Sólmyrkvi, dæmi um hönnun Guðs

solar-eclipseEr það bara tilviljun að eini staðurinn í sólkerfinu þar sem fullkomnir sólmyrkvar eiga sér stað er einmitt á þeim stað þar sem verur eru sem geta fylgst með sólmyrkvanum? 

Ekki nóg með það heldur erum við vitsmunaverur sem geta rannsakað sólmyrkvan og öðlast vísindalega þekkingu vegna sólmyrkvans. Það vill svo til að t.d. afstæðiskenning Einsteins fékk góðan stuðning vegna rannsókna á sólmyrkva.

Það er svo mikið í kringum okkur sem við getum útskýrt annað hvort með tilgangi eða tilviljun. Þetta er eitt af þeim dæmum sem við höfum þar sem bæði er það sem lífið þarf á að halda er líka það sem er gott fyrir uppgvötanir. Annað dæmi um slíkt er andrúmsloftið sem er bæði það sem lífið þarf á að halda og gegnsætt sem gerir okkur kleypt að rannsaka þennan stórkostlega heim sem við búum í.

Meira um svona dæmi um hönnun: The Privileged Planet og síðan grein sem fjallar um tunglið og hvernig það hefur einkenni hönnunar, sjá: The Moon: The Light that Rules the Night


mbl.is Íslendingar sjá sólmyrkva í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Oh, vorum við ekki búnir að fara í gegnum þetta..

Mófi:
Er það bara tilviljun að eini staðurinn í sólkerfinu þar sem fullkomnir sólmyrkvar eiga sér stað er einmitt á þeim stað þar sem verur eru sem geta fylgst með sólmyrkvanum?

Hvernig er 'fullkominn sólmyrkvi'?  Hvernig veistu að jörðin sé eini staðurinn í öllum alheiminum þar sem það er svona fullkominn sólmyrkvi?  Og ef þetta er allt svona fullkomið akkuru er tunglið ekki á sama stað og það var fyrir 2000 árum.. eða ~6000 árum þegar guðinn þinn átti að hafa búið þetta allt til?

Arnar, 31.7.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Það er mjög sérstakt að lesa svona færslur.

"Sælir eru trúaðir, því þeim skortir viskan"

Baldvin Mar Smárason, 31.7.2008 kl. 15:09

3 Smámynd: Kári Harðarson

Þú átt væntanlega við að stærð tunglins séð frá jörðu er álíka og stærð sólarinnar?

Sólin er um það bil 400 sinnum stærri en tunglið og 400 sinnum lengra í burtu frá jörðu svo þau virðast álíka stór.  Það er sniðug tilviljun en ekki nógu ólíkleg til að ég álykti að sólkerfið hafi verið hannað.  Fjarlægð til tunglins sveiflast frá 360 þúsund til 405 þúsund km og fjarlægð til sólar sveiflast á bilinu 150 milljón til 155 milljón km svo þetta er síður en svo nákvæmt hlutfall.

Varðandi tilviljunina að hægt er að búa á jörðinni:  Ef þú tekur milljarða plánetna munu lífsskilyrði vera á einhverjum þeirra.  Ef jörðin væri ekki lífvænleg hefðum við ekki þróast hér og værum ekki að velta þessu fyrir okkur...

Jörðin nýtur "mikilla forréttinda" en það er tilviljun og við erum afleiðing af henni.

Kári Harðarson, 31.7.2008 kl. 15:12

4 identicon

Ertu fullur Mofi?
Ég er orðlaus yfir þessum pistli þínum... zero orð.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 15:17

5 identicon

Ok mig langar að segja smá... tunglið er að fjarlægjast jörðina á hverju ári, hvað sannar það Mofi?

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 15:19

6 Smámynd: Arnar

Kári:
Varðandi tilviljunina að hægt er að búa á jörðinni:  Ef þú tekur milljarða plánetna munu lífsskilyrði vera á einhverjum þeirra.  Ef jörðin væri ekki lífvænleg hefðum við ekki þróast hér og værum ekki að velta þessu fyrir okkur...

Mófi trúir því, hefur sagt það sjálfur, að jörðin sé á þessum stað í sólkerfinu til þess eins að hér geti þrifist líf.

'Trúleysis darwinistar', eins og hann kallar það, trúa (ekki í meiningunni skipulögð trúarbrögð) því að það sé líf á jörðinni vegna þess að hún er á réttum stað í sólkerfinu.

Arnar, 31.7.2008 kl. 15:25

8 Smámynd: Mofi

Arnar
Hvernig er 'fullkominn sólmyrkvi'?  Hvernig veistu að jörðin sé eini staðurinn í öllum alheiminum þar sem það er svona fullkominn sólmyrkvi?  Og ef þetta er allt svona fullkomið akkuru er tunglið ekki á sama stað og það var fyrir 2000 árum.. eða ~6000 árum þegar guðinn þinn átti að hafa búið þetta allt til?

Fullkomin sólmyrkvi er þannig að hann hylur nógu mikið og ekki of lítið svo að við sjáum aðeins geisla sólarinnar. Ég held því ekki fram að hvergi í alheiminum er svona fyrirbrigði til en líkur á svona eru litlar og að ég best veit ekki á öðrum plánetum í okkar sólkerfi.

Baldvin
Það er mjög sérstakt að lesa svona færslur.

"Sælir eru trúaðir, því þeim skortir viskan"

Hefur þú svona lélegan málstað að verja að þú hefur aðeins ad hominem skítkast fram að færa?

DoctorE
Ertu fullur Mofi?
Ég er orðlaus yfir þessum pistli þínum... zero orð.

Ég held að þín stærðfræðikunnátta er ekki upp á marga fiska Doctor, kannski er stærðfræði ekki greinin sem þú fékkst þína doktorsgráðu í?

DoctorE
Ok mig langar að segja smá... tunglið er að fjarlægjast jörðina á hverju ári, hvað sannar það Mofi?

Að það var lengra í burtu í fortíðinni?  Hvar heldur þú að tunglið hafi verið fyrir tíu miljón árum DoctorE?

Kári
Sólin er um það bil 400 sinnum stærri en tunglið og 400 sinnum lengra í burtu frá jörðu svo þau virðast álíka stór.  Það er sniðug tilviljun en ekki nógu ólíkleg til að ég álykti að sólkerfið hafi verið hannað.  Fjarlægð til tunglins sveiflast frá 360 þúsund til 405 þúsund km og fjarlægð til sólar sveiflast á bilinu 150 milljón til 155 milljón km svo þetta er síður en svo nákvæmt hlutfall.

Enda aðeins eitt dæmi af mörgum og aðeins að þetta kemur fyrir hjá okkur sem er merkilegt.

Kári
Varðandi tilviljunina að hægt er að búa á jörðinni:  Ef þú tekur milljarða plánetna munu lífsskilyrði vera á einhverjum þeirra.  Ef jörðin væri ekki lífvænleg hefðum við ekki þróast hér og værum ekki að velta þessu fyrir okkur...

Líkurnar eru merkilega litlar og þú getur auðvitað horfst í augun á öllum þessum tilviljunum og alltaf sagt "tilviljun" frekar en tilgangur en mér finnst líkurnar benda algjörlega til tilgangs.  Að líf síðan kvikni af náttúrulegum kröftum er algjörlega útilokað miðað við okkar þekkingu í dag. Öll trú um hið gagnstæða er óskhyggja og ekkert skylt við vísindi.

Mofi, 31.7.2008 kl. 15:39

9 Smámynd: Mofi

Pétur
http://www.frools.net/lolz/sisko-facepalm.jpg

Guðleysingi að neita að horfast í augu við staðreyndirnar? :)

Mofi, 31.7.2008 kl. 15:41

10 identicon

Það eru ýmsar kenningar um tunglið, td með að það sé brot úr jörðinni....
Tunglið er að fjarlægjast jörðina, að vísu hægt: um 3cm á ári að mig minnir... þegar það er komið nægilega langt BANG.
Menn eru meira að segja byrjaðir að spá í lausnum á þessu máli.
En hvað sannar það Mofi?

Er það dómsdagur guðs í enn eitt skiptið, kemur Jesú þá og rapturar hina undirgefnu ...
Mig grunar að þú sért að hlusta mikið á VenomFangX og það er engum manni hollt.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:15

11 Smámynd: Arnar

DoctorE:
Tunglið er að fjarlægjast jörðina, að vísu hægt: um 3cm á ári að mig minnir... þegar það er komið nægilega langt BANG.

BANG, hvað.. tunglið er að fjarlægjast jörðina, ekki að rekast á hana :)

Arnar, 31.7.2008 kl. 16:58

12 identicon

Bang = Jörðin eins og við þekkjum hana horfin :)

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 17:38

13 Smámynd: Arnar

Eh.. ekkert BANG þótt tunglið fjarlægist jörðina.  Kannski 'smá' óheppileg áhrif á sjávarföll en ekkert sem smá þróun getur ekki ráðið við :)

Arnar, 31.7.2008 kl. 17:57

14 identicon

Kannski snúningur jarðar breytist líka og þar með árstíðir/hitastig + það að missa tunglskyn/flóð/fjara myndi líkast til hafa mikil áhrif á ýmsar dýrategundir sem síðan hefði áhrif á enn aðrar...
Þetta mun hafa ófyrirsjáanleg áhrif... og hugsanlega nýjar lífverur taka við af okkur.. 99%+ alls lífs sem hefur lifað á jörðinni er jú útdautt nú þegar.

Oft soldið fyndið að sjá Mofa skrifa um hversu fullkomið allt hér er... málið er að við erum á hnífsegg á þessari jörð... allur fjandinn getur útrýmt okkur sísvona.
Til þess að við deyjum ekki út tel ég að geimurinn sé eina tækifærið.. en það getur líka farið fjandans til ef sumar kenningar um útþennslu alheimsins eru réttar.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 18:35

15 Smámynd: Mofi

DoctorE
Menn eru meira að segja byrjaðir að spá í lausnum á þessu máli.
En hvað sannar það Mofi?

Sannar hve mikið vandamál þetta er fyrir þá sem aðhyllast guðleysi?

DoctorE
Er það dómsdagur guðs í enn eitt skiptið, kemur Jesú þá og rapturar hina undirgefnu ...
Mig grunar að þú sért að hlusta mikið á VenomFangX og það er engum manni hollt.

Ehh....     Hvað er VenomFangX?  

DoctorE 
Oft soldið fyndið að sjá Mofa skrifa um hversu fullkomið allt hér er... málið er að við erum á hnífsegg á þessari jörð... allur fjandinn getur útrýmt okkur sísvona.

Frekar að benda á hve viðkvæm við erum og hve allt er hárfínt stillt þannig að við getum verið til.  Ekki fullkomið en bara mjög fínstillt.

Sigmar
Það er augljóst af póstum þínum undanfarnar vikur og síðan svör þín í kjölfarið að lestin þín er farin af sporinu Halldór... 

Takk fyrir mig síðustu mánuði.... en nú er komið nóg

Kær kveðja!

Mofi, 31.7.2008 kl. 21:39

16 Smámynd: Mofi

Sigmar
Gleymdi að ég ætlaði að kveðja með lagi þegar þar að kæmi

það kemur hér

http://www.youtube.com/watch?v=8-3jf3Vj850

Alltaf gaman af þessum :)

Mofi, 31.7.2008 kl. 21:40

17 identicon

Það er enginn stilling í gangi Mofi... fjarlægð jarðar frá sólu er ekki spurning um einhverja milli eða sentímetra, það eru alveg ágætlega góð mörk fyrir því Mofi... þú ert eins og einhver sem les eitthvað bull út úr tölum og steinum á jörðinni.
Og guðinn þinn sem er svo umhugað um okkur byrjar boðorðin með að hann sé bestur og að við eigum bara að trúa á hann.. næsta er að við eigum ekki að gera okkur skurðgoð... vá þetta hljómar eins og súperséní sé að gefa okkur góð ráð ha.

VenomFangX er gaur sem tyggur flest sem hann segir orðrétt upp úr Hovind, að flestra mati er hann einn mesti vitleysingur internetsins... ég bara neita að trúa því að þú hafir ekki hlustað á gaurinn því þú talar alveg eins og hann... svona að flestu leiti

DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 22:13

18 identicon

Að sjálfsögðu lítur allt út fyrir að vera "fínstillt" eftir okkar þörfum þegar þú vilt það nógu mikið. Við erum bara búin að "stilla" það með tímanum.

 Tökum dæmi : Ofsatrúarmenn (einsog þú Mofi) sem trúa að "Guð" hafi búið til allt, þeir taka oft dæmi um Banana. Þeir fari svo yndislega vel í hendi.

Sannleikurinn er sá að sá endi bananans sem ekki hangir í trénu, hann eltir sólarljós. Til að fá núverandi útlit banana var einfaldlega komið fyrir mjög sterkum ljóskösturum  undir trjánum. 

Þetta er staðreynd. Að segja að þeir sem eru þér ekki sammála séu Guðleysingjar í afneitun er það ekki. 

Þú virðist hafa misst sjónar á mörkum veruleika og óskhyggju.

Hermann Bridde (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 22:32

19 identicon

Góður vinur minn var mjög hrifinn af "The Privileged Planet", ég á þó eftir að sjá hana.

Jakob (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 23:11

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Dr. E skrifar: "Það eru ýmsar kenningar um tunglið, td með að það sé brot úr jörðinni.... "

Eru menn ekki alveg búnir að leggja þá kenningu á hilluna ?

Eru menn ekki núna komnir inná "big splash" kenninguna en sem innifelur (í mjög stuttu máli samkv. mínum takmarkaða skilningi) það í sér að að tunglið hafi formast sem afleiðing af árekstri milli jarðar og "hlutar" á stærð við Mars, sem kallaður er Theia. (En nafnið Theia er komið úr grískri goðafræði og er af risakyni og fæddi mánagyðjuna Selene)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.7.2008 kl. 23:22

21 identicon

Mofi.

Horfðu á þessa mynd.

http://www.zeitgeistmovie.com/

Veit það er örugglea guðlast að horfa á þetta.

En þetta ætti að prófa trú þína. 

p.s. vona þú látir ekki forritin þín í guðs hendur :)

kv Bjarki

bjarki (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 23:24

22 Smámynd: Zaraþústra

Ég veit ekki hvað fullkominn sólmyrkvi er.  Rannsókninn sem þú talar um og staðfesti afstæðiskenninguna hefði mátt gera á Mars.

Zaraþústra, 1.8.2008 kl. 06:29

23 identicon

Umsögn á Amazon um Expelled
http://www.amazon.com/Expelled-No-Intelligence-Allowed-Ocrd/dp/B001BYLFFS/ref=sr_1_1?ie=UTF8&s=dvd&qid=1217568524&sr=1-1

Þeir einu sem telja þessa mynd vitræna eru ofurkrissar...
En hvað skal segja: Guð segir: Þeir sem eru taldir heimskir á jörðu eru taldir gáfaðir af guði... þeir síðustu munu verða fyrstir... spáið í tálbeitunni, ég sukka í raunveruleikanum en guð metur gáfur bara sem dýrkun á honum sjálfum :)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 10:43

24 Smámynd: Arnar

Sigmar:
Hingað kem ég ekki oftar

Ómar:
Dr. E skrifar: "Það eru ýmsar kenningar um tunglið, td með að það sé brot úr jörðinni.... "

Eru menn ekki alveg búnir að leggja þá kenningu á hilluna ?

Eru menn ekki núna komnir inná "big splash" kenninguna en sem innifelur (í mjög stuttu máli samkv. mínum takmarkaða skilningi) það í sér að að tunglið hafi formast sem afleiðing af árekstri milli jarðar og "hlutar" á stærð við Mars, sem kallaður er Theia. (En nafnið Theia er komið úr grískri goðafræði og er af risakyni og fæddi mánagyðjuna Selene)

Það eru til ýmsar tilgátur (ekki kenningar ), Sjá Wiki : Moon.

Arnar, 1.8.2008 kl. 11:02

25 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tilgáta, kenning... já já, það er rétt.  Strangt til tekið ber að kalla það tilgátu frekar en kenningu.

Það er nú samt dáldið fyndið að menn viðurkenna það nánast, að þrátt fyrir öll "vísindin"  að þeir hafa ekki hugmynd um hvernig tunglið varð til.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2008 kl. 12:33

26 Smámynd: Arnar

Ekkert frekar en við vitum um hvernig annað dótarí þarna út í geimi verður til.

Efnasamsetning tunglsins bendir hinsvegar til þess að það sé 'náskylt' jörðinni.  Önnur 'ójarðnesk' efnasambönd sem hafa verið mæld, td. frá mars, eru öðru vísi.

Arnar, 1.8.2008 kl. 12:58

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jaaú... þú segir nokkuð. 

En með tilgátuna þarna... þá var eg eitthvað að skoða wiki og það sem eg skrifaði upphaflega er tekið þaðan.  En þar líka svona hreifimynd sem á sína sirka hvernig þetta gerðist:

 http://en.wikipedia.org/wiki/Giant_impact_hypothesis

Eg meina... þetta er alveg ævintýralega ólíklegt.  Eg veit ekki... en er ekki bara alveg jafnlíkleg kenning að einhver af risakyni hafi fætt Mánagyðju.  Eða að tunglið sé geimskip.  Ja, eða að einhver vitiborinn kraftur, guðlegs eðlis, hafi tekið sig til og smíðað þetta ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2008 kl. 13:13

28 identicon

"Mofi.

Horfðu á þessa mynd.

http://www.zeitgeistmovie.com/"

Jakob (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 13:15

29 Smámynd: Mofi

DoctorE
Það er enginn stilling í gangi Mofi... fjarlægð jarðar frá sólu er ekki spurning um einhverja milli eða sentímetra, það eru alveg ágætlega góð mörk fyrir því Mofi... þú ert eins og einhver sem les eitthvað bull út úr tölum og steinum á jörðinni.

Þú þarft alveg rétta fjarlægð og rétt stærðarhlutföll DoctorE og það er mjög ólíklegt að það gerist af sjálfu sér og það gerist ekki á öðrum hnöttum í þessu sólkerfi. Mér finnst hve ólíklegt þetta er og það vill svo til að þetta gerist akkurat á þeim stað þar sem þú ert með vitsmunaverur sem geta fyglst með þessu.  Ef þú sérð bara tilviljun þá auðvitað þú um það en þú vonandi getur skilið afhverju ég  sé þarna tilgang?

DoctorE
Og guðinn þinn sem er svo umhugað um okkur byrjar boðorðin með að hann sé bestur og að við eigum bara að trúa á hann.. næsta er að við eigum ekki að gera okkur skurðgoð... vá þetta hljómar eins og súperséní sé að gefa okkur góð ráð ha.

Ástæðan er líklegast sú að menn setja alltaf eitthvað efst, einhver sem ræður og ef það er ekki Guð með þær reglur sem Hann gaf í Sinni opinberun þá mun fara illa fyrir viðkomandi.

DoctorE
VenomFangX er gaur sem tyggur flest sem hann segir orðrétt upp úr Hovind, að flestra mati er hann einn mesti vitleysingur internetsins... ég bara neita að trúa því að þú hafir ekki hlustað á gaurinn því þú talar alveg eins og hann... svona að flestu leiti

Ég googlaði hann og hef séð hann einhvers staðar áður. Hann að minnsta kosti trúir ekki að tilviljanir geti búið til forritunarkóða og hundruði alfræðiorðabóka, þeir sem trúa því eru mestu vitleysingar sem ég get ímyndað mér.

Hermann
Að sjálfsögðu lítur allt út fyrir að vera "fínstillt" eftir okkar þörfum þegar þú vilt það nógu mikið. Við erum bara búin að "stilla" það með tímanum.

Hvernig höfum við stillt stærð og fjarlægð tunglsins frá sólu?

Hermann
Þú virðist hafa misst sjónar á mörkum veruleika og óskhyggju.

Hérna höfum við bara eitthvað sem er mjög ólíklegt og þú getur útskýrt það með tilgangi eða tilviljun.  Hvernig kemstu að þeirri niðurstöðu að annar valmöguleikinn er réttur en hinn ekki?  Verður þú ekki að velja annan hvorn valmöguleikann í trú?

Pax
Góður vinur minn var mjög hrifinn af "The Privileged Planet", ég á þó eftir að sjá hana.

Þar sem ég á hana þá væri mjög gaman að sýna hana einhvers staðar og jafnvel rökræður eftir sýninguna.

Ómar
Eru menn ekki alveg búnir að leggja þá kenningu á hilluna ?

Greinin sem ég benti á varðandi tunglið fjallaði stuttlega um þessar kenningar en því miður ekki ýtarlega. En hérna er það sem hún sagði um þessa kenningu.

http://www.trueorigin.org/moonjs.asp
Fission Theory
, invented by the astronomer George Darwin (son of Charles).  He proposed that the earth spun so fast that a chunk broke off.  But this theory is universally discarded today.  The earth could never have spun fast enough to throw a moon into orbit, and the escaping moon would have been shattered while within the Roche Limit.

Það er fjallað um hina kenninguna hérna: Problems for 'giant impact' origin of moon

Bjarki
http://www.zeitgeistmovie.com/

Veit það er örugglea guðlast að horfa á þetta.

Ég fjallaði um þessa mynd hérna: Zeitgeist

Hérna er síðan mynd sem fjallar um Zeitgeist ef þér leiðist að lesa mína grein: http://video.google.com/videoplay?docid=7572663630528394775

Zaraþústra
Ég veit ekki hvað fullkominn sólmyrkvi er.  Rannsókninn sem þú talar um og staðfesti afstæðiskenninguna hefði mátt gera á Mars.

Það getur verið að það þurfti ekki sérstaklega sólmyrkva til að athuga afstæðiskenninguna en menn gerðu þessar tilraunir á sólmyrkva og voru sérstaklega að athuga hvort að kenning Einsteins stæðist.  Menn lærðu líka meira á sólmyrkva en þú getur lesið um það hérna: http://www.illustramedia.com/scripts/ThePrivilegedPlanet-web.pdf

http://www.illustramedia.com/scripts/ThePrivilegedPlanet-web.pdf
THE ECLIPSE OF 1870 LED TO AN UNDERSTANDING OF THE STRUCTURE OF THE SUN’S CHROMOSPHERE AND THE DISCOVERY OF HELIUM—THE SECOND MOST ABUNDANT ELEMENT IN THE UNIVERSE.

GUILLERMO GONZALEZ
The spectrum is probably the single greatest source of information about a star.
“And it was during a couple of historic eclipses in the nineteenth century that astronomers figured out how the spectrum of the sun is produced. And they were only able to
figure it out because of the particular circumstances during a total eclipse

Mofi, 1.8.2008 kl. 13:34

30 identicon

Að þér þyki eitthvað ólíklegt Mofi er ekki mælieining á eitt né neitt.

Hvað ætlar þú að segja við vísindamenn sem hafa unnið í þessu í áratugi, byggja rannsóknir á þessu ~150 ár eða svo, ótal rannsóknir sem staðfesta dæmið, steingervingar + að mikið í læknisfræði hreinlega byggir á þessu...
Ætlar þú að segja.. já þið eruð búnir að rannsaka þetta svona lengi og alles, sprenglærðir í ykkar fræðum EN mér finnst þetta allt frekar ólíklegt, ég hef td skoðað biblíu sem var skrifuð af bronsaldarmönnum + það að ég skoða mikið af efni frá Discovery Institute... og svo það allra allra mikilvægasta, þróunarkenningin gefur mér enga von um eilíft líf

Djúpt

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 14:12

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í allri umræðunni undanfarið á mbl blogginu um þróun og sköpun o.s.frv., má að vísu ekki gleyma einu og ber, að mínu áliti, að halda til haga.

Að það er ekkert sem segir að "Guð" geti ekki skapað gegnum þróun... og sem dæmi "risa impact" tilgátan með tilurð tunglsins... það mætti alveg segja sem svo, að Guð hefði ákveðið að snjallt væri að búa til eitt stykki tungl á þennan hátt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2008 kl. 15:02

32 Smámynd: Zaraþústra

Hann er að tala um að notfæra sér almyrkva til þess að fá almennilega mynd af ljósrófi efri laga sólarinnar.  Rannsókn á ljósrófum almennt geta sagt okkur rosalega mikið um gerð stjarna.  Í dag þarf ekki almyrkva til, við erum með gervihnetti (SOHO t.d.) sem gera þetta nær daglega.

Zaraþústra, 1.8.2008 kl. 15:12

33 identicon

Ómar.. well ef menn segja að biblían sé orð guðs, þá stendur þar að allt hafi verið skapað í endanlegri mynd... enginn þróun, sem segir að heimurinn er faktíst staðnaður; This is it... eða þar til fólk deyr, þá ´flýgur andinn út úr púpunni til þess að verða dæmdur til eilífrar pyntinga eða paradís.
Eilíf pynting trúfrjáls manns væri að vera í himnaríki með hallelúja fólki :)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 15:51

34 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég á ekki til orð...

Hvað næst? Banani, annað dæmi um hönnun Guðs?

Jón Ragnarsson, 1.8.2008 kl. 17:14

35 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Dr. E: "...ef menn segja að biblían sé orð guðs, þá stendur þar að allt hafi verið skapað í endanlegri mynd"

Jaaá, en um það er etv. tvennt að segja.

1. Kannski hefur guð talið óþarfa á sínum tíma að fara útí allt of mikla díteila um hvernig hann smíðaði líf og alheim.  Bara viljað koma aðalatriðinu að, þe. að um sköpun var að ræða,  og látið skrifara sína setja það fram í sögum ýmiskonar.

2. Burtséð frá hvað Biblía segir, þá virðist ljóst, miðað við nútíma þekkingu, að einhver þróun virðist eiga sér stað, allavega upp að vissu marki.  Sumir vilja skilja á milli "micro þróunar og macro þróunar og auðveldara er að sýna framá micro þróun en  það bara útilokar ekki "Guðlegan" kraft að baki, hvorki minni né meiri þróunar.  Þe. að kannski verður næsta skref mannsandans að átta sig á því, að auðvitað var það feill að þróun þyrfti endilega að útiloka Guð.   

Bottom line: Karp um þróun eða sköpun er deila um keisarans skegg !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2008 kl. 18:18

36 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

(Ps.  Að vísu er þetta ekkert frumlegt, því margir eru þegar, með einum eða öðrum hætti, á þessari skoðun)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2008 kl. 18:22

37 identicon

Banani hefur einmitt oft verið nefndur sem dæmi um hönnun út af því hvernig lögun hans passar vel fyrir mannlegt grip 

bsen (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 18:36

38 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Alltaf verð ég jafn hissa á þessari óendalegu þörf/orku þinni að trúvæða allt milli himins og jarðar.

Getur ekkert merkilegt gerst öðurvísi en það sé eitthvað tengt trúmálum?

Verður þú aldrei þreittur á þessu endalausu þrasi. Þetta eru alltaf sömu samræðurnar, bara mismunandi andlit sem þú ert að tala við og yfirleitt koma alltaf sömu kommentin, "Horfðu á zeitgeist" sem btw mér fynnst álíka léleg og þessar heimildarmynd hanns Erlings , og bara fáránlegt að einhver skuli taka mark á öðru eins kjaftæði.

Pétur Eyþórsson, 1.8.2008 kl. 19:57

39 identicon

Ómar Bjarki. Já sköpunarsagan er nokkuð stutt, en hún skýr varðandi hversu lengi Guð var að skapa heiminn. Ef maður les 1. kaflann í 1. Mós. þá er sagt eftir hvern einasta dag "...það var kvöld og það var morgun..." eins og það sé verið að leggja sérstaka áherslu á að þetta voru bókstaflegir 6 dagar sem Guð notaði til að skapa heiminn. Ekki pláss fyrir neina þróun hér finnst mér.

Já hvaða þróun er að eiga sér stað núna? eitthvað gott dæmi? Sjálfur veit ég ekki um neitt.

Fyrir mér er haf og sjór milli þróunar og sköpunar og það er einfaldlega ekki hægt að sameina þetta. Þess vegna skiptir það líka svo miklu máli hvaða niðurstöðu maður fær í þessari umræðu... Því þetta er í raun spurning um hvort Guð sé til eða ekki?

Karl (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 21:52

40 identicon

bsen.. þeir bananar sem gúbbarnir notuðu sem sönnun fyrir vitrænni hönnun... eru ekkert líkir viltum bönunum
http://www.apsnet.org/education/feature/banana/Images/Figure4.jpg

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 23:25

41 Smámynd: Jón Ragnarsson

Annað dæmi um hönnun: Jörðin okkar.

Við búum á þunnri skorpu ofan á bráðnu bergi og járni! Daglega eru jarðskjálftar og eldgos. Frábær hönnun? Og hvað er málið með veðurhönnunina? Sums staðar eru þurrkar svo árum skiptir, á meðan annars staðar ferst fólk unnvörpum í flóðum. Frábær hönnun! En best að búa til eitthvað fyrir liðið að glápa á, svona 1-2 á ári... 

Er Guð fífl, eða hvað?

Jón Ragnarsson, 1.8.2008 kl. 23:38

42 Smámynd: Mofi

DoctorE
Að þér þyki eitthvað ólíklegt Mofi er ekki mælieining á eitt né neitt.

Þetta er ólíklegt og hvort það segir þér að um er að ræða tilgang að tilviljun, þú hreinlega ræður.

DoctorE
Hvað ætlar þú að segja við vísindamenn sem hafa unnið í þessu í áratugi, byggja rannsóknir á þessu ~150 ár eða svo, ótal rannsóknir sem staðfesta dæmið, steingervingar + að mikið í læknisfræði hreinlega byggir á þessu...

Hvernig það tengist sólmyrkva er mér hulið en stór hluti af læknum efast um Darwins, sjá: www.doctorsdoubtingdarwin.org  og http://www.hcdi.net/polls/J5776/

Hvað eiginlega í læknisfræði byggir á því að tilviljanir bjuggu allt til?

Jón
Hvað næst? Banani, annað dæmi um hönnun Guðs?

Hann er fínt dæmi líka.

Pétur
Getur ekkert merkilegt gerst öðurvísi en það sé eitthvað tengt trúmálum?

Það held ég... örugglega :)    ég verð örugglega einhvern tíman þreyttur á þessu...

Jón
Við búum á þunnri skorpu ofan á bráðnu bergi og járni! Daglega eru jarðskjálftar og eldgos. Frábær hönnun? Og hvað er málið með veðurhönnunina? Sums staðar eru þurrkar svo árum skiptir, á meðan annars staðar ferst fólk unnvörpum í flóðum. Frábær hönnun! En best að búa til eitthvað fyrir liðið að glápa á, svona 1-2 á ári... 

Já, líka þetta er frábær hönnun. En þótt þú sjáir dæld í flottum Ferrarí bíl að þá kemstu ekki að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki verið hannaður er það nokkuð?

Mofi, 2.8.2008 kl. 10:43

43 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég vissi ekki að Ferrari hannaði dældir í bílana sína... verð að tékka á þessu...

Jón Ragnarsson, 2.8.2008 kl. 11:56

44 Smámynd: Jón Ragnarsson

Oh, ég gleymdi...

Intelligent design?

Jón Ragnarsson, 2.8.2008 kl. 12:14

45 identicon

DoctorE
Hvað ætlar þú að segja við vísindamenn sem hafa unnið í þessu í áratugi, byggja rannsóknir á þessu ~150 ár eða svo, ótal rannsóknir sem staðfesta dæmið, steingervingar + að mikið í læknisfræði hreinlega byggir á þessu...

Mofi
Hvernig það tengist sólmyrkva er mér hulið

Ekki get ég séð hvernig þetta ætti að vera þér hulið, þetta er allt samhangandi sem þú segir; Guð bjó allt til.. yadda yadda blah blah

Það segir líka mikið þegar þú segir að stór hluti lækna efist um þróun.. þú ert að tala um örfáar hræður hahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 13:52

46 Smámynd: Rebekka

Stór hluti af læknum......  dýralæknum, tannlæknum o.s.frv.  Þeir eru einmitt sérfræðingar í þróunarkenningunni!!  Eða þannig.

 Þótt maður sé vel menntaður og með doktorsgráður þarf það ekki að þýða að maður hafi alltaf rétt fyrir sér.  Nú ertu líka sjálfur að nota ad hominem rök fyrir þínum málstað Mofi, með því að benda á örfáar læknahræður og segja að þeir efist um kenningar Darwins.

http://www.youtube.com/watch?v=Ty1Bo6GmPqM

Hérna er áhugavert myndband um svipaðan lista sem Discovery Institute lét gera.  Væri gaman að sjá hvernig færi fyrir PSSI listanum!

Rebekka, 2.8.2008 kl. 14:21

47 Smámynd: Mofi

Jón
Ég vissi ekki að Ferrari hannaði dældir í bílana sína... verð að tékka á þessu...

Myndir þú álykta að Farrari bíll væri ekki hannaður af því að þú sæir dæld í honum?

DoctorE
Það segir líka mikið þegar þú segir að stór hluti lækna efist um þróun.. þú ert að tala um örfáar hræður hahaha

Sextíu prósent örfáar hræður?

Rödd skynseminnar
Þótt maður sé vel menntaður og með doktorsgráður þarf það ekki að þýða að maður hafi alltaf rétt fyrir sér.  Nú ertu líka sjálfur að nota ad hominem rök fyrir þínum málstað Mofi, með því að benda á örfáar læknahræður og segja að þeir efist um kenningar Darwins.

Nei, alveg hárrétt og þess vegna er það kjánaleg rökvilla að segja að margir vísindamenn aðhyllast þróunarkenninguna eins og það eru alvöru rök. 

Rödd skynseminnar
Hérna er áhugavert myndband um svipaðan lista sem Discovery Institute lét gera.  Væri gaman að sjá hvernig færi fyrir PSSI listanum!

Þetta var þegar listinn var í kringum 100 manns en í dag eru yfir 700 vísindamenn á honum.  Síðan er gaurinn með einhverjar lélegar afbakanir sem ekki er þess virði að svara.

Mofi, 2.8.2008 kl. 16:42

48 Smámynd: Rebekka

Hvaða afbakanir?!  Hann skrifaði til þeirra sem höfðu skrifað undir listann og var einfaldlega að segja frá þeim svörum sem hann fékk.  Hann meira að segja tók það fram að útreikningurinn sem hann gerði í lok myndbandsins væri "biased" til að hjálpa ID málefninu að fá betri niðurstöðu.

 Og hvar í ósköpunum færðu út að 60% lækna efist um þróunarkenninguna?  Að auki, hvaða máli skiptir það eiginlega?  Læknar eru ágætir, en þeir hafa ekki djúpa þekkingu á þróunarkenningunni,  ekki frekar en líffræðingur væri hæfur til að gera skurðaðgerð eða skrifa lyfseðil.  Hvað myndirðu annars segja ef hópur af jarðfræðingum tæki sig til og gerði undirskriftalista til að lýsa yfir efasemdum á því hvernig melting fer fram í mannslíkamanum?

Ég ákvað fyrir löngu að treysta því sem vísindamenn hafa að segja hverjir á sínu sviði, og fylgjast með rökræðum sem fara þar fram, frekar en að lesa bara eina gamla bók og taka henni sem sannleika.

Rebekka, 2.8.2008 kl. 17:30

49 Smámynd: Mofi

Rödd skynseminnar
Hvaða afbakanir?!  Hann skrifaði til þeirra sem höfðu skrifað undir listann og var einfaldlega að segja frá þeim svörum sem hann fékk

Hann lét eins og t.d. að samþykkja sameiginlegan forföður væri hið sama og samþykkja þróunarkenninguna. 

Rödd skynseminnar
Og hvar í ósköpunum færðu út að 60% lækna efist um þróunarkenninguna?

New Darwin Dissent List for the 60% of U.S. Doctors Skeptical of Darwinian Evolution: List Involves No Commitment to the Theory of Intelligent Design

Rödd skynseminnar
Að auki, hvaða máli skiptir það eiginlega?  Læknar eru ágætir, en þeir hafa ekki djúpa þekkingu á þróunarkenningunni,  ekki frekar en líffræðingur væri hæfur til að gera skurðaðgerð eða skrifa lyfseðil. 

Þetta var aðeins svar við DoctorsE fullyrðingu að læknisfræðin byggðust á þróunarkenningunni.

Rödd skynseminnar
Hvað myndirðu annars segja ef hópur af jarðfræðingum tæki sig til og gerði undirskriftalista til að lýsa yfir efasemdum á því hvernig melting fer fram í mannslíkamanum?

Læknar hafa mikla þekkingu á líffræði og mannslíkamanum, þeir ættu að hafa eitthvað vit á því hvort að það er trúverðugt að hann varð til með röð tilviljana og náttúruvals eða hvort það þurfti vitsmuni til að hanna mannslíkamann.

Rödd skynseminnar
Ég ákvað fyrir löngu að treysta því sem vísindamenn hafa að segja hverjir á sínu sviði, og fylgjast með rökræðum sem fara þar fram, frekar en að lesa bara eina gamla bók og taka henni sem sannleika.

Mér finnst það ekki skynsamlegt. Í fyrsta lagi þá eru vísindamenn ekki allir sammála og í öðru lagi þá er alveg eins og það er ekki gáfulegt að vísa til yfirvalds til að styðja sitt mál, þá er ekki gáfulegt að trúa því að bara einhver trúir því líka.  Hið gáfulega er að meta gögnin og þau rök sem mismunandi aðilar hafa og taka sjálfstæða ákvörðun út frá því.

Laissez-Faire, ég er sammála því að við erum hér að ræða eitthvað sem enginn getur vitað fyrir víst, sannað fyrir öðrum þannig að enginn efi er til staðar. En menn trúa vanalega byggt á því sem þeir telja líklegast og þá skipta rök og gögn máli. Þeir sem trúa af því að þeir bara völdu það.... well, það verður bara að segjast eins og er, þeir eru annað hvort vitlausir eða glíma við vitsmunalega leti.

Mofi, 2.8.2008 kl. 18:36

50 Smámynd: Mofi

Þótt að þú trúir að það sé til einn eða nokkrir sameiginlegir forfeður þá þýðir það ekki að þú trúir að öll náttúran hafi orðið til fyrir röð tilviljana og náttúruvals.

Mofi, 2.8.2008 kl. 18:45

51 identicon

Lassier: Láttu ekki svona... það er ekki hægt að vinna út frá einhverju sem er ekki til.

Menn geta ekki báðir haft rétt fyrir sér í þessu máli, það er ekki okkar trúfrjálsra að sanna að það sem einhver heldur fram sé bull, það er trúaðra að sanna að það sem þeir segja sé rétt... þeir hafa haft nokkur þúsund ár til þess að gera það.. en þeir hafa ekkert... case closed

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 19:06

52 identicon

Gunnar: Fróðlegt????? Í hvaða samhengi telur þú þetta fróðlegt?

Darwin

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 20:24

53 identicon

Úps... submittaðist

Darwin ætlaði sér aldrei að afsanna guð.. en hann sá að þróunarkenningin myndi hafa djúpstæðar afleiðingar fyrir trúarbrögð... og beið lengi vel með að gefa út bókina... hann gaf hana síðan út vegna þess að annar gaur var dottin niður á sömu  niðurstöðu..

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 20:26

54 identicon

Æ hvernig nennið þið að vera að munnhöggvast þetta endalaust. Er þetta kannski bara allt í góðu? Bara svona að spá sko. Er ekki bara allt í lagi að þeir sem trúa ( hverju svo sem þeir trúa) geri það og séu sælir og ánægðir í sinni trú án þess að þeir sem ekki trúa fari á límingunum og öfugt?

Þórhildur (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 22:52

55 identicon

Allt í góðu.. a.m.k. hjá mér.

Ég náttúrulega er ekki í friði fyrir trúuðum þegar ég og fjölskylda mín eigum það á hættu að börnin verði kristnuð í skóla.

Það væru allir glaðir ef trú væri ekki í stjórnkerfinu og slíkt, leikurinn er mjög svo ójafn Þórhildur, þannig er nú það.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:09

56 Smámynd: Mofi

Gunnar
Mofi þú mátt nú eiga það að þú stendur þig vel í skrifum hérna og færslum og svoleiðis varðandi Darwin og þróunarkenninguna. Held að Darwin hafi aldrei afsannað það að Guð væri til heldur útskýrt hvernig maðurinn og líf þróaðist með tímanum.

Takk Gunnar.  Það er mjög fróðlegt að skoða sögu Darwins og margar af hans skoðunum. Hann t.d. trúði að Guð væri til og líklegast kveikti fyrst lífið en að ég best veit hafnaði hann Guði eftir nokkur persónuleg áföll.  Ég myndi síðan segja að hann kom með trúlegustu afsökun á því hvernig náttúran er eins og hún er í dag.

DoctorE
Darwin ætlaði sér aldrei að afsanna guð.. en hann sá að þróunarkenningin myndi hafa djúpstæðar afleiðingar fyrir trúarbrögð... og beið lengi vel með að gefa út bókina... hann gaf hana síðan út vegna þess að annar gaur var dottin niður á sömu  niðurstöðu..

Hárrétt hjá Doctornum. Má kannski bæta við því að þróunarhugmyndir voru algengar á þessum tíma og var t.d. afi Darwins mikill þróunarsinni. Eina vandamálið var að enginn hafði neina trúlega aðferð til að útskýra þá hönnun sem menn sáu.  Fyrir mitt leiti þá kom Darwin ekki með góða útskýringu á hönnun, aðeins hækju til að hjálpa sér að ímynda sér dót.

Þorhildur
Æ hvernig nennið þið að vera að munnhöggvast þetta endalaust. Er þetta kannski bara allt í góðu? Bara svona að spá sko. Er ekki bara allt í lagi að þeir sem trúa ( hverju svo sem þeir trúa) geri það og séu sælir og ánægðir í sinni trú án þess að þeir sem ekki trúa fari á límingunum og öfugt?

Það væri sannarlega mikil ánægjuleg breyting ef fólk gæti aðeins útskýrt afhverju það hefur þær skoðanir sem það hefur í rósemd og hlustað á aðra útskýra sín sjónarhorn og reynt að skilja þá í staðinn fyrir vopnaskakið sem virðist vera ráðandi.

Mofi, 3.8.2008 kl. 00:53

57 identicon

Eru menn ekki .....

Valsól (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 20:47

58 Smámynd: Pétur Eyþórsson

DoctorE og Mófi, var það ekki lærlingurinn hanns Darwins sem kom framm með þessa hugmynd eftir að hafa unnið með honum í mörg ár? Og ef ég man rétt var það ekki gert til þess að þröngva kenningum Darwins framm, eða var  kanske lærlingurinn hjá Newton? man þetta ekki alveg.

Pétur Eyþórsson, 3.8.2008 kl. 22:01

59 Smámynd: Mofi

Pétur, það eru til kenningar um að Darwin hafi stolið þessu frá öðrum vísindamanni, sjá: http://www.uncommondescent.com/

En náttúruvalið er eitthvað sem Darwin sannarlega kom ekki fyrstur fram með, sjá: Edward Blythe

Mofi, 4.8.2008 kl. 11:59

60 Smámynd: Mofi

Sveinn
Þetta er ekki það sem við köllum náttúruval, en það er ekki nema von að þú skiljir það ekki.

Jú, það er akkurat þetta sem við köllum náttúruval. Við höfum einfaldlega öðruvísi sýn á hvað það gerir.  Náttúruvalið velur það sem er gott og drepur það sem er ekki hæft til að lifa af.  Skapar ekkert heldur viðheldur tegundum eins og þær geta aðlagast umhverfinu.

Mofi, 4.8.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband