trú er ekki byggð á staðreyndum; búið að nauðbeygja svo margar staðreyndir til að halda áfram að trúa að þið eru í fanta formi og svona myndi ekki einu sinni láta ykkur efast í einar tvær sekúndur.

Sveinn
Halldór, Louis Jacobs var heittrúaður gyðingur og rabbíi.  Hvernig þú færð út að hann hafi verið Darwinisti er mér hulið en, jæja, heiðarleiki hefur svosem aldrei verið þín sterkasta hlið hér á blogginu.

Ég var að treysta heimasíðu sem listaði upp það sem darwinistar hafa sagt um hvað myndi gerast ef risaeðlur væru lifandi... get ekki neitað því að ég hef misst dáldið trú á þeirra heilindum; þarf að senda þeim póst og spyrja þá út í þetta.  

Laissez-Faire,
fyrst þú hefur svona mikinn áhuga á þessu mofi þá ættiru að hafa gaman af þessum fiski

 Já, þetta er mjög skemmtilegur fiskur og sköpunarsinnar halda mikið upp á hann :)  

Hann er svona eins og risaeðlurnar, átti að hafa dáið út fyrir mörgum miljónum árum síðan og engin ummerki um hann í "yngri" jarðlögum en síðan fannst hann á lífi.  Menn héldu líka á tímabili að þetta væri einhvers konar millistig á meðan þeir höfðu aðeins steingervingin af honum... Takk fyrir að benda á hann Laissez-Faire  :)

http://www.answersingenesis.org/creation/v22/i2/living_fossil.asp

Jón Steinar
Mofi: Hvenær er aftur næsti heimsendir hjá ykkur sjöundadags aðventistum og hvenær var hann síðast?

Aðvent kirkjan hefur aldrei sett dagsetningu á dómsdegi.

Jón Steinar
Þið megið annars góna eins og þið viljið upp í loftið og bíða eftir endurkomu manns sem aldrei var til.  Það er ekki það fjarstæðukenndasta í ykkar viti firrta kolli.

Að segja að Kristur var aldrei til er afskaplega fjarstæðukennt; erfitt að finna einhvern frá þessum tíma sem tilvist er jafn vel skjalfest með jafn áreiðanlegum gögnum.

Mofi, 1.9.2008 kl. 10:25

22 Smámynd: Jón Ragnarsson

Maður skammast sín nú fyrir að skrifa á þetta blogg, það er svo mikið af bulli hérna...  Lágmark að menn lesi sér til um það sem menn "gagnrýna".

Jón Ragnarsson, 1.9.2008 kl. 11:17

23 Smámynd: Mofi

Jón Ragnarsson, já, merkilegt hvað þessir gaurar Sveinn og DoctorE láta út úr sér... En svona er þetta þegar mismunandi viðhorf mætast. Hvað fór í taugarnir á þér í þetta skiptið Jón?

Mofi, 1.9.2008 kl. 12:06

24 Smámynd: Jón Ragnarsson

Minn kæri Mofi. Það myndi ekki breyta neinu um þróunarkenninguna. Nákvæmlega engu. Núll og nix. Eins og menn hafa bent á, þá hafa fundist "lifandi steingervingar". Dýr sem menn töldu að væru útdauð, en spretta svo upp. Annað dæmi er hákarlinn, dýr sem má rekja 400 milljón ár aftur í tímann.

Evidence for the existence of sharks extends back over 450–420 million years, into the Ordovician period, before land vertebrates existed and before many plants had colonised the continents.[17] All that has been recovered from the first sharks are some scales. The oldest shark teeth are from 400 million years ago. The first sharks looked very different from modern sharks.[18] The majority of the modern sharks can be traced back to around 100 million years ago.[19]

Þróunarkenningin segir ekki að allar tegundir þurfi að þróast alltaf. Bara að þróun á sér stað, mismunandi hratt og á mismunandi hátt. 

Jón Ragnarsson, 1.9.2008 kl. 12:54

25 Smámynd: Mofi

Jón
Minn kæri Mofi. Það myndi ekki breyta neinu um þróunarkenninguna. Nákvæmlega engu. Núll og nix.

Ég er alveg sammála því enda skrifaði ég það í greininni.

Mofi, 1.9.2008 kl. 13:16

26 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það er ómögulegt að segja, því að tíminn í þá daga var hugsaður öðruvísi en í nútímanum.

Ha?

Það er alveg rétt að aðventistar hafa aldrei sett fram dagsetningu á heimsendi - baptistapresturinn William Miller hélt því hinsvegar fram að Jesú myndi snúa aftur til jarðar "bráðum". Hann var beðinn um nákvæmari tímasetningu og sagði þá að Jesú myndi snúa aftur milli 21. mars 1843 og 1. mars 1844. Ekki kom Jesú, svo dagsetningin var færð til 18. apríl 1844. Enn birtist enginn Jesú, en Samuel Snow nokkur reiknaði út að hin raunverulega dagsetning væri 22. október 1844.

 Ekki birtist Jesú þá heldur (fylgjendur Millers kölluðu þetta "Vonbrigðin miklu") en dagurinn er hins vegar merkilegur í augum Aðventista, þar sem þann dag hóf Guð að dæma mannkynið. Aðventistar trúa því að þessi prósess sé enn í gangi, en setja ekki fram sérstaka lokadagsetningu.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.9.2008 kl. 14:55

27 Smámynd: Mofi

Halldóra
Þegar stendur í biblíunni t.d. að jörðin sé 6000 ára gömul, að einhverjir menn hafi orðið 200 ára og að Guð hafi skapað heiminn á 7 dögum, þá þarf það ekki endilega að vera ,,rangt",
þó að það sé ekki endilega rétt heldur útfrá því hvernig við notum tímann sem mælieiningu í dag

Biblían segir ekki beint að jörðin sé 6.000 ára gömul, frekar að ættartölur frá Adam benda til þess að frá því Adam var til dagsins í dag eru sirka 6.000 ár. Varðandi sjö dagana þá er ég bara hissa hve langan tíma Guð tók í þetta. Að síðan öll samfélög heims hafa sjö daga viku er fyrir mitt leiti sönnun að sköpunarsagan er sönn því að hún er sú eina sem er "órökrétt". Mánuðir, ár og dagar koma frá sólinni og tunglinu en sjö daga vika kemur að mínu mati frá sköpunni sjálfri.  Það er líka áhugavert að sjöundi dagurinn sjálfur er hvíldardagur í mjög mörgum fornum samfélögum, sjá: http://www.sabbathtruth.com/documentation/languages.asp

Halldóra
Hvort á maður að fylgja eigin innsæi eða fara eftir því sem menn best telja sig vita? Það er auðvitað það allra auðveldasta að kokgleypa við öllu sem samfélagið kennir manni. Ég dreg til baka óútskýranlegar tilviljanir, og notast við tilviljun því ef sú hending væri útskýrð frekar, þá væri það ekki lengur tilviljun, eða hvað?

Fylgja sínu eigin innsæi og sinni eigin sannfæringu; það er málið.

Tinna, takk fyrir sögu kennsluna, sá ekki betur en þetta var allt saman hárrétt hjá þér.

Mofi, 2.9.2008 kl. 10:23

28 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er á því að það líður aldrei neinn tími. Það er uppfinning okkar sjálfra. Er ekki sólkerfin að fjarlægjast hvort annað samkvæmt mælingum ídag? Ég veit ekki betur. Og hvað þýðir það?

Mælieiningar á tíma, af hvaða sort sem er, er stjörnufræði. Og hún á rétt á sér eins og öll fræði. það er ómögulegt að skoða neitt í samhengi út frá Biblíunni. Í fyrsta lagi er hún óskýr og virkilega óvísindaleg. Hún segir ekki neitt og ég veit ekki til þess að vísindamenn noti hana nokkurntíma sem heimild í geimvísindum.

Sköpunarsaga Biblíunnar passar miklu frekar við hinn "spirituella" heim enn nokkurntíma efnisheiminn.

Maður tekur ekki hluti og hnoðar á þeim eða strekkir til að láta þá passa í eitthvað. T.d. smiður með fjöl. Ef hún er of löng, má saga af henni. Enn sé hún of stutt, strekkir maður ekki á fjölinni til að láta hana passa. Samt var nú gaman að senda byrjendur á bátunum í gamla daga, eftir "plankastrekkjaranum" og lýsa verkfærinu með mikilli nákvæmni. :-)

Stundum eru umræður á þá leið að leytast er við að láta eitthvað passa sem alls ekki á heima þar. Biblíusköpun á efnisheiminum er eitt af því. Lítið á henni að græða sem heimildarbók, eða bókum, réttara sagt í sambandi við sköpun heimsins. Kannski mannsins, það veit ég ekki um...Adam og Eva hljómar ekki vel sem byrjun á mannkynssögu, talandi snákur sem var síðan dæmdur til að skríða á maganum.

Svaka hlýtur snákurinn að hafa verið ánægður með þann dóm! Hann skreið hvort eð er alltaf á maganum. Það hlýtur að vera hægt að leiðrétta svona rugl eins og að kenna sveitamönnum í Tyrklandi að jörðin sé ekki flöt... 

Óskar Arnórsson, 2.9.2008 kl. 11:25

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Af hverju að eyða athugasemdum? Það virkar ekki vel á neinn.. 

Óskar Arnórsson, 2.9.2008 kl. 18:32

30 identicon

Að síðan öll samfélög heims hafa sjö daga viku er fyrir mitt leiti sönnun að sköpunarsagan er sönn því að hún er sú eina sem er "órökrétt". Mánuðir, ár og dagar koma frá sólinni og tunglinu en sjö daga vika kemur að mínu mati frá sköpunni sjálfri.
Þetta er ekki rétt. 7 daga vikan er heiðið fyrirbæri eins og flest allt annað í Kristninni. http://www.ac.wwu.edu/~stephan/Astronomy/7day.html

Ragnar (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 18:41

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: Það er líka áhugavert að sjöundi dagurinn sjálfur er hvíldardagur í mjög mörgum fornum samfélögum, sjá: http://www.sabbathtruth.com/documentation/languages.asp

Þetta er með þeim allra heimskulegustu greinum sem ég hef séð.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.9.2008 kl. 19:31

32 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Úps..ýtti óvart á senda, ætlaði bara að haka við "Vakta athugasemdir".

En þessi grein sem þú vísar á er heimskuleg vegna þess að þarna eru klárlega nánast öll tungumálin með tökuorð úr hebresku fyrir laugardag. T.d. tyrkneska: Yomessabt

Af hverju heldurðu að flónið sem skrifaði þessa grein hafi ekki sagt frá því hvað laugardagurinn er kallaður í málum frumbyggja Indónesíu eða Ameríku?

Svo er höfundurinn meira að segja óheiðarlegur, í staðinn fyrir að segja að nafnið á laugardegi í latínu sé dies Saturni hefur hann sabbatum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.9.2008 kl. 19:44

33 Smámynd: Mofi

Óskar
Af hverju að eyða athugasemdum? Það virkar ekki vel á neinn

viðkomandi er búinn að vera með skítkast allt of oft og ég bannaði hann sem notanda en síðan kemur hann bara aftur og aftur.  Ég einfaldlega vil ekki eyða tíma mínum í að svara sífeldu skítkasti. Vonandi er það skiljanlegt.

Ragnar
Þetta er ekki rétt. 7 daga vikan er heiðið fyrirbæri eins og flest allt annað í Kristninni. http://www.ac.wwu.edu/~stephan/Astronomy/7day.html

Að aðrir eru með þetta líka sýnir aðeins fram á að þetta á sameiginlegan uppruna og ég trúi að sjö daga sköpun er líklegasta orsökin.

Hjalti
Af hverju heldurðu að flónið sem skrifaði þessa grein hafi ekki sagt frá því hvað laugardagurinn er kallaður í málum frumbyggja Indónesíu eða Ameríku?

Hann er aðeins að benda á dæmi þar sem sjöundi dagurinn er kallaður hvíldardagur; afhverju eiginlega ætti hann að nefna öll dæmi þar sem hann er ekki kallaður hvíldardagur?  Afhverju svona mikla andúð á þessum manni, ég sé enga ástæðu til að vera að rakka hann niður. Veit ekki betur en hann er að benda á ákveðna staðreynd varðandi hin ýmsu tungumál og menn draga þær ályktanir út frá því sem þeir vilja.

Hjalti
Svo er höfundurinn meira að segja óheiðarlegur, í staðinn fyrir að segja að nafnið á laugardegi í latínu sé dies Saturni hefur hann sabbatum.

Ertu viss um að þú hafir hérna rétt fyrir þér frekar en hann?  Hafðu í huga að hann er að tala um forn tungumál svo því eldri heimildir því betra í þessu tilliti.

Sigmar
Bíddu -- hvað er í gangi Halldór

Þú ert búinn að eyða hér öllu sem ég skrifaði í gær og dag....

Áttu við þessa málefnalegu athugasemd hérna?

Sigmar
Veruleikafirring þín verður ljósari með hverjum deginum sem líður... fyrst hélt ég að þú værir ekki vitlaus bara heilaþveginn

Ég er farinn að efast um það núna síðustu misseri

Það er gaman að sjá hve kristilegt viðhorf þú virkilega hefur. Útskýrir allt í þínum málflutningi.

Mofi, 3.9.2008 kl. 09:43

34 Smámynd: Mofi

Óskar
Hún segir ekki neitt og ég veit ekki til þess að vísindamenn noti hana nokkurntíma sem heimild í geimvísindum.

Hún er heldur ekki skrifuð í þeim tilgangi en þegar hún t.d. talar um þessi mál þá hefur hún haft rétt fyrir sér. Tökum t.d. þar sem hún talar um fjölda stjarna þá segir hún hann vera gífurlegan en það var á þeim tímum er menn héldu að þeir gætu talið þær, aðeins tvö þrjú þúsund stjörnur.

Óskar
Stundum eru umræður á þá leið að leytast er við að láta eitthvað passa sem alls ekki á heima þar. Biblíusköpun á efnisheiminum er eitt af því. Lítið á henni að græða sem heimildarbók, eða bókum, réttara sagt í sambandi við sköpun heimsins

Þar sem hún hefur sýnt áreiðanleika sinn á mörgum sviðum fornleyfafræðinnar þá er aðeins rökrétt að menn athugi hvort að hennar saga geti útskýrt það sem við sjáum í dag, að minnsta kosti athugað?

Óskar
Kannski mannsins, það veit ég ekki um...Adam og Eva hljómar ekki vel sem byrjun á mannkynssögu, talandi snákur sem var síðan dæmdur til að skríða á maganum.

Ég svo sem veit ekki akkúrat hvað var í gangi þarna; minn skilningur er að um andlegar blekkingar hafi verið að ræða.

Óskar
Svaka hlýtur snákurinn að hafa verið ánægður með þann dóm! Hann skreið hvort eð er alltaf á maganum. Það hlýtur að vera hægt að leiðrétta svona rugl eins og að kenna sveitamönnum í Tyrklandi að jörðin sé ekki flöt...

Hvernig veistu fyrir víst að snákar eins og við sjáum þá í dag hafa alltaf verið þannig?

Mofi, 3.9.2008 kl. 09:56

35 identicon

Að aðrir eru með þetta líka sýnir aðeins fram á að þetta á sameiginlegan uppruna og ég trúi að sjö daga sköpun er líklegasta orsökin.
Fín rök hjá þér Mofi, en bara á yfirborðinu. Eini gallinn við hana er að kristnu nöfnin tóku við af þeim heiðnu eins og allar heimildir benda til.

Ragnar (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 10:11

36 Smámynd: Mofi

Ragnar
Fín rök hjá þér Mofi, en bara á yfirborðinu. Eini gallinn við hana er að kristnu nöfnin tóku við af þeim heiðnu eins og allar heimildir benda til.
Ertu að tala um kristna nafnið á hvíldardeginum?  Sem er "laugardagur" eða "saturday"?

Mofi, 3.9.2008 kl. 10:34

37 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: Hann er aðeins að benda á dæmi þar sem sjöundi dagurinn er kallaður hvíldardagur;....

Hann er að benda á dæmi þar sem tungumál eru annað hvort skyld hebresku eða þá hafa fengið nafnið á deginum sem tökuorð frá hebresku (beint eða óbeint).

Mofi: ...afhverju eiginlega ætti hann að nefna öll dæmi þar sem hann er ekki kallaður hvíldardagur?

Hvar sagði ég það? Ég spurði af hverju hann tekur ekki dæmi úr málum frá Ameríku eða Indónesíu. Ef þessi vitlausa tilgáta væri rétt, þá myndum við búast við því að það sama nafnið væri einnig að finna í þeim tungumálum. Ég spái því að sú sé ekki raunin.

Mofi: Afhverju svona mikla andúð á þessum manni, ég sé enga ástæðu til að vera að rakka hann niður. Veit ekki betur en hann er að benda á ákveðna staðreynd varðandi hin ýmsu tungumál og menn draga þær ályktanir út frá því sem þeir vilja.

Ég hef andúð á þessari grein af því að hún er bæði ótrúlega vitlaus og óheiðarleg.

Mofi: Ertu viss um að þú hafir hérna rétt fyrir þér frekar en hann?  Hafðu í huga að hann er að tala um forn tungumál svo því eldri heimildir því betra í þessu tilliti.

Já.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.9.2008 kl. 11:00

38 identicon

Ég er að tala um alla 7 dagana. Þetta er gömul hugmynd frá Asíu þar sem það var einn dagur fyrir allar 5 pláneturnar sem voru þekktar á þeim tíma plús sitt hvort dagurinn fyrir tunglið og sólina. Þessi hugmynd er enn vel merkjanleg í daganöfnum ýmissa tungumála.

Ragnar (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 11:01

39 Smámynd: Mofi

Hjalti
Hann er að benda á dæmi þar sem tungumál eru annað hvort skyld hebresku eða þá hafa fengið nafnið á deginum sem tökuorð frá hebresku (beint eða óbeint).

Ha?   Hvernig eiginlega geturðu sagt þetta? 

Hjalti
Hvar sagði ég það? Ég spurði af hverju hann tekur ekki dæmi úr málum frá Ameríku eða Indónesíu. Ef þessi vitlausa tilgáta væri rétt, þá myndum við búast við því að það sama nafnið væri einnig að finna í þeim tungumálum. Ég spái því að sú sé ekki raunin.

Hann er aðeins að benda á þau dæmi þar sem nafnið er mjög svipað og síðan geta menn ályktað út frá því. Hann hefði örugglega nefnt frá þessum löndum ef hann hefði þannig dæmi.  

Hjalti
Ég hef andúð á þessari grein af því að hún er bæði ótrúlega vitlaus og óheiðarleg.

Hvað er óheiðarlegt og vitlaust við hana?  Ég veit að þú ert ósammála niðurstöðu hans en afhverju segir það ekki margt að allur heimurinn hefur sjö daga viku og að mjög mörg forn samfélög kölluðu sjöundadaginn hvíldardag?  

Hjalti
Já.

Og ég er sannfærður um að þú hafir rangt fyrir þér.

Ragnar
Ég er að tala um alla 7 dagana. Þetta er gömul hugmynd frá Asíu þar sem það var einn dagur fyrir allar 5 pláneturnar sem voru þekktar á þeim tíma plús sitt hvort dagurinn fyrir tunglið og sólina. Þessi hugmynd er enn vel merkjanleg í daganöfnum ýmissa tungumála.

Eða þetta er mjög gömul hugmynd frá sköpun heimsins.

Mofi, 3.9.2008 kl. 14:03

40 identicon

Eða þetta er mjög gömul hugmynd frá sköpun heimsins. 

Heimildir benda samt til annars. Þarna ertu að beita ákvæði D-6 frá Answer in Genesis síðunni:

No apparent, perceived, or claimed interpretation of evidence in any field, including history and chronology, can be valid if it contradicts the Scriptural record.

Það nær þá ekki lengra. Þegar búið er að reka þig út í horn að þú ert farinn að beita svona taktík þá er maður sjálfkrafa búinn að vinna rökræðuna.

Ragnar (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:19

41 Smámynd: Mofi

Ragnar
Heimildir benda samt til annars. Þarna ertu að beita ákvæði D-6 frá Answer in Genesis síðunni:

Hvaða heimildir benda til annars og afhverju eru þær heimildir áreiðanlegri en Biblían?

Ragnar
Það nær þá ekki lengra. Þegar búið er að reka þig út í horn að þú ert farinn að beita svona taktík þá er maður sjálfkrafa búinn að vinna rökræðuna.

Afhverju ertu að yfirfæra þessi orð yfir á mig?

Mofi, 3.9.2008 kl. 15:23

42 identicon

Hvaða heimildir benda til annars og afhverju eru þær heimildir áreiðanlegri en Biblían?

Er það ekki augljóst Mofi minn?

Tungumál heimsins eru mjög góð heimild og eru augljóslega eldri en Biblían. Eða ákvað guð að blekkja okkur með daganöfnunum og hafa þau heiðin í flestum tungumálum þegar hann ruglaði tungumálunum?

Ragnar (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 15:50

43 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ha?   Hvernig eiginlega geturðu sagt þetta? 

Með því að skoða málið?

Hann er aðeins að benda á þau dæmi þar sem nafnið er mjög svipað og síðan geta menn ályktað út frá því. Hann hefði örugglega nefnt frá þessum löndum ef hann hefði þannig dæmi.  

Þessi maður gat t.d. ekki leitað á Wikipedia?

Hvað er óheiðarlegt og vitlaust við hana? 

Greinin er bara öll vitlaus. Þetta eru augljós tökuorð í tungumálum fólks sem hefur orðið fyrir beinum áhrifum í gegnum kristni og múhameðstrú. Óheiðarleikinn er t.d. sá að nota sabbatum í latínu í staðinn fyrir (eldri) dies Saturni.

Og ég er sannfærður um að þú hafir rangt fyrir þér

Ef þú heldur að það sé eitthvað vit í þessari grein Mofi, þá vorkenni ég þér virkilega mikið.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.9.2008 kl. 16:43

44 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, ég ætla að reyna að fá þig til að hugsa aðeins um þetta. Ef þetta er einhver arfur frá (samkvæmt sköpunarsinnum) þeim tíma þegar allar þjóðir héldu hvíldardaginn heilagan, ættum við þá ekki líka að finna svipaða sögu (laugardagurinn kallaður hvíldardagur) alls staðar í heiminum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.9.2008 kl. 16:45

45 Smámynd: Mofi

Ragnar
Er það ekki augljóst Mofi minn?

Nei, vægast sagt ekki!

Ragnar
Tungumál heimsins eru mjög góð heimild og eru augljóslega eldri en Biblían. Eða ákvað guð að blekkja okkur með daganöfnunum og hafa þau heiðin í flestum tungumálum þegar hann ruglaði tungumálunum?

Afhverju eiginlega eru tungumál heimsins eldri en Biblían?  Sagan af Babel er til í mjög mörgum fornum menningarheimum svo ég hef góða ástæðu til að trúa að það er byggt á raunverulegum atburði.  Eins og síðan sem ég benti á þá er merkilegt samræmi milli mismunandi tungumála og síðan sérstaklega sjö daga viku.

Hjalti
Með því að skoða málið?

Well, þessi maður eyddi mörgum árum í þessar rannsóknir, hvað ert þú búinn að rannsaka þetta lengi?   Hver eru síðan rökin fyrir þessu?  Ertu viss um að það sem hann vísar í er ekki það sem var fyrir einhverjum þúsundum ára?

Hjalti
Þessi maður gat t.d. ekki leitað á Wikipedia?

Nei, hann hafði ekki Wikipeida, uppsprettu alls sannleika; það er rétt.

Hjalti
Greinin er bara öll vitlaus. Þetta eru augljós tökuorð í tungumálum fólks sem hefur orðið fyrir beinum áhrifum í gegnum kristni og múhameðstrú. Óheiðarleikinn er t.d. sá að nota sabbatum í latínu í staðinn fyrir (eldri) dies Saturni.

En í kristni heitir dagurinn laugardagur eða saturday dregið af "saturni".  Afhverju er þetta ekki áhrif frá sameiginlegum uppruna, sköpuninni, heldur að kristni og múhammeðs trú tróð þessu upp á þessar þjóðir þarna í listanum?  Sérstaklega skondið þar sem kristnin sjálf tók upp heiðna nafnið á hvíldardeginum í staðinn fyrir hvíldardags nafnið.

Hjalti
Mofi, ég ætla að reyna að fá þig til að hugsa aðeins um þetta. Ef þetta er einhver arfur frá (samkvæmt sköpunarsinnum) þeim tíma þegar allar þjóðir héldu hvíldardaginn heilagan, ættum við þá ekki líka að finna svipaða sögu (laugardagurinn kallaður hvíldardagur) alls staðar í heiminum?

Ekki spurning um að allir héldu hann einhvern tíman heilagan, kannski einn tveir áratugir eftir flóðið en ekki meira en það. Ég hef enga ástæðu til að menn myndu halda hvíldardaginn heilagan lengi eftir það; þó alltaf einhver hópur.  Síðan spurning hvað gerðist við Babel í sambandi við þetta.  Ég myndi aðeins búast við að finna einhverjar leyfar um þetta.

hula
Heitir laugardagur í ensku ekki Saturday eftir fornu heiti dagsins á latínu?

Jú, að ég best veit hula.

Sigmar
Vil minna þig á að þetta var í sömu umræðu og þú kallaðir mig viðbjóðslegan... og það oftar en einusinni

Ég skilgreindi hvað ég teldi viðbjóðslegt og þú heimtaðir að vera í þeirri skilgreiningu og mitt álit á þeirri afstöðu hefur aðeins versnað.

Mofi, 4.9.2008 kl. 09:40

46 identicon

Mofi: Afhverju eiginlega eru tungumál heimsins eldri en Biblían?
Gettu einu sinni. Hugsaðu bara aðeins þá kemur það. Ég vil ekki gera lítið úr þér ég verð að segja að þetta er einhver sú heimskulegasta spurning sem ég hef nokkurn tímann séð. Þetta bara hlýtur að hafa verið gríðarleg fljótfærni hjá þér.

Ragnar (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 10:10

47 Smámynd: Mofi

Ragnar, smá fljótfærni :)   En punkturinn hjá þér var að tungumál heimsins sýna fram á að heimurinn er miklu eldri en Biblían segir til um og ég sé ekki hvernig þú getur fengið það út.

Mofi, 4.9.2008 kl. 10:33

48 identicon

Nei það var ekki punkturinn. Þú ert alveg týndur.

Ragnar (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 10:43

49 Smámynd: Mofi

Hver er þá þinn punktur með tungumálum heimsins? Hvað sanna þau? 

Mofi, 4.9.2008 kl. 10:47

50 identicon

Þú ert alveg týndur í umræðunni. Veist ekki hvort þú ert að koma eða fara.

Við vorum að tala um daga og vikur. Þú segir að 7 daga vika sanni sköpunarkenningu biblíunnar. Ég sagði að það væri ekki hægt þar sem það er hægt að sjá á tungumálum heimsins að dagarnir draga nöfn sín af 5 plánetunum, mánanum og sólinni. Tungumál eru eldri en biblían. Ef vikan er komin frá guði hvers vegna blekkti hann okkur þegar hann ruglaði tungumálunum og notaði heiðin nöfn fyrir dagana?

Ragnar (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 10:56

51 Smámynd: Mofi

Ragnar, eins og kemur fram í greininni sem ég benti á þá er það einmitt ekki svona í mjög mörgum tungumálum. Þessi breyting svo að dagarnir hafa nöfn heiðinna guða er hluti af kristnu samfélagi.  Að þetta myndi breytast meðal einhverra þjóða kemur vægast sagt ekki á óvart.

Sigmar
Þegar ég benti honum á aldur menningar Egypta og ættartré faraóanna því til sönnunar þá krafði hann mig um heimildir

Þvílík frekja, að biðja um heimildir, rök og ástæður fyrir fullyrðingum manns?

Mofi, 4.9.2008 kl. 11:21

52 identicon

Í langflestum tungumálum fer þetta eftir himintunglunum. Þú vilt meina að þetta hafi heitið hvíldardagur strax eftir flóðið en síðan breyst. Hvers vegna var guð að blekkja okkur með því að gefa dögunum heiðin nöfn þegar hann ruglaði tungumálunum?

Ragnar (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 11:59

53 Smámynd: Mofi

Ragnar, betri spurning er afhverju var Guð að láta mikinn fjölda af fornum þjóðum hafa sjö daga vinnu viku þar sem sjöundi dagurinn heitir hvíldardagur. Þessi breyting á dögunum gerðist seinna og gerðist meðal kristinna; hjá okkur heitir hvíldardagurinn laugardagur og í ensku þá heitir hann saturday.

Mofi, 4.9.2008 kl. 12:10

54 identicon

Hann gerði það ekki. Talan 7 er fjöldi himintungla sem eru sjáanleg frá jörðinni. Hvíldardeginum er bætt inn seinna í staðinn fyrir eitt himintunglið. Ef hvíldardagurinn hefði komið á undan hefði maður búist við 8 daga vinnuviku (7 tungl + einn hvíldardagur). Nema guð hafi verið að blekkja. Svo eru líka til eldri heimildir um 4-10 daga viku en það var á öðrum forsendum.

Hvers vegna er tungumálið eldra en biblían, varstu búinn að fatta það?

Ragnar (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 12:24

55 Smámynd: Mofi

Ragnar
Hann gerði það ekki. Talan 7 er fjöldi himintungla sem eru sjáanleg frá jörðinni

Hvaða heimildir hefurðu fyrir því að sjö daga vikan kemur frá fjölda sjáanlegra himintungla?

Ragnar
Hvers vegna er tungumálið eldra en biblían, varstu búinn að fatta það?

Það sem ég er ekki búinn að fatta er hvað varðandi tungumálin benda til þess að saga Biblíunnar er röng.

Mofi, 4.9.2008 kl. 14:20

56 identicon

Hvaða heimildir hefurðu fyrir því að sjö daga vikan kemur frá fjölda sjáanlegra himintungla?

Þessu var búið að svara. Prófaðu að snúa músarhjólinu frá þér.

Það sem ég er ekki búinn að fatta er hvað varðandi tungumálin benda til þess að saga Biblíunnar er röng. 

Þetta er ekki svar við spurningunni sem ég spurði. Hún hljóðaði svona:  Hvers vegna er tungumálið eldra en biblían, varstu búinn að fatta það?

Ragnar (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 14:55

57 Smámynd: Mofi

Ragnar
Þessu var búið að svara. Prófaðu að snúa músarhjólinu frá þér.

Þetta var engin sönnun á einu eða neinu... 

Mofi, 4.9.2008 kl. 16:00

58 identicon

Ekki veit ég af hverju þér er svona umhugað um sannanir. Var aðeins að benda á sterkar vísbendingar. Þér ferst þó að tala um sannanir þegar þú segir að 7 daga vika sé sönnun fyrir sköpunarsögu Biblíunnar. Augljóslega er það engin sönnun en vísbending er það (þó hún sé afar veik eins og búið er að sýna fram á).

En, hvers vegna er tungumálið eldra en biblían, varstu búinn að fatta það?

Ragnar (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:04

59 Smámynd: Mofi

Ragnar
Ekki veit ég af hverju þér er svona umhugað um sannanir. Var aðeins að benda á sterkar vísbendingar. Þér ferst þó að tala um sannanir þegar þú segir að 7 daga vika sé sönnun fyrir sköpunarsögu Biblíunnar. Augljóslega er það engin sönnun en vísbending er það (þó hún sé afar veik eins og búið er að sýna fram á).
Af því að þær skipta höfuðmáli en darwinistar eiga vanalega erfitt með að skilja þannig afstöðu.  Ég bendi aðeins á sjö daga vinnu vikuna sem vísbendingu um að sagan í Biblíunni er sönn.  Engan veginn sammála að það er búið að sýna fram á að hún er veik vísbending.
Ragnar
En, hvers vegna er tungumálið eldra en biblían, varstu búinn að fatta það?
Já...

Mofi, 4.9.2008 kl. 16:24

60 Smámynd: Mofi

Sigmar
Benti ég þér ekki á fjölda bóka þar sem þú hefðir getað kynnt þér málið... þú gætir líka notað google eða wikipedia

Ég er að biðja um rök og gögn sem styðja þína fullyrðingu um þetta. Þú kemur með lista af bókum sem gæti stutt hvað sem er.

Hérna er aftur á móti grein sem útskýrir á hverju saga faróanna er aðalega byggð á og afhverju við höfum mjög góðar ástæður til að vantreysta henni, sjá: The pyramids of ancient Egypt  og  Dating the Pyramids

Sigmar
En ef þú lofar að lesa og commenta á það þá skal ég taka saman einhvern texta um sögu egyptalands...  ef þú hinsvegar trúir ekki því sem stendur í öllum kennslubókum í mannkynssögu um þetta menningarsvæði þá skil ég ekki hver tilgangurinn með slíku ætti að vera

Nei, ekki skil ég heldur tilganginn að lesa fullyrðingar um hver saga þessara þjóða er. Það sem hefur eitthvað gildi er að vita hvaða gögn og heimildir eru fyrir þessum ályktunum um sögu Egyptalands.

Mofi, 4.9.2008 kl. 16:40

61 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þetta finnst mér stórkostlegt comment Halldór... svona í ljósi þess hve mikið þú talaðir um Rósettu steininn hér fyrir ekki svo löngu í hverjum þræðinum á fætur öðrum

nú skyndilega er ekkert að marka það sem kom úr því...

Hvað kom út úr því og afhverju hefur það þessi áhrif á þessa umræðu?  Ef þú átt við að þá gátu menn lesið úr Egyskum heimildum þá er það alveg rétt en þú vonandi skilur að þegar menn finna heimildir þá þýðir það ekki að þær eru sannar... þú skilur það, er það ekki?  Að finna stein sem á stendur eitthvað sem er ekki í samræmi við Biblíuna þýðir ekki að Biblían sé röng, aðeins að tvær mismunandi heimildir eru til og menn verða að velja hvor er trúverðugri.

Lestu það sem ég benti á varðandi aldur Píramídanna til að fá smá skilning í hvernig ég sé þetta.

Sigmar
Semsagt... á nokkur hundruð árum byggði fjölskylda þessa manns og afkomendur ásamt einhverjum fylgismönnum í kringum 100 pýramída

Ehhhh Nei... 

Sigmar
Hver getur mótmælt svona röksemdarfærslu !!!!!!!!

Ekki þú :)

Mofi, 4.9.2008 kl. 17:11

62 identicon

En, hvers vegna er tungumálið eldra en biblían, varstu búinn að fatta það?
Já...
Og... hver er niðurstaðan?

Ragnar (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 18:33

63 Smámynd: Mofi

Ragnar
Og... hver er niðurstaðan?

Hefurðu ekki einhvern annan til að pirra? Mömmu eða pabba til dæmis?

Sigmar
Fjölskylda þessa manns flúði Babylon og stofnaði Egyptaland, Egyptaland var stofnað 2188 fyrir krist.... Móses leiddi Gyðinga frá Egyptalandi 1513 yfir krist eða rétt um 600 árum seinna

Það segir manni að fjölskylda þessa manns og fylgismenn gerðu Egyptaland að því veldi sem það var á þeim tíma á nokkur hundruð árum

Finnst þér þetta í alvöru ganga upp?

Heimildin sem segir 2188 er ekki Biblían.  Gróf áætlun á þeim tíma sem líður þarna er að flóðið er frá 2500 f.kr. og þegar Móse er í Egyptalandi þá er það sirka 3500 f.kr.  Svo hve mikill mannfjöldi var þarna og hve margir píramídar var akkurat búið að byggja er ekkert á hreinu.

Sigmar
Þú ert þeirrar skoðunar að Egyptaland hafi verið stofnað 2188 fyrir krist af fjölskyldu Mizraim ... og hafi á 600 árum orðið það veldi sem það var þegar Móses leiddi gyðinga út úr Egyptalandi?

Já eða nei svar dugar

Já og nei :)     Tel að akkurat hvenær er ekki á hreinu og sá fjöldi sem upphaflega stofnaði Egyptaland hefði getað verið talsverður. Ekki líklegt að einhver ein hjón hafi byrjað þetta.  Þegar þú síðan skoðar hve hratt Bandaríkin uxu þá sér maður að mjög margt getur gerst á hundrað árum.

hula
Afhverju eru þessi Darwinistar að láta sögu mannkyns vera svona miklu lengri en hún þarf að vera?

Af því að góðar stökkbreytingar eru svo sjaldgæfar að það þarf mikinn tíma til að það sé trúlegt að þær gerðu eitthvað.

Mofi, 5.9.2008 kl. 09:15

64 identicon

Hefurðu ekki einhvern annan til að pirra? Mömmu eða pabba til dæmis?

Af hverju ætti ég að vilja pirra foreldra þína?

En ég verð að álykta að þú hafir verið að ljúga þegar þú sagðist vera búinn að átta þig á þessu.

En, hvers vegna er tungumálið eldra en biblían, varstu búinn að fatta það?
Já...
Er það rétt?

Ragnar (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 09:45

65 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þetta er svk heimildunum sem þú bentir mér sjálfur á Halldór... með þeim skilaboðum að svona sæir þú þetta... var það semsagt ekki rétt?

Nei, þeir benda á að það eru til heimildir sem styðja þetta ártal, ekkert víst þarna á ferðinni og ekki frá Biblíunni.

Sigmar
Ekki á nokkurn hátt samanburðarhæft Halldór... fólk flykktist til BNA frá ölllum heimshornum í miljónavís í leit að betra lífi og þar er samansuða allra kynþátta

Punkturinn er að það getur margt gerst á hundruað tvö hundruð árum og þarna er verið að tala mögulega um hátt í þúsund ár og samkvæmt því sem stendur á nokkrum af stærri píramídunum þá tók aðeins nokkra áratugi að búa þá til.

Sigmar
Egyptar voru hinsvegar allir af sama stofni

Ekki gyðingarnir sem voru að vinna fyrir þá sem þrælar.

Mofi, 5.9.2008 kl. 11:15

66 Smámynd: Mofi

Sigmar
Er ekki talað um að hann hafi leitt Gyðinga frá Egyptlandi á bilinu 1100 til 1600 fyrir krist
Jú, my bad.   Sirka 3500 árum sem sagt 1500 f.kr.

Mofi, 5.9.2008 kl. 11:16

67 identicon

Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
Oft er auðveldara að ljúga en að viðurkenna takmörk sín, Mofi. Það er fullkomlega skiljanlegt og þú er alls ekki sá eini sem gerir það. Kannski er það þess vegna sem bókstafstrúarmenn eins og þú taka þetta boðorð ekki of alvarlega í þessum aðstæðum.

Ragnar (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 12:25

68 Smámynd: Mofi

Sigmar
Og hvenær varð Egyptaland þá til .. skv biblíunni?
Hún tilgreinir það ekki enda fjallar ekki um sögu Egyptalands. Aðeins þar sem hún skarast sögu gyðinga fáum við einhverjar upplýsingar um Egyptaland frá Biblíunni.
Sigmar
En þú ert semsagt að segja að sköpunarsinnar hafi ENGAR heimildir sem véfengja mannkynssöguútgáfuna af stofnun Egyptalands?

Jú, Biblíuna.  Hvaða heimild er það akkurat sem þú telur trúverðuga fram yfir Biblíuna varðandi sögu Egyptalands?

Sigmar
Aðra en þessa sem þú nefnir og gengur einfaldlega ekki upp eins og ég er búinn að benda á án þess að þú getir svarað því.

Ég benti á grein sem benti á að forn sagnfræðingur talaði um þessa tilteknu dagsetningu; ég kannast vægast sagt ekki við að þú hafir eitthvað sýnt fram á að það gangi ekki upp þó að ég myndi frekar hallast að því að Egyptaland hafi verið stofnað fyrr.

Sigmar
Enda eru gyðingar ekki Egyptar er það nokkuð? Ég var að tala um stofn Egypta, ekki gyðinga, skil ekki þetta comment hjá þér

Hélt að við værum að tala um byggingu píramídanna svo að hafa heila þjóð til að hjálpa þér ætti að hjálpa til.

Ragnar
Oft er auðveldara að ljúga en að viðurkenna takmörk sín, Mofi. Það er fullkomlega skiljanlegt og þú er alls ekki sá eini sem gerir það. Kannski er það þess vegna sem bókstafstrúarmenn eins og þú taka þetta boðorð ekki of alvarlega í þessum aðstæðum.

Hvað er það sem þér finnst ég hafa logið til um?

Sigmar
Hér virðist nefnilega ekki einusinni "það stendur í Biblíunni" geta bjargað málstaðnum !!

Þú ert algjör brandari Sigmar, þú segist vera kristinn og trúa á Guð en síðan leggur gífurlega mikið upp úr því að sýna fram á að Biblían hafi rangt fyrir sér.  Ég hef ekki séð ennþá nein góð rök frá þér að þessi saga gangi ekki upp. Hver eru bestu rökin þín hérna?  Að þér finnist ótrúlegt að þessi þjóð hafi náð að verða til og búa til píramídanna á þessum tíma?

Mofi, 5.9.2008 kl. 15:51

69 identicon

Hvað er það sem þér finnst ég hafa logið til um?

Ekki þykjast vera heimskur Mofi, þú veist vel hvað ég er að tala um. Ég spurði:

Hvers vegna er tungumálið eldra en biblían, varstu búinn að fatta það?
og þú svaraðir:

Já...

og ég spurði hver niðurstaðan væri en þá vildirðu ekki svara og varðst fúll á móti. Þess vegna spurði ég hvort þú hefðir logið með því að svara já hér að ofan.

Ég spyr því aftur: Varstu að ljúga þessu?

Ragnar (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 16:16

70 Smámynd: Mofi

Ragnar
og ég spurði hver niðurstaðan væri en þá vildirðu ekki svara og varðst fúll á móti. Þess vegna spurði ég hvort þú hefðir logið með því að svara já hér að ofan.

Ég ruglaðist í að svara heimskulegri spurningu og þú heldur áfram eins og algjör hálfviti. Endilega vertu annars staðar og pirraðu fólk sem hefur gaman af svona krakka stælum.

Sigmar
Og hvað? Eigum við þá bara að gera ráð fyrir því að þetta stórveldi hafi bara orðið til upp úr engu?

Nei, að hópur af fólki hafi farið þangað og á 600-800 árum hafi þetta orðið til.

Sigmar
, hafi haft tæknikunnáttu til að byggja pýramída og nýta Níl til ræktunar eins og þeir gerðu er einfaldlega svo fáránleg Halldór að engum heilbrigðum manni getur dottið slíkt í hug..

Það er ekki mikið mál að útskýra flesta píramídanna og flestir merktir og samkvæmt því sem við lesum tók aðeins einhverja áratugi að byggja. Stærsti píramídinn er aftur á móti ráðgáta fyrir alla.

Sigmar
Hvernig getur þú sagt þetta tvennt í svo til sömu málsgreininni?

Svo ert þú orðinn alvarlega tvísaga hér

Ég átti við að sköpunarsaga Biblíunnar og síðan Babel og Abraham skarast á við einhverja útgáfu af sögu Egyptalands sem á að hafa gerst töluvert á undan þessum atburðum.

Sigmar
Þannig að við getum semsagt ekki treyst þínum eigin heimildum sem eiga að hrekja það sem almenn mannkynssaga segir til um?

Ég bendi á grein og í greininni er bent á fornan sagnfræðing sem heldur fram ákveðni dagsetningu en það er ekki hægt að taka þannig fullyrðingu sem heilögum sannleika. Hvað er eiginlega svona flókið hérna?

Sigmar
HVERNIG getur Biblían verið endanleg heimild framyfir þær sem fundist hafa í Egyptalandi - ef hún fjallar ekki einusinni um sögu Egyptalands?

Ef að einhver heldur fram að saga Egyptalands fari út fyrir sögu Biblíunnar um sögu heimsins þá augljóslega skarast þetta.

Sigmar
Já, ég segist vera kristinn og er það - það breytir þvi ekki að ég tel Biblíuna ekki vera hina endanlegu heimild um mannkynssöguna eins og hún leggur sig.. og eins og komið hefur fram hjá þá er EKKERT í henni sem gefur nokkra hugmynd um sögu Egyptalands

Ekki nema stærsta spámann Biblíunnar Móse sem leiddi þjóð sína út frá Egyptalandi og Jesú vitnaði beint í Móse...

Sigmar
Það eru hinsvegar fullt af öðrum heimildum um hana og um þær ríkir FULLKOMIN sátt í stétt þeirra sem um hana fjalla

HVAÐA HEIMILDIR???   Ekki koma með lista af bókum sem fjalla um sögu Egyptalands; það er bara of heimkst.  Hvaða rök og gögn segja að saga Egyptalands er miklu eldri en Biblían gefur til kynna að heimurinn sé?

Sigmar
Hvaða saga Halldór? þú hefur ekki komið með eina einustu heimild um tilurð þessa ríkis nema sögu sem þú viðurkennir sjálfur að sé ekki marktæk

Saga Biblíunnar.... ehh, ....  ég er ekki að fatta þig núna.  Við erum greinilega ekki á sömu blaðsíðu í þessum efnum.

Sigmar
Nei.. að mér finnst ótrúlegt að þú skulir kaupa það að þessi þjóð og þetta veldi hafi orðið til fyrir nokkur þúsund árum.. mörg þúsund árum seinna en allir fræðimenn á þessu sviði eru sammála um

Menn eru nú ansi fljótir að blaðra um hvað "allir" fræðimenn eru sammála um.  Ég tel aðeins að rökin og gögnin eru mjög slöpp fyrir því að saga Egyptalands sé miklu eldri en Biblían segir út frá sögunni um flóðið.

Sigmar
Og það án þess að hafa eina einustu heimild til að bakka það upp

Bæði Biblíuna og síðan benti ég á grein þar sem meðal annars kom fram þetta hérna:

http://www.answersingenesis.org/articles/am/v3/n2/dating-pyramids
The Egyptian historian Manetho, writing later in the third century BC, says that a “demigod” named Menes rose to power as Egypt’s first pharaoh. Early Christian writers believed that Menes was the same person as the biblical Mizraim, whose name means “embanker of the sea.” A later chronicle by Constantine Manasses (c.1130–c.1187) implies that Egypt was founded in 2188 BC, but this date has not been confirmed.

Mofi, 5.9.2008 kl. 17:19

71 identicon

Ég ruglaðist í að svara heimskulegri spurningu og þú heldur áfram eins og algjör hálfviti. Endilega vertu annars staðar og pirraðu fólk sem hefur gaman af svona krakka stælum.

Já ég get vel trúað því að það geti verið pirrandi að vera staðinn að lygum. En ef þú varst ekki að ljúga þá er einfalt fyrir þig að leiðrétta það.

Ragnar (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 17:44

72 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég tek undir orð Sigmars um að Biblían segir meira um höfunda bókanna sem í henni eru, enn að þau sé góð heimild. Egipskar heimildir og margar aðrar bækur eru miklu áreiðanlegri heimildir um líf Jesú t.d.

Egiptar urðu fyrir miklum áhrifum af komu Jesú þangað. Og þeir hafa greinilega tekið honum betur enn samlandar hans.

það er rangtúlkaðir menn eins og Jesú og Móse á alveg herfilegan hátt og sannast það best við lestur Biblíunnar.

Ísrael og gyðingar eru ekkert heilagra fólk einn annað.

Þegar menn verða fórnardýr eigin sannfæringakrafts í hvaða trúmálum sem er, og sitja fastir í honum, eru þeir sömu búnir að missa hæfileikan til að rökræða af neinu viti.. 

Óskar Arnórsson, 6.9.2008 kl. 17:04

73 Smámynd: Mofi

Sigmar
HEIMILDIR takk

Þú veist vel að við erum að tala um Biblíuna hérna og hún er heimildin... Hún segir ekki akkurat þetta en þetta er það sem passar inn í ramman sem hún gefur.

Sigmar
Talað erum að Rames annar hafi verið sá Faraó sem talað er um í flótta Gyðinga frá Egyptalandi

Rames II var þriðji konungar nítjándu konungsættar Egyptalands - og reiknaðu nú

Ég myndi telja frekar að Faróinn sem ríkti á tímum Móse hafi verið Tutmoses, sjá grein um þessi mál: http://www.amazingdiscoveries.org/egypt-and-the-bible.html

Þegar síðan kemur að svona atriðum þá fer allt eftir því hve lengi einhver lifði og ríkti og eins og kom fram í greinum sem ég benti þá á, þá voru dæmi þar sem faðir og sonur ríktu á sama tíma.

Sigmar
http://www.ancient-egypt.org/

Þarna er ágætis safn í stafrófsröð

Hvað akkurat þarna er eitthvað sem þér finnst sannfærandi?

Sigmar
Hvernig getur Biblían verið heimild ef hún fjallar ekki um efnið?

Hún gefur tímaramman sem við erum að tala um.

Sigmar
Þetta er einfaldlega rangt Halldór og ekki í samræmi við raunverulega fornleifafundi og handrit sem segja annað

Þetta er ekki spurning um að það eru ekki til eldri heimildir, þetta er spurning um hvernig þeim er raðað saman til að setja saman sögu Egypta. Þeir höfðu ekki ártöl þarna, þannig að það þarf raða þessu saman og þa ávalt slatti af ágískunum.

Sigmar
According to Manetho, the first king was Menes. However, the earliest recorded king of the First Dynasty was Hor-Aha, and the first king to claim to have united the two lands was Narmer (the final king of the Protodynastic Period). His name is known because it is written on a votive palette used for grinding minerals for kohl, used by ancient Egyptians to outline the eyes

Hérna er gott dæmi þar sem að sagnfræðingur sem er uppi 300 f.kr. er flokkaður sem óáreiðanlegur vegna einhvers sem fannst. Getur verið rétt og hef ekkert við það að athuga en það ætti að opna aðeins augu þín yfir að þetta er ekkert einfalt mál; það er ekkert eins og ein heimild er 100% rétt og önnur ekki.

Sigmar
Svo mikið að það er einfaldlega óðs manns æði að ætla að eitt rit eins og Biblían sé öruggari heimild

Þú hefur vægast sagt ekki bent mér á þessar heimildir og afhverju þær segja að saga Egyptalands fer út fyrir ramma Biblíunnar. Ég veit ekki enn betur en svo að aðal ástæðan fyrir því að menn setja hana út fyrir ramma Biblíunnar er vegna Menetho og ég óneitanlega met Biblíuna sem áreiðanlegri en egypskt prests sem var uppi í kringum 300 f.kr.

Óskar
Egipskar heimildir og margar aðrar bækur eru miklu áreiðanlegri heimildir um líf Jesú t.d.

 Hvernig eiginlega geturðu sagt þetta?  Hvaða heimildir ertu að tala um?

Mofi, 8.9.2008 kl. 10:43

74 Smámynd: Mofi

Halldóra S
Og afsakaðu síðan á meðan ég hleyp og æli Sigmar.
Úff, núna veisti hvernig mér líður allt of oft 

Mofi, 8.9.2008 kl. 11:13

75 Smámynd: Óskar Arnórsson

MOFI! Lestu bara til að byrja með "Jesu Kristur í dálestrum Edgar Cacey" og það er heill háskóli sem stúderar þennan mann. Þessi Biblíulestur gerir fólk þröngsýnt og erfitt að rökræða við.

"Bible in stone" og pýramídafræðinn. Ertu nbúin að lesa nokkuð annað enn þessa vafasömu Biblíu? Þú ert með hroka út út í fólk vegna þess að þeirra skoðanir samræmast ekki þínum eigin!

Hverslags dóni ert eiginlega? Þetta álit sem ég hafði á þér sem fróðan um Jesú er farið að dala ansi mikið.

Mér finnst þú illa lesin og þrjóskur fram úr hófi. Það er ekki nóg að vera vel að sér í orðaleikfimi þegar engin innistæða er á bak við það sem þú segir.

Þú svarar hverri spurningunni á fætur annarra algjörlega út í hött. Önnur bók sem þú ættir að kynna þer, er GOSEINGEN. Orð Guðs eins hrein og hægt er að hugsa sér þau.

Farðu nú að kynna þér Guð og Jesú almennilega svo það sé hægt að taka mark á þér..

Ég ætla bara rétt að vona að þú sért ekki sama tegund og JVJ sem er afgreiddur frá mér þangað til að hann er búin að leita sér hjálpar...

Óskar Arnórsson, 8.9.2008 kl. 11:39

76 Smámynd: Arnar

Halldóra:
Það sem gerir þessa bók merkilega er það að miljónir trúa á innihald hennar, enn fleiri fara eftir boðskap hennar og það eitt er stórkostlegt.

Það eina sem er stórkostlegt er að einhver taki þetta trúanlega, hér eru td. fjórar trúaðar manneskjur (Mófi, Óskar, Halldóra og Sigmar) og allar hafa sinn eigin mismunandi skilning á biblíunni (ef ég skil ykkur rétt).  Óskar og Sigmar gætu reyndar verið á svipuðum slóðum og Óskar og Halldóra gætu reyndar verið á svipuðum slóðum líka

Ef biblían ætti að vera jafn stórkostleg og margir vilja meina ætti hún að vera algerlega ótvíræð.

Arnar, 8.9.2008 kl. 13:44

77 Smámynd: Mofi

Óskar
MOFI! Lestu bara til að byrja með "Jesu Kristur í dálestrum Edgar Cacey" og það er heill háskóli sem stúderar þennan mann. Þessi Biblíulestur gerir fólk þröngsýnt og erfitt að rökræða við.

Þannig að Edgar Cacey er sá sem opinberar vilja Guðs til manna eða hvað?  Biblíulestur gefur þér aðeins ákveðinn vitnisburð og hlýtur að vera mikilvægt innlegg inn í umræðu um kristni, Guð og Jesú sjálfan þar sem kristni er byggð á Biblíunni.

Óskar
"Bible in stone" og pýramídafræðinn. Ertu nbúin að lesa nokkuð annað enn þessa vafasömu Biblíu? Þú ert með hroka út út í fólk vegna þess að þeirra skoðanir samræmast ekki þínum eigin!

Ég er aðeins að reyna að skilja hvað það er sem fólk trúir og afhverju. Voðalega finnst mér þú eitthvað gjarn á að saka mig um hroka og ég veit ekki afhverju. Er það bara vegna þess að ég er ósammála þér?  Ef svo er, hvernig getur þú þá ekki verið með alveg sama hroka þar sem þú heldur því fram að ég hafi rangt fyrir mér?

Óskar
Mér finnst þú illa lesin og þrjóskur fram úr hófi. Það er ekki nóg að vera vel að sér í orðaleikfimi þegar engin innistæða er á bak við það sem þú segir.

Það væri gaman ef þú gætir sagt afhverju þú segir svona í staðinn fyrir bara að vera með upphrópanir um hve ómöglegur ég sé.

Sigmar
Þetta er heildarsafn allra ritaðra heimilda sem hafa fundist í Egyptalandi Halldór - og þær skipta þúsundum, sú staðreynd að fræðimenn hafa skrifað sögu landsins skv þessum fjölmörgu heimildum er nóg til þess að þegar ég tek upp mannkynssögubók og les það sem stendur þar.. þá trúi ég því sem  ég les

Þú hefur samt átt merikilega erfitt með að benda á þessar heimildir.

Sigmar
Þetta er lygi Halldór

Ertu að segja mér að í heimildum Egypta eru ártöl?    Ég auðvitað veit að þeir héldu utan um hvert ár enda sagði ég þér að það stendur á mörgum píramídunum hver byggði þá og hve langan tíma það tók.

Sigmar
Maður sem skrifar eitthvað án heimilda.. þúsund árum eftir að atburður hefur gerst verður aldrei tekin framyfir raunveruleg gögn sem heimild

Eins og greinin sem ég benti á þá er þessi Menetho aðal heimildin varðandi sögu Egyptalands, þessa sem ég er ósammála en þú ert sammála. 

Sigmar
Ég sendi þér link þar sem þú getur kynnt þér alla sögur Egyptalands í detail með vísinum í hvaðan heimildirnar eru fengar

Komdu með dæmi, ekki heilan vef þar sem einhversstaðar þar get ég fundið eitthvað sem styður þínar fullyrðingar.

Halldóra S, takk fyrir gott innlegg!

Mofi, 8.9.2008 kl. 13:48

78 Smámynd: Mofi

Sigmar
Fá ef nokkur menningarríki í sögunni höfðu jafn mikinn áhuga á að skrá sögu sína og tíma en Egyptar... fullyrðing Halldórs um að þeir hafi ekki gert það er einfaldlega ekki rétt.

Hver er núna að ljúga!

Sigmar
Þeir skráðu þetta svo nákvæmlega að hægt er að rekja söguna nokkuð örugglega 5000 ár aftur í tímann... í þessum heimildum er t.d. hvergi fjallað um flóðið

Ehh, jú, sjá:  http://www.nwcreation.net/noahlegends.html

Sigmar
Bottom line = Biblían er EKKI endanlega heimild um þetta og saga hennar og Egypta fer ekki saman... þetta er enn ein sönnun þess að sögusvið Biblíunnar er takmarkað

Hún er heimild og ef hún stangast á við aðrar heimildir þá þarf maður að velaj hvort er áreiðanlegri. Þú virðist hafna Biblíunni sem heimild hreinlega fyrirfram.

Arnar
Ef biblían ætti að vera jafn stórkostleg og margir vilja meina ætti hún að vera algerlega ótvíræð.

Hún er það alveg, það sem er erfiðara er þekking manna á henni og hve alvarlega þeir taka hana.

Mofi, 8.9.2008 kl. 13:52

79 Smámynd: Arnar

Arnar
Ef biblían ætti að vera jafn stórkostleg og margir vilja meina ætti hún að vera algerlega ótvíræð.

Mófi:
Hún er það alveg, það sem er erfiðara er þekking manna á henni og hve alvarlega þeir taka hana.

Ah.. þú skilur hana sem sagt rétt og allir hinir eru að misskilja?

Hvað eru til margir kristnir söfnuðir í heiminum, afhverju segist hver söfnuður hafa hin eina rétta skilning á biblíunni, hver hefur rétt fyrir sér og afhverju?

Arnar, 8.9.2008 kl. 14:08

80 Smámynd: Mofi

hula
Hvenær og hvers vegna hnignaði veldi Maya á Yucatánskaga skv. biblíunni?
Fjallar ekki um það.  Hef heyrt nokkrum sinnum að dagatal Maya byrjar ekki svo langt frá því sem Biblían segir að mannkynið var skapað.

Mofi, 8.9.2008 kl. 14:13

81 Smámynd: Mofi

Arnar
Ah.. þú skilur hana sem sagt rétt og allir hinir eru að misskilja?

Ahh, akkúrat :)

Alveg eins og allir sem eru ósammála þér telja að þú ert að misskilja og kannski eins og þú telur þá sem eru ósammála þér vera að misskilja þetta allt saman.

Arnar
Hvað eru til margir kristnir söfnuðir í heiminum, afhverju segist hver söfnuður hafa hin eina rétta skilning á biblíunni, hver hefur rétt fyrir sér og afhverju?

Fyrir mitt leiti þá er tiltulega auðvelt að finna réttu kirkjuna, hún fylgir boðorðunum tíu og trúir því að Guð er góður og mun ekki kvelja fólk að eilífu í eldi. Þarf ekki meira til að mínu mati.

Sigmar
Ef þú ert að biðja um einhverja eina tiltekna heimild sem staðfestir sögu Egypta þá er hún ekki til... þetta er samansafn þúsunda mismunandi heimilda, sem eru listaðar í linknum sem ég sendi hingað inn

Og hvernig á maður þá að vita að allar þessar heimildir sýni fram á þetta sem þú ert að halda fram?  

Sigmar
Er mikið um ártöl í gamla testamentinu Halldór?

Nei, enda hef ég aldrei haldið því fram.

Sigmar
WHAT?????  Hann er það bara ekki rassgat, hann var það kannski á hans eigin tíma, en hann er það svo sannarlega ekki lengur enda stangast margt af því sem hann skrifaði við það sem vitað er í dag

Þannig að við tvö þúsund árum seinna vitum meira um sögu Egyptalands en hann?  Hefði nú haldið að hann hefði haft betri aðgang að heimildum en við. En eins og ég útskýrði þá tel ég auðvitað að hann hafði rangt fyrir sér.

Sigmar
Ég er ekkiert með neina eina fullyrðingu Halldór.. þú ert að mótmæla mannkynssögu útgáfunni af sögu Egyptalands.. það er þú sem þarft að koma með heimildir, að vísa í biblíuna er ekki nóg því hún fjallar ekki um Egyptaland eins og margoft hefur komið fram

Ég mótmæli aðeins útgáfu einhverra manna á sögu Egyptalands og vil meina að hún er ekki alveg jafn gömul og þeir halda fram. Hérna hef ég aðeins Biblíuna sem heimild og síðan fullyrðingar einhverra um að það eru til einhver gögn sem halda því fram að sagan sem Biblían segir passi ekki alveg... Auðvitað fyrir mitt leiti er Biblían áreiðanlegri.

Sigmar
Ég kom með dæmi hér ofar... um fyrsta konung Egyptalands... þú getur svo flett honum upp þarna á síðunni og lesið þér til um hann, ég ætla ekki að mata þig eins og smákrakka, ég les linkana sem þú sendir hérna inn þegar þú svarar mér, það er lágmarkskurteisi ef þú gerir það sama

Hvað með fyrsta konung Egyptalands?  Hvað eiginlega sannar einhver fullyrðing að það var til fyrstu konungur Egyptalands.  Punkturinn er, hvaða gögn styðja að hann hafi verið upp á ákveðnum tíma.  Þetta er ekki spurning um að mata mig eins og smá krakka heldur að hafa vit til að geta rökstutt mál þitt en ekki benda á einhverja vefi sem eiga að styðja mál þitt. 

Sigmar
Bentu mér á heimild sem segir frá flóði í Egyptalandi á sama tíma og það á að hafa átt sér stað skv Biblíunni

Þessi síða er ekkert annað en listi af flóðasögum frá mismunandi löndum á mismunandi tímum

Punkturinn hérna er að Egyptar hafa sögu af flóði eins og Biblían.

Sigmar
Að sjálfsögðu hafna ég henni sem heimild um hluti sem hún fjallar ekki um

Er ekki hennar saga að skrast við aðrar heimildir að þínu mati?

Mofi, 8.9.2008 kl. 14:25

82 Smámynd: Mofi

Sigmar
Það er frá því um 600 árum fyrir krist svo varla passar það... þeir eru þó hafa talið hefja búsetu þarna ca 10 þús ára fyrir krist, frystu þéttu byggðirnar urðu til í kringum 1800 fyrir krist
Þannig ályktanir eru út frá sögu þróunarkenningarinnar.  

Sigmar
Nú.. samt mátti ég ekki segjast vera kristinn afþví að ég trúi ekki á bókstaflega sköpunarsögu

Það er nú algjört grundvallar atriði að trúa að Guð hafi skapað eitthvað hérna á jörðinni. Hefði samt átt að bæta því við, Guð tilbeðinn sem skapari ( Opinberunarbókin 14:7 )

Sigmar
Farðu bara á næsta bókasafn og náðu þér í kennslubók í mannkynssögu, ef þær stönguðust á við ritaðar heimildir Egypta þá væru þær ekki lengur í sölu, ég hef engin tök á að kenna þér þá sögu í commentakerfi moggabloggsins

Með öðrum orðum þú hefur engin tök á að rökstyðja mál þitt...

Sigmar
Þú efast semsagt um trúverðugleika heimilda um Egyptaland, sem þó eru kross-tjekkaðar á milli mismunandi heimilda, en efast ekki um gildi biblíunnar sem styðst ekki við neitt nema sjálfa sig og hefur engin ártöl?

Ég hef ekki séð nein gögn um að þau séu kross-tékkaðar til að sýna fram á að saga Egyptalands passar ekki við sögu Biblíunnar.  Hefurðu ekki eitt eða tvö dæmi þar sem bent er á gögn sem styðja þetta hjá þér?

Sigmar
LOL - segir herra http://www.answersingenesis.org/

Ég benti á greinar sem fjölluðu sérstaklega um að dagsetja byggingu píramídana og komu með rök og gögn fyrir því.  Ekki bara einhvern vef sem fjallar almennt um sögu Egyptalands eins og einhverjar halda að hún sé.

Sigmar
Já, flóð eru algeng... það varð eitt í Louisina í BNA í fyrra, hvaða máli skiptir það í þessari umræðu

Þú sagðir að synda flóðið væri ekki að finna í heimildum Egypta og ég sýndi þér að þú hafðir rangt fyrir þér.

Mofi, 8.9.2008 kl. 15:04

83 Smámynd: Mofi

hula
Þannig að eftir 10.000 ár þegar sagnfræðingar þess tíma skoða heimildir um flóðbylgjuna í Indónesíu jólin 2003 þá er það sönnun fyrir að Nóaflóðið hafi átt sér stað 4500 árum fyrr?

Nei því að lýsingar á því flóði myndu ekki passa við Nóaflóðið.

hula
Þannig að fyrst bíblían fjallar ekki um menningu og sögu Maya, þá er hún ekki áreiðanleg heimild fyrir því? Ég er þér algjörlega sammála, en hvers vegna þú vilt meina að bíblían sé áreiðanleg heimild um sögu Egypta, sem hún fjallar heldur ekki um, skil ég ekki.

Hún gefur aðeins tíma ramma, hvenær mannfólkið byrjaði að dreifa sér um jörðina eftir Flóðið og kannski enn frekar eftir Babels turninn.

Mofi, 8.9.2008 kl. 15:39

84 identicon

Og hvernig á maður þá að vita að allar þessar heimildir sýni fram á þetta sem þú ert að halda fram? 
Ertu ekki að djóka? Það væri góð hugmynd að lesa þær. Frekar augljóst, er það ekki?

Ragnar (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 15:51

85 Smámynd: Mofi

hula
Og flóðasagnir frá Egyptalandi til forna passa við Nóaflóðið sem eyddi öllu lífi nema einni fjölskyldu og tvo einstaklinga af hverri dýrategund?
Nokkuð nálægt því í bók hinna dauðu.  Á þessari síðu er þetta greint niður, sjá: http://www.nwcreation.net/noahlegends.html

Þannig að það sem er líkt með sögunni sem tilheyrir Egyptalandi þá eru margir þættir eins. 

Ragnar
Ertu ekki að djóka? Það væri góð hugmynd að lesa þær. Frekar augljóst, er það ekki?
Well, þetta eru hans rök og hann heldur þessu fram svo það er hans að lesa og sýna; ekki fyrir mig að grafa djúpt í hans heimildum að leita að einhverju sem styður hans mál.

Mofi, 8.9.2008 kl. 16:31

86 identicon

Well, þetta eru hans rök og hann heldur þessu fram svo það er hans að lesa og sýna; ekki fyrir mig að grafa djúpt í hans heimildum að leita að einhverju sem styður hans mál.
Þú þarft ekkert að grafa djúpt, lesefnið er bara mikið. Það er ekki eins og rökin hans séu studd með einni setningu, heldur mörgum samspilandi þáttum. Þú getur hreinlega ekki afneitað þeim án þess að lesa þær.

Ragnar (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 16:36

87 Smámynd: Mofi

Ragnar
Þú þarft ekkert að grafa djúpt, lesefnið er bara mikið. Það er ekki eins og rökin hans séu studd með einni setningu, heldur mörgum samspilandi þáttum. Þú getur hreinlega ekki afneitað þeim án þess að lesa þær.

Hann hefur ekki getað sýnt fram á þessa samspilandi þætti eða bara eitt eða neitt.

Sigmar
Hvernig kemur saga Maya þróunarkenningunni við?

Afþví að menn álykta að hún sé sönn og þar af leiðandi hlýtur allt þetta fólk að hafa verið á jörðinni í marga tug þúsundir ára.

Sigmar
Já... en það að trúa ekki bókstaflega á sköpunarsögu biblíunnar útilokar Guð ekkert sem skapara.

Nei, sammála því.

Sigmar
Hvað meinar þú eiginlega? Hvernig á ég eiginlega að fara yfir mörg þúsund ára sögu Egypta ásamt vísun í heimildir hérna á kommentakerfinu? Lestu þér bara til á næsta bókasafni, þar eru til fullt af bókum um efnið, kennslubækur meðal annars, ef að þú að þeim lestri loknum vilt fara hrekja það sem þar stendur með öðrum heimildum...... þá getum við rætt málin

Ef þú nennir ekki að sýna fram á þitt mál hvernig geturðu þá búist við því að ég nenni að grafa í bókum að leita að heimildum sem styðja þitt mál?  

Held að við getum bara látið þessari umræðu lokið, hún er greinilega ekki að mjakast í eina eða neina átt.

Sigmar
Ég hef samþykkta mannkynssöga sagnfræðinga á bakvið mig... eins og ég er búinn að segja þér hérna oft þá mun ég ekki gerast kommenta kennari og fara yfir eitthvað sem þú áttir að læra í grunnskóla

Fullyrðingar um hver saga Egypta er, er auðvitað eitthvað sem ég hef heyrt marg oft; bæði í skóla og annars staðar. Þú hlýtur samt að skilja að það sem máli skiptir er á hverju er sú saga byggð og hvaða rök eru fyrir því að hún sé áreiðanlegri en Biblían er það sem málið hérna snýst um og það lærir maður ekki í grunnskóla.

Sigmar
Það er ekkert fjallað um syndaflóðið í sögu Egypta, það er talað um flóð, ekki syndaflóðið - endilega bentu mér á texta þar sem fjallað er um þetta meinta syndaflóð Egypta

Það er talað um flóð sem hefur mörg einkenni syndaflóðsins, eins og að það hafi verið verk Guðs og fólk hafi bjargast í bát eða örk.  

Sigmar
Viltu vinsamlega benda mér á þessa sögu úr bók hinna dauðu, því þrátt fyrir nokkuð ítarlega leit þá finn ég það ekki

Síðan sem ég benti á segir að þessi saga er í þessari bók. Ég hef ekki ástæðu til að rengja það. 

Mofi, 8.9.2008 kl. 17:11

88 identicon

Hann hefur ekki getað sýnt fram á þessa samspilandi þætti eða bara eitt eða neitt.

Nei, enda skrifaði hann ekki þessar heimildir sem sýna fram á þessa samspilandi þætti. Það þarf bara að lesa þær. Þú nennir því ekki og/eða ert smeykur við það.

Ragnar (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 18:34

89 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þetta kemur þróunarkenningunni ekki á neinn hátt við, saga þeirra byggist á því sem eftir þá liggur

Bull, þetta byggist á því að þróunarkenningin er sönn.  Byggist á þeirri trú að mannkynið hefur verið hérna í hundruði þúsunda ár að smá saman þróast.

Sigmar
Það er ekkert talað um örk eða bát á þessari síðu sem þú bentir á - lastu það ekki einusinni?

Lestu þetta betur... gefa þér hint:  V = Preserved in a Vessel

Sigmar
Lestu þér til um þennan mann, þetta er maðurinn sem sameinaði Egyptaland fyrir rúmum 5000 árum, í textanum eru vísanir í heimildir ásamt útskýringum

Engin rök þarna fyrir að þetta gerðist fyrir 5000 árum.  Taktu samt eftir því að 5.000 ár er ekki svo langt frá sögu Biblíunnar en í hennar tíma ramma þá gæti Egyptaland hafa verið stofnað fyrir u.þ.b. 4300 árum síðan.

Ragnar
Nei, enda skrifaði hann ekki þessar heimildir sem sýna fram á þessa samspilandi þætti. Það þarf bara að lesa þær. Þú nennir því ekki og/eða ert smeykur við það.

Hvað finndist þér um þau rök að þú þarft aðeins að lesa Biblíuna til að sjá að Guð er til og Biblían er sönn?

Mofi, 9.9.2008 kl. 13:21

90 identicon

Hvað finndist þér um þau rök að þú þarft aðeins að lesa Biblíuna til að sjá að Guð er til og Biblían er sönn?
Það eru ekki sömu rökin. Sömu rökin væru að þú þyrftir að lesa Biblíuna til að geta metið hvort Guð sé til og Biblían sé sönn.
Rökfræði er alls ekki þín sterka hlið. Það hefurðu margoft sýnt fram á.

Ragnar (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:04

91 Smámynd: Mofi

Sigmar
Það er hvergi talað um örk eða bát Halldórar.... annars tek ég ekkert mark á þessu fyrr en þú kemur með vísun í um hvað er rætt...

Hvað heldur þú að Vessal þýði?

Sigmar
17 Iceland- Eddas

Þú kannski upplýsir okkur um hvaða syndaflóð er átt við þar?

Þannig að án heimilda þá verður þessi fullyrðing aldrei neitt annað en venjubundin útúrsnúningur þessara manna

http://www.biblearchaeology.org/post/2008/01/a-localized-flood.aspx
The ancient Greeks, for example, believed that when Zeus became angry with sinful man he sent a Great Flood consisting of torrential rain and an overflow of the earth's oceans (Hamilton 1942: 74). Another ancient European people, the Norsemen, record the following legend in the epic poem of Iceland, The Younger Norse Edda: "Odin, Wili and We, sons of Bor, slew the giant Ymir, father of the ice-giants. So much blood flowed from Ymir's wounds that all the race of giants were drowned, except for Bergelmir, who saved himself and his wife in a boat and fathered a new race of giants" (Hitching 1978: 165).

Sigmar
Það voru fjölmargar vísanir í viðeigandi heimildir Halldór - ef þú hefðir nennt að lesa textann þá hefðir þú líka séð að þessi atburður fyrir 5000 árum var þegar 2 hlutar Egyptalands voru sameinaðir í Einn, þannig að sagan er mun lengri

Þú virðist vera að gefa þér það án þess að geta sýnt fram á það sjálfur. Ég nenni ekki að leita í gögnum sem þú bendir á eitthvað sem styður það sem þú ert að segja.  Það sem skiptir máli er hvaða gögn styðja fullyrðinguna um að þetta gerðist fyrir 5000 árum síðan.

Mofi, 9.9.2008 kl. 14:12

92 Smámynd: Mofi

Ragnar
Það eru ekki sömu rökin. Sömu rökin væru að þú þyrftir að lesa Biblíuna til að geta metið hvort Guð sé til og Biblían sé sönn.
Rökfræði er alls ekki þín sterka hlið. Það hefurðu margoft sýnt fram á.
Afhverju eru þetta ekki sömu rökin?  Þér er bent á hrúgu af heimildum eða bókum eða vefum og sagt að ef þú lest þetta þá muntu sjá að ég hafi rétt fyrir mér.

Mofi, 9.9.2008 kl. 14:13

93 identicon

Eins og ég sagði þá er rökfræði augljóslega ekki þín sterka hlið.

Þú baðst um heimildir og þér var bent á þær. Þú sagðir að þessar heimildir styddu ekki neitt þótt þú viðurkenndir að hafa ekki lesið þær. Þá var þér bent á að það væri betra að lesa þær áður en þú fullyrtir hvað þær styddu og hvað ekki. 

Þess vegna er ekki um sömu rök að ræða.

Ragnar (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:23

94 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þessi texti er úr sköpunarsögu norrænar goðafræði og kemur syndaflóði ef nokkru tagi ekki á nokkurn skapaðan hátt við, enda fjallar hún um atburði áður en sá efnislegi heimur sem menn búa í varð til...

Og flóðið er nátengt sköpuninni. Punkturinn hérna er að svona saga, flóð sem drap alla menn en ein fjölskylda lifði af sem er að finna í þeirra menningar arfi.

Sigmar
Enn krefst ég þess að fá samsvarandi texta úr bók hinna dauðu svo hægt sé að sjá í hvaða samhengi það er... grunar að það sé eitthvað vafasamt ef þeir birta það ekki einusinni á síðunni á meðan svona hrikaleg rangtúlkun fær þó að fljóta þarna inn

Það væri fróðlegt já.

Sigmar
Tilhvers ertu að svara ef þú hefur ekki einusinni fyrir því að skoða það sem ég sendi hérna inn

Ég skoðaði það og sá ekki eitthvað sem studdi það sem þú varst að segja. Þú vonandi... plís, segðu mér að þú skilur að þó að einhver setji dagsetningu á svona hlut þá þýðir það ekki að hún er rétt?

Ef það er eitthvað sem þessi hlutur sannar þá er það að risaeðlur voru uppi á þessum tíma :)




Mofi, 10.9.2008 kl. 10:45

95 Smámynd: Mofi

Sigmar
Vertu ekki með þetta bull... það var enginn "maður" til þegar þetta gerist, jörðin sem við búum á var ekki einusinni til, þetta er afbökun sett fram til að búa til falska hugmynd um flóð, þetta á heldur ekkert skylt við synd af nokkru tagi - ekki gera lítið úr þér með því að halda svona bulli fram.

Þetta flóð drap ekki nokkurn mann, heldur hrímþursa - reyndu nú einusinni að lesa áður en þú svarar

Ég ályktaði að hrímþursar væru einhverjir menn. Þú ert hérna að afneita einföldum punkt sem er að svona saga er þarna. Enginn hélt því fram að þær væru eins og sagan af Nóaflóðinu, aðeins að sögur af flóði sem drap alla nema einhvern sem bjargaðist í bát er eitthvað sem við finnum í fornum samfélögum víðsvegar um heim.  Ég nenni að rökræða þetta atriði lengur, algjör tíma sóun.

Sigmar
Já.. ég er búinn að þræða textann úr þessari sögu og finn þetta hvergi... ég ætla því að álykta að þetta sé sama lygi og er búin til úr Gylfaginningu á þessari síðu

http://home.earthlink.net/~misaak/floods.htm#Egypt
People have become rebellious. Atum said he will destroy all he made and return the earth to the Primordial Water which was its original state. Atum will remain, in the form of a serpent, with Osiris. [Faulkner, plate 30]

Sigmar
Þegar sú dagsetning passar nokkurn veginn við aðrar heimildir, bæði frá þessu svæði og öðru, þá jú - er hægt að gera ráð fyrir að hún sé nokkuð nærri lagi - það myndir þú vita ef þú hefðir lesið allan textann og vísanirnar í honum

Komdu nú með rök fyrir þessu.

Sigmar
Spendýr með slönguhaus er ekki það sama og risaeðla

Stórfurðulegt dýr sem minnir mig á risaeðlu...

Sigmar
Sphinxinn t.d. er ljón með mannshöfuð - það heldur því samt engin heilvita maður fram að það hafi gengið ljón með mannshöfuð í Egyptalandi á þeim tíma sem hann var búinn til er það?

Nei, en munurinn er að við höfum steingervinga af svipuðum dýrum en ekki ljónum með mannshöfuð.

hula
Narmer plöturnar sanna ekki bara að risaeðlur voru uppi í Egyptalandi til forna heldur líka að fólk var tvívítt á þessum tíma með eitt auga á hliðinni á hausnum.

Svakalega er ég þakklátur að þú ert ekki sköpunarsinni...

Mofi, 10.9.2008 kl. 12:43

96 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sigmar, hvar lærðir þú guðfræði?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.9.2008 kl. 02:22

97 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sigmar: Er ekki bara hægt að læra Guðfræði í einum skóla á Íslandi Hjalti?

Kom fram að þú hefðir lært guðfræði á Íslandi?

Sigmar: Og þér að segja Hjalti þá er langt síðan ég hætti að skrifa undir eigin nafni hér... Halldór bannaði það fyrir mörgum mánuðum síðan

Bannaði hvað fyrir mörgum mánuðum síðan?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.9.2008 kl. 04:24

98 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þessi saga gerist ÁÐUR en heimurinn varð til og hefur því ekkert með flóð af neinu tagi líkt því sem sagt er frá í biblíunni að gera

Ég myndi ekkert búast við því að sögurnar væru eins heldur aðeins að það væri hægt að finna svona sögur, þar sem allir deyja í flóði en einn maður eða fjölskylda lifir af.  Ég myndi ekki búast við lýsingu á atburði sem virkar sagnfræðilegur og raunverulegur í trúarfræði annara samfélaga.

Sigmar
Eru til steingervingar af spendýrum með snákshöfuð?

Ég sé frekar risaeðluhöfuð eins og Brachiosaurus

Sigmar
Þau ERU í textanum Halldór!!!!!   Ertu 6 ára?

Skoðaðu það sem stendur um libýu plötuna til dæmis

Mætti halda að þú ert það; ef þú veist hvar það er, komdu með það.

Sigmar
Ég fer fram á það núna að þú Halldór - viðurkennir að þessi flóðasafnsíða þín sé ekki marktæk og segi af hlutum sem hafa ekkert að gera með flóð sem gætu átt við syndaflóð Nóa...

Það væri bara að afneita staðreyndum. Það má alveg segja að sumar sögurnar af flóðum sem drápu alla en nokkrur björguðust eru ólíkari Nóa flóðinu en aðrar en það breytir litlu.  Punkturinn er samt hin sama, svona sögur af flóðum eru til víðsvegar hjá fornum samfélögum.  Ég myndi ekk

Sigmar
Ég hef ALDREI reynt að gera litið úr biblíunni og hennar boðskap.... hins vegar hef ég reynt að benda á að það að taka henni sem hinni endanlegu heimild sé óðs manns æði.

Þetta er ekki spurning um að taka henni sem endanlegu heimild heldur að vega og meta hana miðað við aðrar heimildir. Að þegar eitthvað skarast á við hennar vitnisburð að þá hendir maður henni ekki í ruslið nema hafa mjög góða ástæðu til.

Sigmar
Ég vil að þú gerir þér ljóst að ég hef töluvert meiri þekkingu á því sem í biblíunni stendur heldur en bæði þú og halldór samanlagt -  ég eyddi 3 árum af ævi minni í að læra Guðfræði og lestur á  biblíunni í samvinnu við sérfræðinga á því sviði og það fer alveg gríðarlega í taugarnar á mér þegar fólk sem greinilega skilur ekki inntak hennar gerir lítið úr þeirri þekkingu.

Það er ekkert að gera lítið úr einhverjum þó maður er ekki sammála honum. Ef svo væri þá ert þú alveg eins að gera lítið úr mér en ég upplifi þetta aðeins að þú ert ósammála mér.

Sigmar
Halldór hefur við hvert einasta tækifæri sem gefist hefur gert lítið úr minni trúarsannfæringu, hann hefur gengið svo langt að kalla mig viðbjóðslegan fyrir að trúa ekki nákvæmlega á Biblíunnar orðanna hljóðan og það er hryllileg afstaða gagnvart fólki sem af fullri einlægni reynir að tileinka sér boðskap Jesú Krists

Ég útskýrði hvaða afstöðu ég tel vera fyrir neðan allar hellur og vildi svo til að það var þín afstaða. Ég vildi óska þess að ég gæti borðið virðingu fyrir þeirri afstöðu en ég get það ekki.

Mofi, 11.9.2008 kl. 09:49

99 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég legg bara orð í belg vegna Halldóru. Þessi gáfnakeppni hér er ekkert til að eyða tíma í, enn ég verð bara að segja frá einstakri reynslu sem ég varð fyrir. 

Ég talaði við Jesú og suðaði í honum þangað til ég fékk beint samband við Guð. Ég surði um allt mögulegt enn ég fékk ég ekki langan tíma.

Svo spurði ég hann um MOFI meðal annars, og það varð til þess að Guð fékk svoleiðis hláturskast að ég varð alveg steinhissa. Þegar hlátrinum var lokið og hann náði loksins að svara, sagði Hann bara: 

"Gleymdu honum bara og eyddu ekki tíma þínum til ónýtis!"

Nú jæja, ég fékk að spyrja einnar spuningar til viðbótar og spurði hvort Biblían væri hans orð.

Þá varð hann alvarlegur og sagði að það væru að vísu nokkur orð sem væru Hans, enn flestir fyndu þau ekki svo Hann ráðlagði mér að nota mínar eigin aðferðir til að læra um sig.

Minnti Hann mig á frjálsan vilja sem væri Hans gjöf til mín og allra annarra og sagðist munu fylgjast með mér...ég þyrfti ekkert að óttast neitt því ég væri á réttri leið.

Þyrfti ég ekkert að trúa einu eða neinu, heldur bara að treysta sér..lengra varð samtalið ekki og eftir sat ég með allar hugsanir sem þurfa greinilegrar endurskoðunar við..er þetta eina skiptið sem ég hef náð svona sambandi..

Kveð ég þig hér með MOFI minn og bið þig vel að lifa...

Óskar Arnórsson, 11.9.2008 kl. 13:54

100 Smámynd: Mofi

Óskar
Ég talaði við Jesú og suðaði í honum þangað til ég fékk beint samband við Guð. Ég surði um allt mögulegt enn ég fékk ég ekki langan tíma.

Fólk sem heldur að það hafa beint samband við Guð er hættulegasta fólkið að mínu mati. 

Mofi, 11.9.2008 kl. 14:19

101 Smámynd: Mofi

Sigmar
Það er ekkert slíkt að finna í Gylfaginningu.... þessi lýsing á ekki við

Þeir fullyrða að svo sé svo auðvitað treysti ég þeim frekar en þér.

 Inni í Narmer linknum eru fleiri svona orð þar sem textinn er blár, ef þú klikkar á það á viðeigandi stöðum þá flyst þú á síður með frekari upplýsingum.....  ég var til að mynda búinn að benda þér á að ýta á bláu línuna á libýu plötunni, stafað LYBIA .....  þú forritarinn hlýtur að vita hvernig linkar virka

Sigmar
Inni í Narmer linknum eru fleiri svona orð þar sem textinn er blár, ef þú klikkar á það á viðeigandi stöðum þá flyst þú á síður með frekari upplýsingum.....  ég var til að mynda búinn að benda þér á að ýta á bláu línuna á libýu plötunni, stafað LYBIA .....  þú forritarinn hlýtur að vita hvernig linkar virka

Áttu við þennan link hérna:  Libyan Palette  ?

Sé ekkert þar heldur sem styður mál þitt... 

Sigmar
Afneita staðreyndum?  Hvað með þá STAÐREYND að Egypska sagan gerðist aldrei heldur var henni hótað.. og þá STAÐREYND að það dó ekki einn maður í Edduútgáfunni - það er enginn að afneita staðreyndum hér nema þú..

Ha?  Um hvað ertu að tala, var henni hótað?  Varðandi Eddu útgáfuna þá virðist þú ekki geta skilið punktinn og ég nenni ekki að reyna að útskýra fyrir einhverjum sem vill ekki skilja.

Sigmar
Já... það er eitthvað sem þú mættir prófa að gera

Er að gera það og finnst skondið að þú segist vera kristinn en treystir samt einhverjum steinbrotum frekar en Biblíunni. Jafnvel þó þú eigir í mestum erfiðleikum með að sýna fram á afhverju þessi steinbrot segja okkur að saga Biblíunnar er röng.   Þrátt fyrir það þá bara heimtar þú að Biblían sé hérna röng... bara af því að...hvað?  Þú vilt að hún sé röng? 

Sigmar
Þú notaðir ekki orðalagið fyrir neðan allar hellur er það?  Ef þú getur ekki borið virðingu fyrir fólki sem fylgir boðskapi Jesú Krists á sama tíma og þú telur sjálfan þig kristinnar trúar þá er afar illa fyrir þér komið - vonandi gerir þú þér það ljóst einhvern daginn

Ef þú segir að Jesú hafi ekki skapað mannkynið og náttúruna þá ertu að kalla Hann lygara. Að minnsta kosti þá heimild sem við höfum um hvað Hann sagði er þá algjör lygi.  Vonandi verður þér ljóst að þú ert að kaupa guðleysis bull í staðinn fyrir að trúa Guði og því sem Hann hefur opinberað okkur.

Mofi, 11.9.2008 kl. 16:30

102 Smámynd: Mofi

hula
"Bíblía fyrst, vísindi svo"

Biblían fyrst svo darwiniskar afsakanir.

Mofi, 11.9.2008 kl. 17:00

103 Smámynd: Óskar Arnórsson

MOFI! Algjörlega sammála þér núna! Ég átti einmitt von á einhverju svona svari..

"Fólk sem heldur að það hafa beint samband við Guð er hættulegasta fólkið að mínu mati."

Það var mikið að það kom eitthvað af viti upp úr þér! Enn er ekki Guð að tala til þín beint úr Biblíunni?

Hver er munurinn? Er það ekki líka hættulega fólkið? Mér finnst það. Mér fannst þetta bara svo skemmtilegt og þetta er nákvæmlega jafnmikil þvæla og að halda að Guð hafi skrifað bók eða halda að Guð hafi talað við einhvern sem skrifuðu Biblíunna. Guð hefur aldrei talað við neinn... 

Það er hættulega fólkið MOFI! þú sagðir það sjálfur..stattu nú einu sinni við það sem þú segir MOFI..og byrjaðu nú ekki á neinu útskýringarrugli... 

Óskar Arnórsson, 11.9.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband