Hófsemi, einn af ávöxtum andanns

imageAð kunna sér ekki hóf þegar kemur að mati og mörgu öðru er ekki eðlilegt fyrir einhvern sem kallar sig kristinn.  Hérna kann ég að stíga á margar tær en það verður að hafa það.  Einhver gæti sagt að ég væri að stíga á mínar eigin tær en það verður bara líka að hafa það. Biblían er alveg skýr að einn af ávöxtum þess að hafa fæðst af anda Guðs er hófsemi.

Galatabréfið 5
22En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, 23hógværð og sjálfsagi. Gegn slíku er lögmálið ekki. 24En þeir sem trúa á Krist hafa krossfest holdið með ástríðum þess og girndum.
25Fyrst andinn hefur vakið okkur til lífs skulum við lifa í andanum. 26Verum ekki hégómagjörn svo að við áreitum og öfundum hvert annað.

Við eigum að hafa stjórn á okkar girndum og líka ásókn í mat.  Ef maður sér að sú lýsing sem Biblían gefur af endurfæddum einstaklingi passar ekki við mann sjálfan þá er að mínu mati eins sem maður getur gert er að horfast í augu við það og athuga hvað er að. 

Fyrst að hér er um heilsu að ræða þá langar mig að benda á þetta: Megrunarkúr Mofa

Og fyrst að þetta snertir hvort að einhver hafi eilíft líf eða ekki þá langar mig að benda á þetta: Leiðin til lífs


mbl.is Megrun fyrir 44 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Það er ekki endilega ofát sem veldur offitu, heldur er líklegra að aðal orsökins sé neysla óholls mats (td. skyndibita og mikið unnina matvæla), sem þarf þá ekki að vera í formi ofáts, ásamt hreyfingarleysi.

Arnar, 24.7.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Nú finnst mér sem trúargleraugun séu að skæla örlítið fyrir þér veruleikann.

Það er full djúpt í árinni tekið að segja það skýrt af þessum texta að átt sé við hófsemi í mataráti. Orðið sem þú undirstrikar er hógværð sem, eftir því sem ég best veit, þýðir ekki það sama.

Þú undirstrikar hinsvegar líka sjálfsaga, og þá má alveg segja að hófsemi í mataráti sé dæmi um sjálfsaga, en það er ekki eins skýrt og þú gefur í skyn, því hvað veit ég hvort ritara þessa erindis sé á þeirri skoðun?

Er maður farinn að sjá allt sem maður vill úr svona trúarriti þegar maður er búinn að gramsa nægilega mikið í því?

mbk,

Kristinn Theódórsson, 24.7.2008 kl. 15:55

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Auðvitað á að sýna hógværð Mofi minn, eigum við ekki að gera það í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur? Arnar bendir réttilega á að það er ekki bara matargræðgi sem gera menn feita, því ritað er:

Orðskviðirnir 10:4
Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd.

Græðgi er aldrei af hinu góða, og ritningin skýr í þeim efnum, en við megum heldur ekki gleyma hinum þáttunum sem snerta þessi mál. Þess vegna setti ég inn ofangreint vers.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.7.2008 kl. 16:14

4 Smámynd: Mofi

Arnar
Það er ekki endilega ofát sem veldur offitu, heldur er líklegra að aðal orsökins sé neysla óholls mats (td. skyndibita og mikið unnina matvæla), sem þarf þá ekki að vera í formi ofáts, ásamt hreyfingarleysi.

Að borða meira en líkaminn þarf veldur offitu ekki satt?

Kristinn
Þú undirstrikar hinsvegar líka sjálfsaga, og þá má alveg segja að hófsemi í mataráti sé dæmi um sjálfsaga, en það er ekki eins skýrt og þú gefur í skyn, því hvað veit ég hvort ritara þessa erindis sé á þeirri skoðun?

Maður getur bætt við versi sem talar um líkamann og hvernig hann er musteri Guðs sem okkur ber að fara vel með. Að hama í sig þannig að það valdi offitu er ekki af hinu góða og sýnir ekki mikinn sjálfsaga.

Kristinn
Er maður farinn að sjá allt sem maður vill úr svona trúarriti þegar maður er búinn að gramsa nægilega mikið í því?

Afhverju ætti ég eiginlega að vilja sjá þetta út úr því?  Mér finnst þetta vera nokkuð skýrt.

Haukur
Græðgi er aldrei af hinu góða, og ritningin skýr í þeim efnum, en við megum heldur ekki gleyma hinum þáttunum sem snerta þessi mál. Þess vegna setti ég inn ofangreint vers.

Sammála enda aðeins sett svona fram vegna samhengisins við fréttina. Græðgin er einmitt ekki af hinu góða og sömuleiðis leti eins og Salómón talar um. Gott að minna á að þetta á auðvitað við í víðara samhengi.

Mofi, 24.7.2008 kl. 16:37

5 Smámynd: Arnar

Arnar
Það er ekki endilega ofát sem veldur offitu, heldur er líklegra að aðal orsökins sé neysla óholls mats (td. skyndibita og mikið unnina matvæla), sem þarf þá ekki að vera í formi ofáts, ásamt hreyfingarleysi.

Mófi:
Að borða meira en líkaminn þarf veldur offitu ekki satt?

Jú, að sjálfsögðu en það er margt annað sem veldur offitu líka.

Arnar, 24.7.2008 kl. 16:45

6 Smámynd: Mofi

Sammála Arnar.

Mofi, 24.7.2008 kl. 16:46

7 identicon

Ég fletti þessu orði upp sem að þú undirstrikar... þ.e. hógværð.. og samkvæmt grísku orðabókinni þá væri íslenska orðið hófsemi eða sjálfsagi nær því sem að merkingin er þýdd úr grísku yfir á ensku... temperance, self-control...

Skil ekki alveg hvers vegna orðið hógværð er notuð í tveimur síðustu íslensku þýðingum þar sem að það þýðir ekki aldeilis það sama....

Þóra Jóns (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 17:36

8 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Þessi ágæta gríska orðabók heitir The new analytical greeek lexicon... fyrir áhugasama.... og svo er auðvitað fullt af þeim á netinu eins og http://www.blueletterbible.org/ og fleiri þar sem að hægt er að fletta upp .. en það er reyndar orðið meeknes sem er þýtt sem hóværð.... og ekkert vitlaust við það...

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 24.7.2008 kl. 17:50

9 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Hér í bresku fjölmiðlunum hefur í dag verið mikið fjallað um mál Mosely... og umræðan snúist um hvort að almenningur geti krafist þess að ákveðnir einstaklingar sýni "hófsemi" í þeirra eigin prívat kynlífi.....

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 24.7.2008 kl. 19:10

10 Smámynd: Mofi

Áhugavert Þóra.  Fyrir mitt leiti þá eiga kristnir aðalega að vera leiðarljós eða í rauninni aðeins endurkasta það ljós sem þeir hafa þegar fengið frá Biblíunni.  Ef þeir eru að kjósa þá myndu þeir síðan frekar kjósa einhvern sem þeir trúa að sé kristinn frekar en ekki kristinn. 

Mofi, 24.7.2008 kl. 19:19

11 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ertu að lýsa yfir stuðningi við Bush með þessu Mofi?

Myndir þú kjósa yfirlýstan trúmann yfir trúlausan nánast óháð stefnuskrá hans?

mbk,

Kristinn Theódórsson, 24.7.2008 kl. 19:22

12 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þá er ég að tala um pólitík, augljóslega...

Kristinn Theódórsson, 24.7.2008 kl. 19:26

13 identicon

Já, Biblían er allt í einu orðin megrunarhandbók.

Steini (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 22:51

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Vona að þú hafir fengið tölvubréf frá mér.

Kærleikurinn fylling lögmálsins

"Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur uppfyllt lögmálið. Boðorðin: "Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki girnast," og hvert annað boðorð er innifalið í þessari grein: "Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig." Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins.

Gjörið þetta því heldur sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni, því að nú er oss hjálpræðið nær en þá er vér tókum trú. Liðið er á nóttina og dagurinn í nánd. Leggjum því af verk myrkursins og klæðumst hertygjum ljóssins. Framgöngum sómasamlega eins og á degi, ekki í ofáti né ofdrykkju, ekki í saurlífi né svalli, ekki í þrætu né öfund. Íklæðist heldur Drottni Jesú Kristi, og alið ekki önn fyrir holdinu, svo að það verði til að æsa girndir." Rómverjabréf 13: 8.-14.

Hér er ofát á undan ofdrykkju í upptalningu í Heilagri Ritningu. Við vitum öll að við getum áunnið sjúkdóma með ofáti, ofdrykkju, eiturlyfjaneyslu, reykingum, óbeinum reykingum o.f.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.7.2008 kl. 00:13

15 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Það er samt gott að lesa aðeins framar í textanum... ef að við náum svo góðum tökum á okkur að "fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur og öfund" finnist ekki hjá okkur lengur.... þá má ætla að eftirleikurinn  verði auðveldur....

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 08:53

16 Smámynd: Mofi

Kristinn
Ertu að lýsa yfir stuðningi við Bush með þessu Mofi?

Myndir þú kjósa yfirlýstan trúmann yfir trúlausan nánast óháð stefnuskrá hans?

Ehh... nei :)     aðeins einhver sem ég myndi telja vera endurfæddan kristinn fram yfir einhvern annan.  Stefnuskrá hans myndi þá líka endurspegla það og af ávöxtunum væri möguleiki til að sjá hvort hann væri sannur eða falskur.

Haukur
Já, hef svo sem ekkert útá þetta að setja. Það er indælt ef fólk getur tileinkað sér hófsemi og sjálfsaga. Til að vera frjáls þarftu að stjórna sjálfum þér.

Gaman að sjá að ég get hikstað upp einu og einu orði sem þú hefur ekki útá að setja :)

Rósa
Hér er ofát á undan ofdrykkju í upptalningu í Heilagri Ritningu. Við vitum öll að við getum áunnið sjúkdóma með ofáti, ofdrykkju, eiturlyfjaneyslu, reykingum, óbeinum reykingum o.f.

Takk fyrir þetta Rósa. Gleymdi þessum parti í þessu versi en það er mjög sterkt.

Sigmar
Sammála þér að öllu leyti hér Halldór - verst að ég er það meira í orði en á borði

 Ps: það er bara eitt N í  "andans" ;)

Kannast við það Sigmar.  Já, þessi "n" eru ennþá til vandræða; púkinn sleppir einu og einu í gegn.

Þóra
Það er samt gott að lesa aðeins framar í textanum... ef að við náum svo góðum tökum á okkur að "fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur og öfund" finnist ekki hjá okkur lengur.... þá má ætla að eftirleikurinn  verði auðveldur....

Það sem mér finnst vera mikilvægt þegar kemur að kærleikanum og Biblíunni er að Biblían útskýrir hvað kærleikur er.  Allt of margir geta blaðrað um einhvern kærleika en síðan gera hluti sem eru í engu samræmi við lýsingu Biblíunnar á hvernig kærleikurinn birtist.   Öll þessi vers saman gefa okkur góða mynd af hvernig kristið samfélag á að vera, ef það er ekki svona þá er eitthvað að.

Mofi, 25.7.2008 kl. 11:29

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur.

Fékkstu tölvupóst frá mér í gær???

Gott að ég gat hjálpað þér með eitt lítið vers.

Guð blessi þig og varðveiti.

Shalom/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.7.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband