7.8.2008 | 12:21
Gott að sleikja sár sín
Í þessu samhengi langar mig að benda á grein sem fjallar um rannsókn sem gerð var á munnvatni fólks. Hún leiddi í ljós að það eru efni í munnvatni sem hjálpa sárum að gróa og veitir vörn gegn sýkingum, sjá: http://creationsafaris.com/crev200807.htm#20080727a og http://www.sciencedaily.com/releases/2008/07/080723094841.htm
Menn eru að vona að ef það er hægt að fjöldaframleiða þetta efni þá geti það hjálpað fólki með sjúkdóma, brunasár og marg fleira. Ritstjóri blaðsins sem þessar rannsóknir birtust í sagði að þetta útskýrði afhverju dýr sleikja sár sín og afhverju sár í munni læknast hraðar en önnur sár annars staðar á líkamanum.
Þvílík snilld hjá skapara okkar að láta okkur vera með efni til að lækna okkur og forðast sýkingar ávalt á okkur! Þetta er mjög skiljanlegt út frá hönnunarlegu sjónarhorni að hönnuðurinn gaf okkur "sjúkrakassa" sem við gátum alltaf haft með okkur. Þetta er ill skiljanlegt út frá þróunarlegu sjónarhorni því hve mörg dýr sleiktu sig og dóu áður en þetta snilldarefni sem er í munnvatni kom fram?
Maðkar gegn sýklum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afhverju stendur þá ekkert um það í biblíunni að maður eigi að sleikja sár sín til að lækna sig og forðast sýkingar?
"gleymdi" guð að minnast á sjúkrakassann í leiðbeiningarbæklingnum sínum?
Jón Bjarni (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 12:43
Glettinn karl hann Guð, gerir fólk fært um að sleikja eigin sár til að þau grói betur, en setur svo í fólk botnlanga sem hefur það eitt hlutverk að bólgna út, springa og drepa okkur.
Botnlanginn var einu sinni eitthvað annað í þróunarsögu mannsins, samkvæmt þróunarkenningunni, sem er vitaskuld röng kenning og vitlaus! Svo Guð setti hann þarna bara til að rugla í okkur ha ha!
Annað dæmi um lélega hönnun eru hálskirtlarnir, sem verða okkur til trafala með aldrinum, vond hönnun Guð, E í kladdann.
Af hverju fjallarðu aldrei um lélega hönnun hjá Guði, Mofi? Þú verður nú að vera með ákveðið jafnvægi í gagnrýni þinni!
mbk,
Kristinn Theódórsson, 7.8.2008 kl. 12:59
Jón Bjarni, það er alveg nóg af leiðbeiningum í Biblíunni varðandi heilsu til að sjá til þess að einhver fái ekki sjúkdóma og lifi vel og lengi. Það er ekki hægt að búast við því að allt sé að finna í Biblíunni, við eigum nú að læra eitthvað sjálf.
Kristinn, botnlanginn hefur þarft hlutverk í líkamanum en eins og fleiri líffæri þá getur hann sýkst og skemmst. Menn geta fengið sýkingu í fótinn svo það verði að fjarlægja hann en það þýðir ekki að við höfum engin þörf á því að hafa fætur. Botnlanginn hefur hlutverk og þarna er aðeins dæmi um skaðleg áhrif þróunarkenningarinnar sem lét menn halda að afgangslíffæri væru það sem menn bjuggust við og svo listuðu menn upp marga tugi af slíkum líffærum af því að þeir vissu ekki hvað þau gerðu.
Mofi, 7.8.2008 kl. 13:10
Ég tók eftir því, Mofi, að þú komst ekkert inn á hlutverk botnlangans, heldur hélst því bara fram að hann hefði tilgang. Hver er tilgangur hans að þínu mati Mofi? Og eru hálskirtlarnir ekki illa hannaðir af Guði? Þú verður nú að gefa honum smá skammir fyrir þá líka.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 7.8.2008 kl. 13:17
Jú Mofi, ef biblían væri orð guðs þá væri þar allt sem skipti máli... hann myndi ekki bara segja: Ekki éta rækjur... hann hefði líka sagt: sleikjið sárin..
Þetta er náttúran Mofi; Ekki the Wizard in da sky... þú ert að lasta guð með því að segja hann svona óflullkominn
DoctorE (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 13:17
Þetta er nefnilega mjög skiljanlegt þróunarlega séð.
Þau dýr sem sleiktu sárin áttu betri möguleika á að lifa af sýkingar og þar af leiðandi áttu þau líka betri möguleika á að fjölga sér og koma sinum genum áfram... 2 + 2 = 4
DoctorE (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 13:19
Sár gróa hraðast á innanverðum magaveggnum. Það er líklegast vegna þess að í maganum er nokkuð sterk sýra sem brýtur niður matinn. Auk þess innbyrgðum við rosalega mikið af efnum í gegnum magann og meltingarvegin (augljóslega) því er afar mikilvægt að drepa allar bakteríur og aðra skaðvalda sem fyrst og græða sár strax svo sýklarnir komist ekki í líkamann (þ.e. í blóðið). Það er því ekkert skrítið að munnvatnið innihaldi græðandi og sýkladrepandi efni.
Efnið sem um ræðir (prótínið) var því væntanlega í líkamma okkar (dýranna) áður en við byrjuðum og sleikja sár okkar. Það er ekki skrítið að þessi hegðun hafi síðan orðið meðfædd síðar meir, það vildi svo til að efnið sem var í meltingarveginum og varði okkur frá umhverfinu gagnaðist líka utan hans.
Zaraþústra, 7.8.2008 kl. 13:24
Hér eru 10 skemmtilega tilgangsrýr líffæri sem þróunarsagan hefur skilið eftir, já eða Guð skapað í glettni.
http://www.livescience.com/animals/top10_vestigial_organs-1.html
Kristinn Theódórsson, 7.8.2008 kl. 13:36
Meira svona? "Þetta er allt of flókið, guð hlýtur að hafa skapað þetta". Er ekki búið að tala um þetta áður?
Annað sem er líklegast búið að minnast á, þá er það alger vitleysa að ætlast til að lausn A sé rétt (án þess að láta reyna á hana) bara af því að ekki er hægt að fullsanna lausn B.
(Mjög einfaldað) dæmi: Spurningin um uppruna lífsins, þróunarkenninguna og bara allt er "2+2= ?".
Sumir segja: "Jæja, eftir hundruð ára af rannsóknum, tilraunum, uppgötvunum, þúsundir af ritgerðum o.s.frv. þá teljum við að 2+2 = 4.01
Aðrir segja: "NEI það getur ekki verið, því hérna í þessu ritsafni sem var skrifað fyrir þúsund árum stendur að Guð segi að 2+2 = 22. Guð sagði það, þess vegna er það satt. Þarf engar sannanir.
Það EINA sem sköpunarsinnar hafa á bakvið sína sköpunarsögu er Biblían. Síðan er það alveg svaka hentugt að það er ómögulegt að sanna hvort Guð sé til eða ekki.
Vísindaleg aðferð byggir í megindráttum á eftirfarandi vinnuaðferðum:
1. Skilgreina spurninguna
2. Safna gögnum og heimildum
3. Leggja fram tilgátu
4. Gera tilraunir og safna niðurstöðum
5. Vinna úr gögnunum
6. Túlka gögnin og komast að niðurstöðu sem getur orðið að nýrri tilgátu
7. Gefa út niðurstöðurnar
8. Gera fleiri prófanir (oft gerðar af öðrum vísindamönnum)
Munurinn á vísindalegri aðferð og aðferð sköpunarsinna við að reyna að útskýra fjölbreytileika og uppruna lífsins gerir það að verkum að það er því sem næst ómögulegt fyrir þessar andstæðu hliðar að geta talað saman yfirleitt.
Rebekka, 7.8.2008 kl. 14:27
Rófubeinið er líka dálítið undarlegt, og stundum bara fyrir. Konan mín braut það t.d. þegar hún átti son okkar. Rófubeinið er augljóslega stubbur af skotti sem eitt sinn var langt og fínt verkfæri til að halda jafnvægi og halda sér í greinar, í dag er það bara vöðvafesta og kannski dálítill höggpúði.
Ég held að Guð hafi verið eitthvað annars hugar þegar hann var að pota þessu rófubeini á okkur
mbk,
Kristinn Theódórsson, 7.8.2008 kl. 14:32
Svo er dálítið gaman að augum sem Guð gaf ýmsum hella og djúpsjávarkvikindum, merkilegt samt að Guð valdi að teygja húð yfir þau eða fjarlægja sjálf augun, en skilja taugaendana og helling af augndrasli eftir.
Ætli hann hafi ekki verið orðinn þreyttur á að hanna dýr og ákveðið að nota bara þau sem hann var búinn að hanna og breyta þeim aðeins á yfirborðinu? Slíkt bendir auðvitað ekkert til þess að dýrin hafi bara þróast!
Guð, stundum latur, stundum dálítið kenjóttur og glettinn. Gaman að mjaðmabeinunum sem hann gleymdi að kippa úr hvalnum, ætli hann hafi tekið belju, blásið hana upp eins og blöðru, og svo hent henni í sjóinn?
mbk,
Kristinn Theódórsson, 7.8.2008 kl. 14:41
Einu sinni vorum við með fullt af hári á líkamanum, þá gátum við dregið saman hárræturnar og látið hárið standa meira út til að skýla okkur betur. Í dag köllum við þetta gæsahúð.
Þróun? Nei, Guð að leika sér.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 7.8.2008 kl. 15:21
Hér voru genin í forfeðraleik, sjáið þið hver forfaðirinn var?
Usss, nei. Guð að leika sér.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 7.8.2008 kl. 15:36
Úps, sjá hér.
Kristinn Theódórsson, 7.8.2008 kl. 15:38
Tröll get ég verið
Kristinn Theódórsson, 7.8.2008 kl. 15:39
Blindar salamöndrur eru martröð sköpunarsinna
DoctorE (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 16:41
Jón Bjarni, það er alveg nóg af leiðbeiningum í Biblíunni varðandi heilsu til að sjá til þess að einhver fái ekki sjúkdóma og lifi vel og lengi. Það er ekki hægt að búast við því að allt sé að finna í Biblíunni, við eigum nú að læra eitthvað sjálf.
LOL
fátt ef nokkuð dró jafn marga til dauða fyrir tímann á þessum tíma en sýkingar - hér erum við með munnvatn sem getur hjálpað til við að verjast þeim og hjálpa til við lækningu - en Guð ákveður að þetta sé nú eitthvað sem menn eigi nú bara að fatta sjálfir
En varar fólk svo við því að borða rækjur?
Ertu að grínast?
Jón Bjarni (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:12
Allir sem hugsa eitthvað sjá hvað þetta er mikið rugl. Skapari hefur varla nein takmörk svo af hverju í ósköpunum að hanna þetta ræfilslega "sleikja sár sín" kerfi þegar hann gæti allt eins bara látið okkur vera algerlega ónæm fyrir sýkingum??
bjarkisi (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 21:42
Uhh...
Hér að ofan var einhver að dissa botnlangan :(
Er enginn þörf á botnlanga? Lesiði ekki moggan sjálfir moggabloggaranir? Þetta þótti mér athyglisvert að rekast á nýverið; http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2007/10/09/botnlanginn_hefur_hlutverk/ Hefði kanski verið ransakað meira ef menn hefðu ekki trúað að þetta væri óþarfa líffæri... gúglið þetta bara til að finna heimildirnar á bak við fréttina. Eitthvað tengt ónæmiskerfinu o.s.frv.
Just because you don't understand it - doesn't mean it's useless! Það má alveg segja 'við skyljum ekki' í stað þess að segja 'þetta er tilgangslaust' - því þá seturu þig (eða takmarkaða þekkingu mannsins í dag) á æðstan stall og tekur ekki inn í myndina að maðurinn geti lært og orðið gáfaðari en hann er!
srs (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 01:14
Nei, svona út frá ákveðni heimsmynd þá annað hvort passa gögnin við kenninguna eða ekki.
Hluti af ónæmiskerfinu, sjá: Vestigial organs, anyone? The humble appendix begs to differ
Varðandi hálskirtlana:
Síðan eru dæmi um svona dæmi um hrörnun sem er í samræmi við sköpun sem hrörnar alveg eins og það sem við sköpun hrörnar. Þetta væru ekki almennilegar vísbendingar um þróun yfirhöfuð.
Hvað þér finnst að Guð hefði átt að gera eru engin rök fyrir einu eða neinu.
Aðeins þegar þetta flókna efni sem hjálpar við að lækna sárin er til þá er eitthvað gagn í því að sleikja sárin, ekki fyrr.
Þar sem sköpunarsinnar búast við því að dýr aðlagi sig að breyttum aðstæðum þá koma líffæri sem virðast ekki hafa tilgang þeim ekki á óvart því tvennt kemur til greina. Annað hvort vitum við ekki tilganginn eða að það er tilgangur en aðeins í sérstökum aðstæðum. Dæmin sem vanalega eru tekin eru hins vegar dæmi þar sem viðkomandi líffæri hefur tilgang og þar af leiðandi fáránlegt að blaðra um það sem afgangslíffæri.
Hefurðu ekkert lært af því að rökræða við mig? Ógildir "irreducible complexity"!!! Veistu eitthvað... bara eitthvað um hvað þú ert að tala um?
Skiptir þá engu máli hvað við finnum í heiminum, sama hve hönnun virðist vera eina útskýringin þá skiptir það engu máli því að náttúrulegir ferlar geta búið allt til? Þú ert hérna hreinlega að afskrifa umræðu um gögn því að þín hugmyndafræði gerir gögn óþörf.
Ert alveg að misskilja. Þetta er spurning um orsök og afleiðingu. Hvað orsakar upplýsingakerfi og gífurlegt magn af upplýsingum í dag? Ef ske kynni að þú veist það ekki þá eru vitsmunir sem orsaka slíkt. Höfum við séð efnaferla og þess háttar setja saman forritunarmál eða búa til upplýsingar? Nei, ef ske kynni að þú vissir það ekki. Svo ég þarf enga gamla bók til að álykta að lífið var orsakað af vitsmunum, ég þarf aðeins að skoða staðreyndirnar.
Miðað við listann sem þú gafst þá er ekkert mál að tala saman... málið er að þú tekur listann ekkert alvarlega. Þú virðist miklu frekar aðhyllast að allt verður að vera útskýrt af náttúrulegum ferlum og þar af leiðandi skiptir engu máli hvaða staðreyndirnar segja því að guðlaus heimspeki ræður ferðinni.
Klukkan er orðin dáldið margt svo ég læt þetta duga:
Afhverju eiginlega?
Enda eru mjög ýtarlegar leiðbeiningar varðandi hvernig á að glíma við sýkingar; eitthvað sem hefði hjálpað hundruðum þúsunda ef farið hefði verið eftir þessu. Ljótt að ráðast og hæðast eitthvað sem gefur góð ráð og hefði getað bjargað lífum ef farið hefði verið eftir þeim. Sýnir aðeins að hérna er ekki um að ræða málefnalega umræðu heldurs hatursáróður.
Rækjur eru alætur og þar af leiðandi geta verið hættulegar, sérstaklega á þeim tímum sem Biblían var skrifuð.
Sköpunin án viðhalds skaparans gat hrörnað og skemmst svo að við myndum sjá hvort að við þurfum á skapara að halda eða ekki. Búa til löngun til þess að skaparinn muni einhvern tíman laga heiminn.
Mofi, 8.8.2008 kl. 01:39
Glöggur ertu, Mofi/Halldór, og röskur að skrifa um þessi sköpunarmál. Það má kannski minna á það í leiðinni, að í tárunum eru efni, sem hjálpa fólki að sefa harm sinn og þjáningu. En vitaskuld bregðast guðleysingjarnir öndverðir við þér eins og vanalega, maður nennir vart að lesa slíkt. En innlegg srs hér á undan er athyglisvert og gott.
Jón Valur Jensson, 8.8.2008 kl. 01:43
Já Jón, srs á hrós skilið fyrir að setja þetta fram á mjög skemmtilegan hátt.
Jón Valur, góð ábending þetta með tárin, mjög flottun hönnun þar á ferðinni. Af einhverjum ástæðum þá virðist bara spúast út haturslegar háðsglósur frá þeim hóp manna sem aðhyllist guðleysi. Takk fyrir vingjarnleg orð og gott innlegg.
Mofi, 8.8.2008 kl. 01:48
Þetta var ekkert smá skrítið, Mofi. Þegar ég var að lesa svarið frá þér leið mér eins og ég gæti sagt nákvæmlega það sama við þig. Í einni setningunni þurfti ég bara að skipta út "náttúrulegum ferlum" fyrir "guð" og "guðlaus heimspeki" fyrir "trúarleg heimspeki".
Sérstaklega þetta hérna: "Þú ert hérna hreinlega að afskrifa umræðu um gögn því að þín hugmyndafræði gerir gögn óþörf."
Hvaða gögn hafa sköpunarsinnar? Jafnvel Guð sjálfur gildir ekki sem gögn, því það virðist vera til fleiri en einn Guð og enginn þeirra hefur haft neitt samband (nema í einrúmi við hvern einstakling fyrir sig sem vill tala við þá, að því er virðist vera) eða viljað taka þátt í neinum rannsóknum.
Þú virtist einnig vera pínu ringlaður yfir svari Sveins um "irreducible complexity", en þetta eru rök sem sköpunarsinnar hafa mikið notað og þýða nokkurn veginn það sama og ég sagði: "Þetta er svo flókið, hlýtur að vera skapað af vitsmunaveru". Ég tel að þrátt fyrir að við skiljum ekki enn fullkomlega hvernig allir hlutar lífveru virka þarf það ekki að þýða að Guð hafi skapað hana.
Ég veit að þú, Mofi,hefur a.m.k. bakkað með trú þína um að jörðin sé 6000 ára gömul (las það í svari þínu við grein á Vantrú.is) og segist núna ekki vera viss, þannig að enn er von! Segi það enn og aftur, Biblían er boðskapur, ekki vísindalegur sannleikur um heiminn.
Rebekka, 8.8.2008 kl. 07:04
Þetta er allt gott og blessað Mofi.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 8.8.2008 kl. 07:52
Hvaða efni eru það JVJ?
http://en.wikipedia.org/wiki/Tears
Og hvað með alla augnsjúkdómana sem eru í gangi... guð að hefna sín?
DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 09:23
Þú vilt ekki rannsóknir eða gögn því að sama á hvað er bent þá segir þú bara að þetta eru rökin að þetta er of flókið til að þróast. Það segir mér að sama hvað þú finnur í alheiminum þá getur þú alltaf ímyndað þér að það geti þróast og þar af leiðandi allur alheimurinn útilokaður sem efnisviður í frekari umræðu.
Þú virðist ekki hafa grænan grun um hvað þetta hugtak þýðir. Segðu mér, er eitthvað sem náttúrulegir ferlar geta ekki skapað?
Sérstaklega blessað Kristinn :)
Það er margt sem bendir til þess að það hafi neikvæð áhrif á fólk. En botnlanginn er ekki hluti af líkamanum sem er IC kerfi. Hjartað er dæmi um slíkt, lungun og heilinn eru dæmi um hluta af IC kerfum líkamans.
Besta dæmin eru þegar upplýsingar sem eru þegar til, raðast öðru vísi upp og gera eitthvað örlítið öðru vísi. Það eru arfaslöpp dæmi til að sannfæra að þetta hafi verið ferlið sem bjó til flóknar vélar. Við erum líka þarna að tala um þegar lífið er orðið til en ekki áður en lífið varð til.
Það þarf að vera frumorsök og ég trúi að Guð er sú frumorsök.
Svo ekkert er sem sagt óholl fæða?
Mofi, 8.8.2008 kl. 10:35
Hmm, kannski erum við ekki einu sinni að rífast (*hóst* ég meina rökræða) um sama hlut eftir allt saman. Það veit nefnilega enginn hver hin eina, sanna frumorsök er. Það er til hellingur af tilgátum, sumar líklegri en aðrar, en enginn veit það fyrir víst. Sköpun alheimsins hefur aftur á móti ekki neitt með þróunarkenninguna að gera, og Darwin minntist aldrei einu orði á það.
Þróunarkenningin útskýrir einfaldlega fjölbreytni lífríkisins og hvernig lífverur geta þróast með tímanum. Hún segir ekkert um það hvernig fyrsta lífveran kom á sjónarsviðið. Sólkerfi og plánetur þróast ekki heldur, þau myndast.
Hingað til hafa vísindamenn náð að rekja slóðina ansi langt aftur, og já, mikið lengra aftur í tímann en stendur í Biblíunni. Þróunarkenningin gengur gegn sögum Biblíunnar um að guð skapaði dýrin hver í sinni mynd, en það eru allt aðrar kenningar sem mótmæla því að guð hafi skapað heiminn á 7 dögum...
Svona í lokin ætla ég að telja upp 3 dæmi um "nýjar upplýsingar"
- Nælonétandi bakteríur (uppgötvaðar 1973). Nælon er algerlega nýtt gerviefni, fundið upp á 20. öld.
- Fiðrildi sem finnast eingöngu á Hawaii og nærast eingöngu á banönum. Málið er að bananar voru ekki kynntir til eyjanna fyrr en fyrir nokkur hundruð árum síðan. Birtust þessi fiðrildi bara allt í einu, bara á Hawaii?
- E.coli bakteríur sem geta melt sítrus (citrate, veit ekki hvort ég er að þýða þetta rétt). Meiri upplýsingar um það fást með því að leita upp Richard Lenski í Google.
Rebekka, 8.8.2008 kl. 12:21
"Sköpunin án viðhalds skaparans gat hrörnað og skemmst svo að við myndum sjá hvort að við þurfum á skapara að halda eða ekki. Búa til löngun til þess að skaparinn muni einhvern tíman laga heiminn."
Svo hann setti sýkla á jörðina til að valda okkur nægilega miklum þjáningum svo við kæmum örugglega aftur grátandi til hans. Þroskaður og kærleiksríkur faðir það!
bjarkisi (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 12:55
Hefur allt með guðleysi að gera og þeir sem aðhyllast darwinisma gera það vanalega vegna guðleysis en ekki vegna staðreynda.
Rekja slóðina? Ef þú átt við setlögin og ímynda sér hvað þau eru gömul þá er alveg rétt að einhverjir hafa eytt tíma sínum í það. Biblían segir að í byrjun voru skapaðar grunntegundir en ekki að þær myndu ekki breytast. Við sjáum mikla aðlögunarhæfni í dag og allt í samræmi við sköpunarsögu Biblíunnar.
Að stökkbreytingar geti gert eitthvað svona getur vel verið innan marka þeirra sköpunarkrafta en í þessu dæmi höfum við góðar ástæður til að hafna því, sjá: The adaptation of bacteria to feeding on nylon waste og http://creationwiki.org/(Talk.Origins)_Mutations_don't_add_information
Aðeins aðlögun.
Þarna er um mjög áhugaverða rannsókn að ræða en aðeins fyrir þá sem aðhyllast sköpun. Ef það er eitthvað sem þessi rannsókn sýnir þá er það hve takmarkaða getu stökkbreytingar hafa til að skapa og ef þetta er getan þá hefðu tíu miljón ár aldrei breytta apalegri veru í menn.
Annað sem þetta sýnir er að stökkbreytingar eru miljón sinnum betri í að eyðileggja en að skapa en meira um þetta hérna: Bacteria ‘evolving in the lab’?
Nei, að við mættum velja okkar eigin örlög og afleiðingunum af okkar vali. Stundum er erfitt fyrir okkur sem lifa í örfá ár að skilja hvað akkurat örsakaði eitthvað svona. Í sumum tilfellum þá einfaldlega getur náttúran bilað og Guð leyfir henni að gera það svo að það sé skiljanlegra hvað Guð hefur okkur upp á að bjóða.
Mofi, 8.8.2008 kl. 13:37
Alls ekki... eins og ég hef marg áður sagt við þig þá aðlagast dýr aðstæðum og ekki um neina þróun þar að ræða, að minnsta kosti ekki darwinska þróun. Ef þróun er bara breyting þá erum við báðir þróunarsinnar. Ef þróun er breyting þar sem ákveðin tegund af dýri verður að annari tegund þá erum við alls ekki sammála.
Þú ert það kannski, aldrei hitt þig en ég er það ekki.
Já, ég skal gera það og endilega sættu þig við það og hafnaðu Honum og láttu mig í friði með þessu rugli þínu. Ef þú hefur ekki áhuga á þeirri von sem Biblían bíður upp á afhverju ertu þá eiginlega að þessu rugli?
Mofi, 8.8.2008 kl. 15:22
mofi vinnur gott verk í öllum sínum skrifum
í vinnunni býr hann til forrit sem er gott og duglegt verk.
og hér á blogginu er hann svona posterboy þess að forðast eigi að vera trúaður.
húrra fyrir mofa :)
Egill, 8.8.2008 kl. 15:27
Hvað græðir þú Egill á að trúa eins og þú trúir? Hvernig er þitt líf betra fyrir það?
Mofi, 8.8.2008 kl. 15:32
Darwinisk þróun er þegar stökkbreytingar búa til eitthvað nýtt. Ef að dýr eignast afkvæmi og það afkvæmi er aðeins öðru vísi þá ertu ekki að tala um neitt nýtt því að um er að ræða aðeins afbrigði af þeim upplýsingum sem þú þegar varst með.
Ég veit svo sem ekki afhverju ég er að reyna að útskýra þetta fyrir þér sem hefur sýnt aftur og aftur að þú vilt ekki skilja.
Afhverju þetta sífelda þörf á að vera með móðganir? Áttu svona bágt heima hjá þér; myndirðu segja þetta framan í einhvern? Ég ætti auðvitað að loka á svona fólk eins og þig sem hefur ekkert málefnalegt að segja og koma aftur og aftur með leiðinda skítkast sem segir allt of mikið um þann sora pytt sem sál þín inniheldur.
Hvaða trú hef ég sem er að brjóta mannréttindi?
Mofi, 8.8.2008 kl. 16:43
Ef einhver er móðgandi þá er það að minnsta kosti mín stefna að láta viðkomandi vita að hann er móðgandi.
Hvaða nákvæmlega í minni trú veldur því að fólki er mismunað?
Mofi, 9.8.2008 kl. 13:26
Sveinn, mér finnst sá sem velur skítkast ekki innihalda margt fallegt í sér. Ég hef síðan marg oft sagt að samkynhneigðir eiga að hafa sama rétt til að gifta sig og aðrir og gékk svo langt að segja að þjóðkirkjan væri skyldug til að gifta samkynhneigða.
Mofi, 9.8.2008 kl. 16:27
Páll Geir Bjarnason, 9.8.2008 kl. 22:29
Vandamálið er uppruni upplýsinga og uppruni flókinna véla. Að ætla tilviljanakenndum breytingum á DNA kóðanum til að búa til undur náttúrunnar er trú sem ég á ekki séns í.
Mofi, 12.8.2008 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.