28.7.2008 | 21:49
Hugvekja um hugvekju Ásthildar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir skrifaði hugvekju sem virtist sannarlega vera beint að Gunnari í krossinum þó að hún dragi úr því. Ég og Gunnar erum ekki skoðanabræður í mjög mörgu þó að við erum báðir segjumst vera kristnir. Ég ætla hérna aðeins að fara yfir þessa hugvekju hennar Ásthildar og hvernig ég sé hana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Æ hvað ég á gott, hugsaði hann. Ég get glaður kvatt þetta líf. Ég hef verið prestur í rúmlega sextíu ár, og alla tíð haft orð biblíunnar að leiðarljósi. Aldrei hefur borið skugga á trúarlíf mitt, og aldrei hafa freistingarnar hlaupið með mig í gönur. Ég hef verið góður og gegn maður. Með öll prinsipp á hreinu. Ég hef verið samviskuksamur, umburðarlyndur, auðmjúkur þjónn drottins og góður við alla, sem til mín hafa leitað. Sælir eru þeir sem eiga slíka trú.
http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/598544/
Gamli presturinn.
Fyrra Tímóteusarbréf 1
15Það orð er satt, og í alla staði þess vert að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn og er ég þar fremstur í flokki. 16En Guð miskunnaði mér til þess að ég yrði fyrstur þeirra sem Kristur Jesús sýnir allt sitt mikla langlyndi og þar með yrði ég dæmi handa þeim sem á hann munu trúa til eilífs lífs.
Ásthildur Cesil ÞórðardóttirGamli maður, kom þú með mér, sagði röddinn. Hver ert þú ? spurði hann undrandi. Hafði ekki ennþá vaknað almennilega.Ég er einn af þeim ungu mönnum sem þú afhommaðir hér um árið, sagði ungur maður glaðlega.Afhommaði ? sagði gamli maðurinn, en þú varst svo ungur, af hverju ert þú þá hér ?Jú sagði ungi maðurinn, þegar sjálfið er tekið frá manni, þá er lítið eftir til að lifa fyrir. Ég trúði því að þú segðir mér satt, og biblían væri rétt. Svo ég gerði eins og þú sagðir mér. Já það var alveg rétt af þér góði minn, sagði presturinn. Þú hefur örugglega orðið miklu hamingjumari á eftir. Ekki get ég sagt það, sagði ungi maðurinn blíðlega. Svo eftir nokkrar vikur gat ég ekki horfst í augu við sjálfan mig lengur, og endaði líf mitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Gamli presturinn þagði nokkra stund. Svo sagði hann, ég held að ég vilji fá einhvern annan til að sækja mig, en þig. Ég er heiðvirður maður, sem hef helgað líf mitt öðrum, og á skilið að vera sóttur af einhverjum sem er æðri en þú.
Markúsarguðspjall 9
35Hann settist niður, kallaði á þá tólf og sagði við þá: Hver sem vill vera fremstur sé síðastur allra og þjónn allra. 36Og hann tók lítið barn, setti það meðal þeirra, tók það sér í faðm og sagði við þá: 37Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni tekur við mér og hver sem tekur við mér tekur ekki aðeins við mér heldur og við þeim er sendi mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Sæll, sagði kvenrödd rétt hjá honum. Hann leit upp, og sá brosandi unga stúlku. Honum fannst hann eitthvað kannast við svipinn á henni. Ég kem þér ekki fyrir mig, sagði hann. Nei það veit ég, okkar samfundum bar við fyrir löngu. Nú ? sagði hann spyrjandi.Já sagði stúlkan, ég leitaði ráða hjá þér sem sálusorgara, með að nota smokkinn, og þú bannaðir mér það alfarið. Sagðir að ef ég vildi stunda kynlíf, sem ég ætti auðvitað alls ekki að gera, nema giftast, þá væri það bannað í biblíunni að stemma stigu við því lífi sem Guð vildi senda í heiminn. Já það er alveg rétt, sagði presturinn. Það er synd að treysta ekki almættinu fyrir slíku.
Ásthildur Cesil ÞórðardóttirJæja, sagði stúlkan, það varð til þess að ég varð eyðninni að bráð. Það tók reyndar fljótt af hjá mér, því ég var viðkvæm fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Þetta hefur nú ekki verið neitt annað en þú áttir skilið, fyrir lauslætið, sagði presturinn argur. Farðu og segðu almættinu að ég vilji fá einhvern annan til að sækja mig.
Síðara Pétursbréf 3
9Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við ykkur þar eð hann vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar.
Ásthildur Cesil ÞórðardóttirÞú þekkir mig ekki, sagði drengurinn, en ég átti föður sem var drykkjumaður og ofbeldisfullur. Móðir mín vildi fá skilnað. En þú komst í veg fyrir það. Sagðir að það sem Guð hefði tengt saman, mætti ekki sundur skilja. Það endaði því með að faðir minn, drap bæði mig og móður mína í bræðiskasti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Hver er að hlæja sagði hann dálítið smeykur.
Það skiptir ekki máli, sagði einhver úti í tóminu. En þú hefur nú hrakið burtu þá sem áttu að sækja þig og færa til ljóssins, með þeim sama hroka sem þú varst haldinn í lifenda lífi. Vitleysa, sagði presturinn reiður. Ég hef alltaf lifað eftir Guðsorði, og því sem í biblíunni stendur. Það er hinn eini og sanni sannleikur.
Jakobsbréfið 3
13Hver er vitur og skynsamur á meðal ykkar? Hann sýni það með því að vera hóglátur og vitur í allri breytni sinni
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Hvurslags vitleysa er þetta eiginlega ? þrumaði presturinn, hvar eru englarnir sem sækja þá sem lifa sínu lífið samkvæmt lögmáli Drottins ?
Ásthildur Cesil ÞórðardóttirGjörðu svo vel, vesæli maður, sagði röddinn. Þetta er alveg dæmigert fyrir þá sem eiga blinda trú. Þú hafnaðir öllum þeim sem vildu leiða þig rétta veginn, samt sem áður var það fólk sem þú hafðir gert illt með trúarofstæki þínu. Gefið þeim falskar vonir og afvegaleitt þá í nafni Guðs. Síðan, þegar þú færð tækfæri til að stíga beint inn í ljós kærleikans, þá færðu ofbirtu í augun og villt ekki sjá þar sem þar er að finna.
Ásthildur Cesil ÞórðardóttirLoks fellurðu fyrir tálmynd af því sem þú vilt sjá, og heldur að sé rétt. Gamli maðurinn staulaðist inn eftir ganginum, og sá að þetta var satt. Þessi helgimynd var bara það. Líkneski. Bak við þau var bara að sjá myrkur. Ekkert hljóð. Ekkert. Hann fann að hann hafði týnt sjálfum sér, vegna þess að hann hlustaði ekki á sína eigin rödd, heldur trúði því sem hann las. Og hann hafði framkvæmt í blindri trú á að hann væri að gera rétt, þó oftast hefði hann átt að sjá, að sú leið var ekki leið umburðarlyndisins, eða réttlætisins.
Ásthildur Cesil ÞórðardóttirÞað er þá svona sem komið er fyrir mér, hugsaði hann. Ég hef bara horft á eina hlið á sannleikanum, en lokað allt annað úti. Ég gleymdi því að sagt var; leitið og þér munuð finna, knýjið á og fyrir yður mun upplokið verða.
Ásthildur Cesil ÞórðardóttirÉg hef sem betur fer fengið dálítinn frest til að endurskoða líf mitt, og biðjast fyrirgefningar. Fyrir það er ég óendanlega þakklátur. Að biðjast fyrirgefningar, að iðrast og snúa við blaðinu er kjarninn í kristni.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.7.2008 kl. 11:16 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ofureinföldun hjá þér mófi, HIV smitast líka eftir öðrum leiðum (Sjá : http://aids.is/smitleidir.html).
Og hvernig fékk fyrsta manneskjan HIV? Var hún einhverstaðar að drýgja hór og bara *BOOM*.. kominn með HIV?
Arnar, 29.7.2008 kl. 11:56
Þakka þér samantektina, Halldór (Mofi). Já, það stendur ekki steinn yffir steini í þessari sjálfvöldu, heimasmíðuðu dæmisögu hennar Ásthildar. Það mætti heita í meira lagi óupplýstur prestur í kristnum sið, sem hefði viðhorf eins og margt af því, sem hann er látinn hafa hjá Ásthildi. Saga hennar birtir þar að auki ýmsa fordóma gegn kristinni trú, og það er alveg vert að hluta hana niður í eindir sínar til að sýna fram á það, eins og þú gerir hérna. Þótt ég hafi ekki haft tíma til að lesa þetta í heild hjá þér, sé ég, að þú ert með mörg mótrökin á hreinu og tek þar með fram, að þau eru í reynd ennþá fleiri, eins og þú munt væntanlega sjálfur vita.
Ljótt var líka við þessa vefsíðu Ásthildar, að presturinn í sögunni virtist þar tengdur við persónu Gunnars í Krossunum. Það fór Ásthildi, meintum gagnrýnanda hræsni og kærleiksleysis í garð náungans, ekki vel að veitast með þeim hætti að þessum þekkta manni, sem hræsnislaust hefur reynt að boða Krist og Guðs orð eins og hann hefur fundið sig knúinn til og eins og hann skilur það í einlægri viðleitni sinni og viljugri undirgefni við Guðs vald. Þótt hann eigi það sameiginlegt með þér að hafa takmarkaðan skilning á sumum atriðum kaþólskrar trúar, lít ég á hann sem kristinn bróður og saklausan af þeim óvægna dómi sem Ásthildur fellir yfir honum.
Jón Valur Jensson, 29.7.2008 kl. 12:19
Arnar, þú ert nú sammála að ef það væri farið eftir þessu boðorði þá væri ekki um farald að ræða ekki satt? Veit ekki hvernig fyrsta manneskjan fékk HIV, það eru til kenningar en ég veit ekki hver af þeim er rétt.
