31.7.2008 | 13:11
Darwin kenndi að konur væru ekki eins gáfaðar og karlmenn
Samkvæmt Charles Darwin þá er aðal atriðið í þróunarkenningunni, náttúruvalið eða að hinn hæfasti lifir af. Samkvæmt þessu þá eru "óæðri" dýr líklegri til að deyja út á meðan þau sem eru "hæfari" eru líklegri til að lifa af. Kynþátta hatrið sem þessi hugmynd bjó til er þegar vel skjalað og viðurkennt. Það sem er ekki eins vel þekkt er sú staðreynd að margir þróunarsinnar, þar á meðal Darwin sjálfur, kenndu að konur væri bæði líffræðilega og vitsmunalega verri en menn.
Ástæður fyrir að konur væru "minni máttar"
Samkvæmt kenningu Darwins þá voru konur minna þróaðri en menn af því að heilar þeirra voru "eilíflega frumstæður", barnalegur, og aðhyllist meira efnishyggju og "alvöru hætta fyrir nútíma samfélag" 1
Þetta vitsmunalega gat sem margir Darwinistar trúðu að væri á milli karla og kvenna var svo stór að sumir af leiðandi Darwinistum þessa tíma flokkuðu konur og karla sem mismunandi tegundir ( species ) - karlmenn sem "homo frontalis" og konur sem "homo perietalis" 2
Þessi munur var svo mikill að Darwin skrifaði að honum þætti ótrúlegt að "svona mikill munur væri á milli sömu tegundar". 3
Ástæður fyrir þessum yfirburðum manna innihélt þá ályktun að stríð og veiðar sæu til þess að "veikari" menn dóu og aðeins þeir sem voru hæfir, snéru aftur heim og fjölga sér. Konur aftur á móti urðu ekki fyrir þessu vali náttúrunnar heldur voru verndaðar af mönnum svo að hinar "veiku" konu gátu lifað af og fjölgað sér. 4
Skrif Darwins og skoðanir á konum
Margir af ævisöguriturum Darwins, þar á meðal Peter Brent og Evelleen Richards, komust að þeirri niðurstöðu að Darwin hafði lítið álit á konum. Brent sagði "It would be hard to conceive a more self-indulgent, almost contemptuous, view of the subservience of women to men" en skoðanir Darwins. 5 Richard skrifaði að Darwin hafði "clearly defined opinions on women's intellectual inferiority and her subservient status". 6
Skrif Darwins og hans lærisveinum sýna að þessi trú að konur væru óæðri en menn var í kjarna af fyrstu drögunum af þróunarkenningunni. Í bók sinni "The descent of man" þá færði Darwin rök fyrir því að karlkyns einstaklingar af flestum tegundum væru þróaðri en kvenkyns einstaklingarnir. 7
Áhrif Darwins
Þessar skaðlegu skoðanir á konum breiddust út til samtíma vísindamanna Darwins og höfðu áhrif á þá kynslóð og þá sem tók við. Frá Sigmund Freud til Havelock Ellis
Eveleen Richards kemst að þeirri niðurstöðu að skoðanir Darwins á konum komu rökrétt frá hans kenningu og nærðu þannig "vísindalegu" fordóma gagnvart konum. 8
Darwiniskar hugmyndir studdu þá hugmynd að menn væru æðri en konur sem var þegar til í mörgum samfélögum svo Darwin gaf þessari kreddu "vísindalegan" stuðning.
Taka ber fram að þessar hugmyndir Darwins eru ekki lengur vinsælar og líklegast að mati flestra darwinista í dag svartur blettur á sögu Darwins.
Andstæðar hugmyndir
Biblían aftur á móti kennir að allt fólk eru afkomendur Adams og Evu, að við erum öll bræður og systur. Enn frekar að í Kristi þá "Hér er hvorki Gyðingur né annarrar þjóðar maður, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú" - Galatabréfið 3.
Byggt á þessari grein: Darwin Taught Male Superiority
1. Gilmore, D., Misogyny: The Male Malady, University of Pennsylvania Press, Philadelphia, p. 125, 2001
2. Love, R., Darwinism and feminism: The women question in The Life and Work of Olive Schreinr and Charlotte Perkins Gilman, in Oldroyd and Langham, Eds., The Wider Domain of Evolutionary Thought, D:Reidel, Holland, pp. 113131, 1983.
3. Rosser, S., Biology and Feminism, Twayne, New York, p. 59, 1992.
4. Dyer, G., War, Crown Publishers, New York, p. 122, 1985
5. Brent, P., Charles Darwin: A Man of Enlarged Curiosity, Harper and Row, New York, p. 247, 1981.
6. Rosser, S., Biology and Feminism, Twayne, New York, p. 886, 19927. Kevles, B., Females of the Species: Sex and Survival in the Animal Kingdom, Harvard University Press, Cambridge, Massachusetts, p. 8, 1986
8. Richards, E., Will the real Charles Darwin please stand up? New Scientist 100:887, 1983.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803194
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Akkuru held ég að þú, og kjáninn sem skrifaði þetta séu algerlega að misskilja hugmyndina á bakvið 'sexual selection'.
Arnar, 31.7.2008 kl. 13:24
Eva var klippt út úr Adam. Hún varð til þess að við misstum af Eden. Prestar og biskupar gegn um aldirnar hafa verið karlmenn. Jésu var ekki við konu kenndur, þótt það sé vitað að hann hefði aldrei verið tekinn alvarlega kérlingarlaus á þeim tíma. Magdalena var stimpluð sem hóra þótt hún væri það ekki.
Darwin var að dunda sér með að búa til kenningar. Kirkjan hefur kerfisbundið verið að nauðga konum gegn um aldirnar.
Villi Asgeirsson, 31.7.2008 kl. 13:37
ææææææ .. höfum við sagt að Darwin sé fullkominn gaur.. alvitur eins og guðinn þinn..
BTW Biblían þín segir einmitt að konur séu ÓÆÐRI mönnum rétt eins og kóran, kannski ekki eins hroðalega og kóran en samt eru konur ómerkilegar í biblíunni.
Við skulum athuga að kristni er stærsti einstaki hluturinn í bælingu á réttindum kvenna á vesturlöndum.
Tökum boðorðin sem nú er búið að aðlaga að nútímanu, fyrir aðlögun þá tala boðorðin um konur í sömu hendingu og þau tala um þræla & búpening.
Ég hef oft sagt þetta og ætla að endurtaka það hér: Ég mun aldrei skilja trúaðar konur.
Slappur pistill hjá þér Mofi, hvenær ætlar þú að fara að hugsa drengur..
DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 14:00
Er ekki frekar málið að Darwin misskildi hugmyndina?
Adam tók líka þátt í því svo það var líka honum að kenna. Að vera prestur og biskup er ekki að vera æðri en einhver annar heldur að vera þjónn. Ég er alveg sammála þér að hinar og þessar kirkjur hafa misnotað vald sitt enda talaði Kristur mikið um falska fylgjendur.
Nei, þetta er að benda á slæmar skoðanir ákveðins manns.
Sammála að þetta meikar ekki sens út frá þróunarkenningunni eins og fólk skilur hana í dag.
Það er ekki hægt að tengja kosningarétt kvenna við að fólk byrjaði að trúa þróunarkenningunni.
Nei, en hvað er að því að benda á heimskulegur hugmyndir hans?
Nei og ég t.d. benti á vers sem einmitt sagði að konur og menn eru jöfn.
Og konur skilja þetta boðorð þannig að þær eiga ekki að girnast eiginmenn annara kvenna. Aðeins einhver sem rembist við að misskilja kemst að svona niðurstöðu Doctor; erfitt að kalla þig Doctor þegar þú kemur með svona léleg rök.
Mofi, 31.7.2008 kl. 14:21
Mofi: Nei, þetta er að benda á slæmar skoðanir ákveðins manns.
Þannig að þó að Darwin hafi bara verið maður síns tíma, rýgir það ekki þróunarkenninguna sem slíka?
Villi Asgeirsson, 31.7.2008 kl. 14:23
Er eitthvað hægt að misskilja þetta Mofi, ekki skil ég hvernig þú færð út úr þessu að þetta eigi við konur... nema þú sért að mistúlka þetta viljandi.
Það þarf ekki Doctor til þess að skilja þetta dæmi mofi
Þú skalt ekki girnast eiginkonu náunga þíns, þjón asna, né neitt annað sem náungi , þræl hans eða ambátt, uxa hans eða asna, eða neitt sem náungi þinn á
DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 14:42
Eh, misskildi Darwin sínar eigin hugmyndir? Þar er kannski komin útskýring á því hvernig þú sérð sannannir fyrir guðlegri afskiptasemi í hverju horni
Þetta er það sem þið skiljið ekki, fallið greinilega í þá gildru að meina að 'veiku' konurnar hafi ekki haft neitt fram að bjóða fyrir 'sterku' karlanna sem vernduðu þær. Þið berið greinilega miklu meiri virðingu fyrir konum heldur en Darwin.. right?
Og svo einu sinni en, það er 'Survival of the FITTEST' en ekki 'Survival of the STRONGEST'. Hvenær ætlarðu að ná þessu.
Veiðimennirnir fóru út að veiða og þeir hæfustu, ekki sterkustu, komu heim með bráð. Hvort einhver lét lífið í veiðiferðinni er líklega frekar háð hendingu en styrkleika. Og á sama máta voru það ekki sterkustu konunar sem náðu sér í mann sem var klár að veiða heldur voru það þær konur sem voru hæfastar til þess að velja sér maka sem fengu 'góða' maka.
Hvernig geturðu endalaust verið að gagnrýna eitthvað sem þú gjörsamlega skilur ekki?
Það að Darwin hafi verið karlremba breytir engu með Þróunarkenninguna.
Arnar, 31.7.2008 kl. 14:57
Ekki batna rökin sem Mofi notar. Þau eru hreint út sagt skelfilega léleg.
Ég skal koma með samanburð til skýringar. Segjum að Hitler (eða einhver annar álíka) hafi uppgötvað þyngdaraflið. Þessi grein væri eins og þú hefðir skrifað grein um hversu slæm þyngdaraflskenningin sé vegna þess að Hitler hafði slæmar skoðanir.
Ég er ennþá að bíða eftir að þú umorðir sértilvikagreinina þína svo rökin þar fái eitthvað vægi. Ekki það að ég búist við að þú getir það, þú átt kannski eftir að reyna en síðan gefast upp.
Ragnar (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:26
Heheh, hvað með "Hitler var í klæðskerasaumuðum fötum, þar af leiðandi eru allir klæðskerar illir!".
Arnar, 31.7.2008 kl. 17:03
Darwin hefur þá verið sterklega undir áhrifum skrifa innblásinna Guðspjallamanna.
Sigurður Rósant, 31.7.2008 kl. 19:03
Nei, varla að það komi henni við.
Hvernig ætlar þú að útskýra þessar skoðanir Darwins?
Arnar, þetta voru þeirra rök; kemur mér og öðrum sköpunarsinnum ekkert við.
Þetta eru ekki rök gegn þróunarkenningunni...
Aldrei að vita en vonandi finn ég tíma á morgun.
Nei, greinilega tók ekkert mark á guðspjöllunum eða skrifum lærisveinanna.
Mofi, 31.7.2008 kl. 21:46
Hvort eru þá meiri mannréttindi í Sovíetríkjunum og Kína sem guðleysi ríkti eða á Vesturlöndunum og Norðurlöndunum þar sem kristni hefur ríkt?
Mofi, 1.8.2008 kl. 13:36
Fínn og fróðlegur pistill hjá þér... og góður punktur í síðustu athugasemd.... Það þarf ekki nema að líta á heimskort til að sjá þetta... Það er svo greinileg skipting í a) löndin/trúarbrögðin/mannréttindin þar sem allir vilja vera og svo b) hin löndin/trúarbrögðin/mannréttindaleysið sem að fólkið flýr frá.....
Gleðilegan hvíldardag :)
Þóra Sigríður Jónsdóttir, 1.8.2008 kl. 17:47
Sveinn, þetta er spurning um að skoða sögu þessara þjóða og hvaða gildi hafa leitt þau til þess staðs sem þau eru núna. Þegar þú talar um "valda tíma" kristni þá hugsa ég og hinar myrku miðaldir, sá tími sem það var glæpsamlegt að eiga og þýða Biblíuna á tungu almennings; lítið kristilegt við það. Varðandi pyntingar og aflífanir þá er það eitthvað sem er ekki í samræmi við boðskap Biblíunnar svo þeir sem gera slíkt hafa hana ekki að leiðarljósi.
Takk fyrir það Þóra :)
Mofi, 2.8.2008 kl. 10:50
Alls ekki allar og vandamálið með siðaskiptin er að stór hluti þeirra snérist um völd svo fólkið sem tók upp mótmælendatrú var ekki að taka trú og leita til Biblíunnar heldur að sælast í peninga og völd kirkjunnar og snérist ekkert um boðskap Biblíunnar.
Auðvitað, af því að ég ver Biblíuna, ekki fólk sem segist vera kristið; Jesús varaði við fölskum fylgjendum og í gegnum mannkynssöguna hefur ekki verið neinn skortur á þeim.
Það er ekki guðleysi að kenna en guðleysi opnar dyrnar fyrir hvaða hegðun sem er því að þá eru það menn sem ákveða rétt og rangt. Guð talar ávalt til þeirra í gegnum samviskuna en þeir sem vilja þagga niður í henni vegna sinnar eigin græðgi geta gert það. Samviskan segir aðeins hvernig fólk ætti að hegða sér, ekki hvernig fólk virkilega hegðar sér.
Fer eftir trúnni. Ef trúin hvetur til umburðarlindis þá kemur það fram í umburðarlindari einstaklingum. Ef trúin er að hinn hæfasti lifir af, þá getur það leikandi komið fram í alls konar baráttu þar sem sumir verða undir.
Dæmi um þetta er t.d. trú hindúa um karma. Þeir sem trúa á karma geta fært rök fyrir því að það sé slæmt að hjálpa bágstöddum af því að karma hefur dæmt þá til lífs sem er ekki gott. Svo að hjálpa þeim væri að vinna á móti dómi karma. Vinnufélagi minn er frá Indlandi og sagði að svona væri þetta þar; kærleiksleysis og afskiptaleysis væri alveg ótrúlegt og það hefði verið mjög undarlegt fyrir hann að koma til lands eins og Íslands.
Ég á erfitt með að svara þessari spurning, ennþá að velta henni fyrir mér. En hvernig veist þú hvort eitthvað er gott eða slæmt?
Mofi, 2.8.2008 kl. 18:28
Það er varla hægt að lesa stafkrók eftir höfund þessa bloggs án þess að hann innihaldi skammarlega grunnhyggnar röksemdarfærslur. Ekki misskilja, ég er ekki að kalla þig grunnhygginn Mofi (þó ekki sé hægt að útiloka þann möguleika), aðeins að þeir sem taka þessar röksemdarfærslur góðar og gildar eru grunnhyggnir eða rosalega hlutdrægir.
Ég ætla aðeins að nefna 2 dæmi úr síðasta innleggi Mofa hérna því ég ætla ekki að skrifa of langan pistil hérna.
1. Þú talar um að Jesús hafi varað við fölskum fylgjendum. Þetta geta allir nýtt sér. Kannski ert þú falskur fylgjandi. Í það minnsta er ekki nokkur leið fyrir þig að halda öðru fram. Þetta er orð gegn orði. Prófaðu bara að sannfæra Phelps fjölskylduna um að þau séu fölsku flytjendurnir en ekki þú.
2. Ekki veit ég hvað þessi rökvilla heitir þegar þú ferð að tala um hversu slæmur Hindúismi er en menn þurfa að vera ansi grunnhyggnir til að sjá ekki í gegnum rykið sem þú kastar í augun á viðmælendum þínum. Þetta kemur málinu bara ekkert við. Þú hefðir alveg eins getað nefnt Satanisma þarna. Þá hefði bara verið enn auðveldara að sjá í gegnum það. Það breytir engu varðandi þá staðreynd að fullyrðing Weinbergs á jafnt við ÖLL trúarbrögð.
Hvar færðu eiginlega allar þessar skelfilega slæmu röksemdarfærslur? Ekki fannstu upp á þeim til sjálfur. Svo margar þeirra halda bara alls engu vatni. Og hvenær ætlarðu að "umorða" sértilvikagreinina?
Ragnar (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 19:15
Góðri trú fylgja góð verk og vondri trú fylgja vond verk, sjáðu bara Stalín og Maó, Pol Pott og Hitler.
Já, svo sannarlega, eina sem er einhvers virði er Biblían, ekki einhverjir bjánar sem engann veginn er hægt að treysta á. Þetta er spurning um samræmi milli hegðunar og orðsins, ef viðkomandi uppfyllir ekki lýsingu Biblíunnar á sönnum fylgjenda þá er viðkomandi ekki sannur fylgjandi.
Það er einfaldlega rangt að öll trúarbrögð hafi slæmar afleiðingar í för með sér og mannkynssagan sannar það.
Mofi, 3.8.2008 kl. 00:40
Alls konar hlutir skipa fólki í fylkingar. Það er rétt að kristnir verða að ákveðni fylkingu en það er ekki fylking sem vill einhverjum öðrum illt. Það er aðeins hópur fólks sem trúir að það er von eftir dauðann og að allir menn eru börn Guðs og þar af leiðandi allar jafn mikilvægir og okkar skylda að elska þá og hlíða boðorðunum tíu.
Guð talar til þín í gegnum samviskuna og ég trúi því ekki að þú viljir vera vondur.
Varðandi Hitler þá er töluvert lærdómsríkara að lesa það sem hann sagði við sína nánustu samstarfsmenn á lokuðum fundum en þegar hann hélt áróðurs ræður til að fá fólk til að kjósa hann, sjá: http://answers.org/apologetics/hitquote.html
Mofi, 4.8.2008 kl. 12:04
Nei, þú ert að rugla saman því sem sumir lásu úr þróunarkenningunni við kristni. Kristni kennir að allir menn eru börn Guðs og mikilvægir eftir því. Sagan sannar aðeins að margir hafa sagts vera kristnir en ekki hegðað sér eftir boðskapnum. Þú myndir ekki kalla einhvern kapitalista ef hann vildi að ríkið ætti að eiga allt bara af því að hann sjálfur segist vera kapitalisti er það nokkuð?
Þeir sem vilja kynnast Honum leita Hans og ég trúi að þeir sem leita munu finna.
Eru allir sagnfræðingar á því að hvað? Hitler sagði ekki það sem dagbækur frá þessum tíma segja að hann hafi sagt á lokuðum fundum?
Ég bendi aðeins á það sem Biblían segir og hvernig hún lýsir þeim sem eru fæddir af Guðs Anda og hvernig við eigum að hegða okkur.
Mofi, 4.8.2008 kl. 19:18
Nei, samkvæmt Biblíunni. Menn verða að brjóta gegn boðskapi Biblíunnar til að framkvæma ógeðsleg verk.
Ehh... nei, leita og finna og þá mun trúin fá miklu meira vægi.
Hérna er síða sem fer yfir nokkrar af þeim yfirlýsingum sem Hitler sagði um hans trú þegar hann var með sínum eigin mönnum en ekki að ljúga að almenningi, sjá:http://www.bede.org.uk/hitler.htm og http://www.trueorigin.org/hitler01.asp
Ef ég væri á þeirri skoðun að annara manna skilningur væri réttari en minn eigin þá myndi ég skipta um skoðun og halda áfram að minn skilningur væri réttari en þeirra sem ég er ósammála. Maður getur ekki haft skoðun án þess að halda að skoðanir sem eru henni ósammála eru rangar.
Ég hefði gaman að því að sjá grein frá þér þar sem þú listar upp þessar þversagnir til að gá hvort þetta er rétt hjá þér.
Mofi, 5.8.2008 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.