24.8.2008 | 01:48
Höfum við eilífa sál?
Mér finnst mjög merkilegt hve margir Danir virðast trúa á drauga og þess háttar. Það sem ég skil ekki er hvernig fólk samræmir t.d. þá trú að þróunarkenningin er sönn og síðan drauga. Hvernig er hægt samræma að aðeins náttúrulegir kraftar bjuggu til mannkynið og að mannkynið hefur einhverja sál sem lifir af dauðan? Ég sé aðeins eina leið, hætta að hugsa rökrétt. Kannski einhver getur útskýrt þetta fyrir mér.
En, varðandi spurninguna, höfum við eilífa sál? Fyrir mitt leiti þá er Biblían áreiðanlegust þegar kemur að svona spurningum. Svo kennir Biblían að menn hafa ódauðlega sál? Nei, alls ekki. Það er ekki eitt vers í Biblíunni sem segir að menn hafi ódauðlega sál, þvert á móti segir Biblían að aðeins Guð hafi ódauðleika.
Fyrra Tímóteusarbréf 6
Drottins vors Jesú Krists 15sem hinn blessaði og eini alvaldur mun á sínum tíma láta birtast, konungur konunganna og Drottinn drottnanna.
16Hann einn er ódauðlegur
Þegar kemur að dauðanum þá lýsir Salómon hvert ástand hinna dauðu er.
Prédikarinn 9
5Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar og minning þeirra gleymist. 6Bæði ást þeirra, hatur og öfund, það er fyrir löngu farið og þeir eiga ekki framar hlutdeild í neinu sem við ber undir sólinni.
...
10Allt sem hönd þín megnar að gera með kröftum þínum, gerðu það,
því að í dánarheimum, þangað sem þú ferð,
er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska
Faðir Salómons sagði að þegar menn deyja þá verður líkaminn að mold og áform þeirra að engu. Enska þýðingin er nákvæmari hérna en hún segir að þeirra hugsanir eyðast.
Sálmarnir 146
2Ég vil lofa Drottin á meðan ég lifi,
lofsyngja Guði mínum meðan ég er til.
3Treystið eigi tignarmönnum,
mönnum sem enga hjálp geta veitt.
4Þegar öndin skilur við þá
verða þeir aftur að moldu
og áform þeirra verða að engu. ( their thoughts perish )
Hvort að við mættum reyna að tala við þá sem eru dánir þá sagði Móses þetta:
Fimmta Mósebók 18
10 Á meðal ykkar má enginn finnast sem lætur son sinn eða dóttur ganga gegnum eld, enginn sem leitar goðsvara með hlutkesti, enginn sem les óorðna atburði úr skýjum eða úr bikar, enginn galdramaður, 11enginn sem fer með særingar, leitar ráða hjá öndum eða spásagnarmönnum, enginn sem leitar úrskurðar hjá framliðnum.
Hvað er þá í gangi þegar menn eru að fara til miðla og reyna að ná sambandi við hina dánu? Í lang flestum tilfellum tel ég að um blekkingar eru að ræða. Húdíni tók það að sér að koma upp um blekkingar þeirra miðla sem hann náði í, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Harry_Houdini#Debunking_spiritualists
Ef ske kynni að eitthvað er raunverulegt þarna þá segir Biblían það skýrt það er ekki dáið fólk. En ef það er ekki dáið fólk, hvað er það þá? Biblían talar á nokkrum stöðum um andaverur eða fallna engla og að þeir geti t.d. gert kraftaverk ( Opinberunarbókin 16:14 ).
Um ódauðleika sálarinnar hafði Marteinn Lúther þetta að segja:
E. Petavel, The Problem of Immortality, page 255
The theory of the immortality of the soul was one of those false doctrines that Rome, borrowing from paganism, incorporated into the religion of Christendom. Martin Luther classed it with the "monstrous fables that form part of the Roman dunghill of decretals.
Afhverju svona sterk orð varðandi ódauðleika sálarinnar? Ég tel að ástæðan er tengingin við kenninguna um eilífar þjáningar syndara. Kenningin um eilífar þjáningar syndara er kenning sem brenglar karakter Guðs og gerir Hann að illmenni en grunnurinn að þeirri kenningu er einmitt ódauðleiki sálarinnar; að við höfum eilífa sál. En eins og ég vona að ég hafi sýnt fram á með skýrum hætti þá kennir Biblían ekkert slíkt. Meira um þetta efni er að finna hérna: http://www.truthaboutdeath.com
Ég hef einnig skrifað meira um kenninguna um helvíti og eilífar þjáningar, sjá:
Hugmyndin um Helvíti á ekki heima í Biblíunni
Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?
Áskorun fyrir kaþólikka og hvítasunnufólk varðandi helvíti
Þeir sem lifa vita að þeir munu deyja en hinir dauðu vita ekki neitt
Svar við grein sem styður kenninguna um eilífar þjáningar hinna syndugu
Danmörk fyllist af skyggnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menntun og skóli | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Mofi ég ætla að vitna í eina af mínum fyrstu færslum á blogginu:
10-12% þjóðarinnar iðkar trú innan vébanda þjóðkirkjunnar og 41% þjóðarinnar hefur leitað huglækna. Aðeins 10% þess hóps telur þá gagnslausa. 40% þjóðarinnar hefur sótt miðilsfundi og 55% þess hóps telur sig hafa náð sambandi við framliðna. 14% gengur til altaris og 78% þjóðarinnar telur sig hafa orðið fyrir dulrænni reynslu.
25% lesa dulræn fræði á meðan 8% lesa Biblíuna oft og það er nú nokkuð ljóst að dultrúin á sér ríkari rætur þjóðarsálinni en trúarbrögðin. Íslendingum finnst gott að eiga kirkjuna að en fæstir taka bókstaflega mark á boðskapnum.
Það sem þú ert að segja í þessari færslu er í raun að þorri þjóðarinnar sé dálítið ruglaður, eða ímyndunarsjúkur. Þá eru aðrir sem halda fram að endurholdgunarkenningin hafi verið klippt um Biblíunni á sínum tíma að mestu en þó eimi af henni enn.
Auðvitað hentar það kirkjunnar mönnum að hafna endurholdgun því þá virkar kirkjan ekki sem skyldi sem valdatæki í gegnum fyrirgefningarmátt. Það eitt vitum við með vissu um þetta mál.
Svo er hitt líka alveg fáránlegt að við kaupum okkur einhverskonar fyrirgefningu og dögum svo uppi í himnaríki án nokkurs frekari tilgans nema að spila á hörpu með englunum.
Það er enn lógískara að lífið sé sú þroskaleið sem karmalögmálið segir frá og það sem meira er þá trúir á það afar stór hópur út frá sinni andlegu skynjun á tilveruna sem er athuglisvert á moti skoðanasakkeppninni við Biblíuna sem er jú sem Ora grænar baunir á borðum landsmanna frá fæðingu.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 10:24
Ekki spurning um að sanna heldur að trúa og ég trúi að Biblían sé opinberun Guðs til manna.
Við erum sál og þegar við deyjum þá verður líkaminn að mold en lífsandinn fer aftur til Guðs. Svo við erum dauðleg og eina vonin er að Guð geti búið okkur aftur til.
Með því að hætta að verða til. Verða aftur að því sem þú varst áður en þú fæddist. Þetta er ekki beint staður heldur ástand, að vera dáinn í staðinn fyrir að vera lifandi en sá sem er dáinn hugsar ekki og hefur enga þekkingu og hefur engin áform.
Kirkjur hafa mismunandi skilning á þessu svo spurning hvað var um að vera þarna. En Biblían líkir dauðanum við svefn, óteljandi vers sem gera það og Kristur gerir það líka. Ástæðan er sú að allir deyja og allir vakna til dóms, sumir til eilífs lífs en aðrir til glötunar.
Ekki samkvæmt Biblíunni. Þú myndir dæmast og verða eytt eða upplifa hinn annan dauða sem engin upprisa er frá.
Ég stefni á himnaríki :) Þú hefur kannski áhuga á þessari grein hérna þar sem ég reyni að útskýra mín trú á því hver leiðin til lífs er, sjá: Leiðin til lífs
Endilega vertu áfram í honum eins lengi og þú getur :)
Verð að bíða með að svara þér Sáli, er á leiðinni í brúðkaup
Mofi, 24.8.2008 kl. 13:46
Jæja Mofi! Núna er ég búin að lesa Biblíunna! Ég trúi á Jesu Krist og engla. 'eg er á þcí að Jesú sé Guð sjálfur. Enn Biblían er smíðuð í Vatíkaninu og hún heillar mig ekki. Það er heldur ekkert vit í því að mínu mati að trúa á bók. Að líf sé eftir þetta líf er ekkert eðlilegra enn að dagur komi eftir þennan dag.
Af hverju eru kristnir með svona margar sortir af hugmyndum um Jesú eða Guð, sem er það sama fyrir mér? Og hvað er aðventisti?
Óskar Arnórsson, 24.8.2008 kl. 15:43
Já Mofi fræddu okkur nú um það hvað það er að vera aðventisti en þá þekki ég ekki. Einhver sértúlkun á Biblíunni?
Annars kemur fram í kynningunni að þú talir ekki fyrir hönd Aðventista sem segir að þú sért að gefa þér ákveðið sjálfstæði, og kannski er það það sjálfstæði sem gerir þig svona skemmtilegan trúbloggara því þú þorir að velta vöngum yfir umdeildum málum.
Hitt sjálfstæðið sem ég kannski hef skotið á að þig vantað er að trúa því að sannleikinn sé ekki allan að finna í einni og sömu bókinni.
Ég veit t.d. nýmörg dæmi þess að fólk trúi á tilveru krists, noti óhefðbundnar lækningar og þá í hans nafni um leið og það trúir á framhaldslíf.
Er nokkuð að því að sækja sér lærdóm í alla góða hluti sem eru sannarlega unnir af kærleika?
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 16:14
Halldóra S.:
Í postullegu trúarjátningunni sem söfnuðurinn þylur í hverri einustu Guðsþjónustu í Þjóðkirkjunni segir allt sem þú þarft að vita :
"Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf."
Þetta ætti að svara meira og minna vangaveltum þínum. Þú sem syndugur maður getur iðrast synda þinna, beðið Drottinn um fyrirgefningu þeirra og meint það af öllu hjarta, auk þess að forðast þaðan í frá að syndga á nýjan leik. Fyrirgefningin táknar ekki að menn hafi þar með leyfi til áframhaldandi synda eftir fyrirgefninguna.
Trúir því að Jesús sé Drottinn Guð Sonurinn og hafi dáið fórnardauða fyrir okkur synduga mennina og risið á þriðja degi frá dauðum, og að Hann muni koma á efsta degi við upprisuna og dæma lifendur og dauða : þ.e. þeir sem hafa lifað eftir Boðorðum Hans og fengið fyrirgefningu synda sinna munu rísa upp til eilífa lífsins eins og lofað er í Orði Guðs, Biblíunni - opinberun Guðs til mannkynsins á vilja sínum. Þeir sem vilja öðlast eilífa lífið, þeir fylgja leiðbeiningum Guðs til okkar í lífi sínu. Þetta er það sem presturinn þinn þylur um þá sem öðlast eilíft líf.
Við verðum ekki englar í eilífðarríkinu. Það kemur skírt fram í orðum Jesú sem okkur eru endurflutt í guðspjöllunum.
Mér hefur sýnst að Aðventistar séu í flestu með sama skilning á Guði og við Þjóðkirkjumenn. Orðið Aðventisti er í raun vísbending um sterkasta boðskapinn , sem sé þeir eru í "aðventu" , þ.e. að bíða endurkomu Frelsarans á efsta degi að kalla til sín sitt fólk.
Megi Guð lofa að við getum hist í eilífðarríkinu á efsta degi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.8.2008 kl. 21:36
Halldóra S : Menn rísa úr gröfum sínum og fá við það nýjan líkama, sjá 15. kafla fyrra Koritubréfs :
"En nú kynni einhver að segja: Hvernig rísa dauðir upp? Hvaða líkama hafa þeir, þegar þeir koma? Þú óvitri maður! Það sem þú sáir lifnar ekki aftur nema það deyi. Og er þú sáir, þá er það ekki sú jurt, er vex upp síðar, sem þú sáir, heldur bert frækornið, hvort sem það nú heldur er hveitikorn eða annað fræ. En Guð gefur því líkama eftir vild sinni og hverri sæðistegund sinn líkama. Ekki eru allir líkamir eins, heldur hafa mennirnir einn, kvikféð annan, fuglarnir einn og fiskarnir annan. Til eru himneskir líkamir og jarðneskir líkamir. En vegsemd hinna himnesku er eitt og hinna jarðnesku annað. Eitt er ljómi sólarinnar og annað ljómi tunglsins og annað ljómi stjarnanna, því að stjarna ber af stjörnu í ljóma. Þannig er og um upprisu dauðra. Sáð er forgengilegu, en upp rís óforgengilegt. Sáð er í vansæmd, en upp rís í vegsemd. Sáð er í veikleika, en upp rís í styrkleika. Sáð er jarðneskum líkama, en upp rís andlegur líkami. Ef jarðneskur líkami er til, þá er og til andlegur líkami. ............................................. Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig bera mynd hins himneska. En það segi ég, bræður, að hold og blóð getur eigi erft Guðs ríki, eigi erfir heldur hið forgengilega óforgengileikann. Sjá, ég segi yður leyndardóm: Vér munum ekki allir sofna, en allir munum vér umbreytast í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá munu hinir dauðu upp rísa óforgengilegir, og vér munum umbreytast. Þetta forgengilega á að íklæðast óforgengileikanum og þetta dauðlega að íklæðast ódauðleikanum. En þegar hið forgengilega íklæðist óforgengileikanum og hið dauðlega ódauðleikanum, þá mun rætast orð það, sem ritað er: Dauðinn er uppsvelgdur í sigur. Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn? En syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar. Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist! Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni."
Sjá svo um rotnun líkamans í 36. línu 13. kafla Postulasögunnar :
"Davíð þjónaði sinni kynslóð að Guðs ráði. Síðan sofnaði hann, safnaðist til feðra sinna og líkami hans rotnaði."
Sem segir okkur einnig um að við sofnum við dauðann og sofum þar til í upprisunni. Það er sömuleiðis staðfest í sögunni um Lazarus, en hana má lesa í 11. kafla Jóhannesarguðspjalls :
"Þetta mælti hann, og sagði síðan við þá: Lasarus, vinur vor, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann. Þá sögðu lærisveinar hans: Herra, ef hann er sofnaður, batnar honum. En Jesús talaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar, að hann ætti við venjulegan svefn. Þá sagði Jesús þeim berum orðum: Lasarus er dáinn, .............................................. Þegar Jesús kom, varð hann þess vís, að Lasarus hafði verið fjóra daga í gröfinni. ............................................ Marta sagði við Jesú: Herra, ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn. En einnig nú veit ég, að Guð mun gefa þér hvað sem þú biður hann um. Jesús segir við hana: Bróðir þinn mun upp rísa. Marta segir: Ég veit, að hann rís upp í upprisunni á efsta degi. Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu? Hún segir við hann: Já, herra. Ég trúi, að þú sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í heiminn. Að svo mæltu fór hún, kallaði á Maríu systur sína og sagði í hljóði: Meistarinn er hér og vill finna þig. ......................................................... Jesús varð aftur hrærður mjög og fór til grafarinnar. Hún var hellir og steinn fyrir. Jesús segir: Takið steininn frá! Marta, systir hins dána, segir við hann: Herra, það er komin nálykt af honum, það er komið á fjórða dag. Jesús segir við hana: Sagði ég þér ekki: Ef þú trúir, munt þú sjá dýrð Guðs? Nú var steinninn tekinn frá. En Jesús hóf upp augu sín og mælti: Faðir, ég þakka þér, að þú hefur bænheyrt mig. ........................................... Að svo mæltu hrópaði hann hárri röddu: Lasarus, kom út! Hinn dáni kom út vafinn líkblæjum á fótum og höndum og með sveitadúk bundinn um andlitið. Jesús segir við þá: Leysið hann og látið hann fara. Margir Gyðingar, sem komnir voru til Maríu og sáu það, sem Jesús gjörði, tóku nú að trúa á hann."
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.8.2008 kl. 22:52
Við höfum í raun og veru ekkert gagn af eilífu lífi í einhverju sálnasulli á himni eða á einhverjum ótilgreindum stað.
En merkilegt finnst mér hins vegar hve þekking trúaðra er einskorðuð við "rauða" þráðinn í Biblíunni en alveg horft fram hjá "bláa" þræðinum.
Matt 10:28 "Hræðist ekki þá, sem líkamann deyða, en fá ekki deytt sálina. Hræðist heldur þann, sem megnar að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti."
Hér eru orð höfð eftir meintum Jesú Kristi, sem þó geta verið ranglega eftir honum höfð, en þau benda samt til þess að það sé möguleiki að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti. Skírt og skorinort. Ef þessi möguleiki er fyrir hendi, þá er sálin dauðleg.
Fyrir mér er sálin dauð um leið og líkaminn deyr. Því miður, ekkert líf að þessu loknu. Bara mjög sáttur við það eins og öll dýr jarðar.
Sigurður Rósant, 24.8.2008 kl. 22:53
Trúmál hljóta að geta verið einfaldari enn þetta. Ég hef verið að stúdera sögu og líf Jesú, og ekki hjálpar Biblían mér mikið. Margt gott í henni að vísu og spaklegt, enn sumt er jú svoleiðis endemis þvæla að það tekur engu tali.
Ef Biblían er Orð Guðs, gef ég ekki mikið fyrir þann Guð. Að mínu mati þarf að endurskrifa Biblíuna og gera hana skiljanlegri og raunhæfari. Að Páfion sé með puttana í útgáfu Biblíunnar er eiginlega nóg fyrir mig til að vera tortrygginn á innihaldið.
Að segja á einum stað að öllum séu fyrirgefnar syndir sínar og hóta sóðan eldi og brennisteini á öðrum stað, gerir bókina ekki trúverðuga. Ég er viss um að Jesú myndi aldrei lesa þessa bók ef hann birtist allt í einu hér. Biblían er einfaldlega ekkert falleg bók að lesa. Bara mín skoðun.
Jesú hinsvegar er allt annað og er ég farin að átta mig á því að hafa hann að leiðarljósi er öllum fyrir bestu. Hallast mest að því að Jesú sé Guð sjálfur og hafi raunverulega komið til jarðarinnar til að koma viti fyrir fólk.
Þetta með líf eftir dauðan er alveg klárt fyrir mér og nenni ég ekki að útlista það nánar. Ég veit um það líf og fengið það staðfest fyrir mig. Að skýra út svoleiðis fyrir öðrum, er ekki hægt nema viðkomandi hafi svipaða reynslu.
Ég vissi um að fólk fæðist aftur og aftur fyrir löngu síðan. Það velur það sjálft hvort það gerir það. Það er staðreynd fyrir mér og var það löngu áður enn ég fór að pæla í Jesú. Jesú verður æ merkilegri í mínum augum eftir því sem ég les meira.
Það hlýtur að vera einhver vitleysa í gangi þegar kristnir eru með sitt hvora útgáfuna af túlkun á sama Guði. Og ég held að Jesú sé Guð sjálfur, enn er ekki viss. Alla vega líður mér vel af að lesa bækur um Jesú, og af virðingu við Jesú ætla ég ekki að ganga í neinn söfnuð. Aldrei.
Ég ætla heldur ekki að troða neinni visku upp á fólk, enn svara gjarna ef ég er spurður. Það var smá puð að losna við feimnina í sambandi við að byrja á þessum lestri. Það er búið að hlægja að mér fyrir þennan áhuga minn á Jesú, og ég get ómögulega tala um Guð og Jesú sem tvær persónur.
Tómasarguðspjallið heillar mig mikið og ekki fær það að vera með í Biblíunni. Það er kannski einhver meining með því. Lærisveinar hans skrifuðu guðsspjöllinn og sögðu frá hvað þeir héldu að Jesú meinti, eða réttara sagt túlkuðu orð hans. Tómast skrifaði akkúrat það sem Jesú sagði.
Svo kemur þetta sem mér finnst svo stórmerkilegt að ég fékk bara gæsahúð af að fatta það: Jesú sagði! "Ekki trúa á mig, heldur það sem ég segi!" þetta er eitt það merkilegasta sem ég hef skilið, eða ég tel mig skilja meininguna á bak við þetta. "Í upphafi var Orðið, og Orðið var Guð".
Hindúar segja þetta orð vera Om. Að sköpuninn hafi byrjað með því að Guð sagði eitt orð, OM! Þá sprakk allt og krafturinn var svo mikill að Big Bang kenningin varð til. Og enn þenst heimurinn út. Er það vísindalega sannað.
Þetta æfintýri með Adam og Evu er ég algjörlega frelsaður frá. Darwin hefur betur í þróunarsögunni sem er jú sköpunarsagan sjálf. Kraftur bænar er fyrir mér svo mikill að mér óar við að biðja. Og aðeins um bænir.
Ég hef beðið nokkrar alvörubænir sem virkuðu ofboðslega. Ég náði smá stund að vera algjörlega einlægur í bæn, enn svo hvarf það aftur. Ég varð svo þreyttur á eftir að mér stóð ekki á sama.
Svo hef ég reynt nokkrum sinnum að byrja á bænum, enn finn strax að þetta mun ekki ganga, ég get ekki sett mig í það ástand sem ég tel að maður þurfi að bera í svo bænir virki.
Enn þessar fáu bænir sem mér tókst með hefur alla vega sannfært mig um þann gífurlega kraft sem fylgir bænum. Ég er eiginlega hálfsmeikur við að "detta í samband" við Jesú í bæn og fdái síðan ebgu ráðið sjálfur hvað skeður næst. alla vega tvisvar fóru dagarnir algjörlega úr skorðum vegna bænar kvöldið áður. Þess vegna veit ég að máttur bænarinnar er mikill ef maður nær að vera einlægur sem er mjög snúið mál fyrir mig alla vega.
Enn nú er þetta orðin soddan langloka að ég hætti bara hér. Gaman að sjá Sigurð Rósant hérna, hann verður að sætta sig við að það er líf eftir þetta líf, nákvæmlega jafn eðlilegt og að hann sættir sig ábyggilega við að það kemur dagur eftir þennan dag.
Halldóra kemur með skemmtileg komment, að hafa eitthvað að hlakka til. Já, það er svo sannarlega rétt að allir hafa mikið að hlakka til eftir þetta líf. Það má bara ekki flýta fyrir því. Endar það með skólagöngu og endurfæðingu á móti manns eigin vilja.
Þegar fólk sefur og dreymir, er draumurinn raunverulegur og engin annar raunveruleiki er til, rétt á meðan. Síðan vaknar maður og skilur að þetta var "bara" draumur. Á nákvæmlega sama hátt " vaknar maður eftir líkamlegan dauða og skilur að lífið sem við lifum núna, var "bara" draumur. Mjög einfalt.
Óskar Arnórsson, 25.8.2008 kl. 00:47
Halldóra S : Vissulega er gaman að hafa eitthvað til að hlakka til heldur en að óttast.
Við erum svo lánsöm að hafa Orð Drottins Jesú Krists til leiðbeiningar um hvernig við getum óttalaus beðið eilífa lífsins sem okkur er lofað. Hvers vegna að taka séns á að treysta ekki Guði Syninum fyrir eilífri sáluhjálp okkar ?
Ég bendi á smá samantekt sem ég gerði um dauðann og svefninn og var að enda við að birta á vefsetri mínu :
HVERSU BIBLÍULEG ER FULLYRÐINGIN UM AÐ ÞEIR SOFI SEM ERU DÁNIR ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.8.2008 kl. 01:07
Já Halldóra! Það er stundum flókið að útskýra einfalda hluti. Ég varð fyrir reynslu tvisvar sinnum. Einu sinni þegar ég lenti á spítala eftir að hafa verið kyrktur af skipsfélaga mínum og var hjartanu startað í gang aftur með rafmagni. Hitt skiptið var ég einn af áhöfn báts sem skall á hliðina í Grindavíkur-innsiglingunni.
Ég hef ekkert verið í neinum trúmálum eða neitt svoleiðis og var eiginlega með hálfgerða andstyggð á öllu sem hét prestar og kirkjur. Ástæðan fyrir því er löng saga.
Enn ég var að vinna í færeyjum eitt sumar og var næturvörður þar á stofnun. Eitt af hlutverkum mínum var að fara á alla glugga og loka þeim á kvöldinn, sjá til að allt væri læst og engin óviðkomandi væri neinsstaðar í neinu herbergi.
Ég kom inn í fundarsal og ljósin voru kveikt. Þar sat maður, hundblautur og hríðskjálfandi og nuddaði á sér hnén og ruggaði fram og aftur. Ég fann á sekúntubroti að þetta var ekki "lifandi" maður í þeirri merkingu sem við leggjum í það orð. Enn hann var jafn skýr fyrir mér og eg hann væri það.
Ég fann og sá að hann tók ekki eftir mér, svo ég reyndi að komast eins nálægt honum og ég gat, mig langaði að koma við hann. Ég var bara 20 til 30 cm frá honum þegar hann leit upp og síðan á mig og ég gleumi aldrei skelfingarsvipnum á honum þegar hann sá mig. Hann hvarf. Þþað sem ég skynjaði í þessu var að þessi maður var ekki búin að sætta sig við að vera dáin líkamlegum dauða.
Þetta var engin sem ég þekkti nokkuð skapaðan hlut, hann var klæddur í klassísk færeysk sjómannaföt með húfu. Hann var miklu hræddari bið mig enn ég við hann.
'Eg fékk að vísu hjartslátt við þetta enn skildi á einhver undarlegan máta fullt af hlutum kring um dauðan sem ég hafði ekki einu sinni ímýndunarafl til að skilja eða hugsa áður.
Ég skildi t.d. að það er ekki á hreinu hverjir eru "draugarnir" við erða þeir! Nú veit ég ekki hvort þú skiæur hvað ég er að meina. T.d. var ég "draugurinn" í hans augum, enn hann var örugglega draugur í mínum augum! Þetta er í eina skiptið sem ég hef séð draug á æfinni. Mér finnst orðið "draugur ljótt nafn, enn kann ekkert betra.
Í sambandi við engla: Englar eru miklu nær mannfólki enn Jésu eða Guð, ef þá það er ekki sama "veran" eða manneskjan. Englar starfa báðu megin við líf / dauði línunna. margir englar vita ekki að þeir eru það. Sumir englar eru meðvitaðir um hlutskipti sitt, aðrir ekki.
Englar eru jafn misjafnir og fólkið. Þú velur þér engla án þess að vita af því, og þeir vernda aðallega þann hluta af þér sem lifir hvort eð er í andlega heiminum. Þú ert til þar líka og sá raunveruleiki er eiginlega miklu sterkari enn þap sem við köllu raunveruleika hérna megin.
Eiginlega er þetta miklu einfaldara. Allt sem er til getur aldrei hætt að vera til. Bara breyst. Síðan þetta sem pistillin hans MOFA er um, það er annað mál. Mér finnst jafnvitlaust að reyna að komast í samband við þennan heim eins og að eyða peningum í að finna líf á öðrum plánetum.
Eiginlega er óþarfi að spyrja sjálfan sig hvort maður trúi á líf EFTIR dauðan. Það væri nær að spyrja sjálfan sig hvort maður tryði á lí FYRIR dauðan. Það gera það nefnilega ekki allir...
Þú verður að ákveða hvort þetta svari nokkru fyrir þig. Fyrir mér er þetta einfalt, enn verður strax flókið þegar ég reyni að skýra það út fyrir öðrum..
Óskar Arnórsson, 25.8.2008 kl. 02:27
Gaman að heyra Óskar. Ég er ekki sammála þér að Biblían er smíðuð í Vatikaninu. Það er margt sem hún hefur breytt eins og t.d. boðorðunum tíu en hún hefur ekki getað breytt þeim eins og þau eru skrifuð í Biblíunni. Það sem maður þarf að átta sig á að Biblían er saman safn af mjög gömlum handritum sem hafa verið í þúsundir ára dreift um heimsálfurnar. Það hefur enginn átt möguleika að breyta þessum handritum, sérstaklega þar sem flestir þeir sem hafa afrit af svona gömlum handritum líta á þau sem heilög.
Ég skrifaði um áreiðanleika þessara handrita hérna ef áhugi er fyrir hendi: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn
Aðvent kirkjan er að flestu leiti lík öðrum mótmælenda kirkjum, það sem helst greinir hana frá þeim er að við höldum fjórða boðorðið í heiðri, að halda hvíldardaginn og síðan okkar skilningur á hvað helvíti er, sem er þá ekki eilífar þjáningar.
Hérna er listi yfir trúar atriði Aðvent kirkjunnar, sjá: http://www.sda.is/?goto=what
Ég er frekar að segja að "þorri" þjóðarinnar er á villigötum þegar kemur að þeirra sýn á hina dánu. Þeirra sýn er ekki í samræmi við Biblíuna, svo mikið er víst. Ef einhverjir eru að upplifa alvöru yfirnáttúrulega hluti þá trúi ég því að um er að ræða anda en ekki anda fólks sem er dáið. Sumir kalla þá djöfla og aðrir fallna engla.
Eða að það bara passar ekki við vitnisburð Biblíunnar og þegar kemur að velja milli heilinda Krists og annara þá velja flestar heiðarlegar kirkjur Jesú. Að vísu á okkar dögum er lítið um alvöru kirkjur, þjóðkirkjan er orðið gott dæmi um slíkt.
Enginn getur keypt fyrirgefningu, hún er gjöf. Sérðu engan tilgang í því að fá að lifa í heimi án þjáningu og dauða? Miklu frekar að þá verður tækifæri til að virkilega lifa, eitthvað sem er erfitt í dag. Maður getur varla gert það sem manni dreymur um í dag vegna peningaskorts og fleira svo megnið af dögunum fer í strit og slappa af eftir stritið.
Hver er þá þín heimild um að svona er raunverulega heimurinn? Hvaða aðili er það sem þú ert að treysta á að þetta sé sannleikurinn?
Mofi, 25.8.2008 kl. 10:26
Bæði sjálfstæði og sleppa undan ábyrgð og ef illa fer að vonandi láta ekki söfnuðinn líta illa út. Ég held að það sem gerir blogg mitt skemmtilegast er að ég hef meiri áhuga á umdeildum efnum en það sem fólk er almennt sammála um; mér leiðast já kórar :)
Fyrir mig þá annað hvort er hún sönn eða ekki. Ef hún er það ekki þá er sannleikann einhvers staðar annars staðar að finna og þá er best að hætta alveg að hlusta á hvað Biblían hefur að segja. Ég einfaldlega ekki fundið áreiðanlegri heimild um andlegu hlið lífsins.
Ég hef ekkert á móti óhefðbundnum lækningum þó ég mæli með ráðleggingum alvöru lækna ef maður er veikur. Ég veit líka um mikið af fólki sem segist vera kristið en les lítið sem ekkert í Biblíunni og býr til sinn guð eftir því sem því hentar. Biblían kallar það skurðgoða dýrkun og ekkert kristilegt við það. Ég síðan trúi á framhaldslíf en það er við endurkomuna þegar Kristur reisir sitt fólk til lífs aftur.
Alls ekki. En fyrir mig þegar einhver segir að það sem Biblían segir er rangt þá tek ég því með gífurlega miklum fyrirvara og fyrir mitt leiti þarf þá að velja hvort er líklegra til að vera rétt.
Aðeins að við erum lifandi í þeim líkama sem við erum í; við vorum ekki til áður en við fengum þennan líkama og hann er tekinn frá okkur þá hættum við að vera til; alveg eins og áður en við fæddumst.
Það er í rauninni stóra spurningin, hvort að þetta loforð Jesú um að Hann myndi reisa sitt fólk á efsta degi er satt eða ekki. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það er satt og set mitt traust á það.
Mofi, 25.8.2008 kl. 10:41
Ertu að segja mér að þjóðkirkjan trúir ekki á helvíti þar sem menn þjást að eilífu? Ég veit ekki betur en margir þjóðkirkju menn eru á þeirri skoðun. Veit að þú ert ekki á henni eftir að hafa fylgst með þér :)
Engill þýðir í rauninni aðeins "sendiboði" en það virðist líka eiga við andlegar verur. Jesús sagði að vísu að við yrðum sem englar:
Enda er verið að tala um alvöru líf á meira að segja þessari jörð eftir að Guð er búinn að... taka til.
Alveg eins og Biblían boðar. Stóra spurningin er hvort að Jesú geti reist upp hina dánu og hvort áhugi er fyrir því.
Ef Biblían hefur rétt fyrir sér þá er lykil atriði að vera viss um að öðlast þetta eilífa líf samkvæmt þeirri uppskrift sem Guð gaf og vera helst ekki í neinum vafa um það. Að tapa sál sinni að eilífu er ekki eitthvað sem maður ætti að taka neina áhættu á; vera eins viss og maður getur.
Það sem virkilega flækir hlutina eru villikenningar og það sem fólk skáldar upp. Væri gaman að þú myndir lista upp þau atriði sem þú telur bull, kannski koma með það hérna eða skrifa sér blogg grein um það.
Aðeins að fyrirgefningin er öllum fáanleg en það eru skilyrði til að fá fyrirgefningu. Skilyrðið sem Jesú talar um er endurfæðing, að einhver fæðist af anda Guðs. Þetta gerist með iðrun, samþykkja þá borgun sem Guð útvegaði á krossinum og einlægur vilji í að ganga héðan í frá á Guðs vegum. Sá sem hafnar þessu getur ekki búist við að fá eilíft líf. Ekki hægt að hafa fólk á himnum sem ætlar ekki einu sinni að reyna að hætta að ljúga og stela og þess háttar og hefur ekki það í sér að geta beðist afsökunar á því vonda sem það hefur þegar gert.
Hvað er að því að eiga samfélag við fólk sem hefur sömu sýn og þú?
Einn góður bloggari skrifaði einmitt grein um þetta atriði, sjá: Tómasarguðspjall og hin guðspjöllin fjögur
Eina sem Darwin virkilega sagði er að tilviljanir og náttúrulegir ferlar geta skapað allt og Guð kom þar hvergi nærri.
Mofi, 25.8.2008 kl. 11:33
Mofi, 25.8.2008 kl. 12:00
MOFI! Takk fyrir bæði fræðandi og skemmtileg svör. Nú er ég að búa mér til mína eigin skoðun á því sem ég upplifi og það getur einmitt verið svarið hvers vegna það eru svona margar útgáfur af kristnium túlkunum. 'a ég að treysta minni eigin dómgreind eða annarra.
"sérstaklega þar sem flestir þeir sem hafa afrit af svona gömlum handritum líta á þau sem heilög"
Ég veit að Biblían er gerð úr mörgum bókum. Víst er Vatikanið með stóran þátt í að ákveða hvaða "handrit" eða bækur eru með í Biblíunni! Svo eru þeir í Vatikaninu búnir að ákveða eftir margra ára fundarhöld að börn sem fæðast og deyja án þess að ná að verða skírð, brenni ekki í helvíti til eilífðarnóns! Það er semsagt aflagt með tilskipun frá Páfagarði! Hver í ósköpunum sem er með réttu ráði hefur nokkurntíma trúað svona.? Og nú eru EINI TALSMAÐUR GUÐ 'A JÖRÐINNI, Páfinn, hann sagði þetta standandi við hliðina á Bush fyrir framan Hvíta húsið, að meina með þessu?
Ég sé ákveðið munstur sem kallst bara "power game" inn kirkjunnar og trúarfélaga. Það getur varla verioð í Krists anda að stunda svona pólitik.
Hvað er hvíldardagur? Sunnudagur. Hvernig mælum við tíman og hvernig var til klukka? Með stjörnuspeki.
Éh er staddur í landi þar sem ári er 2552 og og fornöld 2008 er fyrir löngu liðin. Um það tímabil er hægt að lesa um í bókum. Hver hefur rétt fyrir sér? Engin að sjálfsögðu. Var ekki Jesú ásakaður fyrir að halda hvíldardaginn EKKI heilagan? Svo skil ég það alla vega. Það átti að handtaka hann fyrir þetta brot. Hann var að hjálpa fólki á Hvíldardegi og það þótti hið mesta guðlast.
Eg Aðventistar eru bara með á stefnu að halda "Hvíldardaginn heilagan" og trúa á bók, gætu þeir alveg eins verið verkalýðsfélag. Þannig sé ég þetta. Ég myndi halda mig við Jesú Mofi, og ekki klikkhausana sem vildu láta handtaka Jesú fyrir að lækna fólk á Hvíldardegi.
Eða stofna bara þinn eiginn flokk því ég trúi ekki að svona snjall og alvöru trúaður maður sem ég upplifi þig vera, sé að fylgja gömlum skriddum sem "talin eru heilög". Ég á gamlar fjölskyldumyndir sem eru mér mjög kærar og heilagar, enn það þíðir ekki að ég stofni trúarflokk kring um þær.
En eitt er vís, að þú kemur af stað heilmikilli umræðu. Myndi samt vilja heyra meira frá þér oersónulega og og ekki vera afgreiddur með tilvittnunum. Það er eiginlega ekki passandi við umræður sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég er búin að lesa mikið hjá þér MOFI, án þess að kommentera. Og lært heilmikið af því.
Ekkert endilega sammála öllu, enn ég geri mér grein fyrir að þú ert búin að stúdera þetta lengur og dýpra enn ég. Tilvittnanir eru eins og lögfræði. Samanver þessi lög, þessi grein, með hliðsjón af þessu máli. Það eru engin svör...
Óskar Arnórsson, 25.8.2008 kl. 19:22
Trúðu mér Halldóra! Það er ekkert til sem heitir "hvíldardagur" eða Guðlegur frídagur. Allt svoleiðis er bara rugl. Það voru óvinir Jésú sem fundu upp á þessu og þetta rugl virðist lifa enn.´Alveg ótrúlegt. Frekar myndi ég blogga enn að fara í kirkju. Kirjur eru "Gullkálfar nútímans"..
Ég var að lesa um Aðventista fílósófíuna.. og líst ekkert á þetta. Þetta eru eru reglur sem eru beint á móti kenningum Jesú...alveg ótrúlegt! Ég hélt að þetta væru kristin samtök, enn reglurnar þeirra mæla á móti því..
Óskar Arnórsson, 25.8.2008 kl. 22:51
Ég vitna í ofangreint svar þitt á síðunni minni Mofi en þú ert mér ætíð innblástur Þetta er líka orðin soddan langloka hérna en þú hefur alveg lag á að halda umræðunni í góðum anda og takk fyrir það.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 23:05
Hvíldardagarugluð á sér lengri sögu enn þegar Jesú kom til sögunar. Jesú mótmælti þessi harðlega og lagði líf sitt að veði til að breyta því..ég trúi að Jesú hafi haft rétt fyrir sér..
Óskar Arnórsson, 25.8.2008 kl. 23:12
Flest öll dýr óttast að vera étin eða bara nærveru þess óþekkta, hvort sem þau gera sér grein fyrir afleiðingunum eða ekki. Við erum alveg eins að því leyti til, nema við vitum þó kannski aðeins meira um afleiðingar þess að slasast eða vera drepin.
En verið nú ekki að hrekkja hann Mofa þó að hann brjóti helgustu reglur síns safnaðar, þ.e. að blogga á hvíldardegi, eða frá sólarlagi á föstudegi til sólarlags á laugardegi. Hann tekur þarna smá áhættu en hann deyr eins og við öll ásamt því sem við köllum sál eða persónuleika.
Með þessu broti sínu er hann þó að gefa í skyn að hann trúir ekki öllu sem honum er kennt, enda braut Jesú þessa reglu síns safnaðar á sínum tíma og gerði það sem honum sýndist.
En Halldóra. Við höfum gagn og gaman af lífinu án þess að vita neitt um tilgang þess og er sú gleði ekki síst þegar við erum ungabörn og síðar á efri árum þegar hægra heilahvelið hættir starfsemi að hluta vegna blóðtappa eða annarra skemmda. Vinstra heilahvelið sér um hamingjuna.
Óskar, ég skil aldrei hvernig Guð gat giljað trúlofaða stúlkukind af Arabískum uppruna og eignast með henni sjálfan sig, án þess að það teldist guðlast eða að kokkála stúlkuna.
Sigurður Rósant, 25.8.2008 kl. 23:13
Maður hefur fáa aðra möguleika en að treysta sinni eigin dómgreind og stundum teysta einhverjum sem maður telur vera áreiðanlegann. En aðal ástæðuna fyrir því að það eru til margar útgáfur af kristni er að fólk vill ákveða sjálft hvernig Guð er og hvernig lífið er og hvernig það á að hegða sér.
Ég myndi frekar segja að þau rit sem Biblían samanstendur af, voru þegar virt sem heilagt orð Guðs af frum kirkjunni og þegar Kaþólska kirkjan byrjar að myndast þá var ekki hægt annað en að samþykkja þau handrit sem voru álitin heilög. Þegar þú skoðar kenningar Kaþólsku kirkjunnar þá sérðu að þær eru að mörgu leiti ekki í samræmi við Biblíuna. Ef þeir gátu ákveðið hvað ætti að vera í Biblíunni afhverju þá ekki að láta hana segja það sama og þeir sögðu?
Það er af því að þeir setja sjálfa sig ofar Biblíunni. Hljómar eins og þú myndir hafa gaman af bókinni Deilan Mikla, sjá: http://www.greatcontroversy.org/books/gc/gc.html
Eða fyrirlestraröð sem gefur heildarmynd af þessu og kemur með ákveðna sýn á t.d. miðalda kirkjuna, sjá: http://www.hopevideo.com/audio_with_david_asscherick.htm
Nei, hjartanlega sammála þér.
Menn hafa haldið hvíldardag í mörg þúsund ár og það hefur haldist óbreytt. Þær þúsundir eða miljónir gyðinga hafa ávalt vitað dagana og meira að segja þá er það innbygt í mörg tungumál tala dagana og oftar en ekki þá heitir sjöundi dagurinn hvíldardagur. Meira um heiti daganna hérna: http://www.sabbathtruth.com/documentation/languages.asp
Menn á þessum tíma voru búnir að brengla þetta boðorð. Boðorðið er til að sjá til þess að allir fái hvíld og tækifæri til að eiga stund með fjölskyldu og Guði. Biblían bannaði aldrei að gera góðverk á hvíldardögum og þess vegna sárnaði Jesú þegar menn voru að reyna að sakfella Hann fyrir að gera góðverk á hvíldardögum. Eitt gott dæmi er hérna:
Ég treysti miklu frekar Biblíunni til að vita hver hinn andlegi raunveruleiki er heldur en sjálfum mér... takk annars fyrir hrósið :)
Ég vil endilega ekki virka leiðinlegur og afgreiða einhvern á ódýran hátt; alls ekki það sem ég vil. Þú þarft kannski þá að leiðbeina mér í rétta átt...
Takk fyrir gott og málefnalegt innlegg :)
Mofi, 25.8.2008 kl. 23:36
Aðal atriðið er að hvíla sig en samt eru sumar vinnur þess eðlis að það þarf að vinna þær eins og hjúkrunarstörf og fleira þess háttar; til dæmis eitthvað sem er þannig að þú værir hreinlega að gera öðrum illt ef þú myndir ekki sinna vinnunni. Það er samt alveg magnað hvað aðventistar sækja í að vera sjúkraþjálfarar :)
Það hafa margir lent í vandræðum vegna þessa og sumir misst vinnuna. Einn vinur minn þurfti að hafna vinnu sem jarðfræðingur vegna þess að þeir vildu að hann myndi vinna á hvíldardögum svo...
Samkvæmt boðorðunum tíu þá er hvíldardagurinn sjöundi dagur vikunnar eða laugardagur.
Ég hugsa lítið út í það, hvort ég blogga á hvíldardögum eða ekki. Reyni aðeins að halda hann heilagan en Biblían gefur ekki svo nákvæma lýsingu á því hvað það er. Menn lesa mismunandi hluti í það og aðal atriðið er að fylgja sinni sannfæringu. Mér finnst lykilatriði að kúpla sig út úr hversdagsleikanum og hugsa um aðra hluti og gera aðra hluti og helst eitthvað sem er líklegra til að færa mann nær Guði. Í stuttu máli þá er þetta dagur sem á ekki að vera hversdagslegur og á að tileinka hann fjölskyldunni og Guði og gleyma hvaða áhyggjum sem maður kann að hafa og aðeins njóta dagsins.
Sömuleiðis Sáli! Þar til næsti "slagur" byrjar :)
Aldrei hef ég upplifað svona flokks aga í kirkjunni minni. Ég held að hinir týpísku meðlimir upplifi miklu frekar mig sem einhvern sem vill hafa svona reglur í heiðri...
Tók ekki eftir neinu þannig; alltaf mjög málefnaleg og vingjarnleg!
Mofi, 26.8.2008 kl. 00:41
Það er eitthvað sem stemmir ekki MOFI!
Þú talar eins og Jesú hafi veri asni sem eyðilagði gömul boðorð...
Ertu þú sjálfur eða bara kópía af einhverjum boðskap?
Óskar Arnórsson, 26.8.2008 kl. 01:13
Nei, Halldóra! Jesú læknaði fólk á hvíldardegi og "prestar" þeirra tíma vildu láta handtaka hann fyrir það..
Óskar Arnórsson, 26.8.2008 kl. 01:35
Biblían er ákaflega léleg heimild um líf Jesú, því miður. Margir hafa fallið í þá freistni að hætta að við samband við Jesú og styrkja samband sitt við "heilaga bók" sem að mínu mati er hrein mistök.
Að biðja til Jesú þarfnast engrar kunnáttu og fólk þarf ekki einu sinni að kunna að lesa.
Með að segja að Biblía sé heilög bók eða Guðs orð er verið að útiloka milljónir manna sem aldrei hafa fengið tækifæri til að læra að lesa sitt eigið tungumál, frá því að biðja til Jesú. Þetta er einfaldlega ekki satt.
Minn skilningur á Jesú og hvers vegna Hann kom hérna á jörðina til að gefa okkur enn eitt tækifæri, er vanhelgað af fólki sem vill tileinka sér hinn "eina rétta sannaleika" sem er ekki til.
Um leið og einhver kemur með "hinn eina rétta sannleiga" er það orðið lýgi sem reyndar er varað við í biblíunni. Enginn mannleg vera er svo máttug að geta sagt til um hvað sé rétt og hvað sé rangt...
Það þarf engin að vera sérfræðingur í Biblíunni. Það er næstum óþarfi að lesa þá bók. Ef beðið er til Jesú kemur allt sem maður þarfnast af sjálfu sér, og hver og einn fær sitt sérstaka samband við Hann.
Ég veit ekkert hvað er að vera trúaðuyr, enn ég get alla vega staðfest að það ske merkilegir hlutir við það eitt að biðja til Jesú, og skiptir þá engu máli hvort maður hefur lesið Morgunblaðið eða símaskránna..
Óskar Arnórsson, 26.8.2008 kl. 04:26
Hvar eiginlega segi ég það? Jesú hélt boðorðið fullkomlega og sérstaklega þegar Hann læknaði á hvíldardegi. Eins og Hann sjálfur segir, "er leyfilegt að gera gott á hvíldardegi"; auðvitað vissu menn að slíkt var leyfilegt. Biblían segir aðeins að halda á daginn heilagan og hvíla sig en Faríseyjarnir voru búnir að búa til alls konar lög og reglur sem eyðilögðu ánægjuna sem hvíldardagurinn átti að skapa.
Prestar ákveða ekki hvað má og hvað má ekki; spurningin er hvort að Biblían hafi sagt eitthvað á móti þessu og hún gerir það ekki. Jesús tekur síðan fram að Hann er herra hvíldardagsins.
Veistu um betri?
Ertu þá örugglega að biðja til hins rétta Jesú? Er ekki möguleiki að þú búir til þinn eigin sem þér líkar betur við frekar en þá persónu sem hefur þegar opinberað sig?
Ekki beint að útiloka; Páll kemur inn á þetta í sinni ræðu til Aþenu manna.
Endilega lestu þessa grein sem ég gerði þar sem ég reyni að útskýra mína sýn á þetta, sjá: Leiðin til lífs
Mofi, 26.8.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.