Jón Valur, takk. Það er hægt að segja miklu meira um þessa dæmisögu hennar Ásthildar en þetta var orðið nógu langt. Það sem hvatti mig til að skrifa þetta var aðalega til að verja Biblíuna og þeim sem byggja trú sína á henni en ekki til að verja Gunnar. Mér fannst mjög gaman að sjá þig verja Gunnar og þetta viðhorf að hann er bróðir í Kristi. Það er viðhorf sem kristnir þurfa að tileinka sér miklu meira.
Mofi, 29.7.2008 kl. 12:46
Já og nei, ekki beint fylgjandi því að neinn fari eftir neinu sem stendur í biblíunni. Efast stórlega um að 'þú skalt ekki drýgja hór' hafi verið samið með HIV í huga. Áreiðanleiki þessara banna og boða í biblíunni er nú ekki alltaf sá áreiðanlegasti, smb. svínakjöts umræðunni hérna um daginn.
Kynlífs- og getnaðarvarnafræðsla á samt forvörnum væri líklega málið, einnig þyrfti að útvega sprautufíklum hreinar nálar og blóðskimun (eða hvað sem það heitir) hefði hugsanlega byrja fyrr.
Arnar, 29.7.2008 kl. 12:54
Góð samantekt hjá þér Mofi.
þessi pistill hennar Ásthildar er einsog þú bendir réttilega á er fullur af ranghugmyndum um biblíuna og kristið fólk
hún Ásthildur tilheyrir greinilega nýaldartrúnni sem hefur "hannað" sinn óskaguð, (minnir svolítið á jólasveininn) það verður henni erfitt á efsta degi að finna óskaguðinn sinn.
Guðrún Sæmundsdóttir, 29.7.2008 kl. 13:18
Góður þessi, Guðrún!
Því má bæta við, að vísast gengur Ásthildi eitthvað gott til: að standa með fólki sem eigi erfitt eða undir högg að sækja; slíkt áhyggju- og umhyggjuefni á vitaskuld fullan rétt á sér. Aðferðin í svarinu (þ.e. dæmisögu hennar) var hins vegar feilskot hið mesta. Og vilji einhver alhæfa það um rétttrúaða presta, sem hún skrifar þar um gamla prestinn, þá eru viðkomandi greinilega haldnir megnum fordómum gegn kristinni kirkju og ekkert hrósvert við þá afstöðu. Allir þeir, sem taka vilja þátt í því að "bjarga heiminum", þurfa að skoða grandgæfilega og fyrir fram meðölin, aðferðirnar og málflutninginn, sem þau ætla sér að nota, ella er hætt við, að þau lendi í sömu súpunni og margir aðrir, sem ruðzt hafa fram með hugmyndafræði sína og stefnu og valdið meira skaðræði en allt það óréttlæti getur heitið, sem þeir hugðust leiðrétta. Og þótt sagt sé, að nýir sópar sópi bezt, er þar ekki átt við nýaldarfræðin, enda var a.m.k. allt fullt af gömlum klisjum í þessari ádeilusögu hennar Ásthildar.
Það er líka enginn vandi að teikna skrattann á vegginn, setja einhverja tilbúna sögupersónu þannig fram, að öllum finnist hún ógeðþekk í flestum atriðum, en minnizt þess, að Kristur varð sjálfur fyrri til að deila hart á hræsni og sjálfsupphafningu manna. Orðið 'hræsnari' kemur t.d. fyrir 18 sinnum í samstofna guðspjöllunum, í öllum tilfellum eftir honum haft (sumt af því tví- eða þrítekið milli guðspjallanna), sjá HÉR (leitið með leitarstrengnum); og allir eiga að þekkja sögu hans af faríseanum og tollheimtumanninum í helgidómnum.
Jón Valur Jensson, 29.7.2008 kl. 14:32
Takk Guðrún og góður punktur hjá þér að hún Ásthildur er þarna aðeins að búa sér til guð sem hentar henni.
Ég er sammála þér Jón að Ásthildur meini vel með þessu en þetta eru ljót strámannsrök hjá henni og ógeðfeld árás á þá sem eru kristnir og reyna að fylgja Biblíunni eftir því sem þeirra samviska segir þeim. Takk fyrir að taka betur á hræsnara dæminu, það var full þörf á að fara betur í það.
Mofi, 29.7.2008 kl. 15:31
Árni, ef menn myndu ekki drýgja hór og ekki nota eiturlyf, heldurðu að alnæmi væri mikið vandamál í dag?
Alnæmi er dæmi um þar sem eitthvað hefur skemmst í sköpunarverkinu og er af hinu vonda.
Mofi, 2.8.2008 kl. 10:56
Árni, ég spurði aðeins, svo hvað finnst þér?
Nei, ég sgaði ekki að hluti af sköpunarverkinu sé af hinu vonda heldur að það gat bilað; Guð gaf okkur frjálsan vilja til að skemma það.
Mofi, 2.8.2008 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.