Leiðin til lífs

ten-commandments5. Mósebók 6
6Þessi orð, sem ég boða þér í dag, skulu vera þér hugföst. 7Þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum. Þú skalt hafa þau yfir þegar þú situr heima og þegar þú ert á faraldsfæti, þegar þú leggst til svefns og þegar þú ferð á fætur. 8Þú skalt binda þau sem tákn á hönd þína og hafa þau sem merki milli augna þinna. 9Þú skalt skrifa þau á dyrastafi húss þíns og borgarhlið þín.  


Þessi orð sem þarna er verið að tala um eru boðorðin tíu.  Biblían hefur margt að segja um þetta Lögmál Guðs.

Orðskviðirnir 6
23
Því að lögmálið eru lampi og boðorðin ljós,
þau eru hvatning og handleiðsla til lífs


Sálmarnir 1

1Sæll er sá sem eigi fer að ráðum óguðlegra,
eigi gengur götur syndara
og eigi situr meðal háðgjarnra
2heldur hefur yndi af leiðsögn Drottins
og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.

Matteusarguðspjall 7
12
Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. 

Galatabréfið 5
14
Allt lögmálið felst í þessu eina boðorði: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“

Svo við eigum að hafa yndi af Lögmáli Guðs og það endurspeglast í okkur þegar við fylgjum hinu konunglega boðorði að elskum náungann eins og okkur sjálf.

Skoðum aðeins boðorðin:

Þú skalt ekki ljúga
Það sem telst sem lygi eru ýkjur, að segja bara hálfan sannleikann eða bara að þegja og veita þannig samþykki þitt á blekkingum.  Hver okkar hérna getur sagt að hann hefur aldrei logið?
Er þá möguleiki að þú ert lygari í augum Guðs?  Er ein lygi nóg til þess að verða lygari? Ef þú nauðgar einni konu er það nóg til þess að þú sért nauðgari?  Sannleikurinn er augljós er það ekki?

Þú skalt ekki stela.
Þetta er erfitt lögmál og djúp því þetta snertir svo marga þætti í okkar lífi.  Ef maður svíkur skatt, er maður þá ekki að stela?  Ef maður borgar undir borðið eða fær einhvern til að vinna svart fyrir mann, er það ekki þjófnaður?  Eða að taka eitthvað lítið frá vinnunni?  Árni Jónsen réttlætti sinn þjófnað þannig að hann hefði átt þetta inni.  Við höfum örugglega öll einhverjar afsakanir og réttlætingar en ég held að innst inni þá segir samviskan manni að maður er sekur.
 

Þú skalt ekki drýgja hór
Það sjá flestir að það að halda fram hjá maka sínum er hræðilegt trúnaðarbrot sem getur eyðilagt fjölskyldur og líf fólks en Jesú gekk enn lengra. Bara að langa að halda fram hjá væri hið sama því að Guð horfir á hjartað og vondar hugsanir enda í vondum verkum.

Þú skalt ekki myrða
Þegar maður skoðar þetta boðorð þá loksins finnst manni að hérna er boðorð sem maður er saklaus af en er það svo?  Ritningin segir að sá sem hatar bróður sinn er morðingi í hjartanu og Jesús sagði að ef maður reiðist án ástæðu þá er maður í hættu fyrir dóminum.
Þetta eru aðeins fjögur af boðorðunum og það eru önnur sex sem við munum verða dæmd eftir.Hvað ætti Guð að gera við okkur?   Getum við sagt að við eigum skilið að ganga inn í himnaríki? Andspænis Boðorðunum þá bregðast sumir við því að réttlæta sig með því t.d. að segja að það er svo langt síðan ég gerði eitthvað slæmt; aðrir segja „ég er góð manneskja, ég  geri góðverk og er traustur vinur“.  En ímyndum okkur að vera í dómssal og þar er maður sem er sekur um að nauðga og svo myrða unglings stúlku. Þegar hann stendur frammi fyrir dómaranum þá segir hann að hann sé í rauninni góð manneskja. Hann gefur til líknarmála, hann stelur ekki, er góður og traustur vinur og þykir vænt um mömmu sína.  Hvað myndi dómari segja við þessu?  Ætli hann myndi ekki segja að allt þetta góða komi málinu ekki við?  Hvað með að Guð fyrirgefur? 

Ef við förum aftur í dómssalinn og spyrjum okkur hvað dómari myndi segja við morðingja sem bara bæði dómarann um að fyrirgefa sér og sleppa við refsingu?
Ef við viljum ekki að dómskerfið okkar virki svona, ef við hreinlega vitum að þetta væri ekki réttlæti, afhverju ætti þetta að vera öðru vísi í dómssal himinsins þar sem Guð er dómarinn? En það er akkurat hérna sem krossinn kemur inn í.  Að fyrir tvö þúsund árum þá sendi Guð son Sinn til að borga gjaldið svo að við mættum vera fundin saklaus á dómsdegi. Ekki af því að við erum saklaus heldur afþví að það er búið að borga gjaldið.  Þetta eru góðu fréttirnar sem Kristur bað okkur um að færa heiminum; að gjaldið væri borgað og í gegnum fórn Krists væri hægt að öðlast náð. 
Fyrsta Jóhannesarbréf 4
9
Í því birtist kærleikur Guðs til okkar að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að hann skyldi veita okkur nýtt líf. 10Þetta er kærleikurinn: Ekki að við elskuðum Guð heldur að hann elskaði okkur og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir okkar.

Gerir þú þér grein fyrir að þú ert á dauðadeild; að hvenær sem er gæti vörðurinn komið inn í klefann til þín og tekið þig burt til að láta taka þig af lífi?   Já, ég viðurkenni að það er langt á milli veggjanna og það er hátt til lofts en dauða dómurinn er hreinlega það eina sem við vitum fyrir víst í þessu lífi.

En er þessi dauðadómur réttlátur?  Flestum finnst þeir ekki hafa gerst sekir um neitt svo slæmt að þeir verðskuldi slík örlög.Kannski ekki morðingi en...  hve margir hafa  verið myrtir vegna þjófnaðar?  Vegna blekkinga?  Vegna öfundar?  Vegna framhjáhalds?  Vegna þess að einhver laug upp á viðkomandi og það eyðilagði líf hans?  Hve margir hafa dáið vegna þjófnaðar?  Eru ekki flest stríð háð vegna græðgi?  Taka völd og auðævi frá einhverjum öðrum og þúsundir deyja vegna þess? 
Sekur um græðgi...
15 miljón börn deyja árlega úr hungri, afhverju?  Er það ekki vegna græðgi?  Einhver á miljarða og lifir í dásemdum og munaði á meðan aðrir eiga ekki nóg til að lifa af?

Hve margir deyja í ár vegna HIV smits?  Það er talið að um 40 miljónir manna eru smituð af HIV í dag og á hverju ári deyja um tvær miljónir manna, þar á meðal 380.000 eru börn yngri en 15.  En er þetta eitthvað annað en afleiðing þess að drýgja hór eða hreinlega löngunin að drýgja hór og þarna erum við aðeins að sjá þá sömu synd, fullþroskaða? 

Laug ekki George Bush um gereyðingar vopn í Írak sem leiddi til innrásar og dauða þúsunda?

Í Jakobsbréfi stendur þetta:

Jakobsbréfið 1
15
Þegar girndin síðan er orðin þunguð elur hún synd og þegar syndin er orðin fullþroskuð leiðir hún til dauða.
Og hérna erum við og sannarlega verðskuldað...  á dauðadeild. Þótt að það er langt á milli veggjanna og hátt til lofts þá erum við á dauðadeild og við getum verið tekin hvenær sem er.Þegar Jesú var einu sinni í boði hjá Faríseija þar sem kona kom og smurði fætur Krists með smyrslum og kyssti þá er hún grét. Gestgjafinn sér þetta og hugsar með sér hvort að Jesú viti ekki hvers konar kona er þarna á ferðinni. Þá segir Jesú honum stutta sögu sem við finnum í Lúkasarguðspjalli 7:40
LIZZYGALVEZ-JesusCross-John3-16-Sepiúkasarguðspjall 7
40
Jesús sagði þá við hann: „Símon, ég hef nokkuð að segja þér.“
Hann svaraði: „Seg þú það, meistari.“
41„Tveir menn voru skuldugir lánveitanda nokkrum. Annar skuldaði honum fimm hundruð denara
 en hinn fimmtíu. 42Nú gátu þeir ekkert borgað og þá gaf hann báðum upp skuldina. Hvor þeirra skyldi nú elska hann meira?“
43Símon svaraði: „Sá hygg ég sem hann gaf meira upp.“
Jesús sagði við hann: „Þú ályktaðir rétt.“ 44Síðan sneri hann sér að konunni og sagði við Símon: „Sér þú konu þessa? Ég kom í hús þitt og þú gafst mér ekki vatn á fætur mína en hún vætti fætur mína tárum sínum og þerraði með hári sínu. 45Ekki gafst þú mér koss en hún hefur ekki látið af að kyssa fætur mína allt frá því ég kom. 46Ekki smurðir þú höfuð mitt olíu en hún hefur smurt fætur mína með smyrslum. 47Þess vegna segi ég þér: Hinar mörgu syndir hennar eru fyrirgefnar enda elskar hún mikið en sá elskar lítið sem lítið er fyrirgefið.“ 48Síðan sagði hann við hana: „Syndir þínar eru fyrirgefnar.“
 
 Horfir þú á krossinn í þakklæti og kærleika?Ef Guð kemur inn í líf einhvers, mun það ekki breyta honum?
Síðara Korintubréf 13
5
Rannsakið hvort trú ykkar kemur fram í breytni ykkar, prófið ykkur sjálf. Gerið þið ykkur ekki grein fyrir að Jesús Kristur lifir í ykkur?
Orð Guðs
Orð Guðs er barni Guðs mikilvægara en dagleg fæða, eins og Kristur sagði „maðurinn lifir ekki á brauði einu saman heldur af sérhverju Orði af munni Guðs“ og Pétur sagði: 
2 Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ómenguðu mjólk til þess að þið af henni getið dafnað til hjálpræðis 3 enda „hafið þið smakkað hvað Drottinn er góður“.," (1 Pétursbréf 2:2 )”

Trú
Ímyndaðu þér ef þú hittir vin þinn og þú segðir honum hvað á þína daga hefði drifið. Hvar þú værir að vinna, hvar þú byggir núna og kannski að þú værir í sambandi eða hefðir eignast barn en vinur þinn segist ekki trúa því sem þú segir honum?  Myndi þér ekki líða eins og hann væri að kalla þig lygara?  Það er akkúrat það sem Biblían segir að við erum að gera þegar við trúum ekki Orði guðs.

Fyrsta Jóhannesarbréf 5
10Sá sem trúir á son Guðs hefur vitnisburðinn innra með sér. Sá sem ekki trúir Guði hefur gert hann að lygara af því að hann hefur ekki trúað á þann vitnisburð sem Guð hefur vitnað um son sinn

Elska fjölskyldu Guðs

Kirkjan og samfélag við aðra kristna er ánægjuleg og er eins og griðaland þar sem vinir koma saman. Ef það er ekki þannig þá er eitthvað mikið að göngu viðkomandi með Guði.

Góð verk

Títusarbréf 3
8
Það orð er satt, og á þetta vil ég að þú leggir alla áherslu til þess að þau sem fest hafa trú á Guð láti sér umhugað um að stunda góð verk. Þetta er gott og mönnum nytsamlegtEða eins og Kristur talar um, látið menn sjá yðar góðu verk svo þeir lofsami Guð sem er á himnum.
Síðara Tímóteusarbréf 2
19 En Guðs styrki grundvöllur stendur, merktur þessum innsiglisorðum: „Drottinn þekkir sína,“ og: „Hver sá sem nefnir nafn Drottins haldi sér frá ranglæti.“
Sá sem gerist kristinn heldur sér frá öllu ranglæti því hann veit hvað fyrirgefningin kostaði.
Ávextir andans
Eins og Galatabréfið talar um
Galatabréfið 5
22 En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, 23 hógværð og sjálfsagi. Gegn slíku er lögmálið ekki.
Trúboð...
Þegar Kristur yfirgefur lærisveinana þá gefur Hann þeim Hans síðustu skipun, má segja að þá gefur Hann þeim boðorð boðorðanna „farið út og boðið fagnaðarerindið og gerið lærisveina meðal þjóðanna“.   Sá sem hefur verið bjargað úr klóm dauðans, ef hann er fæddur af anda Guðs þá hefur hann sömu langanir og Guð sem er að enginn muni farast heldur allir munu komast til eilífs lífs. En ég vona að við höfum séð að allir sem við þekkjum, ef þeir deyja án frelsarans þá munu þeir farast í glæpum sínum gagnvart Guði og mönnum.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

þannig að, ef ég sé einhverja föngulega kona og hugsa með mér "tjah, þessi er nú fjandi getnaðarleg" eða eitthvað í þá áttina, er ég þá að halda framhjá maka mínum með því?

Við erum líffræðilega stilltir á það að taka eftir rössum og brjóstaskorum, það er frumeðli í manninum að fjölga sér. 

Er þetta ekki eins og að banna hundi að gelta? 

Hvað ef ég á ekki nóg af peningum til að lifa af mánuðinn og þarf að bregða mér í hagkaup til að éta beint upp úr salatbarnum... er þá guð ekki lengur miskunnsamur? 

 og að lokum langar mig að spyrja þig spurninga sem eru ekki beint tengdar færslunni þinni, en þú ert svo mikill hafsjór af þekkingu í þessum málum. 

spurning 1, þegar jesú dó fyrir syndir mannkyns, voru það þá bara syndirnar sem höfðu verið framdar til dauðdaga hans, og þurfti hann að deyja svo að guð gæti fyrirgefið okkur syndirnar og haldið áfram að elska okkur? 

spurning 2, hvernig skýrir biblían samkynhneigð í dýraríkinu? 

mbk Davíð

Davíð S. Sigurðsson, 13.7.2008 kl. 17:09

2 identicon

Hér sýnir George Carlin heitinn hvernig hægt er að skera niður boðorðin tíu niður í tvö, án þess að skemma boðskapinn. Verður meira að segja mun lógískari en áður.

http://www.youtube.com/watch?v=rCz0-HY1TLU

Ellinn (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Arnar

No worries Davið, eina sem þér verður ekki fyrirgefið (ef svo ótrúlega skyldi fara að þetta trúarrugl sé allt satt) er að trúa ekki á kallinn.

Arnar, 14.7.2008 kl. 01:08

4 Smámynd: Mofi

Davíð
þannig að, ef ég sé einhverja föngulega kona og hugsa með mér "tjah, þessi er nú fjandi getnaðarleg" eða eitthvað í þá áttina, er ég þá að halda framhjá maka mínum með því?

Ég skil þessi vers þannig að ef maður vill halda fram hjá þá er það synd því að Guð dæmir langanir hjartans. Ef viðkomandi sem hefur þannig langanir fengi nógu mikinn og dveldi á þannig hugsunum þá myndu þau verða að verkum.

Davíð
Hvað ef ég á ekki nóg af peningum til að lifa af mánuðinn og þarf að bregða mér í hagkaup til að éta beint upp úr salatbarnum... er þá guð ekki lengur miskunnsamur?

Guð er alltaf miskunsamur en þjófnaður er þjófnaður og ætti aðeins að vera í ýtrustu neyð.
 

Davíð
og að lokum langar mig að spyrja þig spurninga sem eru ekki beint tengdar færslunni þinni, en þú ert svo mikill hafsjór af þekkingu í þessum málum. 

spurning 1, þegar jesú dó fyrir syndir mannkyns, voru það þá bara syndirnar sem höfðu verið framdar til dauðdaga hans, og þurfti hann að deyja svo að guð gæti fyrirgefið okkur syndirnar og haldið áfram að elska okkur?

Takk fyrir það en ég svo sem aðalega hef skoðanir á þessum málum. Fórnin var fyrir alla syndir, fyrir og eftir krossinn. Guð valdi þessa leið til að sætta mannkynið við Sig þannig að við myndum gefa upp okkar eigin réttlæti og aðeins treysta á Hann. Eins og svo oft þá mæli ég með bók C.S. Lewis - Mere Christianity

Mjög mikil innsýn inn í trú og staðreyndir, gott og illt í kristnum skilningi út frá heilbrygði skynsemi frá manni sem var einstaklega gáfaður.

Davíð
spurning 2, hvernig skýrir biblían samkynhneigð í dýraríkinu?

Veit ekki til þess að hún fjallar um það. Það er eins og það er móralst lögmál sem á við mannkynið en dýrin vita lítið sem ekkert af því þótt að við sjáum margt athyglisvert hjá þeim.

Arnar,  nei, málið er að þú færð ekki fyrirgefningu fyrir hið vonda sem maður hefur gert nema í gegnum trú á þá fórn sem Kristur færði. 

Kv,
Mofi


Mofi, 14.7.2008 kl. 10:19

5 Smámynd: Mofi

Ellinn
Hér sýnir George Carlin heitinn hvernig hægt er að skera niður boðorðin tíu niður í tvö, án þess að skemma boðskapinn. Verður meira að segja mun lógískari en áður.
Jesú tók þau líka saman í tvö boðorð en það þarf að taka sérhvert atriði fram svo að það sé betur á hreinu hvernig náungakærleikur birtist. Ansi auðvelt að réttlæta fyrir sjálfum sér hitt og þetta, stela þessu, ljúga einhverju öðru, og þykjast gera það í nafni einhvers náunga kærleika.

Mofi, 14.7.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband