Hvaðan kom hugmyndin um miljónir ára? Seinni hluti

adding-millions-of-years-to-bibleFyrsti hlutinn er að finna hérna: Hvaðan kom hugmyndin um miljónir ára?

 

Þetta er að vísu í tveimur hlutum en þá er að finna hérna: http://www.answersingenesis.org/media/video/ondemand 

 

Hérna til hægri er mynd sem sýnir hvernig kristnir hafa gefið undan og reynt að bæta öllum þessum miljónum árum við Biblíuna, eins sorglegt og það er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Mofi.

Ég sá þessa mynd fyrst í creationista myndbandi sem ég horfði á fyrir nokkrum árum. Þar var einhver snyrtilegur repúblikani í hvítum slopp sem staglaði á því í sífllu að hann væri efnafræðingur.

Þótt að hann hafi listað upp einstaka sköpunarrök þá kom það mér á óvart hvað hann talaði mikið um börnin sín 11 inn á milli :S

Ég skal reyna að kíkja á myndbandið við tækifæri.

Bestu Kveðjur

Jakob (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:43

2 identicon

Það er að segja, skopmyndin teiknaða, ekki myndbandið*

Jakob (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Mofi

Jakob, hljómar kunnuglega :) 

Þessi maður er aðeins með fyrirlestur um söguna af þessu. Hvaða menn komu með hvaða hugmyndir og afhverju og þess háttar.  Mér fannst bara mjög fróðlegt að heyra smá um þessa sögu.  Þú lætur mig vita ef þú horfir á hvað þér fannst.

Kv,
Halldór

Mofi, 28.8.2008 kl. 14:14

4 identicon

Mofi hefur lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á aldri jarðar, eða yfirskrift þessa pósts. Mofi hefur sett inn óhemju marga pósta um aldur jarðar sem sýnir svo ekki verði um villst að hann hefur engan áhuga á þessu.

PS. Mofi, textinn hér að ofan er kaldhæðni. 

Ragnar (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 14:15

5 Smámynd: Mofi

Sigmar
Varstu ekki að segja hér í öðrum pósti að jörðin gæti vel verið margra miljóna ára gömul?
Ég hef ekki sterka skoðun á aldri hennar en hef sterka skoðun á aldri lífs og túlkuninni á setlögum jarðarinnar og hve gamlir steingervingarnir eru.  Þetta er síðan fræðsla um söguna, hvað menn komu fram með hvaða hugmyndir og afhverju. 

Mofi, 28.8.2008 kl. 14:15

6 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þér finnst t.d. fullkomlega rökrétt að margra kílómetra háir fjallgarðar eins og t.d. Himalayja, hvers toppar eru úr gömlum sjávarbotni hafi risið á nokkur hundruð eða þúsund árum?

Að fjöll hafi að sama skapi myndast og veðrast í mél á svipuðum tíma?

Ég trúi að þetta hafi gerst þannig, sirka einhverjum hundruðum árum.

Hvað áttu við með fjöll hafa myndast og verðast í mél?

Sigmar
Ef þú hefur ekki sterkar skoðanir á aldri hennar hvernig getur þú þá samþykkt biblílega sköpun sem segir frá sköpun hennar í sömu viku og líf verður til?

Ég get ekki neitað því að þetta er vandamál sem ég hef ekki fundið lausn á sem ég er fullkomnlega sáttur við. 

Mofi, 28.8.2008 kl. 15:15

7 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þú þarft ekki að keyra langt út fyrir borgarmörkin til þess að sjá þar fjöll hvers hlíðar eru lítið annað en möl eftir að bergið hefur brotnað niður vegna ágangs veðuraflanna

Ein af ástæðunum fyrir því að álykta t.d. að efsti hluti Evrest er ekki mjög gamall þar sem við finnum leyfar sjáfardýra á honum.  Sömuleiðis ástæða til að álykta að heimsálfurnar voru saman fyrir ekki svo löngu síðan því að þær passa enn ágætlega saman en veðrun myndi breyta því.

Sigmar
Ég allavega hefði ekki viljað upplifa þær veðurhamfarir sem geta gert slíkt á nokkur hundruð árum og mér er til efst að nokkur maður eða líf gæti lifað slíkan veðurofsa af... tala nú ekki um að hann hafi þurft að geysa stöðugt í mörg hundruð ár til að hafa þessi eyðileggingaráhrif

Ekki ég heldur.  Líklegast gerðist mest af þessu í flóðinu sjálfu og rétt eftir það. 

Mofi, 28.8.2008 kl. 15:34

8 identicon

Sæll Mofi.

Ég horfði á part 3?

Þetta er áhugaverð yfirferð yfir þessa sögu. Góður frasi líka. "Flat earth snake handlers" ég hló yfir því.

Kveðja

Jakob (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:01

9 Smámynd: Mofi

Misstirðu af part2?

Þessir menn voru jafn skemmtilega móðgandi og Dawkins og Hitchens eru í dag :)  

Sigmar
Ef þetta hefði gerst í flóðinu Halldór þá væri mölin tæpast ennþá laus í fjallshliðunum er það nokkuð Halldór?

Flóðið hefði samkvæmt allri heilbrigðri skynsemi borið þessa lausu möl með sér

Það er nú langur tími síðan þetta gerðist og margt getað gerst á þeim tíma.

Sigmar
Þar fyrir utan er eitt vatnsflóð ekki fært um að mylja hart berg í mél

Um hvað ertu að tala? 

Sigmar
Reyndu eitt andartak að ímynda þér náttúruhamfarirnar sem myndu fylgja því að svona fjallgarðar væru að rísa á nokkrum árum eða jafnvel hundruðum ára... berðu það saman við smávægilegar skekkjur í jarðflekum sem eru að valda jarðskjálftum upp á 7-9 á Richter

Og útskýrðu svo fyrir mér hvernig þú ímyndar þér að nokkuð líf hafi getað þróast og dafnað með slíkar hamfarir í gangi um allan heim?

Ef hluti af þessu hefði gerst í flóðinu og restin á hundrað tvö hundruð árum eftir flóðið þá var lífið á jörðinni ennþá mjög fámennt og hefði forðast svæði sem voru hættuleg.

Mofi, 29.8.2008 kl. 13:30

10 identicon

Ef hluti af þessu hefði gerst í flóðinu og restin á hundrað tvö hundruð árum eftir flóðið þá var lífið á jörðinni ennþá mjög fámennt og hefði forðast svæði sem voru hættuleg.

Miðað við hversu miklar hreyfingar þarf eftir flóðið til að láta jörðina líta eins út og hún gerir í dag hefur ekki verið til nokkur staður á jörðinni sem ekki var hættulegur. Hvar gætu þessir staðir verið?

Og hvaðan kom allt þetta fólk sem byggði pýramídana. Þú vilt kannski meina að þeir hafi veðrast svona fyrir tilviljun?

Ragnar (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 14:16

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er það ekki rétt hjá mér að jörðin er ca. 50 ára miðað við hundrað ár! þ.e.s. hún á eftir að vera til nákvæmlega jafnlengi og hún er búin að vera til frá upphafi. Er þetta ekki jarðfræði?

Svo breytist hún í gaskúlu, og svo pompar hún algjörlega saman og verður s.k. "dauð stjarna"..

Ég væri nú alveg til í að heyra eitthvað um jarðfræði frá þessum Elmari!

Hann virðist vita eitthvað..ég kann ekkert um jarðfræði nema það sem maður var píndur til að læra..C 14 aldursgreining minnir mig að sé til og svo man ég ekkert meira..eða var það C 4 eða eitthvað sprengiefni??? Ég rugla þessu öllu saman..

Óskar Arnórsson, 31.8.2008 kl. 12:36

12 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þú sagðir að flóðið hefði breytt þessu bergi í möl.... ég sagði að það væri ekki hægt... 

Hvaða bergi í möl?  Ef þú ert að tala um setlögin þá vitum við að þetta var eitt sinn jarðvegur blandaður vatni sem síðan harðnaði.

Sigmar
Hvernig fór Nói að því að halda bátnum á floti Halldór? getur þú ímyndað þér flóðbylgjurnar í hafinu með jarðskjálfta mörgun sinnum öflugri en allt sem við höfum kynnst í gangi út um allan heim?

Ef jörðin er á kafi þá efast ég um að jarðskjálftar neðan sjávar hafi svo mikil áhrif.

Ragnar
Og hvaðan kom allt þetta fólk sem byggði pýramídana. Þú vilt kannski meina að þeir hafi veðrast svona fyrir tilviljun

were There Enough People to Build the Pyramids?

Hvað eiginlega með veðrunina?

Elmar
Finnst þér þá ekki alveg jafn fyndið að menn skuli halda við getum búið til rafmagn með kjarnorku og hlærðu ekki alveg jafn mikið að þeirri heimsku að menn haldi að það skuli vera hægt að klóna lífverur með einræktun og ertu ekki að drepast úr hlátri yfir því menn séu yfirhöfuð það vitlausir að halda því fram að í dag sé mögulegt að búa til vélar sem geta flogið um heiðbláan himininn eins og fuglar???

Nei, af því að þetta eru alvöru vísindi en ekki bull eins og flest allt í darwiniskri trú.

Mofi, 1.9.2008 kl. 12:43

13 identicon

were There Enough People to Build the Pyramids?

Þetta er nú meiri vitleysan. Þetta byggir á endurskoðuðum veldistíma hverrar konungsættarí Egyptaland af manni að nafni David Down. Sér til stuðnings nefnir hann engar heimildir. ENGAR heimildir. Þetta er það sem gæti kallast skáldsaga.

Ragnar (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 10:17

14 Smámynd: Mofi

Elmar
þú ert ansi duglegur við að búa til nýyrði Halldór, þú gætir með þessu áframhaldi gefið út heila orðabók.  "Orðabók Mofa - Skýringar á helstu hugtökum sköpunarrugludalla" myndi örugglega rokseljast, þú gætir sett þetta "darwinísk trú" í þessa bók því að það veit engin hér sem les þessa síður hvað þetta þýðir ... með bestu kveðju

Hélt að þetta útskýrði þig sjálft svona fyrir ágætlega gáfað og vel menntað fólk... kannski er ástæðan að þú passar ekki í þann hóp en ég veit ekki hvað ég nenni að eyða miklu púðri í þá sem passa ekki í þennan hóp.

Ragnar
Þetta er nú meiri vitleysan. Þetta byggir á endurskoðuðum veldistíma hverrar konungsættarí Egyptaland af manni að nafni David Down. Sér til stuðnings nefnir hann engar heimildir. ENGAR heimildir. Þetta er það sem gæti kallast skáldsaga.

Hann kemur einfaldlega með þau rök að í sumum tilfellum gætu verið um ýkjur að ræða og í öðrum að sonur og faðir gætu ríkt á sama tíma og ég veit ekki betur en það eru til heimildir sem segja að það hafi gerst.

Mofi, 11.9.2008 kl. 10:50

15 identicon

Söguleg rök eru verðlaus án heimilda. Það er þúsund ára munur á skáldsögu Down og allra hinna heimildanna.

Ragnar (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 11:11

16 identicon

Hvers vegna birtir Down (eða AiG) ekki heimildirnar fyrir "endurskoðaða tímatal Egypta". Á meðan það er ekki gert er þetta skáldsaga þar sem heimildirnar fyrir hinu eru mun fleiri, í samræmi við hvora aðra og í samræmi við aðrar heimildir eins og jarðfræði, í samræmi við sögu þjóða í kring, í samræmi við stjörnufræði, í samræmi við aldursmælingar o.s.frv. Það er bara ekki hægt að gera betur. Skoðaðu heimildirnar sem þér hefur verið bent á og komdu síðan með efnislega gagnrýni séu þær svona kolrangar.

Frekar aumt að "endurskoða" bara tímatalið en hafa ekkert til að styðja það.

Ragnar (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband