26.8.2008 | 13:12
Hvað vilt þú gera áður en þú deyrð?
Dave Freeman fékk styttri ævi en flestir gera ráð fyrir því að fá en samt má hann eiga það að hann gerði sitt besta til að njóta þess. Að ná að gera helminginn af þessum hundrað atriðum verður að teljast gott, svona miðað við hinn venjulegan mann.
Það er örugglega holt að gera svona lista og þá í sömu andrá gera sér grein fyrir hve mikið lífið getur haft upp á að bjóða. Enn fremur er þetta áminning að þú hefur kannski miklu minni tíma en þú heldur. Sumir gagnrýna hugmyndina um himnaríki og eilíft líf á þeim grundvelli að það yrði leiðinlegt; bara að spila á hörpu á himnum að eilífu. Ég sé loforðið um nýja jörð og eilíft líf sem eins konar tækifæri til að gera t.d. eitthvað af þessum hundrað atriðum og ég er alveg viss um að þegar ég væri búinn að því þá gæti ég búið til annan lista. Fyrir utan það að það er örugglega gaman að synda með höfrungum eða fara í fallhlífastökk oftar en einu sinni!
Ég held að ég myndi hafa áhyggjur af því að leiðast eftir að vera búinn að búa til nokkra svona lista en ekki fyrr.
Ég sé fyrir mér hið nýja líf og hina nýju jörð þannig að það er svipað og það sem við lifum hérna nema maturinn bragðast betur, maður glímir ekki við líkama sem er byrjaður að hrörna með tilheyrandi þreytu og verkjum og engir sjúkdómar eða fátækt og eymd. Heimur þar sem þú getur ekki gert eitthvað af því að þú getur ekki fengið frí, hefur ekki efni á því eða hvað annað stendur ekki lengur í vegi fyrir þér.
Svo, lesandi góður. Ef þú myndir búa til svona lista eða fara eftir listanum sem Dave Freeman bjó til; heldur þú að þú munir geta gert allt á listanum? Líklegast ekki er það nokkuð? Þú ert jafnvel í þeim sporum að geta varla gert tíu atriði af þeim. Þú ert jafnvel í þeim sporum að hafa ekki áhuga vegna þess að þú getur ekki notið þess með þeim ástvini sem myndi gefa þessu ánægju.
Mín spurning til þín er, myndir þú vilja fá meiri tíma og meiri æsku til að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða? Það er boð fagnaðarerindisins í hnotskurn; það er sú gjöf sem Guð vill gefa þér. Til þess að finna þessa gjöf lestu þetta:Leiðin til lífs
Feigur höfundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:35 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég lifi bara í mómentinu, ég get ekki gert mér það að vera með eitthvað svona plan... ég gæti verið dauður á eftir eða 2morrow
DoctorE (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 13:19
Þú um það DoctorE, ég mun sakna að rökræða við þig á himnum :(
Mofi, 26.8.2008 kl. 13:31
Veit ekki hvort að þetta er listinn sem kallinn bjó til en kannski, sjá: http://brass612.tripod.com/cgi-bin/things.html
Hljómar eins og að þínu mati Hinricus þá er lífið prísund sem þér líkar ekkert vel við...
Mofi, 26.8.2008 kl. 13:59
Þótt að kannski maður upplifi tíma sem lífið er ekki ánægjulegt þá samt hlýtur að vera minning eða von um tíma sem eru ánægjulegir?
Mofi, 26.8.2008 kl. 14:21
Leitt að heyra Hinricus, vona að þú finnir eitthvað í þessu lífi sem gerir það ánægjulegt.
Mofi, 26.8.2008 kl. 14:33
Haukur, minn punktur er að það er fáránegt að hafa áhyggjur af þessu þegar maður er varla búinn að lifa nokkuð yfirhöfuð. Ef tíminn kemur virkilega að manni leiðist lífið þá efast ég um að Guð myndi eitthvað neyða mann til að lifa áfram en ég hef enga trú að einhverjum muni leiðast á hinni nýju jörð.
Mofi, 26.8.2008 kl. 15:35
Ég vona að mér takist að hjálpa trúuðum út úr þeirri ímynunarvímu að þeir eigi eftir að synda með höfrungum, kyssa ljón og leika sér við ísbirni á himnum. Borða síðan grænmeti, ávexti og pasta til eilífðarnóns.
Hitt er miklu betra líf að leyfa sér af og til kjötát með rauðvíni og úthugsa leiðir til að framfleyta sér og sínum í þessu lífi með bland af Tívolíreisum inn á milli. Gleyma þessari sjálfsblekkingu að til sé líf að þessu loknu. Allt of tímafrekur draumur og tilgangslaus.
Sigurður Rósant, 26.8.2008 kl. 22:31
Allt nærð þú nú að tengja í draumaveröldina þína. Þú ert tilbúinn að eyða lífinu við tölvuna þína og byrja að lif þegar þú ert dauður. Það er engin spurning hér, hvort það yrði leiðinlegt eða skemmtilegt handan þessa lífs, sennilega hvorugt og hvort tveggja. Semsagt ekkert. Annað er ekki í hendi.
Ég er á því að kenningin um andaveruna Jesú byggi á því að lifna við í þessu lifi, rísa upp til lífsins. Verða nýr. Einmitt að hætta að keppa eftir einhverju, sem enga fyllingu gefur. Dauðum hlutum og upphefðum. Ég held að það sé merking auðmýktarinnar. Að hætta að reyna að hafa allt og alla eftir eigin höfði og hugmyndum og lifa í eilífum vonbrigðum, því þau eru jú afkvæmi væntinganna.
Hamingjan er ekki áfangastaður að mínu mati hamingjan felst í ferðalaginu. Hamingjan felst ekki í að eignast eigulega hluti heldur í því að búað þá til. Það er mín reynsla. Vinnan á ekki að vera leið að laununnum og bið eftir þeim. Vinnan á að vera nautnin sjálf. Að elska það sem maður gerir fyrir það eitt að fá að gera það. Ég tel mig svo gæfusaman að mega það.
Ég á ýmislegt sem telst til upphefða og eigna, en það hefur aldrei verið markmið hjá mér. Ég ef hættur að hlaupa undan straumi og eltast við tækifæri, sem ég er að missa af. Nú sit ég á bakka lífsfljótsins og leyfi tækifærunum að koma til mín.
Þetta er enginn rómantískur prósi, heldur í einlægni það sem ég reyni í dag. Ég get ekki gengið út frá neinu öðru en að eftir lífið verði eilífur friður. Það felst í orðinu dauði. Fyrir vikið þá nýt ég lífsins betur í hinu smáa og stóra og er ansi nægjusamur með lítið, þótt ég segi sjálfur frá. Ég þarf engin þrill og rasskellingar um allar jarðir. Ef maður er viðstaddur í stað og stund, þá opinberast ægifagur galdur í fólkinu og náttúrnni. Syngjandi fuglar, hlæjandi börn, lemjandi rigning, sól í heiði, skúlptúrar í skýjum, fólk að brasa, börn að leika, allir að kanna heiminn og vera hver ööðrum gaman. Þetta eru mikil forréttindi að fá að vera til, því það eru svo miklu fleiri en við, sem aldrei fá það.
Ég vona að þú skynjir þetta eins og ég og sért glaður í hjarta. Þú gætir haldið að ég sé grumpy old man, en það er aðeins hvað varðar þá sem ræna fólki þessum lífsgaldri, hefta það, fá fólk til að slá því á frest, spilla tækifærum þess og ala á ótta. Fangelsið hugi þeirra í fortíð og óræðri framtíð og rænið þau núinu, þar sem lífið á sér stað. Það finnst mér trúarbrögðin gera og þar veit ég að við erum ósammála um það.
Þið fullyrðið um hluti, sem þið hafið ekki minnstu vitund um og hamist við að troða þessum hugmyndum á aðra og auglýsa ykkur sem forréttindahóp með góðlátlegt vandlætingar og vorkunnarblik í augum.
Maður á að segja satt. Það þarf ekki að fabúlera neitt um lífið, það er þarna beint fyrir framan nefið á þér.
Þtta var annars jákvæð og skemmtile grein og mikil bragarbót hjá þér. Ég væri miklu frekar til í að ræða lífið við þig en það sem enginn veit. Tala saman, segja hvað okkur finnst og fullyrða sem minnst.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.8.2008 kl. 01:27
Annars fer hann Haukur minn hér á kostum. Sannur og auðmjúkur heimspekingur þar á ferð. Mættu fleir vera eins þenkjandi og hann.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.8.2008 kl. 01:34
Hvað græðir þú á því? Ef það er satt þá ertu að leiða einhvern til glötunnar og Jesú sagði dáldið merkilegt um þannig fólk:
Ef þú hefur rétt fyrir þér, þá mun viðkomandi ekki hafa tapað neinu, þótt að vonin bregðist þá mun hann aldrei komast að því.
Ég leyfi mér kjötát flesta daga vikunnar og reyni að njóta lífsins. Miklu frekar að vonin að dauðinn er ekki endirinn gerir þetta líf bærilegra enda fátt ömurlegra en líf án vonar. Skil engan veginn hvað menn eins og þú eru að "berjast" fyrir því ég sé ekki að þín heimsmynd getur boðið upp á eitt eða neitt sem kallast má gott.
Hver er eiginlega að fylla þig af bulli?
Fagnaðarerindið er von á móti óttanum við að deyja. Að síðan spilla tækifærum og ekki lifa þá finnst mér miklu frekar leiðbeiningar Biblíunnar leiða fólk til góðs lífs á meðan ég sé of marga guðleysingja drekka frá allt of mörg tækifæri.
Það er nú gott að heyra :)
Held að það sé alveg vel komið fram að þú trúðir einhverri vitleysu þegar þú taldir þig vera kristinn. En Guð mun ekki neyða einhvern til að lifa sem vill það ekki; sama hve sorglegt það virkar í mínum augum.
Mofi, 27.8.2008 kl. 10:10
Annars trúi ég því að hóflega mikið Puð og Strit gefi okkur svolítið Vit. Að eltast við að lifa lífinu á sem skemmtilegastan máta getur að sjálfsögðu gefið þeim sem tekst það, einhverjar ánægjustundir, en slíkt er þá líka á kostnað annarra lífsgæða sem hinn lífsglaði missir af.
Ekki "bæði sleppt og haldið" eins og íslenskt máltæki segir, Mofi minn.
Að vera laus við þær áhyggjur eða "von" um að komast inn í Himnaríki er mikil og góð frelsistilfinning. Þess vegna erum við mörg trúfrjáls, trúlaus eða vantrúuð.
Sigurður Rósant, 27.8.2008 kl. 11:07
Hin kristna sýn á þetta er að ekkert gefur jafn mikla ánægju í lífinu og að hjálpa öðrum; svo það komi fram.
Ég skil ekki alveg hvernig það er einhver frelsistilfinning tengd því að trúa að þegar maður deyr þá er allt búið. Ég skil heldur ekki hvernig það getur verið góð tilfinning að horfa á ástvini og að glata þeim að eilífu vera eitthvað sem gefur manni góðar tilfinningar. Ég get skilið að einhver trúir ekki að það er von en ég skil ekki þá sem vilja ekki að það sé von.
Mofi, 27.8.2008 kl. 11:17
Ég skil ekki þá sem vilja troða tálvonum í börn, unglinga og varnarlaust fólk.
Ég vil að allir njóti verndar gegn slíkri ítroðslu.
Sigurður Rósant, 27.8.2008 kl. 11:52
Það er ekki tálvon í mínum huga heldur eitthvað mjög raunverulegt og ég skil ekki þá sem vilja troða vonleysi í huga fólks eins og það sé eitthvað góðverk.
Mofi, 27.8.2008 kl. 13:10
Hvar stendur það í bókinni þinni að EKKERT gefi jafn mikla ánægju í lífunu og að hjálpa öðrum. Ekki misskilja mig, mér finnst það bæði göfugt og gefandi að hjálpa þeim sem minna meiga sín, en hvar nákvæmlega finnurðu þetta í Biblíunni?
Ég vil svo minna þig á að slíkar dyggðir eru ekki bundnar við kristna eða trúaða. Það er ótrúlega sjálfmiðað og óforskammað að eigna þessu trúargutli alla heimsins gæsku. Trúlausir eru gott og hjálpsamt fólk og jafnvel enn frekar, af því að þeir eru ekki eins uppteknir af sjálfum sér og trúaðir, sem gera gott í von um laun eða náðun. Gera gott sín egna. Trúlausir gera góðverk vegna þeirra sem hljóta þau.
Svaraðu annars spurningunni ef þú getur.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.8.2008 kl. 20:32
Ef þú verður minna var við góðverk hjá trúlausum, þá er það nokkuð víst að ástæðan er sú að þeir eru ekki jafn ötulir við að láta alla vita af því eins og þið. Plain and simple.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.8.2008 kl. 20:34
Já og eitt enn...Það að vekja ekki tálvonir meðal fólks (ljúga) þýðir ekki að þeir sem standast þá freistingu séu boðberar vonleysis.
Ef þetta er fullyrðing þín, þá er lygin eðli vonarinnar. Von þýðir ekki að hafa hausinn stanslaust ´ókomnum tíma, von er það t.d. að dæma ekki fólk af yfirsjónum og gefa því annan séns. Von er að bera umhyggju fyrir börnunum þínum. Von er bjartsýni á alla hluti, sem nær þér standa en ekki óskhyggja um aðra tilveru eða ríkidæmi í þessu lífi. Þar skilur á milli vonar, óskhyggju, sjálfsblekkingar og lygi.
Hugleiddu það. Já hugleiddu yfirleitt öll þau hugtök, sem þið hafið á hraðbergi. Það er andleg iðja og mönnum til vaxtar. Þakklæti t.d. er tilfinning um fullnægju og sátt en ekki kvöð um fórnir, fleðrulæti og undirgefni við aðra.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.8.2008 kl. 20:44
Góður punktur hjá þér. Veit ekki um stað þar sem þetta stendur beinum stöfum, aðeins fólk hvatt til góðra verka.
Að segja að Biblían hvetur til góðra verka er ekki hið sama og aðrir geta ekki líka gert góð verk. Mismunandi trú hefur mismunandi áherslu á góð verk, til dæmis guðleysi hefur ekkert um það að segja og eins og ein skáldsagna persóna sagði: "Ef Guð er ekki til, þá er allt leyfilegt"
Eitthvað ertu að misskilja góð verk í kristni. Það er talað sérstaklega um að eilíft líf er gjöf og menn geta ekki gert neitt til að öðlast það. Talað um að gefa, en ekki gefa til að fá hrós manna heldur vegna kærleika til annara.
Í hvaða orðabók er það?
Svona útskýrir ensk orðabók orðið "hope":
Von er einfaldlega löngun eftir einhverju sem viðkomandi langar að rætist.
Ég vona að ég sjái gömlu kisuna mína á himnum en hver veit; Biblían talar ekki sérstaklega um það.
Að ég best veit ekkert talað um hvort að þau dýr sem maður þekkti hér muni verða á himnum eða hinni nýju jörð en dýr eiga að vera þar eins og maður sér á mjög fallegri sýn á hið nýja líf
Ekki mjög kristilegt af þér en maðurinn átti þetta líklegast skilið. Hefur engan rétt til að fullyrða fyrir hönd Guðs um eitthvað sem orð Guðs hefur ekki tekið fram skýrt.
Bestu kveðjur
Mofi, 29.8.2008 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.