Uppskrift að langlífi

Ég held að þessir vísindamenn sem tjá sig þarna hafa rétt fyrir sér varðandi hvað veldur þessu langlífi japanskra kvenna.  Til að styðja að þessi ályktun er rétt, gott mataræði og góð félagsleg tegnsl langar mig að benda á grein sem fjallar um heilsu aðventista í Kaliforníu, sjá: http://news.adventist.org/data/2008/1211899368/index.html.en

254310Þarna kemur meðal annars fram að nokkrir góðir ávanar virðast geta gefið fólki auka tíu ár. Jafnvel orðið eins og skurðlæknirinn Ellsworth E. sem stundum tekur upp skurðhnífinn til að aðstoða lækna þótt hann sé orðinn 93 ára! 

Sá sem gerði rannsóknina skrifaði "þá er engin tilviljun að hvernig þetta fólk lifir, borðar og hefur samskipti sín á milli, minnka stress, lækna sig, forðast sjúkdóma, og horfa á heiminn gefur þeim fleiri góð ár í lífinu" og vísar þá til mataræðis og að halda hvíldardaginn heilagann.

Fleira áhugavert kemur fram í þessari grein um venjur sem gefa manni lengra og betra líf. Verst að það eru aðventistar eins og ég sem lifa alls ekki nógu hollu lífi og lið eins og ég er að skemma tölfræðina sem segir hve þessi lífstíll virkilega bætir líf aðventista.

Til fróðleiks þá má líka lesa þetta hérna: Megrunarkúr Mofa


mbl.is Japanskar konur langlífastar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fylgi engri spes uppskrift.. ég bara reyni að hafa það sem ágætast/skemmtilegast; ég reyki og borða óhollan mat, ég er samt grannur og fínn.
Ég bara nenni ekki að vera með einhverja formúlu sem á að gefa mér eitthvað langlífi... svo kemur valtari og keyrir yfir mig
Ég er ekkert að stíla inn á langlífi... hugsanlega er það uppskrift að stuttu lífi að vera stressa sig yfir því að hanga í einhverju langlífs líferni.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Mofi

Hræddur um að þú munir sjá eftir þessu seinna meir DoctorE

Mofi, 7.8.2008 kl. 12:24

3 identicon

Mig langar ekkert að verða neitt rosalega gamall... hef engann áhuga á að verða hátt í 100 ára

DoctorE (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 13:15

4 Smámynd: Rebekka

Ég var einmitt í Japan í sumarfríinu mínu, mæli algerlega með því. 

Munurinn á matarræðinu þar og hér í Evrópu er svo svakalegur að það er engu lagi líkt.  Hrísgrjón, grænmeti og fiskur er þeirra aðalfæða, afskaplega lítið salt notað (bara sojasósa í staðinn), það var ekki einu sinni hægt að fá salt fyrir kartöflurnar á KFC í Akihabara! (já við fórum á KFC í Japan, sorrí ).  Þrátt fyrir að Japanir séu flestir grannvaxnir, þá kom það okkur á óvart hversu uppteknir þeir eru af mat og hvað þeir borða ótrúlega mikið!!  Fullt af kokkaþáttum í sjónvarpinu og hamast við að sannfæra fólk um hversu ótrúlega gott það sé nú að borða.

Annars fara Japanir hratt stækkandi (og þyngjast), vegna betri næringar.  Eldra fólkið var allt mjög smávaxið (93 ára amma mágs míns vóg t.d. 30 kg - alveg satt, við fórum í heimsókn til hennar), en yngri kynslóðin var mun hávaxnari og þrekvaxnari, þó enn bara örfáir í yfirþyngd.

Uppskriftin að langlífi held ég nr. 1, 2 og 3 sé gott matarræði, jákvætt viðhorf og góð fjölskyldutengsl, nokkuð eins og segir einmitt í fréttinni.  Kristni kemur langlífinu lítið við, enda sú trú í minnihluta í Japan.

Rebekka, 7.8.2008 kl. 15:51

5 Smámynd: Mofi

DoctorE, þegar þú verður eldri þá er ég í engum vafa um að tóninn í þér breytist.

Rödd skynseminnar, takk fyrir fræðandi innlegg. Ég var ekki að færa rök fyrir því að kristni væri lykillinn að langlífi en að það er kristin hópur sem hefur ákveðin lífstíl og sá lífstíll er að skila mjög miklum árangri á þessu sviði. 

Mofi, 8.8.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband