Jafnvel minning þeirra gleymist

Heath-Ledger-joker03_bgÍ gær fór ég á Batman 2 og eins og fleiri þá fannst mér Heath Ledger fara á kostum. Ég er á því að hann eigi að fá Óskarinn og tel að hans dauðdagi hafi ekkert með það að gera. Hann fór sannarlega á kostum, hef ekki séð svona illmenni í áratugi. Horfði meira að segja á gömlu Batman myndina með Jack Nicholson í síðustu viku og þótt ég er aðdáandi Jacks þá er Heath miklu ógnvænlegri og raunverulegri Jóker.  

En þessi frétt lét mig hugsa til orða Salómons varðandi dauðann og varðandi hvernig við mennirnir gleymum þeim sem deyja.

Prédikarinn 9
5Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar og minning þeirra gleymist

Ég mun án efa muna eftir frammistöðu Heath í þessari mynd um ókomin ár en ef satt skal segja þá ef enginn hefði sagt mér að þetta væri Heath Ledger þá hefði ég ekki þekkt hann. Svo jafnvel þessi minningin sem ég hef er ekki hinn raunverulegi Heath heldur aðeins fígúra sem hann skapaði.

En svona fer fyrir jafnvel þeim sem öðlast heimsathygli, eiga ekki lengur neitt hlutskipti hér á jörðinni og jafnvel þeirra minning gleymist.

Þessi vers snerta líka á hugmyndinni um helvíti en þótt ótrúlegt megi virðast þá eru til fólk sem kallar sig kristið sem telur að Heath er núna kvalinn í logum vítist og þær kvalir munu aldrei taka neinn enda. En þetta vers segir að hinir dánu vita ekki neitt svo þessi hryllilega hugmynd er ekki það sem Biblían kennir. Á dómsdegi fær Heath Ledger sinn dóm og ég vona að hann öðlist eilíft líf.

heath_ledger

mbl.is Michelle Williams finnur ástina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Já, ég hef nú ekki séð þessa mynd, hljómar spennandi, er þetta eitthvað sem þú myndir mæla með að fara á í bíó?

Pétur Eyþórsson, 25.7.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Mofi

Veit ekki hvort ég má mæla með svona ókristilegri mynd  :/    mér fannst hún góð en endilega ekki fara langt með það :)

Mofi, 26.7.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Mofi

Sigmar, vel að orði komist. :)

Haukur, mjög niðurdrepandi en það von...

Mofi, 28.7.2008 kl. 12:11

4 identicon

Þetta var GEÐVEIK mynd! Ledger gjörsamlega átti þetta. 6/5

Jakob (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:17

5 Smámynd: Mofi

Sammála Pax :)

Mofi, 29.7.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband