4.8.2008 | 14:02
Ef aðeins heimurinn fylgdi lögum Guðs
Því og ver og miður er ég ekki saklaus af því að hafa drýgt hór en það er engin spurning í mínum huga að ég átti ekki að gera það. Það er heldur engin spurning í mínum huga að lög Guðs, sérstaklega hérna eru gerð til að vernda okkur. Veita okkur sem mestu hamingjuna sem við getum fengið í þessu lífi. Að velja maka vel og vera síðan ávalt tryggur honum er líklegast eitt af því fallegasta sem við getum upplifað á þessari jörð.
Hræðilegt að hugsa til þess að svona margir eru smitaðir og hve margir bíða dauðans. En góðu fréttirnar eru að það er von. Það er hægt að fá fyrirgefningu og von um upprisu frá dauðanum eins og Kristur reis upp frá dauðum.
Ætla að brjóta af vana og láta fylgja með ástarljóð sem ég samdi eitt sinn.
A walk in the rain
I disappear in my point of view.
I wont cry, but Ill say that I do.
Knew my fate and that it was true.
Levitating above all things that are blue.
Wish I didnt know how it feels to be touched,
or how it feels, when you feel loved.
A moment when I reflected your sight,
for what more could I wish in the night?
But you can count on me, cause Ive seen too much.
Ive seen raindrops not daring to touch.
One day theyll splash and that will be that.
Just like the water you dust from your hat.
Cause being in love is like falling down.
One day youll crash but you wont make a sound.
So remember me when you walk in the rain
and all the colours that fall down in vain.
So celebrate whenever you can.
Cause therell be a time when you dont stand a chance.
Just look to the sky and think of your friend.
Still falling, right to the end.
Still falling, right to the end.
33 milljónir HIV-smitaðar | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Ljóð, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrirgefningu fyrir að vera veikur! Það er guðlaus synd að segja svona, grimmileg og andstyggileg. Þér mun fyrir vikið vera búin örugg vist í neðra á sérkjörum!
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.8.2008 kl. 14:19
Mófi þú ert nú alveg kostulegur .
Ég get svo sem alveg verið sammála þér, að ef að þetta eða hitt...... Nema að maðurinn er svo leiðinlega stoltur og gráðugur, getur aldrei gerst. Meira að segja þú getur ekki fylgt lögum guðs, hvernig er þá hægt að vonast til þess að aðrir geti gert það.
Já hverjar eru góðu fréttirnar mófi?... Að við vesturlandabúar viljum ekki gefa tæknina sem er fyrir hendi til þess að lækna/halda niðri sjúkdómnum, að við viljum græða á tá og fingri á þessum vesalings "srkælingum" (afsakið orðbragðið), að þessar féttir fái jafn litla umfjöllun og raun ber vitni.
Já en við getum huggað okkur við það haldandi á læknigunni í annari hendinni og biblíunni í hinni, að ÞEIR vesalingarnir, geta fengið fyrirgefnigu á syndum sínum hjá GUÐUM OKKAR á grafarbakkanum.
Það kostar jú ekkert að rétta þeim biblínua.
Pétur Eyþórsson, 4.8.2008 kl. 14:23
Nokkur lög guðs:
Grýta þá til bana sem vinna á hvíldardaginn
Grýta samkynhneigða til bana
Grýta óstýriláta unglinga til bana
Grýta þá til bana sem trúa ekki á guð..
Sweet lög mofi
DoctorE (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 14:47
Syndin er að drýgja hór. Þeir sem hafa eyðni hafa ekkert endilega drýgt hór og ég var ekki að segja það. Ég er að benda á að heimurinn væri betri ef enginn myndi drýgja hór.
Með hjálp Guðs þá getur maður verið betri einstaklingur, vaxa í kærleika þó að kannski maður verður ekki fullkominn í þessu lífi.
Góðu fréttirnar er að þótt að dauðinn er óumflýjanlegur fyrir alla þá er von um eilíft líf þegar Kristur kemur aftur. Að vesturlandabúa vilja ekki gefa tæknina og allt það, það sýnir bara hve vond við erum í raun og veru þegar kemur að velja milli þess að vera góður og vera ríkur.
Sönn trú birtist í góðum verkum og Guð er Guð allra; ekki bara vesturlandabúa. Er í rauninni ekki Guð gráðugra manna sem velja peninga handa sjálfum sér fram yfir að veita öðrum lækningu.
Mofi, 4.8.2008 kl. 14:58
Veistu Mofi ég veit að það er fullt af "hórum" í td Afríku sem myndu svelta í hel ásamt börnum sínum ef þær gerðu það ekki.
Þetta fólk er blásaklaust, það fæðist inn í þessar kringumstæður... ef ég á að taka mark á þér þá eru þetta þær kringumstæður sem guð vill fyrir þetta fólk... kannski svo þú og aðrir getið horft á þjáninguna og hvað.. lært af þjáningum annarra, eða hvað.
Þú ert alltaf að benda á hluti sem bitna á saklausu fólki, þú ert að kenna hópum fólks um hvernig ástandið er.. þú gleymir hugsanlega að nefna aðra hluti eins og krabbamein, hina ýmsu vírusa og sjúkdóma sem fara ekki í neitt manngreiningarálit.
Þetta er jú það sem biblían segir.. guð drepur alla, hann hegnir saklausum jafnt og sekum... sérðu ekki hversu órökrétt þetta er allt hjá þér... sérðu ekki raunveruleika málsins.
Ef guð er til þá er hann sekur um vítavert kæruleysi og glæpi gegn mannkyni.
DoctorE (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 15:05
"Í þessu lífi Mófi", ertu hindúi líka? .
Tja, ég get nú bara talað út frá sjálfum mér, og ef ég lægi fyrir dauðanum, vitandi það að eitthvað "race" úti í heimi hefði lækninguna en vildi ekki láta mig fá hana vegna þess að ég hefði ekkert að bjóða því annað en þakklæti mitt. Síðan kæmi þessi sami þjóðflokkur og færi að predika yfir manni lífsgildin um hvernig maður egi nú að vera góður við náungann o.s.fr.
Sérðu ekki hvað þetta er mikil Hræsni Mófi?
Hvernig væri nú að líta í egin barm (þá meina ég vesturlönd ekki þig persónulega) áður en við förum að predika lífsgildin fyrir hinum.
Pétur Eyþórsson, 4.8.2008 kl. 15:21
opp´s ýtti á send....
fammhald....
Við höfum enganvegin efni á því að vera að hampa okkar trúarbrögðum þegar þau virka eins illa og raun ber vitni.
Það er ekki hægt að segja að flestir séu góðir, en það séu aðeins nokkur slæm epli lyggjandi um (á lélegri íslensku). Því við hin erum alveg jafn sek með því að gera ekki neitt, nema jú að gerast hræsnarar í ofnaílag með því að predika biblíuna fyrir þeim.
Pétur Eyþórsson, 4.8.2008 kl. 15:27
Váhhh,,, hvað þetta var fordómafullt hjá þér Gunnar.
ég er alveg orðlaus...
Racist einkun,, 10! af 10 möguleigum, hæsta mögulega einkun.
"Sieg Heil!"
Pétur Eyþórsson, 4.8.2008 kl. 16:19
Þetta er ekki rasismi heldur raunsæi og réttsýni :)
Gunnar (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 16:49
Nú já... réttsýni...
Eins og þú talar þá get ég ekki séð betur en að þú skyljir ekki smitleiðir sjúkdómsins, ef þú gerðir það vissir þú af hverju hann uppgvötaðist fyrst í samkynheigðum.
Ef að það væru engir samkynheigðir, þá hefði sjúkdómurinn ekki uppgvötast eins snemma og hann gerði.
Pétur Eyþórsson, 4.8.2008 kl. 17:17
Gunnar hlýtur að vera trúaður, mjög trúaður.
Sorglegur er hann.
DoctorE (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 17:40
Saklaust fólk getur neyðst til að gera slæma hluti vegna hræðilegra aðstæðna, það er alveg satt.
Ég bendi á aðeins vond verk og þær slæmu afleiðingar sem koma í kjölfarið. Við vitum takmarkað um krabbamein en margar orsakirnar eru vegna mengunnar og sígrettureiks og fleira svo þótt að margir sem eru saklausir af þessu fá krabbamein þá er þetta samt öðru fólki að kenna.
Hmm... ef maður deyr þá getur tekið við annað líf ef Jesús stendur við orð Sín. Það var að minnsta kosti það sem ég var að reyna að segja :)
Það væri viðbjóðsleg hræsni en menn verða að gera greinarmun milli einstaklinga og mismunandi hópa. Það er ekki eins og einhverjar kirkjudeildir hafi þessa lækningu og vilji ekki gefa hana. Vonandi ekki að minnsta kosti og ef einhver sem segist vera kristinn er til í að horfa á aðra manneskju deyja svo að hann geti grætt er eins falskur og hugsast getur.
Mofi, 4.8.2008 kl. 17:49
Mofi er semsagt að segja að krabbamein og sjúkdómar séu alveg nýtt fyrirbrigði ... og líka það að það sé öðru fólki að kenna ef einhver saklaus fær sjúkdóm.
Veist þú Mofi að ef það væru ekki vísindi að þá værir þú líklega dauður núna, ef allt okkar stöff byggðist á biblíunni þá værir þú líka dauður, ég líka og allir aðrir sem eru að svara þér.
Takk fyrir að upplýsa okkur um visku þína... takk fyrir að sýna okkur hvernig guðinn þinn er.
P.S.
Hvernig skipta trúaðir um ljósaperu?
Þeir gera það ekki, þeir bíða eftir að Jesú geri það fyrir þá.
DoctorE (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 18:08
DoctorE, nei ég sagði að þetta væri flókin sjúkdómur og margar ástæður en við vitum að t.d. mengun og sígrettur eru orsök af nokkrum tegundum þeirra.
Vísindin eru frábær en þau hafa ekkert með þína darwinisku trú að gera. Ef menn fylgdu heilsuráðgjöf Biblíunnar þá myndu menn lifa lengur og hafa almennt betri heilsu, sjá til dæmis: Researcher says California Adventists are America's 'Blue Zone'
En margir þeirra sem lögðu grunninn að læknavísindum nútímans voru kristnir sem trúðu á sköpun, menn eins og Joseph Lister og Louis Pasteur.
Hvernig skipta darwinsitar um ljósaperu?
Þeir gera það ekki, þeir bíða eftir að tilviljanir og náttúruval geri það fyrir þá.
Það væru auðvitað ekki til neinar ljósaperur ef darwinstar myndu virkilega nýta sína hugmyndafræði í því sem þeir gera. Þeir bara bíða eftir að náttúrulegir ferlar myndu setja saman ljósaperuna og tengja rafmag í hana.
Mofi, 4.8.2008 kl. 18:55
Darwinistar eru ekki til Mofi, þróunarkenning er EKKI trú; get over it
DoctorE (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 19:41
Mófi, ég verð nú að viðurkenna að þegar kemur að því að lesa í biblíunni og skilja hvað er verið að tala um þá er ég alveg úti á túni.
Hvað áttu við með þessari vitnun í Jakobsbréfið, ertu að taka undir því sem ég er að segja eða eitthvað annað?
En er þá ekki tímabært að lappa uppá þessa villimenn sem kalla sig kristna ferkar en að vera að fá fleiri í hópinn?
Pétur Eyþórsson, 4.8.2008 kl. 19:46
Ákveðinn hópur ákvað að kalla sig darwinista vegna þess að þeir aðhylltust þá skoðun að náttúruval og tilviljanir bjuggu til alla náttúruna. Þetta kemur mér ekkert við, ég fann ekki upp á þessu.
Ef einhver trúir að þróunarkenningin er rétt þá trúir viðkomandi því
Þarna er verið að tala um að þeir sem skoða lögmál Guðs eiga að halda það og að verk þeirra eiga að vera í samræmi við yfirlýstu trú þeirra. Guðrækni er t.d. að vitja þeirra sem minna mega sín og sýna öllum virðingu.
Erfitt að lappa upp á fólk. Maður getur lítið annað gert en að benda á hvað við eigum að vera að gera og gagnrýna þá sem gera öðru vísi og vona að fólk breyti rétt.
Mofi, 4.8.2008 kl. 19:51
Já þá var skilnigur minn á þessum texta nokkuð nærri lægi, en þá skil ég ekki þetta svar við þessari spurningu?
...
"you talk the talk, do you walk the walk?"
Ert þú að gera eitthvað í þessum málum, ertu ekki alveg jafn sekur og þeir sem gera óverkin. Alveg eins og þeir PETA meðlimir sem eru á móti dýradrápi , en fynnst síðan ekkert að því að éta kjöt úr stórmakaðnum
Pétur Eyþórsson, 4.8.2008 kl. 20:23
Stundum láta menn eins og HIV veiran hafi komið fram fullsköpuð í líkama homma án nokkurar forsögu. Að kenna hommum um eyðnifaraldur er eins og að kenna börnum um hettusótt og mislinga.
Um upphaf HIV má finna hér
http://en.wikipedia.org/wiki/AIDS_origin#History_of_known_cases_and_spread
Páll Geir Bjarnason, 4.8.2008 kl. 22:13
Maður verður að velja sínar baráttur og vita hvað maður getur gert. Vantar án efa mikið upp á að ég er að gera það sem ég gæti gert.
Páll, sammála þér um það er ekki hægt að kenna hommum um eyðnifaraldurinn.
Mofi, 4.8.2008 kl. 23:20
Telur þú þá að jörðin sé flöt eins og má klárlega lesa út úr biblíu... ég er með smá pistil um þetta, múslímar eru sammála þér að því virðist.
Ég er líka með myndir af biblískum alheimi ofl ofl
What do you say?
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/606853/
DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 00:00
Ég er ekki að dæma þig Mófi, þú mátt hafa þetta eins og þú villt. Persónulega tel ég þetta vonlaust mál, og alveg sama hvað þú gerir þú færð engu breitt um þetta, nema kanske rólegri samvisku ef hún er eitthvað að bjaga þig út af þessu.
Pétur Eyþórsson, 5.8.2008 kl. 02:35
Jú reyndar Mófi eftir á að hugsa þá getur maður barist gegn óþarfa fordómum í garð minnihlutahópa byggða á fáfræði. eins og við urðum vitni að hér í dag.
Pétur Eyþórsson, 5.8.2008 kl. 02:39
Gah, ég kann ekki að vitna í aðra hérna . Ég vildi bara benda á þetta hér, sem Mófi sagði: "Ákveðinn hópur ákvað að kalla sig darwinista vegna þess að þeir aðhylltust þá skoðun að náttúruval og tilviljanir bjuggu til alla náttúruna."
Ekki tilviljanir! Þróun er ekki tilviljanakennd! Bentu mér vinsamlegast á hvar stendur að þeir sem aðhyllast þróunarkenninguna segi að "tilviljanir hafi búið til alla náttúruna". Mögulega gætu komið fram stökkbreytingar, en það er alls engin tilviljun sem ræður því hvernig þróun fer fram, ekki frekar en það er tilviljun að hlutir falla á jörðina þegar maður sleppir þeim.
Kallaðu þetta mikið frekar keðjuverkun heldur en tilviljun, það væri þó a.m.k. í áttina að vera rétt.
Rebekka, 5.8.2008 kl. 05:57
Það er slæmt í augum Guðs og þegar maður skoðar heiminn í kringum sig þá tel ég mig sjá hið vonda sem örsakast vegna þess að einhver drýgði hór.
Þegar hugmyndir koma fram í samfélaginu þá geta þær trollriðið öllu ef það er engin fyrirstaða. Við höfum séð þetta hjá heilum þjóðum þar sem heil þjóð tekur upp ákveðna hugmyndafræði eins og Þýskaland tók upp eugenics hugmyndafræðina. Ef þú vilt ekki enda uppi einn og yfirgefin í þinni hugmyndafræði þá er tilvalið að þegja, ef þú ert þegar sammála því sem trollríður samfélaginu þá ertu heppinn.
Var búinn að skrifa mitt svar fyrir ofan áður en ég las þetta :) Læt það samt standa fyrir forvitnissakir.
Hvað er það sem ræður því hvernig stökkbreytingar gerast?
Mofi, 5.8.2008 kl. 09:36
Holy Shit,
Þú ert ruglaður HTML forritari sem aðhyllist bækur sem skrifaðar voru fyrir 2k árum, sem forritari átti nú að vita, bók er out of date, strax og hún kemur út, því ekki er hægt að uppfæra hana, t.d eins og heimasíðu.
Hvernig væri ef þú hannaðir e-y html síðu með þessu bulli þínu, láttu hana svo eiga sig í 2000 ár. Svo þegar Jebus mætir aftur þá getir þið farið yfir þetta saman.
Rikhard Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 09:42
Rikhard, Að skrifa HTML er ekki forritun, bara hafa það á hreinu. Bók sem Guð skrifar er aldrei out of date og það á við Biblíuna. Allt sem menn skrifa er einmitt out of date svo fljótt að það er ekki fyndið.
Ég er síðan hérna með heimasíðu og... verð svo sem dáinn eftir 2000 ár en einhver getur skoðað hana og metið hvað var rétt og hvað var rangt.
Mofi, 5.8.2008 kl. 09:52
Fræddu okkur endilega um það hvernig náttúruval tengist öðru en lífverum. Þú ert síðan að bulla, þessi notkun á orðinu "darwinisti" kemur frá sköpunarsinnum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.8.2008 kl. 09:55
Mofi Biblían er löngu úrelt, komdu nú á bloggið mitt og verðu "Flata jörð" sem biblían segir svo vel frá..
P.S. Guð skrifaði ekki biblíu, svo það sé á hreinu.
DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 09:56
Það dugar ekki að hengja sig á stökkbreytingar og segja "AHA! Þróun er bara tilviljanir, sko, sko". Stökkbreytingar geta orðið þegar DNA strengir verða fyrir skemmdum, t.d. frá sólarljósi, eða við mistök þegar frumur afrita sitt DNA við skiptingu. Aftur á móti er það ekki tilviljunum háð hvaða dýrategundir lifa af eða hvernig þær þróast. Umhverfi þeirra og lífshættir spila stórt hlutverk líka.
Og fyrst margir vilja nú eigna Guði allt "sköpunarverkið" hef ég nokkrar spurningar:
- Hvað var Guð að pæla með að búa til stjörnur, plánetur, jafnvel heilu vetrarbrautirnar sem "börnin" hans geta jafnvel aldrei séð, hvað þá nokkurn tímann komist til? Er þetta bara hans einkastofuskraut? (Plís vísindamenn, finnið geimverur sem fyrst). Ath: Sköpun alheimsins kemur þróunarkenningunni ekkert við.
- Mig minnir að ég hafi séð þig segja að Guð hafi skapað "grunndýrategundir sem síðan þróuðust", í einhverju af svörunum þínum. Af hverju skapaði ekki hinn almáttugi, alvitri og algóði Guð "fullkomnar" tegundir til að byrja með. Og fyrst við erum á þessum nótum vil ég koma því fram að ef Guð skapaði allt líf, þá gerði hann alveg hörmulegt djobb. Langstærstur meirihluti allra lífvera sem hafa verið til á jörðinni er þegar útdauður. Til hvers að skapa risaeðlur ef á svo bara að þurrka þær aftur út?
- Af hverju eru til "gagnslaus" líffæri, s.s. botnlanginn (í mönnum)? Ef við værum aðallega jurtaætur þá hefðum við not fyrir botnlanga, en eins og hann er núna gerir hann ekkert nema safna sýkingum og jafnvel springa! Fólk án botnlanga lifir fullkomlega eðlilegu lífi. Til hvers er botnlanginn í mannfólki eiginlega?
E.t.v. verður svarið einfaldlega "Vegir Guðs eru órannsakanlegir". Þú mátt sætta þig við það ef þú vilt en ég geri það ekki.
Að lokum er hérna hlekkur til vefsíðu sem hefur ágætis lista yfir yfirlýsingar sköpunarsinna og svör við þeim. http://talkorigins.org/indexcc/
Rebekka, 5.8.2008 kl. 11:08
Við verðum að vera þakklát Mofa því hann er helsti baráttumaður fyrir trúfrelsi á íslandi í dag.
Veit ég vel að það er ekki það sem hann leggur upp með en allt heilvita og heiðarlegt fólk sér í hnotskurn hversu mikið ruglið í þessu trúardæmi er með því að lesa bloggið hans Mofa.
Takk Mofi, takk fyrir að styðja við trúfrelsi, takk fyrir að sýna okkur hversu steikt biblían er, takk fyrir að sýna okkur hversu steiktur guð biblíu er.
DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 11:39
Ég svaraði þér hérna: Kennir Biblían að jörðin sé flöt?
Hvað ert þú eiginlega búinn að vera að gera? það er orðið svo langt síðan maður sá þig síðast :)
Ég myndi segja að náttúruval tengist lífverum...
Varðandi að sköpunarsinnar komu með hugmyndina að darwinistum, sjá: Busting Another Darwinist Myth: We’d love to take credit for "Darwinism," but we can't.
En þú ert að skilja er það ekki að eina sem skapar eitthvað eru tilviljanir? Náttúruvalið getur aðeins hent mislukkuðum tilraunum og ekkert annað.
Við getum séð þær úr fjarska, síðan vitum við ekki hvort að það eru aðrar verur þarna einhvers staðar út og síðan þá er möguleiki að einhvern tíman getum við skoðað þetta allt saman en það yrði þá eftir að Kristur kemur aftur.
Það er mjög fullkomin hönnun að búa eitthvað til sem getur aðlagast mismunandi og breyttum aðstæðum. Guð ákvað að láta flóð ganga yfir jörðina og við sjáum afleiðingar þessa dóms í setlögum jarðar. Guð ætlar að endurskapa þessa jörð svo það er miklu frekar að við sjáum hve mikla fjölbreytni Guð gerði í byrjun og hve slappt þetta er núna til að við finnum fyrir löngun að Guð endurskapi lífið á jörðinni.
Botnlanginn er ekki gagnslaus. Þetta er aðeins dæmi um að fáfræði og darwinismi er slæm blanda því að darwinistar bjuggust við að þetta væri svona og notuðu þetta sem rök fyrir sinni hugmynd sem síðan hefur reynst rangt. Meira um þetta hérna: http://www.answersingenesis.org/Docs/446.asp
Mofi, 5.8.2008 kl. 13:31
Botnlanginn hefur hugsanlegt hlutverk.. EN hann er klárlega ekki mjög gáfulega "hannaður", svona meira í ætt við þróun :)
http://www.msnbc.msn.com/id/21153898/
DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 13:47
Ég er sammála Doctor E um að menn eins og Mófi aðstoða okkur hin við að sýna fram á hvað guðstrúin er óskynsamleg með því að vera algerlega úr tengslum við allan raunveruleika. Þvílíkt og annað eins rugl sem maðurinn skrifar. Ekki er hann skárri þessi Gunnar sem þorir ekki að koma fram undir fullu nafni. Fuss og svei.
Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 13:53
Að þér finnist eitthvað illa hannað eru engin rök.
Endilega gefðu mér dæmi svo ég viti hvar ég þarf að bæta mig.
Mofi, 5.8.2008 kl. 14:01
Já það er kannski ekki hægt að kenna saurlífsseggjunum alfarið um að 33 mill manna um allan heim séu með hiv og 25 mill séu farin yfir móðuna miklu, en eitt veit ég að saurlífsseggirnir og þeir sem kjósa að þennan lífstíl eiga góðan þátt í þessum smitfarald, ég hugsa að það sé hægt að segja að þetta fólk hefur á samvisku sinni mörg mannslíf. síðan þegar saurlífssegirnir eru komnir með aids þá sjá þau allt í réttu ljósi og villu síns vegar og sjá eftir öllu, sumir þrauka eitthvað en bíða eftir dauðanum, aðrir enda þetta sjálfir sem er kannski eina útgönguleiðinn fyrir þetta fólk.
Gunnar (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 14:35
Ég varð að fjarlægja færslu frá Gunnari sem var númer átta hérna á blogginu að beiðni mbl.. Ég hefði átt að fjarlægja hana sjálfur og bið að afsaka að hafa látið svona fara fram hjá mér.
Mofi, 5.8.2008 kl. 15:03
Hvað var í þessari færslu Mofi?
Aldrei hefur mbl beðið mig að fjarlægja athugasemd shrug
DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 15:21
Ég get ekki sagt það því þá væri ég að endurtaka það sem var brot á hegnarlögum og algjörlega ósiðleg.
Mofi, 5.8.2008 kl. 15:30
Getur sagt það undir rós mar... þarft ekkert að segja það orðrétt bara fagurfræðilega
DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 18:13
Lastu það ekki sjálfur, DoctorE. þú komentaðir amk á það í færslu no 11.
Færsla 37 er á svipuðum nótum, fá sama manni.
Pétur Eyþórsson, 5.8.2008 kl. 18:28
Sæll Halldór.
Það væri líklega miklu færri tilvik af HIV smitum ef samband karls og konu væri virt, það verður að viðurkennast, sammála þér. En þetta er ekki fullkominn heimur og þetta er ein birting á því.
Samkvæmt Biblíunni( ef maður trúir á hana) þá skapaði Guð mann og konu og samband þeirra átti að vera eitthvað alveg sérstakt. Trúi þessu sjálfur og held að Guð hafi alveg vitað hvað hann var að gera þegar hann skapaði Evu fyrir Adam (og Adam fyrir Evu) og vissi þar með alveg hvaða þarfir maðurinn hefur og hvað gerir hann hamingjusamann. Brot á trúnaði milli aðila er svo eitt það versta sem getur gerst í mannlegum samskiptum.
Flott ljóð btw :)
Karl Jóhann (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 22:34
ahh oki... nú man ég... hallelúja gaur dauðans... alveg eins og himnapabbinn
DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 22:39
Takk fyrir það Karl Jóhann :) Já, ég hef séð svona trúnaðarbrest og þegar hjónaband endar þá getur það virkar eins og dauðsfall í fjölskyldunni.
Haukur, ég trúi að Biblían sé opinberun á vilja Guðs og í boðorðunum tíu er að finna "þú skalt ekki drýgja hór". Ég er stundum afskaplega mislukkaður penni, því verður ekki neitað :)
Hórdómur leiðir til brotna fjölskyldna og t.d. HIV faralds sem við sjáum í dag og útilokað að vita hve mörg morð eru framinn vegna framhjáhalds.
Mofi, 5.8.2008 kl. 22:59
Vá Mofi, hvenær byrjar þú að messa á Omega :)
Þú gleymir einu... ekkert hefur orsakað eins morg morð og trúarbrögð, reyndar á guðinn þinn heimsmet í þessu... skrítið þetta með bjálkann í auganu mar
DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 00:01
Skoðum aðeins þetta dæmi með guð.
Hann fórnaði sjálfum sér fyrir sjálfum sér til þess að bjarga okkur frá sjálfum sér....
DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 00:29
Geimgaldrakarl, himnapabbi, Guð, allir hinir, vísindin.....
Fyrir mér er tilveran ótrúlega flókin og finnst mér eins og allt sé sett upp til þess eins að plata okkur..... Svo að við komumst ekki að neinum endanlegum sannleika..
Gott að vona það besta : Að Guð sé til og að Guð sé góður og að ég komist til eilífs lífs og allir sem mér þykir vænt um, já og allt góða fólkið... Dýrin eru bara ennþá í paradís ofl. gotterí..
Að allt sé röð tilviljanna er bara of einfalt fyrir minn smekk...
Mitt ráð: Búist við því versta, burt frá því sem þið trúið (eða ekki trúið).
DrE: Hvað myndir þú segja við Guð ef þú myndir hitta hann á förnum vegi?
Bestu kveðjur og flott blogg.
Halldóra S (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 03:10
Mofi
Að þér finnist eitthvað illa hannað eru engin rök.
En eru ekki ein af þínum uppáhalds rökum að segja að eitthvað sé svo vel hannað að guð hljóti að hafa gert það?
Ef það er búið að slá af "þetta er svo vel/illa hannað" rökstuðninginn; þarftu þá ekki að endurskrifa helminginn af færslunum á þessu bloggi?
Eða virkar þetta bara í aðra áttina?
Einar Jón, 6.8.2008 kl. 05:01
Einar: Jú það eru ágætis rök þegar við erum að tala um að hönnuðurinn á að vera almáttugur, alvitur og bestur af öllum.
Halldóra: Hitta guð á förnum vegi.. í Bónus kannski ;)
Hann þyrfti að sanna hver hann er og ef hann gæti það það yrði ég að skamma hann fyrir að skapa fucked up heim
DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 07:46
Vonandi aldrei, búinn að afskrifa þá sem almennilega kristna sjónvarpsstöð.
Dómari sem dæmir glæpamann til dauða er ekki morðingi. Guð sem tekur líf tímabundið frá einhverjum er ekki morðingi, sérstaklega þar sem lífið er Hans gjöf en ekki þeirra sem fá það.
Nei. Á dómsdegi munu vera tveir hópar fólks, einn mun öðlast eilíft líf en hinum hópnum verður refsað og Guð aðskilur sig frá þeim og þeir deyja. Báðir hóparnir eru sekir og báðir eiga skilið þessa refsingu en þeir sem þáðu þá borgun sem Kristur færði munu ekki deyja þótt þeir eiga það líka skilið.
Halldór S, takk fyrir það og takk fyrir heimsóknina :)
Ekki alveg. Sumt hefur einkenni hönnunar svo rökrétt að álykta að það hafi verið hannað. Að sumt er algjörlega út fyrir getu tilviljana að hanna og þar af leiðandi hönnuðu náttúrulegir ferlar það ekki. Ég geri ekki ráð fyrir því að heimurinn er eins og hann var hannaður upprunalega. Alveg eins og góð hönnun sem við gerum í dag getur bilað þá tel ég að hið sama eigi við okkar heim. Þó ég sjái dæld í flottum bíl þá álykta ég samt að hann var hannaður og líklegast ekki hannaður með dældinni heldur hafi hún komið seinna. Alveg eins þegar ég sé galla í náttúrunni í dag þá geri ég frekar ráð fyrir því að þarna sé um bilun að ræða frekar en að þetta hafi verið hannað svona.
Að lokum.... jafnvel ef eitthvað er illa hannað þá er það samt hannað...
Mofi, 6.8.2008 kl. 09:45
Flott ljóð :)
Ég var fyrir stuttu að horfa á sorglegt myndband hjá DoktorE um fóstureyðingar í S-Ameríkuríki.... og var einmitt að velta fyrir mér hver væri ástæðan fyrir því að í þeirri umræðu þá er aldrei minnst á orsökina fyrir þungun þessara kvenna... bara hrópað hátt um hræðilegar afleiðingarnar.
Biblían kallar fólk til þess ábyrgrar hegðunar. Að hafa hemil á sér varðandi mataræði, peningamál, tímastjórnun og allt annað......það á við um kynlíf líka.
Ótímabær og óvelkomin þungun aðeins ein af neikvæðum afleiðingum sem geta fylgt í kjölfarið.
Þóra Sigríður Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 10:13
Já, auðvitað tengist náttúruval lífverum, en þú sagðir að ákveðinn hópur kalli sig "darwinista" vegna þess að þeir halda að "náttúruval og tilviljanir [hafi búið til] alla náttúruna". Náttúruval tengist bara lífverum.
Mofi, ég sagði að "þessi notkun" á orðinu darwinisti er komin frá sköpunarsinnum. Hvar segist einhver "darwinisti" að hann kalli sig það af því að hann heldur að "náttúruval og tilviljanir [hafi búið til] alla náttúruna"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.8.2008 kl. 10:29
Takk Þóra og alveg sammála!
Hjalti, hvað hefur þú á móti þessari notkun? Trúa ekki margir því að stökkbreytingar, náttúruval og tími bjó til þá náttúru sem við sjáum í dag?
Mofi, 6.8.2008 kl. 11:40
Þróunarkenninin gengur í stuttu máli út á það, að ef hennt er lifrænni sellu í móður náttúru og gefur henni helling af tíma... þá einhvernvegin magically endar það með að Einstein verður til. (Hvað skeður svo eftir það er ekki alveg ljóst)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2008 kl. 12:04
Hún er heimskuleg.
Samkvæmt líffræðinni þá er fjölbreytni lífríkisins afrakstur stökkbreytinga og náttúruvals. Það hefur hins vegar ekkert að gera með aðra hluti náttúrunnar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.8.2008 kl. 12:22
Hjalti, þannig að það er eitthvað í náttúrunni í dag sem var hönnuð af vitrænum hönnuði? Hvaða aðra hluti náttúrunnar ertu að tala um?
Mofi, 6.8.2008 kl. 14:01
Nei, Mofi, það er ekkert í náttúrunni sem guð skapaði. Aðrir hlutir náttúrunnar er allt nema lífríkið. Stjörnurnar, pláneturnar, steinar og ég veit ekki hvað.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.8.2008 kl. 17:24
Mofi : Þú ert góður penni og það er áhugavert að lesa bloggið þitt, þannig að verði þér að góðu.
Dr E : Já í Bónus eða jafnvel í Smáralindinni... Kanski í því ferðalagi sem býður okkar allra.
Skrítið að þú viljir skamma hann, persónulega yrði ég afar forvitin og myndi sennilega nánast kæfa hann í spurningaflóði frekar en að vera með leiðindi við almættið. Leiðindi eru aldrei ávísun á gott, ekki satt?
Bestu kveðjur
Halldóra S (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 22:23
Gaman að heyra Halldóra og vertu ekki feiminn að láta í þér heyra :)
Mofi, 6.8.2008 kl. 23:31
Páll Geir Bjarnason, 10.8.2008 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.