16.7.2008 | 13:12
Syndin er sæt en aðeins í stuttan tíma
Aldrei hefði ég getað notið þess að lifa í lystisemdum vitandi að það myndi kosta mig langa fangelsins dvöl. Ætli parið hafi verið alveg sannfært að þetta myndi ekki komast upp eða að áhættan væri þess virði? Það hlýtur að vera hræðilegt fyrir tuttugu og tveggja ára stúlku að sjá að hennar bestu ár verða bakvið lás og slá! En svona fara svo mörg líf, svo margir hafa klúðrað sínu lífi og horfa upp á að eiga ekki eftir að sjá drauma sína rætast eða fá að upplifa góða daga framar.
Það er í rauninni kjarninn í kristninni, að við erum í vonlausri stöðu. Samviska okkar segir að við erum sek og skynsemin segir að ekkert bíði okkar nema dauðinn en að það er von. Til að fá hlutdeild í þessari von þá skipar Guð sérhverjum manni að iðrast og leita fyrirgefningar við kross Krists á Golgata þar sem gjaldið fyrir glæpina, illskuna og sjálfs elskuna var borgað svo að dyrnar til lífsins mættu vera opnar þeim sem þangað sækja.
Hérna útskýri ég þetta betur, sjá: Leiðin til lífs
Fóru í heimsreisur á kostnað nágrannanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803193
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver eiginlega sagði að tilgangur lífsins væri að deyja með þokkalega góða samvisku? Forvitinn að hitta þann aðila og spyrja hann afhverju hann heldur að það sé tilgangur lífins...
Mofi, 16.7.2008 kl. 17:07
Þú ert með guð Mofi, bara vegna þess að þú sérð ekki tilgang með lífinu þínu.
Eini tilgangur lífsins er að lifa því, ekki sóa því í að bíða eftir því næsta.
Ég, þú, dýrin og allt líf hefur bara þann tilgang að lifa og viðhalda sjálfu sér.. thats it.
Trúarbrögðin eru bara að spila með þig og þessar hugsanir þínar.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 19:37
Mofi! Mofi! Séra Mofi þó!
ÉG er Drottinn Guð þinn. Þú skalt ekki aðra guði hafa.
Ég er kominn með grænar bólur af þessu sykurklístraða fyrirgefningarkjaftæði. Manstu ekki neitt af því sem þú last í skóla? Ef hægri hönd þín hneykslar þig, þá sníð hana af... Eða hélstu máske að þetta ætti aðeins við um þína eigin hægri hönd? Nei góðurinn minn, og þökk sé internetinu, þá get ég nú leiðrétt þá mistúlkun hér og nú. Þetta ákvæði lögmálsins á sumsé við um allar hægri hendur og þar sem ég sé nú ekki betur en að þú sért töluvert hneykslaður á þessum syndaselum þá skipa ég þér hérmeð að verða þér úti um góða sveðju, leggja land undir fót og höggva af þeim krumlurnar.
Gangi þér vel að uppfylla þessa lítilmótlegu ósk mína,
með bestu kveðju,
Guð.
Guð (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:02
Mofi! Mofi! Séra Mofi þó!
ÉG er Drottinn Guð þinn. Þú skalt ekki aðra guði hafa.
Ég er kominn með grænar bólur af þessu sykurklístraða fyrirgefningarkjaftæði. Manstu ekki neitt af því sem þú last í skóla? Ef hægri hönd þín hneykslar þig, þá sníð hana af... Eða hélstu máske að þetta ætti aðeins við um þína eigin hægri hönd? Nei góðurinn minn, og þökk sé internetinu, þá get ég nú leiðrétt þá mistúlkun hér og nú. Þetta ákvæði lögmálsins á sumsé við um allar hægri hendur og þar sem ég sé nú ekki betur en að þú sért töluvert hneykslaður á þessum syndaselum þá skipa ég þér hérmeð að verða þér úti um góða sveðju, leggja land undir fót og höggva af þeim krumlurnar.
Gangi þér vel að uppfylla þessa lítilmótlegu ósk mína,
með bestu kveðju,
Guð.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:18
Ég skil ekki hvernig það getur verið svartsýni að sjá eftir því sem maður hefur gert rangt. Boðskapurinn er sá að í Kristi er von, von sem við vinnum okkur ekki inn sjálf heldur von sem við fáum ókeypis. Persólnulega hefði ég ekki blandað samviskunni þarna inn því í rauninni hefur þetta ekkert með hana að gera. Yfirleitt eru menn dæmdir eftir verkum en ekki eftir því sem þeir hafa á samviskunni en Guð dæmir okkur eftir verkum Krists og því uppskerum við það sem Hann sem var fullkominn á skilið en ekki það sem við eigum skilið því að Hann skipti í raun við okkur. Það er engin svartsýni í þessu.
Axel (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 22:35
Talandi um synd, þá er ein frá stjórnvöldum sem mætti mótmæla. Ég veit að þú fyrirgefur Dóri að ég setji inn smá auglýsingu:
Ég var að setja saman undirskriftarlista til stuðnings Ásmundar Jóhannssonar, sem ég mun svo afhenda stjórnvöldum þegar að því kemur.
Hann er að finna hér http://www.petitiononline.com/mod_perl/signed.cgi?asmundur
Fyrirgefðu að þetta kemur greininni einni ekkert við, en ég veit að þú tekur vel í þetta.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.7.2008 kl. 22:52
Held að það sé betra að sjá eftir því sem maður hefur gert, en því sem maður hefur ekki gert.
Nenni ekki að vera gamall við "The sitting window" á elliheimilinu þunglyndur yfir þeim ævintýrum sem ég sleppti og syndum sem ég ekki drýgði.
Vill eins og áður sagði njóta miniga um upplifuð ævintýri og forboðna ávexti sem ég naut og vera brosandi á efri árum.
Friðbjörn B. Möller (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 23:45
Ég þekki engann kristinn einstakling sem líður eins og hann er að sóa lífi sínu vegna þess að hann trúir. Miklu frekar að orð Krists reyndust mjög svo sönn þegar Hann talaði um að fylgja Honum þá fengju hinir kristnu líf í fullri gnægð og von um betra líf á eftir þessu.
Mitt líf væri sannarlega margfalt verra ef ég hefði ekki mína trú.
Þú vonandi fyrirgefur Eva að ég skil ekki þennan húmor :/
Hefurðu aldrei stolið, aldrei logið, aldrei reiðst eða hatað eða öfunda? Hvað segir samviska þín?
Samviskan er Guð að láta þig vita hvað er rétt og hvað er rangt; samviskan segir þér að það er rangt að stela ekki satt?
Hárrétt en samviskan lætur okkur vita að við þurfum fyrirgefningu svo við viljum dæmast eftir verkum Krists en ekki okkar eigin verkum.
Sammála þér, það er engin svartsýni í þessu heldur stórkostleg von! Takk fyrir heimsóknina Axel.
Þetta er um "synd" og réttlæti svo þetta smell passar alveg :)
Mofi, 17.7.2008 kl. 10:12
Haukur, þá að minnsta kosti talar hún til þín og segir þér að þessi hluti fagnaðarerindisins er réttur. Hinn hlutinn er að þú munt deyja og sá hluti er mjög áreiðanlegur. Síðasta hlutinn er að það er von og það er þitt að velja hvort sú von sé þess virði að treysta.
Sigmar, ekki ég heldur
Mofi, 18.7.2008 kl. 10:48
Heirðu Mófi ég er með eina spurningu handa þér, ekkert tengda þessu.
Hvernig ferðu að því að setja in myndir í athugasemdir. Ég hef séð þig gera þetta t.d. hjá Kristni, ég er búin að prófa html, en það virðist ekki ganga.
Pétur Eyþórsson, 18.7.2008 kl. 16:54
Takk Sigmar :)
Haukur, þetta snýst sannarlega um hvort það er einhver von um að dauðinn er ekki endirinn eins og Bob Dyltan "Death is not the end"
Mofi, 18.7.2008 kl. 17:11
Takk Sigmar
Pétur Eyþórsson, 18.7.2008 kl. 17:28
Ef svo er þá þarftu ekki að athuga hvort það er einhver von.
Mofi, 18.7.2008 kl. 23:01
Ja, hérna hér!!!
Auður (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 00:53
Það er bara eitt líf. Eins gott að njóta þess.
Óli (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 08:19
Voðalega er Kristin trú niðurdrepandi. Maður þarf alltaf að vera að iðrast. Nei takk, ekki fyrir mig.
Ragnar (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 11:55
Mofi, 21.7.2008 kl. 14:09
Nei Haukur... alls ekki rétt hjá þér. Því meiri ánægju sem þú hefur af lífinu því meira viltu að lífið endi ekki. Kristni gefur núinu tilgang því að þetta er aðeins hluti af stærri heild. Guðleysi tekur tilganginn burt með því að segja að þetta sem þú hefur núna er það eina sem þú hefur. Ef þú deyrð þá er spilið búið svo eina leiðin til að gefa tilverunni tilgang er að þú búir hann til sjálfur, ef þér dettur eitthvað í hug. Ef kristni er sönn þá skiptir gífurlega miklu máli hver þú ert í dag því það mótar hver þú verður að eilífu.
Mofi, 21.7.2008 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.