Eru draugar til?

Þegar kemur að trú fólks þá er oftar en ekki mörg púsluspil sem það setur saman í sína trú. Má í rauninni segja að trú sé heimsmynd fólks; hvernig það túlkar heiminn sem það lifir í.  En hvernig fer fólk að samræma þessar mismunandi trúar hugmyndir? 

  • ghost_on_stairsHefur trú að það sé til Guð áhrif á hvort fólk trúir á drauga eða ekki?
  • Þeir sem trúa að draugar eru til, trúa þeir frekar að geimverur eru til og eru að heimsækja okkur?
  • Þeir sem trúa á álfa, trúa þeir frekar að Guð sé til?
  • Þeir sem trúa á álfa, trúa þeir þá líka á drauga eða útilokar ein trúin hina?
  • Sá sem trúir á engla, passa draugar inn í hans heimsmynd líka?
  • Sá sem trúir ekki á Guð, getur hann trúað að álfar eru til eða draugar?
  • Er hægt að trúa að Guð sé ekki til en að fólk hafi samt eitthvað óefnislegt eins og sál sem lifir dauðan af?
  • Sá sem trúa að Guð er ekki til, er hann líklegastur til að trúa að ekkert af þessu er til?

Endilega komdu með athugasemd og segðu mér og blogg heimum hvernig þið sjáið hvernig þessi mismunandi afstöður samræmast í ykkar trú.

Líka væri gaman væri að vita hve margir íslendingar trúa á drauga ef einhver veit það.


mbl.is Danir trúa á drauga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

31% ísl. taldi líklegt eða öruggt að til séu draugar (samkv. könnun 2007 held eg) og 41% mögul.  16% ólíkl. og aðeins 7% óhugsandi.

http://vakning.is/index.php?option=com_content&task=view&id=12&Itemid=2

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.7.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Mofi

Takk fyrir þetta Ómar :)    Íslendingar eru semsagt enn trúaðri á drauga en danir, mjög athyglisvert.

Mofi, 16.7.2008 kl. 15:32

3 identicon

Guðir, álfar, draugar... ekki til nema í ævintýrum, bíómyndum, tölvuleikjum og að endingu sem ímyndun í höfði fólks + náttlega sem plat til þess að græða seðla.
The end

DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 17:54

4 Smámynd: Mofi

Gaman að heyra þína afstöðu DoctorE, hún má eiga að hún inniheldur innra samræmi; þú færð stig fyrir það.

Haukur, ég trúi ekki á drauga; ég er hérna aðeins að forvitnast um trú annara og hvernig þeir samræma hina mismunandi hugmyndir um geimverur, drauga og Guð. 

Mofi, 17.7.2008 kl. 10:20

5 identicon

Sæll Mofi. er ekki lógískt fyrir þá sem trú á Guð að gera ráð fyrir því að það séu til draugar. Hvernig annars getur þú útskýrt setningar óg tilvitnanir í Biblíuna þar sem fram kemur að andi Guðs komi yfir menn.  Ég get ekki annað en sett samasemmerki á milli Anda og Drauga, það er að segja að það eru þá "verur" sem ekki hafa efnislegt hold og eru því ósýnilegar mönnum.

Trú á Guð hlýtur að gera ráð fyrir því að menn trúi á drauga, anda og ára. Vatíkanið í Róm hefur viðurkennt að fólk geti orðið andsetið, það gerir meira en það því í útgerð Páfagarðs eru til særingarmenn sem hafa það hlutverk að reka burt illa anda.

Ert þú ekki á smávægilega hátt hálfpartinn að afneita trúnni þegar þú segist ekki trúa á Drauga.

Hvernig skilgreinir þú Guð? er hann holdi klæddur eða Andi, ský af orku sem líður um og getur tjáð sig með athöfnum og orðum? Held að við getum ekki haft bæði, það er að segja trú á Guð, Jesúm og engla án þess að trúa á drauga.

Draugar eru ekkert annað í mínum huga en sálir sem hafa enn ekki fundið tilgang sinn, eru í afneitun og geta því í mörgum tilfellum gert sig skynjanlegar í nágreni okkar.

Fer ekki fólk í kirkjur til að nálgast guð og finna fyrir nærveru hans? Fólk heimsækir grafir ástvina til að vera nálægt þeim.

það hlýtur því að verða að segjast að með því að trúa á guð sem heilagn anda þá verði maður einnig að sætta sig við að það séu til draugar og aðrar ill eða ósýnilegar verur.

Friðbjörn (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 10:58

6 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Ég er viss um að þú ert með bloggfærslu einhverstaðar um ástand hinna látnu, þ.e. að þau sofi fram að efsta degi og því óþarfi að fara nánar út í það hérna.

Fallnir englar leika lausum hala og blekkja gjarnan fólk með ýmsum ráðum t.d með því að þykjast vera látinn ástvinur.

Síðasta hvíldardag var ég viðstödd þegar ung kona tók skírn. Hún las upp vitnisburð sinn hvernig hún komst að þessari ákvörðun og sagði frá því hvernig hennar uppeldi var markað af heimilisofbeldi, eiturlyfjaneyslu og annari óreglu. Hún nefndi þar á meðal andatrú og sagðist ekki vilja vera vanþakklát því að hún hefði fengið styrk og hjálp frá þessum andaverum þegar illa gekk. Hún hafi samt séð að þeir væru ekki að leiða sig réttan veg og eftir að hafa kynnst Guði og fengið að upplifa muninn þá gæti hún ekki annað en skipt algerlega yfir, frá röngu í rétt, frá hinu illa yfir í hið góða.

Á miðað við hvað er mikil andatrú heima (ég bý í Englandi eins og er) þá reiknaði ég með svaka hasar hér inni á þessari færslu... en kannski snertir þú við feimnistaug hjá fólki... því margir hafa upplifað andlega návist, en vita ekki hvað er um að ræða og hafa því hljótt um sig.

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 17.7.2008 kl. 12:04

7 Smámynd: Mofi

Friðbjörn, trú á Guð Biblíunnar setur annan vinkil á þetta.  Kristnir hafa mismunandi skilning á þessu sem síðan endurspeglast í að sumir trúa að helvíti er eilífar þjáningar í eldi á meðan aðrir eins og ég trúum því að laun syndarinnar er dauði.

Fyrir mitt leiti er Biblían alveg skýr að hinir dauðu vita ekki neitt ( Predikarinn 9:5 ) og þegar fólk deyr þá sefur það þangað til að Drottinn vekur það aftur til lífs. Síðan gefur Biblían mjög skýr fyrirmæli að enginn á að hafa samskipti við svona anda.  Svo ég trúi því að þeir sem deyja eru sofandi og ekki að hafa afskipti af þeim sem eru lifandi.

En Guð er andi og við höfum anda svo hvað eru draugur... ég trúi því að það eru andaverur sem geta gert ýmislegt, þar á meðal birst sem draugar eða geimverur eða álfar eða hvað annað sem þær telja henta sínum áformum. 

Takk fyrir heimsóknina Friðbjörn. 

Mofi, 17.7.2008 kl. 12:18

8 Smámynd: Mofi

Þóra, eins og Ómar benti á þá er trú á drauga mjög algeng hérna á Íslandi svo já; ég bjóst við heilmiklu fjöri hérna.  Kannski bara sumarfrí eða fólk hefur ekki tekið eftir þessu.  Mér finnst alltaf merkilegt að heyra vitnisburð fólks sem hefur upplifað einhverjar andaverur og ég get ekki afskrifað vitnisburð þeirra og þúsunda annara sem lygi eða ofskynjanir. Eðlilegast tel ég að skilja hvernig hægt er að samræma allar þessar upplifanir og ég tel að andaverur sem eru að reyna að blekkja sé rökréttasta lausnin.

Mofi, 17.7.2008 kl. 12:22

9 Smámynd: Arnar

Ég tek undir síðasta punktinn hjá þér:

  • Sá sem trúa að Guð er ekki til, er hann líklegastur til að trúa að ekkert af þessu er til?

Þetta með guð og drauga er allt eitthvað svona yfirnáttúrulegt hjátrúar bull, það hefur ekki verið hægt að staðfesta eina einustu sögu af yfirnáttúrulegum fyrirbærum.

Arnar, 17.7.2008 kl. 12:23

10 Smámynd: Mofi

Arnar, heldurðu að allir menn frá Aristóteles, Móse, Newton, Darwin :) ;  Einstein og miljónir annara höfðu öll rangt fyrir sér varðandi tilvist Guðs? Að allar þær miljónir sem segjast hafa upplifað eitthvað andlegt höfðu rangt fyrir sér?

Þú sérð að ef aðeins ef af þessum upplifunum er rétt þá eru þínar hugmyndir um að það er ekkert andlegt til rangt, er það ekki? 

Mofi, 17.7.2008 kl. 12:40

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, varðandi ástand hinna látnu samkv. Biblíu, þá er það rétt, að hún virðist yfirleitt segja eða halda fram þeirri hugmynd að þeir verði sofandi fram að þeim tíma er Jesú snýr aftur og vekur alla upp og skilur sauðina frá höfrunum.

Þó eru nokkur atriði sem ganga gegn því td. orð Jesú við ræningjann á krossinum, eitthvað á þá leið: "í dag skaltu verða með mér í Paradís" 

En eins og megin kristni þróaðist þá varð allt annað ofaná, þe. eftir dauðann héldu menn þegar af stað til hinna ýmissu áfangastaða.  Þó eru nokkrir söfnuðir sem halda fast í "sofandi" kenninguna, ss. Vottarnir og fleiri og fleiri.  (eg held að margir muslimar hafi þá kenningu líka, þe. sofandi fram að dómsdag.  Þó vil eg ekki alveg fullyrða það að svo studdu) 

Eg persónulega get alls ekki samþykkt "sofandi" kenninguna.  Holdið deyr en sálin lifir.  Andlegi partur mannsins er elífur og mun halda áfram sinni göngu eftir að hann er laus úr viðjum holdsins og jerðneskra takmarkana.

Sumir halda áfram að vera einhvern tíma á jörðinni eða nálægt jarðnesku sviði.  Þar koma til ýmsar ástæður sem einhverra hluta vegna binda hinn framliðna við jarðneskt svið um tíma.  Þeir geta birst á okkar tilverustigi og eru þá stundum kallaðir draugar.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.7.2008 kl. 14:22

12 Smámynd: Mofi

Ómar
Þó eru nokkur atriði sem ganga gegn því td. orð Jesú við ræningjann á krossinum, eitthvað á þá leið: "í dag skaltu verða með mér í Paradís"

Það eru tvær leiðir til að skilja þau orð Krists:

Truly, I tell you, today you will be with me in Paradise

Truly, I tell you today, you will be with me in Paradise

Komman er ekki hluti af upprunalegu handritunum heldur er bætt við af þeim er þýða Biblíuna.  Það sem hjálpar manni að komast að því hvor útgáfan er rétt er að skoða hvað gerist í kaflanum á eftir en þar segir Kristur að Hann er ekki enn stiginn til himna.  Síðan að menn fara beint til himna gengur á móti aragrúa af öðrum versum sem segja að hinir dánu bíða upprisunnar.

Ómar
(eg held að margir muslimar hafi þá kenningu líka, þe. sofandi fram að dómsdag.  Þó vil eg ekki alveg fullyrða það að svo studdu)

Ég er nokkuð viss um að múslimar eru með eilífar kvalir og himnaríki strax og þú deyrð en væri mjög gaman að fá það staðfest einhversstaðar.

Ómar
Eg persónulega get alls ekki samþykkt "sofandi" kenninguna.  Holdið deyr en sálin lifir.  Andlegi partur mannsins er elífur og mun halda áfram sinni göngu eftir að hann er laus úr viðjum holdsins og jerðneskra takmarkana.

En þegar þú sefur þá hefur þú ekki meðvitund um hvað tímanum líður. Þegar fólk fellur í dá þá líða mánuður og jafnvel ár og það tók ekki eftir neinu. Þegar maður deyr, hve mikið meira er slökkt á manni?

Síðan er spurning, hverjum á maður að treysta varðandi þetta atriði?  Hver er líklegastur til að vita þetta?  Ég fyrir mitt leiti trúi að Kristur er sá sem er áreiðanlegastur varðandi svona hluti.

Jóhannesarguðspjall 11
12Þá sögðu lærisveinar hans: „Drottinn, ef hann er sofnaður batnar honum.“ 13En Jesús talaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar að hann ætti við venjulegan svefn. 14Þá sagði Jesús þeim berum orðum: „Lasarus er dáinn

Mofi, 17.7.2008 kl. 14:34

13 Smámynd: Arnar

Mófi:
Arnar, heldurðu að allir menn frá Aristóteles, Móse, Newton, Darwin :) ;  Einstein og miljónir annara höfðu öll rangt fyrir sér varðandi tilvist Guðs? Að allar þær miljónir sem segjast hafa upplifað eitthvað andlegt höfðu rangt fyrir sér?

Þú sérð að ef aðeins ef af þessum upplifunum er rétt þá eru þínar hugmyndir um að það er ekkert andlegt til rangt, er það ekki?

Og mófi beitir Ad Populum einu sinni enn.  Alveg sama hvað margir trúa einhverju mófi, þá gerir það ekki að sannleik.

Mér er sama þótt allir í heiminum nema ég trúðu á guð eða drauga.. engin getur sýnt fram á að nokkuð yfirnáttúrulegt sé til.

Arnar, 17.7.2008 kl. 14:49

14 identicon

Eins og Mofi segir þá hefur fullt af fólki upplifað eitthvað andlegt. Sumt þeirra hefur þó verið sótt af mönnum í hvítum sloppum. En yfirleitt er andleg upplifun meinlaus sbr. að sjá drauga og guði, a.m.k. þangað til draugarnir og guðirnir fara að segja þeim að gera eitthvað ólöglegt.

Ragnar (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 15:07

15 Smámynd: Mofi

Arnar, það er ekki ad populum að tala um vitnisburð fólks. Við erum að tala um vitnisburði fólks um hver þeirra reynsla er.

Enginn getur sýnt þér fram á neitt ef þú vilt ekki að hlutirnir eru þannig. 

Mofi, 17.7.2008 kl. 15:26

16 Smámynd: Arnar

Þegar þú spyrð "hvernig geta allir þessir menn og miljónir annara haft rangt fyrir sér?" þá ertu að nota Ad Populum.  Þú ert að segja að miljónir manna geti ekki haft rangt fyrir sér.

Arnar, 17.7.2008 kl. 15:42

17 Smámynd: Mofi

Nei... þetta er spurning um þeirra vitnisburð á andlegum málum og þetta er þeirra vitnisburður.  Ef spurningin er hvort að einhver atburður átti sér stað og þú ert með þúsund manns sem urðu vitni að atburðinum; er það þá ad populum rök að vísa í vitnisburð þessa fólks? 

Hefurðu séð þessi rök í Law and Order þar sem einhver afskrifar vitnisburð vegna þess að það er ad populam rök? 

Mofi, 17.7.2008 kl. 16:03

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mofi: Þetta með kommuna, þá notuðu þeir ekki kommu yfirleitt á þessum tíma (hefur mér skilist) en það sem líka er mikilvægt þarna er að þessi opnun "Truly I tell you" er margoft notuð er vitnað er í orð Jesú í Guðspjöllunum og aldrei er bætt við "today" Þannig að miðað við hvernig frasinn er notaður annarsstaðar er miklu eðlilegra að hafa kommuna á undan today.

En það er alveg rétt, þetta gengur gegn boðskapnum í öðrum versum að því er virðist.  Einnig athyglisvert að hann skuli segja "Paradís" 

En með það sem tekur við eftir svokallaðann dauða... þá bara verð ég að viðurkenna að eg hef allt aðra skoðun á þessu eða er á öðrum slóðum en þú.  Að mínu áliti er dauðinn jafnframt  fæðing, ef svo má segja.  Deyrð frá jarðnesku lífi, fæðist inní hið andlega. 

(Eg get alls ekki samþykkt "sofandi" kenningu sem má oft lesa útúr Biblíu.  Í því tilfelli finnst mér aðrir andlegir meistarar og djúp trúarrit skýra það mál miklu betur en Biblían.  Það má ekki bara einblína á Biblíuna.  Verður að skoða í samhengi við önnur helstu afrek mannsandans og speki frá aðilum sem hvað mest hafa rannsakað viðfangsefnið.  Þe. Eg lít ekkert á Bibliuna sem "hinn eina sanleika" með stórum stöfum.  Margt gott þar.  Persónan Jesú náttúrulega mögnuð etc, en það má ekki hafna öllu eða öðrum sem þarna hafa fjallað um form og eðli máls.)   

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.7.2008 kl. 16:19

19 Smámynd: Arnar

Mófi:
Ef spurningin er hvort að einhver atburður átti sér stað og þú ert með þúsund manns sem urðu vitni að atburðinum; er það þá ad populum rök að vísa í vitnisburð þessa fólks? 

Veistu um einhvern yfirnáttúrulegan atburð sem þúsund manns varð vitni af eða ertu að tala um þúsund yfirnáttúrulega atburði sem einn maður varð vitni af hverjum atburð?

Það er alveg sama hvað margir telja sig sjá draug eða hvað margir upplifa 'guð' eða hvernig sem það er, meðan þeir geta ekki sýnt fram á hvað þeir sáu er ekki hægt að taka mark á því.

Mófi:
Hefurðu séð þessi rök í Law and Order þar sem einhver afskrifar vitnisburð vegna þess að það er ad populam rök? 

Nei, heldur ekki séð Law & Order þátt þar sem einhver er fundin sekur án nokkura sönnunargagna en þúsund manns komu í réttarsalinn og sögðust hafa séð viðkomandi fremja glæp.

Arnar, 17.7.2008 kl. 16:34

20 Smámynd: Mofi

Ómar
En með það sem tekur við eftir svokallaðann dauða... þá bara verð ég að viðurkenna að eg hef allt aðra skoðun á þessu eða er á öðrum slóðum en þú.  Að mínu áliti er dauðinn jafnframt  fæðing, ef svo má segja.  Deyrð frá jarðnesku lífi, fæðist inní hið andlega.

Hvaðan færðu þær upplýsingar?  Afhverju er engin meðvitund þegar fólk fellur í dá í marga mánuði?  

Ómar
Eg lít ekkert á Bibliuna sem "hinn eina sanleika" með stórum stöfum.  Margt gott þar.  Persónan Jesú náttúrulega mögnuð etc, en það má ekki hafna öllu eða öðrum sem þarna hafa fjallað um form og eðli máls.)  

Allt í lagi en hvaða aðili er það þá sem heldur því fram að þegar við deyjum að þá tekur einhvers konar önnur tilvera við?  Höfðu Móse, Daníel, Esekíel, Jesú og lærisveinarnir allir rangt fyrir sér í þessum efnum?

Arnar
Veistu um einhvern yfirnáttúrulegan atburð sem þúsund manns varð vitni af eða ertu að tala um þúsund yfirnáttúrulega atburði sem einn maður varð vitni af hverjum atburð?

Alls konar fólk vottar um sína reynslu af þessu. Þú getur alveg hafnað þeim vitnisburðum en þeir eru þarna úti.

Arnar
Það er alveg sama hvað margir telja sig sjá draug eða hvað margir upplifa 'guð' eða hvernig sem það er, meðan þeir geta ekki sýnt fram á hvað þeir sáu er ekki hægt að taka mark á því

Hvað myndir þú segja ef þú myndir sjá eitthvað svona og upplifa?  Er einhver sem þú þekkir sem þú myndir trúa ef hann eða hún segði þér frá svona upplifun?

Arnar
Nei, heldur ekki séð Law & Order þátt þar sem einhver er fundin sekur án nokkura sönnunargagna en þúsund manns komu í réttarsalinn og sögðust hafa séð viðkomandi fremja glæp.

Ef þúsund manns sáu hann fremja glæpinn eru það ekki sönnunargögn?  Eða er  það rökvillan ad populum?

Mofi, 17.7.2008 kl. 16:55

21 Smámynd: Arnar

Arnar
Það er alveg sama hvað margir telja sig sjá draug eða hvað margir upplifa 'guð' eða hvernig sem það er, meðan þeir geta ekki sýnt fram á hvað þeir sáu er ekki hægt að taka mark á því

Mófi:
Hvað myndir þú segja ef þú myndir sjá eitthvað svona og upplifa?  Er einhver sem þú þekkir sem þú myndir trúa ef hann eða hún segði þér frá svona upplifun?

Get ekki gert mér upp fyrirfram skoðanir á einhverri upplifun sem ég þekki ekki.  Það er engin sem ég þekki sem ég myndi trúa ef viðkomandi segðist hafa séð draug eða komist í samband við guð eða hvaða annað yfirnáttúrulega dæmi sem þú getur hugsað þér.. án þess að viðkomandi hafi neitt annað til að staðfesta sína sögu.  Kallaðu mig bara efasemdamann..

Arnar
Nei, heldur ekki séð Law & Order þátt þar sem einhver er fundin sekur án nokkura sönnunargagna en þúsund manns komu í réttarsalinn og sögðust hafa séð viðkomandi fremja glæp.

Mófi:
Ef þúsund manns sáu hann fremja glæpinn eru það ekki sönnunargögn?  Eða er  það rökvillan ad populum?

Hvort myndirðu trúa þúsund mans eða þessum eina sem segist vera saklaus þótt það finnist engin önnur ummerki um glæpin?  Ef þú notar það sem rök, að þúsund manns séu vitni að einhverju sem er ekki hægt að staðfesta með öðrum aðferðum/leiðum er það rökvilla.

Arnar, 17.7.2008 kl. 17:25

22 Smámynd: Arnar

Btw, reyndar ekki fylgst með Law & Order nýlega en ég minnist þess nú reyndar að þeir hafi oftar en ekki haft vitnisburð um einhvern glæp en saksóknarinn eða yfirmaður þeirra félaga (gildir fyrir allar seríurnar) hafi rekið þá aftur út að leita frekari sönnunargagna.

Arnar, 17.7.2008 kl. 17:27

23 Smámynd: Mofi

Arnar
Get ekki gert mér upp fyrirfram skoðanir á einhverri upplifun sem ég þekki ekki.  Það er engin sem ég þekki sem ég myndi trúa ef viðkomandi segðist hafa séð draug eða komist í samband við guð eða hvaða annað yfirnáttúrulega dæmi sem þú getur hugsað þér.. án þess að viðkomandi hafi neitt annað til að staðfesta sína sögu.  Kallaðu mig bara efasemdamann.

Þetta var spurning með "ef" og ég er að lesa úr svari þínu að þú myndir ekki trúa viðkomandi. Þú værir frekar til að að segja að hann væri ímyndunarveikur eða lygari frekar en að trúa að það sem hann sagði væri satt. Er þetta rétt lesið hjá mér?

Arnar
Hvort myndirðu trúa þúsund mans eða þessum eina sem segist vera saklaus þótt það finnist engin önnur ummerki um glæpin?  Ef þú notar það sem rök, að þúsund manns séu vitni að einhverju sem er ekki hægt að staðfesta með öðrum aðferðum/leiðum er það rökvilla.

Ertu að segja mér að fyrir dómi að ef maður er dæmdur fyrir morð og það eru þúsund manns sem voru vitni að því að þín vörn væri að þetta væri rökvillan ad populum og þar af leiðandi ekki góð sönnun fyrir sek viðkomandi?

Arnar
Btw, reyndar ekki fylgst með Law & Order nýlega en ég minnist þess nú reyndar að þeir hafi oftar en ekki haft vitnisburð um einhvern glæp en saksóknarinn eða yfirmaður þeirra félaga (gildir fyrir allar seríurnar) hafi rekið þá aftur út að leita frekari sönnunargagna

Menn vilja auðvitað hafa eins gott mál í höndunum og þeir geta og áreiðanlegur sjónarvottur er með því besta sem þú færð í svona málum.

Mofi, 17.7.2008 kl. 18:04

24 Smámynd: Arnar

Heheh, takk fyrir hjálpina Sveinn en mig langar samt að svara þessu með morðmálið sjálfur.

Mófi:

Ertu að segja mér að fyrir dómi að ef maður er dæmdur fyrir morð og það eru þúsund manns sem voru vitni að því að þín vörn væri að þetta væri rökvillan ad populum og þar af leiðandi ekki góð sönnun fyrir sek viðkomandi?

Já, ef það eina sem benti til sektar viðkomandi væri það sem þessir 1000 manns halda fram.  Ef það væru engin önnur sönnunargögn sem bendluðu sakborning við málið.

Um leið og það eru einhver önnur sönnunar gögn í málinu er staðan allt önnur, og staðan í dag er sú að engin hefur minnsta snefil af sönnun fyrir yfirnáttúrulegum verum eins og guð eða draugum.

Arnar, 17.7.2008 kl. 21:55

25 Smámynd: Mofi

Sveinn
Áreiðanlegur sjónarvottur er samt alls ekki eins góður og blákaldar staðreyndir og sönnunargögn í réttarkerfi nútímans.

Allt saman áhugavert en langaði að fara aðeins inn á þennan punkt; smá forvitni.  Ertu með gott dæmi um staðreyndir sem eru ekki í samræmi við vitnisburð og hvernig þú metur hvort er áreiðanlegra?  ( veit ekkert í hvaða átt þessi umræða gæti farið í... bara forvitni )

Arnar
Já, ef það eina sem benti til sektar viðkomandi væri það sem þessir 1000 manns halda fram.  Ef það væru engin önnur sönnunargögn sem bendluðu sakborning við málið.

Aldrei hefði mér dottið til hugar að mæla með því að horfa á Law and Order og einhverja fleiri lögfræðinga þætti en þú hefðir kannski bara gott af því :/

Þegar kemur að svona glæpum þá er aðal atriðið að fá sjónarvott. 

Mofi, 18.7.2008 kl. 10:16

26 Smámynd: Mofi

Alveg sammála þér Andrés að það þarf að athuga áreiðanleika þessara vitna. En ég get ekki ímyndað mér það mál þar sem svona fjöldi væri ekki nóg til að sakfella.  Margir eru sakfelldir án sjónarvotts, aðeins vegna þess að einhverjum fannst einhver atriði benda til sektar og viðkomandi hafði ástæðu og ekki fjarvistar sönnun. Enda hvað er eiginlega fjarvistar sönnun en annar vitnisburður, bara ekki af morðinu.

Mofi, 18.7.2008 kl. 10:46

27 Smámynd: Mofi

Gott dæmi; veit svo sem ekki um úrskurð dómarans en þarna væri mjög rökrétt að fólkið sem sá þetta blekktist. Aftur á móti yrði Jón fangelsaður ( vonandi ) fyrir tilraun til morðs og það væri byggt á vitnisburði þeirra sem sáu þetta.

Mofi, 18.7.2008 kl. 11:47

28 Smámynd: Arnar

Þið gerið alltaf ráð fyrir öðrum sönnunargögnum, vitni af yfirnátturulegum hlutum hafa engin gögn til sönnunar.

Ef við eigum að líkja sönnunar byrgði yfirnáttúrulegra hluta við morð-réttarhöld væri það eitthvað á þessa leið:

  • Ken Miller fyndist dauður og krufning leiddi í ljós að það væri ekki af náttúrulegum orsökum.
  • Þúsund manns myndi gefa sig fram til lögreglu og benda á mófa sem morðingja Millers.

Ætti að dæma mófa í fangelsi fyrir morð vegna vitnisburðar þessa þúsund manna?  Segjum að ákæruvaldið hafi ENGAR aðrar sannanir og mófi hafi ekki fjarvistarsönnun.

Arnar, 18.7.2008 kl. 12:17

29 Smámynd: Mofi

Sveinn
Segjum að það hafi ekki verið skothylki í byssunni.

Yrði Jón fangelsaður?

Líklegast myndu menn álykta að hann hafi ekki ætlað sér þá að drepa neinn.

Arnar
Ætti að dæma mófa í fangelsi fyrir morð vegna vitnisburðar þessa þúsund manna?  Segjum að ákæruvaldið hafi ENGAR aðrar sannanir og mófi hafi ekki fjarvistarsönnun.

Ef ég gæti ekki sannað að ég hafi ekki getað gert þetta þá er nokkuð víst að ég yrði fundinn sekur. Við þyrftum auðvitað að vera í sama landinu svo ég ætti möguleika á að vera hinn seki.

Haukur, ég er svo sem í grundvallar atriðum sammála þér.  En þú segir "efast þangað til að maður hefur ástæðu til að trúa". Ef einhver sem þú treystir fullyrðir að hafa upplifað eitthvað svona; hefurðu þá ástæðu til að trúa?  Hvað er að þínu mati góð ástæða til að trúa?

Mofi, 18.7.2008 kl. 13:49

30 Smámynd: Sigurður Rósant

Það er möguleiki að þessi könnun á draugatrú Dana hafi verið eitthvað ónákvæm, þ.e. að einhverjir Danir hafi misskilið spurninguna.

Daglega er varað við "spøgelsesbilist" í útvarpi sem ekur á tiltekinni akrein á móti umferðinni og hætta stafar af. Allir vita að þeir eru til og valda stundum dauða annarra og sjálfs sín.

Ef menn trúa á tilvist drauga þá trúa þeir á eins konar líf eftir dauðann eða sálnaflakk á meðan nýlátinn einstaklingur er að hverfa af þessu tilverusviði eins og sumir trúa á.

Spíritistar, postularnir og Jesú trúðu á drauga sem gátu jafnvel snert fólk, étið og haft samfarir við jarðneska, en það er umdeild túlkun.

Trúfrjálsir, trúleysingjar og vantrúaðir trúa ekki á drauga.

Sigurður Rósant, 20.7.2008 kl. 00:06

31 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hugsanlega eru til draugar, álfar og huldufólk. Útiloka ekkert. Á sama hátt er hugsanlega til guð/guðir í einhvers konar formi. Hins vegar finnst mér ólíklegar lýsingarnar úr Ritningunni.

Páll Geir Bjarnason, 26.7.2008 kl. 17:39

32 Smámynd: Mofi

Páll, ég mun vonandi þegar fram líða stundir geta sýnt fram á að lýsingarnar í Biblíunni eru að mörgu leiti áreiðanlegar og trúlegar.

Mofi, 28.7.2008 kl. 12:42

33 Smámynd: Arnar

Mófi:
Páll, ég mun vonandi þegar fram líða stundir geta sýnt fram á að lýsingarnar í Biblíunni eru að mörgu leiti áreiðanlegar og trúlegar.

Það er ekki hægt annað en bíða spenntur eftir því mófi

Arnar, 28.7.2008 kl. 13:03

34 Smámynd: Mofi

Allt of mikil pressa Arnar 

Mofi, 28.7.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband