Á ég að gæta bróður míns?

220-obama-brother_793467fÞað er nú ekki eins og það myndi kosta Obama mikið að sjá til þess að bróðir hans hefði það fínt, efnahagslega séð að minnsta kosti. Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr þessu. Hvort þetta verður hindrun fyrir Obama á leið til þess að verða forseti voldugasta ríki okkar tíma eða jafnvel veiti honum meðbyr; erfitt að sjá svona fyrir. 

En þetta minnti mig á söguna af fyrsta morði okkar heims, söguna af Kain og Abel.  

Fyrsta Mósebók 4
3Einhverju sinni færði Kain Drottni fórn af ávexti jarðarinnar. 4Abel færði einnig fórn af frumburðum hjarðar sinnar og feiti þeirra. Drottinn gaf gaum að Abel og fórn hans 5en leit ekki við Kain og fórn hans. Þá reiddist Kain mjög og varð þungur á brún. 6Drottinn sagði við Kain: „Hví reiðist þú og ert þungur á brún? 7Er ekki svo að þú getur verið upplitsdjarfur ef þú gerir rétt, en gerir þú rangt þá liggur syndin við dyrnar? Hún girnist þig en þú getur sigrast á henni.“

 
8Þá sagði Kain við Abel, bróður sinn: „Göngum út á akurinn.“ 
Þessi orð vantar í hebreska frumtextann. Hér er fylgt grísku sjötíumannaþýðingunni.
  Og er þeir voru á akrinum réðst Kain á Abel, bróður sinn, og drap hann. 9Þá sagði Drottinn við Kain: „Hvar er Abel, bróðir þinn?“ Kain svaraði: „Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns?“ 10Drottinn sagði: „Hvað hefurðu gert? Blóð Abels, bróður þíns, hrópar til mín af jörðinni. 11Þess vegna skaltu vera bölvaður og burtrekinn af jörðinni sem opnað hefur munn sinn og tekið á móti blóði bróður þíns er þú úthelltir. 12Þegar þú yrkir jörðina skal hún ekki framar gefa þér uppskeru sína. Landflótta og flakkandi skaltu vera á jörðinni.“ 

 

Mitt viðhorf er að svarið við spurningu Kains "á ég að gæta bróður míns" er stórt já og tel að hið sama gildir um Baracks Obama; hann á að passa upp á bróður sinn. 


mbl.is Bróðir Obama fátækur einsetumaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í ákveðinn grunn er ég sammála þér en spurning hversu mikið. Barack gæti komið því svo fyrir að bróðurinn þyrfti aldrei að lyfta fingri en hvað vitum við um hann því kannski er hann letingi sem hefur ekki nennt því til þessa og á hann þá skilið að fá "freepass" til lúxuslíf og kannski frægðar.

Ef þetta væri iðjusamur maður og hugsanlega fórnarlamb neikvæðs umhverfis án tækifæra þá líta málin öðruvísi út, finnst mér, en við vitum ekki neitt um piltinn.

Hver er annars sinnar gæfu smiður þótt það sé fráleitt slæmt að gefa.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:52

2 Smámynd: Rebekka

Svona án gríns, þá væri ég ekki hissa þótt þessi hálfbróðir væri að notfæra sér frægð Obama núna til að koma sjálfum sér í sviðsljósið....

Rebekka, 22.8.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Nú er ég sko sammála Mofa! Ég ól syni mína tvo upp í að elska og virða hvorn annan og þeir munu alltaf eiga hvorn annan að, ekkert getur aðskilið þá nema dauðinn. Þetta er bróðir Obama, það skiptir ekki máli hvernig aðsætður hans eru núna, he aint heavy he´s my brother! Hver skyldi skýringin vera á misjöfnum aðstæðum þeirra, þær rætur ná eflaust langt og eiga alveg örugglega skýringu í afskiptaleysi ættingja. Ef einhver er í dópi eins og Haukur segir, eða latur eins og Sáli segir, þá þarf hann hljáp bróður síns ekki að hann láti sér hann engu varða. Notfæra sér frægð bróður síns segir Rödd sk. hvernig? Segja frá ömurlegum aðstæðum sínum. Obama ætti að skammast sín og taka hann upp á sína arma. Lífið er eins og það er af því að við erum svo tilitslaus, dómhörð og vond við hvort annað.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 22.8.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "Mitt viðhorf er að svarið við spurningu Kains "á ég að gæta bróður míns" er stórt já og tel að hið sama gildir um Baracks Obama; hann á að passa upp á bróður sinn."

Mér finnst þú full dómharður í þessu svo til lítt upplýsta máli, Mofi. Jesús vinur okkar átti a.m.k. 4 bræður og fleiri en 2 systur, en tilsvör hans voru honum ekki til sóma er hann var spurður um systkini sín. Sneri bara út úr og gaf í skyn að þau væru ekki systkini hans nema þau fylgdu honum að málum.

Sigurður Rósant, 22.8.2008 kl. 23:14

5 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Stundum eigum við ekki að blanda Guði í málin, bara nota skynsemina og tilfinningatengsl, blóðtengsl. Ég trúi ekki að það eigi að fara að neita manninum um aðstoð vegna líf Jesús fyrir 2000 árum eða ræða það fram og aftur. Horfið þið bara á systkinin ykkar og miðið við þau, skipta þau ekki meira máli en orðin ykkar benda til? Nú ef þau lifa góðu lífi sjálf og hafa útilokað ykkur þá horfir öðruvísi við en við erum að horfa á andstæðuna. Show some mercy.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 22.8.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Mofi

Sáli
Hver er annars sinnar gæfu smiður þótt það sé fráleitt slæmt að gefa

Minn punktur er aðeins að ég tel það eðlilegt að passa upp á bróður sinn og ef þú getur rétt honum hjálparhönd þá er það þín skylda að gera það.

Haukur
Hversu langt ertu til í að ganga í þessu? Ef þú ættir til dæmis bróður sem væri á kafi í dópi og glæpastarfsemi. Myndiru gefa honum pening fyrir dópi?

Það væri ekki að hjálpa honum, að gefa honum pening fyrir dópi. Sérhvert tilvik er sérstakt og getur verið erfitt að finna leið til að hjálpa sumum en aðrir þurfa aðeins smá hjálparhönd.

Röddin...
Svona án gríns, þá væri ég ekki hissa þótt þessi hálfbróðir væri að notfæra sér frægð Obama núna til að koma sjálfum sér í sviðsljósið....

Ekki ég heldur.

Rósant
Mér finnst þú full dómharður í þessu svo til lítt upplýsta máli, Mofi. Jesús vinur okkar átti a.m.k. 4 bræður og fleiri en 2 systur, en tilsvör hans voru honum ekki til sóma er hann var spurður um systkini sín. Sneri bara út úr og gaf í skyn að þau væru ekki systkini hans nema þau fylgdu honum að málum.

Ég var ekki að reyna að dæma Obama, aðeins að segja hvað mér finnst vera skylda sérhvers bróðirs.  Varðandi Jesú þá ertu að tala um Guð og Guð er faðir sérhvers einstaklings sem vill fylgja Honum. Við sjáum síðan að Jesú var annt um velferð móður sinnar jafnvel þegar Hann var á krossinum.

Jóhannesarguðspjall 19
26Þegar Jesús sá móður sína standa þar og lærisveininn, sem hann elskaði, segir hann við móður sína: „Kona, nú er hann sonur þinn.“ 27Síðan sagði hann við lærisveininn: „Nú er hún móðir þín.“ Og frá þeirri stundu tók lærisveinninn hana heim til sín.

Mofi, 22.8.2008 kl. 23:35

7 Smámynd: Mofi

Tara
Stundum eigum við ekki að blanda Guði í málin, bara nota skynsemina og tilfinningatengsl, blóðtengsl

Það er auðvelt að nota skynsemina til að kæfa kærleikan. Réttlæta fyrir sjálfum sér afhverju þú þarft ekki að ómaka sjálfan þig, fórna þínum tíma og peningum til að hjálpa öðrum.  Svo fyrir mig þá blandast Guð í þetta í t.d. þessum orðum hérna:

Matteusarguðspjall 25
34 Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, sem faðir minn á og blessar, og takið við ríkinu sem yður var ætlað frá grundvöllun heims. 35Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.
37Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? 38Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? 39Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? 40Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.

Mofi, 22.8.2008 kl. 23:39

8 Smámynd: Mofi

Takk annars fyrir mjög gott innlegg Tara. Auðvitað á Obama að sjá til þess að meðlimur í hans fjölskyldu fái þá hjálp sem hann þarf á að halda.

Mofi, 22.8.2008 kl. 23:42

9 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Já já ég skil hvað þú átt við Mosi, ég varð bara segja þessi orð til að koma þessum manni til hjálpar, ég get bara ekki skilið svona hugsunargang í fólki gagnvart náunganum eða ættingja sínum.  En ég skal hafa mig hæga, búin að ausa úr mér núna :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 22.8.2008 kl. 23:47

10 Smámynd: Mofi

Tara, alveg sammála þér!

Hinricus, er þetta sama viðhorf og þú hafðir þegar þú kallaðir þig kristinn?  Ég er síðan ekki að segja að Obama eigi að kippa öllu í lag fyrir þennan fjölskyldumeðlim heldur að vera tilbúinn að hjálpa enda er hann valda mikill og lítið mál að hjálpa bróðir sínum. Ef Obama á erfitt með að hjálpa sínum eigin bróðir þá getur maður efast um hans löngun til að hjálpa þeim sem eiga á brattan að sækja í Bandaríkjunum ef Obama verður forseti.

Mofi, 23.8.2008 kl. 00:46

11 Smámynd: Rebekka

Mér finnst þetta samt spúkí,  þótt að í fullkomnum heimi þá væru auðvitað allar fjölskyldur sameinaðar í blíðu og stríðu.

Foreldrar Obama skildu þegar hann var 2ja ára og pabbi hans flutti aftur til Kenýa þar sem hann giftist aftur og eignaðist fullt að börnum.  Obama hefur bara örsjaldan séð þennan hluta af fjölskyldunni sinni.  Ég er samt nokkuð viss um að þeir hafi alltaf vitað af hvort öðrum en hvorugur gert mikið í að hafa samband  (Obama er búinn að vera þingmaður og vel stæður í langan tíma, því hefur þessi bróðir ekki farið fyrr í fréttirnar?).

Í raun eru þessir bræður eins og ókunnugir menn, ef ekki væri fyrir blóðböndin.

Rebekka, 23.8.2008 kl. 09:33

12 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þá á bara ekki að vera þannig Röddin mín, fólk þroskast með aldrinum og á að geta áttað sig á hvað er mikilvægt að rækta fólk sem er meira segja systkinini þess. Þó það hafi ekkert samband verið eru þeir samt bræður, sambandsleysið stafar líkast til úr æsku, nú eru þeir fullorðnir og Obama í  þessari stöðu, ef hann er hæfur í hana ætti hann að hugsa út í sína nánustu líka, þó að hann væri ekki að því nema til að sýnast betri maður fyrir heiminum.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 23.8.2008 kl. 10:56

13 Smámynd: Sigurður Rósant

Mbl.is - "Hálfbróðir Baracks Obama segir forsetaframbjóðandann skammast sín fyrir ættartengslin því bróðirinn býr við mikla fáttækt í kofabyggð í Afríkuríkinu Kenía. Frá þessu skýrir ítalska útgáfan af tímaritinu Vanity Fair."

Það er ekkert víst að þessi yfirlýsing sé rétt eftir höfð af tímaritinu Vanity Fair. Það er heldur ekki víst að Barack Obama skammist sín fyrir ættartengsl sín eins og (kannski ranglega) er haft eftir 26 ára hálfbróður Obama. Kannski er þessi bróðir múslimur og það eitt getur myndað gjá milli systkina sem aldrei verður brúuð.

Nýlega fór Barack til Ísraels og setti á sig höfðufat að sið Gyðinga og læddi bæn á bréfsnepli inn í Grátmúrinn fræga. Barack er nýbúinn að segja sig úr sínum kristna söfnuði. Hver eru viðhorf hans í trúmálum? Barack er algjörlega óskrifað blað fyrir mér sem enginn getur spáð fyrir um hvaða stefnu tekur í forsetastóli ef af verður.

Sigurður Rósant, 23.8.2008 kl. 11:52

14 Smámynd: Mofi

Haukur
Og jafnvel þó það sé ekki þannig þá ert þú í engri aðstöðu til að dæma hann þegar þú veist ekki meira um málið en þetta.

Hver er eiginlega að dæma?  Ég er aðeins að segja að maður eigi að hjálpa bræðrum sínum.

Hinricus
Það er alveg greinilegt að ég hef þá ekki verið kristinn eftir allt saman

Sjálfsgóður og misskiljandi aðstæður bara til að reyna að vera góður og helst til að vinna sál dýrðlegs "Disneylands" vegna. Sveiattan ég verð að hætta að kalla mig fyrrverandi kristinn.

Það er greinilegt að þú hefur ekki verið það sem Jesús talar um sem einhvern sem hefur fæðst af anda Guðs. Sá aðili þekkir Guð og treystir Honum.  Kannski óþarfi að spyrja hvort að þetta átti einhvern tíman við þig...

Hinricus
Eins gæti "góðverkið" stuðlað að enn meiri misnotkun í lífi einstaklingsins.

Ég sé bara einhvern vera að reyna að réttlæta það að hjálpa ekki einstaklingi sem vantar hjálp. Auðvitað reynir maður að gera það gáfulega. Maður vill ekki bara gefa pening sem fer í fíkniefni og brennivín. En að reyna er að mínu mati skylda.

Röddin...
(Obama er búinn að vera þingmaður og vel stæður í langan tíma, því hefur þessi bróðir ekki farið fyrr í fréttirnar?).

Þetta er allt mjög forvitnilegt og verður áhugavert að sjá hvað verður úr þessu í kosningaslagnum. Ég þykist vera viss að Obama mun koma með einhverjar útskýringar á þessu og hver veit hvort að hans andstæðingar munu ekki nota þetta á móti honum.

Rósant
Kannski er þessi bróðir múslimur og það eitt getur myndað gjá milli systkina sem aldrei verður brúuð.

Góður punktur. Við getum lítið annað en gískað á hver rétta sagan er í öllu þessu og án efa munum við heyra meira um þetta.

Rósant 
Hver eru viðhorf hans í trúmálum? Barack er algjörlega óskrifað blað fyrir mér sem enginn getur spáð fyrir um hvaða stefnu tekur í forsetastóli ef af verður.

Hann neyddist til að segja sig úr ákveðnum kristnum söfnuði þar sem presturinn þar fór hamförum í fjölmiðlum. Eða þannig skyldi ég allt það mál. En ég er alveg sammála að hann er óskrifað blað fyrir mér líka þegar kemur að trúmálum.

Andrés
Það má reyndar segja að þessi spurning - Á ég að gæta bróður míns? - sé einn af rauðu þráðunum í Biblíunni og er svarað með afgerandi hætti í NT.

Hjartanlega sammála þér Andrés!

svarið er já er það ekki?

Mofi, 23.8.2008 kl. 12:23

15 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

FÁVISKAN ER EKKI JAFNFJARLÆG SANNLEIKANUM OG HLEYPIDÓMARNIR.

Þetta er ótrúlegar þrætur um eitthvað sem þið vitið ekkert um. Það er í lagi að segja álit sitt í skýru og skorinorðu máli á vanrækslu en þetta er orðið að heimskulegustu og tilganglausustu þrætum sem ég hef séð. Ég held að rifrildið sé aðalmálið ekki hvernig málin þróast milli bræðranna. Ætli að það sé bara ekki best að sjá til hvað gerist. Ef það er ósættanlegt þá er hægt að segja álit sitt hreint út og búið, og haldið svo áfram að lifa ykkar lífi og vonið að þið verið alltaf með ykkar á hreinu og þurfið ekki aðstoð ættingja eða annarra. Það væri nú meiri frekjan.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 23.8.2008 kl. 17:36

16 identicon

Það vantar nýjan vínkil á þetta.  Á ég að gæta bróður míns ætti t.d. ekki bara að eiga við um blóðbróður og getur ekki verið að það sé verið að ræða um bróður í mannkyni?  Það er eiginlega miklu eðlilegra finnst mér´því hví gæti þetta ekki hljómað þannig að við eigum að gæta systur okkar, ömmu, afa, eiginkonu, eiginmanns, svilkonu, kviðmágs, o.s.frv.

En hvað myndir þú Mofi gera fyrir þennan mann í sporum Obama?

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 17:50

17 Smámynd: Mofi

Sáli, samkvæmt Kristi þá er skyldan að elska náungan og dæmið sem hann gefur er af útlendingi að hjálpa bláókunnugum manni.  Hvað ég myndi gera fyrir þennan bróðir Obama... úff, góð spurning.  Er ekki ágæt byrjun að hafa samband við hann af og til og heyra í honum hljóðið. Hvaða áætlanir hann hefur og hvað hann er að gera í sínum málum og þá hvort honum vantar hjálp við það. Ef hann er að lifa á einum dollara á viku þá ætti nú ekki að vera svo erfitt að rétta honum hjálpar hönd.

Laissez-Faire, ég er hreinlega sammála þér þótt ég reyndi að vera mildari í orðum þá var það akkurat þetta sem ég hugsaði.

Mofi, 23.8.2008 kl. 18:06

18 Smámynd: Mofi

Sem betur fer ertu ekki enn að segja að þú ert kristinn Hinricus...

Mofi, 23.8.2008 kl. 20:25

19 identicon

Biblían talar einmitt um að drepa þá sem eru ekki bræður í kristi... trúarbrögð skipta mannkyni í hópa, hópa sem drepa hvor aðra.

Sorry Mofi: Syntax error

DoctorE (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 08:42

20 identicon

P.S. Ekki gleyma því að guddi gerði félaga Kain að svertingja... spurðu bara marga kristna.
Hefndin er sæt segir guddi. 
Tata

DoctorE (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 19:25

21 Smámynd: Mofi

Hinricus
Ef ég hefði verið kristinn ennþá þá hefði ég farið yfir með Biblíuna í hönd og sveiflað örmum

Eitthvað finnst mér þú hafa skrítnar hugmyndir um kristna...

Haukur
Ég er bara að segja að þeim sem neita að hjálpa sjálfum sér er ekki viðbjargandi.

Sammála því.

Haukur
Málið er svo mun stærra en bara að hjálpa nauðstöddum. Segjum sem svo að Obama verði kosinn. Og hann vilji eyða milljörðum í hjálparstarf í afríku. Hefur hann rétt til að gera það? Hefur hann rétt til að eyða peningum skattborgaranna í einhvað annað en það sem kemur skattborgurunum við?

Góð spurning... mér finnst það vera grátt svæði að taka peninga sem þú átt ekki til að vera góður við annað fólk en það fólk sem á í rauninni peninganna.  Ef einhver vill hjálpa fólki í Afríku þá ætti hann að gera það með sínum eigin peningum en ekki annara.  En þetta er grátt svæði og fer eftir aðstæðum.

DoctorE
Biblían talar einmitt um að drepa þá sem eru ekki bræður í kristi... trúarbrögð skipta mannkyni í hópa, hópa sem drepa hvor aðra.

Það myndi gefa þér miklu meiri trúverðugleika ef þú værir heiðarlegri í þinni gagnrýni á kristni.

Mofi, 25.8.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband